Porto ferð lokið – Opinn þráður

Þá er Porto ferðinni lokið hjá hluta af Kop.is genginu. Vægast sagt sturluð ferð alveg frá a-ö. Þeir Einar Matthías og Maggi eru komnir með háskólagráðu í Liverpool söngvum eftir þessa daga. Það er ansi fátt í þessu lífi sem toppar það að vera hluti af the travelling Kop í Evrópukeppni, flóknara er það nú ekki. Því miður er alltof langt í næsta leik og okkar menn að leika sér á Spáni. Vonandi að þeir láti það alveg vera að ræna bifreiðum, en það virðist vera partur af undirbúningi hjá sumum liðum.

Annars er lítið að frétta, bara ansi löng bið eftir því að David Moyes komi með sína drengi í heimsókn á Anfield, aðra helgi. 3 stig í þeim leik eru GRÍÐARLEGA mikilvæg. Ekki það að öll stig séu ekki mikilvæg, en þá sömu helgi taka Man.Utd á móti Chelsea og Arsenal fá City í heimsókn. Spurs spila á útivelli gegn Palace. Risa stórt tækifæri til að styrkja stöðu okkar enn frekar í þessari hund erfiðu deild. Að sjálfsögðu viljum við jú tryggja okkur sæti í Meistaradeild á næstu ári, ég er alveg til í nokkra djúsí leiki gegn alvöru liðum þá. Annars er orðið laust, látið vaða á súðum.

22 Comments

 1. Gott að vita til þess að Clyne og Lallana séu að koma aftur i hópinn….róteringar hjá Klopp hafa hjálpað liðinu að sleppa við meiðsli i vetur og gert liðsheildina mun sterkari fyrir þvi ef einhverjir detta tímabundið út vegna meiðsla…

 2. Var að horfa á Wolfsburg – Bayern München og fannst frekar dapurt að fylgjast með Divock Origi. Einu sinni hélt maður að þessi stóri sterki strákur yrði fyrsta flokks striker en mér sýnist hann ekki taka neinum framförum. Það er t.d. ekki hægt að bera hann saman við Danny Ings í vinnusemi. Origi virðist sjaldan eða nánast aldrei setja í hæsta gír, heldur skokkar bara um í þriðja. Vantar ekki skæraleiknina en sendingarnar rata ekki nógu oft á samherja. Ég held að það sé einhver mjög sterk ástæða fyrir því að Klopp sendi hann á lán, frekar en að reyna að kreista meira út úr honum. Ætla að skjóta á að hugarfarið sé ekki það rétta fyrir atvinnumann í toppklassa og ferillinn fari ekki hærra úr þessu. Vonandi rangt hjá mér, en samt…

 3. Talandi um travelling Kop, þá er ég að fara á Selhurst Park að sjá okkar menn mæta Crystal Palace um páskana.
  Vitið þið á hvaða bar Poolarar hittast fyrir leiki í London ?
  Eða fer það jafnvel eftir á hvaða velli spilað er ?
  YNWA

 4. Með Podcast, afhverju tókuð þið ekki upp Podcast á einhverjum pöbbnum eftir lekinn? :p Kannski hefði það ekki verið birtingarhæft en það hefði verið drullu-skemmtilegt kast 😀

 5. Góður punktur hjá Doremi nr.3 – Margir sem hafa hábölvað Klopp fyrir of mikla róteringu í vetur. Sennilega var þetta bara alger nauðsyn fyrst Clyne, Lallana sem voru lykilmenn í fyrra hafa verið nær alfarið frá auk þess sem menn eins og Sturridge hafa setið eins og vanaðir hestar á bekknum í allan vetur fullkomlega getu og metnaðarlausir.

  Þetta er að skila okkur helferskum í febrúar enn pressandi lið eins og Porto á útivelli þegar mörg lið í kringum okkur eru að hrynja niður úr þreytu. (Man Utd og Chelsea). Harry Kane er t.d. búinn að spila nær hvern einasta leik fyrir Tottenham eins og mestallt liðið. Þeirra orkulevel hlýtur að fara dala.

  Finnst Klopp eiga klapp skilið fyrir að hafa stýrt hópnum frábærlega vel í vetur. Engin hægðarleikur að díla við brottför Coutinho en liðsheildin hefur bara styrkst ef eitthvað er sem er alls alls ekki sjalfsagt. Hefði getað rústað móralnum í liðinu og fengið minni spámenn til að missa trúna. Í staðinn er betri balance í liðinu og menn virkilega að berjast fyrir málstaðinn og hvorn annan. Síðustu 2-3 leiki hefur Klopp svo lagt leikina fullkomlega upp. Verið taktísk meistaraverk. Milner og Lovren komu t.d. mjög ferskir inn gegn Porto og hárréttir men gegn þessum andstæðingi.
  Það virðist líka hafa verið hárrétt hjá honum að bíða eftir Van Dijk í stað þess að fara í panic-kaup. Klopp er einn besti þjálfari Evrópu sem sést á hvað margir toppleikmenn Real Madrid eru jarmandi í spænsku pressunni að reyna lokka hann þangað. Við ættum að flykkjast í kringum hann og pressa á FSG að veita honum það fjármagn sem hann þarf. Klopp virðist hafa skýrt plan hvað hann vill hjá Liverpool og hafa fulla burði til að bera liðið á herðum sér og leiða okkur áfram. En meistaradeildarsæti verður að nást og ég vænti þess að sjá Liverpool reyna fara toe to toe gegn Man City á næsta ári í titilbaráttu.

