Liðið gegn Swansea

Byrjunarlið Liverpool sem tekur á móti Swansea á Anfield er klárt. Klopp stillir þessu svona upp á öðrum degi jóla:.

Mignolet

Trent – Klavan – Matip – Robertson

Wijnaldum – Can – Chamberlain

Salah – Firmino – Coutinho

Bekkur: Karius, Gomez, Lovren, Milner, Lallana, Mane, Solanke

 

Fjórar breytingar. Mané fær sér aftur sæti á bekknum eftir daprar frammistöður undanfarið og Ox kemur ferskur inn. TAA kemur inn í stað Gomez, Matip snýr aftur eftir meiðsli og kemur inn í stað Lovren og að lokum kemur Gini inn á miðjuna stað Henderson. Mignolet heldur sem sagt sæti sínu, kemur mér svolítið á óvart, annars bara sterkt lið sem á að taka öll þrjú stigin. Það er bara krafa.

Koma svo! YNWA

53 Comments

  1. Gleðilega hátíð! Sterkt byrjunarlið og fátt kemur þarna á óvart. Mane missir sæti sitt mjög verðskuldað eftir vægast sagt daprar frammistöður undanfarið. Mjög sammála að gefa Trent tækifæri á kostnað Gomez.

    Nákvæmlega ekkert sem kemur á óvart með að hafa Migno í markinu. Fyrir utan skituna á móti Arsenal í síðustu viku er hann búinn að eiga ágætis tímabilið. Karius er bara ekki nægilega góður markmaður að mínu mati. Finnst umræðan um markmannsvandamál Liverpool alltaf frekar skrýtin. Mikið talað um að markmennirnir séu ekki nægilega góðir til að vera í toppbaráttu en enginn kemur með hugmynd hvaða markmann við eigum að fá í staðinn. Lloris, Courtois, DeGea, Cech, Buffon og Neuer. Þessir markmenn eru ekki á lausu, sorry. Allir markmenn gera mistök, líka þessir ágætu herramenn sem ég var að telja upp.

    Annars er ég bara góður og bjartsýnn. Spái öruggum 3 – 0 sigri. Firmino og Salah klára þetta fyrir okkur.

  2. Vonandi fáum við markvörð til okkar í janúar ásamt Virgil. Við verðum að vona að swansea eigi færri en tvö skot á rammann því mignolet fær á sig mark í öðru hvoru skoti sem hann fær á sig :-/

    # 1. það er verið að orða okkur við varamarkmann PSG, Þú nefnir bestu markmenn heims, en við erum með einn lélegasta ! Það að kaupa bara Pope frá Burnley yrði mikil bæting frá þessu uppfyllingarefni sem við erum með í markinu !

  3. Þvílíkt mark og vinnslan í Firminho er ótrúleg það er hans vinnsla sem skapar þetta mark frábær byrjun

  4. Firmino búinn að sýna einhverjar bestu 12 mínútur sem ég hef séð í langan tíma. Þvílíkur dugnaður og barátta.

  5. Við erum ekki að pressa þetta lið ! bökkum bara eftir að hafa skorað , hvað er í gangi þar ?

  6. Liverpool verður að halda áfram að pressa og ná öðru marki i fyrir hálfleik !

  7. Jafnræði með þessum liðum fyrstu 30 mín, sendingar ekki að rata á samherja og bara hálf andlaust allt !

  8. Liðið á gönguhraða fyrir utan þetta frábæra mark hjá Kút þá er í raun lítið að gerast.

  9. Ég veit ekki. Það væri að sjálfsögðu vont að missa Can á þessum tímapunkti en ég er ekki lengur jafn ósáttur við þá tilhugsun að missa hann eins og ég var í sumar. Mér finnst hann bara ekki í takti við liðið. Mér finnst hann þungur, hægur, lengi á bolta og hvorki bjóða upp á einhveja taka. Hvorki í vörn né sókn. Verð mjög sáttur ef hann fer næsta sumar, Keita kemur og við fengjum einn miðjumann í viðbót til að Henderson fái meiri bekkjarsetu.

