Sturridge á láni til WBA (staðfest)

Opinbera heimasíðan var að staðfesta það að Sturridge sé að fara á láni til WBA og verði þar út tímabilið.

Opinberlega hefur lítið verið gefið upp um peningahliðina en eitthvað var slúðrað um að LFC fáið 1.5 milljónir punda, auk þess sem WBA eru væntanlega að borga laun nafna míns. (EDIT: Melissa Reddy segir að þetta séu 2 milljónir plús laun).

Það er sérkennilegt að þeir Coutinho og Sturridge fari báðir frá félaginu í sama glugganum, annar fyrir metfé en hinn á láni. Maður hefði ekki endilega séð það fyrir 2013/14 að leiðir þeirra ættu eftir að skilja svona allsvakalega.

Það að Sturridge fari annað meikar þannig séð alveg sens fyrir hann. Hann var ekki einu sinni í hóp í síðasta leik, þrátt fyrir að vera ómeiddur. Það segir okkur að hann var kominn niður fyrir Ings og Solanke í goggunarröðinni, og ef hann ætlar að spila sig inn í plön Southgate fyrir HM í Rússlandi í sumar verður hann að fá leiktíma. En hvort hann haldist nægilega heill hjá WBA er svo annað mál. Hvort þetta meiki jafn mikið sense fyrir félagið verður svo að koma í ljós. Það er þó ljóst að ansi margir munu kalla eftir því að liðið verði styrkt í staðinn, enda minnkar svigrúmið sífellt eftir því sem leikmenn fara eða meiðast.

Að lokum má svo minna á að allir helstu framherjar liðsins hafa fengið söng í sínu nafni, nema einn: Daniel Sturridge.

55 Comments

 1. Fínt að losna við hann enda erum við að drukkna úr breidd. Næsta mál er að koma sjóðheitum Danny Ings í liðið sem hefur ekki skorað í deildinni síðan haustið 2015 og er að koma til baka eftir erfið meiðsli. Þá er Dominic Solanke alltaf líklegur til að skora enda ekki enn skorað mark í aðalliðsleik á Englandi.

  Engin markvarsla, vörnin míglekur, miðjan ræður ekki við Gareth Barry. Vonum bara að sóknin haldist heil og raði inn mörkum fram á vorið. Óþarfi að bregðast við þessu í janúar.

 2. Skil þetta ekki. Ings er ekki nógu góður fyrir Liverpool og verður ekki úr þessu. Solanke er óskrifað blað og gæti allt eins verið að ekkert verði úr honum. Myndi frekar vilja 50% Sturridge en 100% Ings og Solanke.

 3. Ég skil alveg að Sturridge sé látinn fara. Hann er á svimandi launum og spilar nánast aldrei. Peningar eru þrátt fyrir allt líka faktor í rekstri knattspyrnufélags.

 4. Ákvarðanir Jurgen Klopp verða æ furðulegri. Hann hreinlega tálgar liðið niður í tannstöngla . Mér er sama hvað öðrum finnst um það sem hann er að gera og ekki gera núna. Ég kalla þetta hroka og ofmat.

 5. Ef WBA borgar sjúkraflutninginn til þeirra þá er þetta strax góður díll fyrir Liverpool.

 6. Spái því að hann skori í mesta lagi 1 mark fyrir WBA fram á vor. Og sennilega ekki neitt.

 7. Held að við ættum að vera alveg rólegir með að apeshitta yfir þetta. Maðurinn er búinn að skora alveg heil 17 mörk seinustu 4 ár í deildinni. Hann er ALLTAF meiddur. Hvaða gagn er af svoleiðis gæja?

 8. Fowler minn almáttugur ! Framlínan , Firmino, Solanke og ings 🙁 Einn eftir með næg gæði fyrir deild og Meistaradeild ! Hvaða rugl er í gangi !

 9. En eigendurnir? Bera þeir enga ábyrgð?

  Ég hefði haldið að þeir bæru alla ábyrgð!

