Coutinho til Barcelona (Staðfest)

Liverpool er búið að staðfesta sölu á Coutinho og að hann fari í læknisskoðun hjá Barcelona


Liverpool er búið að taka tilboði Barcelona í Coutinho! 6.janúar alveg eins og auglýsing Nike sagði til um!

Höfum það alveg á hreinu að Liverpool er hérna að selja einn af sínum bestu leikmönnum eins og verðmiðinn gefur til kynna. Þessi sala mun mjög líklega koma niður á liðinu út þetta tímabil sama hvað kemur inn í staðin því svona gæði eru ekkert á hverju strái. Ótrúlega vond tímasetning fyrir Liverpool sem virðist vera láta undan pressu Barcelona og leikmannsins. Jurgen Klopp þarf að útskýra þetta fyrir okkur, svo mikið er ljóst því hann hefur úrslitaatkvæði þegar kemur að svonalöguðu, FSG selur ekki svona mikilvægan leikmann nema með samþykki stórans, hann labbar líklega út samdægurs daginn sem það gerist. Klopp er líka sá sem veit hvernig Coutinho er innan liðsins og þarf að meta hvort honum sé stætt að nota hann mikið lengur miðað við hvernig hann hefur hegðað sér. Verum ekkert að reyna fegra þetta, Coutinho hefur gefið algjöran skít í Liverpool í þessu máli.

Klopp ræður algjörlega ferðinni í þessu máli og hugur leikmannsins hefur ekki farið leynt undanfarið. Coutinho á nákvæmlega ekkert inni hjá stuðningsmönnum Liverpool og því sem hann verður gleymdur hjá Liverpool því betra. Við höfum misst betri leikmenn en þetta en engan á nálægt því svona háu verði. Coutinho fór fram á sölu fyrir fyrsta deildarleik í fyrra, fór í verkfall út ágúst og neitaði að spila í umspilsleikjum Meistaradeildarinnar. Jurgen Klopp hefur ítrekað sagt að svona leikmann vilji hann ekki hafa í sínum liðum og líklega er engin húmor fyrir því núna að byrja sömu sápu upp á nýtt. Liverpool fær sitt toppverð virðist vera.

Nú deyr vonandi mýtan um að janúarmarkaðurinn sé svo rosalega erfiður því að þau rök virðast greinilega ekki eiga við þegar kemur að sölu á bestu leikmönnum Liverpool. Torres og Coutinho hafa báðir farið í janúarglugga og Suarez og Sturridge komið í janúar svo dæmi sé tekið. Nú þarf að svara með svipuðum gæðum í staðin. Sem dæmi væri Lemar og Van Dijk í janúar fyrir Coutinho ekki endilega veiking á liðinu.

Hvað Liverpool gerir núna er það sem skiptir öllu máli, það er einfaldlega ekki í boði að samþykkja sölu á Coutinho og vera ekki með neitt tilbúið í staðin. Það er ekki í boði að endurtaka sömu sögu og þegar liðið seldi Suarez og endaði með Balotelli og Lambert í staðin. Liverpool átti alveg pening fyrir og það er hægt að gera helling fyrir 142m og þá er ég ekki endilega að tala um kaup á like for like leikmanni sambærilegum Coutinho. Það má styrkja fleiri stöður. Markmaður Roma er t.a.m. mjög heillandi í augnablikinu, Mahrez hjá Leicester, varnartengiliður o.s.frv.

Þetta er ógeðslega svekkjandi niðurstaða og ömurleg tímasetning sem erfitt er að skilja frá sjónarhóli allra sem að málinu koma, horfandi á þetta svona utanfrá, við vitum ekkert hvað hefur gengið á innan herbúða Liverpool. Hinsvegar treysti ég félaginu betur en oftast áður að fylla þetta skarð. Kaup á Van Dijk og Keita sendi öll réttu skilaboðin til stuðningsmanna og annarra stjarna liðsins en á móti er hægt að segja að sala á Coutinho, enn einni stórstjörnu Liverpool undanfarin ár sendir öll röngu skilaboðin. Þetta þarf að koma í janúar og helst hefði maður viljað fá fréttir af þessu áður en Coutinho var seldur.

Miðað við hvernig janúar byrjar hjá Liverpool á leikmannamarkaðnum virðist janúar 2011 ætla að verða eins og sýnishorn af glugganum nú. Liverpool á a.m.k. að gera næst, það er ljóst.

Þetta sýnir ágætlega hvaða leikmann við erum að missa en segir samt ekki alla söguna enda hafur hann verið mun öflugri undanfarið ár en árin fjögur þar á undan.

FSG hefur sett pening sem kemur úr leikmannasölum aftur í liðið og rúmlega það. Liverpool er sannarlega komið með inneign núna ef þessar fréttir eru sannar!

112 Comments

  1. Hefðu Chelsea selt Hazard í janúar? Hefðu Utd selt Pogba í janúar? Hefðu City selt De Bruyne í janúar? Aldrei. Þetta er orðið rosalega þreytt að geta ekki staðið í lappirnar. Hefði alveg sætt mig við að selja hann í sumar en ekki á miðju tímabili.

    Það er eins gott að klúbburinn svari þessu eins og skot!

  2. Fáránlegt að selja hann núna, eins gott að það komi einhver í staðinn

  3. Ég er sannfærður um að það kemur leikmaður fyrir City – leikinn. Hann verður af dýrari gerðinni. L’pool er ekki lengur á sama stað og þegar það seldi Torres (keyptu reyndar Suarez en tóku Andy Carroll með) og það virðast ekki vera jafn lausar skrúfurnar og þegar forráðarmenn liðsins sönkuðu að sér misgóðum leikmönnum fyrir Suarez-peninginn.

  4. Það þarf ansi magnaðann leikmann til að fylla þetta skarð. Sé ekki að það gerist í bráð. Þurfum kannski að venja okkur við svona scrap eins og við höfum séð í undanförnum leikjum.

