Liðið gegn Man Utd

Jæja, það er komið að þessu.  Klopp stillir þessu svona upp í dag:

Karius

TAA – Dijk – Lovren – Robertson

Can – Ox – Milner

Salah – Firmino – Mané

Bekkur: Mignolet, Gini, Gomez, Henderson, Matip, Lallana, Solanke

Kemur mér svolítið á óvart að Henderson skuli vera á bekknum og Ox í liðinu, þó ekki. Milner og Can vissulega verið mjög góðir undanfarið og Henderson talsvert frá. Annars er þetta í raun okkar sterkasta lið utan kannski Clyne sem þó styttist í.

Hjá Man Utd er það helst að frétta að Pogba og Martial eru frá vegna meiðsla en liðið er svona: De Gea, Young, Bailly, Smalling, Valencia (C), Matic, McTominay, Sanchez, Mata, Rashford, Lukaku

Þetta verður virkilega erfitt. Ekki bara að Old Trafford hafi reynst okkur erfiður í gegnum tíðina heldur hefur JM verið það einnig. Þetta verður ekki sókn gegn vörn, þetta verða bara tvö virkilega sterk lið. Staðan í deildinni skiptir litlu máli þegar þessi lið mætast en að þessu sinni kryddar hún einvígið örlítið!

Koma svo!

YNWA


80 Comments

  1. Ánægður með þetta lið. Besta liðið okkur fyrir utan kannski matip fyrir lovren. Elska klopp spilar sinn leik sama hvar koma svo.

  2. Við keyrum yfir þetta lið, snarhemlum og bökkum yfir þá líka!!

  3. Það þarf bara að halda Mata niðri, hann er þeirra besti maður í þessari uppstillingu. Spá 2-2

  4. Sælir félagar

    Þetta lið er sterkara en MU liðið. Hitt er annað hvort það dugar á Gamla klósettinu. Við sj´áum til. Ég stend við spá mína frá í gær 1 – 4. En þetta verður hunderfitt og okkar menn verða að vera á tánum allan tímann bæði í sókn og vörn.

    Það er nú þannig

    YNWA

  5. Sæl og blessuð.

    Hefði viljað sjá Pogba þarna í stað Mata. Sá fyrrnefndi er klaufskur og oft verri sínum samherjum en andstæðingum. Mata er slyngur og kænn, skýtur fast og fundvís á samherja. Þá vekur athygli að Bailly er mættur aftur til leiks – er hann ekki nýstiginn upp úr meiðslum? Merkilegt að hann skuli vera í byrjunarliðinu núna.

    Svo furða ég mig aftur á bruðlinu að hafa Hendó í liðinu gegn Porto. Hann var öflugur í þeim leik. Er samt sáttur við Chambo sem hefur vaxið að visku og náð með hverjum leik!

    En þetta verður sigur andagiftarinnar gegn hinu andlausa bakki.

    Kommmmmmasssssooooo!!!

  6. Þetta verður 0-2 með marki frá firmó og salah. Annars þegar þessi lið hafa spilað þá hefur aldrei verið fegurðinni fyrir að fara.

  7. Úff…….þetta verður erfitt, rosalega erfitt. Jafnteflisfnykur af þessu sem væru ekkert slæm úrslit. Væri samt algerlega geðveikt að vinna þenann leik!!

    Pínu hissa að sjá ekki Henderson í byrjunarliðinu en treysti því að Klopp sé með þetta eins og vanalega.

    Koma svo þið hvítu!!

  8. Sælir veit einhver um link á leikinn fyrir vinnandi menn úta landi Y.N.W.A

  9. Við verðum bara að halda hreinu, þá vinnum við ! Koma svo LFC ! ! ! Rokk og ról bolta !

  10. Eg er líka hissa sja ekki zHendo inná og svo Ings ekki á varamannabekknum.

  11. TAA á þetta skuldlaust. Enn og aftur er bakverðir gripnir ball watching, TAA í þetta skiptið. Barnalegur varnarleikur…Nú verða menn að byrja leikinn…

  12. Er staddur lengst úti á landi í mestu vandræðum: er einhver með góðan hlekk á leikinn? 🙂

  13. Djöfull fara menn strax í neikvæðna nuna er bara að sanna að við séum besta sóknarlið Englands

  14. TAA, Lovren og Karius í tómi tjóni hérna.

    2-0 undir á móti Móra. Eitthvað kraftaverk þarf til.

