Byrjunarlið gegn Stoke

Byrjunarlið dagsins þarfnast eilítillar pælingar.

Ég set þetta svona upp:

Karius

Gomes – Van Dijk – Klavan

TAA – Henderson – Wijnaldum – Moreno

Salah – Firmino – Ings

Sjáum hvort þetta er svona eða einhvers konar allt annað upplegg.

Á bekknum: Mignolet, Clyne, Lovren, Milner, Robertson, Solanke, Woodburn. Þrjú stig er skylduupplegg í dag!!!

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


68 Comments

  1. Þetta verður fróðlegt að sjá.
    3-4-3 eða 4-3-3 með TTA á miðjunni eða jafnvel Moreno

  2. Lovren, Milner, Robertson og Mane hvíldir. 3 manna vörn og verður fróðlegt að sjá hvort að Gomez, klavan, ings og Moreno standa sig í dag.

  3. A Moreno a miðju, áhugavert og hann a eftir að standa sig vel i dag. Skrifað i skýjin
    YNWA

  4. Auðvelt að sjá mikilvægi Van Dijk í þessu liði, hverrar krónu virði, verð að hrósa FSG fyrir að hafa klárað það dæmi. Wijnaldum er svo eins og nýr leikmaður í þessu liði, kom inná gegn Roma og leit mjög vel út.

    Ótrúlegt hvað Klopp er búinn að vinna gott starf, þriðja besta liðið á Englandi, sigurstranglegir í Meistaradeildinni og með mann verðugan Ballon d’Or í liðinu á 5 ára samning án klásúlu. Þvílíkt rugl.

    Koma svo Liverpool!!!

  5. Fyrst Kane var ekki rangstæður þegar hann fékk vítið á móti Liverpool þá var Inga ekki rangstæður þarna.

  6. Sæl og blessuð!

    Hvað er með þessa dómara???

    Og nú er Hendó að detta út.

    Mörkin sem við fengum á móti okkur gegn WBA eru rááááááándýr

  7. Næst besta sókn deildarinnar á móti verstu vörn deildarinnar og það er lítið að gerast. Munar mikið um Mane en við verðum að sjá betri frammistöðu í seinni hálfleik.
    3 risastór stig í boði.

  8. Ekki góður fyrirhálfleikur hjá okkur og minnir þetta pínu á WBA leikinn þar sem menn eru að klúðra einföldum sendingum, ákefðin er minni (kannski skiljanlega) og menn eru kærulausir.

    Stoke liðið er ekki komið til að næla sér í 1 stig heldur 3 stig. Þeir eru með liðið sitt framarlega en venjulega og þeir hafa komið sér í nokkrar hættulegar stöður sem þeir hafa ekki nýtt.

    Við höfum fengið færi. Salah klúðraði dauðafæri, Trent í dauðafæri en missti boltan undir sig, Winjaldum í ákjósalegu skotfæri, Salah með aukaspyrnu, Ings skoraði en var mjög tæpur í rangstöðu.

    Þetta er allt samt rosalega dauft bæði innan vallar sem utan. Ég er á því að ef menn fari ekki að vakna aðeins þá töpum við þessum leik með föstuleikatrið eða eftir að hafa tapað boltanum á hættulegum stað(þá væri Chelsea komnir með meistaradeildarsæti í sínar hendur).

  9. Agalegt að vera ekki 2-0 yfir í hálfleik en Salah og Arnold áttu að skora. Verðum að klára þetta til að létta á pressunni fyrir Chelsea og Brighton.

  10. Það er bara ekkert Liverpool-legra en að stúta Roma í 4-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en tapa svo stigum gegn tveimur lélegustu liðum deildarinnar þar á milli.

  11. Þrátt fyrir yfirburði Liverpool finnst manni samt alveg vanta einn Mane.

  12. Ég hef akkúrat engar áhyggjur af þessum leik – fyrir utan að lykilmenn meiðist. Fáum að lágmarki stig hér og það áað duga. Spái samt sigri.

  13. Fyrsti heimaleikurinn 2018 hjá Liverpool án þess að skora í fyrri hálfleik….Koma svo!!!

  14. Af hverju í guðsvoluðum mórinjó er að hann að taka Ingsarann út af???

  15. Þessir ensku dómarar eru bara andskotans gungur.
    Þið hljótið að hafa séð þegar Pieters hélt Salah og Dómarinn stóð við hliðina…. og gerði ekkert fyrr en liverpool náði að spila útúr þessu .. þá veifaði hann höndum um “hagnað” Sem er auðvitað aldrei til staðar þegar í staðinn er leyft að brjóta á Salah innan teigs.

  16. Síðustu tveir deildarleikir eru að sýna það afhverju Liverpool er ekki í neinni titilbaráttu. Meistaradeildarfyrirkomulagið hentar þessu liði greinilega miklu betur að gíra sig upp í tvö útsláttarleiki. En ég verð mjög sáttur með 1-0 sérstaklega ef Salah skorar og tekur markametið þó að frammistaðan sé ekkert spes.

    YNWA

  17. #33
    Hvaða vitleysa!
    Þessi leikur þróast nákvæmlega eins og flestir höfðu áhyggjur af.
    Það er smá þreyta í liðinu vegna álags/meiðsla. Það er svakalegt spennufall í leikmönnum að fara úr þessum tilfinningalega rússíbana sem meistaradeildin hefur verið okkar liði og spila svo á móti Stoke og WBA. Og svo kemur inn ákveðin værukærð í leiknum ásamt því að menn eru ekki alveg á fullu gasi vegna þess að engin vill meiðast osfrv.

