Liðið gegn Palace.

Góðan dag og gleðilega páska. Þá hefur Klopp valið liðið gegn palace og lítur það svona út:

Karius

TAA – Matip – Van Dijk – Robertson

Wijnaldum – Henderson – Milner

Salah – Firmino – Mané

Bekkur:  Mignolet, Clyne, Lovren, Moreno, Lallana, Oxlade-Chamberlain, Ings.

Sterkt lið og virkilega gaman að sjá Clyne á bekknum eftir gríðarlöng meiðsli. Can er frá eins og búist var við og Milner kemur inn á miðjuna.

Við minnum á #kopis á Twitter og athugasemdakerfið hér að neðan.


66 Comments

 1. Eina sem veldur manni ahyggjum er að miðjan gæti verið aðeins geld fram a við. Spurning um ox eða lala. Til að hafa meiri snerpu i sendingunum til að þræða….

 2. Flott lið og hrikalega mikilvæg stig í boði.
  1-3.
  Koma svo Liverpool!!

 3. Er ekki að sjá hraðann á miðjuni með þessa 3 hefði viljað sjá Ox byrja en fínt að eiga hann inni ásamt Lallana.

 4. Huh… sama problem og með scums. Langar sendingar fram og allt fer í steik…

 5. Þessir hvítu búningar fara ekki vel af stað hvar eru oranje buningarnir

 6. Í 3 skiptið sem Zaha fær sendingu innfyrir og skapar vandræði og vörnin bregst ekki við á neinn hátt og í 3 skiptið fá þeir viti fáránlegt að bregðast ekki við þessu

 7. Bíddu… fékk ekki Mané rautt fyrir álíka brot á markverði Man City ??? Zaha mætir í loftinu með sólan á undan sér eins og aðalleikarinn í Karate kid og bara ekkert útá það að setja ??? eða ???

 8. þetta var ekki sambærilegt Gunnar bara alls ekki Karius skeit á sig og kom of seint eftir að TAA skeit á sig og núna var MAné að skíta á sig með leikaraskap það er bara skömm að þessu!

 9. höfum við enga til að vinna þessa skallabolta þegar kemur löng sending fram?,,Hendo alveg geldur á miðjunni,,var það ekki hann sem fór ekki upp í þennan skallabolta ?..er Wijnaldum með ? Mane, kominn tími til að hvíla hann,,,

 10. Trent gerir klárlega mistök en Karius þarf ekki að koma út og strauja Zaha þarna hættan var ekki svo mikil þó vissulega hafi verið hætta.
  Flott dýfa hjá Mané.

 11. #17 alls ekki en það er samt munur á því sem gerðist áðan og þegar Mané fekk rauða.

 12. Ensk dómgæsla að sýna það hvers vegna þeir hafa ekki fulltrúa á HM. Einn af þessum dögum.

 13. Kemur í seinni, ekki spurning.
  Benteke ætti að vera í sturtu núna en það er alltaf sama dómaradjókið.
  Ofan í skurðinn og byrjð að moka.
  YNWA

 14. það gjörsamlega sýður á mér hvað þessi dómari er alltaf að stoppa leikinn og drepa það littla flæði sem þessi leikur býður uppá annars erum við ekkert að spila samba bolta vonandi að þetta skáni í seinni

 15. Sama óreiðan og vanalega gegn kjallaraliðunum.

  Wijnaldum er í C klassa þarna ásamt Arnold og Milner.

  Karius er ekki að duga og svona hörmung dugar ekki gegn City í vikunni.

 16. Milner SLAKUR , Hendo býst við meiri dugnaði frá fokkins kafteini LFC ! Winjaldum er bara Winjaldum á útivelli! TTA óöruggur og maður treystir honum ekki í þessum leik er hægt að gera 4 skiptingar ?

 17. Hvað eru menn að bulla með leikarskap hjá Mané það er alveg klár snerting þarna og bara galið að hann hafi ekki fengið víti og hvað þá að fá gult spjald. Mönnum er iðulega refsð fyrir að standa í lappirnar þegar það er brotið á þeim inn í teig og fá ekkert dæmt þrátt fyrir brot. Það var snerting þarna og þá á hann fullan rétt á að láta sig detta.

 18. Langar að spyrja fyrir hvað menn vilja að Benteke se kominn með rautt, fékk aðvörun eftir þessa handaleikfimi og svo gult minutu siðar, ef það er verið að tala um atvikið þegar hann sparkaði aftan i löppina a VVD þa var það aldtei neitt, sa aldrei þegar VVD læddi löppinni a milli, nakvæmlega eins og þegar Rondon hja WBA fotbraut J. Mccarthy hja Everton fyrr i vetur, ekkert spjald a Rondon enda bara slys

 19. Allir sky punditar sammála um að þetta hafi átt að vera víti á Maré

 20. Sérfræðingar Sky vilja meina að Mané hefði átt að frá víti frekar en gult spjald!!!

 21. Djöfull er svekjandi að fá á sig mark eftir markspyrnu. Löng sending fram Henderson gerir ekkert til að trufla Benteke(líklegt að tapa einvíginu en hann snertir hann varla) og Trent en og aftur gjörsamlega sofandi. Þetta var svo allan tíma víti.

