Arsenal 3-3 Liverpool

Mörkin

26′ Coutinho 0-1

52′ Salah 0-2

53′ Sanchez 1-2

56′ Xhaka 2-2

58′ Özil 3-2

71′ Firmino 3-3

Jæja enn og aftur er maður hálforðlaus eftir leiki með okkar mönnum en þrátt fyrir allt er maður orðinn vanur því að sitja í Liverpool rússíbananum.

 

Leikurinn

Eins og svo oft áður í vetur byrjuðu Liverpool leikinn vel og héldu boltanum ágætlega sín á milli. Á níundu mínútu meiddist Henderson og inn fyrir hann kom Milner, varafyrirliði fyrir fyrirliða. Það var ekki nóg liðið af leiknum til að geta dæmt ef eða hvað en Milner kom fínn inn og stóð fyrir sínu. Ómögulegt þó að ræða hvernig eða hvort leikurinn hefði þróast á annan veg hefði Hendo ekki meiðst. Á 22′ mínútu átti Firmino fyrsta góða færið þegar hann skallaði á markið en Chech varði vel. Á 24’mínútu átti Firmino svo annan skalla eftir frábæra sendingu Coutinho en sneiddi hann rétt framhjá fjær stönginni.  Á 26′ Mínútu kom fyrsta mark leiksins, Milner átti frábæra sendingu á Salah uppí hægra hornið sem reyndi að renna boltanum á Coutinho, en með viðkomu í varnarmanni Arsenal skoppaði boltinn fyrir Coutinho sem gerði vel í að halda hlaupinu áfram og skallaði hann yfir Chech í markinu 0-1. Á 32′ mínútu átti Firmino bylmingsskot rétt yfir. á 44′ mínútu átti Milner sendingu sem Koscielny kinksar og Salah komst einn í gegn en Chech varði, boltinn hrökk til Mané sem reyndi að klippa boltann en setti hann yfir. Strax á eftir á Mané sendingu á Salah sem kinksar boltann í ákjósanlegu færi og Everton leikurinn frá því um daginn farinn að hringja óþægilegum jólabjöllum. 0-1 var staðan þegar fyrri hálfleikur var flautaður af en hefði vel getað verið 0-4. Liverpool hreinlega betri á öllum sviðum og Arsenal fengu ekki færi í fyrri hálfleik.

Seinni hálfleikur byrjaði af sama kraftinum hjá okkar mönnum og drápseðlið til staðar. Salah fékk gott færi á 48´mínútu sem Chech varði en á 52´mínútu hefur Salah sókn, sendir á Firmino sem skilur hann aftur eftir fyrir Salah sem keyrði á vörn Arsenal og lætur vaða. Boltinn hafði viðkomu í varnarmanni Arsenal og í bláhornið 0-2. Chech hefði sennilega átt að taka þennan bolta en við kvörtuðum ekki. Ef einhver hélt að Adam væri í paradís á þessari stundu hefði hann átt að minna sig á með hvaða liði við höldum. Í hönd fóru ótrúlegar og pirrandi 388 sekúndur. á 53′ mínútu kom sending á fjærstöng fyrir mark Liverpool eftir varnarklafs og Gomez ákvað að gefa rándýra jólagjöf þegar hann horfði á Sanchez skjótast framfyrir sig og skalla boltann í netið 1-2. Ótrúlega lélegt hjá Gomez sem hafði verið alveg ágætur fram að þessu. Á 56′ lét Xhaka vaða á markið, fast skot en beint á Mignolet sem var ekki í síðra jólaskapi en Gomez og reyndi sjónvarpsmarkvörslu með annarri sem lak í netið 2-2. Ótrúleg ákvörðun en Arsenal þökkuðu gjöfina.  Á 58′ mínútu léku Özil og Lacasette sér í gegnum vörn Liverpool og Özil búin að skora 3-2. Sókn Arsenal var röð mistaka þar sem Robertson tapaði boltanum og Can hætti að elta Özil. Mignolet hefði svo mögulega getað gert betur. Miðja, vörn og mark í tómum vandræðum. Eftir þetta róaðist leikurinn aðeins en Klopp sá ekki ástæðu til að bregðast við með skiptingu. Á þessari stundu vildi ég fá Lallana og Chamberlain inn fyrir frekar slappan Mané og Coutinho sem átti ekki góðan seinni hálfleik.  Á 71′ mínútu jöfnuðum við leikinn þegar Can renndi innfyrir á Firmino sem skaut föstu skoti beint á Chech. Chech ákvað að gefa okkur jólagjöf líka þar sem hann átti að verja boltann en hann lak í markið 3-3.  Klopp skipti loks Mané út á 80′ mín og inn kom Wijnaldum. Coutinho færðist framar en fór útaf fyrir Chamberlain á 84’mín. Liðin skiptust á að sækja en leikurinn fjaraði út. Niðurstaðan hundsvekkjandi 3-3 jafntefli.