    Bæti svo við að sumir “aukaleikarar” sem koma inn í liðið eru því miður alls ekki af því kalíberi sem sem lið eins og Man liðin og jafnvel Chelsea og Spurs hafa á sínum varamannabekk. Okkar lið er ennþá frekar þunnt skipað úrvalsleikmönnum.

    En við getum alveg pikkað inn vonandi einu marki til að klára þetta leiðinlega Stoke lið. En hugur manna er við miðvikudaginn, klárlega.

  18. Má ekki dæma víti þegar varnarmaður fer með hönd í andlit sóknarmanns?

  19. Hefur knattspyrnusambandið bannað dómurum að dæma vítaspyrnu liverpool í hag?

  20. Nú er að koma í bakið á okkur varðandi breyddina. Að ekki sildi vera keyptur maður í janúarglugganum er með ólíkindum.

  21. Þetta er kýrskýrt. Markið hans Ings átti að standa, allan daginn og alltaf. Hrikaleg mistök að dæma það af okkur. Hvorki var hann rangstæður (hann var samsíða varnarmanni) né átti að líta svo á að boltinn hefði komið frá samherja.

    Svo hefðum við mátt fá amk tvö víti.

  22. Hrikalegt klúður þessi dómgæsla. Þriðja borðleggjandi vítið sem við fáum ekki. Manni verður flökurt.

  23. Hvað er i gangi ef viti var a Milner a móti roma hvað var þa þetta.

  24. VAR á að taka upp strax í enska boltanum!!! Þá verða svona Hakkabollur eins og þessi dómari atvinnulausir fljótlega!!!

  25. Furðulegt að fá ekki víti þarna. Eins augljós hendi sem maður hefur séð.

    Einhver regla sem gæti mögulega stutt að dæma ekki víti þarna?!?!

  26. Fjórða vítið sem þessi dómaraauli sleppir þeim með. Skammarlegt. Fótboltinn tapar en Liverpool stendur í ströngu að halda sjó á lokametrunum.

    Liðið stóð sig alveg þokkalega og gaman að sjá Moreno í góðu fjöri. Skildi ekki að taka Ings út af en hvað veit ég?

  27. Vantar 3 stig. 2 leikir eftir og Chelsea næst úti. Úff….

    Mjög dapur leikur

  28. Jæja viti nr 17 í röð sem við fáum ekki. Eg hata dómara með ástríðu í dag. Ef þu ert dómari sem ert að lesa þetta þá fuck off

  29. Ég hef ekki mikið verið að gagnrína dómgæslu í vetur en þetta var ein sú allra versta sem ég hef séð.
    Hvernig var ekki hægt að dæma víti þegar leikmaður sem er 5 metra frá boltanum setur hendina út frá líkamanum og slær svo boltan þegar sendingin kemur inní ?

    Stoke fékk einfaldlega að gera það sem þeir vildu við okkar menn í teygnum og kannski besta dæmið á síðustu andartökum leiksins þar sem varnamaður stoke heldu utanum Firminho með báðum höndum og er ekki einu sinni að horfa á boltan.

  30. Sko það er oðið svo greinilegt að dómarar og línuverðir á Englandi eru ALDREI! að fara dæma nokkuð Liverpool í hag og það er líka greinilegt að þeir eru líka ALDREI! fara gefa þeim vítaspyrnur.

  31. Það þarf að tékka á dómarakvikindunum. Svona dómgæsla er ótrúleg og svartur blettur á knattspyrnunni!

  32. Salah var haldið föstum megnið af leiknum athugasemdalaust! Þvílík svívirða.

  33. Séns gegn tveimur Championship liðum til að klára þetta CL sæti en töpuð stig í báðum leikjum. Þetta hefur verið okkar akkilesarhæll í deildinni í vetur. Því miður.

  34. Ég átta mig ekki á samræmi í dómgæslunni. Varnamenn Liveprool máttu ekki snerta leikmenn öðruvísi en það væri dæmt víti fyrr í vetur. (Gegn Everton og Tottenham) en svo núna er ítrekað tekið um hendurnar á Salah og Firmino og það er ekki dæmt neitt. Í ofan á lag var víti ekki dæmt og sem betur fer rændi Stoke ekki sigrinum í leiknum í eina færinu sem þeir fengu.

    Annars var þetta hundleiðinlegur leikur. Ekkert fyrir augað og það vantaði alla áræðni og hörku. Leikurinn spilaður af hálfum hug og greinilegt að hann skipti ekki allt of miklu máli enda þarf liverpool aðeins 3 stig til viðbótar til að tryggja sig í ensku deildinni.

  35. Staðan í deildinni er orðinn þannig að við þurfum annað hvort jafntefli gegn Chelsea eða sigur gegn Brighton á heimavelli til að tryggja meistaradeildarsætið.

  36. Eiginlega rannsóknar efni að við skildum ekki vinna þennan leik og á sama tíma stálheppnnir að tapa ekki.
    Ég er alveg hættur að skilja hvenær er víti og hvenær ekki.

  37. Þessi úrslit hafa lítið með dómgæslu að gera. Jú, auðvitað átti að dæma víti þegar fyrir slysni boltinn fór í höndina á varnarmanninum en common. Þetta var bara erfitt og ekki nægilega gott hjá Liverpool.

Stoke koma í heimsókn á Anfield.

Liverpool – Stoke 0-0