  Áfram Liverpool.

 6. Kannski róteringarkapallinn gangi fullkomlega upp á endanum.
  2. sætið segði svo.
  Nú eru menn að hlaða batteríin á Spáni fyrst FA bikarinn er í glatkistunni.
  Ég trúi ekki öðru en að fyrstu fimmtán séu og verði helferskir það sem eftir lifir tímabils.

  Mané, Firmino og Salah eru í svo góðu formi að þetta break á Spáni dugir þeim vel út apríl.

  Sammála að næsta umferð gæti gefið tóninn.

  Annars þakka ég ferðalöngum fyrir að fá að fylgjast með og hlakka til podcasts.
  Fyrir vikið er útileikur á Evrópuleik kominn á listann.
  YNWA

 7. Takk fyrir þetta strákar. Greinilega verið skemmtileg ferð í Portúgal og ekki laust við smá öfund hjá mér. Varðandi liðið og meiðslin. Clyne og Lallana að koma á fullri ferð og engir að fara á listann? Er þetta í betra standi í vetur en undanfarna vetur eða er minnið hjá mér svona gloppótt. Finnst eins og einhvernveginn að meiðslin í vetur hafi amk tekið minna úr liðinu. Henderson er mikilvægur en virtist vera að dala, meiddist svo og kemur frískur til baka. Guttarnir hafa leist stöðu Clyne næstum óaðfinnalega og miðverðirnir meiðst passlega lítið og kannski á réttum tíma. Auðvitað þarf liðið að vera með um 20 leikmenn sem eru svipað góðir, tala nú ekki um ef leikjaálagið er mikið. Ég get ekki annað en hrifist að Milner og hvað hann tekur sitt hlutverk í liðinu vel. Ekki kannski alveg númer eitt en getur leist af ótal stöður með sóma og má ekki gleyma hans hlutverki sl vetur í vinstri bakverði sem ég hygg að hann hafi aldrei leikið áður eða þá mjög sjaldan. Síðan kom hann ókeypis svo hann hlýtur að fara að flokkast sem bestu kaup Liverpool fyrr og síðar. Can veldur mér pínu hugarangri, vill vera-vill ekki vera, kjaftagangur og froðusnakk. Við vitum hvernig Couthino ruglið var sem minnti orðið á sirkusinn kringum Beckham á sínum tíma. Slæmt ef menn vilja ekki vera og tel ég, og hef alltaf, miklu farsællegra að þeir leikmenn fari og fyrr en seinna og helst áður en það fer að smita útfrá sér í einkaegói og þvælu.

 8. Það var einn með islenska hufu i stúkunni í Porto,var það Einar Mattias eða kánske Maggi?
  Ég horfði annars á Udenese og Roma i gær til að sjá Allison og hann er bara helviti goður og with out fear þegar hann fer i uthlaup og tæklar menn og solar fyrir utan teig svolítið eins og Grobbelar nema hann virkar miklu betri en hann. Svo eg efast ekkert um að hann væri betring á markmannsstóðunni hjá Liverpool.

 9. Hvernig sjá menn fyrir sér framtíð TAA og Joe Gomez nú þegar styttist í Clyne.
  Sjálfur er bjartsýnni fyrir hönd TAA en Gomez,get séð hann fara inn á miðjuna í framtíðinni líkt og Gerrard gerði en svo er spurning hvað Gomez gerir.

 10. Gomez á ekki að vera á miðju að mínu mati hann er bestur sem miðvörður enn ungur og getur bætt sig þar, bakverðir þurfa að mínu mati að vera nokkuð sókndjarfir án þess að skilja eftir menn fyrir innan sig eða gleyma mönnum fyrir aftan sig og geta lesið vel í leikinn. Finnst að TAA og Clyne eigi að berjast um hægri bakvörðinn báðir spila boltanum mikið oftar uppávið en Gomez er svolítið ragur þegar kemur að sókninni. Ég sé Gomez ef hann heldur áfram að þróast í rétta átt sem 3 kost í miðverði í stað Lovren eða jafnvel Matip? Ég er líka að skoða þetta út frá hæð manna en Gomez er þónokkuð stærri en bæði TAA og Clyne sem eru nákvæmlega í réttri hæð fyrir bakverði 175-180 en ef ég fer ekki með rangt mál þá er Gomez 188 sem er fín hæð í miðvörð þó hann sé peð við hlið Matip og Van Dijk sem eru 193 og 195. Hinir þ.e vinstri er Moreno 171 og Andrew Roberts er 178. sjálfsagt er hæð manna ekkert endilega eitthvað úrslita dæmi um það hvaða staða henti hverjum manni en mér hefur alltaf þòtt Gomez betri í miðverði en bakverði og ekki skemmir hæðinn fyrir.