Bestu menn Liverpool

Þetta var leikur tveggja hálfleikja. Það reyndi ekki mikið á vörnina eða Mignolet í fyrri hálfleik og Coutinho átti spretti. Svo hrynur allt í síðari hálfleik. Heilt yfir var Firmino okkar besti maður þrátt fyrir mark og stoðsendingu frá Salah. Maður er orðinn svo fordekraður af Salah að maður býst alltaf við stjörnuleik. Firmino hljóp um allan völl og losaði um menn ásamt því að jafna leikinn og leggja uppá Salah í marki 2.

Slæmur dagur

Mignolet ásamt Gomez hljóta að fá nafnbótina að þessu sinni þrátt fyrir að fleiri hafi ekki átt sinn besta leik. Enn og aftur vantar alvöru stjórnanda í vörn og á miðjuna og ég hef orðið töluverðar áhyggjur af Mané. Þetta eru orðnir nokkrir leikir í röð sem hann er ekki á sínu besta, er með mislukkaðar sendingar, erfið fyrsta snerting og á það til að hengja haus ásamt döprum ákvörðunum samanber þessa klippu þegar hann hefði annaðhvort getað gefið aftur á Salah eða reynt að ná honum niður fyrir sig. Coutinho var svo ekki góður í dag og þetta eru þeir menn sem maður gerir mestar kröfurnar til. Það er lenska að kenna einum manni um eftir leiki og taka hann af lífi en það þarf meira en barnalega ákvörðun Mignolet til að missa 0-2 leik niður í 3-2. Þar með er ég ekki að segja að Mignolet sé ekki skúrkur dagsins ásamt Gomez.

Tölfræðin

Coutinho var að leika sinn 150. deildarleik. Salah er kominn með 15 mörk í deildinni þremur mörkum betur en Kane sem er með 12. Enn sitjum við í fjórða sætinu og munum að öllum líkindum gera enn á annan í jólum þegar við tökum á móti Swansea á Anfield.

Umræðan eftir leik

Mignolet er að stela og mun stela flestum fyrirsögnum ásamt Gomez eftir þennan leik.  Ekkert var hægt að kvarta yfir dómgæslu að mínu mati svo það er ágætt að sleppa við þá umræðu. Aðdáendur Liverpool sjá glasið ýmist hálffullt eða hálftómt. Niðurstaðan er þrátt fyrir hundsvekkjandi jafntefli eitt stig á Emirates og fjögur gegn Arsenal í vetur og við sitjum áfram í fjórða sætinu. Enn og aftur þá er maður svekktur en veit sem er að þetta er ekkert svartnætti. Mikið væri ofboðslega gaman að fá góðan hafsent í þetta lið í janúar og ef ekki núna þá veit ég ekki hvenær Karius fær alvöru sénsinn. Einnig verður unun að fá Keita inní þetta lið. Umræðan um karakter og að missa niður forskot verður gegnum gangandi í vetur og Klopp verður að finna lausn á þessu.

Að þessu sögðu óska ég ykkur öllum Gleðilegra Jóla.

70 Comments

 1. Gott stig, fjandakornið hafi það.
  Hefði viljað öll en við fengum thriller leik á föstudagskvöldi.
  Gengur þetta ekki út á það?
  YNWA

 2. Gáfum 3 mörk, er það ekki það sem jólin snúast um.
  En ég er sáttur að tapa ekki á þessum velli en erfitt að sjá liðið enn og aftur tapa niður forystu.
  Höldum 4 sætinu um jólin og reynum að taka ekki alla leikmenn af lífi hérna í commenta kerfinu.

 3. Vill aldrei aftur komast í 2 eða 3-0 aftur. Frekar 0-0 þanga til í lokin þá meigum við skora

 4. Tvö töpuð stig og jólagjafir frá vörnum beggja liða.
  Þigg engu að síður stig frekar en tap.

  Þá er bara gíra sig upp fyrir hádegisleikinn á morgun El Classico.

