Podcast – Dómaratríó á heimsmælikvaðra

Það var töluverður skellur að átta sig á því um helgina að kunna ekki rangstöðuregluna, eitthvað sem margir tengja líklega við. Þar fyrir utan hefur dómgæsla verið mikið í umræðunni eftir leik helgarinnar og því lá beinast við að vera með dómaratríó á heimsmælikvaðra í þessum þætti og fara almennilega yfir þessi atvik. Þar fyrir utan eru allir viðmælendur stuðningsmenn Liverpool og var nú snert á fleiru að vanda en bara dómgæslu. Mjög fróðlegar umræður frá sjónarhóli dómara.

Kafli 1: 00:00 – Rangstöðureglan og fyrra víti Tottenham
– Atvik úr Arsenal leik sem við ræðum í þættinum, Sjá frá mínútu 8:40
Kafli 2: 11:45 – Sjónvarpsdómgæsla leyfð? Dýfur og afleiðingar
Kafli 3: 23:07 – Vítið sem Spurs fékk á 93.mínútu
Kafli 4: 27:50 – Viljið þið videodómgæslu í fótboltann?
Kafli 5: 33:12 – Almennt um leikinn, mark Salah og bestu menn Liverpool
Kafli 6: 41:39 – Skortir Liverpool úthald í of mörgum leikjum?
Kafli 7: 48:50 – Möguleikar Liverpool á Meistaradeildarsæti
Kafli 8: 58:05 – Southampton um helgina
Kafli 9: 1:01:18 – Erum á leiðinni til Porto

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Gunnar Jarl Jónsson fyrrverandi dómari.

MP3: Þáttur 183

35 Comments

 1. Eitt atriði í sambandi við VAR

  Ég er algjörlega sammála ykkur að þetta sé framtíðin, en að framkvæmdin sé í rauninni það sem þarf að fínpússa.

  Að mínu mati ætti þetta að vera þannig, að aðaldómari leiksins, geti spurt videodómara um atriði sem hann sé óviss með, komi þ.e.a.s. með beina spurningu, t.d: “Var snerting?”, “Var leikmaðurinn í rangstöðu þegar boltanum var leikið?”
  Þannig getur aðaldómarinn ennþá metið hlutina betur sjálfur og haldið sinni línu í leiknum.

 2. Grunar að þetta breiddarleysi eigi eftir að koma niður á okkur. Það er náttúrulega galið að næstu menn inn í sóknarlínuna séu Danny Ings og Dom Solanke. Annar ekki skorað í deildinni vegna meiðsla í rúm tvö ár og hinn aldrei skorað í deildinni. Efast um að þeir kæmust á bekkinn hjá nokkru liði í PL undir venjulegum kringumstæðum.

  Þannig að ef Salah, Firmino og Mane detta út. Þá er það svipað og að fara úr formúlubíl í Corollu á sprungnum dekkjum. Ég hreinlega skil ekki þetta gambl hjá klúbbnum að leyfa stórkostlegum leikmanni að yfirgefa liðið án þess að gera nokkuð í því. Þá létu þeir Sturridge fara, sem spilaði vissulega lítið, en hann hafði þó komið að fleiri mörkum en hinir tveir til samans í vetur.

  Hversu langt aftur þarf maður að leita til að sjá vel mannaðan bekk hjá Liverpool?

 3. Það munu ekki allir fatta þennan Sigkarl. Ég náð´onum.

  Þrátt fyrir vel útskýrða vítaspyrnudóma þá ætla ég að halda áfram að halda því fram að þeir hafi verið báðir rangir. Því það er fótboltinn, örlítil blæbrigði gefa okkur færi á að rökræða í tilfinningalegu og órökréttu ástandi.

  En breiddin er lang mesta áhyggjuefnið eins og er. Þessi gífurlega orka sem fer í að láta góðu liðin líta illa út endist ekki heilan leik og ef menn ná ekki að nýta færin sín í fyrri hálfleik þá er ekkert bensín á bekknum til að keyra til enda.

  Á þó að duga á móti minni liðunum. Verðum að vera heppnir með meiðsli næstu 16 leiki.

  Næsti leikur er alls ekki gefinn, gengur oft bölvanlega þarna suðurfrá.
  Nú hefst alvöru endasprettur og við þurfum statement inn í þann sprett á sunnudaginn.
  YNWA

 4. Takk fyrir mjög gott podcast og frábært að fá dómara og ,,línuverði” í þáttinn. Ég hef ekki eins miklar áhyggjur af breiddinni og úthaldinu því það eru í raun fáir leikir eftir amk miðað við álagið hingað til, jafnvel þó við förum langt í CL.

