Opin umræða – Hvar endar Liverpool + dómaraumræða

Dómgæslan hefur verið aðalmálið í dag og fékk Hjörtur Hjartar tvo helstu dómarasérfræðinga þjóðarinnar til að fara yfir þetta með sér í Akraborginni. Læt báðar klippurnar fylgja hér með fyrir neðan. Fór yfir leikinn gær sem og aðra leiki umferðarinnar og þá staðreynd að ég kann ekki rangstöðuregluna. Hin klippan er af spjalli Gunnars Jarls dómara við Hjört.

Þetta verður klárlega rætt eitthvað í næsta podcast þætti en þar kemur rödd aðstoðardómara betur fram.

En þar sem það er tiltölulega langt í næsta leik langar mig aðeins taka púlsinn á stuðningsmönnum Liverpool fyrir baráttunni um Meistaradeildarsæti. Höfum þetta bara einfalt, það eru 12 umferðir eftir og allar líkur á að Liverpool verði í 5.sæti 4.sæti eftir 26.umferðir (veltur á Chelsea í kvöld).

Hvernig verður árið 2023 fyrir Liverpool?

Skoða niðurstöður.

Loading ... Loading ...

36 Comments

 1. “allar líkur á að Liverpool verði í 5. sæti eftir 26.umferðir.”

  hvernig færðu það út ?, þar sem við erum nú í 3 sæti. Ef Chelsea vinnur, þá förum við í 4, ekki 5. En mér sýnist bara ólíklegt að Chelsea vinni, sem er gott :). Þannig að vonandi verðum við bara í 3 áfram.

  En takk fyrir þessa tengla.

  Innskot: FLjótfærni, búinn að laga, takk
  Annars er 1-0 fyrir Watford í hálfleik og þeir manni fleiri. 7,9,13…

 2. Lallana var að fá beint rautt í U23 leik í kvöld og fer í 3.leikjabann sem byrjar reynar ekki fyrr en 19.feb en það mun líka gilda í ensku úrvaldsdeildinni .
  Góður fréttirnar eru að hann er byrjaður að spila og að leikjaálag verður ekki vandamál á næstuni.
  Slæmu fréttirnar er að Klopp getur ekki valið hann í heimaleik gegn West Ham, Newcastle og úti leik gegn Man utd.
  Ég þekki það ekki hvort að U23 ára leikur sé þarna á milli og gæti kannski fær hann að taka bann út í svoleiðis leik líka þar sem þetta gerðist í U23 leik(kannski getur einhvern annar svarað því).

  Annars svona sér maður styrkleikan á liðinum í dag.
  1. Man City langbestir
  2. Man utd – já ekki fallegasti fótboltin og maður þolir þá ekki en þeir enda í númer 2 tel ég að lokum.
  3 – 4 Liverpool/Tottenham – þessi lið að spila flottan bolta.
  5. Arsenal – þeir eru alltaf hættulegir að sækja og verða það áfram eftir félagskiptagluggan en þeira vandamál var hinum megin á vellinum.
  6. Chelsea virkar sem lið sem er hætt að hlusta á stjóran. Flottir einstaklingar en lítið lið.

  En þetta er allt fljót að breyttast.

 3. However, not everything went to plan as the English midfielder was sent off for violent conduct in the 63rd minute against Tottenham youngster George Marsh.

  ?It is now likely Adam Lallana will be suspended for Jurgen Klopp’s team and could be out for three games.

  This could be a big blow to Jurgen Klopp who hoped Lallana would now kick start his season and fill the void left by Coutinho’s departure.

  þetta var bara það sem ég las (reyndar af 90min en það slúður síða er ekki sú besta)

 4. Þetta verður alveg leiðinlega jafnt á milli þessara fimm liða sem berjast um þrjú sæti í Meistaradeildinni. Megum ekki við því að missa af CL og alveg ljós hverjir þurfa að taka skellinn ef það gerist. Þá benda menn á janúargluggann og klúðrið þar.

