Podcast – Samblanda af Hróa Hetti og Jekyll & Hyde

Það verður að viðurkennast að þetta Liverpool lið er eitt af þeim undarlegri í boltanum. Þeir vinna stóru leikina en tapa illa í næsta leik á eftir gegn botnliðunum. Hróa Hattar hlutverkið er ennþá tekið full alvarlega og var heldur betur sýning á því ágæta verki þegar WBA kom í heimsókn. Ekki einu sinni videodómgæsla gat bjargað okkur frá þeim leik. Liðið brá sér í hlutverk Jekyll og Hyde strax á eftir og rústaði Huddersfield á öllum svipðum knattspyrnunnar. Ofan í þetta var janúarglugganum lokað, Liverpool keypti dýrasta leikmanninn af öllum ensku liðunum en kom engu að síður út í um 70m gróða með veikara lið. Öll hin liðin styrktu sig umtalsvert síðustu vikuna. Það er svo stórleikur um næstu helgi. Það var því af nægu að taka í dag.

Kafli 1: 00:00 – Vægi FA Cup frá sjónarhóli Liverpool
Kafli 2: 12:00 – Fyrstu kynni af VAR í Liverpool leik
Kafli 3: 22:48 – Janúarglugginn – Er Liverpool veikara eftir hann?
Kafli 4: 41:50 – Hafa FSG farið fram úr væntingum sem eigendur?
Kafli 5: 47:25 – Hraðferð yfir leikmannaglugga hinna toppliðanna
Kafli 6: 56:13 – Helstu punktar úr W.B.A og Huddersfield
Kafli 7: 01:10:29 – Spáð í spilin fyrir leikinn gegn Spurs

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 182

17 Comments

  1. Takk fyrir drengir. Enn og aftur er ég 100% sammála vini mínum honum Magga 🙂 Varnarleg styrking en þunnir sóknarlega ! Sama þó svo við séum að færast uppí 3 sæti, það er útaf klúðri liða í kringum okkur, sem við gerum bara því miður meira af.

  2. Sælir drengir. Alltaf jafn gaman að hlusta á hlaðvörpin ykkar.

    Ekki getið þið samt sagt mér hvernig þið takið þáttinn upp? Ég er hlaðvarps pælingum líka en er að velta því fyrir hvaða forrit ég ætti að nota og hvaða upptökubúnað ég ætti að velja og hvernig best sé að taka upp margar rásir í einu. Ef þið gætuð skotið á mig tölvupósti með smá leiðbeiningum þá væri ég í skýjunum.

    Er nefnilega búinn að skoða nokkur youtube myndbönd en ekkert sem að mínu mati geriri þetta nógu skýrt eða einfalt í uppsetningu.

  3. Svona í ljósi umræðunnar um VAR. Þessi tækni hefur verið notuð í mörg ár í Rugby án mikilla vandræða. Þar er það (yfirleitt) dómarinn sem kallar eftir vídeódómi ef hann er ekki viss um eitthvað atriði. Til að sýna að hann er að ráðfæra sig við vídeódómarann þá teiknar hann kassa með fingrunum á þann hátt að það fer ekkert á milli mála hvað er verið að gera.
    Sést vel hér hvernig þetta er gert
    https://youtu.be/bfLZmDXQcUs?t=2m6s

  4. Þetta VAR dæmi var algjört fail, ef það er ekki hægt að útfæra það betur þá bara að sleppa þessu. Ég vill sérstaklega hafa vítaspyrnudóma vafaatriði, það gerir leikinn skemmtilegan. Það er ekki hægt að hafa ráðstefnu inn á vellinum í hvert sinn sem eitthvað action er í gangi inn í teig. Videóttæknin á að vera fyrir rangstöðuna og marklínuna. Svoleiðis er hægt að nema á sekúndum. Ekkert vafaatriði eða túlkunaratriði ef maður eða bolti er fyrir innan.

  5. eða hafa VAR einungis ef það er mark. Nota þá tímann meðan fagnað er til að athuga hvort brot, rangstaða eða eitthvað hafi verið í gangi.

  6. FSG er aldrei að fara skila okkur í alvöru toppbaráttu. Liverpool verður kallað FC McDonalds með þessu áframhaldi. Fallandi stórveldi með ódýra skyndibita hugmyndafræði.

    VAR er komið til að vera, gengur nokkuð snurðulaust fyrir sig í ítalska boltanum og öðrum íþróttagreinum. Enskir dómarar þó ekki þeir skörpustu í skúffunni svo þetta mun taka tíma á Englandi.
    Önnur ástæða þess að þetta kerfi verði vonandi áfram við lýði er þegar þessi myndavélatækni er svo ekki notuð á leik þá getum við Íslendingar sagt…

    Hvar var VAR?!

  7. Ég er með eina hugleiðingu varðandi VAR.