 10. Nei þá má ekki segja neitt ljótt um Klopp inn á þessari síðu því hann er guð í augum marga hér inni. Ha ha án gríns þessi gæi er því miður búinn að missa mojoið og hroki hans og þrjóska er að skemma þetta lið.

  og svo er að selja sína bestu menn eða lána og treystir svo þessum rosalega hóp sem hann er með í dag, hóp sem getur ekki unnið WBA eða Swansea tvo nestu liðin í deildinni já ég sagði 2 NEÐSTU LIÐIN Í DEILDINNI!

  Klopp OUT!!!!

 11. #11 Robbi: nákvæmlega sami hópur vann reyndar líka City, liðið sem er að valta yfir deildina. Alveg eins og að það er ekki sniðugt að sykurhúða stöðuna, þá er líka óþarfi að sjá bara dauðann og djöfulinn í stöðunni.

 12. Aubamayang ???
  Arsenal að klófesta hann, væri ekki gaman ef LFC myndi shanghæja honum?
  Why not?

 13. If you can’t beat them,join them.
  Flott niðurstaða fyrir Sturridge og ég vona að hann taki einhver stig af keppinautum okkar.
  En að skilja liðið eftir með Firmino, Ings og Solanke er stórkostlega furðuleg ákvörðun.

  Ég vona það Klopp vegna að hann sé með eitthvað plan því ef hann klúðrar deildinni með því að fá engan inn þá er ábyrgðin hans.
  Það þarf meiri breidd í þetta lið og klárlega annan sóknarmann.

 14. Munurinn á Sturridge vs Ings og Solanke er að Sturridge veit hvernig á að koma boltanum í mark andstæðinganna. Þó svo að hann hafi ekki gert nema 3 mörk á tímabilinu þá er það umtalsvert betri árangur en hinir tveir hafa náð.

  Þó svo að Sturridge sé ef til vill kominn yfir sitt besta þá getur hann búið til mörk uppá eigin spýtur og er alltaf líklegri að skora en hinir tveir. Hefði ekki verið nær að setja Solanke á lán og leyfa honum að spila reglulega? Guð forði okkur frá því að Firminho meiðist og verði frá í einhvern tíma.

 15. Sturridge er að fara 2 árum of seint, gangi honum vel hjá WBA.

  Ég hef ekki mikla trú á Ings og Solanke inn á vellinum, Origi gat þá allavega skorað.

  Það eru einhver þreytumerki hjá liðinu, 2 töp gegn botnliðunum í röð með nokkurn veginn sterkasta liðið sem völ er á.

  Lallana eini sæmilegi varamaðurinn og kannski Henderson sem getur pressað einu marki eða svo.

  Hefur ekkert gengið hjá Ings og Solanke, einhver stórklúbbur myndi nú bara taka upp veskið og kaupa einn markaskorara.

  Bókhaldið hjá Liverpool leyfir víst aldrei slíkt, þannig að fckit þetta tímabil er að fara í vaskinn.

 16. Nú spyr ég kannski eins og kjáni en fá menn hér ekkert nóg af allri þessari neikvæðni?

  Nánast allir sem skrifa hér athugasemdir virðast komnir í einhverri bölmóðskeppni þar sem næsti maður reynir að toppa hinn í því að prédika einhvern dauðadóm yfir Liverpool Football Club.

  Ég bara skil þetta ekki.

  Eru menn í alvörunni að gráta það að Sturridge sé að fara? Það er nú ekki eins og hann hafi verið í neinu lykilhlutverki hjá okkar mönnum í vetur. Það er varla hægt að segja að hann hafi verið í aukahlutverki, svo lítið hefur hann fengið að spila. Og ég þori að veðja að enginn var að sakna hans í þessum 18 leikjum sem Liverpool fór ósigraðir í gegnum.

  Ég skil alveg að menn séu fúlir yfir sölunni á Coutinho, enda heimsklassaleikmaður. En við höfum samt úr æði mörgum miðjumönnum að velja, þannig þetta var staða sem LFC “mátti við” að selja úr. Sérstaklega þar sem Coutinho vildi svo mikið fara að hann var tilbúinn að hætta að spila fyrir liðið til að þvinga skiptunum í gegn.