  5. James Pearce hjá Liverpool Echo staðfestir einnig. Þá er þetta orðið að veruleika.

  6. Ææii jæja lífi heldur víst áfram en það verður tæplega eins skemmtilegt að horfa á okkar menn.

  7. Það er ekki eins og að við séum að missa mann sem hafi unnið eitthvað með okkur eða dregið vagninn á ögurstundu og skilað titlum í hús!!

    Maður kemur í manns stað og við fáum inn e-h sem hefur það quality sem okkur vantar.
    Eins flottur fótboltamaður og PC er,þá hefur hann ekki þennan stöðugleika sem okkur vantar en Klopp mun finna hann.

    Farvel and goodbye….

  8. Sæl og blessuð.

    Á góðum dögum hefur Coutinho verið leikbreytandi, stórbrotinn spilari, gæddur töfrum og miklum gáfum. Á öðrum dögum hefur hann verið ósýnilegur, útreiknanlegur og reyndar oft meiddur.

    Lífið heldur áfram og við fáum mögulega alvöru stríðsmann í raðir okkar í staðinn.

    Deyr fé, deyja frænkur.

  9. Þetta eru vondar fréttir og en einu sinni missir Liverpool sinn besta leikmann og spurning hvað þeir gera í staðinn.

  10. Kaupa MAHREZ og AUBAMEYANG í kvöld og við verðum með betra lið en þegar Coutinho var í liðinu…

    Núna er eins gott að eitthvað gerist og það í gær

  11. Hefði viljað sjá klùbbin standa ì lappirnar og segja þù getur samið við Barca um að þù farir þangað ì sumar og hjálpað okkur að klára tìmabilið með sæmd en ef þù ætlar að vera með skæting getur þù lìka bara æft einn og spilað með unglingunum.

  12. eitthvað 40m addons bullshit hvaða rugl er þetta útsölu samningakjaftæði

  13. Þetta er ömurlegt maður var að vonast til að við gætum haldið honum fram á sumar en svona er þetta og við fengum toppverð fyrir hann og spurning hvort að við getum ekki notað það til að fjárfesta í janúar.

    Coutinho er ekki mikilvægasti leikmaðurinn sem við höfum misst en hann er samt heimsklassa leikmaður sem verður saknað en núna verðum við að treysta á Salah, Mane, Firminho, Lallana, Ox, Sturridge og Solanke geta haldið áfram að ógna marki andstæðinga og vonand bætist við eitt nafn á þennan lista í janúar.

    Coutinho er samt ekkert Liverpool legend hann hefur ekki hjálpað okkur að vinan neitt þrátt fyrir góð tilþrif og flotta leiki.
    Hann hefur spilað 152 deildarleiki í enskuúrvaldsdeildinni og skorað 41 mark í þeim .
    Hann hefur spilað 49 leiki í öðrum keppnum og skorað í þeim 13 mörk

    Við munum sakna kappans en það er líka ágæt að geta horft fram á við án hans þar sem þessi saga var orðinn dálítið þreytt og það er aldrei gott að hafa leikmenn í liði sem vilja ekki spila fyrir það.
    Fótbolti er liðsíþrótt og við erum enþá með sterkt lið og ég tel að við höldum áfram að standa okkur á öllum vígstöðum og ég tala nú ekki um með heimsklassa miðvörð mættan á svæðið en varnarleikur hefur verið okkar veikleiki á meðan að sóknarleikurinn hefur oftar en ekki verið okkar styrkleiki og tel ég að það verður engin breytting á þótt að Coutinho sé ekki á svæðinu.

  14. Jæja búið að selja okkar besta mann og það mann með 4 ár eftir af samning, hefði viljað sjá Liverpool reyna að fylla þetta skarð og selja svo á sýnum forsendum, ekki selja og fá ekkert í staðinn eins og stefnir í

  15. Ekki gott en þegar leikmenn vilja ekki spila hjá okkur þá er best að fá sem mest fyrir þá. Það er nokkurn veginn að takast núna, held ég.

    Ég efast ekkert um að Klopp sé með aðra klára til að ná í. Goretzke og Mahrez takk!!

  16. Klúbburinn er að taka rosalega áhættu ef þeir bregðast ekki strax við þessu með kaupum á sterkum leikmanni / leikmönnum. Það er ansi mikið undir hér og við höfum séð það í undanförnum leikjum að það er gríðarlega mikill munur á liðinu með eða án Salah og Coutinho.

    Neita að trúa þeim orðrómi að þetta hafi allt verið fyrirfram ákveðið fyrir löngu síðan, þ.e. að kaupin á Virgil hafi verið fjármögnuð með sölunni á Kút og að eigendur ætli ekki að versla meira í janúar. Svakalegt gambl ef svo er og gæti reynst okkur dýrkeypt í lok tímabils.

  17. Haha við að gera það nákvæmlega það sama við Southamton og menn froðufellandi hér!! Við erum svo að fara að púlla þetta á önnur lið strax á morgun. Klopp verðir ekki að útskýra neitt fyrir okkur. Eina ábyrgð hans er að skila góðum úrslitum. Aðeins að róa sig. Maðurinn hafði engan ahuga a að vera áfram og mögulega var buið að “semja” um þetta allt í sumar (klárum þetta í byrjun næsta glugga svo við getum verslað).

    Klopp og co eru með plan…. slaka á.

    Liðið verður betra skipað mönnum eins og VVD sem VILJA OG ÞRÁ að spila fyrir okkur og fyrir framan Kop en ekki mönnum sem vilja sól og Paellu.

    Að menn seu bara að efast eitt augnablik…. 142 mills!!!!

  18. virgil er kominn og hann er búinn að vinna einn leik fyrir okkur. næsti maður inn mun að sjálfsögðu kosta formúgu. ekki gleyma því að meðtöldum coutinho er can að fara og firminho fer í 5 leikja bann, það er skrifað í skýjin fa er að setja stamp á rasisma og hjá þeim þýðir hórusonur rasísk ummæli

  19. Það sem ég er hræddastur um er að Firmino missi leikgleðina þegar Coutinho er farinn.