 11. Nr 14, skemmtilegar pælingar varðandi hæðina á varnarmönnum. Aukin hæð eftir að VvD kom ætti að koma í veg fyrir, eða fækka, færum sem andstæðingar geta fengið með því að sparka bolta inn í teig. Varðandi Robertson þá gladdi það mig gríðarlega þegar hann kom og ekki síður hve vel hann hefur staðið sig. Í Liverpool þarf alltaf að vera minnst einn skoskur eins og ég benti á í grein fyrir nokkurn árum inn á Liverpool.is. http://www.Liverpool.is/Extra/GuestColumn/Item/637

 12. Vegna þess að margir hafa talað um að Mané sé ekki í formi…

  Mane’s Amazing Season 16/17: 13 goals, 5 assists
  Mane’s Terrible Season 17/18: 12 goals, 6 assists (In Feb)

 13. #16 þetta er langt í frá skelfilegt tímabil hjá Mane en ég held að allir sjá að hann er ekki alveg að ná sér á eins mikið strik og á síðasta tímabili(muna að hann var ekki með Liverpool í janúar á síðast ári). Hann var að leika sér að fara framhjá varnarmönnum 1 á 1 og var alltaf stórhættulegur með hraða sínum og áræðni.
  Tölfræðin er fín í ár en það sjá það allir sem vilja að hann er ekki alveg að gera sömu hlutina og tel ég að sjálfstraustið sé ekki alveg eins mikið.
  Kannski er það líka að hann þarf ekki að gera eins mikið með komu Salah
  Kannski er það vegna þess að lið eru farin að lesa hans leik betur
  Kannski er þetta vegna þess að hann hefur ekki fílað að detta úr því að vera aðaleikari á síðustu leiktíð í að vera aukaleikari núna.

  Maður er samt mjög ánægður með Mane og er maður alltaf sáttastur þegar maður sér Mane/Firminho/Salah framlínuna okkar og það má ekki gleyma því að vinnuframlag hans án bolta og í varnarleiknum í hápressu er frábært.

  Mane er enþá frábær leikmaður sem er að standa sig mjög vel en kannski ekki alveg eins vel og á síðustu leiktíð en eftir þrennuna í síðsta leik þá er aldrei að vita nema að sjálfstraustið er farið í botn aftur og að liverpool sóknarþrennan er rétt að hitna 😉

 14. Hjartanlega sammála #17. Meira að segja mjög “slakur” Mane á alltaf heima í byrjunarliðinu, það er ekkert flóknara! Vá hvað við erum “blessed” þegar kemur að framlínunni!

 15. Kannski hefur það mest áhrif á Mané að hafa þurft að flytja sig af hægri yfir á vinstri kant.
  Ekki bara það að vinstri bakverðir hafa sjaldan verið sterkustu hlekkir líða heldur getur tekið tíma að settlast í nýrri stöðu. Sérstaklega ef þig langar ekkert s?rstaklega að skipta.
  En hann batnar bara héðan í frá.
  YNWA

 16. Horfi ekki mikið á La Liga — en #CHEBAR er að bæta í sannfæringu mína að bestu liðin í enska boltanum séu að verða betri á alþjóðlegan mælikvarða.

  Það er kannski ekki hægt að kalla þetta nýjan bolta — en hvernig sérstaklega LFC/MCI/CFC spila þá er eitthvað að gerast sem er sambland af spænska, þýska — og svo auðvitað gamla enska tough as nails boltanum.

  Það sem ég á við er að bestu liðin á Englandi spila miklu meiri liðsheildarbolta heldur en þau gerðu síðustu 10 ár eða svo. Meira að segja stjörnurnar vita að það eru aðrar stjörnur á bekknum og að tímabilið er rosalega langt og erfitt (miklu fleiri erfiðir útileikir en í öðrum deildum). En til viðbótar þá er hraðinn í sóknarboltanum, og sérstaklega hraðinn að skipta úr sókn í vörn miklu betri en ég hef séð hjá liðunum á Spáni og Þýskalandi. Það er ekki verið að bíða eftir að stórstjarnan snerti boltann og geri eitthvað æði — það er bara rokið í að yfirhlaða vörnina. Auðvitað eru LFC bestir í þessu…

  Ásamt því að liðin frá Englandi virðast vera í miklu betra líkamlegu formi síðustu 2 tímabil og að flest liðin eru að spila svona 18-20 leikmönnum — þá held ég að enski boltinn geti farið að horfa á að það sem eðlilegt að 3-4 lið séu í 16 liða úrslitum UCL, og að öll hafi góðan séns að komast í 8 liða.

  Það á svo eftir að koma í ljós hvort þessi liðsheildarbolti sem hefur ekki endilega bestu einstaklingana í hverri stöðu geti reglulega unnið topp spænsku liðin.

FC Porto 0-5 Liverpool

Podcast – Porto Partý