Grannaslagur í Guttagarði

Eins leiðinlegt er að leyfa ekki síðustu færslu að lifa erum við á þeim punkti tímabilsins að það er nýr dagur og nýr leikur en í hádeginu á morgun mætum við grönnum okkar í Everton. Það hefur oft verið meiri spenna fyrir Merseyside slagnum enda kemur hann á ótrúlega óhenntugum tíma fyrir okkur og Everton hafa ekki að miklu að keppa eins og staðan er í dag. Þrátt fyrir það er bæði montrétturinn mikill og Liverpool ekki tapað fyrir Everton í síðustu sextán viðureignum liðanna sem er met milli liðanna. Everton vann síðast í október 2009 en sá leikur fór 2-0 og skoruðu þeir Mikel Arteta og Tim Cahill.

Á árum áður var þessi viðureign oft kölluð The friendly derby vegna þess að stuðningur liðanna skiptist jafnvel innan fjölskyldna í borginni, en þannig er það einmitt einnig hjá mér. Pabbi minn er harður Everton maður en bróðir hans átti líklegast mest áhrif á það að ég ákvað að styðja Liverpool. Ég hef því alltaf haft ákveðið soft spot fyrir Everton liðinu og hef alltaf haft eitt auga á þeim. Það hafa verið góðir tímar, þá sérstaklega þegar hann tók mig með sér til Liverpool og sat með mér í Kop stúkunni þegar Liverpool sigraði Everton 2010 með marki frá Dirk Kuyt, en jafnframt ekki jafn góðir tímar, þá sértstaklega að sitja á Ölver í lokaumferð 12-13 tímabilsins klæddur í Everton treyju eftir að hafa tapað veðmáli þar sem þeir enduðu fyrir ofan okkur það árið.

Everton

Þetta hefur verið tímabil sem Everton menn vilja flestir gleyma sem fyrst. Í sumar var stórum fjárhæðum eytt og bjartsýnin var í fyrirrúmi, ég spáði þeim sjöunda sæti ef ég man það rétt í spá kop.is en hafði orð á því að þeir gætu skákað Arsenal. Síðustu helgi, í 32. umferð voru þeir að komast í 40 stig en eftir skelfilegar frammistöður undir Koeman og Unsworth neyddust þeir til að skríða til Samma sopa og gefa honum 18 mánaðasamning sem þeir vildu ekki fyrr um tímabilið vegna þess að fall var orðinn raunveruleg hætta fyrir liðið sem ætlaði sér að brjótast inn í topp sex. Nú verður áhugavert að sjá hvað liðið gerir í sumar því ég get ekki ímyndað mér að stuðningsmennirnir vilji sjá Sam áfram í brúnni á næsta tímabili.

Það eru nokkur meiðsli innan herbúða Everton en bestu miðjumenn liðsins Gylfi Sigurðsson og Idrissa Gueye eru báðir frá en auk þeirra eru Mason Holgate, Martin Stekelenburg, James McCarthy og Mangala allir meiddir en Mangala kom á láni í janúar og náði að spila 135 mínútur fyrir Everton áður en hann meiddist. Ég geri ráð fyrir að Sam stilli svona upp á morgun

Pickford

Coleman – Jagielka – Keane – Baines

Schneiderlin – Davies

Walcott – Rooney – Bolasie

Tosun

Af þessum leikmönnum eru það aðeins Bolasie og Coleman sem hræða mig að einhverju viti en báðir eru þeir aðeins búnir að spila um tíu leiki eftir rúmlega árs meiðsli en Allardyce mun líklegast vilja liggja til baka og sækja hratt á hraða kantmenn með Tosun að djöflast í hafsentunum, taktík sem skilaði ágætis árángri fyrir Palace og Man Utd.

Liverpool

Eins og áður kom fram kemur þessi leikur á slæmum tíma fyrir Liverpool milli leikjanna gegn City í átta liða úrslitum Meistaradeildar og verður áhugavert að sjá hvernig Klopp stillir þessum leik upp og líklega einhverjir sem væru til í að sjá fáa eða enga af þeim sem spiluðu á miðvikudaginn spila þennan leik. Klopp hefur hinsvegar prediktað mikið um að halda takti og ég býst við einhverjum breytingum en færri en margir halda.

Það var hrein unun að horfa á okkar menn taka besta lið deildarinnar í kennslustund á miðvikudaginn, fyrst sýndum við hvernig á að sækja í fyrri hálfleik og fórum inn í leikhlé 3-0 yfir svo komum við þeim á óvart sem hafa ekki horft mikið á Liverpool undanfarnar vikur og sýndum hvernig á að verjast í seinni hálfleik. City átti ekki skot á markið í öllum leiknum og sýndi liðið að þeir geta varist þegar það þarf að liggja til baka, eitthvað sem hefur verið ábótavant nánast síðan Benítez stýrði liðinu.