  20. Svo er spurning hvaða leikmaður vill fara næst Firmino, Mane eða Salah?

  21. Seljann núna, svo vinna CL það yrði fokkjú merki í lagi ??

    Að öllu gamni slepptu þá er þetta eins ólógískt fyrir alla aðila eins og það getur orðið.

    Piff

  22. Hversu lengi getum við notið þess að hafa Salah? Koma Real inn með risatilboð í sumar eða janúar 2019?

  23. Nátturulega topp leikmaður en þetta er mikill peningur og það ætti að vera hægt að fá einhvern í staðinn og kannski lét FSG hann fara því þeir vissu af öðrum möguleikum sem voru í boði. Ég hef alltaf sagt að ég væri til í að láta hann fara fyrir mikla fúlgu og að hann sé orðin næst dýrasti leikmaður sögunar segir mér að það hafi verið mikil fúlga.

  24. Ég bara ÞOLI það ekki að Liverpool sé einhver feeder club fyrir lið eins og Barca og Real, ANDSK sjálfur. 🙁 Liverpool þarf að fá mann/menn í staðin fyrir Kút núna strax í janúar ! Draxler,Lemar,Mahres eða Goretzka. Drífa sig í þessu !

  25. flott mál,,mín skoðun er sú að þetta er ofmetinn leikmaður sem átti sína spretti hjá okkur. höfum menn til staðar og kannski verður keypt sem er bara +. betra væri þá að kaupa markmann. Eins má reyna selja Can núna líka, losa okkur við epalinn. þetta á bara eftir að batna. 2018 byrjar vel,,,,,, koma svo,,

  26. Þarna vorum við að selja okkar besta leikmann í janúar í bullandi séns um 2 sætið í deildinni og liðið á góðu róli. Þótt að Salah skori meira er Coutinho betri leikmaður. Þetta er orðið algjörlega óþolandi

  27. Sko, hvernig á að halda í leikmann sem vill fara, sama hvað? Kúturinn á þetta allt skuldlaust. Hann ætlaði sér ekki að spila fleiri leiki fyrir klúbbinn. Hann er ekki ómissandi. Hann sökkar. Klúbburinn sem hann fer til sökkar.

  28. Farið hefur fé betra. Þessi krakki er búinn að haga sér sem slíkur í þessu máli, eins og frekur krakki.

    Transfer request degi fyrir mót, verkfall og fýla í umspili meistaradeildar, svona menn eiga ekki heima hjá Liverpool en þrífast einmitt vel í spænsku deildinni (Ronaldo, Pepe, Ramos osfr)

    Takk fyrir túkall, gleymum honum á morgun, notum aurana vel, nýjan markmann og varnarmenn takk. Nóg af efni fram á við.

    YNWA

  29. Það er að sjálfsögðu fúllt að hann vilji ekki spila fyrir okkar ástkæra lið. Ég treysti hinsvegar Klopp fullkomlega í þessum málum!
    Lemar mun hafa afþakkað sölu til Arsenal í sumar. Ég spái því að hann sé á leiðinni. Er möguleiki að Keita komi fyrr?? Hvorugur þeirra mun að vísu geta spilað î meistaradeildinni.

  30. Þeir eru til margir tuskubellirnir.
    Og hvað svo, miðvörður fyrir pc? Hvernig á að skapa marktækifæri í meistaradeildinni og jafnvel öðrum keppnum? Á milner að covera þetta?
    Vonandi er klopp búinn að ganga frá einhverju dleiru sem og með eitthvað í pokahorninu.

  31. Við erum bara Southampton 2.0 feeder club fyrir Real og Barca.
    LFC á að vera klúbbur sem menn eiga dreyma að spila fyrir ekki stökkpallur fyrir spænsku risana

  32. held satt að segja að liverpool hefði átt að samþykkja þetta tilboð með því að hann færi í sumar.

    kæmi mér ekki á óvart að það sé niðurstaðan, hann sé að fara í medical og alles en spili út leiktíðina, finnst svo furðulegt að klopp segi að hann sé tilbúinn fyrir city leikinn.

  33. Hann kom á 8 milljónir punda fyrir 5 árum. Það er ágætis ávöxtun ! Þetta endalausa gluggadrama hefur líka áhrif á liðið. Því er bara besta mál að losna við hann, jafnvel þó það sé janúar.

  34. Hann spilaði vel þegar hann þurfti að viðhalda áhuga Barcelona. Það var hans besti tími með Liverpool.

  35. En ný erum við að missa einn af okkar bestu mönnum 🙁 og hvað næst Salah til Real Madrid í sumar?

    Það hlýtur að við fáum Lemar nú í jan eða sem valkost tvö Mahrez til að brúa bilið.

    Óþolandi að massa okkar menn og mun alltaf tefja okkar uppbyggingu.

  36. Þessi gæti nú alveg hjálpað til, kaupa hann (Lemar) núna;
    https://www.youtube.com/watch?v=it6u0nhRaA4

    Síðan er Mahrez alveg þokkalegur, væri mjög til í hann fyrir 40 m;
    https://www.youtube.com/watch?v=-_PL201GIBM

    Ef þessir klikka, þá mætti nú fá Aubameyang;
    https://www.youtube.com/watch?v=rdWVorPSdM8&t=112s

    Goretzka á frjálsri sölu, væri frábær kostur;
    https://www.youtube.com/watch?v=kCckj7OFICU&t=3s

    ok, þetta eru ákveðnir draumórar, en þessir væru allir góðir kostir, og ég læt mig dreyma um að Liverpool nái í tvo af þessum.

    Tek svo undir það sem nefnt er hér að ofan, Kútur vill ekki spila með liðinu, og slíkir menn eru ekki góðir í liðsíþrótt, og þá er gott að fá allavega fullt af pening fyrir þá, sem á við hér.

    Þetta verður flott, Klopp gerir eitthvað gott úr þessu :).

  37. Sammála mörgum öðrum hér, Liverpool hefði átt að standa í lappirnar og ekki taka í mál að selja fyrr en í sumar. Liðið er frábærlega mannað, loksins komið með heimsklassa miðvörð og þá er besti leikmaður liðsins seldur og það í janúar.