  Þessi neikvæðni ríður bara ekki við einteyming hérna. Tveir tapleikir og menn eru búnir að afskrifa tímabilið, vel flesta leikmenn liðsins, eigendurnar og þjálfarann.

  Svo klikka menn út með svona Robbi í athugasemd nr. 11 gerir og fullyrðir að ekki megi gagnrýna Klopp því hann sé guð í augum margra. Og í öðrum þráðum tala menn um asnann eða fíflið hann Klopp.

  Já, umræðan er í alvörunni komin niður á þetta plan.

  Klopp er enginn guð né heilagri en páfinn sjálfur. Hann má gagnrýna og það er nákvæmlega enginn, hvorki hér né annars staðar á alnetinu (því alneti sem ég skoða, í það minnsta) sem bannar slíkt. En uppnefni og annað í þeim dúr er bara engin gagnrýni, heldur segir meira um þann sem slíkt skrifar.

  Farvel, Sturridge. Ég óska honum bara góðs gengis og vonandi að hann spili frábærlega fyrir sitt nýja lið. Hann fær þá vonandi sæti í Rússlandi, tekur stig af keppinautum okkar og hækkar verðmiðann á sér í sumar þegar hann verður svo seldur, væntanlega. Allir græða og allir sáttir.

  Nema kannski kop.is-verjar. Það er erfitt að gera öllum til hæfis.

  Homer

 17. Neikvæðni?… Yfir hverju eiga menn að vera gleðjast, frábærri spilamennsku liverpool á móti swansea og wba, eða að við erum ekki að fara bæta hópinn í janúar. jákvætt já sjáum að can er farinn í huganum, sjáum á mignolet er vonlaus og karius er glataður, kaupum van djik á 75m punda og töpum fyrir 2 lélegustu liðunum í deildinni.. Yfir hverju í helvíti ættum við að vera jákvæðir? Jákvætt vinnum ekkert í ár eins og síðustu 6 árin, kannski jú jú náum við 4 sætinu það er vá maður ofboðslega flottur árangur… Held það geti enginn verið jákvæður yfir einu eða neinu..

 18. Ef vð horfum alveg ískalt á stöðuna þá er þetta lán á Sturridge auðvitað ekki að veikja byrjunarliðið neitt – í augnablikinu. En það er þetta með breiddina. Það var gott að vita af honum á bekknum, því þrátt fyrir að hann sé hægari nú en hann var, þá búa samt ennþá hellings gæði í stráknum. Á hinn bóginn var hann á ansi góðum launum. Ekki það að peningamálin eigi að skipta okkur nokkru einasta máli, svona umfram það að það sé ekki verið að keyra liðið í gjaldþrot með því að spandera í einhverja vitleysu.

  Mögulega spilar inn í þessa ákvörðun sú staðreynd að nú verða ekki fleiri bikarleikir á þessari leiktíð, og því e.t.v. minna leikjaálag. Svo spilar e.t.v. líka inn í þetta sú staðreynd að Sturridge fittar auðvitað ekkert svakalega vel inn í þann leikstíl sem Klopp vill spila, þ.e. hápressu.

  Ég held að þrátt fyrir þetta myndi flestum stuðningmönnum líða betur ef það kæmi inn eitthvað upgrade í staðinn. Hvað það upgrade eigi að vera er svo aftur önnur spurning, ekki viljum við kaupa annan Markovic. Helst vildi ég að menn eins og Woodburn og Wilson fái sénsinn og standi sig. Er samt bara hóflega bjartsýnn á að það gangi eftir.

 19. #17 Homer, ég held að það sem við erum flestir að benda á er að ef að Firmino meiðist þá erum við ekki með nógu sterka framherja á bekknum til þess að leysa fjarveru hans !
  Við erum að þynna hópinn um of, þó svo að við séum bara í tveimur keppnum, ENNÞÁ !