 5. Frábær umræða um ógeðsleg atvik. Algjörlega óþolandi niðurstaða að þeir hvítklæddu skyldu hafa náð stigi í gærkvöldi.

  Af hverju fáum við ekki að mæta chelskí núna? Þeir eru verri en everton!

 6. Watford 4 Chelsea 1
  Við græddum eitt stig á Chelsea og erum í 3.sæti og það sem gæti skipt máli er markatalan og þar er Chelsea dottið niður í 23 mörk í plús(Liverpool er með 28 í +).
  Í svona jafnri baráttu þá gæti markatalan ráðið úrslitum.

 7. Conte virðist helst vera að bíða eftir strætó meðan Watford taka Chelsea 4:1.

  ManU á eftir erfiðara prógram en LFC og lendir í þriðja. Tottenham í fjórða. LFC í öðru.

  Auk þess legg ég til að rangstöðureglan verði lagfærð og að sömu reglur gildi í teignum og annars staðar og sé fylgt eftir með sama hætt.

 8. Hvaða bann sem Lalli fær mun bara gilda hjá yngra liðinu.

  Ps. I 4-1 think Conte may be getting the sack.

 9. Og svo erum við Pullarar að kvarta yfir Liverpool vörninni ég hætti því hér og nú og skal lána Chelsea Ragnar Klavan ef þeir vilja styrkja vörnina hjá sér ?

 10. Chelsea klúðrar þessu, þeir eru að eiga slappt tímabil og Liverpool/Tottenham eru að bæta í. Spái endurholningu á þjálfara, fyriliða og eiginkonu hjá Abrahamovich fljótlega.

 11. Til hamingju LFC aðdáendur með leik kvöldsins, ef einhverjum þykir LFC vörnin léleg ættu allir sem hér inn skrifa að horfa á vörn Chelsea í kvöld og þá lítur okkar bara helvíti vel út í þeim samanburði, mistu að vísu mann út í fyrri en samt Þetta leit svakalega illa út hjá þeim, en hvað með það er á því að við verðum með besta liðið þegar hitastigið verður komið um og yfir 10 C? og lendum því í 2 sæti.

 12. Og eitt meðan ég man þá er ég á því að okkar besti maður frá í fyrra geri þrennu á móti sýnu gamla félagi í næsta deildarleik og hann fer 0 – 5.

 13. Af hverju er ekkert minnst á það að hvorugur dómarinn sá Lovren snerta boltann í fyrra vítinu og þar af leiðandi á þetta að vera rangstaða en ekki víti?

  Smart: „Þú veist að hverju ég er að spyrja. Ég þarf að fá það hreint út, snerti Lovr­en bolt­ann? Ef hann hef­ur gert það þá er það vilj­andi og þar með er þetta víta­spyrna. Ef hann hef­ur ekki snert bolt­ann þá er þetta rangstaða.“

  Moss: „Ég hef ekki hug­mynd um það hvort Lovr­en snerti bolt­ann ef ég á að vera al­veg heiðarleg­ur við þig. Mart­in er þú með eitt­hvað frá sjón­varp­inu? Ég dæmi víti.“

  út frá þessum samræðum þeirra að þá skil ég ekki hvernig hann getur dæmt víti.

 14. Nr. 13

  Chelsea er búið að fá á sig sjö mörk i tveimur leikjum núna, voru einum færri í öðrum þeirra. Þeir eru samt búinr að fá á sig átta mörkum minna en Liverpool. Viljum við bera okkar varnarleik í vetur mikið við þeirra?

 15. Chelsea er að gefa eftir eins og við mátti búast. Prógrammið sem þeir eiga á næstu vikum er greinilega að ganga frá liðinu áður en að leikjunum kemur. Greinilegt að Conte er við það að missa klefann eða hreinlega búinn að því.
  Eftir þessi töp fyrir Watford í kvöld og Bormouth í vikunni er eins víst að hann verði rekinn á morgunn.
  Við bíðum bara eftir traustyfirlýsingunni frá stjórn Chelsea….. 🙂

 16. Það þarf að drífa Lallana inn í liðið, hann á ekkert heima í þessu 23 ára liði.