    Eins og Krulli kemur inn á þá eru ekki hin toppliðin að selja sína bestu leikmenn í janúar. Liðið var á hraðrir leið með að verða liklegt í 2. sætið en núna eins og málin standa í dag verður Liverpool að keppa um 4-6 sæti. Heilinn í frábærum sóknarleik LFC er seldur og við það mun liðið taka 2 skref aftur á bak.

    Það er eins gott að Liverpool nái að semja við Can.

    Fokking fokk.

  38. Takk fyrir Kútur stundum varst þú góður enn þú varst líka oft tíndur.

  39. Þetta er rosalega mikill peningur.
    Það er hægt að styrkjast helling fyrir þennan pening.
    Við vinnum ekki deildina þetta árið en gætum komið feikisterkir inn á næsta.
    Mahrez og annar inn í janúar og við verðum sterkari rest af tímabilinu og tökum einhvers staðar dollu.
    YNWA

  40. Æji mér er eignilega strax orðið sama um hann því ég er svo peppaður fyrir Van Dijk!

  41. Sjáum til þar til allt er staðfest, nb fyrirsögnin segjir óstaðfest. Drengurinn er ekki með öllum mjalla, á góðum degi myndi LFC rassskella Barca.
    YNWA

  42. “I have so much belief in the talent we have here already and even more faith, together with our owners, that we will make continued investment into the playing squad, which will allow more growth and more improvement.“

    Klopp gefur til kynna að það sé eitthvað í pípunum

  43. Hvernig geta menn í alvörunni verið að tala Coutinho niður einsog við höfum ekki verið að missa okkar besta mann.
    Það er alveg á hreinu að þótt Lemar komi þá er hann að koma úr Coco Puffs deildinni í Frakklandi og hefur enga reynslu af eins erfiðari deild og þeirri Ensku.
    Það þarf að líka að kaupa mann þá með honum sem hefur reynslu úr þeirri Ensku t.d Mahrez.

    Smá fróðleikur:
    97 – Since his debut in February 2013, Philippe Coutinho has been directly involved in more goals in all competitions than any other Liverpool player (54 goals, 43 assists). Impact

  44. Óbragð. Spæling Mest út í FCB.
    En farewell Mútur. ( skrifaði kútur en sjálfvirka stafsetningin leiðrétti mig)
    Enginn er stærri en klúbburinn.
    Nú er bara að styrkja meira.
    YNWA

  45. Liverpool ætti að tilkynna opinberlega að eftir framgöngu barcelona í þessu máli og máli suarez munu þeir ekki eiga viðskipti við þá framar. Þar með að leikmenn geti ekki notað liverpool sem stökkpall til að komast til barcelona.

  46. Óþolandi að lesa “lifum þetta af” eða “höfum misst betri menn”. Er takmarkið hjá Liverpool einfaldlega að þrauka? Er orðið nóg að vera með?
    Klúbburinn hefur átt í veseni með að stíga skrefið til fulls, þ.e.a.s. að vinna titilinn, síðan 1990 eða árið sem ég fæddist. Höfum verið langt frá því og erum einhverjum fimmtán stigum á eftir toppliðinu þegar þetta er skrifað. Hvernig í ósköpunum er hægt að brúa þetta bil þegar við missum okkar bestu menn og besta liðið styrkir sig í sífellu?

  47. Mjög svekktur að hann skuli ekki vera hjá okkur fram á sumar, hefði munað mikið um hann í CL í vetur. Okkar lang besti maður á bolta og ótrúlegt auga fyrir sendingum. Liðið spilar bara einfaldlega betri fótbolta með hann í liðinu.

    En svona er lífið.

  48. Coutinho er góður en hvort hann sé það góður að vera 3. Dýrasti leikmaður heims er ég ekki viss um. Suarez er að mínu mati betri leikmaður og var mun meiri blóðtaka fyrir liverpool þegar hann fór.

  49. Bless Kútur og takk fyrir allt.
    Þetta veikir vissulega liðið til skamms tíma en ég hef fullu trú að þetta auki líkur á sigri í deildinni á næsta tímabili. Það er hvort eð er of langt í City núna og við eigum að ná 4. sæti létt án hans. Annars allt gott.

  50. Gott mál.
    Leikmaðurinn vildi fara og þá á hann bara að fara. Sbr VVD, sem er nákvæmlega sama dæmið.
    Treysti Klopp fullkomlega fyrir þessu og er sannfærður um að hann er með eitthvað á prjónunum. Þetta væri ekki komið svona langt nema að hann væri með eitthvað annað.
    Og sjáið til. það verður leikmaður sem mun fitta mun betur inn í leikkerfið. Þessi leikmaður var ákveðinn baggi, vann lítið og illa til baka og er lélegur varnarmaður.
    Það er enginn leikmaður stærri en félagið og það kemur maður í manns stað.
    Ekki þessa helv… neikvæðni og barlóm og nöldur og væl alltaf hreint.

  51. Seisei
    Cotinho var korsemer ekki lengur uppálds kallinn minn, rosalega góður en ekki eins rosa og sala.
    Ég held að sé vissum að Klopp finnur ennþá betri kall sem kostar ekki nánast því sem cotinho. Og verður miklu meira að skora.
    Liverpool er algjörlega bestir og nýji kallinn sem skoraði í gær þurfti ekki einusinni að kinnast með cotinho.

    Hlakka til að sjá liverpool rústa næsta liði í klessu og vonandi verður það mancester united

  52. Suddalega góður leikmaður sem hverfur á braut. Við keyptum hann á 8 milljónir seldum á 142 milljónir, næst dýrasti leikmaður sögunnar. Hefði maður viljað hafa hann áfram JÁ!!!!….en hann vildi það ekki sjálfur, þannig að life goes on…

  53. Notið tækifærið og hendið treyjunum ykkar á þrettándabrennunar í kvöld og þá er búið að kveðja gæjan…
    Og

    Til hamingju með afmælið í fyrradag james milner….