 20. Hér sjáiði svart á hvítu hversu mikil bilun það er að selja/lána Coutinho og Sturridge og taka ekki inn einn einasta leikmann í staðinn.

  Þetta er listi yfir mörk og stoðsendingar fyrir núlíðandi tímabil miðað við spilaðar mínútur.

  [img]https://pbs.twimg.com/media/DUvR_cdWsAUs3hA.jpg[/img]

 21. Gersamlega kominn með ógeð af þessum klúbbi.

  Sama sagan síðustu 12 árin…

 22. Ég er mjög sammála Homer hér að ofan. Umræðan er svolítið eins og við séum í 16. sæti, en ekki 4. sæti. Síðan held ég að fólk sé aðeins að ofmeta getumuninn á topp liðum og botn liðum í ensku úrvalsdeildinni miðað við hve sterkt menn taka til orða eftir síðustu tvo leiki. Lið eins og WBA og Swansea eru nógu stór til að vinna stöku leiki gegn liðum ofarlega, og tölfræðin sýnir að það gerist alltaf af og á hverri leiktíð að lið við botninn vinni lið við toppinn. Það er ekki eins og Liverpool hafi verið að tapa fyrir Leiftri eða Swindon.

 23. Átti að standa “af og til á hverri leiktíð” þarna fyrir ofan. Það vantaði “til”.

 24. Þetta er svakalegur skellur, 430 mínútur og tvö mörk frá Sturridge í deildinni.
  Hvernig komumst við eiginlega af án hans?

 25. Held að pirringur manna snúist ekki bara um þessa tvo tapleiki. Heldur þá staðreynd að þessi sama saga er að endurtaka sig hjá Liverpool ár eftir ár.

  Menn eru einfaldlega orðnir þreyttir á þessu. Vorum líka frábærir fyrir áramót í fyrra en liðið sprakk út af breiddarleysi og ofan á það er þetta þriðja árið í röð sem Klopp fellur út í bikar gegn mun lakari andstæðingi.

  Það er ekki eins og að Liverpool hafi verið að taka bikar í fyrra eða árið þar áður. Það eru rúmlega tíu ár síðan LFC vann eina af dollunum eftirsóttu en síðan þá hafa fjórir stjórar verið með liðið og uppskriftin nokkurnveginn verið sú sama að Hodgson undanskildum sem var hrein hörmung.

  Alltaf þegar við erum að fara í áttina á að vera með frábært lið. Þá missum við lykilmann eða stórstjörnu. Undantekningarlaust hefur því verið klúðrað með ömurlegum kaupum en núna með algjöru aðgerðarleysi.

 26. Sælir félagar

  Það er í reynd lítil eftirsjá í Sturridge en eins og einhver sagði þá er gott að vita af honum á bekknu því framherjahópurinn er ansi þunnur. Ég hefi alltaf haft trú á Ings og hefi enn. Hann ætti að fá meiri spilatíma núna og þá kemur í ljós úr hverju hann er gerður. Meiðslasaga hans er að vísu einstök og kemst enginn með tærnar þar sem hann hefur hælana í því nema Sturridge. Hans meiðslasaga er verri þar sem hann er líklega alvarlega tognaður á heila líka.

  Um Solanke get ég lítið sagt nema ég vona að hann verði okkur dýmætur til framtíðar litið. Hvernig hópurinn er skipaður, hverjir eru í honum og hvaða fitu Klopp vill sker burtu er hans mál. Hann stendur og fellur með ákvörðunum sínum. Eins og ég sagði í öðrum þræði þá er í raun ekkert eftir nema að berjast fyrir 4. sætinu og reyna að komast sem lengst í meistaradeildinni.