 17. #16 alveg hægt að bera þessar varnir saman því markmenn okkar hafa átt slatta af þessum mörkum alveg skuldlaust og ekki vörnin og er ég strax kominn með 4 upp í hugan meðan ég skrifa þetta getum nefnt Chelsea heima 1-1 leikurinn, Arsenal 3-3 leikurinn eigum við að halda áfram? En ekki það að ég ætli eitthvað að fara bera okkar lið mikið við Chelsea vörnina bara glaður yfir þessum úrslitum því þau falla með okkar liði og yfir því er ég glaður og vona að þú sért það líka.

 18. Held að Liverpool sé með næstbesta lið deildarinnar amk spila þeir besta boltann ásamt Tottenham. Ef deGea væri ekki í markinu hjá MU þá væru þeir 5-10 stigum á eftir okkar mönnum. Hvar væri Liverpool statt með slíkan markvörð. Ef okkar lið tekur upp á því, svona til tilbreytingar, að halda hreinu í einhverjum leikjum þá höfum við góðan séns í sæti 2 en ef þessi endalausi varnarleki heldur áfram þá gæti niðurstaðan orðið 4-5 sætið sem væri vissulega áfall.

 19. Hvernig er staðan á Lallana. Meiddist hann eitthvað smávegis sem hægði á bataferlinu, eða hvað? Við þurfum á honum að halda í lokasprettinn og svo ekki sé nú talað um Meistaradeildina.

 20. Þetta atvik í 23 ára leiknum er rosalega alvarlegt! 🙁 Lalana er greinilega ekki í jafnvægi. – Sjá innlegg 18

 21. #21
  En DeGea er í markinu hjá Man utd og hafa þeir því fjárfest vel í markverði, hann bjargar stigum fyrir þá en hann var líka keyptur til þess að gera það.
  Hjá okkur er það Salah sem kemur með flest stig í hús og er ég viss um að stuðningmenn Man utd myndu alveg vilja sjá okkur vera án hans.

 22. Mín spá er 3ja sætið. Eftir rollercoster við hin liðin í 2-6.
  Undanúrslit í Meistaradeild.

  Lallana… springur eftir frústrasjón tímabilsins. Alltaf vont.
  Spurningin hver áhrifin verða. Setur hann undir sig hausinn og kemur sér yfir þá brekku sem hann og ferillinn hans er í eða limpast hann niður. Hann verður skotmark á næstunni, innan og utan vallar.

  Held hann komist lítið í gírinn fyrr en fer að hlýna því miður.

  Dómaraumræða er tilgangslaus. Lið sem hendir sér ekki niður tapar alltaf fyrir lélegum dómurum og nóg er víst af þeim á Englandi.

  YNWA

 23. Gott að fá þetta input meðan maður sleikir sárin… manni líður pínu enn eins og við höfum tapað leiknum. En, ég ætlaði að spá okkur fyrsta sætinu en sá möguleiki er því miður ekki til staðar í könnuninni.

 24. Erum einir í 3ja sæti, eigum við ekki bara að gleðjast yfir því?
  Er á meðan er. 🙂

 25. Ég spáði því fyrir tímabilið að það yrðu tvö Lundúnar lið sem myndu missa af meistaradeildinni og held að það eigi eftir að standast. Það verða Arsenal og Chelsea. Ég tel að við endum í 3. Sæti eftir harða baráttu við Tottenham og ManU en það verður lítið sem ber á milli þessara þriggja í lok leiktíðar.

 26. Ég furða mig alveg stórkostlega á hálstaks-atvikinu hjá Lallana.

  Menn eiga aldrei að leyfa sér svona hegðun, hvorki innan né utan vallar. Og þetta er alveg úr karakter þar að auki hjá Lallana. Virðist eins og hann hafi hreinlega misst á sér alla stjórn.