Mo Salah fór meiddur af velli gegn City og er mjög ólíklegt að hann spili þennan leik sem er vissulega leiðinlegt fyrir hann enda að berjast um að ná markametinu í deildinni en betra að taka engar áhættur. Emre Can er tæpur og þar sem Henderson verður í banni í seinni leiknum gegn City þarf heldur ekki að taka áhættu með hann. Auk þeirra eru Matip, Gomez, Lallana og Klavan meiddir. Ég gæti séð liðið svona

Karius

Clyne – Lovren – Van Dijk – Moreno

Wijnaldum – Henderson – Chamberlain

Firmino – Ings – Mané

Eigum ekki mikla möguleika í hafsentum til að hvíla þessa tvo en býst við að báðir bakverðirnir hvíla enda voru þeir um allan völl gegn City og þurfum við að hafa þá í sama gír í seinni leiknum. Firmino fór snemma útaf og geri ráð fyrir að hann og Mané spili þennan leik en fái skiptingu snemma. Vona að Ben Woodburn fái að sprikla eithvað um helgina.

Spá

Gæti trúað að þetta verði erfiður leikur og menn verði jafnvel með hugan við City leikinn enda mannlegir þrátt fyrir að vera atvinnumenn. Spái 1-0 tæpum sigri þar sem Firmino skorar fyrir Liverpool.

20 Comments

  1. Held og vona að Firmino byrji á bekknum og Solanke verði frammi með Ings og Mané. Myndi líka vilja sjá Ox á bekknum fyrir t.d. Woodburn og helst hvíla Lovren líka þó ekki sé augljóst hver tæki miðvörðinn. Nett varalið á að ráða við þetta Toffee lið og big Sam er alltaf að fara að reyna slasa einhverja hjá okkur sem við megum ekki við.

  2. Höfum svigrúm til að tapa stigum og spila upp á jafnteflið á morgun. Það verður því að hvíla leikmenn fyrir seinni leikinn gegn Man City enda alltof mikið að spila þrjá risaleiki á innan við viku. Held líka að leikurinn spilist þannig á morgun að það gæti borgað sig að hafa ferska fætur.

    Vona að það verði svona: Karius, Moreno, Dijk, Klavan, Clyne, Henderson, Wijnaldum, Chamberlain, Mané, Ings, Woodburn.

    Það er útaf þessu sem maður var pirraður að ekkert var fengið í stað Coutinho. Breiddin er engin.

  3. Klárlega að spila Ings og Solanke i þessum leik, láta þá djöflast frammi. Einnig sammála með bakverðina, væri gaman að sjá Clyne aftur í liðinu.
    En miðjan klárlega veikur hlekkur enda þurfa þeir að hlaupa úr sér lungun í næstu viku þannig að Hendo og 2 kjúllar væru það besta í stöðunni ef mögulegt væri.

  4. Moreno, Clyne, Ings, Solanke, Henderson og Winjaldum verða að byrja þennan leik.
    Gefa Robertson, Trent, Salah(tæpur) , Firminho og Millner smá hvíld til að byrja með.

    Helvítist að við fengum þennan stórleik svona á milli. Því að þetta er gríðarlega mikilvægur leikur en maður vill samt forgangsraða fyrir meistaradeildina og þetta lið okkar gæti alveg gert góða hluti án helstu stjarna.

    Spáum bara hörkuleik og 1-0 fyrir Liverpool og Ings skorar markið

    YNWA

  5. Sæl og blessuð.

    Þetta á að vera varaliðið, varadekk og varagloss. Hvar er Klavan? skyldumæting, ef hann kemst. Klárlega Ings og Solanke tveir frammi: litli og stóri, skothlelt. Firmino verður með þeim í fyrri hálfleik og Mané í þeim síðari. Henderson verður fyrsta fiðla. Woodburn, er hann geim? Þá verði hann með. Clyne fær þarna sitt langþráða debút eftir veikindin. Hann á þó, held ég, enga stoðsendingu og verður það því ólíklegt að i/S fái mikið fóður þaðan.

    Ok. þetta verður leðjuglíma og þar er ekki við Klopp að sakast eða félagið. Enska boltabandið verðskuldar ekki meira fyrir að skilningsleysið.

  6. Það er e-ð svo týpískt að fá Everton þarna á milli. Svona “high intensity” leiki. Segjum svo að við förum áfram. Er þá ekki 100% að leikurinn gegn Chelsea komi á milli undanúrslitaleikjanna?
    Það gæti orðið ein taugaspenna, þ.e.a.s. ef við töpum einhverjum stigum fram að honum og þeir ekki.

