Liðið gegn Everton.

Klopp hefur valið liðið gegn Everton og það lítur svona út:

 

Karius

Gomez – Matip – Van Dijk – Robertson

Milner – Can – Chamberlain

Mané – Firmino – Lallana

 

Bekkur: Ward, Wijnaldum, Lovren, Klavan, Ings, Solanke, Alexander-Arnold

Van Dijk kominn í byrjunarliðið eru gleðitíðindin í kvöld og gleðja okkur Púllara verulega. Vonum að hann standi sig vel í sínum fyrsta og engum smáleik í fallegu rauðu treyjunni. Annars er þetta nokkuð sóknarsinnað, Salah er frá eins og var nokkurnveginn vitað og tippa ég á 4-3-3 að venju þar sem Lallana verði uppi á topp með þeim Mané og Firmino og Chamberlain á miðjunni.

Við minnum á myllumerkið #kopis á twitter og umræðurnar hér að neðan. Koma svo!! YNWA!


 

 

100 Comments

  1. Can hefur verið fyrirmyndar atvinnumaður síðan hann kom til okkar, vonandi heldur hann því áfram í kvöld og fram á sumar. Við verðum að vinna þennan leik.

  2. Eg ætla að gerast svo djarfur að segja að VVD#4 skori i kvöld

  3. Sé þetta fyrir mér.
    Kútur fer.
    Við erum með VVD og Keita
    Fáum Lemar og Aubameyjang
    Vinnum deildina á næsta ári
    Fáum Barcelona í úrslitaleik meistaradeildarinnar 2019 og vinnum 5-0, myndir af tárfellandi Suares og Coutinho

    Bara þá væri ég ánægður, ok gæti sætt mig við 5-1

  4. Tökum þetta 4-1 Firmi með 2.. Mané og uxinn með sitt hvort … rooney með eitt fyrir þá bitru…

  5. Spennandi leikur!

    Er ekki alveg öruggt að það er ekkert staðfest varðandi Cautinho og Can? Þessar “fake news” eru alveg að gera mig vitlausan.

    Áfram Liverpool!

  6. Verður spennandi að sja þegar við fáum horn núna….væri geggjað að sjá Dijk koma með alvöru pönnu í netið

  7. Coutinho að fara en trúi ekki að okkar menn sættist á 133 milljónir og þar af 30-40 árangurstengdum.. Alveg galið. Hann á að ég held 4 ár eftir af samningi. Okkar menn eiga að segja 150-170 kúlur staðgreitt og ekkert helvítis rugl !!!!!

  8. Úfff… Miðað við þetta núna þá hefðum við kannski átt að splæsa 5 kúlum meira í varnarmann…

  9. Ég vill sjá MIKLU meiri baráttu hjá okkur, everton eru að hafa betur í öllum tæklingum, djöf, koma með smá baráttu 🙂

  10. Úff, hvað Matip er óöruggur í öllum sínum aðgerðum!

    Ég brjálast út í hann ef hann gefur eitthvað skíta víti.

  11. Gult alla leið fyrir hrindinguna og svo annað gult fyrir að rífa í dómarann. Hefði átt að enda á rauðu. En þetta er derby. Game on.

  12. Skrítnasti dómari deildarinnar , sá hann ekki bakhrindinguna???
    Skiptir engu máli hvernig, Bara sigur í kvöld.

  13. Ég botna þetta ekki.

    Hvað segir Maggi eða aðrir dómaramenntaðir Koparar?

    Hefði þetta ekki alltaf átt að vera spjald á Holgate?

  14. Rúllum bara yfir þetta samma drasl í seinni hálfleik, koma svo ! !

  15. Sam Allardyce on whether it was a pen: “Yes. Don’t put your hands on a forward when he’s in the box. Don’t mess with him, push him or shove him. He had no need to do it.