    Hvað er næst á dagskrá hjá klúbbnum?

  54. Er þetta ekki bara eins og manni grunaði VVD var keyptur fyrir tivonandi Coutinho peninginn èg er nokkuð öruggur á þvì að janúar viðskiptum Liverpool sé lokið.

  55. http://433.pressan.is/deildir/spann/myndband-suarez-maetti-ad-saekja-coutinho-ut-a-flugvoll Elskaði Suarez enn virðing mín fyrir honum er grjörsanlega farin. Fyrst jólagjöfin og nuna þetta. Hann ber greinilega enga virðingu fyrir klúbbnum og að þessi félagaskipti hafi gengið í gegn með þessu hætti er ógeðslegt. Þetta Barcelona lið er viðbjóður og allir sem eru tengdir því. Mín heitasta ósk er að fá þetta skítalið á einhverjum tímapunkti í meistarardeildini og ganga frá þeim.

  56. Salan á Coutinho og kaupin á Van Dijk sýna og staðfesta að ef leikmaður vill fara til annars liðs er svo gott sem ekkert sem viðkomandi klúbbur getur gert í því. Það er hægt að tefja það um einhverja mánuði, jafnvel heilt season, og fá gott verð/yfirverð en þá er það liklega upptalið. Svo má sjá dæmi eins og Keita þar sem samið er um kaup ári síðar og nú er efast um vinnuframlag hans hjá Leipzeg og hvort hugur hans sé kominn annað. Liklega engin töfralausn til, og maður skilur Klopp alveg að hafa samþykkt þetta til að fá vinnufrið og geta haldið áfram að þróa leik liðsins, an þess að hafa þetta hangandi yfir sér. Ef við endum í top 4 mun sagan dæma það sem rétta ákvörðun, enda möguleikarnir á titlinum farnir, og þá þurfum við ekki að eyða fyrstu vikum næstu leiktíðar í að venjast lífinu án Coutinho, heldur verðum búnir með þann process.

    Mér þótti mun sárara að horfa á eftir Suarez á sínum tíma, en þó klárt mál að það mun muna mikið um Coutinho. Ég ætla rétt að vona að það verði keyptur almennilegur leikmaður í hans stað, helst ekki seinna en í gær

    Maður mun liklega frekar minnast Coutinho fyrir með hvaða hætti hann þvingaði þessa sölu í gegn, frekar en mörk og tilþrif í gegnum tíðina, eins leiðinlegt og það er.

    Já og mig vantar nýtt lið á Spáni til að halda með…

  57. Júdas farinn og annar Júdas tók á móti honum á flugvellinum. Núll virðing fyrir þessum kumpánum.

  58. Hann hefði alltaf farið. Fá einhverja aðra sem vilja spila fyrir klúbbinn?

  59. Nákvæmlega þetta….. er ástæða þess að Livingfools taka ekki skrefið í átt að endurkomu sem stórlið.

    Nákvæmlega þetta….. er ástæða þess að Livingfools er lið sem hefur verið í “uppbyggingarferli” frá tímum Houllier.

    Phillipe Coutinho getur royally fokkað sér….

    Auðvitað hefur maður leyfi fyrir því að vera grautfúll.

    Og ef einhver spyr: hvað hefði þá átt að gera ef hann vill ekki spila??

    Svar: láta hann sitja helvítis samninginn af sér á bekknum. Það hefði ákveðið fordæmisgildi og hefði sent skilaboð til allra um að Pool taki ekki þátt í svona rugli.

    Fokkaðu þér PC

  60. hvaða rugl er í ykkur her mann helvxxx vilti fara neitar að spila og er með leiðindi viljið þið virkilega hafa svona mann í liðinu ?
    og ekki nóg með það Klopp var buinn að reyna allt til að halda kvikindinu en ekkert gekk svo far vel bara og horfum fram á við, erum með einn besta stjóra sem í heimi sem er að byggja upp frábært lið og með mönnum sem vilja spila fyrir hann og okkar ástkæra klúbb

  61. Hrópa varla húrra ef Mahrez á að leysa Coutinho af. Var frábær leiktíðina sem Leicester urðu meistarar en hefur ekki náð þeim hæðum síðan. Orðinn 26 ára.

    Yrði spenntari fyrir Nabil Fekir sem hefur verið stórkostlegur með Lyon í vetur eða Thomas Lemar sem er góður nú þegar og hefur alla burði til að verða einn af þeim allra bestu.

  62. Rush,Fowler, Owen,Torres and Suarez were all club hero’s in their time. All left,all were missed but replaced. Liverpool FC is a team not one player.
    Personally think that Firmino would gave been a much bigger loss to the team.
    YNWA

  63. Hefði Coutinho (25 ára) , Firmino (26 ara) , Mane (25 ara) og Salah (25 ára) fengið að spila saman í tvö eða þrjú ár til hefðu þeir þróast í bestu og mest vel samsettu sóknarlínu á heims svo einfalt er það. Í kvöld varð þessi draumur að engu !

  64. Maður er óbragð í munninum !! 1. Jan tók Liverpool eitt skref framávið en núna er búið að taka tvö eða ekki þrjú afturábak , ekta Liverpool!! Einnig hef ég áhyggjur að Firmino eftir þetta move , hvernig bregst hann við eftir að kútur er farinn . Það er eins gott að Klopp og hans menn séu með gott plan tilbúið og bregðast fljótt við.

  65. Mahrez var með 17 m?rk og 10 assist þegar þeir unnu deildina nuna er hann með 8 mork og 7 assist þegar tímabilið er hálfnað í miklu verra liði þannig ekki segja að mahrez sé one season wonder 50m er gjöf ef satt reynist fyrir mann sem hefur unnið deildina væri fínt að fá einn þannig með James Milner þurfum winners.

