Liverpool 4-1 West Ham

Eftir afslappandi 10 daga þá mætti Liverpool aftur til leiks á Anfield gegn Austur-Lundúnaliðinu West Ham með góðkunningjana David Moyes og Patrice Evra meðal mótherjanna. Í boði var að komast í 2.sætið og halda áfram góðu leikformi síðustu leikja. Úr varð hinn líflegasti laugardagsleikur og hin besta skemmtun eins og Klopp og Rauði herinn er orðinn alþekktur fyrir innan Englands sem utan.

Mörkin

1-0  Emre Can 29.mín
2-0  Mohamed Salah 51.mín
3-0  Roberto Firmino 57.mín
3-1  Michail Antonio 59.mín
4-1  Sadio Mané 77.mín

Leikurinn

Frá fyrstu mínútu var ljóst að Liverpool mættu einbeittir til leiks og þeir blésu strax til sóknar með stangarskoti frá Mo Salah á 3.mínútu. Leikurinn var alger eign rauðliða og eftir 10 mínútur höfðum við verið 81% með boltann. Því miður skiluðu yfirburðirnir ekki marki og því alltaf hætta á að fá skyndisókn í bakið. Í fyrstu sóknartilburðum West Ham eftir 15 mínútna leik þá keyrði Arnautovic í átt að vítateig hægra megin og vippaði listavel í átt að marki en Loris Karius varði stórglæsilega með fingurgómunum í þverslánna. Þjóðverjinn hefur verið að sýna sitt rétta andlit í síðustu leikjum og þetta var flott áframhald á fantagóðu formi á milli stanganna.

Eftir það hægðist á leiknum en Liverpool voru áfram meira með boltann gegn þéttskipaðri vörn gestanna. Eftir tæplega hálftíma leik tók Mo Salah hornspyrnu og Emre Can vann skallaeinvígið við Evra og stangaði boltann í netið. Þetta var 100 mark liðsins á tímabilinu og enn erum við í febrúar sem undirstrikar hversu bráðskemmtilegt sóknarlið þetta er. Eftir markið jókst tempóið og sóknarþunginn að nýju þar sem Liverpool freistaði þess að láta kné fylgja kviði. Salah fékk hættulegt skallafæri á fjær stöng eftir flotta fyrirgjöf Robertson og önnur hálffæri voru ekki nýtt þannig að tíminn fjaraði út í fyrri hálfleik.

1-0 fyrir Liverpool í hálfleik

Okkar menn héldu áfram þar sem frá var horfið og sóttu stíft strax í byrjun seinni hálfleiks. Uppskeran lét ekki bíða lengi eftir sér og Oxlade-Chamberlain tók góðan sóló-sprett sem endaði með sendingu inn fyrir á Mo Salah. Egyptinn hárfagri þakkaði pent fyrir þjónustuna og kláraði með laglegu skoti í gegnum klof varnarmannsins og út við stöng. Þetta var hans 23. mark á tímabilinu sem jafnar Harry Kane á toppi markahæstu manna úrvalsdeildarinnar. Magnaður árangur á hans fyrsta tímabili á Anfield og heimamenn komnir í 2-0.

Liverpool voru komnir á bragðið og héldu sóknarþunganum áfram með skoti Oxlade-Chamberlain í hliðarnetið eftir góða sóknaruppbyggingu. Skömmu áður en klukkutími var liðinn sendi Emre Can góða sendingu inn fyrir vörnina og Firmino lék laglega á Adrian í úthlaupinu og skoraði með hefðbundnu no-look -skoti sem Brasílíumaðurinn er orðinn þekktur fyrir. Staðan orðin vænleg og nóg eftir af leiknum til að halda áfram að raða mörkum inn á dapra mótherjana.

Eða það voru í það minnsta eðlilegar væntingar heimamanna en Moyes skipti Michail Antonio inná í kjölfar marksins og tveimur mínútum síðar hafði hann heldur betur launað stjóra sínum innáskiptinguna. West Ham unnu boltann á miðjunni og sending upp hægra megin kom Antonio í vænlega stöðu sem hann gernýtti með góðu skoti með grasinu og út við stöng. 3-1 og nóg eftir af leiknum.