  Nú vaknar spurningin: Hver er hin raunverulega ástæða fyrir þessu?

  Varla eru úrvalsdeildarleikmenn að taka stera sem gera þá brjálaða, getur það verið?

 27. Tottenham voru að negla hann niður allan leikinn og hann nýkominn úr meiðslum hefur líklega bara misst kúlið útaf pirring ekkert grín að koma úr meiðslum og svo eru eitthverjir u23 ára leikmenn að reyna að meiða hann. Nátturulega engar afleiðingar þannig séð fyrir klúbbinn sem Tottenham er ef Lallana hefði meiðst i þessum leik útaf tæklingum hann hefur bara verið orðinn brjálaður á þessu.

 28. Er þetta ekki bara komið á hreint!

  “As we have seen with VAR now, offside is a matter of fact and no benefit is given to the attacking team. Therefore, the penalty should not have been allowed.”

  Mark Clattenburg reckons neither penalty should have stood.

 29. Sælir félagar

  Það skiptir engu máli lengur hvað er rétt og hvað var rangt í leiknum. Honum er lokið og engu verður breytt um niðurstöðu hans. Hitt er áhyggjuefni ef dómari dæmir vítaspyrnu án þess að vita hvort hann átti að gera það. Þegar dómari er farinn að vinna þannig á hann að hætta sem slikur. Það er betra að sleppa einu tveimur vítum á ferlinum en að dæma nokkur víti sem eiga engan rétt á sér. Það er mitt mat. Til helvítis með þessa skíta dóma hjá Moss og fari hann bara og veri. Tökum bara gott rönn í næstu leikjum.

  Það er nú þannig

  YNWA

 30. Helvíti er ég ánægður með Clattenburg. Ég var á sömu skoðun og hann og ekki margir fleiri, að rauða spjaldið í haust á Mané var bull (þótt að hann hafi næstum afhöfðað manninn) og núna kemur hann eins og herforingi og segir að bæði vítin séu skita. Við erum að tala um sama Clattenburg og var talinn besti dómari í heimi fyrir tveimur sísonum af GoT eða svo.

 31. Úr því þetta er líka dómaraumræða.
  Ummæli eru úr Laws of the game 2017-2018.

  Hvenær á að dæma rangstöðu?
  A player in an offside position at the moment the ball is played or touched by
  a team-mate is only penalised on becoming involved in active play by:
  interfering with play by playing or touching a ball passed or touched by
  a team-mate
  …o.s.frv.

  Harry Kane var rangstæður samkvæmt reglunum. Ég skil þetta þannig að þegar þú færð boltann frá andstæðingi sem spilar boltanum til þín, þá ertu ekki rangstæður. En það er talað um “deliberately plays the ball” og það er sérstaklega tekið fram að þetta eigi ekki við þegar það er deliberate save by opponent.

  A player in an offside position receiving the ball from an opponent who
  deliberately plays the ball (except from a deliberate save by any opponent) is
  not considered to have gained an advantage.
  A ‘save’ is when a player stops, or attempts to stop, a ball which is going into or
  very close to the goal with any part of the body except the hands/arms (unless
  the goalkeeper within the penalty area).

  Lamela var rangstæður samkvæmt reglunum
  A player is in an offside position if:
  •?any part of the head, body or feet is in the opponents’ half (excluding the
  halfway line) and
  •?any part of the head, body or feet is nearer to the opponents’ goal line than
  both the ball and the second-last opponent

 32. Harry Kane er ekki rangstæður vegna þess að Lovren “deliberately plays the ball” þrátt fyrir að hafa gert það ákaflega illa. Lovren telst aldrei vera “deliberately saving”, hann er klárlega að reyna að spyrna knettinum. Sammála með Lamela, allan tímann rangur, nema erfitt fyrir AD að sjá það.

Liverpool – Tottenham 2-2

Podcast – Dómaratríó á heimsmælikvaðra