Glugginn lokast

Þá er komið að lokadegi félagaskiptagluggans. Það er óhætt að segja að spennan meðal stuðningsmanna Liverpool sé nálægt frostmarki, enda virðast líkurnar á því að einhver verði kynntur til sögunnar vera stjarnfræðilega litlar. Helstu spurningarnar sem við spyrjum okkur eru:

  • Verður Markovic seldur til HoffenheimWolfsburg? Lánaður til Swansea? Fæst niðurstaða í veðmál Einars Arnar og Kristjáns Atla?
  • Verður Ejaria lánaður til Sunderland?
  • Mun Klopp missa meðvitund og vakna við það að Danny Ings hafi verið lánaður/seldur?

Þessi færsla verður uppfærð ef eitthvað markvert gerist. Það má svo eiga von á podcast þætti í kvöld, og þá verður glugginn sjálfsagt gerður upp (pússaður og lakkaður, skipt um opnanlegt fag, og settir nýjir þéttilistar).

Orðið er annars laust.


14:10 Stærstu fréttirnar enn sem komið er eru þær að Lloyd Jones er farinn til Luton. Ég man ekki til þess að hann hafi komið við sögu hjá aðalliðinu, en spilað eitthvað með U23.


19:00 Bæði Sunderland og Liverpool eru búin að staðfesta að Ovie Ejaria sé kominn til þeirra á láni út tímabilið. Þá var Pearce að tvíta að Harry Wilson sé á leiðinni til Hull að láni. Hann fullyrðir líka að Bogdan fari ekkert, þrátt fyrir að einhverjar þreifingar hafi verið í gangi um að lána hann. Þá ku Markovic víst ekki fara til Swansea, en ekki útséð með hvar hann verður vinnumaður á útmánuðum.


Minnum annars á kop.is á twitter, munið að merkja tvít með #kopis myllumerkinu til að þau birtist hér fyrir neðan.


 

45 Comments

  1. Man annars einhver hvenær það gerðist síðast að klúbburinn keypti einhvern á lokadegi gluggans?

  2. Ég pússaði lakkaði og gerði allt við gluggann, en ég gleymdi þéttilistunum. Það sennilega lekur allt inn eftir sem áður.

  3. Ég held að þetta “maybe” sem Klopp henti í í gærkvöldi sé eingöngu tengt Markovic, slúðrið í kringum Liverpool hefur bara verið það lítið að ég trúi ekki að einhver verði keyptur í dag.

  4. Á auka ónotaðan F5 taka ef einhverjum vantar, sé ekki þörf á honum þennan gluggann.

  5. Er búinn að missa alla trú á Klopp og stjórnendum LFC sorry megum vera þakklátt að komast í Evrópudeildina …..

  6. Rétt sem #4 segir, “maybe” hjá Klopp er bara það að við erum að selja og lána leikmenn út. Lokadagur gluggans og glugginn opnast út hjá Liverpool 🙂

  7. Sýnist öll liðin í kringum okkur hafa styrkt sig. Við ekki.

    Engum öðrum um að kenna en eigendum félagsin þó spjótin munu beinast að Klopp.

    Sorgleg staðreynd þegar allt stefndi í að við gætum byggt upp lið sem gæti gert alvöru atlögu að titlinum.

    Áfram Liverpool!

  8. #8 Shitty er svo gott sem búin að tryggja sér titilinn. Það er annar gluggi næsta sumar. Held að við séum bara að spila þetta skynsamlega.

  9. Ég kalla þetta metnaðarleysi hjá Liverpool og ekkert annað.
    Þetta á eftir að vera mjög dýrt.

    Það er dýrt að spara!

  10. #9 Vonandi ræður skynsemin ríkjum.

    En á meðan liðin sem við erum að keppa við um meistaradeildarsæti styrkja sig, en við ekki, þá býðurðu hættunni heim.

    Og ef við náum ekki 4. sætinu eða vinnum CL þá verður glugginn næsta sumar hreint ekkert æðislegur.

  11. Mögulegt klúður hjá City að sleppa Sanchez, Sane meiðist og kaupa Mahrez. Sanchez er betri að mínu mati. Kannski þægilegra að vinna með Mahrez, verður ekki launahæstur o.s.frv.

