Liðið gegn Huddersfield

Klopp gerir töluvert af breytingum á byrjunarliðinu í kvöld en það eru alls sex breytingar á liðinu frá tapleiknum gegn WBA í bikarnum.

Karius

Gomez – Matip – Lovren – Robertson

Henderson – Can – Milner

Salah – Firmino – Mane

Bekkur: Mignolet, TAA, Solanke, Chamberlain, Wijnaldum, Ings, Van Dijk

Karius kemur aftur í markið, Gomez og Robertson mæta aftur í bakverðina, Lovren í miðvörðinn í stað Van Dijk sem átti að hafa verið eitthvað tæpur. Henderson og Milner koma inn á miðjuna í stað Wijnaldum og Chamberlain sem hafa ekki átt góða leiki undanfarið – ekki frekar en Emre Can sem heldur þó stöðu sinni. Framlínan óbreytt.

Sjáum hvað setur. Þrjú stig í kvöld, annað er bara ekki í boði.

Við minnum svo á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


 

77 Comments

 1. Þessi þvæla fram og til baka með markverði er ekki að hjálpa vörninni á neinn hátt. Djöfull verður gott að fá markvörð sem eignar sér búrið.

 2. Alltaf verið að hringla með markvörð og vörn, það kann ekki góðri lukku að stýra. Bestu varnir heims hafa flestar það sameiginlegt að það hefur ekki verið að hringla mikið með leikmenn þar. Við þurfum að skora 3 mörk í kvöld til þess að vinna þennan leik !

 3. Sæl og blessuð.

  Nú fáum við að sjá 100% einbeitingu og jafnmikla atorku. Þeir eiga eftir að selja sig rándýrt og ef á móti blæs verður allt lagt undir.

  Held við vinnu þetta.

  kvLS

 4. Ekkert smá spennandi miðja.Hnoð og leiðindi 3 leikinn í röð framundan….

  Vonandi reynist ég ekki sannspár en þetta fer 1-0 fyrir Huddersfield.

 5. Þetta verður eitthvað dapurlegt. Spái því að Huddersfield nái 3 skotum á ramman í kvöld og skori þ.a.l. 3 mörk. Svo er bara spurning hvort framlínan okkar toppar það.

 6. Nú er svartsýni mikil meðal okkar stuðningsmanna enginn býst við neinu nema tapi
  Þannig að við vinnum í kvöld.

 7. Já, menn munu vonandi selja sig dýrt í þessum leik. Can, Milner og Henderson að stjórna miðjunni, búa eitthvað til og reyna að komast framhjá rútunni sem heimamenn munu parkera í teignum sínum. Ég veit ekki. Er ekkert rosalega bjartsýnn en vona það besta.

 8. Þetta verður snilld í kvöld, Can með stórleik, Lovren eins og klettur í vörninni og Henderson skorar með neglu af löngu færi. Karius ver víti. 0-1 fyrir Liverpool..

 9. Fínt að fá Henderson inná, það hleypur enginn meira heldur en hann.

 10. Rosalega verða margir hér svekktir ef allt gengur upp í kvöld…
  Áfram Liverpool!
  YNWA!

  Salah!
  Mane Mane
  Roberto Firmino
  (but we sold Coutinho…)

 11. Sælir félagar

  Mér líst ekkert á þessa uppstillingu. Því er Matip í liðinu og því er Can þarna og hvað með AOC. Nei ég hefi áhyggjur af þessu

  Það er nú þannig

  YNWA

 12. Það að menn í þessu liði kunni upp til hópa ekki að skalla fær mig gjarnan til að froðufella.

 13. Lampard, heh!

  Annars var þetta helv mikilvægt. Þarf svo að slátra þeim ef þeir fara að færa sig framar á völlinn til að reyna að sækja eitthvað út úr þessum leik.

 14. Hvað er þetta! Ætlar Klopp ekkert að fara að skipta?!? Þrjóski Þjóðverji!

 15. Emre Can að troða lopasokk fullan af hreinu skyri upp í mann. Einhver að redda manninum penna!

 16. Hahaha, fjandinn hvað þetta var vel gert hjá Firmino! Absolute class!

 17. Frábærlega gert hjá Firimino! Hótandi að gefa inn í teig en skýtur svo á nærstöng og skorar 🙂

 18. ég þarf tvö í viðbót til að stinga upp í helv………ManU vinnufélaga mína, þeir eru búnir að vera gjörsamlega óþolandi, ég sagði þeim að við myndum rúlla þessu 4-0

 19. Skotið hjá Can hefði tæplega farið á rammann.

  Heppinn – en hann reynir þó alla vega langskot.

 20. Hver er munurinn á þessum leik og gegn Swansea?

  Liðið er að spila mjög svipað og í þeim leik gegn liði sem pakkar í vörn. Liðið er að fá færri færi en eru búnir að skora tvisvar. Can með langskot í varnarmann og inn og Firminho sleppur í gegn eftir klafs og úr nánast vonlausu færi skorar á nærstöngina.
  Heimamenn ólíkt Swansea hafa ekki skorað úr sinni einu sókn í leiknum.