  66. ? beIN Sports France are reporting that Riyad Mahrez will have a medical at Liverpool tomorrow, fee £49 million Og skybet stuðullinn dottin niður í 1.2

  67. Haha klárum mahrez og svo beint í aubameyang!

    Ég gæti ekki beðið eftir næstu afrikukeppni:)

  68. Þá er þetta staðfest og þarf ekki að koma mönnum á óvart eftir lætin sl sumars. Þökkum honum fyrir góð störf og óskum honum velfarnaðar á nýjum sóðum. Síðan er það hin umræðan með peningaöflin og af hverju við missum oft okkar bestu menn til stærstu klúbbana. Eins og áður hefur verið minnst á er félagahollusta ákaflega lítil hjá stórum hluta leikmanna heldur er eltingaleikurinn við gullið endalaus. Liverpool þarf, því miður, að koma sér í þessa toppklúbbapeningahít þar sem barátta er um titla á hverju ári og þá vilja bestu leikmennirnir spila fyrir okkar lið. Held að núna sé liðið í dauðafæri og titill í vetur gæti framlengt líf leikmanna með liðinu eins og Sallah, Mane og jafnvel einhverja ungu rosalega efnilegu guttana sem eflaust einhver olíufurstalið eru farin að líta á græðgisaugum. Nú er að standa í lappirnar, halda meiðslum á lágmarki og halda áfram eins og síðustu vikur, rótera liðinu passlega en þó ekki taka óþarfa sénsa. Stóra prófraunin er framundan gegn Man C sem sumir segja að sé besta lið Evrópu í dag. Ef sigur næst þar er, held ég, allt mögulegt.

  69. Þessi brottför kemur ekki á óvart, það eina góða við þessa brottför er að þá þarf maður ekki lengur að skrifa nafnið hans hér á þessari síðu, hef alltaf þurft að gúggla það til að vita hvernig það er skrifað.

    Brottförin staðfestir það að Liverpoll er í annari deild í Evrópu.

    Leikmenn hafa persónulegan metnað og vita að ef þeir eiga að eiga möguleika á að vera valdir sem bestu leikmenn í Evrópu ( Ballon d’Or ) þá verða þeir að spila í bestu liðunum. Kátiníó ( nennti ekki að gúggla nafnið þar sem hann er farinn ) telur sig sennilega eiga möguleika á þessu. Ég held að þetta sé hans draumur, ásamt því að spila með Barcelona. Það þarf sennilega að gera eitthvað í því að auka vinsældir enska boltans í Brasilíuog Suður Ameríku til að stöðva þetta rugl. Síðasti leikmaður Liverpool til að vinna Ballon d´Or var Michael Owen árið 2001 og þar á undan Kevin Keegan árið 1979.

    Miðað við peningana í enska boltanum og vinsældir hans ættu svona hlutir brátt að heyra sögunni til.
    Mín spá er að það muni ekki líða á löngu þar til að Liverpool kaupi af Barcelona þeirra besta leikmann.

    YNWA

  70. #73 🙂 djöfullinn og mér var farið að hlakka til!
    En ég ílla upplýstur?
    Sjáðu #74 Ballon d´Or

  71. Þetta ætti að kenna LFC eitt, hætta að kaupa menn frá suður Ameríku, einfalt. Hver haldiði að sé sá sem hafi sannfært Kút og verið í reglulegu sambandi við hann, eh gisk??

  72. Svekktur með að við seldum ekki með félagsskiptum í sumar. Það eina sem gæti kætt mig núna er ef Liverpool staðfestir fljótlega kaup á Mahres. Ég held að hann sé sá eini sem gæti stigið inn í hlutverk Coutinho og gert -í áttina að- jafn mikið fyrir liðið. Án þess að þurfa mikinn aðlögunartíma. Hinir ungu og efnilegu, Lemar o.fl. mega svo endilega koma líka, jafnvel bara í sumar. En Marhes vil ég strax eftir þetta útspil.

  73. Þetta er einfalt mál, hann vildi ekki spila lengur fyrir Liverpool. Við kaupum hann á smápening og selja hann á nokkuð margar miljónir.

    Við hvern er hann að fara keypa um sæti í Barca. Er hann með fast sæti, hver á að víkja fyrir honum.
    Lífið getur breyst á svipstundu. Ekkert öruggt í þessu lífi. En það heldur samt áfram

    Áfram Liverpool

  74. Hvaða voða drama er þetta hjá mörgum hérna?
    Flottur leikmaður seldur á stórkostlega upphæð.
    Allt of mikið að mínu mati, en ekki græt ég leikmann sem vill fara frá Liverpool.

    Barcelona er stærsta nafnið í knattspyrnuheiminum og það er blautur draumur allra drengja fædda í Suður Ameríku að spila fyrir þá.
    Bless Coutiniho, takk fyrir öll flottu augnablikin.

    Ég fæ unanðshroll við tilhugsunina um leikmennina sem við fáum fyrir 142 mp.

  75. Coutinho er keyptur í janúar, seldur í janúar. Liverpool gerir það sama við Virgil og Barcelona við Coutinho. Er ekki dulítill hroki að ætlast til þess að við megum kaupa bestu leikmenn annarra liða en hneykslast svo á því að önnur lið vilji okkar? Kannski þurfum við að sýna meiri hroka, en miðað við það sem Klopp segir sjálfur þá var liðið, hann og aðrir búnir að reyna hvað þeir gátu til að halda Coutinho og hann vildi fara. Og þrátt fyrir að Suarez hafi sótt hann á flugvöllinn, þá skil ég ekki það sem einhver svik eða móðgun!… ég meina, jú… hann fór til Barca, en hann fór eftir tímabilið! Hann hefur sýnt liðinu hlýhug og sent kveðjur til áhangenda Liverpool þrátt fyrir að vera í Barcelona. … Að sækja Coutinho á flugvöllinn þýðir svik við okkur áhangendur Liverpool? — Jebb, það hefði örugglega meikað meiri sens ef hann hefði neitað því og ekki viljað sjá hann?