  Hvað meistarsdeildin varðar þá sjáum við til hvernig gengur en ef við verðum ekki í 4. sæti í deildinni eða ofar í lok leiktíðar þá held ég að KLopp sé í vondum málum. Enn sem komið er treysti ég Klopp og ákvörðunum hans. Ég er honum ekki alltaf sammála en hvaða máli skiptir það. Ég gagnrýni hann ef mér finnst ástæða til og það hefir enginn bannað mér það hingað til. En hann er stjórinn minn og ég sé engann betri í þeirri stöðu nú um stundir.

  Það er nú þannig

  YNWA

 27. Halldór #18
  jákvæður erum jú í 16 liða úrslitum og sama hvað þú segir og ætlar að líta svart á hlutina þá erum við líklegra liðið í því einvígi og það er enginn liverpool stuðningsmaður sem getur neitað því að sama hvaða liði við teflum fram þá er anfield sérstakur staður á meistaradeildarkvöldi og erum við ekkert ólíklegri en önnur lið sem mæta á þann völl, annað jákvætt erum jú með meistaradeildarsætið í okkar eigin höndum og það er okkar að tapa þó svo að það sé ekki dolla fyrir meistaradeildarsæti þá er það gríðarlega mikilvægt það að ná meistaradeildar sæti er bara orðið töluvert mikilvægara en að vinna FA cup spurðu bara arsenal stuðningsmenn hvort þeir vildu skipta á dolluni í fyrra og sætinu okkar,
  liðin í kringum okkar eigi innbyrðis viðureignir núna næstu 3 umferðir eða svo ef við náum okkur á strik aftur sem ég ætla bara að hafa trú á gæti þetta bara litið nokkuð vel út í febrúar. annað jákvætt við erum með einn besta sóknarmann deildarinnar sem bara getur ekki hætt að skora.
  og kommon það eru 2vikur síðan við unnum heitasta liðið í boltanum þar sem við yfirspiluðum þá mest allan leikinn það er enginn orðinn ómögulegur og getur ekkert í fótbolta síðan þá. þurfum aðeins sem stuðningsmenn að geta líka horft á hina hliðina á teningnum og sjá jákvæðu hlutina sem eru að gerast.

  skal samt vera sammála um að það megi vera neikvæður yfir glugganum en það breytist ekki með því að kalla hina og þessa leikmenn vonlausa, glataða og hvað sem það nú er.

 28. Sturridge á lán til WBA er sterkur leikur hjá Kloop. Hann gerir Liverpool meira gagn sem leikmaður WBA, því þeir eiga eftir leiki við Tottenham, Chelsea og Man.Utd. Ef hann setur mörk gegn þessum liðum þá gerir hann meira gagn fyrir okkur en að velgja bekkinn.
  Að kaupa leikmann núna er panikástand því ef hann kemur úr einhverju öðru landi þá þarf hann tíma til að aðlagast enska boltanum. Ef hann kaupir þá gerir hann það með næsta tímabil fyrir augum. Kloop mun gefa ungu strákunum tækifæri og henda þeim í djúpu laugina því þeir munu gera meira gagn en einhver björgunarkaup.
  Kloop veit meira en ég og þið.

 29. Áður en Klopp kom, vorum við að dreyma um að vera ár inn og ár út i CL.
  Maðurinn er búin að koma okkur í 16 i cl en þá í baráttu um Cl næsta tímabil.
  Leyfið manninum að vinna sína vinnu, erum með efnilegt lið sem þarf að þróa.

 30. frá 2013 þá er sturridge búinn að skora 63 mörk ef mér skjátlast ekki….

  eru menn í alvöru að grenja það að hann sé að fara…. really… sturridge var góður leikmaður og hefur þjónað liðinu vel en hann er ekki að passa inní leikstíl liðsins í dag. það er líka þetta með þessi endalausu meiðsli sem gera hann bara ekki mikilvægan fyrir liðið…

  takk fyrir mig studge og vertu blessaður gangi þér bara allt í haginn vinur

 31. Ef skoðaðir eru þjálfarar LFC í PL (sjá umfjöllun Anthony Stanley í Banquet without Vine) þá er leikmannamarkaðurinn og kaup og sala þar að að spila stærstan þátt í því að stjórar hafa verið látnir fara (einnig leikmenn sem stjórar hafa sleppt að kaupa).

