Podcast – Liverpool rússíbaninn á fullri ferð

Það er aldrei lognmolla í kringum Liverpool og höfum við stuðningsmenn heldur betur farið bæði hátt upp og langt niður í þessari viku. Þetta kemur sér allt sama vel fyrir okkur sem erum að reyna halda úti vikulegum podcast þætti enda af nægu að taka. Fengum engan annan en Hörð Magnússon til að vera með okkur að þessu sinni.

Kafli 1: 0:00 – 15:45 – Intro og áhrif Coutinho
Kafli 2: 15:46 – 21:16 – Hvaða skilaboð sendir salan á Coutinho?
Kafli 3: 21:17 – 30:36 – Eftirmenn Coutinho (Janúarglugginn)
Kafli 4: 30:37 – 59:16 – Everton, Van Dijk, Firmino og Colgate og Sammy Lee
Kafli 5 – 59:17 – 1:06:30 – Man City og lokaorð

Man

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Hörður Magnússon íþróttafréttamaður hjá 365.

MP3: Þáttur 179

29 Comments

 1. Eins langt og það nær, þá er salan á kutanum jákvæð, góður penge, en kannski fyrst og fremst, þá vonandi verður settur aukinn hraði í liðið. VVD er partur af því dæmi, Lean Goretzka gæti einnig komið sterkur inn í þetta lið, svona Klopp gæi út í gegn. Sjáum til.
  YNWA

 2. Flott prodkast.

  Mér finnst lítið talað um það að Liverpool var að sigra stóra sigra með aðeins þrjá af þessum fjórum gæðaleikmönnum sem við höfðum áður en Coutinho fór. Núna þegar leikjaálagið hefur minnkað eru meiri líkur á að við getum stillt þeim öllum upp nánast í hverri viku út tímabilið og það eru svo sannarlega góðar fréttir fyrir mig.

  Ég trúi því líka að þegar menn eins og Coutinho fer er það tækifæri fyrir aðra leikmenn að stíga upp. Ég hef fulla trú á því að það gerist. Annars er ekkert að marka mig. Glasið er alltaf hálf fullt hjá mér 🙂

 3. Sælir félagar

  Takk fyrir góðan þátt og skemmtilegt spjall. Höddi Magg kemur vel inn í þetta og mætti vera oftar með.

  Það er nú þannig

  YNWA

 4. Sæl og blessuð.

  Kop-hlaðvarpið stendur alltaf fyrir sínu.

  Annars er Sverrizspáin í upphafi árs svohljóðandi:

  Janúarglugginn:

  VvD (75 mills (ok. spáð í fortíðina))
  Keita (umsamið kaupverð+15 mills fyrir viðbótarönn (sanngjarnt í ljósi óðaverðbólgu frá því að samningar voru fyrst undirritaðir))
  Alisson (25 mills)

  Sumarglugginn:

  Tveir þýskir miðjumenn

  Vorönnin:

  Taplausir og lendum í öðru sæti
  Úrslitaleikur í Meistaradeild tapast í vítaspyrnukeppni
  Bikarmeistarar.

  Áframhaldandi lægðagangur yfir landinu, kjaradeilur á vinnumarkaði og líkur á góðum árangi sumargotssíldarinnar.

 5. Var ekki Coquelin dúndur def-midf ? .. Hefði alveg viljað fá hann. Wenger kannski ekki spenntur að selja hann til keppinauta. Skil nú ekki að Arsenal geti ekki notað hann.

 6. Ef þú getur fengið markmanninn Allison á 25 milljónir frá Roma og er í brasilíska landsliðinu á undan Ederson, þá sonur sæll, lætur þú Trumparann fölna í samanburði.

  Held að 50 myndu ekki duga, annars væri örugglega búið að kaupa hann. Annars þurfum við bara að redda einhverjum skandinava í markið. Þeir eru bestir í handbolta og því ekki fótbolta. P.Schmeichel hefur allavega vinningin besti markvörður ever á eftir B.Grobbelaar.