  Varðandi neglur í skeytin, skyndilegar brauðfætur sem dómarar falla fyrir, rangstöðureglur sem jafnvel bestu dómarar eru ekki sammála um o.s.frv. þá dettur mér í hug að líklega snýst þetta líka stundum um smá heppni. Við höfum ekki haft lukkuna með í liði í all nokkur skipti í vetur á meðan t.d. City hafa verið áskrifendur að henni og halað inn ég veit ekki hvað mörgum stigum á lokamillimetrum leikja (undantekning, hvernig Sterling tókst með ævintýralegum hætti að skjóta framhjá um daginn). Við þurfum að panta eitt stykki meistaraheppni… kemur vonandi með meira sjálfstrausti.

  Vil svo bæta við, Virgil og Karíus eru ný hryggjasúla í vörninni og frábært að fá þá inn í hópinn. Ég er nefnilega sammála Steina um Karíus. Mér fannst hann mjög öflugur í leiknum.

 5. Mér finnst það mjög ódýrt og ófagmannlegt af dómaranum í þættinum (Gunnari Jarli) að afgreiða álit Clattenburg á fyrri vítaspyrnudómnum að hann (Clattenburg) sé bara að reyna að kaupa sér vinsældir í Liverpool. Afskaplega ómálefnalegt.

 6. Hvað er að þessum drengjum,
  Clatettenburg veit þetta betur en þið, trúi honum aðeins betur en ykkur.

 7. þetta er alveg rétt, fyrsta lagi þá sendir alli boltann og hann fer í wyjnaldum, þaðan í lovren og svo til kane, kane hefur 0% áhrif á leikmennina í kringum sig og þar af leiðandi getur ekki verið dæmdur rángstæður nema boltinn fari beint til hans frá alli án snertingar en 2 liverpool menn snerta boltann á leiðinni.

  seinna vítið má endalaust deila um en vvd snertir hann með löppinni og hvort sem hann hafi hent sér niður eins og hann hafi verið skotinn til að fiska vítið þá er alltaf snerting þarna og þetta er 100% víti… deila um að hann hafi verið rángstæður er kannski rétt en þetta munar svo lítlu að ég er vissum að línuvörðurinn gæti ekki sagt af eða á.

 8. Alltaf gaman að hlusta á ykkur koppar takk fyrir skemmtilegan þátt.
  Hvernig er það í fótboltanum um að vera saklaus þar til sekt er sönnuð ef dómarinn var/er í vafa á þá ekki ætlaður brotamaður að njóta vafans?
  Á erfitt með að sætta mig við báðar vítaspyrnurnar en kannski er ég búinn að vera of lengi með Liverpool gleraugun á nefinu og sé þar af leiðandi bara það sem ég vil sjá.

 9. Dómarar dæma leikinn, leikmenn spila leikinn, dómarar gera mistök, leikmenn gera mistök, það er allt hluti af leiknum. Ég er algjörlega á móti þessari myndbandsþvælutækni og vill ekki sjá hana svo einfalt er það. Hvar endar það? Peningarnir eru búnir að setja leiðinlegan svip á þessa annars skemmtilegu grein enda knattspyrnan i heild miklu leiðinlegri en hún var fyrir 20-30 árum síðan. Hvað geta t.d. mörg lið í Evrópu unnið Meistaradeildina? Einhver örfá og væntanlega ekkert utan stóru deildanna fimm. Hvað geta mörg lið unnið á Spáni eða Frakklandi? Nei, peningarnir hafa þjappað bestu leikmönnunum í nokkur ofurlið sem dómera deildirnar og Evrópu. Gjörsamlega óþolandi.
  Látum því ekki of mikla tækni í dómgæslu skemma boltann meira en orðið er.

 10. Án þess að ég sé með tölfræðina fyrir framan mig, þá virðist eins og fleiri víti séu dæmd núna en áður. Aðallega útaf peysutogi og stundum fjarri boltanum. Sumir þessara dóma eru frekar “soft” vægast sagt. Ég er á móti því að VAR eigi að koma og skera út um vítaspyrnur hægri vinstri. Allir sem spilað hafa fótbolta vita að það er haldið, klipið, togað, rifið, hrint, fellt, sparkað….inn í teig og er bara hluti af leiknum. Mér finnst við aðeins þurfa að staldra við og spyrja hvað er það sem menn vilja, ekki bara hampa tækninni.

 11. Sæl öll,
  Ég horfði á leikinn og var jafn undrandi og reiður eins og flestir hérna þegar seinna vítið var dæmt. Það er svo augljóst að þetta er leikaraskapur enda maðurinn ekki einu sinni að reyna að ná boltanum heldur eingöngu að henda sér fram fyrir Virgil samanber þetta video, https://youtu.be/y8Mk7cqgAuA min 9,24-9,30. Ég býst við að ef þetta hefði gerst út á velli þ.e. ef varnarmaður hefði stokkið svona fram fyrir sóknarmann utan við eða inní teig þá hefði verið dæmd hindrun og trúlega spjald.

