Podcast – Porto Partý

Það er rétt að vara við því að við vorum allir í Porto í síðustu viku og komum örlítið inn á þá veislu í þessum þætti. Þvílíka syngjandi þurmu svaka vikan, maður lifandi. Porto tapar ekkert svona stórt á heimavelli og Travelling Kop kann heldur betur að skemmta sér.

Kafli 1: 00:00 – Hversu stórt statement var þessi sigur?
Kafli 2: 11:10 – Djöfull var gaman í Porto, sögur úr ferðinni.
Kafli 3: 24:36 – Hvaða leikmenn var skemmtilegast að horfa á með berum augum?
Kafli 4: 31:15 – Fremstu þrír, bestq tríó í heimi?
Kafli 5: 37:10 – Súper sunnudagur – Liverpool vann, United tapaði
Kafli 6: 46:30 – Leikmenn að koma úr meiðslum og leikmenn á láni
Kafli 7: 58:25 – Stöðutékk á baráttuinni um Meistaradeildarsæti.
Kafli 8: 1:02:57 – West Ham um helgina

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi.

MP3: Þáttur 184

13 Comments

  1. Takk fyrir þetta hressu menn. Þó sannarlega sé gaman hjá okkur þessar vikurnar skulum við halda okkur á jörðinni svona allavega þangið til sá stóri er kominn í hús. Eins og oft hefur verið rætt þá er sóknartríóið okkar búið að slá í gegn en hvort það er það besta sem fyrirfinnst veit ég ekki. Mörk og marktilraunir í stærstu leikjunum gefa það svolítið til kynna. Liverpool datt snemma út í bikurunum þetta árið en á vonandi nokkra risastóra leiki eftir í CL. Þar geta þessir þrír heldur betur sýnt sig.
    Einhversstaðar var minnst á árangur þeirra ensku í CL. Ég er sammála þeim sem telja að þau séu aftur orðinn samkeppnishæf við þau bestu. Nú i vetur þarf stórslys svo ekki verði amk tvö ensk í 8 liða úrslitum. Mest hafa verið 4 ensk í 8 liða (2007-08 og 2008-09) ef ég næ að krafla mig rétt í gegnum þetta. Þrjú lið voru 2000-01, 2006-07 og 2010-11. Ekkert enskt lið hefur verið nokkrum sinnum, síðast 2012-13 og 2014-15.

  2. Takk fyrir skemtilegt potcast, þetta hefur nú ekki verið leiðinleg ferð hjá ykkur : )
    Gæti orðið róleg stemmning hjá mér á seinni leiknum og menn hvíldir

  3. Buið að hreinsa Firmino af rasista asokunum. Goðar frettir, hefði matt dæma Holgate i bann fyrir þessa hrindingu samt.

  4. Það verður tóm sæla hjá okkur ÍR ingum í sumar þegar meistari Maggi tekur lagið fyrir alla heimaleiki.

  5. Manu spila svo leiðinlegan fótbolta að það hlýtur að vera lýðheilsuatriði að banna að sjónvarpa þessu.

  6. Sælir, mig vantar smá aðstoð.
    Ég er að fara með konuna í fyrsta sinn á Anfield og við erum að spá í að skella okkur á Stoke leikinn.
    Með hvaða hóteli mæliði og hvað er must see, ef einhver nennir að skrifa smá þá væri ég þakklátur. Veitingastaðir og þess háttar.

  7. Nr. 7

    Tókum þetta saman eins og Doremí bendir á. Ekki uppfært mikið sl. 2-3 ár en mér sýnist þetta mest allt eiga við ennþá.

    Eins er fullt af nánari upplýsingum í ummælum við þá færslu.

  8. FA búið að gefa út yfirlýsingu sem hreinsar Firmino algjörlega af ásökunum um kynþáttarníð.

    Yfirlýsing frá Firmino og hans framkoma í öllu þessu máli ber þess vott að þarna er vandaður maður.
    http://www.liverpoolfc.com/news/announcements/291627-statement-from-roberto-firmino

    Svo má nú deila um hvort Holgate eigi að sleppa svona ódýrt úr þessu. Fyrst má skoða fullyrðingar um orðalag- og val eftir leik þá mætti alveg – að mínu mati – skoða og dæma fyrir hegðun sem getur stórskaðað aðra leikmenn.

  9. Takk fyrir mig!

    Holgate ætti að fá 5-10 leikja bann, ef miðað er við ofbeldið sem fylgdi þessari hegðun hans OG að taka Evra á þetta og koma með eitthvað hel#%* rasistabull i kjölfarið til að fría sig. Það versta er að kapallinn gekk upp hjá honum og trúlega er þetta orðinn taktík hjá sumum minni mönnum að nota.

    Sammála með scums. Þeir voru jafn lélegir og leiðinlegir og sjéffinn þeirra. Hlýtur að vera leiðinlegt að spila með þessu liði.

Porto ferð lokið – Opinn þráður

Upphitun: West Ham á Anfield