  Við eigum eftir að fá allt öðruvísi leik í þeim síðari. Heimamenn koma framar, þeir eiga eftir að skipta sóknarsinnuðum kanntmönnum útaf og þessi 5 manna varnarlína er á bak og burt. Þeir verða að reyna að opna þetta eitthvað og það mun reyna á okkar varnarlínu og er það eitthvað sem okkur finnst mjög óþægilegt.

  Nú þurfum við bara að drullas til að fá ekki á okkur 2-3 mörk og ná í þessi 3 stig sem eru í boði.

 21. Karius átti vörslu mjög jákvætt fyrir hann. Einnig jákvætt að liðið er að stjórna þessu eins og er. Ánægður með hvað Henderson er fljótur að færa boltann áfram ekkert að klappa honum og hægja á tempóinu. Þurfum bara að vera áfram þolinmóðir og jafnvel að hreyfa boltann hraðar á milli kanta.

  You never walk alone

 22. Miðjan er töluvert betri með captein Hendo sem aftastan og Can framar á vellinum.
  Ég vona bara að Klopp fari að hætta þessu rugli með vörnina og þá kemur vonandi smá stöðugleiki aftast.
  Robertson og Gomez eiga að vera bakverðir liðsins og svo þarf Klopp að finna út hvor af Matip og Lovren hentar betur með Dijk og halda þeirri vörn.

 23. Frábær fyrir hálfleikur en á sama tíma verður maður að minna sig á að þetta er Liverpool. Ef það er eitthvað lið sem getur sýnt “Jekyll and Hyde” tilburði milli tveggja hálfleika, þá er það LFC.

 24. Wijnaldum og Can eru frábærir saman á móti stóru liðunum, sbr. City-leikurinnn. Þeir eru hins vegar að mínu mati algerlega vonlaust combo á móti liðunum sem parkera rútunni, líkt og Huddersfield

 25. Sæl og blessuð.

  Söknum auðvitað Sturridge. Sóknin er ekki svipur hjá sjón án hans…!

  En það er gaman að sjá Hendó í sínu gamla formi. Agressívur og sprækur, eins og maður man eftir honum. Auðvitað fara margar sendingar aftur á við en vart er við öðru að búast meðan þeir lúra svo á eigin vallarhelmingi.

  Nú er það stóra áskorunin að nýta þessa yfirburði og láta kné fylgja kviði.

 26. Hefði Karius fengið þetta mark á nærstöng á sig væri internetið á hliðinni.

 27. 65 mín komnar, núna vildi ég sjá Solanke eða Imgs fá góðan tíma til að koma sér í markaskóna.

 28. ohhhh hvað þetta hefði verið uuunaðslegt ef Mané hefði hitt á markið!!!

 29. Úff, geggjaður bolti hjá Can og flott hlaup hjá Mané sem átti þó að gera betur.

 30. Ætlar Klopp ekki að skipta inná fyrr en þeir minnka muninn og setja panek á liðið.

 31. er ekki hægt að redda mönnum treyju með Firminho á bakinu, athuga hvort þeir sjái muninn á Firmino og Firminho 🙂

 32. Hendo og Milner frábærir það er eginlega bara ekkert hægt að segja annað.
  Sjáum við sama upplegg næsta leik ?

 33. Can bestur og Mane verstur.

  Virkilega slakt lið sem við mættum og Tottenham næst.

  Ciao

 34. Sælir félagar

  Ég verð að viðurkenna að Can og Matip ráku af sér sliðruorðið í þessum leik og Lovren var góður en var að missa hausinn síðustu 5 mín. Ég er mjög sáttur við þennan leik okkar manna og vonandi veit þetta á gott.

  Það er nú þannig

  YNWA

 35. Can slakur í síðustu 2 leikjum, var hann ekki fyrirliði í þeim báðum?
  Ætli það hafi haft áhrif á hans leik í þeim?

 36. Þessir andstæðingar voru þeir allra slökustu sem ég hef séð í langan tíma í þessari deild. Sorglega slappir og loksins þegar þeir ákváðu að fara framyfir miðju þá skapaðist hætta.

  En 3 dýrmæt stig þannig að ég er sáttur.

 37. Ótrúlegt ekki bara varði markaðurinn okkar allt sem kom á markið(reyndar bara 1 skot en hei það er bæting.) heldur skoruðum við líka úr víti og það allt í sama leiknum. Þetta er allt á uppleið.

 38. Takk fyrir mig kærlega 3 stig og málið er dautt.
  Miller og Hendó góðir eins og reyndar restina af liðinu smá spurning með Mané kallinn hann er ekki alveg að finna fjölina sína.

 39. Vantar herslumuninn hjá Mané en hann var að djöflast í þeim allan leikinn samt er alveg sáttur við hann.

 40. við skulum ekki tapa okkur í gleðinni,, þetta var Huddersfield 🙂 en sigur þó

 41. @75 þetta voru WBA og Swansea sem LFC tapaði fyrir í 2 síðustu leikjum á undan leik kvöldsins, ekki tapa okkur í pirringnum 🙂

 42. 75 # við töpuðum fyrir swansea og wba nú er sko rétti tíminn að tapa sér í gleði 😉 skál í botn

Sturridge á láni til WBA (staðfest)

Huddersfield 0-3 Liverpool