    Áhugavert að Van Dijk var ekki í byrjunarliðinu í gær. Var hann ekki að standa sig hjá Southampton í vetur, eða er hann ennþá að ná sér af meiðslum?

  12. Það er mjög umdeilanlegt hvort Arsenal séu að bæta sig. Þeir fá varaskeifu frá Manure og vandræðapésa frá Dortmund en missa sinn besta mann. Það er líklegra að það klikki en að það virki. Þess fyrir utan eru þeir líklega að sprengja launastrúktúrinn fyrir Ozil. Tottingham hafa engan keypt en eru orðaðir við varaskeifu frá PSG. Við fengum VVD en misstum Pipco.

    Mér finnst ekki ástæða til þess að hafa stórkostlegar áhyggjur af þessu. Það hefur ekki reynst vel að henda gommu af peningum í panikkkaup í janúar. Við erum svo þegar búin að tryggja okkur Keita næsta sumar.

  13. Það er a.m.k. ljóst að ef liðið missir af Meistaradeildarsæti og vinnur engan bikar. Þá er þetta tímabil algjört stórslys og einhver verður þá að taka ábyrgð á því. Ekki satt?

    Það verður erfitt að halda Firmino og Salah í sumar þó við munum ná inn í Meistaradeild en ómögulegt ef við náum því ekki. Þetta eru stórkostlegir leikmenn á besta aldri og þeir vilja spila líklegast keppa um titla ef þeir eru með toppstykkið í lagi.

  14. Veit ekki um ykkur en við erum á pari við Chelsea á þessari stundu og 3 stigum á eftir united mér finnst þetta ástand bara ekkert svo slæmt ef ég á að vera alveg hreinskilinn.

    Jú maður var drullu fúll og neikvæður og eipshittaði á spjallborðum eins og maður væri eitthver spekingur eftir töp gegn Swansea og WBA því maður var orðinn of góðu vanur já ég segi það aftur OF GÓÐU VANUR.

    Liðið okkar var að spila það vel og tapaði ekki leik að maður var farinn að taka því sem venjulegu ástandi og hvað þá þegar við lögðum besta lið í deildini og eitt besta lið evrópu um þessar mundir. Það er ótrúlegt hvað maður er fljótur að pirra sig samt þegar það koma tap leikir og maður gleymir öll því góða á undan.

    Hin liðin eru ekki enn búin að vinna City og geta ekkert sagt um okkur Liverpool er einfaldlega með frábært lið og frábæran þjálfara þrátt fyrir galla sem stundum eru augljósir en samt ekki.

    Ég ætla bara halda áfram að trúa þessu og trúa því að Klopp viti nákvæmlega hverja hann vill og hvenær ég segi bara in Klopp we trust!

  15. Glugginn er ekki bara síðastidagurinn. Liverpool fékk til sín Djik í þessum glugga og fannst mér þér frábær viðbót.
    Það er nefnilega fyndið ef við værum að kaupa hann í dag á síðustu sek fyrir lok gluggans þá væru allir sáttir

    Áttum okkur á því að við erum að berjast um meistardeildarsæti við Chelsea, Tottenham og Man utd.
    Man utd hefðu að mínu viti alltaf náð þessu meistaradeildarsæti án eða með Sanchez. Þeir misstu líka sterka leikmenn sem var ekki búinn að ná sér á strik hjá þeim og kostaði slatta á sínu tíma.

    Tottenham – eru að fá kanntmann sem fær ekki leiki hjá PSG og á að vera hraður og teknískur en það neikvæða á að vera að hann týnist í leikjum og vinnuframlag er kannski ekki alltaf til staðar.
    Tottenham eru s.s á svipuðum stað og þeir voru

    Arsenal – núna eru allir að tala um að þeir hafi verið að styrkja sig svo mikið. Bíddu þeir voru að missta sinn besta leikmann (Við könnumst við það) Sanches og líklega þann sóknarmann sem getur breytt leikjum hjá þeim frá bekknum í Giroud(allt öðruvísi leikmaður en það sem þeir hafa verið með).
    Í staðinn fyrir þá hafa þeir fengið 29 ára sóknarmann frá Dortmund sem ég hef reyndar miklar mættu á en þeir keyptu á stórpennining leikmann sem spilar nákvæmlega eins og hann og náðu svo í Mkhitaryan sem er svipaður og Ösil sem var að skrifa undir að hann ætlar að halda áfram hjá þeim.
    Bíddu oki vandamál Arsenal er nákvæmlega það sama og hjá Liverpool. Þeir skora en fá alltof mikið af mörkum á sig. Þeir voru eiginlega að skipta um framlínu sem heldur áfram að skora eða dettur niður en stóravandamálið hjá þeim er það sama og okkar. Varnarlínan og markvörðu.