    Í vetur sá ég leik í þýska boltanum þar sem dæmt var víti. Vítið var dæmt þegar hitt liðið fékk hornspyrnu. Eftir að leikurinn stöðvaðist gafst dómara tækifæri til að fá upplýsingar frá 4 dómara. Hann skoðaði upptöku og gaf vítaspyrnu.

    Mín pæling er þessi. Hvað ef hitt liðið hefði skorað mark úr næstu sókn í stað þess að fá hornspyrnu. Dæma markið af og gefa hinu liðinu víti?

    Til að þessi tækni virki verður annar dómari en sá sem er á vellinum að fá ákvörðunarvald og fá vallardómarinn til að gefa víti, gult, rautt os.frv á meðan leikurinn er í gangi.

  8. Ég held að Kaninn er með eina bestu lausnina á VAR í bandaríska fótboltanum (þessi sem er spilaður aðallega með höndunum) en þar má hvort lið heimta VAR.

    Gefa hvoru liði möguleika á að krefjast VAR einu sinni hvorn hálfleik, og þá t.d. innan við 5-7 sekúndur frá því að atvikið sem er kvartað yfir á sér stað. Það má útfæra hvenær dómarinn á að taka afstöðu en það gæti verið næst þegar boltinn er úr leik.

    Ef VAR leiðir til að dómarinn endurskoðar afstöðu sína þá er dæmt samkvæmt því. Ef niðurstaðan er kæranda í óhag þá aukaspyrna fyrir hitt liðið á línu sem væri mitt á milli vítateigs og miðjuhring, eða bara hornspyrna. Alla veganna eitthvað sem fær þjálfarann til að spara VAR beiðnir nema hann sé nokkuð öruggur á sínu.

    Ef lið fer í skyndisókn eftir meint brot og skorar og hitt fer fram á VAR þá tekur dómarinn afstöðu. Ef hann dæmir brot þá er markið dæmt af og aukaspyrna á brotstað. Ef hann dæmir að VAR-beiðnin var óþörf þá stendur markið og liðið sem skoraði heldur boltanum í aukaspyrnu/hornspyrnu.

    Málið dautt. Lausnin komin. Ekkert að þakka.

  9. Fór aðeins að hugsa um sóknarmöguleikana ef Liverpool hefðu keypt Aubameyang. Værum þá með þrjá fljótustu framherjana í Úrvalsdeildinni með Firmino í holunni eða með Auba á topp.
    Þetta er í raun gjafaverð fyrir einn besta framherja heims þar sem Dijk fór á hærri upphæð. Held því miður að Arsenal hafi verið að gera dúndurkaup.

  10. Sæl og blessuð.

    Gaman að hlýða á hlaðvarpið. Ég náði þó ekki allri spekinni og spyr því:

    Can… Can! Can?
    Hvað varð/verður um hann?

    Aubameyang er furðulegur valkostur fyrir blessaða Nallana. Þá vantar eitthvert granít sem stendur undir nafni í vörninni, fremur en enn einn lipran og léttleikandi sóknarmanninn. Hann væri svo sem ágætur hjá okkur m.t.t. breiddarinnar en færi ekki að nýtast að ráði fyrr en um miðbik vorannar og í raun ekki fyrr en í haust. Græt það ekki að hann skyldi ekki reka á fjörur okkar.

    Keita hefði komið sér vel núna en fyrst hann var ekki í boði fyrr en síðar, þýðir ekki að fást um það.

    Játa það að ég er logandi hræddur við Tottenham og myndi líklega una jafntefli í þeim leik. Þá komast þeir a.m.k. ekki nær okkur. Við þyrftum hins vegar að ná góðu sigurrönni og komast upp fyrir dusilmennin hans Móra. Sigur væri því stórbrotinn og auðvitað er allt mögulegt í þessum rimmum.

  11. Takk fyrir hressandi og gott podcast. Ég er sammála að gleyma sér ekki í bölmóð vegna bikar-exit. Það eru oft skrítin úrslit í bikarkeppnum og aldrei neitt í hendi, sama hver andstæðingurinn er. Varðandi Meistaradeildina þá held ég svei mér þá að eftir því sem andstæðingarnir verði sterkari því meiri möguleikar fyrir okkar ástkæra lið 🙂 Ég trúi þess vegna að við getum farið langt í þeirri keppni. Ánægjulegt að heyra að Maggi ætlar að standa með Karíus! Ég er sammála því að hann eigi að fá að standa á milli stólpanna bæði í deild og meistaradeild.

  12. Takk fyrir gott hlaðvarp. Það er í rauninni ótrúlegt að við skulum ekki vera í titilbaráttu miðað við stigasöfnunina, hef fulla trú á að tíminn vinni með okkur en ekki á móti okkur. Eina neikvæða við janúargluggann er að við náðum ekki Keita strax. Hann er eins og hýena á miðjunni. Stórhættulegur og þindarlaus.

Glugginn lokast

Björtu hliðarnar…