  Evans (Collymore sem dæmi), Houllier (Diouf og hinn nýji Zidane), Rafa (Auquilani í staðinn fyrir Alonso sem dæmi). Við eigum enn eftir að sjá einhver sambærileg dæmi fyrir Klopp áður en við getum farið að senda manninn í burtu, mögulega er það þessi gluggi þar sem við styrktum hópinn ekki nægjanlega við brotthvarf Coutinho, en tímnin verður að leiða það í ljós. Rafa og Houllier fengu talsverðan tíma með sína misheppnuðu target áður en þeir voru látnir fara, Rafa í erfiðara ástandi en Houllier, en engu að síðu vegna sinna eigin ákvaraðan á leikmannamarkaðnum. Fylgjumst með því sem þar gerist og ekki gerist og við getum mögulega tekið upplýsta ákvörðun um það hvort LFC eigi betra skilið en Klopp. Eina sem maður gæti gagnrýnt hann á leikmannamarkaðnum er að vera ekki ákveðnari/áræðnari, eins og t.d. með Keita að taka hann ekki inn núna í janúar með Can svona óhressan og Coutinho nýfarinn, eða skoða möguleika á að taka leikmann á láni til að hjálpa okkur framá sumarið. Hópurinn er ansi þunnskipaður ef maður skoðar hann blákalt. En svo veit maður aldrei hvaða leikmenn hafa eða koma til með að vaxa undir Klopp, við höfum séð slíkt áður.

  Erfitt að segja með Klopp á þessum tímapunkti, en eins og er þá á hann skilið benefit-of-the-doubt, hann virðist hafa plan, og hann eins og fyrri stjórar stendur og fellur með því.

 32. Leikmannakaup Klopp hafa verið mjög góð.
  Mane og Salah lykilmenn og frábær kaup
  Winjaldum á miðsvæðinu er mjög solid spilari
  Matip frítt var fín viðbót
  Robertson virkar sem solid kaup
  Solanke – efnilegur leikmaður sem maður hefur trú á
  Klavan – ódýr 4.kostur en þurftu að spila stæra hlutverk vegna meiðsla með misjöfnum árangri.
  Karius – er ekki að heilla mann en fær núna tækifærið til að sanna sig sem markvörður númer 1
  Ox – virkar sem flott kaup á ungum miðjumanni
  Djik – virkar sem flott kaup en hann á eftir að sanna sig betur
  Keita – ? sjáum hvað gerist en miða við það sem hann er að gera í þýskalandi þá lofar hann góðu.

  Þetta finnst mér vera helvíti góður árangur. Það er vitað að öll kaup verða ekki frábær en meirihlutin hefur verið mjög solid hjá kappanum og því óþarfi að efast um hans hæfni að ná í leikmenn sem styrkja liðið.

  Hverjir hafa farið
  Jordan Ibe – ekkert að gera í dag
  Skrtel – hans tími var kominn
  Benteke – ekki Klopp framherji og er lítið að gera
  Joe Allen – fannst hann fín en er bara ágætur í dag
  Sakho – er ekki að eiga merkilegt tímabil með Palace og oftar en ekki meiddur
  Coutinho – Stjarnan okkar farinn.

  = Liðið okkar er sterka eftir komu Klopp og á bara eftir að verða betra

 33. #33 Skil ekki hvernig þú færð það út að Wijnaldum sé mjög solid spilari. Solid spilari er leikmaður sem er áreiðanlegur viku eftir viku en ekki leikmaður sem gjörsamlega hverfur í útileikjum liðsins.

 34. Búnir að fá alltof fá mörk frá miðjunni okkar í vetur. Í deildinni hafa Henderson, Wijnaldum, Can, Milner, Chamberlain og Lallana skorað sex mörk samanlagt í vetur. Miðjumaður Watford, Abdoulaye Docouré, hefur einn skorað sex mörk í deildinni í vetur. Morgunljóst að við verðum að fá meira frá miðjunni okkar. Bæði varnar- og sóknarlega.