    Chelsea – hafa verið að elta framherja og vildu fá stóran og sterkan og það tókst. Málið samt hjá þeim er að stjórinn virðist eitthvað tæpur og er talið að hann klári jafnvel ekki þetta tímabil

    Liverpool – misstu frábæran leikmann en hafa haldið áfram að skora en fengu til sín miðvörð sem á að hjálpa til að fækka mörkum á okkur en það hefur verið stóra vandamálið undanfarið.

  16. Menn eru fljótir að gleyma að dýrasti varnamaður sögunnar kom til okkar í glugganum. Þannig að svartnættið er ekki algjört. Það hefði nú einhvern tímann þótt fréttir og statement. Vörnin er klárlega sterkari eftir glugga en fyrir, þó svo við viljum alltaf meira.

  17. #17 Afhverju þarf Liverpool samt alltaf að selja eða minnka breidd til að laga vandræðastöður?
    Afhverju var ekki hægt að kaupa Dijk án þess að selja Coutinho eða kaupa þá e-ð inn fyrir Coutinho?

    Þetta er vandamálið hjá LFC. Ef e-ð gott gerist (kaupin á Dijk) þá kemur annað slæmt (sala á Coutinho) á móti í staðinn. Þetta er svona álíka gáfulegt og að selja eldavélina til að kaupa nýjan ísskáp.

  18. Held nú að Arsenal hafi verið að styrkja sig vel því þeir losnuðu við fýlupúkann Sanchez og bættu við sig 2 leikmönnum sem gjörsamlega blómstruðu saman hjá Dortmund og hafa fengið nýjann séns á að koma ferlum sínum á rétta braut aftur.

  19. # 19
    Afhverju er verið að tengja Coutinho söluna og Dijk kaupinn ? Þau tengjast ekkert, liverpool var alltaf að fara að kaupa Dijk og reyndu það síðasta sumar.
    Þetta var ekki spurning um að selja til að kaupa, þetta var spurning um að Klopp taldi að þetta væri tímapunktuinn til að selja Barcelona Coutinho. Hann reyndi allt til að halda honum en Coutinho var búinn að ákveða sig að honum langaði að fara og Klopp hefur líklega haldið að það hefði verið erfitt að loka þessum glugga enþá með Coutinho í jafnvel Sanches ham(s.s smá fýlu) og þetta tilboð var einfaldlega rosalega hátt.

    Breyddinn hjá Liverpool hefur nú ekkert horfið við að einn kemur inn og tveir fara út(Sturridge líka ekkert í plönum stjórans og hefði ekki verið mikið notaður).
    Fyrir utan að Lallana sem er auðvita meiddur núna er að koma tilbaka og Clyne er farinn að nálgast það að æfa með liðinu og er reiknað með því að það gerist í næsta mánuði.

    Hvað ef þetta var ekki slæmt? Hvað ef við náum meistaradeildarsæti, OX eða Lallana koma í Coutinho stöðuna og spila vel og Liverpool á slatta af pundum til að versla með eftir Coutinho söluna.