  7. Menn mega ekki gleyma að við erum leik á undan Chelsea, þannig ef að við töpum leik en ekki Chelsea þá getum við lent í úrslitaleik við þá um 4. sætið

  8. Ég held að ég sé ekki eini púlarinn á Íslandi sem horfir á Everton og derbyið með augum útlendings. Fyrir mér er innanbæjarrígurinn og hvað menn tuðrast um yfir fjölskylduborðum eða á dekkjaverkstæðum á Merseyside um leik milli Everton og Liverpool er ekki mikilvægast. Hefur aldrei verið. Að vinna þriðja besta liðið í bænum er bara eitthvað sem á að gerast og engin ástæða til að gera meira úr því en nauðsyn ber til.

    Það er LFC bara til minnkunnar að bera þetta saman við leiki við hin liðin í stóru 6 á Englandi, eða UCL.

    Að því sögðu á LFC aldrei að fara í leik með það að markmiði að ná bara jafntefli. Við förum í þennan leik til að vinna. Þegar við hættum að spila til að vinna, þá getum við keypt strætókort og farið að halda með lélegasta liðinu í Mannséster.

  9. Mikilvægur leikur og er ég ekki sammála þér Krulli um að okkar lið megi við því að tapa stigum. Liverpool má aldrei tapa stigum og þurfum við að hugsa um að geirnegla 2. sætið og ekkert kjaftæði. Miðað við hollninguna á liðinu eftir áramótin þá væri virkilega svekkjandi að lenda neðar. Solanke þarf að spila og skora.

  10. Sammála mörgum, þetta er leikur sem á að vinnast og gera allt, innan skynsamlegra marka, að svo verði.

    YNWA

  11. Fram veginn í Meistardeildinni hlýtur að vera númer eitt úr því sem komið er.

    Ögn veikt byrjunarlið gegn Everton væri í góðu lagi mín vegna ef það treystir okkar fyrstu 11 á Ethiad á þriðjudag. Jafntefli á Goodison væri enginn heimsendir.

    Sigur á Ethiad væru heimsyfirráð.

    Er þetta einhver spurning?

  12. Við erum samt 7 stigum á undan Chelsea. Megum a.m.k. tapa tveimur leikjum eða gera þrjú jafntfefli í síðustu sex. Liðið þarf að drulla upp á herðar á lokasprettinum til að glundra þessu niður. Þetta tímabil yrði stórslys ef liðið myndi klúðra CL sætinu. Að því gefnu að við myndum ekki vinna keppnina.

  13. hþ #10 Algjörlega sammála þér. Við megum alls ekki við því að tapa stigum. Við getum samt notað nokkra kjúklinga, enda eigum við frábæra kjúklinga sem eru meira en tilbúnir að grípa tækifærið. Við vinnum þennan leik.
    Svo verður hinn leikurinn afar áhugaverður. City vinnur, missa sig í fögnuðinum og verða ekki tilbúnir á þriðjudaginn. Okkar menn nálgast 2. sætið óðfluga og ná því að lokum.

    Sagði einhver jinx?

  14. Mikilvægur leikur eins og allir nágrannaslagir milli þessara liða. Ég vona að við getum hvílt eins marga leikmenn og mögulegt er, eða þá að drepa þennan leik fljótt og skipta okkar bestu leikmönnum útaf snemma. Salah á bara að geyma í ísbaði fram á þriðjudag helst 🙂 Verst að Wilson er í láni hjá Hull. Liðið gæti verið okkar sterkasta eða þá svona, veit ekki hvort Klavan er heill.

    Karius
    Clyne Lovren Klavan ? Moreno

    Winjaldum Henderson Woodburn

    Ings Firminho Solanke

  15. Annars var Grujic ekki í liði Cardiff í dag, ekki einu sinni á bekk ! Erum við að fara að kalla hann tilbaka úr láni ?

  16. Ings hefur verið mjög nærri því að skora þær fáu mínútur sem hann hefur fengið í leikjum vetrarins. Skiljanlega fær hann fáa sénsa þegar framlínan spilar eins og hún er að gera og leikja álag ekki mikið. En vona innilega að hann byrji í dag og hann sýni að hann eigi fullt erindi í þetta lið. Tel hann fullkominn leikmann fyrir Klopp. Myndi telja hann hafa svona 80% af getu Firminio en með spilatíma gæti hann náð lengra.

  17. liðið komið

    Liverpool: Karius, Clyne, Lovren, Van Dijk, Klavan, Milner, Henderson, Wijnaldum, Mane, Ings, Solanke.

  18. Gaman að sjá Ings, Solanke og Clyne alla koma inn í liðið. Ætli þetta verði þriggja miðvarða varnarlína með Clyne og Milner sem vængbakverði?

Podcast – Alvöru alvöru Evrópukvöld á Anfield

Liðið gegn Everton