 35. af hverju eru menn að tala um að sturage sé komyn yfir sitt besta, hann er miklu betri en Ings og Solanke, ef hann fengi að spila reglulega er ég viss um að hann væri svona 20 marka maður, vandinn er að hann veit ekki hvað vörn er, en Klopp vill að vörnin byrji á fremsta manni, veitir reyndar ekki af miðað við hvernig hún er, en Klopp telur sig bara ekki hafa neitt að gera við mann sem getur ekki tekið þá í pressunni, svo enfallt er þetta.

  að þessu sögðu, þá er það stórkostlega misgáfulegt að bæta ekki við leikmanni eftir að hafa losað sig við tvo landsliðsmenn í sterkum landsliðum.

 36. Verðum að láta Matip fara hann skorar ekkert miðað við spilaðar mínútur djöf….:-)

 37. Verðum við ekki að slíta bara Origi frá lánssamninginum og prófa hann aftur ?

 38. Bara hafa þessa dúdda ekki saman á miðjunni í kvöld …Wijnaldum og Can. Can er nú búinn að vera jafn lélegasti í allan vetur. Klopparinn þarf að finna góðan sem getur spilað sem varnarsinnaður miðjumaður, höfum engan og enginn sem við höfum hefur vit til að spila þessa stöðu. Það er allt sem lekur í gegn á þessu svæði sem verður til þess að við fáum á okkur mörk…miðjan er ekki að halda !!!! j. Barton er með þetta, búinn að reikna klopp út,,,hræsnari.. ???

 39. Er ekki stóra málið að á meðan við sitjum í 4 sæti, áfram í CL og dottnir úr 2 bikarkeppnum þá seljum við einn okkar besta sóknarmann, kaupum 1 í vörn og lánum 2 aðra frá okkur.

  Er það merki um að árangur fram að þessu sé nógu góður?
  Að vandinn sé ekki þessir sem eru farnir, heldur að nóg sé að bæta í sóknina til þess að halda 4 sætinu?

  Er ekki alveg að átta mig á þessu plani.

 40. Það er greinilegt að menn sem eru sáttir með þetta vita ekki hvað samkeppni um stöður hafa mikil áhrif á lið.

 41. Úff hvar á að byrja,
  það er ljóst að metnaðurinn er ekki í titlasöfnum,hann virðist bara vera að koma út í STÓRUM plús í hverjum glugganum á fætur öðrum og það er orðið hreint vandræðarlegt að horfa á eins metnaðarfullann mann eins og Klopp þurfa að sitja fyrir eins og aumingi og segja á blaðamannafundum að það þurfi ekkert að styrkja liðið,á meðan FSG treður út vasana.

 42. Er hægt að ætlast til þess að á meðan Liverpool er alltaf í plús peningalega eftir hvern einasta glugga að Klopp geri endalaus kraftaverk. Liverpoll er eina liðið í topp sex sem er í plús peningalega og það um 34m Punda síðan sumarið 2016. Á sama tíma er Man City 283 og Man Utd 238 í “mínus”.

  Samlíkingin að selja iphone og kaupa 2 faxtæki og eitt píptæki var ansi góð en það gerðum við þegar við seldum Suarez. Við verðum að trúa að það sé í gangi langtíma plan til að ná í leikmenn sem eru peningana virði, ekki stökkva bara á eitthvað.

 43. Marhez til city ! Alveg ljóst að klopp er ekki starfi sínu vaxinn ! Við erum veikari en við vorum fyrri hluta tímabils a meðan Arsenal er að koma a fullu i baràttu um topp 4 með sínum signum.
  Ef við styrkjum ekki liðið þa munum við 100% missa af topp 4

 44. Marhez er sko ekki Liverpool kall. Hann er teknískur og ógnandi en vinnusemi er eitthvað sem hann kannast lítið við. Klopp hvort sem menn eru ánægðir með hann eða ekki vill ákveðna tegundir af leikmönum og vinnusemi er það sem einkennir alla þá leikmenn sem hann kaupir.