    Ég skal viðurkenna að ég er drullufúll, því Coutinho er fokking frábær leikmaður! Og skjótið mig bara, en ég hef haldið með Barca á Spáni frá því ég var lítill. En ég er fyrst og fremst Liverpool maður og er því spældur. Hefði viljað sjá Coutinho halda út tímabilið. Sökin er fyrst og fremst og eiginlega bara hans, því drama eins og síðasta haust hefði getað eyðilagt móralinn. Ég vil trúa því að mórallinn sé mun betri núna, og liðið betur undir það búið að missa Coutinho.

    Hef trú á Klopp og fyrirætlunum hans. Við fáum einhverja stórkostlega í staðinn nú í janúar (Virgil + …??? 🙂 )

    Áfram Liverpool – alltaf!!

  76. Þetta er nú ekkert voðalega flólkið. Liverpool var að selja leikmann á 142 miljónir punda og haldið þið virkilega að það sé ekki hægt að kaupa leikmann í staðinn sem næði upp í gæðin hans Coutinho ?

    Ég held að það sé hægt og fyrstur sem mér dettur í hug er Tohmas Lamar. Alexis Sanschez væri líka flott kaup. Nóg af mönnum þarna úti sem eru með toppgæði sem kosta minna en 142 milljónir punda.

    Coutinho er einn af mínum uppáhalds leikmönnum en ég held að það verði hægt að fylla skarð hans og það léttilega því verðið sem hann fór á var svo rosalega mikið.

  77. Þetta meikar ekkert sens fyrir mér, þeas að þetta gat ekki beðið fram á sumar.

    En… hugsum aðeins málið…

    Coutinho er að fara að landa deildartitli strax í vor. Með Barcelona. Ætli þeir vinni ekki spænska konungsbikarinn líka. Liverpool er bara ekki á sama leveli og Barcelona sem halar inn titlum, deild og meistaradeild hægri vinstri, ár eftir ár. Fótboltaferillinn er stuttur og menn með metnað vilja spila fyrir þá bestu, með þeim bestu og vinna titla.

    Við höfum ekki unnið rassgat í hundrað ár (svona nánast, amk ekkert í líkingu við Barca).

    En ekki misskilja mig, mér finnst Coutinho algjör skíthæll fyrir það að þrýsta þetta í gegn núna í janúar. Hef ekkert gott um hann að segja úr þessu.

    En nú ættum við bara að koma niður af okkar háa hesti og átta okkur á því að við erum ennþá að byggja upp lið sem getur verið á sama leveli og Barca og hin bestu liðin.

    Já, þetta er eitt skref aftur á bak, en við tökum fleiri skref áfram og Klopp mun fylla þetta skarð, fyrir því treysti ég honum.

    Við munum enda í topp fjórum í vor ásamt því að fara langt í CL eða FA bikarnum, jafnvel báðum, jafnvel taka dollu. Sanniði til.

    Áfram Liverpool!

  78. Þetta er ekkert flókið… hann vildi ekki spila fyrir Liverpool. Svona mórall eitrar út frá sér. Klopp fer alveg yfir þetta og þetta er hárrétt mat á þessum tímapunkti. Liverpool er stútfullt af gæðum eftir sem áður og maður kemur í manns stað. Auðvitað er alveg ömurlegt að sjá á eftir heimsklassa leikmönnum en það er líka ömurlegt að vera með endalausa sápuóperu í gangi með menn sem vilja vera annars staðar. Er sallarólegur yfir þessu… gangi þér vel elsku kúturinn minn og takk fyrir alla gleðina og andköfin sem þú hefur gefið. Far vel Coutinho.

    YNWA

  79. Það þýðir ekkert að láta eins og unglingsstúlka í ástarsorg, hann er farinn thats it, fullt af fiskum í sjónum

  80. Talað hér um að Mahrez sé að koma læknisskoðun hjá Liverpool á morgun. https://www.express.co.uk/sport/football/901158/Riyad-Mahrez-Liverpool-transfer-Arsenal-Man-Utd-Chelsea-fans-furious-sportgalleries

    Aðdáendur keppinauta okkar ekki sáttir að við hrifsum Mahrez til okkar. Svona bara fyrir þá hérna sem eru strax farnir að tala hann niður. Þetta er góður leikmaður sem fittar stórvel inní leikkerfi Klopp og getur spilað strax í CL. Ef Liverpool er að fara bruna í að kaupa strax í kannski Aubameyang og markmann fyrir þessar 142m punda þá skil ég þessa sölu.

    En ég gubbaði uppí mig áðan þegar ég sá þetta staðfest og að bully-tactics Barcelona hefðu virkað enn eitt helvítis skiptið. Finnst 142m bara ekki nóg. Skil heldur ekki afhverju Liverpool reyndi ekki að fá einhvern alvöru mann í skiptum frá þeim.
    Þetta er nú meiri skítasamlokan sem við vorum að bíta í.

  81. Er jólunum lauk vild‘ann fara
    til Spánar – af því bara
    Frá sólríku landi var‘ann
    og sólina mikið þráð‘ann
    Í Lifrarpollinum leið ekki nógu vel
    og ofsakátur varð, það ég tel
    er Börsungar buð‘onum í dans
    að kvöldi þrettándans
    Þá í þotu var ei seinn inn
    Coutinholasveinninn

  82. Verð að segja að þarna fer minn uppáhaldsmaður í núverandi liði. Mun sakna þess að horfa á hann labba framhjá varnarmönnum eins og umferðarkeilum.

    Mig langar bara að benda á eitt til varnar mínum heittelskaða PC. Jú hann var með leiðindi í sumar en hann sýndi okkur samt að hann er atvinnumaður í sínu fagi og er að skila sínu besta tímabili til þessa, kemur að marki í hverjum leik að meðaltali. Hann er meira að segja með hæstu meðaleinkunn í enskudeildinni skv. whoscored. Við erum að missa leikmann sem er við það að brjótast inn í heimsklassahópinn svo þvi sé haldið til haga.

    Boa sorte meu amigo.

  83. Kaupa goretzka, og Riyad Mahrez eða Alexis Sanchez þá munum við gleima þessu og þá er þetta frábær gluggi svo markmann í sumar og þá erum við að tala saman áfram liverpool svo valencia á spánni.