  15. Lúðvík sagði….

    “Töpum 4-0. Erum einfaldlega of lítið lið á móti þessu risa liði frá manchester. Við litla liðið í liverpoo getum vel við unað að tapa þessum stórleik.”

    Damn right 🙁

  16. Átti Van D ekki að sjá um Lukaku. Lovren ræður ekkert við hann. Móri hefur lagt þetta upp svona.

  17. Lovren á ekki breik í Lukaku, því miður. Bæði mörkin koma frá einhverju klafsi þar sem Lovren er undir.

  18. Dude, eins og venjulega??
    Mourinho hefur aðeins einu sinni unnið gegn Klopp í 8 leikjum og það var árið 2013 þegar að Mourinho var hjá Real. Klopp hefur unnið Mourinho þrívegis og fjórum sinnum hefur farið jafntefli.

  19. Það er allavega að virka að þjarma endalaust á Arnold vinstra megin

  20. Lovren á bæði mörkin. Ef einhver hefur ennþá trú á lovren þá eru þeir jafnmiklir trúðar og hann

  21. Ég vildi ALDREI sjá Lovren í þessum leik og flokka það undir mistök hjá Klopp.

  22. Rosalega erum við daprir. Klopp á eftir að taka hárblásarann á þá í hálfleik.

    Því miður lítur þetta út eins og menn á móti strákum. Finn rosalega til með TAA. Við söknum Clyne.

  23. Mané skelfilegur og kick and run virkar bara ágætlega á okkur – hörmung!!

  24. @ 22 og 26
    Síðan Mourinho tók við united átti ég við.
    0-0, 1-1, 0-0 og stefnir í rúst núna.

    Sorglegt.

  25. Tapað fundið tapað fundið.
    Ef einnhver hefur fundið leikmenn Liverpool þá er finnandi vinsamlegast beðin um að skila þeim sem fyrst þar sem þeir eiga að vera að spila fótboltaleik í þessum töluðu/skrifuðu orðum

  26. Halló andskotans neikvæðni herna.
    Tökum þetta í seinni hálfleik

  27. Jæja, hálfleikur, við mjög svo verðskuldað undir í leiknum. Móri klókur og lætur Lukaku líma sig á Lovren sem ræður illa við tröllið. TAA er bara númeri of lítill í þennan leik.

    Eigum við ekki að slaka samt aðeins á neikvæðninni. Það er nóg eftir af þessu. Klopp mun gera nauðsynlegar breytingar í hálfleik. Spái 2 – 2.

  28. Viðbjóður í fyrri. Vinnum þetta í seinni. Vil Hendo inn fyrir Millie.

  29. Hvar er þetta lið okkar. Við erum algjörlega út á túni. Vörnin skelfileg. Hvar er baráttan?
    Áfram Liverpool.

  30. Mourinho með Klopp í vasanum fyrstu 45 mín. Það þarf mikið að lagast svo þetta fari ekki mjög illa.

  31. Man utd fínir en við bara svo skelfilegir. Sendingar og tempo. Menn verða að mæta til leika

  32. Fullyrðing á sky: manutd hafa aldrei tapað heimaleik eftir að hafa komist í 2:0
    Þannig að við erum að fara að skrifa söguna með því að koma til baka með 2:4 sigur 🙂

  33. Sælir félagar

    Karíus átti auðvitað að verja í fyrra markinu, það hefði de Gea gert,en ég veit ekki um það seinna. Lovren sem hlakkaði svo mikið til að takast á við Lukaku á svo ekki séns í hann. TAA ræður illa við Rasshausinn og staðan hörmuleg í hálfleik. Mestu vonbrigðin eru samt Mané og Uxinn. Uxinn stendur ekki á löppunum og á varla sendingu á samherja og Mané hefur átt eina sendingu í lagi og það var stungan á Robertson í lok hálfleiks.

    Það þarf að lesa yfir þessum aumingjum í leikhléinu og það duglega. Salah hefur varla geta hlaupið sig lausann nema á eigin vallarhelmingi og hann má verulega bæta sinn leik líka. Firmino og Robertson þeir einu sem eru að leika vel en TAA ,Milner og Virgil á pari þó TAA hafi ekki ráðið við Rassinn í fyrra markinu. Menn verða aldeilis að girða sig í brók ef þetta á ekki að verða til skammar fyrir bæði leikmenn og stjóra.