Við þetta kom tímabundinn kraftur í gestina og smávægileg skjálftavirkni í varnarvinnuna hjá rauðliðum. En Liverpool fundu taktinn fljótt aftur og settu að nýju í sóknargírinn. Á 70.mínútu þá átti Oxlade-Chamberlain ógnandi sprett sem hann lauk með sendingu inn fyrir vörnina á Sadio Mané sem var einn á móti markmanni en Senegalinn skaut í stöngina og út. Yfirburðirnir héldu áfram og eftir að Robertson hafði keyrt upp að endamörkum þá lagði hann boltann út í teig á Mané sem slúttaði skemmtilega í stöngin og inn í þetta skiptið.

Eftir þetta fóru báðir stjórar í trakteringar við mannaskiptingar og augljóslega komnir með hugann við næsta leik enda úrslitin ljós í þessu einvígi. 4-1 varð því niðurstaðan og flottur skyldusigur hjá okkar mönnum í bráðskemmtilegu sóknarfjöri og markasúpu.

Bestu menn Liverpool

Liðsheildin var frábær í leiknum og allir skiluðu sínum hlutverkum með sóma. Markið sem við fengum á okkur var óheppilegt en það er léttvægt umkvörtunarefni miðað við hina almennt flottu frammistöðu liðsins í öruggum markasigri. Sóknartríóið skilaði sínu með mörkum á hvern snilling. Oxlade-Chamberlain átti stórfínan leik á miðjunni og Robertson var mjög ógnandi niður vænginn og báðir luku leik með stoðsendingu á kjaft. Minn maður leiksins er Emre Can en Þjóðverjinn var keisaralegur á miðjunni og skoraði upphafsmarkið ásamt því að leggja upp mark með góðri stoðsendingu. Það væri sorglegt ef við næðum ekki samningum við Can því að hans vægi er sífellt að aukast með stabílum og stórgóðum frammistöðum. Bitte unterschreiben Sie den Vertrag Herr Kaiser! Bitte schön!

Vondur dagur

Enginn Púlari átti vondan dag og því þarf að leita til mótherjanna í leit að slíku. David Moyes bætti 16. leiknum í safnið yfir leiki á Anfield þar sem honum hefur ekki tekist að sigra en slíkt hefur honum aldrei auðnast og megi það safn stækka endalaust áfram. Þá var heppilegt að Patrice Evra hefði fengið sinn fyrsta leik fyrir West Ham því að það gaf áhorfendum kjörið tilefni til að dusta rykið af Suarez-söngvum og gaf leikmönnum eflaust væna gulrót að leggja slíkan pörupilt að velli. Vondur dagur hjá báðum sem er mikið gleðiefni fyrir okkur.

Tölfræðin

Markið hjá Salah var hans 20.mark með vinstri fæti og með því bætti hann met í Úrvalsdeildinni sem var sett af hinum guðlega Robbie Fowler tímabilið 1994-1995. Þetta er ekki í fyrsta skipti í vetur sem Salah bætir met hjá Fowler, Liverpool eða Úrvalsdeildinni og það undirstrikar í hversu mögnuðu formi hann hefur verið.

Hægt er að skoða ítarlega tölfræði úr leiknum á WhoScored.

Umræðan

Það verður eintóm hamingja í herbúðum Rauða hersins og þeir eru í ógnvænlegu formi að toppa á hárréttum tíma. Róteringar Klopp fyrr í vetur eru klárlega að margborga sig og nú þarf bara að halda dampi. Við erum komnir í 2. sætið og helstu mótherjar okkar í sætunum beint fyrir neðan mætast á morgun þannig að áhugavert verður að fylgjast með niðurstöðunni úr þeim leik. Næsti leikur Liverpool er á Anfield gegn Newcastle United og Rafa Benitez eftir viku en sá spænski skipulagssnillingur hefur aldrei tapað fyrir Liverpool sem stjóri annars liðs og því reynir mikið á að endurskrifa söguna.

En gleðjumst kæru rauðliðuðu félagar meðan gleði er í boði og fögnum frábæru Liverpool-liði sem gerir fótbolta að listrænni skemmtun. Njótið!

You Never Walk Alone!

61 Comments

  1. Staðreyndir dagsins:

    Spáin mín var rétt , 4-1 og hin… Gaupi kallar Mané, Sané

  2. Van Dijk lýtur svo vel út. Can átti þetta mark hann var óheppinn. Komnir yfir manuts scums. Hef aldrei verið betri

  3. Flottur leikur. Synd að fá á sig mark en ekki hægt að halda hreinu alltaf. Can og Robertson menn leiksins fyrir mig.

  4. Sælir félagar

    Hvað er hægt að segja? Þetta lið okkar er svo gott að það tekur engu tali. Ég spáði 4 – 0 eða 1 – 1 og færi það eftir því hvernig okkar menn kæmu inn í leikinn. Þeir komu í 4 – 0 gírnum og í færum talið hefði þetta getað farið 8 – 1 en ég kvarta ekki undan besta sóknarliði í heimi þessa dagana.