  Annars er það að frétta að við erum að stjórna leiknum og sækja mikið. Þeir eru í 11 manna varnarpakka en við erum samt inn á milli að spila okkur vel að þeira vítateig og fá nokkur færi en við þurfum að fara að skora.

  Þeira sóknarleikur eru langar sendingar innfyrir eða hár bolti á Benteke sem flikar honum innfyrir. Þetta Palace lið hentar okkur mjög illa en við erum samt betra lið og eigum að gera betur.

  Trent ræður ekkert við Zaha og Millner er búinn að vera að missa boltan á hættulegum svæðum. Þar sem þeir pakka bara í vörn og sleppa eiginlega miðsvæðinu með löngum sendingum þá er spurning um hvort að OX eða Lallana ættu ekki að kíkja inná fyrir Winjaldum og Millner.

  Í sambandi við dómgæslu þá fáum við ekkert gefið.
  Zaha leggur boltan með hendinni og Karius varði mjög vel.
  Benteke stálheppinn að vera inná því að það er ekkert í fótbolta sem heitir óvart brot það er brot eða ekki.
  Mane átti að fá vítispyrnu. Já hann seldi þetta ekki vel en leikmaður Palace rennir sér og fer klárlega í fót Mane án þess að snerta boltan.

  45 mín til að fá eitthvað út úr þessum leik. Ég spáði 1-2 fyrir Liverpool og ætla að halda mig við þá spá en við verðum að passa að Zaha sleppur ekki aftur í gegn.

 22. Liverpool er ekki búið að vera sér líkt og er augljóst að landsleikjahléið spilar stóra rullu í því. Trent er ekki að ráða Zaha og sóknin búinn að vera virkilega bitlaus. Það vantar meiri hraða og meiri baráttu. það er einhver andleysa yfir liðinu.

 23. afhverju var Mane að láta sig detta hann var búinn að losa sig við manninn og ef það á að dæma á svona snertingu þá væri dæmt 3 til 4 víti í leik

 24. Hvað í andskotanum er Mané að gera. Þú dæmir ekki þennan hel@¥$?@ leik.

 25. Hahaha hvernig fékk Mane ekki rauða spjaldið fyrir þetta. Er grautur í hausnum á honum, þú tekur ekkert bara upp boltann. Þarna vorum við heppnir.

 26. Rett hja Klopp að taka Mané utaf, var alveg a bruninni með seinna gula þarna

 27. Ég hélt að það væri bannað að heimta spjöld og reyna að hafa áhrif á dómara leiksins. Hvernig kemst Cabay upp með þetta ???

 28. Mane mane mane… það er ljóst að við getum ekki kvartað undan dómgæslunni eftir þennan leik. Hversu heimskur var kappinn þarna, og Klopp jafnframt neyddur til að skipta honum strax útaf.

  Tökum þetta núna í seinni

 29. Það er morgunljóst að við erum ekki að fara að vinna City í 2 leikjum

 30. Hef ekki fagnað marki svona mikið síðan við unnum burnley eins gaman og það er að vinna leiki 4-0 þá sakna ég þess að skora svona mork

 31. Salah með jafnmörg eða fleiri skoruð mörk og 7 PL klúbbar á þessu tímabili !

 32. vona ég að clyne sé tilbúinn, kominn tími til að setja þetta krakkahelvíti á bekkinn.

 33. Ljótur sigur og ég beið með fyrsta bjórinn þangað til Salah skoraði – svona er hjátrúin stundum að borga sig!!

 34. Menn ættu að vanda orðaval sitt betur hér a síðunni !

 35. Þetta er sá leikur sem ég hafði sem mestar áhyggjur af út af landsleikjahléinu. Eins og sást á leiknum var liðið ekki jafn samstillt og það er vant og var ekki að sjá á leiknum, hvort liðið væri í botnbaráttunni. Því meira sem liðið nær að spila sig saman því betur koma gæði þess í ljós og ef það nást æfingar gegn Man City, mun það nýtast vel, bæði gegn City og Everton.

  Ég vona innilega að Chelsea tapi á morgun, því ef Chelsea vinnur báða leikina og Tottenham annan leikin sem þau eiga í okkur eru aðeins fjögur stig í það að detta úr meistaradeildarsæti og Tottenham á enn bara tvö stig í að ná okkur en ef Chelsea tapar eru stigin sjö, sem er miklu þægilegra á allan hátt, því þá má Chelsea eiginlega ekki misstíga sig það sem eftir er af deildinni.

  En engin ástæða til neins annars en að vera bjartsýnn eftir þennan sigur.

Páskahelgar heimsókn á Selhurst Park

Crystal Palace 1-2 Liverpool.