    Ég einfaldlega treysti Klopp og hans hugsjón fyrir liðið. Ef hann treystir að það hafi verið best fyrir Liverpool að selja Coutinho núna í janúar þá treysti ég hans dómgreind í sambandi við kosti og galla þess að hafa leikmann sem vill fara frá félaginu.
    Ég treysti því að Klopp sé með hugsjón um hvernig lið hann vill búa til, hvernig leikmenn hann vill hafa og hvernig hann ætlar að gera það.
    Ég trúi því að hann fari ekki í einhvern panic kaup bara af því að stuðningsmenn liðsins vilja fá einhvern strax fyrir Coutinho. Ég er viss um að hann sé með eftirmann í huga og sá leikmaður er einfaldlega ekki í boði í þessum glugga en við sjáum hann vonandi næsta sumar.

    p.s okkur vantaði ekki eldavél við eigum nokkrar svoleiðis en djöfull var gott að fá þennan nýja 75 m punda ísskáp með hurð sem loksins er hægt að loka og líka þessum flotta frysti 😉

  20. Ég skil vel að það verður ekkert verslað meir. Leikmenn í þessum glugga eru mikið dýrari en eftir tímab.
    Svo er það bara mjög líklegt að þeir leikmenn sem klúbburinn vill eru ekkert falir.

    Klopparinn veit alveg hvað hann vill og er tilbúin að bíða eftir því og er það vel. Það er nú sennilega enginn stjóri sem á eins vel heppnuð kaup í þessum bransa þannig að þið sem eruð að springa úr gremju ættuð ekkert að vera að fylgjast með glugganum.

    Veit að hann á eftir að gera mörg góð kaup í sumar eins og hann þ.e.a.s. Klopp er vanur að gera og það fyrir minni pening en hann gæti í dag.

    YNWA

  21. Rosalegt að sjá sum commentin hérna.

    Klopp hefur í langan tíma viljað fá einn leikmann sem svo kom í upphafi gluggans sem auðvitað er í VDD. Ef hann hefði verið opinberaður sem leikmaður Liverpool 21:45 í kvöld hefðum við orðið rosa rosa ánægðir með gluggann þrátt fyrir að Coutinho hafi farið. En af því að hann kom til okkar strax í upphafi gluggans gerir gluggann óspennandi fyrir marga akkúrat í dag. Við sigruðum Everton um daginn og nokkrum dögum síðar Man.City en svo auðvitað Liverpool-uðum við yfir okkur í leikjunum gegn WBA og Swansea.

    Svo finnst mér vanta að sjá hvaða raunhæfu leikmenn fólk hefði viljað. Ég held að Klopp hafi t.d. aldrei viljað Mahrez enda drukku forráðamenn Leicester of marga bjóra í morgunsárið ef þær fréttir eru réttar að þeir hafi boðið City hann á einhvern 95m punda (leikmaður incl.) . Ég held að hann vilji Lemar og hann fái Lemar svona 6.júní. Við erum í ágætis málum að ég tel en veit vel að okkar lykilmenn megi auðvitað helst ekkert meiðast. Lyftum svosum engum titlum í vor en trúi á að við verðum í 3.sæti þegar lokaflautið gellur.

    Lemar svo inn í sumar ásamt traustum markverði. Til að kafna úr frekju mætti svo Pulisic koma bara líka.

  22. Já ég er svosem ánægður með að Klopp vilji bara akkúrat leikmann nr 1. Hann vildi Dijk og Keita, fékk þá báða þó hann þurfti að bíða. Lemar kemur pottþétt í sumar ásamt vonandi nýjum markmanni og framherja. Vonandi verður Klopp búinn að sjá einhver video af Fekir því sveimérþá hvað hann er rosalegur.

  23. Nú er maður komin í vandræði. Á maður að halda með Tottenham eða Utd í kvöld.

    Ef Utd vinnur þá breikkar bilið milli okkar og 5 sætis, ef hinsvegar Tottenham vinnur minnkar bilið okkar í topp 2.

    Held að jafntefli væru bara bestu úrslitin og helst með einhverjum leiðindum, rauðum spjöldum og Mourinho vælandi frameftir viku.

  24. #26, hvaða vandræði??? varla ertu að reyna að segja að það eru til aðstæður þar sem þú myndir villja að utd vinni enhvern leik???

  25. Ég trúi því ekki að Liverpool kaupi ekkert annað en Dijk núna í jan og sem að by the way virkar ekkert mjög vel og er strax kominn á varamannabekkinn. Og öll liðinn fyrir ofan okkur að styrkja sig, og trúðurinn Klopp glottir eins og mongólíti þegar hann er spurður af blaðamönnum hvort að hann ættli ekki að styrkja liðið.

    Ég býð ekki í Liverpool þegar bæði Salah og Fiminio meiðast hvað gerir Flopp þá og ekki getur hann treyst á meiðslapésana Lallana eða Henderson.

