Podcast – tactical genius

Liverpool er komið á hörku góða siglingu og 4-1 sigur á West Ham bætist við góða sigra undanfarið. Sóli Hólm hefur stigið upp í takti við liðið undanfarið og er einnig kominn á urrandi siglingu og hann heiðraði okkur með nærveru sinni í þessari viku.

Hvetjum alla til að kynna sér dagsrkánna hjá Sóla á næstunni, t.d. á tix.is þar sem verið er að selja miða á Uppistand sýningu hans.

Kafli 1: 00:00 – Eru stuðningsmenn Liverpool að taka góðu gegni sem of sjálfsögðum hlut?
Kafli 2: 10:05 – Er Liverpool betra með Van Dijk en Coutinho?
Kafli 3: 19.05 – Liverpool 2018 vs 2017
Kafli 4: 37:50 – Móttökur Evra
Kafli 5: 42:08 – Vetrarfrí í enska boltanum, og breytingar á bikarkeppnum
Kafli 6: 45:45 – Örstutt um Liverpool – West Ham
Kafli 7: 47:45 – Staðan í baráttunni Meistraradeildarsæti
Kafli 8: 01:01:20 – Newcastle og Porto næst

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Sóli Hólm.

MP3: Þáttur 185

7 Comments

  1. Við erum betri núna ekki bara vvd því við losnuðum líka við miðlungs og ömmurlegan markmanninn frá Belgíu úr liðinu það stirkir liðið að fá Karius inn í staðin fyrir belgan.

  2. Gaman að þessum podcöstum. Rafa fer heim með töluna 4 á bakinu, Porto leikurinn 3-1. LFC
    setur 3 í fyrri hálfleik, Klopp skiptir út skyttunum 3 fyrir Woodburn, Ings og einhvern ófyrirséðan í seinni.
    YNWA

  3. Í sambandi við Evra púið þá er þetta ekki bara ásakanir á Suarez(orð gegn orði) heldur var þetta þegar hann fór og fagnaði í andlitið á Suarez eftir sigurleik gegn Liverpool og Evra átti langan feril með Man utd og er því bara eðlilegast í heimi að púa á kappan(annað væri einfaldlega vanvirðing að gera það ekki.

  4. Er að horfa á Tottenham Rochdale búinn að horfa í 10 mínútur 8 af þessum mínútum hafa farið í var kjaftæði ef að þetta er framtíðin þá nenni ég ekki fótbolta

  5. Áður en ég hlustaði á þáttinn þá var ég nokkuð viss um að “Tacktical Genius” væri Rafa 🙂 Kom skemmtilega á óvart að það væri SSteinn og Tim Sherwood…

Liverpool 4-1 West Ham

Framfarir milli ára