Byrjunarliðið gegn Man City í CL!

Nú er ein ögurstund í Norður-Englands bardagann í Meistaradeildinni. Verður það blóðrautt sólarlag Rauða Hersins eða ljósblá leiðindi?

Liðsskýrslur hafa verið opinberaðar tímanlega og liðsuppstilling okkar manna er eftirfarandi:

Bekkurinn: Mignolet, Clyne, Wijnaldum, Moreno, Ings, Solanke, Masterson

Mikið hefur verið um meiðslafréttir í aðdraganda leiksins með Adam Lallana, Joel Matip, Emre Can og Joe Gomez á sjúkralista. Meiðslastaðan er sérstaklega undirstrikuð með þeirri staðreynd að hinn 19 ára varnarmaður Conor Masterson er kominn á bekkinn í annað sinn á sínum meistaraflokksferli. Þá víkur Wijnaldum fyrir Oxlade-Chamberlain í byrjunarliðinu.

Lið gestanna er svona skipað:

Manchester City: Ederson, Walker, Kompany (C), Otamendi, Laporte, Fernandinho, Silva, De Bruyne, Gundogan, Sane, Jesus

Bekkurinn: Bravo, Danilo, Stones, Sterling, Delph, Bernardo, Zinchenko

Aguero er fjarri góðu gamni og vinur okkar Sterling er á bekknum en annars eru himnabláu Englandsmeistaraefnin fyrnasterkir og vel mannaðir.

En nú er um klukkustund í að hinn þýski Felix Brych dómari blási til leiks og spennan er það massíf að hægt er að skera hana í sneiðar. Allir Púlarar er hvattir til að finna sér sinn stað í beinni sjónlínu við rauðskjáinn og hvetja Rauða herinn til dáða!

Come on you REDS! YNWA!

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


60 Comments

 1. Ég held að bekkurinn hjá okkur sé ekki að fara að gera stóra hluti

 2. Ótrúlegt að lenda í þessu varðandi miðverðina. Fyrir landsleikjahlé, vorum við með sex sem gátu spilað þessa stöðu en svo meiðast skyndilega, Klavan, Matip,Gomez og Can. Ástandið verður strax skárra í næsta leik og í versta falli verður Wijnaldum settur í þessa stöðu eða þessi Masterson (sem ég þekki lítið til) , þó mér líki það engan veginn á móti Man ity.

 3. Ég er gjörsamlegst að farast úr spennu.

  Segjum 3-1 og að þetta verður ROSALEGUR leikur.

  KOMA SVO LIVERPOOL!!!!!!!

 4. er að farast þori ekki að spá neinu
  væri flott að vinna með tveggja marka mun fyrir seinni leikinn

 5. Ég get ekki hugsað, hvað þá rökrétt, fyrir spennu.
  Gundogan er þriðji maður inná miðjunni hjá City og enginn Sterling. Eitthvað segir mér að Pep sé að þétta örlítið bakatil og stóla á Sané vs TAA rimmuna.
  En hvað veit sófasérfræðingur eins og minn.
  YNWA

 6. Sæl og blessuð.

  Þetta verður eitthvað, spennan óbærileg.

  Hvar fær maður fullorðinsbleiur…?

 7. Spennan er gríðarleg þetta fer 4-2 í brjáluðum leik TAA firmino og Salah með mörkin Salah væntanlega 2 áfram rauðir.

 8. Klavan er ekki á bekknum, því Clyne og Moreno eru þar. Enn fleiri varnarmenn.

 9. Óþarfi að hafa enn fleirr varnarmenn, átti að standa þarna. Vantaði “óþarfi”

 10. Sælir félagar

  Leikurinn fer 4 – 1 og það verður erfitt fyrir MC að brúa það í seinni leiknum.

  Það er nú þannig

  YNWA

 11. Þetta væri fínn tími fyrir aðra þrennu frá Mané. Annars held ég að 3-1 eða 1-3 séu alveg jafn líkleg úrslit í þessum leik.

 12. DJöfull verður maður pirraður að heyra að stuðningsmenn liverpool(nokkrir) höguðu sér eins og vitleysingar og voru að kasta hlutum í rútuna hjá Man city og nú veit ég ekki nákvæmlega hvað gerðist en Man City þarf að skipta um rútu í bakaleiðinni.

  Liverpool FC og Klopp eru búnir að biðjast afsökunar en svona vill maður ekki að fylgji klúbbnum okkar og við vinnum þá með stemningu innan vallar sem utan en ekki með skemmdaverkum.

