Byrjunarliðið gegn Porto í CL

Þá er komið að því! Rauðliðar eru mættir til púrtvínsborgarinnar Porto til að etja kappi við FC Porto í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Eftirvæntingin er massíf og til mikils að vinna.

Lið Liverpool hefur verið kunngert og er eftirfarandi:

Bekkurinn: Mignolet, Gomez, Moreno, Lallana, Oxlade-Chamberlain, Ings, Matip.

Breytingar frá síðasta leik gegn Southampton er að Matip og Oxlade-Chamberlain fara á bekkinn og Emre Can er í banni. Fyrirliðinn Henderson er mættur í hjarta miðjunnar ásamt samlanda sínum Milner og Lovren fær tækifæri við hlið Virgils van Dijk.

Miðverðir Liverpool voru með framherja Porto í gjörgæslu!

 

Íslenskir Kopverjar eru með öfluga stuðningsmannasveit á suðrænum slóðum sem munu gefa líkama og sál í að styðja Rauða herinn á erfiðum útivelli. Fylgist því vel með á Twitter undir #kopis þar sem Kop.is-meistararnir verða duglegir við að gefa okkur innsýn í útivallarstemmningu með harðkjarna Púlurum.

Come on you REDS! YNWA!

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


78 Comments

 1. Við erum mættir aftur til okkar heima!!! Þvílík unun! Var nánast búinn að gleyma tilfinningunni að horfa á okkar ástkæra lið í svona stórleikjum. Þvílík snilld!

 2. 9 ár sögðu þeir síðan síðast!!!
  Skref stigið og stefnan framávið.

  Koma svo, drama, spenna og úrslit takk fyrir.
  YNWA

 3. er staddur á skítahóteli úti á landi en með ágætist nettenginu svo ef einhver góðhjartaður er með stream handa mér skal ég gefa honum bjór….

 4. Ég spáði því í dag að Mane myndi skora. Vonandi byggir þetta mark upp sjálfstraust hjá honum á ný.

 5. Mjög góður fyrri hjá okkar mönnum Mané , Salah og Milner búnir að vera frábærir

 6. Algjörir yfirburðir í ágætum fyrri hálfleik. Væri til í að fá 1-2 mörk í viðbót.

  Btw: Mohamed Salah is the first Liverpool player to score 30 goals in all competitions in a single season since Luis Suarez (31) in 2013/14.

 7. Skrítin leikur.
  Heimamenn byrja nokkuð vel og Lovren nær einfaldlega að bjarga marki með flottri tæklingu. Svo erum við bara allt í einu komnir yfir þar sem Mane á skot og markvörðuinn missir hann klaufalega undir sig.
  Við þetta vöknum við og förum að spila aðeins betur og Salah með en eitt snilldarmarkið.
  Í stöðuni 0-2 fyrir okkur þá vorum við líklegri til að bæta við en þeir að jafna.

  Núna er bara að halda áfram að vera skynsamir, vera þéttir varnarlega því að þeir munu þurfa að færa sig framar og þá fáum við tækifæri til að keyra á þá.

 8. Salah vá vá vá vá
  Þessi drengur er ótrúlegur, þvílík yfirvegun í þessu marki.

 9. Solid fyrri hálfleikur með dass af yfirvegun frá Salah – Erfiður útivöllur sem við erum að dóminera. Happy í appó…

 10. Geggjadur fyrri hálfleikur, vonandi dettur þetta ekki niður í seinni eins og vanalega!!

 11. Porto menn eiga engin svör, Klopp hefur lagt leikinn fullkomlega upp og okkar menn með mjög verðskuldaða forystu. Nú er bara að byggja á þessu og drepa þessa viðureign fyrir seinni leikinn!

 12. Wijnaldum er búinn að vera góður í þessum leik, vinnandi boltann trekk í trekk 🙂

 13. Sæl og blessuð.

  Ekki að spyrja að því. Okkar menn byrjuðu á hælunum og svo var eins og ný lið hefðu stigið inn á völlinn. Fáheyrðir miðjuyfirburði. Fyrstu 10-15 mín. vorum við að tala um Henderson á róandi en svo eftir það hefur þetta verið Henderson delux.

  Mané er ótrúlegur leikmaður, lúsiðinn og árásargjarn en ótrúlega mistækur. Ég vildi ekki vera bakvörðurinn sem á að passa upp á hann, en það sem hann getur tekið vitlausar ákvarðanir. Sendingarnar, er aldrei hægt að fara einföldustu leiðina? Markið var náttúrulega með góðum skammti af heppni/aulamarkvörslu, en þeir fiska sem róa. Vonandi er þetta nú að skríða saman hjá honum.

  Salah er tóm sæla. Hann er einfaldlega kominn jafnfætis nafna. Flóknara er það ekki. Þessi sýning sem hann setti upp áður en hann lagði boltann snyrtilega í markið … jahérna! Milner með stórbrotin tilþrif í stangarskotinu. Firmino gefur engin grið. Væri ekki amalegt ef hann skoraði þriðja markið.

  TAA flottur og vörnin að öðru leyti að standa sig. Þurfum að halda allri yfirvegun í seinni hálfleik og best að hafa Moreno áfram á bekknum!

  Nú bíður maður bara með öndina í hálsinum eftir að við mætum Barcelona.

 14. Erum svo ROSALEGA hættulegir framavid ad thad er creepy, fyrir andstædingana!

  Afram svona Reds, klarum thetta thannig (0-4) ad vid getum mætt i seinni leikinn lettir og gladir!

 15. Henderson búinn að vera éta hafragraut undanfarið, Porto því miður í Cocoa Puffs

 16. Frábært! Þvílík sóknargeta. Suddalega hættulegir fram á við.

 17. Fokking awesome!

  Ég auglýsi eftir snillingnum sem í upphitun sagði að Liverpool hefði fullkomlega ekkert erindi í CL og myndi tapa þessum leik sannfærandi 3-0. 🙂

 18. En krakkar mínir …. hvað sem við getum sagt um hann Mané okkar mann – þá er hann maður þessa leiks.

 19. Þetta var áttunda Evrópumarkið hjá Bobby á tímabilinu (umspilið gegn Hoffenheim meðtalið).

 20. Þvílík unun ad horfa á þenna fotbolta hjá okkar monnum allir ad skila sínu.

 21. Hrikalega er gaman að sjá Ings koma inn á… mikið er óskandi að hann verði ás upp í ermi það sem eftir er leiktíðar! 🙂

 22. vá hvað milner ætlar ekki að missa af næsta evrópuleik. hann er frábær.
  eins og reyndar liðið allt.

 23. Þessi markvörður hjá Porto hlýtur að hafa verið í sigtinu hjá markvarðanjósnateymi Liverpool á einhverju tímabili..!

 24. ég er farinn að halda að við séum betri í fótbolta en þessir Portómenn.

 25. Man City toppaði flest mörk á útivelli af Liverpool (0-4) í gær. Og hvað gerðist í kvöld?

 26. Verð að hrósa Millner fyrir leikinn gaf allt i þetta og var mjög góður ekki gleyma að hann er ekki neitt unglamb :))

 27. Ég á bara treyju með MANÉ og ég ætla bara vera í henni; velkominn aftur elsku karlinn minn.

 28. Heimsklassa markvörður virðist vera síðasta pússlið, svo að ég segi gott mál!

  Þú sérð bara hvað DeGea gerir fyrir Man U, þeir væru skítalið ef það væri ekki fyrir hann. Skil ekki hvað Barca og Real eru að gera að kippa honum ekki frá þeim.

Porto – Liverpool: leikþráður

FC Porto 0-5 Liverpool