Podcast – Tottenham umræða með Hjamma

Landsleikjahlé sem ekki einu sinni Íslenska landsliðið er að bjarga að þessu sinni er loksins að renna sitt skeið. Það er því lítið að frétta af okkar mönnum og því tilvarlið að taka stöðuna á andstæðingunum. Kvikmynda (og Snapchat) stjarnan Hjálmar Örn Jóhansson var með okkur að þessu sinni og tókum við Tottenham sérstaklega fyrir af því tilefni.

Kafli 1: 00:00 – Er þetta besta Tottenham lið okkar tíma?
Kafli 2: 09:00 – Liverpool ekki lengur 1-2 árum á eftir? Kaup og sölur liðanna.
Kafli 3: 25:40 – Pochettino
Kafli 4: 35:25 – Nýr heimavöllur og stjórnendur Tottenham
Kafli 5: 42:05 – Tottenham – Chelsea / Stórleikur fyrir bæði lið (og Liverpool)
Kafli 6: 46:50 – Meistaradeildarklúður Tottenham
Kafli 7: 49:50 – Arsenal pælingar
Kafli 8: 54:55 – Palace um helgina og lokaorð

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Hjálmar Örn Jóhannsson skemmtilegasti talsmaður Tottenham á Íslandi.

MP3: Þáttur 187

7 Comments

  1. Vel gert að troða inn einu podcadti í landsleikjahlénu! Og flottir að fá hjálmar nú er bara að njóta…

  2. Sælir félagar

    Takk fyrir þennan þátt í hundleiðinlegu landsleikjahléi. Þessi Tottenham gaur virkaði vel og greinileg gagnkvæm virðing í gangi. Gaman að því.

    Það er nú þannig

    YNWA

  3. Flottur þáttur. Tottenham er eitt af þeim liðum sem ég þoli vel, og hann Hjálmar svona líka eðal Tottenham maður. En að LFC og CP, var að lesa á 433 vandamál sem Klopp þarf að glíma við, og er nokkuð sammála því. Nefnilega það, að kannski ekki beint að gera upp á milli þessara leikja, annars vegar milli CP í baráttu um 4 sætið, og svo MC í 8 liða, en þetta gæti verið dulítið snúið hjá Klopparanum að leysa þetta á farsælan hátt. En við sjáum til, in Klopp I trust.

    YNWA

  4. Hjálmar örn er náttúrulega algjör toppmaður það er bara STAÐREYND!!!

  5. Flottur þáttur takk fyrir
    En gleymið því ekki að bestu landsleikja hléin er einmitt er það er ekkert að frétta úr þeim því einu fréttirnar eru meiðsli og erum við Liverpoolmenn búnir að fá of mikið af þeim fréttum í gegnum tíðina
    Annars bara gleðilega páska félagar

  6. Smá off topic, getur einhver sagt mér hvar ég get horft á leikinn á Akureyri á morgun ?

Lengsta landsleikjahlé sögunnar? (opinn)

Páskahelgar heimsókn á Selhurst Park