Liverpool 2-1 Everton

Mörkin:

Milner víti ’35 mín 1-0

Gylfi Sigurðsson ’67 mín 1-1

Virgil Van Dijk 84′ mín 2-1

Leikurinn

Fyrri hálfleikur einkenndist af varfærni og miðjumoði þar sem fátt gerðist. Everton gáfu strax nasaþefinn af því hvernig þeir ætluðu að nálgast leikinn þegar Rooney fékk gult fyrir tæklingu á Gomez strax á 7. mínútu. Everton leituðu mikið að Bolasie hægra megin sem átti ágætis spretti en Robertson hafði fín tök á honum þrátt fyrir tvo krossa sem virkuðu of auðveldir fyrir hann.  Liverpool fengu fyrsta sæmilega færið á 25. mínútu þegar Milner tók boltann á lofti eftir fyrirgjöf Gomez en skaut framhjá. Á 34. mínútu bauð Lallana Holgate upp í tangó sem lagði hönd á bringu hans og Madley dómari benti á punktinn. Soft víti en ekki kvörtum við og bendum á þá línu sem dómarar hafa tekið gegn okkur í vetur fyrir litlar snertingar. Úr vítinu skoraði Milner örugglega 1-0. Þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik gerðist svo ótrúlegt atvik. Holgate elti Firmino útaf vellinum og hrinti á eftir honum svo að hann datt harkalega á auglýsingaskiltin. Firmino sagði svo eitthvað við Holgate sem æstist verulega og eru fjandmenn okkar og varalesarar strax farnir að ræða um kynþáttaníð. Dómarinn var alveg ofan í þessum rifrildum svo hið sanna kemur væntanlega í ljós. Það sem er ótrúlegast í þessu er að í mínum bókum er þetta amk appelsínugult spjald en líklegast rautt, en Madley dómari ákvað að gefa ekki einu sinni gult spjald. Galin ákvörðun.

Seinni hálfleikur var ögn skemmtilegri en sá fyrri. Við fengum nokkur hálffæri og Robertson átti fínt skot úr þröngu færi sem Pickford varði. Van Dijk fékk svo frían skalla eftir aukaspyrnu Chamberlain en hann fór beint á Pickford í markinu. á 67. mínútu kom að hinu klassíska. Everton geystust fram eftir hornspyrnu okkar manna þar sem Jagielka lagði hann út á Gylfa og átti hann ekki í erfiðleikum með að leggja knöttinn í hornið. Í aðdraganda marksins var klárlega brotið á Matip svo það hefði að mínu mati aldrei átt að standa. Can er líka spurningamerki í markinu þar sem hann joggar á eftir Gylfa á miðjunni.

Við tóku taugaþrungnar mínútur þar sem maður fær í magann í hvert skipti sem mótherjinn kemst í skyndisókn eða fær fast leikatriði en á 84´mínútu gerðist atvik leiksins. Hvernig stimplar dýrasti varnarmaður heims sig inní hug og hjörtu stuðningsmanna Liverpool? Jú hann skorar sigurmark í baráttunni um borgina gegn Kop stúkunni í sínum fyrsta leik í elstu og virtustu bikarkeppni heims. Chamberlain tók horn, Pickford kom kærulaus útúr markinu og okkar maður átti ekki í erfiðleikum með að reka kollinn í knöttinn og stýra honum í markið 2-1 og Kop stúkan trylltist. Þetta var svo æðislegt og sennilega eitt besta moment sem skýrsluritari hefur orðið vitni að. Fátt gerðist markvert eftir þetta og endaði leikurinn 2-1.

Bestu menn leiksins:

Robertson og Gomez áttu fínan leik þrátt fyrir ein klaufamistök Gomez í seinni hálfleik, Milner hljóp um allan völl og átti fínan leik og Chamberlain sem hafði átt heldur slappan fyrri hálfleik kom vel inní leikinn í þeim síðari. Það er mögulega klisja en það er bara ekkert hægt að horfa framhjá Van Dijk sem besta manni leiksins. Hann var rock solid í flestum sínum aðgerðum og skoraði í sínum fyrsta leik og þessum líka leiknum. Hann virkar stundum  kærulaus svona eins og Raggi Bjarna en er öruggur í flestum sínum aðgerðum.

Slæmur dagur:

Óþarfi að vera að taka einhvern út fyrir sviga sem versti maður vallarins. Lallana og Can hafa átt betri dag og fátt gekk upp sóknarlega hjá Mané og Firmino. Madley þrátt fyrir vítið sem hann dæmdi okkur í hag var heilt yfir versti maður vallarins og með ólíkindum að hann hafi ekki lyft spjaldinu þegar Holgate hrinti Firmino.