 5. Hundsvekktur yfir þessum úrslitum. Að vera 2-0 á móti slöku liði Arsenal er dæmi sem á að klárast. Ætla að vona að þetta hafi verið síðasti leikur Mignolet í Liverpool treyjunni. Þolinmæðin gagnvart Gomez er jafnframt á þrotum. Að mínu mati er stærsta sökin hans. Að vera “ballwatching” á fjærstöng á ekki að gerast í Premier league!. Þessi mistök segja mér að viðkomandi er enganveginn tilbúinn í að berjast á hæsta stigi.

 6. Talandi um blendnar tilfingar þá er það svona leikur.
  Stig gegn Arsenal úti mjög gott
  Flottur fyrirhálfleikur mjög gott
  Hefðum átt að skora meira samt mjög slæmt
  Náum að skora annað markið strax í síðari mjög gott
  Gomez langar ekki að halda hreinu og gefur mark mjög slæmt
  Mignolet gaf Arsenal jólagjöf með skelfilegri markvörslu mjög slæmt
  Fáum á okkur þriðjamarkið eftir flott spil hjá Arsenal mjög slæmt
  Gefumst ekki upp og náum að jafna mjög gott
  Leikurinn í járnum og möguleiki á sigri alveg fyrir hendi en 1 stig á erfiðum útivelli = fínt

  Þetta var alveg magnaður leikur og 3-3 segjir eiginlega allt um þessi lið. Bæði lið geta sótt og skapað en hvorugt getur varist. Mörkinn sem við fengum á okkur voru tvö skelfileg einstaklingsmisstök(Gomez sofnar og Mignolet með gúmi hendur) en á móti kemur þá fengum við auðvita mörk sem Arsenal liðið er alls ekki sáttir við sína varnarvinnu.

  Búnir með Arsenal á þessu tímabili og núna þarf bara að halda áfram og ná í 3 stig í næsta leik gegn Swansea

  Maður leiksins: Millner mér fannst hann koma mjög sterkir til leiks.

  YNWA

 7. Hefði samþykkt jafntefli fyrir leik.. Erfitt að velja mann leiksins, Firmino eflaust ofarlega á blaði en Mignolet átti mark 2 en greinilegt að fókusinn fór í 6 mínútur og það kostaði tvö stig í dag.

  Gleðilega hátíð og þökkum fyrir fjórða sætið

  YNWA

 8. En hvað var Mignolet að reyna í öðru markinu, að reyna að grípa boltann með annari hendi? Afhverju setti hann ekki báðar hendur í skotið?

  Mané, hvað á maður svo að segja um hann, eigingjarn og með lélegar ávarðanir. Með opið mark og hann hoppar í einhverja hjólhestaspyrnu. Taktu tuðruna niður og settu hann í hornið eða gefðu hann á lausa menn í teignum.

  Að vera með bestu sóknarlinuna í deildinni en einn af 3 lélegustu markmönnum, eina af 5 lélegustu vörnunum og eina af 3 lélegustu sópurum á miðjunni þýðir aðeins eitt. Annaðhvort fara góðu sóknarmennirnir eða veskið er opnað og nokkrar stöður aftarlega á vellinum eru bættar. Góð sókn vinnur leiki en góð vörn vinnur titla.

 9. Ekkert til að skammast sín fyrir að gera jafntefli við Arsenal á þeirri heimavelli.
  Þessi leikur var skemtilegur á að horfa þó að úrslitin hefði mátt vera okkur í hag.
  Spái því að Mane vinur minn setjið á tréverkið í næsta leik og vonandi nær hann að spjalla við Mignolet þar Því aumingja kallinn átti að verja þetta skot sem kom alla leið frá Sviss.

 10. Tryllir og dúndrandi skemmtun, þrátt fyrir skítúldnar fimm mínútur hjá okkar mönnum.

  Salah með mark og tvær stoðsendingar. Hann á að fá möndlugjöfina, engin spurning.

  Firmino: I’ll have what ever he’s having. Hann hættir aldrei!

  Mané þarf að fara í höfuðstillingu.

  Mignolet þarf að … fara.

  Örugglega enginn svekktari en hinn ungi Joe Gomez, en það er staðreynd að hann átti sök í amk. einu af Arsenalmörkunum.