    Það er nú þannig

    YNWA

  5. ROKK OG RÓL ! ! ! ! Annað er málingin á gamla trafford 🙂 🙂 🙂 megi þeir falla hratt niður töfluna 🙂

  6. Alveg hræðileg tilfinning að henda manjú úr öðru sætinu eða ekki

  7. Skelfilegt að missa af leiknum, vitiði hvar hægt er að finna highlights af leiknum eða mörkin ?

  8. Flottur leikur.
    Margir leikmenn Liverpool sem standa í skugganum af hinni heilögu þrenningu.
    Robertson, Can, T.T.A og A.O.C svo einhverjir séu nefndir, en allt liðið að standa sig vel.

    Annað sætið í bili, Kooooma Svooooo Chel$ea!

  9. Leit inn á síðuna hjá Rauðu Djöflunum og þeir eru að narta í hverja aðra og kenna okkur um slæma umræðu þarna inni og væla og röfla yfir því að betra er að hafa Móra með árangur en Klopp titlalausan – Árangur krefst þolinmæðis og þetta er allt að koma hjá okkur og þetta lið er að spila einn skemmtilegasta bolta í Evrópu og Klopp er bara einn sá flottasti í bransanum.

    Frábær leikur af hálfu okkar manna og 4 mörk í hús og 3 stig negld.

    Sá bara seinni en West Ham átti bara ekki breik í okkur og Can klaufalegur í markinu á okkur og Robertson hátt uppi,en þarna var algjör óþarfi að hafa spilið svona hátt uppi á vellinum eftir að hafa sett þriðja inn – Bara að mjatla þetta áfram í 4-5 mínútur og svo byrja að pressa upp.

    Takk kærlega fyrir mig og nú fer ég sáttur niður í bílageymslu og skrúbba frúarbílinn með bros á vör.

    Góðar stundir,félagar…

  10. Ótrúlega flott fótboltalið … ekki veikur hlekkur í síðustu leikjum….

  11. Geðveik frammistaða, Arnautovic yfirburðarmaður gestanna.

    Þetta var í 14. skipti á tímabilinu sem liðið skorar 3 eða fleiri mörk í sama leiknum, í deildinni! Mér er alveg sama þó að við fáum á okkur 1 mark í hverjum leik ef við skorum svona mörg á móti.

  12. The Kop chanting Luis Suarez’s name after an Evra foul #lfc #whufc

    Vandræðalegt #Brewster

  13. Can að taka markið á sig í viðtali eftir leik. Vel gert að taka ábyrgð.

  14. Góð 3 stig, flott sigur og liðið okkar alltaf jafn sókndjarft og skemmtileg áhorfs.
    Það pirrarði mann samt þetta kæruleysi þegar við vorum 3-0 yfir og Can tapaði boltanum eftir að hafa reynt of mikið og Dijk var nánast kominn alveg á miðjuna með varnarlínuna þegar þeir ná að minnka þetta í 3-1 en fyrir utan þetta þá var þetta frábær leikur.

    Maður leiksins: Robertson – þvílík gæða kaup og fór vinstri bakvarða staðan í að vera stór veikleiki liðsins í að vera styrkleiki. Hann er áræðinn í sókn, hraður og harður í vörn. Hann er ekki fullkominn(ekki frekar en allir aðrir en Messi) en Klopp vissi alveg hvað hann var að gera þegar hann náði í þennan strák.

    Það áttu nánast allir flottan leik.
    Matip var reyndar í smá vandræðum og finnst manni Lovren við hlið Dijk eiginlega betri kostur í dag.
    TAA var flottur og lét Evra hafa fyrir því að elta sig upp og niður kanntinn.
    Karius með stórkostlega markvörðslu og var það jafnvel vendipunkturinn að láta ekki West Ham komast yfir.
    Miðjann okkar dugleg og sóknarkallanir okkar einfaldlega í sama gírnum og venjulega s.s óstöðvandi.

    Það er gaman að líta á töfluna og sjá að við erum komnir í 2.sætið og á morgun er leikur Man utd – Chelsea þar sem er 100% að bæði eða annað liðið tapar stigum.