Umræðan eftir leik:

Virgil Van Dijk mun stela fyrirsögnum blaðanna á morgun, þvílík byrjun hjá drengnum. Sjálfssagt á fólk eftir að velta sér uppúr því hvað Firmino á að hafa sagt við Holgate en ég hef ekki áhyggjur af því. Hvað um það við erum komin áfram í bikarnum og Salah fékk hvíld. Við erum loksins farin að vinna þessi erfiðu rútulið í leikjum þar sem barátta er ofar en fallegur fótbolti og komum til baka eftir að lið hafa jafnað gegn okkur. Greinilega er búið að fara vel í saumana á þessum hlutum á æfingasvæðinu og liðið er að bregðast frábærlega við. Þetta er allt á réttri leið.

Næsta verkefni:

Næsta verkefni er ekki af ódýrari gerðinni en þá heimsækja okkur á Anfield lærisveinar Pep Guardiola í Man City,  langbesta lið Englands. Leikmenn fá ágætis hvíld fram að þeim leik og það væri frábært að hefna fyrir niðurlæginguna á Etihad fyrr í vetur.  Þangað til næst YNWA!!!!!

68 Comments

 1. VvD að líta virkilega vel út. Lítur ekki eins og hann sé nýkominn 🙂
  Maður er samt frekar fúll með færanýtinguna. Hefðum átt að klára þennan leik mikið fyrr.

 2. Þetta var skrifað í skýin 🙂
  Kórónaði flottan leik hjá sér

  Vertu velkominn í liverpool fjölskylduna van dijk

 3. Er þetta ekki bara eins og týpískur nágranaslagur, barátta, umdeild atvik og drama.

  Ég veit að þetta var fyrsti leikurinn hjá Van Dijk en ég held að það sjá allir hversu mikil klassa miðvörður þetta er. Gríðarlega sterkur í loftinu, góður á boltan og öskrandi á sína menn allan leikinn en hans ókostur er að hann hefur stundum of mikið sjálfstraust og virkar kærulaus og tæpur í sumum sendingum(átti tvær í þessum leik þar sem hann tapaði boltanum á hættulegum stað).

  Annars var það Robertson sem heillaði mig líka mikið og Mane átti nokkra Mane takta sem hafa ekki verið margir undanfarið(fyrir utan markið í leiknum á undan).
  Gomez var í vandræðum og var vel gert hjá Klopp að kippa honum af velli.

  Frábær sigur en spurning um hvort að Liverpool ætti ekki að fara að fjárfesta í íslending fyrst að þeir eru svona duglegir að skora á Anfield 😉

  YNWA

 4. Snarbiluð frumraun VVD. Munaði samt minnstu að Karius hefði náð að draga hann með sér í ruglið eftir e-n misskilning skömmu fyrir markið. Markvarðarstaðan er okkar veikasta staða og hrópar á almennilega bætingu. Glæsilegur sigur engu að síður.

 5. Ánægður með leikplanið hjá okkur…

  Komast yfir
  Láta Íslendinga jafna hjá okkur
  Og svo kemur miðvörður liðsins með sigurmarkið í lok leikja!

  Gæti alveg sætt mig við þessa uppskrift árið 2018!

  YNWA

 6. Set þetta hér líka

  Það tók Klavan 1 og 1/2 ár að skora
  Það tók VVD 1 og 1/2 klst. að skora
  Sturluð staðreynd 🙂

 7. Var eins og vörnin væri komin með dömubindi, svo örugg var hún:) VVD stimplar sig flott inn, og á eftir að eflast.
  YNWA

 8. Hörkuskemmtilegur leikur og Robertson var maður leiksins að mínu mati – hljóp endalaust og skruggufljotur þar að auki.

  van Dijk er greinilega cool as ice og solid frammistaða af hans hálfu og ekkert grín að koma nýr inn í svona leik og klára leikinn fyrir okkur var rosalegur boozter fyrir kallinn og framtíðin er björt með hann í vörninni.

  Get ekki beðið eftir City-leiknum!!

  Pappakassi leiksins – Bobby Madley

 9. Þessi leikskýrsla þarf svo sem ekkert að vera flókin. Einhvernvegin svona bara:

  75M punda. Takk og bæ :p

  Je minn eini hvað þetta var flott að landa þessu svona.