 13. En mér var farið að leiðast þegar Liverpool skoraði ekkert í heilar 15 mínútur samt.

 14. Andaði rólega það er ekkert komið í hús ennþá. Það eru eftir 135 mín af þessu einvígi.

 15. #36
  Ekki vafi í mínum huga miðað við hvernig hálfleikurinn þróaðist. Átti von á einu poti frá Bobby.
  En kannski er það 42 mínúta í þeim síðari…

 16. Alex Oxlade-Chamberlain is a physical monster. Pace, power and endurance.
  We couldn’t have signed a player better suited to Klopp’s heavy metal and gegenpressing.

 17. Stórkostlegar fyrstu 45 mín.

  Man City byrjuðu betur en við náðum eiginlega að skora í fyrsta skipti sem við komust að viti yfir miðju 1-0
  Man City tóku þá aðeins við sér og héldu boltanum vel og settu mikla pressu á okkur en við skorum aftur 2-0
  Man City er ekki lið sem eru vanir því að lenda í mótlæti og einfaldlega hvarf ofaní völlinn og okkar menn gjörsamlega áttu alla 50/50 boltana eftir þetta bætu við marki 3-0 og vorum líklegri að skora fleiri.

  Ég er viss um að Pep og hans menn munu mæta vel skipulagðir og sókndjarfir í síðarihálfleik en þeir verða líka að passa að tapa ekki þessu einvígi með enþá stærra tapi á Anfield.

  Robertson gjörsamlega sturlaður í þessum leik, þeir ráða ekkert við Salah og Mane, OX með flott sóknartilþrif en verður að passa að tapa ekki boltanum á miðsvæðinu, Henderson/Millner að vinna alla baráttuboltana. Trent fær meiri hjálp núna og Sane hefur ekkert getað á móti honum. Lovren/Djik hafa verið stórkostlegir í miðverðinum og Karius traustur í markinu.

  Númer 1,2 og 3 núna er að fá ekki á okkur mark. Vera skynsamir halda áfram að keyra á þá þegar við eigum tækifæri til en það er allt í lagi að vera þéttir til baka því að við værum alveg tilbúnir að taka 3-0 fyrir síðarileikinn.

 18. Sturluð staðreynd:

  18% marka sem Man $ity hefur fengið sig á þessu tímabili eru skoruð af Liverpool 🙂

 19. Gleymum ekki síðasta leik, komumst í 4-1, endaði 4-3. Núna þurfum við að halda hreinu, efast samt um það. Gætum verið bara sprungnir eftir fyrri hálfleik ! Þvílíkur fótbolti sem þetta lið hefur sýnt okkur í 45 mínútur. Ég er ORÐLAUS ! Núna er bara að mæta líka til seinni hálfleiks ! KOMA SVO RAUÐIR ! ! !

 20. HVAÐ ER Í GANGI? ER LIVERPOOL AÐ RÚLLA YFIR DÝRASTA LIÐ EVRÓPU????????

  ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!

 21. Það slokknaði gjörsamlega á City eftir að okkar menn skoruðu annað markið voru shellshocked og sjá svona meistara eins og leikmenn City ráfandi um völlinn eins og hauslausar hænur er gaman.
  Seinni er eftir og City er gæða lið sem getur breytt stöðunni auðveldlega ef við leyfum það skulum vona að okkar menn komi jafn dýrvitlausir í þann seinni og klári þetta með stæl!

 22. Ball poss í byrjun 32/68, og staðan 1-0, um miðjan leik 41/59 og staðan 2-0 og hálfleikurinn endar 45/55 og staðan orðin 3-0. Gaman að því…

 23. Ömurlegt hvað við erum með fáa valkosti á bekk. Gæti orðið dýrt.

 24. Assist King

  James Milner assists in PL : 76
  Paul Scholes assists in PL :55

  James Milner assists in Champions League :11
  Paul Scholes assists in Champions League: 9

 25. Spilamennskan heldur betur dottið niður í þessum seinni hálfleik, vont að missa Salah og það sést að hann sé farinn af velli. Vona bara að þeir fái ekki á sig mark og hleypi City inn í leikinn.
  Stemmningin á vellinum er rosaleg og ég er alveg handviss um að hún sé að hafa mikið að segja hér í kvöld.

  Koma svo klára þetta rauðir!

 26. Pep var að auglýsa eftir Sane sást síðast í rassvasanum á Trent Alex-Arnold eitthvern tíman þegar leikurinn byrjaði finnandi er vinsamlegast beðinn um að láta City vita.

Fyrri leikurinn í 8-liða úrslitum Meistaradeildar!

Liverpool 3-0 Man City