  YNWA

 12. Ég skil ekki ennþá þessa umræðu.
  Seinna vítið átti aldrei að vera dæmt því Lamela var rangstæður. Þar skiptir engu máli hversu erfitt var að greina það. Dómurinn er einfaldlega rangur og þar skiptir engu máli hversu mikil snertingin er eða hversu mikil rangstæða þetta er.
  Hitt er auðvitað annað mál að það er skiljanlegt að dómaratríóið hafi misst af því en það breytir engu um það að þetta var rangur dómur.

  Ef dómararnir þurftu sjónvarp til að hjálpa við fyrstu ákvörðun, þar sem það var erfitt að greina það, af hverju var það svona flókið í seinna atvikinu. Mér finnst þetta svo mikið bull að það hálfa væri nóg.

 13. þessi Tottenham leikur er löngu búinn og ekkert hægt að breyta þeim úrslitum

  Þetta var helvíti fúllt að fá þetta mark á sig en staðan er svoleiðis að liverpool fékk 1 stig og nú er bara næsta verkefni að reyna að fá 3 stig gegn Southampton.
  Læra af fortíð, lifa í nútíð og spá í framtíð 😉

  YNWA

 14. Dýfingin hjá Harry Kane var alls ekki eins vandræðaleg og fyrr í vetur þegar hann lét sig detta innan vítateigs eins og hann væri skotinn í bakið. Því allt í einu fattaði hann að hann var á vítateig Tottenham. 🙂

 15. #15 sammála öllu sem þú skrifar þarna, þetta er rugl , það er eitthvað bogið við þetta og var frá byrjun, afhverju ekki að skoða hvort maðurinn var rangstæður á TV fyrst þetta var svo tæpt ? Og er svo bara allt í einu allt í lagi að leikmenn séu að dýfa og fiska, veit ekki betur enn Alli fékk gult fyrir það einmitt í þessum leik, hefði verið auðvelt að sjá bæði Kane og Lamela fiska víti á TV……þetta er rugl

 16. afhverju ekki að skoða hvort maðurinn var rangstæður á TV fyrst þetta var svo tæpt ?

  Eins og kom fram í þættinum og liggur svosem fyrir þá er videoupptaka ekki leyfð, a.m.k. ekki í ensku úrvalsdeildinni . Það er vægast sagt tæpt argument að röfla yfir því að línuvörðurinn hafi ekki séð rangstöðuna á Lamela, hann sér þetta ekki í hægri endursýningu með rauða línu teiknaða á skjá eins og við fáum að sjá.

  Skil betur umræðu um túlkunaratriði í brotum sem dómaratríóið sá.

 17. #18 Um að gera að fara yfir leiki og í því er dómgæslan en hérna er enþá verið að ræða víti eða ekki víti, rangstæða eða ekki o.sf.rv 4 dögum síðar og umræðan er búinn að fara í 4 hringi sem er allt í lagi en niður stöðuni verður ekki breytt og umræðan fer að vera pínu þreytt því að öll sjónarmið eru mörgu sinnum búinn að koma fram og menn greinilega ekki samála sem er reyndar það besta í öllum umræðum.
  Það er samt mjög holt að geta tjáð sig og komið gremjuni út á spjallinu og kannski eru sumir ekki búnir af því enþá á fjórða degi og kannski verða sumir aldrei búnir að því 😉
  Ég reikna með að menn fara að einbeita sé að næsta leik fljótlega og vona að Klopp og hans menn detta ekki í fórnarlambs gírinn og fara í grenjandi ljón gírinn í næsta leik og séu fyrir löngu búnir að gera upp þennan leik þótt að stuðningsmenn liðsins séu ekki búnir að því.

 18. Takk fyrir þessar umræður. Finnst samt sem ekki ástæða til að amast út í dómgæslu í síðasta leik eða almennt. Held að dómararnir geri alltaf sitt besta. Hjá svona góðu liði eins og Liverpool á dómgæslan ekki að skipta máli og jafnvel þó andstæðingnum séu færð gjafamörk. Ég hef satt að segja bara engar áhyggjur af því.

 19. Núna hafa tveir leikmenn í Ensku Úrvaldsdeildinni farið í bann fyrir dýfur eftir leik.
  Dele Alli fékk gult spjall fyrir sína dýfu, dómarinn sá dýfuna. Mér finnst t.d. þetta vera algjör dýfa hjá Kane í vítinu, finnst Karius aldrei snerta hann. Væntalega of seint að dæma hann í bann núna en ég hefði viljað sjá enska knattspyrnusambandið skoða þetta. Menn voru kannski svo uppteknir að pæla í hvort þetta hafi verið rangstaða eða ekki.