 10. Hversu yfirvegaður á boltanum og mikið beast í návígum og skallaboltum er hægt að vera?? Ekkk einn tapaður skallabolti af 20. Öll návígi unnin. 75 m er klink

 11. Ég kveikti á leiknum á 83 mín og sá Van Dijk skora markið, þvílík byrjum hjá honum.
  Sá að hann öskraði 2 sinnum á Karius að drulla sér úr teignum á móti boltanum. Held að hann eigi eftir að stjórna vörn og markmönnum eins og herforingi innan skamms.
  Strax byrjaður að borga til baka hátt verð og virðist ekki vera að láta það slá sig útaf laginu.

 12. Velkominn til leiks, Virgil van Dijk!

  Annar Liverpool leikurinn í röð þar sem Íslendingur jafnar 1-1 gegn okkar mönnum og Liverpool skorar sigurmark í lokin. Hversu ólíkindalegt?!?

 13. Og mikið rosalega hljóp Robertson! Sá var að vinna fyrir kaupinu sínu í kvöld.

 14. Virgil Van Dijk tonight:

  Liverpool debut ?
  Merseyside derby ?
  Scores in front of the Kop ?
  Knocks Everton out the cup ?

 15. Það er svo gaman að sjá Íslensku landsliðsmennina skora eitt á móti LFC… En LFC klárar þá með tveimur geggjuðum mörkum í lok leikjanna! Gæsahúð 🙂

 16. Þvílik gleði að slá everton út úr bikarnum . Og mane brosti þegar van dijk skoraði

 17. Sæl og blessuð.

  Póteískt var það! Gylfi að skora og svo debút aldarinnar. Ætl’ann Virgill verði ekki fyrirliði á næsta sísoni? Hann hreyfir kjálkana ekki minna en skankana.

  Flott. Þá erum við skriðin upp í 32ja liða úrslitin og nú höldum við áfram á réttu brautinni!

 18. Karius var eins og taugaveikluð hæna í hvert skipti sem van Dijk kom nálægt honum.

 19. Stórkostlegt alveg hreint! Ég á varla til nægilegs sterk orð til að tjá hrifningu minni á Virgil! Jesús Pétur og synir hans sjö.

  Ég held að það séu þáttaskil hjá okkar ástkæra liði með tilkomu VVD!

 20. Van Dijk v Everton:

  5 Aerial Duels won (more than anyone)
  79 Touches (Second most on the pitch)
  2 Shots on target (More than anyone)
  1 Goal.
  2 Interceptions (Most for Liverpool)
  62 Passes (More than anyone on the field)
  4 Long Passes (More than anyone for Liverpool).

 21. Klopp í viðtali eftir leik: “You all said if the hand is there, it’s a penalty. I don’t think both situations are penalties, but you all told me it was so I learned that!”

 22. Sammi sopi segir þetta ekki hafa verið víti, en samt víti síðast, maðurinn er bara hálf,,,,,,,,. Gott á hann , vonandi fellur everton, og gyfli fer til spánar 🙂

 23. Annað skemmtilegt:

  Like a Virgil,
  Scores in his very first game.

  Annars var ég hrikalega ánægður með Robertson. Gomez var líka stórgóður þangað til Lookman kom inn á. Slapp vel með að hleypa inn fyrir sig á fjarstöng, hefur kostað tvö mörk síðustu vikur.

  Miðjan hefur átt betri dag en Mané og Firmino voru fínir. Wijnaldum kom sterkur inn.

 24. Van Dijk: hey Hendo! Henderson: yes what is it Virgil? Van Dijk: look at me! Hendo: Ok? Virgil: look at my left hand right now. Hendo: ok. Virgil: im the captain now! Put that armband on my left hand right now!!

 25. Mig langar að koma einu fram, það er alltaf einhver dulúð(mystic) í kring um Liverpol, eithvað sem sem fær mann til þess að gráta eða hljægja, eða öfugt. En fólk verður að vita söguna, því sagan er demanturinn. Á þeirri sögu erum við nú .
  YNWA

 26. Þrír punktar

  Van Dijk er leiðtoginn sem LFC vantaði.

  LFC er orðið stórhættulegt í föstum leikatriðum með tilkomu Van Dijk

  Comez er ekki tilbúinn, var nokkrum sinnum tekinn í bólinu í leiknum sem og síðustu leikjum.

 27. VanDijk spilaði alveg eins og 75 milljóna leikmaður. Það kemur ekkert svo á óvart.
  En það sem er enn skemmtilegra er að Robertson spilaði eins og leikmaður sem getur orðið 75 milljóna virði. Þvílíkur leikur hjá honum og MOM að mínu mati.