  84. Ég verð að segja það, þetta er að verða meiri skítaíþróttin, verð að viðurkenna ég er hundfúll, liðið sem ég er búin að halda með sl. 40 ár er orðið útungarvél fyrir peningamaskínu liðið 🙁

  85. Amk nóg að gerast í slúðri í okkar klúbbi.
    Segir okkur að við erum ekki þau einu sem brennum fyrir þessum frábæra klúbbi heldur þurfa allir aðrir að hafa skoðun.
    Við verðum sterkari á eftir. Minni aftur á að þetta eru fáránlega háar upphæðir. Svo háar að við skynjum það ekki.
    In Klopp we trust.
    YNWA

  86. Held að það hefði verið betra að selja hann, heldur en að vera með einhvern fýlupúka. Verið viss að það stígur einhver fram og blómstrar. Coutinho vildi alltaf fá boltan og aðrir leikmenn gáfu á hann þó svo að þeir hefðu getað gert betur sjálfir. Liverpool er búið að vinna síðustu 2 eða 3? leiki á móti liðum sem pakkar í vörn án þess að hafa Coutinho með en þannig lið hafa oft verið erfið, svo hættum að grenja.

  87. Margir hérna hljóma eins og menn í mikilli ástarsorg …. og jú það þarf að fá að komast til baka eða rebounda….
    Það var löngu vitað að hann færi núna eða í vor, algjörlega skrifað í skýin. Coutinio er frábær leikmaður og maður er þakklátur fyrir þau 5 ár sem hann var með okkur og þau um 135 milljón pund sem hægt er að færa sem hagnað af sölu hans. Ef allt add-onið skilar sér.
    Það er ágætis samantekt hjá BBC um hann, manninn sem týndist oft á leikvellinum, var oft lengi meiddur og lengi í gang. Þetta mun hafa áhrif væntanlega á leikinn til skamms tíma en við eigum Mane og Lallana sem hafa ekki verið að spila reglulega. Held að þetta hafi mest áhrif á Firminio, það þarf að passa hann vel. Held að Kloppó geri það.
    En hvað næst? Er ekki endilega viss um að við fáum leikmann strax sem Klopp vill en þó er hann kannski búinn að velja replacement sem verður keyptur í næstu viku.
    Þannig að, treystum Klopp, hann er með þetta yfirleitt (nema plan B stundum)

    YNWA.

  88. Hin fimm stig sorgarinnar eru: afneitun, reiði, samningar við sjálfan sig, þunglyndi og svo sátt við orðinn hlut. Ég er fyrir löngu kominn a fimmta stig og er bara sáttur.

    Legg til að við Púlarar þökkum Couthino kærlega fyrir góða þjónustu og að hafa 145m til að styrkja liðið. Þetta er frábær díll fyrir alla og ég hlakka til að sjá hvern/hverja Klopp kemur með inn í staðinn.

  89. Manni er strax farið að líða eins og það hafi ekki verið neitt plan eftir söluna á kút þrátt fyrir að það sé varla liðinn dagur. Einhvern veginn hefði maður viljað fá (staðfest) á einhverja stórstjörnu. Það er allavega ekki gott ef þeir ætli sér bara að finna einhvern núna án þess að hafa lagt grunninn að því síðasta hálfa árið. Ekki eins og þeir hafi ekki vitað að þetta væri að fara að gerast.

  90. Þurfum við ekki að signa æskuvin Firmino svo hann fari ekki í fýlu útaf samlandi hans er farinn. Hann getur líka leitt hann útá völlinn ef hann treystir sér ekki að labba sjálfur..

  91. Það sem ég á erfitt með að skilja í þessu og eiginlega neita að trúa er að við séum ekki með tilbúin kaup strax í kjölfar sölunnar á Kút. Þessi sala átti sér klárlega langan aðdraganda og ýmislegt búið að ganga á bak við tjöldin. Það sem væri eiginlega ófyrirgefanlegt ef við lentum í því að ná ekki að landa neinum targetum núna í janúar.

    Það myndi líta skelfilega út fyrir klúbbinn og senda ömurleg skilaboð til stuðningsmanna.

  92. einu sinni hélt ég með Barca í spænska boltanum, nuna vona ég að Katalonia fái sjáfstæði og liðið fari þar með á hausinn sem fyrst.

  93. Liverpool þarf einhvern efnilegan Suður Amerikumann, einhvern sem elskar Liverpool og kyssir alltaf merkið. Svona alvöru framtíðarmann.

  94. eftir svakalega coutinho þynnku er bara best að skella sér á f5 fyllerí held ég barasta

  95. Náum ekki að stíga næsta skref með svona taktík. Verðum svona 4dja sætis ströggl lið ef við töppum reglulega bestu mennina okkar til spánar.
    Það þarf hugarfarsbreytingu hjá stjórnendum og láta leikmenn vita að þeir þurfa VIRÐA samninga!

    En það vandamál er víðar en hjá LFC. Leikmenn hafa meiri völd en klúbbarnir sem er rugl.

  96. Haldið þið ró ykkar. Kúturinn er töframaður en hann er ekki sá eini á þessari jörðu, svo mikið er víst. Ég held að við munum ekki kaupa neinn í staðinn heldur virkja unga menn sem við höfum nú þegar. Eins dauði er annars brauð.
    Y.N.W.A.

  97. Það var rétt ákvörðun hjá Klopp að leyfa PC að fara núna, það væri ekki gott fyrir liðsandann að hafa hann í vetur með hugann við Barcelona og trufla leikmennina okkar, það er mín skoðun.
    Ég er sannfærður um að við náum öðru sætinu YNWA.

  98. Sjaldan launar kálfurinn ofeldið.
    Coutinho var aldrei að fara að spila fyrir okkur framar. Menn sem neita að spila og gera sér upp meiðsli eru ekki þess verðugir að spila fyrir okkar ástkæra félag.
    Alveg eins gott að ganga frá þessu máli og halda áfram.

Liverpool 2-1 Everton

Hvað næst?