 45. Og núna er verið að tala um að Chelsea séu að fá Giroud hann er kanski ekki týpa fyrir Klopp heldur bara gaur sem skorar mörk og svona?

 46. Só what. Ef Klopp segir honum að pressa so be it. Mahrez er fáanlegur fyrir 40-50mp og er vanur ensku deildinni plús hann mætti spila í meistaradeildinni. Finnst þetta galið að kaupa engann fyrir Coutinho. Sæum við Chelsea eða City selja Hazard eða De Bruyne og bara jæja ekkert mál

 47. Ég bara fatta ekki hvað er í gangi hjá Liverpool. Losað við mannskap en ekkert fengið í staðinn.

 48. Giroud – Þið eruð að tala um stóra kallinn hjá Arsenal sem er oftar en ekki á bekknum hjá þeim, hreyfist varla og vill fá háabolta inn í teig.

  Þetta snýst nefnilega allt um kerfið sjálft. Að skora mörk fyrir liverpool er það vandamál í flestum leikjum? Svarið við því er NEI
  Að fá á sig mörk er það vandamál? Svarið við því er JÁ

  Klopp vill pressa og mikla vinnslu framávið og reyna að vinna boltan framarlega á vellinum leikmenn eins og Marhez og Giroud eru ekki þannig leikmenn.

  Leikmaður eins og Sanchez væri fullkominn fyrir liverpool með sinni vinnslu og dugnaði en því miður er Liverpool ekki í þeiri stöðu að geta borgað leikmanni hátt í 500þ pund á viku.

  Ég er á því að mörkinn munu halda áfram að koma þótt að þau komu ekki gegn Swansea þar sem liðið fékk samt fullt af færum og við skoruðum aðeins tvö mörk gegn WBA (klúðruðum víti) og við skoruðum fjögur gegn Man City – allt þetta án Coutinho (sem hefði reyndar aldrei spilað Man City né Swansea leikinn útaf meiðslum).

  Það eru enþá fullt af mörkum í okkar liði en því miður eru líka fullt af mörkum á okkur og þar vonar maður að Dijk geti hægt aðeins á markaskorun þeim megin á vellinum án þess að það kosti okkur að við sækjum eins mikið og við höfum verið að gera.

  P.s maður vill engin panic kaup aftur eins og Carroll þegar við seldum Torres, þau gera engum gott.

 49. ég fíla langtímahugsun Klopp. Ekki kaupa leikmenn sem eru ekki fyrsti valkostur, Hver man ekki eftir Carroll, Balotelli og fleiri panic kaupum sem tók okkur nokkur ár að losna við.

  Við eigum 14 leiki eftir í deildinni og 2 í meistaradeild ég treysti þessum hóp alveg til að klára það. Byrjum á því að vinna Hudderfield í kvöld. 🙂

 50. Meeeeeee mmeeeeee það eru margir sauðir sem eru að hjálpa liðinu sínu með jarmi þessa dagana!

  YNWA . 😀

 51. Nr. 51
  Gott og blessað að virða þessa lantímaþolinmæði félagsins, en undirbúningsvinnan er í molum ef þeir samþykkja að selja Coutinho og bíða fram á sumar að fá mann í staðin. Liverpool með enga Evrópukeppni náði Meistaradeildarsæti í fyrra með eins stigs mun. Það má EKKERT útaf bregða.

 52. Dýrasti varnarmaður settur á bekkinn núna.

  Liverpool team: Karius, Gomez, Matip, Lovren, Robertson, Can, Henderson, Milner, Salah, Mane, Firmino.

  Substitutes: Mignolet, Alexander-Arnold, Van Dijk, Wijnaldum, Oxlade-Chamberlain, Ings, Solanke.

 53. ég held að Daníel sturridge eigi eftir að koma okkur óþægilega á óvart

Upphitun: Huddersfield annað kvöld

Liðið gegn Huddersfield