Hvaða lið viljum við í næstu umferð?

Nú liggur fyrir hvaða lið verða í pottinum á föstudaginn þegar dregið veruð í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar og með því að renna yfir þann lista er ljóst að Liverpool er komið aftur á meðal þeirra bestu. Við höfum ekki mikið annað að gera fram að drættinum en að velta því fyrir okkur hvaða lið viljum helst fá og afhverju.

Byrjum á könnun:

Hvaða lið viltu að Liverpool mæti í 8-liða úrslitum?

Skoða niðurstöður.

Loading ... Loading ...

7. Man City – Klárlega það lið sem ég vill hvað helst sleppa við. Við vorum ekki að bíða öll þessi ár eftir því að komast þetta langt til þess eins að mæta öðru ensku liði. Liverpool hefur sýnt það í vetur að þeir geta unnið þá en ég held að City sé þrátt fyrir það með eitt allra besta lið keppninnar í ár. Upphitun fyrir þetta einvígi er heldur ekki neitt rosalega spennandi verkefni og færi líklega að mestu í það hvernig Man City er í dag partur af viðbjóðslegu fyrirtæki og einn af svörtu blettum fótboltans.

6. Real Madríd – Ríkjandi meistarar undanfarin tvö tímabil og hafa unnið þrisvar af síðustu fjórum, reyndar fínasta veganesti fyrir Liverpool að vera liðið sem stoppar þá. Heimafyrir hefur þetta reyndar verið off season hjá Real og Tottenham fór nokkuð illa með þá í riðlakeppninni en á móti Hljómsveitinni PSG og Milljarðamæringunum minntu þeir á að þetta er Real fokkings Madríd. Væri síður til í að fá þá en hef algjörlega trú á að Liverpool geti slegið þá út. Hin ástæðan fyrir að ég hef þá svona ofarlega er að það er svo fjandi stutt síðan ég gerði upphitun fyrir leik gegn þeim.

5. FC Bayern – Mikið djöfull er Jupp Heynckes góður stóri. Þetta Bayern lið varð aftur skuggalegt vígi um leið og hann tók aftur við. Siðast þegar hann var með Bayern unnu þeir keppnina. Hópurinn er hrikalega öflugur ennþá þó hann hafi kannski verið sterkari undanfarin ár, margir af lykilmönnum liðsins eru að komast á aldur en á móti hafa þeir ekkert að gera fram að vori annað en undirbúa leikina í Meistaradeildinni því þeir eru eins og vanalega búinir að ganga frá deildinni heimafyrir.

4. Barcelona – Ekkert lið sem ég væri meira til í að slá út og þess vegna vil ég þá frekar en Real og Bayern. En á móti er ég að horfa á þá ganga frá Chelsea meðan þetta er skrifað og þeir eru líka búinir að klára deildina heimafyrir. Síðast þegar Liverpool fékk alvöru próf gegn þessum risaliðum var árið 2014 þegar við vorum í riðli með Real Madríd. Næsta skref í uppbyggingu Klopp er að mæta þessum liðum og sýna að liðið geti unnið þessi lið. Guð minn góður hvað ég vona samt að Liverpool fái ekki Barcelona.

3. Juventus – Eftir að hafa horft á Tottenham gegn þeim langar mig mikið að sjá þá glíma við Salah, Mané og Firmino. Það er engin tilviljun að þeir komast jafnan þetta langt í keppninni en ég hef klárlega trú á Liverpool gegn þeim og vill þá helst af risaliðunum sem Liverpool getur mætt. Þetta er reyndar örugglega síðasta liðið sem stuðningsmenn Liverpool sem æta á leikinn vilja fá.