    YNWA og bara takk fyrir mig Klopp og lærisveinar 🙂

  15. Mér sýnist að United menn séu nú bara nokkuð sáttir. Í fréttinni þeirra um leik morgundagsins segja þeir að ef þeir geti lagað vörnina, miðjuna og sóknina, þá séu þeir í fínum málum:

    „Vörnin er ekki nægjanlega sterk, og verður vonandi forgangsatriði í sumar. Meiðsli lykilmanna á miðjunni hefur gert að verkum að ekki hefur verið hægt að skipta út eins og ætti að vera, Nemanja Matic er ekki svipur hjá sjón miðað við hvað hann var í haust og Pogba hefur ekki það frelsi sem hann þarf til að vera upp á sitt besta. Að lokum er það að koma í ljós að það sem sagt er að Mourinho stundi, það er að þjálfa ekki sóknina sérstaklega en láta góða sóknarleikmenn sjá um að gera hlutina upp á eigin spýtur er ekki að virka.”

    S.s. nýja vörn, nýja miðju og nýja sókn og þá verður allt í lagi. Já…gleymdi einu:

    „Manchester United hefur líklega ekki leikið skemmtilegan fótbolta trekk í trekk í hátt í áratug.“

    Þetta er það álit sem Man Utd menn hafa á sínu eigin liði. Var leiðinlegt að komast yfir þá í deildinni í dag? Nei. YNWA!

  16. Frábær leikur og liðið þétt. Hef sagt þetta frá komu klopps, liðið var nánast eyðilagt eftir Suarez og tekur tíma ná hlutonum í rétt horf. Van Dijk augljóslega púslið sem vantaði, vonandi við náum komast á flott ról núna þetta lið er búið lýta virkilega vel út síðan í Tottenham skitunni.

  17. Mér fannst brotið á Can í aðdragandanum af WH markinu eins og hann sé togaður niður. Er það bara bull í mér?

  18. Pogba – goal scored in all competitions: 3
    Firmino – goals scored without looking: 3

  19. Frábær Fótbolti , en strákar þetta með Robertson ???þetta er lélegasti leikmaður Liverpool , ekki vafi . Hvernig er hægt að falla fyrir svona leikmanni ? En hann er fínn án bolta

  20. Frábær leikur sem virtist aldrei í hættu. Allir solid en Robertson besrur að mínu mati – þvílíkur dugnaður og yfirferð – og þessar fyrirgjafir hans eru að verða svakalegar.

  21. Frábært. Öruggur sigur, og annað sætið okkar í bili. En það nækvæða… 7 skiptið sem við náum ekki að halda hreinu í síðustu 10 leikjum. Þetta er eitthvað sem við verðum að laga ef við ætlum að vinna deildina.

  22. Gaman að sjá hvað Liverpúlliðið hefur lagast hjá Klopp eftir að markmaðurinn Karius og varnarmaðurinn Dick Van Dicke komu fast inn í liðið. Þetta er farið að gleðja augað. Áfram Liverrpúll!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  23. #26 ha? Vissirðu að við höfum haldið hreinu í 11 leikjum á tímabilinu og Man City 12? Svo trónir Man utd á toppnum með 15 clean sheet. Snýst ekki bara um að halda hreinu þó vissulega sé það mikilvægt. Annars er þetta spurning um að vinna leikina fyrst og fremst, það munu alltaf leka inn mörk því miður en það er ekkert samansemmerki að vinna deild af því að liðið hélt oftast hreinu.
    Annars frábær sigur og vonandi löndum við 2. Sæti þegar tímabilið endar.
    YNWA

  24. Þvílík gleði í liðinu, virkilega gaman að sjá þá fagna mörkum.

  25. Tottenham lét Juventus líta illa út á þeirra heimavelli. Ef að E.Can fer til Ítalíu þá er það fyrir eitthvað allt annað en fótbolta. Gott veður, geðveikur matur og mergjaðar kellingar….hvað er maðurinn eiginlega að pæla.

  26. Hvort halda menn að það sé auðveldara að halda hreinu með 10 manns í vörn allan leikinn eða 5 mann í sókn allan leikinn. Eitt mark er ekki neitt í þessum fótbolta sem Liverpool er að spila.

  27. Frábær sigur, virkilega complete frammistaða.

    Skemmtilegt comment af reddit: “It appears Klopp’s early season rotation wasn’t to rest their front three but to ensure he can unleash a primed Milner on the world.”

  28. Frábær leikur, en ég ætla að leyfa mér að vera ósammála skýrsluhöfundi um val á manni leiksins, þrátt fyrir góða skýrslu hans.