 28. Ég gat fallist á það að vítið sem Lovren fékk á sig væri 50/50% og eftir það mark hélt hræsnarinn Allardice víst ræðu um að þetta væri víti en eftir vítið sem Lallana fær á sig segir hann.

  “Þetta var ekki vítaspyrna að mínu mati. Dómarinn gerði mistök í fyrsta marki þeirra, við gerðum mistök í því seinna. Fyrir utan það spiluðum við frábærlega.”

  Eitt er ljóst. Það var miklu meiri snerting í vítinu sem Lallana skoraði og hann var miklu líklegri að komast í ákjósanlegt marktækifæri ef honum hefði ekki verið haldið. Fyrir mér var þetta víti og ekkert annað.

  Ég get ekki borið virðingu fyrir mönnum sem bulla svona þvaður. Þetta er svo mikið hræsni og ósamræmi að Ragnar Reykhás er hálfdrættingur í að skipta svona svakalega um skoðun, bara eftir því hvað hentar honum hverju sinni.

  Klopp segir á sama tíma að honum fanst hvorug brotin verðskulda víti.

  Þetta er allavega ein af ástæðum að ég dýrka Klopp. Ég hef ekki munað eftir neinum stjóra sem er svona strangheiðarlegur en á sama tíma algjörlega einlægur þegar hann talar um fótbolta. Stundum hugsa ég “Bíddu máttu segja svona mikið ?” Mér finnst ég læra miklu meira um fótbolta þegar hann talar en nokkur annar framkvæmdarstjóri í deildinni.

 29. Ekkert kynþáttaníð hjá Firmino, það sem æsir Holtgate var setningin ,,filio da puta” eða hórusonur sem kemur fram í annarri hverri setningu hjá brasilíumönnum. Það að gefa ekki gult var ræfilsháttur hjá dómaranum

 30. Þetta var sætasti sigurinn á tímabilinu, aðeins ljúfara heldur en sigurinn í síðasta leik og þar á undan. Þvílíkt naumir glæsilegir sigrar í síðustu leikjum. Ef tekst að halda Coutinho fram á sumarið þá gæti þetta orðið ansi gott.

  Ég hef á tilfinningunni að ef hann fer kemur enginn í staðinn.

 31. Þetta byrjaði rólega, ekkert að frétta. Liverpool þó að gera flest allt það rétta. Nýr maður loksins á réttum stað, Dijk til í slaginn og rúmlega það. Milner einnig þegar á punktinn hljóp, þakkaði soft viti og forystu skóp. Liverpool hélt áfram að leita að öðru, sem um leið jók þrýsting í okkar jafnteflisblöðru. Á endanum lét blaðran undan nálinni, Gylfi okkar Sigurðsson stýrði helv… tuðrunni. En stutt er oft milli gráturs og hláturs, og enn styttra hér sökum nágranna haturs.

  Ó Liverpool, ó Virgil, ó hamingjan, hélt um stund ég þyrfti að kalla Gylfa, ræningjann. Upplifun sturluð eins og sýnd væri hægt, með eitt stykki Hollending í teignum, allt er hægt. Virgil á hnjánum, í átt að the Kop og Sammy Lee áttar sig á að Sopinn er flopp. Klopp steytti hnefann að stúkunni, vitandi að við erum áfram í púljunni. Ekkert hættulegt frá Everton að frétta, líklegra að nýtt hár færi á Rooney að spretta. Okkar menn sigla þessu örugglega í höfn, Liverpool enn í baráttu við rúm 30 önnur nöfn!

 32. Góður sigur frábær byrjun dijk…
  Og allt búið að segja sem segja þarf…

  En plís!!! Firmino vonandi er þetta bull frá þessu
  Gympi!!!
  Búast má við því að enska knattspyrnusambandið setji af stað rannsókn eftir að Mason Holgate, varnarmaður Everton, sakaði Roberto Firmino, sóknarmann Liverpool, um að hafa verið með rasisma í sinn garð.

 33. Allt þetta tal um soft víti fer svolítið í taugarnar á mér. Varnarmaðurinn hindrar sóknarmanninn í því að komast í boltann og í “scoring opportunity” með útréttri hendi. Ef varnarmaðurinn hefði verið fyrir aftan sóknarmanninn og haldið honum….það hefði ekki verið soft víti. Það er enginn munur á þessu….klárt brot inn i teig.