  Nú er bara að njóta hátíðarinnar framundan.

 11. Það er eins og þeir hafi hætt að spila eftir að Migno tognaði á heila og ákvað að nota eina hendi í stað tveggja þegar boltinn kom nánast beint á hann.

  En menn verða samt að steppa upp geta ekki bara hætt að spila útaf mistökum en ég óska eftir FYRIRLIÐA hjá Liverpool mann sem rífur menn áfram og stappar í þeim stálinu þegar svona gerist og það gerist ekki þegar hann er meiddur ár eftir ár það vantar nýjan fyrirliða
  Geggjaðir einstaklingar í þessu liði en virka stundum hauslausir þegar svona gerist.

 12. Hrikalega hlakka ég til að fá Keita inn – Can var hörmung ásamt Mignolet og Gomez.

 13. Geggjaður leikur. Fagna þessum úrslitum, svona á Fótbolti að vera spilaður þess vegna elskum við þessa íþrótt. Ég myndi missa áhugan á fótbolta ef ég héldi t.d með man utd. Væri gaman ef fleiri stórlið tækju þetta til fyrirmyndar og færu í alla stórleiki svona. Varnarmistök fylgja oft í svona leikjum. Enn ég man varla eftir leik þar sem Mignolet vinnur stig fyrir okkur.

 14. Það er nú ekki létt að ná stigum þarna og fyrirfram er eitt stig ásættanlegt en miðað við hvernig við skitum í dag þá áttum við ekkert skilið úr þessum leik.

 15. Skemmtilegur leikur og góð úrslit, en samt óbragð í munni, því við áttum að klára þetta…

 16. Erfitt að vera betra liðið í 84 mínútur og sætta sig við 1 stig, en djöfull var þetta rosalegur leikur!

  Ég ætla ekki að taka höfuðið af neinum, en Gomes og Mignolet mega alveg viðurkenna að þessi 2 stig voru þeirra. Mané reyndar líka, hvaða fíbbli dettur í hug að reyna hjólhestaklippu fyrir nánast opnu marki með nóg af plassi í stöðunni 1-0 rétt fyrir leikhlé? Jújú, maður hefði tekið gott stökk og ágætis öskur hefði hann skorað, en fyrst þetta fór forgörðum þá ekki.

  Ég hef samt góða tilfinningu fyrir komandi leikjaálagi, finnst eins og okkar menn séu í alvörunni tilbúnir í þessa geðveiki.

 17. Vera Komin 0-2 yfir og mane með ca 5 dauðafæri, þá ættum við að hafa rúllað yfir þetta arse lið. Okkar galli er hins vegar vörn og skelfilegir markmenn, sem kosta okkur ca 12-18 stig á tímabili. Meðan hinir bjarga 15-20 stigum.

 18. Frábær skemmtun og þrátt fyrir að maður hefði þegið jafntefli fyrir fram átti þessi leikur að vinnast. Nokkurra mínútna einbeitingarleysi og mistök (ekki bara varnarlega, færin seint í fyrri hálfleik líka!) kostuðu tvö stig í kvöld.

  En já, ég held að Liverpool eigi töluvert meira inni hin liðin sem munu bítast um 2.-4. sætið.

  Hafið það gott um jólin, kæru Kop-verjar!

 19. Ef að Klopp er að nota sömu aðferð á Karius eins og hann notaði á Moreno, þ.e.a.s. hvíla hann meira en minna yfir heilt síson og nota hann síðan sem fyrsta valkost og þannig stórbæta markmannsstöðuna þurfum við ekki að kaupa Keeper í sumar, annars þurfum við.

 20. Mignelot gerði ein mistök, Gomez gerði 1-2 mistök. Hvað gerði Mane mörg mistök? Gerið þið engin mistök kæru félagar?
  Maður hefði alveg tekið eitt stig fyrirfram úr þessum leik, Arsenal er bara alls ekkert lélegt lið eins og sumir hér virðst halda. Ég gleðst yfir góðum og skemmtilegum leik sérstaklega í fyrri hálfleik. Vildi mörk og við fengum nokkur. Einbeitingarleysi kostaði því miður leikinn en þetta var alls ekkert gefið og svona hlutir eru partur af boltanum. Mér fannst Firmino bestur í kvöld, gafst aldrei upp. Gleðilega hátíð!