    Ágæt að rifja þetta upp en þetta sagði Big Sam eftir síðasta leik gegn Liverpool og spurning um hvort að hann sé ekki samkvæmur sjálfum sér og er 100% samála vítaspyrnudómnum í kvöld 😉

    Annars er þessi leikur mun jafnari en sá síðasta hjá þessum liðum. Það vantar auðvita aðeins extra þegar það vantar bæði Salah og Coutinho en við erum samt búnir að vera betri án þess að opna þá mikið.

    p.s Hvernig Holgate slapp við gult spjald er ótrúlegt. Þetta er stórhættulegt og þótt að maður myndi ekkert segja við gulu spjaldi þá er þetta nær því að vera rautt heldur en ekkert (gult samt sangjarnt)

  16. Fínt að geyma Gylfa út á kanti. Takk Big Sam.
    Þetta er þéttur bikarleikur.
    Mistök í svona leik eru dýr og vonandi erum við með hausinn í þessu.
    Sýnist það so far.
    Virgil kemur ágætlega inn. Kjaftar á honum hver tuska, gòður á boltann og er að lesa.
    Smá ryð einu sinni kannski en flottur.
    Gott hjá Firmino að sýna attitude, þessi hrinding var hættuleg og skrítið að gula fór ekki upp.
    Höldum þéttleika og öryggi í seinni og siglum þessu í höfn.
    YNWA

  17. #1 Dómarinn er bara að tapa þessum leik og missir tökin á þessu með að taka ekki á þessari hrindingu og eftirmála þ.e. þegar það er rifið í hann….fáránlegt. Nema hvað það er gaman að sjá Shrek svona pirraðan og á gulu.

    #2 Þetta er eini hlekkurinn sem menn þurfa til að ná í bestu streymin á netinu, allt undir: https://www.reddit.com/r/soccerstreams/

  18. hvar er Can? týndur? nei ég sáann inná en skilar engu. þurfum að fara miðjubuff sem tæklar allt niður í moldina. við þurfum að fara taka hraustlegra á móti og sparka í leggi, þurfum fleiri Firmino sem er til í að taka á móti……

  19. Mér finnst dómarinn vera tuskuböllur fyrir að gefa tannkreminu ekki rautt.
    Finnst vanta sóknartilburði okkar manna, milner, roberyson og can að stjórna sóknarleiknum?!?
    En gott víti, koma svo!!

  20. Can að láta rooney líta út eins og graðann lítinn fermingarstrák 🙂

  21. finnst að Rooney ætti að vera einn í grænum búning meðan aðrir Efra Túns menn eru í bláu 🙂

  22. oooooooooog Lallana aaaalveg að verða búinn á því – nú væri gott að hafa eitthvað hresst á bekknum :/

  23. …er kannski örlítið meiri ró yfir öftustu línunni hjá okkur … ?

  24. Hvað er það með tveggja handa hrindingar sem dómarinn er ekki að fatta?

  25. Íslendingar halda áfram að skora bara gegn Liverpool. Þetta er eiginlega hætt að vera fyndið…

  26. Hvaða pungtak hefur þessi sam risaeðla á klopp ??? risaeðlufótbolti, ógeðslegt, við kunnum ekki að verjast

  27. Veit ekki hvort sé leiðinlegra…. Útsvar með Sóla Hólm og Gunnu Dís—— eða að sjá liverpool glata nyður forustu gegn Everton…… föstudagar eru bara ekki lengur mínir sjónvarpsdagar :/

  28. Af hverju erum við með yfirburðarmenn í öllum stöðum nema einni… markinu???

    Við erum búnir að fá 15 sambærileg færi og dugði Gylfaginningunni til að skora úr þessu eina #$%& skoti sem þeir náðu á markið í þremur leikjum.

  29. Karius er ein hörmung og reynir ekki einu sinni að stökkva í boltann!!

  30. VVD var nú ekki beinlínis vel staðsettur í þessu marki…

  31. Ohhh…. Vildi að við værum með Mignolet í markinu. Þá gætum við hraunað yfir hann fyrir að standa hreyfingalaus þegar að boltinn fer inn á eina staðnum í markinu sem var möguleiki á að skotið væri í.

  32. Klárt brot á Matip í aðdraganda marksins og svo er það haugurinn sem er að fara til Ítalíu frítt sem nennir ekki að hlaupa með Gylfa.

  33. #61 Hann var að hlaupa til baka frá því að vera einn okkar fremsti maður. Hins vegar var Milner illa staðsettur og hlustaði ekki á fyrirmæli VVD sem las leikinn mun betur.