 7. Drulla sér líka að bjóða Can sóðalegan samming og segja þessum ítala drasli að vinsamlegast að fuck off.

 8. #6 einfalda svarið við því er nei langt í frá að vera nógu góður fyrir eitthvað af toppliðunum

 9. Var annar sissoko að spila fyrir Liverpool en momo?
  Hver er ali sissoko ?

 10. Ég gef nú ekki mikið fyrir Purslow brúðuna …. Enda var hann í raun bara aðkeyptur andskoti á tíma Hicks og Gillette en þó kom því til leiðar að selja klúbbinn. Seinna gerðist hann málpípa hjá Chelsea eða þá skósveinn Róman …

  En ég er alveg hjartanlega sammála því að það er sjónarsviptir af Kútinió en hann er ekki krúsíal leikmaður. Hann er 60% available og hverfur mjög reglulega. Við eigum í dag nokkra leikmenn sem geta stigið upp í hans “tóm”, en enginn þeirra leysir það hlutverk eins og Kútiníó.

  Ef við ætlum okkur að liðið geti fengið framþróun þá þurfum við markmann og meir að segja blindir menn sjá það. Hendó hefur klárað sjensana sína og Milner er fínn squad player. Can er spurningarmerki og Keita er spennandi. Mögulega þurfum við því annan mann sem Ox gæti orðið og kannski einhver nýr og spennandi.

  Svo treysti ég Klopp til þess að stoppa í götin, hann finnur þá sem vantar en það kemur kannski ekki alveg strax. Munum það að Klopp er að taka klúbbinn áfram í nokkruð stórum og öruggum skrefum og við verðum að hafa smá þolinmæði.

  Só:
  Keep Calm and Trust Klopp 🙂

  YNWA.

 11. Finnst ekki líklegt að Thomas Lemar sé á leið til Liverpool. Hann er ekki að bæta neinu nýju við og rugl að setja allt að 100 milljón euros í óreyndan mann sem spilar svipað og Keita, Mane, Firmino, jafnvel Lallana. Þetta eru allt lágvaxnir kappar sem eru duglegir að hlaupa línur og krossa og geta tekið boltann á tánum upp að teig og inní, og geta tekið þríhyrninga á ljóshraða. En það þarf ekki að hafa alla þannig leikmenn í heiminum í einu liði.

  Það sem vantar er stæðilegri leikmaður sem hefur hraða og smá tækni (sorrí Hendo) og er ungur og getur lært kloppísku. Nútíma Gerrard. Goretzka er auðvitað maðurinn — hann getur spilað teig í teig, sent í opið pláss hægri og vinstri án þess að taka 20 mínútur (sorrí Hendo) og getur klárað fyrir framan markið með fótum og skalla (sorry Hendo).

  Hvort það er hann, eða annar slíkur, þá er þannig maður það sem við þurfum til að bæta liðsheild með brottför Coutinho. Can á dag og dag þar sem hann hefur þennan hraða, en ekki nógu marga. Milner, Hendo, WIjnaldum eru allir ágætir sem squad players, en þeir eru ekki hryggjarstykki í stórliði. Okkur vantar miðjumann sem er í sama klassa og framlínan og nýji hafsentinn. Coutinho var það að sumu leyti — en hann var samt ekki alltaf að spila sína náttúrulegu stöðu nema þá daga þegar Can og Hendo voru með góða yfirferð saman. OC er spurningarmerki — en það er engin glóra að líta á hann sem tryggan framtíðar miðjumann í heimsklassa–hann er líklegastur til að verða áfram það sem hann hefur verið hjá Liverpool, svona squad player plús.

  Traust vörn, sterk miðja, hröð sókn. All you have to do is play football.

 12. Mín pæling er hvort ekki eigi að setja smá púður í að ná í Keita til að venja hann við í vetur og nýta þann mannskap sem er til staðar fram á sumarið. Það mun alltaf kosta Liverpool fullt af peningum ef á að reyna við alvöru target í þessum stutta glugga og hætt við að það verði einhver keyptur á uppsprengdu verði bara til að kaupa. Við eigum fullt af frambærilegum leikmönnum sem ættu að fá sénsinn tel ég en líklega er Herr Klopp betur til þess fallinn en ég að stýra þessu !

