Podcast – Hroðaleg helgi

Helgin gat ekki mögulega farið neitt mikið verr hvað úrslit í enska boltanum varðar og dagskráin aðeins miðuð að þeirri staðreynd. Þátturinn er tekinn upp rétt fyrir tíu á þriðjudagskvöldi og það létti aðeins lundina eftir skothríðina sem á okkur hefur dunið eftir helgina. United og Liverpool eru a.m.k. bæði ennþá í bikarkeppnum auk baráttunnar um sæti í Meistaradeild á næsta tímabili.

Kafli 1: 00:00 – Intro, smá Þórðargleði og fyrsta beina útsending enska boltans.
Kafli 2: 08:30 – Var þetta taktískur sigur Mourinho?
Kafli 3: 22:00 – Gerði Klopp mistök í uppleggi Liverpool?
Kafli 4: 35:10 – Craig Pawson!
Kafli 5: 51:15 – Liverpool og United jöfn eftir 98 leiki Klopp, hvernig fara næstu 98 leikir?
Kafli 6: 59:10 – Carragher og Kane
Kafli 7: 01:08:40 – Spá fyrir Watford

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Maggi Þórarins

MP3: Þáttur 185

8 Comments

 1. @Magnús

  Kærar þakkir nafni. Alltaf mikill heiður og bráðskemmtilegt að kíkja í podcast-innlit hjá þessum miklu meisturum.

  Muchos gracias amigos.
  Peter Beardsley

 2. Sælir félagar

  Takk fyrir mjög góðan og skemmtilegan þátt. Sevilla lyftir andanum í nýjar hæðir eftir viðbjóðinn á Gamla Klósettinu. Craig Pawson er talinn efnilegasti dómari Bretlandseyja sem segir allt um ástand dómaramála á þeim bænum. Það er líka gott að fá Peter Beardsley í þáttinn og gestir eins og hann gefa þættinum fleiri liti. Umræðan um VAR fín og augljóst að það er það sem koma skal.

  Það er nú þannig

  YNWA

 3. Varðandi litlu atriðin. Leikmenn eiga að spila eins hart of dómarinn leyfir, þeas ef hann hefur burði í að halda sömu línu báðum megin.
  Það er talað um að Young hafi haft Salah í vasanum. Það væri samt gaman að sjá hvernig Young hefði staðið sig ef þessi leikur hefði verið á Spáni. Ein af ástæðunum fyrir að það gekk svona vel að halda aftur af Salah var sú að um leið og hann gerði sig líklegan, þá var smá peysutog hér, smá spark þar osfrv. Á Spáni t.d. hefði hann fengið meiri vernd og við ca þriðja brot Young gult spjald. Bottom line, hann hefði ekki getað varist á sama hátt. Utd spilar inná þetta, að spila fast og þeir komust heldur betur upp með það í þessum leik.
  Þetta er smá atriði en fer samt í mínar fínustu.

  Varðandi skiptingar, OK ég gúddera það að stundum megi Klopp gera breytingar fyrr. Samt alltaf betra en t.d. Rodgers sem var að hringla svo mikið í liðinu í leikjum að það vissi enginn sitt hlutverk, t.d. undanúrslit á móti Villa hér um árið

 4. Góður punktur Kalli og þetta er einmitt það sem hvað mest óþolandi við leiki gegn fautum eins og Stoke, WBA, Everton og United. Það er eins og lið sem spila svona fótbolta fái magnafslátt og komist upp með svo miklu meira hjá dómaranum en flest önnur lið. Svo ekki sé talað um aðferðirnar sem notaðar eru til að tefja án þess að dómari geri athugasemd við fyrr en í fyrsta lagi fimm mínútum fyrir leikslok.

  Að því sögðu á meðan þetta er svona á Englandi fer það svipað mikið í taugarnar á mér að sjá Liverpool leggja einhverja ofur áherslu á fair play og að röfla ekki um of í dómaratríóinu. Það fæst nákvæmlega ekkert fyrir það. Oft finnst manni vanta fleiri nasty og jafnvel grófa leikmenn sem spila meira á línunni. Það næsta sem Liverpool kemst því líklega að eiga slíkan leikmann er Naby Keita, hann gæti umturnað miðjunni hjá okkur all verulega. Sá sem við áttum síðast var reyndar einn sá besti þegar kemur að “the dark arts” í heimsfótboltanu, Luis Suarez. Þurfum miklu fleiri leikmenn með þannig winning mentality.

  Fullkomlega fuck fair play.

 5. Sammála Einar M. og Emre Can er ef til vill sá eini af leikmönnum okkar í dag sem lætur finna fyrir sér og spilar stundum anzi fast.

 6. Sammála því Einar, það vantar stundum alvöru pung í liðið. Liðið var ekkert að græða á því að vera “heiðarlegt” á móti Utd.

 7. Flott eins og vanalega. En varðandi seinar skiptingar og að vilja ekki skipta í hálfleik, er ekki eðlilegt að Klopp vilji freka reyna að ræða í hálfleik við þann sem er ekki er að standa sig, í þeirri von að eitthvað lagist, og spara þannig mögulega skiptingu?
  Svo geta menn reyndar staðið sig svo illa að þeir eru teknir út af í halfleik, ekki síst skipulagsins vegna. Það hefur svosem gerst.

Opinn þráður – Viljiði VAR núna?

Hvaða lið viljum við í næstu umferð?