  10. Minni ákefð en maður á að venjast í þessum fyrri hálfleik. Mjög flottir í transition, sérstaklega fyrstu 15 mín eða svo en minna að frétta á boltanum. Firmino bestur þrátt fyrir frábært mark hjá Kútnum. Menn mæta vonandi mótiveraðir til leiks í síðari og klára þetta þægilega!

  11. Firmino tók of langan tíma þarna hann er potþétt ekki sáttur við sig núna.

  12. Já…eigum auðvitað að vera 2-0 yfir en augljós þreyta í mannskapnum.

    Vonum að sá seinni klári þetta fyrir okkur…

  13. Bara einn Kútur sem skilur þessi lið að enn sem komið er. koma svo í seinni hálfleik, takk !

  14. Alltof hægur leikur hjá okkur og leikmenn hafa ekki orku í að pressa, um leið og Uxinn pressaði þá skapaðist eitthvað, Firmino átti að gera betur í færinu, annað hvort gefa á Salah eða skora sjálfur.

  15. Er að missa trúnna á Firminho , hvað þarf hann mörg færi til að skora

  16. Það er enginn eins pirraður og Firmino núna hann veit að hann átti að gera betur en við verðum að koma mikið beinskeyttari í seinni þreyta eða ekki swansea eru líka þreyttir þetta er ekki afsökun.

  17. Ég held að við ættum að setja Mane inná sem fyrst, ekki getur hann verið “þreyttur”

  18. Maður bað um beinskeyttari leik í seinni og maður fekk rúmlega það virkilega vel gert hjá þeim.

  19. Ég vill sjá þennan Solanke setja eitt….vonandi fær liðið víti til að koma honum í gang.

  20. Yndisleg frammistaða frá liðinu en þetta swansea lið er ekki að fara að gera neitt annað en að spila í annari deild að ári

  21. Hvaða hressingar lyf ( ræðu ) hafa okkar menn fengið í hálfleik, ég segi nú bara svona…..

  22. Frábær síðasti hálftíminn – pressa þessi lið í drasl.

    Bring on Leicester, pressa svona frá byrjun og við neglum það!!!

  23. Maður tapar bara ekki leik með Ragnar í vörninni….svo einfalt er það.

  24. Nánast fullkominn leikur, hefði Solanke skorað hefði þetta verið 100% smá stress í fyrri hálfleik en samt ekkert alvarlegt. Svakalegur seinni hálfleikur.

  25. Cleen sheet Klavan strikes again.
    Vel gert í dag, frábær leikur í alla staði.

  26. Hvað ætli við hefðum skorað mörg mörk hefði einhver annar en Mignolet verið í markinu?

  27. Er gríðarlega ósammála Hödda nr. 2 varðandi það að Mignolet sé “einn slakasti” markmaðurinn. Er alveg þokkalegur úrvaldsdeildarmarkvörður.

  28. Sindri við viljum samt ekki bara þokkalegan markmann…

    Þokkalegur markmaður tapar 12-15 stigum fyrir liðið sitt á leiktíð …. góður markmaður býr til 12-15 stig og skapar þar með mögulega toppbaráttu, það er það sem LFC þarf

  29. Ég sagði aldrei að ég vildi ekki betri markmann. Ég vil endilega fá betri markmann. En menn eru að láta eins og Mignolet sé að spila annan hvorn leik eins og á móti Arsenal og annað hvert skot eins og markið þar sem hann notaði aðra höndina færi inn. Klopp var nær raunveruleikanum þegar hann sagði að Mignolet hefði verið þetta í 99,9% tilfella, bara ekki þennan dag. Mignolet hefur oft bjargað stigum fyrir okkur og er amk svona 8-11 besti markmaður deildarinnar. Ég vil betri markmann en það, en mér dauðleiðist þetta bull sem hljómar eins og hann sé alveg arfavondur og ónothæfur og alslæmur. (Svona 18-20 “besti” markmaður miðað við umtal).

Svanirnir í heimsókn annan í jólum

Liverpool – Swansea 5-0