    Eftir 10 mín. var Can búinn að missa boltann tvisvar á miðjum vallarhelmingi Liverpool og svo með því að hanga á boltanum og hlaupa á andstæðing missir hann boltann í aðdraganda marks WH. Þótt hann hafi staðið sig vel í sókninni með marki og stoðsendingu, þá hefðu mistök hans getað kostað okkur leikinn. Ég skal samt gefa honum prik fyrir að í bæði skiptin á fyrstu 10 mín. tókst honum að vinna boltann aftur án þess að lélegir andstæðingur gætu refsað – en það er ekki alltaf svoleiðis.

    Robertson er í mínum huga maður leiksins, gaman að vera komin með Skota í liði aftur eftir mörg ár. Uxinn sást varla framan af, en var góður í seinni hálfleik. Og gott að það kom ekki að sök að Mark Noble fékk ekki verðskuldað rautt spjald á 20. mín þegar hann braut á Milner við vítateig WH. Ekkert dæmt, en Milner hefði getað meiðst illa við svona tæklingu. Nú er bara að stefna í að taka þrefaldan United sigur í röð í deildinni, og einn Portoleik í bónus.

  29. Það virðist falla í grýttan jarðveg að finnast leiðinlegt að fá á sig mörk. Við eigum tíu leiki eftir í deildinni og miðað við síðustu leiki þá ættum við að enda með ca 45 mörk fengin á okkur og 14 leikjum án þess að fá á okkur mark (sem er alls ekki slæmt). En flest sigurlið Úrvalsdeildarinnar sem ég man eftir síðustu ár hafa haldið hreinu ca 16-17 skipti og voru með 30-35 mörk fengin á sig (ekki hárnákvæm tölfræði).
    Jú, auðvitað er maður himinlifandi yfir spilamennskunni og e.t.v. þarf ekkert að vera að hafa áhyggjur af þessu. En það sem ég er að reyna að segja er að, það vanta svo svakalega lítið upp á að við getum verið sigurlið í deildinni. Hvað ef við hefðum haldið hreinu í fimm af þessum tíu síðustu leikjum í öllum keppnum, værum við þá komnir áfram í FA bikarnum, værum við með fjögurra eða jafnvel sjö stiga forystu á manutd?
    Ég hef svosem ekki stórkostlegar áhyggjur af þessu, sérstaklega þegar við erum að sigra með 3+ marka mun. En það eru hinir leikirnir, ca 10 stykki, þar sem við erum að fá á okkur mörk og tapa stigum fyrir vikið sem mér er ekki sama um.

  30. Takk fyrir skýrsluna enn á ný meistaraverk. Mjög ánægður með leikinn í dag og spilamennskuna undanfarið.

    En annað ótengt leiknum. Er Kristján Atli hættur hjá Kop.is? hefur lítið á honum borið í podköstum vetrarins og svo í fotbolta.net í dag var ekkert nefnt kop.is þegar hann var kynntur til leiks…

  31. #8

    Footballorgin.com er fínasta síða.

    Annars bara hell yeah! Hrikalega flottur leikur hjá öllum og enginn hefði verið hissa á 7-1 úrslitum miðað við færin. Ef eitthvað er að marka þessa frétt í vikunni varðandi Can (semsagt að bíða eftir hvort LFC nái top4) þá skil ég hann svosem en þá er bara klára það dæmi svo liðið missi ekki 80m.p. ManTank andskotinn hafi það!

    Sérstkt hrós verð ég nú að gefa Milner kallinum. Hann var rosalegur í Porto leiknum og svo aftur geggjaður í dag. Ég var nú alveg búinn að afskrifa hann en hann hefur troðið sokk upp í mann og það er nú alltaf ánægjulegt þegar það gerist.

  32. Karius var líka fjári solid í markinu. Átti tvær frábærar vörslur og var sú fyrri þegar hann varði í slá geggjuð. Mjög flottur markmaður.

  33. Af twitter:

    Andy Robertson created two clear-cut chances today.
    It was the second time this season he’s done that (also vs. Palace H).
    He and Salah are the only Liverpool players to do this twice in the PL this season.
    Robertson has created five clear-cut chances this season.

    To pick a hugely biased selection…

    That’s one fewer than Hazard.
    The same as Mata.
    One more than Sigurdsson.
    Four more than Pogba.