 20. #20 – Einar
  Ég ætla að leyfa mér að vera ósammála þessu að vissu leyti. Það er fullkomnlega eðlilegt þegar liðið tapar stigum útaf röngum dómi að vera svekktur yfir því að dómarinn hafi ekki gefið rangstöðu. Hvað sem menn segja um þessa seinni vítaspyrnu þá átti hún aldrei að eiga sér stað. Af hverju snýst umræðan einungis um það hvort það hafi verið snerting eða ekki?
  Menn eru oft froðufellandi þegar menn eru rétt eða rangt dæmdir rangstæðir þar sem leikmenn eru á fullri ferð og það er aðeins cm spursmál hvort dómurinn er réttur eða rangur. Í þessu tilviki var leikmaðurinn amk ekki á fullri ferð. Það ætti frekar að ræða hvað er hægt að gera við þessa rangstöðureglu til að gera hana 1) einfaldari 2) Auðveldari að spotta, hvort það er sjónvarp sem verður notað eða hvað.
  Ekki misskilja mig, það er mjög skiljanlegt að dómarinn hafi misst af þessu í þetta skiptið. Það væri líka skiljanlegt ef hann hefði spottað þetta. Í mínum huga er þetta 50/50 atvik. Á miðvikudegi hefði sami dómari hugsanlega spottað þetta og dæmt rangstöðu. Bæði stóru atriðin féllu með Tottenham þó hefði verið hægt að líta á þau bæði 50/50 að fleiru en þessu leyti.
  Varðandi sjónvarpið, það þarf að benda á fáranleika þess að dómarinn hafi actually spurt um það í fyrri vítaspyrnunni, gjörsamlega galið.
  Ég held samt að við verðum aldrei sammála um þetta og ég virði þína skoðun.

 21. Veit einhver hvers vegna við erum að spila á sunnudegi í meistaradeildar viku? Er ekki hefðin að liðin sem eru að fara að keppa í meistaradeildinni spila á laugardegi?

 22. Takk fyrir frábæra umræðu. Flott að fá dómara samræður – þetta er mögulega (eitt af mörgu) sem þarf til að bæta samskipti áhugafólks/leikmanna og dómara. Vel gert.

  Að öðru… „Sam var ein af aðalástæðunum fyrir því að ég kom hingað. Ég vildi fá stjóra eins og hann, einhvern sem gæti náð því besta út úr mér,” sagði Walcott í samtali við Sky Sports.

  Hversu glær er hægt að vera. Hefur hann séð einn leik með Sam-Everton liðinu í vetur?

 23. Nr.25 Kalli
  Hugsa að við séum nú að mestu sammála, það er að ég held ekkert sem ég þoli minna í fótbolta en rangstöðureglan í núverandi mynd, fullkomlega galin eftir þær breytingar sem gerðar hafa verið undanfarin ár. Harry Kane dæmið það besta sem ég man eftir í Liverpool leik, þvílíka rosalega ruglið.

  Eins vill ég fá sjónvarpstæki til að hjálpa dómurum og sé ekki hvernig það eigi að taka svo ýkja langan tíma í framkvæmd, tala nú ekki um ef þessi regla væri einfölduð niður á skiljanlegt stig aftur. En ég get ekki urðað yfir línuvörðin að missa af þessari Lamela rangstöðu m.v. aðstæður.

  Nr.26 Dog23

  Er ekki Þiðjudagur í CL og laugardagur í deild samhangandi og þá miðvikudagur og sunnudagur? Það er ekki eins og enska FA hafi nokkurntíma reynt að liðka fyrir sínum liðum þegar kemur að Evrópu.

 24. Flottur þáttur eins og vanalega.
  Í Lovren/Kane atvikinu hefði reyndar vilja sjá ykkur ræða þar að skv. Upptökunum heyrist að Dómarinn og aðstoðar dómarinn hafa ekki hugmynd um hvort Lovren hafi snert boltann, er ekki frekar skrýtið að dæma ekki rangstæðu ef hann veit ekki hvort hann snerti hann??

 25. Já SSteinn, en ekki í þessu samheingi er það nokkuð? Þ.e.a.s. hefði þú ekki sem dómari dæmt rangstöðu á þessu augnabliki ef þú hefðir ekki hugmynd um snertinguna og hvað þá línuvörðurinn sem flaggaði ekki þó svo að hann vissi ekki um snertinguna?

 26. Jú, það var einmitt það sem ég kom inná, en var svo sem ekkert að hanga á því neitt. Fannst Moss höndla þetta illa, en aðstoðardómarinn var þarna með allt sitt 100% á tæru.

Opin umræða – Hvar endar Liverpool + dómaraumræða

Hvað þarf til?