 13. Fáum Lúkas til baka sem sáluhjálp fyrir Firmino.
  Leikurinn LIV – Manc. 3-1.

 14. Liverpool var að fá haug af peningum. Ef þeir fara að reyna að semja um kaupverð mun gagnaðilinn alltaf vita “þeir þurfa að flýta sér að ná inn nýjan mann fyrir lok gluggans til að nota þennan pening, og þeir eiga ógeðslega mikið”, og við fengjum varla leikmenn á sanngjörnu verði – því mótaðilinn veit að hann getur pressað verðið upp ansi hátt. Mér finnst hópurinn alveg nógu góður, og Liverpool ætti bara að bíða og finna nýja leikmenn í sumar, nema eitthvað mjög gott dæmi sé í boði, t.d. markmaður sem væri elítu markmaður sem væri hægt að fá. Nýr maður þyrfti hvort sem er tíma til að aðlagasta og læra á kerfin o.s.frv.

 15. Áhættusamt að ætla treysta á að okkar menn stígi 100% upp fyrir Coutinho ég veit að þessi hópur er góður og við eigum fullt af góðum leikmönnum en við styrktum vörn en urðum veikari sóknarlega , sá sem heldur að við séum ekki veikari sóknarlega eftir brottför Coutinho er bara plata sjálfan sig.

  En kanski þarf heldur ekki að skora 3-4 mörk í hverjum leik eins og áður þegar vörnin lak eins og gatasigti þannig að þetta verður vissulega athyglisvert hvernig framhaldið verður sérstaklega ef við nælum ekki í neinn annan en VVD.

  Hefði viljað sjá allavega 1 inn til viðbótar en þá aðeins ef það hefði verið maður sem væri það góður að hann færi nánast beint í byrjunarliðið það eru ekki margir þannig á lausu og þá aldrei fyrir neitt nema sturlaða upphæð.

  Þannig maður tekur undir með öðrum ræðumönnum hér að það er kanski best að bíða til sumars í stað þess að gera eitthver silly kaup á yfirsprengdu verði.

 16. Þetta er tekið upp úr mbl.is skot af síðunni hjá þeim fyrir líklegum,byrjunarliðum á sunnudaginn !!
  ég ætla að vona þetta verði svona þá vinnum við þetta pottþétt þar sem samkvæmt mbl munu cyti líklega hvíla marga og spila með 8- 9 leikmenn 🙂 djöfuls rusl eru þessir miðlar að verða.

  Li­verpool: Mignolet; Gomez, Van Dijk, Lovr­en, Robert­son; Oxla­de-Cham­berlain, Can, Milner; Salah, Fir­mino, Mané.

  Manchester City: Eder­son; Wal­ker, Ota­mendi, Stones, Dani­lo; Ke Bruyne, Fern­and­in­ho, Silva.

 17. Uss! Þetta leit ekki vel út!

  Vona að Rhian Brewster sé ekki alvarlega slasaður…

 18. Keita á leiðinni segir fotbolti.net
  Skrifar undir á sunnudaginn ekki slæmt ef satt reynist

 19. Alltaf þarf manni að líða eins og veðurkerfinu við að fylgjast með Liverpool. Hæðir og lægðir.
  Keita kannski að detta inn. Verra að Rhian Brewster var borinn útaf.
  Vonandi ekki fótbrot.
  Hef fylgst með honum síðan 2016 og finnst hann hafa allt til að verða top striker.
  Tap fyrir City í 23ja.
  Hæð mun þó leggjast yfir á sunnudag.
  YNWA

 20. Klopp segir:

  ,, við fjárfestum öllum 146 milljónunum í leikmannahópinn, en við gætum þurft að nota sumargluggann”

  Þarna talar mikill taktíker sem veit að ef hann fer strax á markaðinn þá verður asking price tvöfalt. Við erum heppnir með þennan leiðtoga sem við höfum og hann er sannarlega að gera Liverpool samkeppnishæft á ný.

  No panic just logic!

 21. Takk fyrir frábært hlaðvarp!
  Meistari Klopp er ekki bara schnillingur heldur er hann líka maður fólksins, ekki hrokafullur skíthaus eins og scums hafa ?

Hvað næst?

City menn mæta á Anfield á sunnudaginn