  Vítið sem Liverpool fékk á sig um daginn var öðruvísi að því leyti að varnarmaður Liverpool snertir sóknarmanninn aftan frá og sóknarmaðurinn fellur. Maður getur engan veginn séð að um hrindingu hafi verið að ræða….en þá er snerting nægileg til að dæma víti….en nú er hald og hindrun ekki nóg til að um víti sé að ræða að mati sparkspekinga!

  Ef þetta er ekki víti í dag….nú þá má bara einfaldlega halda og hindra inn í teig!

 34. Mér skilst að allt sé brjálað í eftir að Firmino kallaði Holgate hóruson (fhilo de puta).

  Samtök Breskra Vændiskvenna er víst búið að kæra vegna þeirrar niðurlægingar að vera bendlaðar við Everton.

 35. OK. Ég skildi Suarez að vilja fara frá Liverpool eftir tímabilið 13/14 enda var maðurinn allt í öllu og bar liðið á herðum sér. En… að Coutinho vilji yfirgefa þetta lið á miðju tímabili og gefa CL upp á bátinn til að komast í lið sem hefur þegar tryggt sér titilinn? Það hreinlega skil ég ekki.

 36. Ég hafði það á tilfinningunni að Dijk mundi skora og það varð.

 37. Ekki besti leikur liðsins en rosalega sætur sigur. Virgil klárlega maður leiksins. Robertson átti laaaaangbesta leik sinn í rauðu skyrtunni so far og náði að halda Bolase niðri. Alls ekki sammála skýrsluhöfundi hins vegar varðandi Gomes. Hann byrjaði ágætlega en átti hræðilegan seinni hálfleik og var réttilega skipt út af. Ungur og efnilegur leikmaður en mikð áhyggjuefni hvað það sloknar oft á heilanum á honum og hann gerði nokkur mjög slæm mistök en komst sem betur fer upp með það í þetta sinn.

  Jólin eru svo sannarlega rauð í bítlaborginni og liðið á frábæru rönni. Það var samt augljóst í gærkveldi hvað við söknuðum Salah og Coutinho mikið í gærkveldi. Sóknarleikurinn var mjög bitlaus. Verðum að halda Kútnum út tímabilið eða allavega í það minnst fá heimsklassa miðjumann í staðinn fyrir hann.

 38. Já, annað sem áður hefur komið fram. Nú erum við allt í einu stórhættulegir í föstum leikatriðum. Chamberlain með frábærar horn- og aukaspyrnum og Virgil dregur a.m.k. tvo leikmenn andstæðinganna til sín og er samt stórhættulegur. Dásamlegt líka hvað hann stjórnar vörninni og markmanninum. Hann verður orðinn fyrirliði liðsins síðar á árinu.

 39. Van Dijk skoraði og sagði að það væri draumur allra stráka að skora gegn Everton i debut leiknum. Já og svo klappaði hann á This is Anfield skiltið.
  A star is born!!!!
  En skrýtið fanns mér að sjá Sammy Lee hoppandi og grenjandi við hliðina á Sopanum þegar Liverpool skoraði, ég meina þetta er drengur sem var í liði með Daglish ,Hansen og Souness en er nuna varaþjálfari hjá Everton það hefur eitthvað alvarlegt skeð hjá aumingja manninum??

 40. Þjálfa Solanke upp í miðvörð og breyta honum í næsta VvD með 67 milljóna sparnaði? Þeir yrðu ekki árennilegir saman þarna aftast ef vel tækist til.

 41. Krakkar horfiði á titanic-vídeóið hjá Daníel #48
  Skoðiði augnaráðið hjá Matip annarsvegar og van Dijk hinsvegar……BÚMM 🙂
  Alls ekki illa meint á Matip en van Dijk er allan tíman viss um hvað hann er að farað gera.

 42. Geggjað myndband 🙂 🙂 😀
  Og Gunnar já augnaráðið var einmitt frábært, hann var allan tímann að fara að skora, þvílík einbeiting og ákveðni!!!

  það er bara ekki hægt að stimpla sig betur inn í fyrsta leik en þetta…það er ekki einu sinni hægt að skrifa handrit fyrir svona sem myndi hljóma trúverðugt…

 43. Ja hérna, maður er bara grenjandi yfir þessu vídeói og sápunni um það hvernig þessi leikur fór, 75M p maðurinn átti þetta alveg. Tók einmitt eftir því í gærkvöldi hvað þessi gaur var ákveðinn í því að setja hann þarna. Vigil og Grímur Gríms lögga með svipað augnaráð….ég geri allt sem þeir segja mér að gera….