    Ég veit ekki um aðra púllara en ég er ekki bjartsýnn á að við séum að fara gera eitthvað á þessari leiktíð.

  26. Southampton komið undir, leiðinlegt að sjá vinaklúbb okkar í vandræðum. Spái að Pellegrino verði rekinn í fyrramálið ef þessi leikur tapist.

  27. Jón Jónsson seldi bílinn sinn um daginn. Þetta var mikill úrvalsbíll og Jón ákvað að láta nýju negldu vetrardekkin fylgja með. Fyrir átti Jóna tvo bíla, gamla og slitna og báðir á sumardekkjum. Jón ákvað að spara og láta sumardekkin duga. Núna ferðast Jón með Strætó og bíður eftir sumrinu svo hann geti farið að keyra á ný. Nágrannarnir kalla hann Jón Flopp.

  28. Eins og staðan er núna erum við fyrir ofan Chelsea 3 stigum frá United, mundi sætta mig við þennan gluggadag 🙂

  29. Manure finnur aldeilis fyrir styrkingu Tottingham. Eru 2-0 undir í hálfleik og Moura ekki einu sinni á bekknum! Ef ekki væri fyrir kaupin á Sanchez væri Tottingham örugglega 4-0 yfir.

  30. Glugginn að loka og við upp í 3.sætið þar sem Chelsea er 3-0 undir og man. utd. að tapa 0-2… 3.stig í annað sætið gæti verið raunin eftir þetta góða kvöld 🙂

  31. Tottenham ætti að vera svona 4-0 yfir ef allt væri eðlilegt og Bournemouth að skjóta okkur upp í 3ja sætið. Ég er bara nokkuð sáttur á þessum gluggadegi.

    YNWA

  32. Hver hefði trúða því fyrir 3 dögum að við værum komnir í 3ja sætið og upp fyrir Chelczki og bara 3 stig í annað sætið?
    Baráttan um meistaradeildarsætin 3 er nú í alvöru á milli fjögurra liða þó alls ekki megi afskrifa ars.

  33. tottenham eru ekki árennilegir. þetta verður stál í stál á sunnudaginn, Áfram Liverpool 🙂

  34. Hrikalega hressandi að sjá scums kjöldregna af spurs!

    Komnir upp í þriðja sæti eftir 25 leiki og við værum í bullandi titilbaráttu ef city væru ekki búnir að rústa deildinni (ekki hægt að kenna okkur um það) og núna eru arsenal og chelskí að hiskta líka. Erum í dauðafæri að stimpla okkur upp í annað sætið í næstu leikjum og það skal takast.

    Klukkan hvað kemur Keita til okkar í kvöld?

  35. Flanno lán til Bolton, Markovic lán til Anderlecht , Wilson skrifar undir langtímasamning til Liverpool og fer á láni til Hull, Ejaira (stafs) til Sunderland á láni, Sturridge á láni til WBA.

  36. Ánægður með Klopp ekkert verslað nema að það henti liðinu og hans hugmyndarfræði.
    Það væri samt gamað versla inn djúpan miðjumann sem gæti farið vörnin og dreift spilinu vel.
    En Klopp ræður og ekki deilir maður við almættið þannig að nú fagnar maður bara 3 sætinu og því að það eru aðeins þrjú stig upp í annað sætið

  37. Ég væri 100% ánægður með þennan glugga ef við náum að semja við Can ! ! !

  38. Þó maður finni það ekki í hjarta sínu þá var það slæmt fyrir okkur að Tottenham skyldi vinna manu.

  39. Hressilegar umræður. Vissulega hefur heildarhópurinn þynnst eitthvað nú í glugganum en þeir sem voru lánaðir komu hvort sem er ekki til með að spila neitt. Hef aldrei skilið þetta Markovic dæmi. Sennilega er Klopp smá saman að losa sig við alla eða lána sem hann telur sig ekki hafa not fyrir næsta árið. Miklu betra að hafa 23 öfluga menn heldur en 32 þar sem hluti eru garmar.

Huddersfield 0-3 Liverpool

Podcast – Samblanda af Hróa Hetti og Jekyll & Hyde