    Það er nú þannig

    YNWA

  34. bæði mörk utd koma eftir útspark fra gea vantar að skrufa top stykkið á okkar menn og taka seinni halfleikinn

  35. Því miður er miðjan hvorki að hjálpa sókninni né vörninni. Þar verður að koma eitthvað nýtt til.

  36. Stoke-boltinn virkar fínt og hefur vinningin það sem af er degi. Of margir Liverpool leikmenn ekki mættir og auðvitað hlítur þetta að vera rétt sett upp hjá Mora. Rashford komin með tvö en líka pínu heppin að vera ekki komin með rautt. Mane er því miður alltof oft að klappa boltanum en við vonumst eftir breytingum í seinni. En þrátt fyrir allt þá er þetta liðið okkar sem veitt hefur margar ánægjustundir undanfarnar vikur og mánuði. Trúi ekki að neinn á þessu spjalli hafi reiknað með einhverju einföldu í dag og trúi heldur ekki að þeir sem styðja liðið skíti meira upp á bak í stuðningnum en leikmenn voru að gera á vellinum í fyrri 🙂

  37. Móri hafði litið fyrir því að úthugsa okkur í dag. Allt sem þarf er að verjast og nota til þess líkamlega yfirburði, og spila upp á TAA sem er enn og aftur afleitur.

  38. Éttu svo skít dude mane búinn að vera manna friskastur að mínu mati game on

  39. Jesús kristur hvað Liverpool eru búnir að vera slappir í dag hvað er eiginlega í gangi?

  40. Allt of mikið af lélegum sendingum, megum ekki klikka a þeim i svona leikjum

  41. Svíður mjög. Hörmulegur fyrri hálfleikur varð okkur að falli.

  42. Ok bara svo það sé á hreinu þá er ekki alltaf hægt að kenna dómurum um að hvað þú ert lélegur í fótbolta og í dag var Liverpool lélegt en Man Utd var betra punktur.

  43. Er ekki endilega sammálal að þeir hafi eitthvað verið betri. Voru klókari og nýttu færin sín. Við hefðum getað fengið 2 vítaspyrnur í leiknum og þjörmuðum að þeim í seinni hálfleik.

    Enginn heimsendir. Næsti leikur takk.

  44. Hvernig var utd betra…..þeir unnu jú en þeir voru ekki betri. Og varðandi dómaranna þá getur það skipt sköpum að sleppa tveim vítaspyrnur auk nokkurra annara mjög rangar ákvarðana

  45. Man Utd var betra á öllum sviðum hvort sem það var vörn eða sók Liverpool virkaði hrætt og mjög mikið um feilsendingar og já hvar í ansk var þessi mikli markhrókur Salah hana bara sást ekki i leiknum.

  46. Spennustígið í fyrri hálfleik sérstaklega fyrriparts hans var alltof hátt.
    Manutd spilaði inn á styrkleika sína ekkert ól?it því sem spurs var að gera í fyrri leiknum gegn lfc að láta sterkan striker fara upp í boltann gegn lovren og vona að ná boltum í gegn.
    Manutd fór í alla bolta börðust eins og ljón og uppskáru 3 stig á sínum heimavelli.

    Nú þarf liðið bara að spá ekki meira í þessu og halda áfram . Uppbygging liðsins hrundi ekkert við þetta tap.

  47. Ef Liverpool hefði verið í appelsínugulubúningunum hefði þetta farið 0-4 🙂

  48. Va hvað young fékk alltaf að hanga i salah þega hann var að byrja hlaupinn. Fékk alltaf að ganga aðeins i honum, aldrei dæmt eða tiltal eða neitt. Út pælt hvernig stöðva atti salah.

  49. Jæja Liverpool 75% með boltann, 8 hornspyrnur gegn 0, Liverpool var klassa betra í þessum leik, en þeir lögðu rútunni í seinni hálfleik Móri kann þetta, en betra liðið tapaði, það eru bjartir
    tímar framundan hjá okkur

Stórleikur á laugardaginn

Man Utd – Liverpool 2-1