  34. Fannst að Mané hefði átt skilið maður leiksins ef hann hefði klárað hitt færið sitt betur!

  35. Jæja ég er sáttur með united sigurinn, eykur bilið í 5 sætið og vonandi tapa chelsea fyrir city svo í næsta leik.
    Alltaf erfitt að vera sáttur með united sigra en þetta er betra fyrir okkur.

  36. Merkilegt nokk er ég sammála Red #43 að það hafi verið betra að Chelsea skyldi tapa heldur en ef þeir hefðu unnið, vegna þess að þeir eru klárlega betra lið en andstæðingar þeirra í dag. Hitt liðið mun hvort eð er enda neðar en Liverpool í vor.

  37. Solanke var smellti í þrennu í u23 bikarnum í dag þegar Liverpool vann Stoke 4-0.

    Annars er ég bara ánægður með United sigurinn, væri ekki bara sætara að komast upp fyrir þá með því að vinna þá eftir 2 vikur?

  38. úrslit dagsins góð.. vona að city valti yfir chelsea í næstu umferð þá eru bæði chelsea og arsenal búnir að kveðja top4.

  39. #46 Allir að anda rólega. Þótt að við myndum vinna Newcastle og Chelsea tapa fyrir Man City og við þar með 7 stigum frá 5.sæti þá væri nóg eftir af þessu móti og heil 27 stig eftir í pottinum.
    Liverpool á nefnilega nokkra snúna leiki eftir Man Utd úti, Everton úti og Chelsea úti

  40. @Snorri nr.51

    Ég var að spá í að hafa Gangnam-stíl á leikskýrslunni en fannst það ögn yfirdrifið.

    [img]https://media.giphy.com/media/GrdxOyUzeDAFW/giphy.gif[/img]

  41. Þetta var frábær leikur hjá okkar mönnum og ég er bara þokkalega sáttur með önnur úrslit þó svo að ég hafi verið orðinn nokkuð vongóður um að Tottenham myndi tapa stigum og vilji alltaf sjá United tapa stigum. Þetta heldur okkur á tánum allavega og þessi stig sem chelsi missti gætu reynst okkur vel. Svo virðist það af slúðrinu þessa vikuna að við viljum kaupa Alisson, Jorginho, og Ceballos. Það ásamt kantmanni, hugsanlega, myndi gera liðið allsvakalegt. En það er auðvitað alltof snemmt fyrir svoleiðis pælingar, en þær skemmta manni samt sem áður. Sérstaklega í ljósi þess að liðið virðist óðum vera að nálgast þau gæði sem þarf til þess að vinna titla. Þetta er allt að smella hjá okkur. Ég vil þakka fyrir góða umfjöllun um leiki hér eins og alltaf og bíð spenntur eftir því að sjá í hvaða stíl næsta upphitun verður!

    YNWA

  42. Fannst það lýsa yfirburðum okkar að á 88. mínútu var séræfing hjá vinstri bakvörðum liðsins. Milner stjórnaði þá léttum reita bolta með Moreno og Robertson uppi við vítateig hjá West Ham.

  43. Og Liverpool er það lið sem hefur náð í flest stig í deildinni frá því seinni hluti hennar hófst um jólin með sín 22 stig, þe 7 sigrar, 1 jafntefli og 1 tap!!

  44. #48

    Ég var ekkert að ofanda, ég var bara að láta mig dreyma um að vinna United á Old Trafford eftir tvær vikur og komast upp fyrir þá þannig. Geri mér fulla grein fyrir því að þó það mundi takast er hvorki annað sætið né CL sæti tryggt.

  45. Átti að vear #47 en ekki 46 😉
    Viðkomandi talaði um að Chelsea væri úr leik í top 4 baráttuni ef Man City vinna þá og það fannst mér full snemmt.

  46. Algjörlega frábær sigur. Fannst Karius og Robertson frábærir og það sýnir okkur bara hvað hópurinn okkar er að stækka og breikka. Klopp er hægt og rólega að ná fram sínu liði.
    Við getum unnið alla og miðað við spilamennskuna okkar að þá duga flestir dagar til þess. Auðvitað getum við átt einn og einn slæman dag en það er undantekning og það er hrein unun að horfa á þetta sókndjarfa lið okkar spila fótbolta. Ekki er nú það sama hægt að segja um erkifjendur okkar, þeir eru leiðinlegri en íslensk pólitík, sko á slæmum degi.

    Hlakka mikið til næsta hlaðvarps og næsta leiks.

  47. Hvenær er von á næsta podcast ?
    Það styttir manni stundir á milli leikja.

Byrjunarliðið gegn West Ham

Podcast – tactical genius