  34. Can má drulla sér til Ítalíu núna ef þetta mun vera framlagið hans þangað til í sumar.

  35. Can átti þetta alveg skuldlaust, að nenna ekki að klára hlaupið. seljan hann núna til að fá eitthvað fyrir hann.

  36. Finnst einhverjum hèr eins og við höfum sèð þennan leik áður eitt skot á ramman eitt mark.

  37. Hvað er með þessa markmenn hjá okkur, agalegir klaufar á boltann, úff, kaupum plís

  38. #68, það er annar leikur í evratúni ef þetta fer jafntefli gegn drasli sam

  39. 75 millur Virgill byrjaður að borga til baka!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  40. Wijnaldum coveraði frábærlega fyrir Robertson þarna. Ekta sexu move, mjög vel gert.

  41. Fór úr vinnubuxunum og fór í Liverpoolbolinn og gallabuxur og VVD skoraði…. ekki flókið ?

  42. Flott að sjá VIRGIL ÖSKRA á Karies um að koma út og hreinsa . POTTÞÉTT ! !

  43. Van DIjk var æðislegur í þessum leik. Þetta mark kom úr hraðaupphlaupi og það var ekkert við staðsetningu hans að sakast. Gæði hans eru augljós. Hann vann alla bolta í sínum eigin teig og er rosalega góður á boltann. Vörnin er líka í heild sinni að lagast.

    Við sjáum líka hvað Salah er mikilvægur fyrir liðið. Everton hefði aldrei þorað að fara svona framanlega ef Mane og Salah hefðu báðir verið inná. Og þar kemur maður eins og Van Dijk sterkur inn í föstum leikatriðum því stundum er eina leiðin að senda Varnartröll eins og Van Dijk fram til að brjóta ísinn. Í raun eru það miðverðirnir í tveimur síðustu leikjum sem hafa gert útslagið í föstum leikatriðum.

  44. Leikur sem við áttum skilið að vinna vorum betri á vellinum allan tímann.

    Gylfi sýnir bara enn og aftur hversu mikill gæða leikmaður hann er og því ber að fagna því hann er jú okkar landsliðsmaður gott að markið hans dugði ekki til samt 🙂

    Virgil er að sussa á allar þessar raddir talandi um eitthverja verðmiða bara strax í fyrsta leik þetta er frábært!

  45. Síðustu tvö mörkin sem Liverpool hefur fengið á sig eru skoruð af Íslendingum.

    Hverjar eru líkurnar á því.

    Karius átti ekki góðan dag og ekki heldur Can.

    Áfram Liverpool

  46. Gapandi í dag hversu stór og mörg mistök voru gerð í leikmannakaupum fyrir komu Klopp, þetta byrjaði að gera vart við sig undir lok Rafa-tímans og svo var Brendan-tíminn ans mikið upp og niður hvað varðaði komu nýrra leikmanna og verð á þeim, svo ekki sé talað um það sem gerðist þar á milli.

    Aquilani og Marcovic voru til dæmis rándýrir leikmenn sem á núvirði, miðað við þreföldun á verði markaðarins á fáeinum árum, voru ekki langt undir verði Van Dijk í dag.

    Nánast öll kaup Klopp hingað til hafa gengið upp og því er frábært að sjá Virgil skora í sínum fyrsta leik. Þetta gefur leikmönnum í nýju liði svo mikið sjálfstraust sem bara bætir spilamennsku þeirra með liðinu.

    Það má enn bæta en efist einhver um að Klopp sé með liðið á réttri braut hefur sá hinn sami ekki mikinn áhuga á fótbolta.

  47. Vorum við að sjá framtíðar fyrirliða þarna?
    Strax í fyrsta leik farinn að öskra á menn og taka af skarið, fyrir utan að skora sigurmarkið!

  48. Það tók Klavan 1 og 1/2 ár að skora
    Það tók VVD 1 og 1/2 klst. að skora
    Sturluð staðreynd 🙂

  49. Fínn leikur hjá VVD. Ekki auðvelt að detta beint inn í liðið einn tveir og bingó . Var greinilega orðinn vel þreyttur í seinni hálfleik en lét það ekki slá sig út af laginu og skorað með þessum geggjaða skalla! 🙂

  50. Okkar lið hefur aldrei átt svona miðvörð svo ég muni. Hann minnir svakalega á Terry, Ferdinand eða Campbell. Merkilegt að allir þessir miðverðir voru partur af bestu tímum Chelsea, Man Utd og Arsenal. Kannski var þetta púslið sem vantaði… Klopp er allavegana sammála m.v. verðmiðann! !!

    Nú er spennandi að vera LFC fan

Everton í bikarnum annað kvöld

Liverpool 2-1 Everton