  Annars er maður hugsi yfir farsanum sem á eftir að koma með þessar ásakanir “#$$%#%#”$ bláliðans í gær. Við vitum hvernig trúðarnir í FA eru og þeim er því miður trúandi til alls. Glórulaust af þessum blésa að henda Firmino upp í stúku og það að væla svo eins og stunginn grís þegar Firmino réttilega lætur hann heyra það. Það hvernig þessi dómari tók á þessu skil ég ekki en ég vænti þess að þetta verði krufið í drasl í næsta Podcasti, sem ég er farinn að bíða óþreygjufullur eftir núna 🙂

  En, mikið var nú sætt að sjá okkar menn henda Everton út úr þessari keppni og mikið hlakkar í manni að sjá furðubærið Big Sam í tapliðinu. Er alveg á þeim vagni sem þolir hann ekki. Efast reyndar um að sá vagn sé nægilega stór fyrir allan þann fjölda, hvað um það. Og verð að segja líka með okkar fyrrverandi Sam….sorry kall, bæ.

 44. Ok ef rétt er að Coutinho hafi ekki farið með liðinu í æfingaferð til Dúbaí þá er hann practically farinn.
  Þá er bara að horfa fram á við.
  Hverjir detta inn á næstu dögum?
  Mahrez?
  Fekir?
  Lemar?
  Pulisic?
  Goerezka?

  Það er að minnsta kosti öruggt að einhver eða einhverjir eru að klárast ef Coutinho fer.
  Ég þakka honum fyrir sitt góða framlag þegar ég heyri Staðfest.
  YNWA

 45. frábært, Firminio sennilega á leið í c.a. 5 leikja bann fyrir kynþáttaníð. Þurftum akkúrat á þessu á halda.

 46. Hvað er að þessum Colgate, hrindir okkar manni og kærir hann síðan fyrir að kalla sig hálfvita???

 47. Fullkomið handrit. Dijk og Robertson voru geggjaðir og ég er ekki viss um að Moreno komi fljótlega inn í þetta aftur ef hot Rob ætlar að spila svona áfram. Ég er yfir mig spenntur að sjá Matip og Dijk sem miðverði þegar þeir hafa slípað sig betur saman. Báðir mjög góðir í loftinu og Dijk algjört beast í návígum og góður í löppunum, sem reyndar Matip er ágætur í svosem líka.

  Gomez og Trent eru svo vel á tánum og hvað gerist með Clyne veit ég ekki. Gætum við farið að sjá stöðuga vörn með Clyne/TAA/Gomez – Matip – Dijk – Robertson aftast. Hvernig koma þá markverðirnir inn í þetta? Er þetta það sem Migno hefur vantað allan þennan tíma, mann sem stjórnar svo hann geti einbeitt sér að markinu sjálfu?

  Það er ljóst að það er spennandi seinni hluti framundan. Ef við höldum Coutinho og Klopp finnur sinn cover-mann á miðjunni (reynt Hendo, Can, Wija, Milner) þá sé ég ekki að við séum að fara fá mörg opin færi á okkur og við vitum hvernig sóknin tikkar.

  Mané virðist aðeins vera farinn að lífgast við og Salah er örugglega farinn að kitla í ilina að hafa ekki fengið að spila.

  lítur vel út!

 48. Coutinho fór ekki með liðinu til Dubai og er talið að gengið verður frá söluni um helgina til Barcelona.

 49. finnst engum öðrum hérna það findið að miðverðir hafa skorað helmingin af mörkum Liverpool á árinu

 50. Í ljósi frétta dagsins þá er hér ein getraun:
  “Coutinho gæti orðið næsti Sneijder, eða betri, eða verri. Hann er minni áhætta á sínum aldri og sínum launum, þótt hann reynist 1-2m punda dýrari í sölu en Sneijder í dag. En ef hann reynist vera betri en Sneijder eru 8-10m punda lítið fyrir hann.”

  Þetta skrifaði einn af pennum Kop þegar Liverpool var að ganga frá kaupum á Coutinho. Lesendur síðunnar voru margir á þeirra máli að Sneijder væri klárlega betri kostur. Svarið við því hver mælti svo kemur ef eftirspurn er eftir því.

 51. Sagði það í sumar, selja Cotinho og kaupa Riyad Mahrez í staðinn.
  Hef ekki skipt um skoðun.

Liðið gegn Everton.

Coutinho til Barcelona (Staðfest)