2. Sevilla – Been there done that, Liverpool sundurspilaði þetta lið tvisvar í riðlakeppninni og tókst samt að missa báða leiki niður í jafntefli, útileikinn eftir að hafa komist 0-3 yfir. Eins komst Liverpool yfir í úrslitaleiknum 2016. Þetta er ævintýralega tregt lið eins og við þekkjum. Þeir voru miklu betri en United á gríðarlega sterkum heimavelli sínum og skiptu svo um gír í gær þegar Ben Yedder kom inná og kláraði einvígið. Langar ekkert að fá Sevilla en miðað við þau lið sem eru eftir væri það líklega annar af tveimur skárstu kostunum.

1. Roma – Roma vann riðil með Chelsea og A.Madríd sem sýnir okkur að þeir eru alveg the real deal í vetur. Heimafyrir hafa Juve og Napoli stungið af en Roma er í þriggja liða baráttu um tvö Meistaradeildarsæti. Þetta er gott lið en þeirra besti maður í fyrra spilar núna fyrir Liverpool. Þeir hafa sagt það sjálfir í vetur að hans sé sárt saknað. Það sem maður óttast mest við þetta lið er þessi Alisson De Gea í markinu hjá þeim. Það er ekkert veikt lið eftir í keppninni en líklega myndi ég helst vilja Roma. Guð hjálpi mér samt þegar kemur að upphitun!

Fyrst og síðast, djöfull er gaman að vera með.

15 Comments

 1. Væri mest til í að fara erfiðu leiðina og slá Barca út ! þeir eiga það svo sannarlega inni hjá okkur.

 2. Eiginlega hvað sem er nema Juventus. Þeir held ég að myndu henta okkur verulega illa.

 3. Utd nei djók þeir eru ekki komnir í 8 liða þannig að það verður að vera bara Roma sém óskamóterja en svo eru þetta allt erviðir leikir þegar það er komið á þetta stig keppninnar.

 4. held mig bara við það sem ég sagði eftir 5:0 sigurinn á móti porto að við fáum sevilla í 8 liða.

 5. Barca-Bayern
  LFC-City
  Madrid-Roma
  Juventus-Sevilla.

  Svona spái ég ,aldrei skal vanmeta þegar það eru 8 líða úrslit. Get vel alveg séð fyri mér LFC í úrslitum í maí! (2005)

 6. Roma takk. Er smeykur við Bayern, annars getum við unnið öll lið á góðum degi og með hlutlausri dómgæslu.

 7. Dreymdi að Liverpool væri að ganga frá Barcelona og að myndavélar væru allar á Coutinho uppi í stúku hálf grenjandi

  Annars, allt nema City er fínt

 8. Vil fá Sevilla. Það þarf að klára það dæmi og yrði smá hefnd fyrir úrslitaleikinn í Europa leauge.
  Annars skiptir það ekki máli hvaða lið kemur upp úr pottinum, verður hörku rimma hvernig sem drátturinn fer.

 9. Sælir.

  Ég mundi helst vilja spila gegn Roma, gæti verið að þeir líti á okkur eins og við lítum á Barcelona. Gæti orðið svaka rimma!
  Bayern Munchen og Manchester City eru þau lið sem ég held að við ættum minnstan möguleika á að vinna í 2ja leikja rimmu, Guardiola skildi eftir mjög gott lið í Munchen og er sennilega kominn með enn betra í Manchester.

 10. Ég óska þess innilega að fá Sevilla til þess að hafa afsökun fyrir því að heimsækja tapas-höfuðborg heimsins sem ég bjó í heilan vetur sælla minninga. Við gjörþekkjum þá líka og skuldum þeim flengingu eftir að hafa klúðrað þremur leikjum í röð þar sem við vorum með forustu.

  Við höfum sögulega mjög gott record gegn Roma og þeir myndu alltaf óttast okkur. Karius yrði að æfa spagettí-leggina hans Grobbelaar frá 1984 til að vera tilbúin í vítaspyrnur. En Alisson hefur verið linkaður við okkur hálfan veturinn og það væri týpískt ef hann ætti stjörnuleik gegn okkur. Nei takk.

  Sevilla para mi por favor.

  Beardsley

Podcast – Hroðaleg helgi

Upphitun: Watford / CL dráttur: Man City