 21. Ég þarf ekki Samsung S8 síma í jólagjöf, mig langar frekar í markmann sem gerir ekki mistök. Mistök hjá markmönnum gerast, en þurfa þau að vera í hverjum einasta leik?

 22. Hans. Mignolet gerði ein stór mistök og hefði lika átt að gera betur í þriðja markinu, var alltof fljótur niður. Hann er búin að gefa alltof mörg mistök síðan hann kom til LFC hann tími er löngu liðin og hann hefur aldrei verið nóg og góður fyrir þetta lið og verður aldrei.

 23. Alveg með ólíkindum að lesa mörg kommentin um hvað jafntefli sé nú bara ekkert svo slæm úrslit.

  Er fólk ekkert búið að fylgjast með á þessu tímabili?

  Ágætu félagar,
  þetta var áttunda helvítis jafnteflið á tímabilinu.

  Já, Liverpool (ásamt WBA) er með flest jafntefli allra liða, það sem af er tímabils.
  Ef ekki væri fyrir þessa staðreynd, þá væri maður kannski aðeins sáttari með stigið.

  Svo er verulega dýrt að ná ekki þremur stigum á útivelli, í ljósi þess að liðið er oftar en ekki mun betra á útivelli, þegar lið opna sig og leika til sigurs. Við eigum hins vegar oft í erfiðleikum á Anfield þegar lið pakka í vörn.

  Dömu mínar og herrar,
  við skoruðum þrjú mörk á móti Arsenal á Emirates. Og það dugði ekki.
  Það er bara enn ein staðfestingin á því að vörn og markmaður eru hörmung. Alltof oft erum við að sjá einstaklingsmistök markmanns eða einhvers í vörninni sem kosta okkur gríðarlega.

  Næsti leikur gegn Swansea, lélegasta liði deildarinnar, á Anfield. Ætli það verði ekki túristarúta af stærstu gerð og því borðleggjandi tap eða í besta falli jafntefli.

  Áfram Liverpool og gleðileg jól til ykkar allra.

 24. Yfirburðir í 70 mínútur af 90. Mýgrútur af færum. Kæruleysið augljóst. Boltinn féll með okkur í öllum mörkunum. Hefðu öll geta endað í lakinu.
  Ungu bakverðirnir enn að gefa aulamörk. Og belgíski brauðfóturinn er kominn á skilorð.

  Búnir að slá öll met í að glata forystu væntanlega.

  En aldrei leiðinlegt!
  Djöss spennufíkill hlýtur Klopp að vera.

 25. Aldrei slíku vant fannst mér Lovren og Klavan vera solid í kvöld. Mignolet og seinni hálfleikur hjá Gomez eyðilögðu partýið. Þeir áttu 4 skot á markið og 3 mörk.

  Á móti Utd áttu þeir 33 tilraunir og 14 á markið en töpuðu samt. Þar kom markmaður á heimsmælikvarða að góðum notum.

  Held að við verðum að viðurkenna að þetta Mignolet dæmi er búið. Því miður.

  Leikurinn átti að vera búinn í hálfleik miðað við færin.

 26. Sæl og blessuð.

  Skúrkar dagsins:

  1. Mané fyrir endalaust rangar ákvarðanir. Er búinn að fá mig fullsaddan á þessu fyrrum eftirlæti mínu. Hvaða rugl var t.d. þessi skæraspyrna með Firminó rétt við hlið sér???
  2. Gomez fyrir að taka ekki á móti Sansésinum (sem við áttum aldrei að hleypa yfir til Nallanna). Öm-mur-rleg-gt.
  3. Belgísku súkkulaðihendur markvarðarins. Er Össur ekki með eitthvað við þessu? Hvað er málið að setja aðra höndina á loft þegar boltinn flýtur beina leið – algjörlega beina leið – ekki af varnarmanni – ekki með snúningi – nei bara beina leið á markmanninn sem á að grípa hann eða leggja fyrir fætur sér og taka hann þar upp? hvers konar amatör er þessi maður?
  4. Klopp. Sorrí, hann á ekki sökina á #3 en það er einhver taugaveiklun samt í gangi, vantrú á málstaðnum eða eitthvað slíkt. Þá átti hann að vera búinn að gera breytingu miklu fyrr. Ok það var klúður að Hendó skyldi þurfa að fara að velli svona snemma en Chambo átti allan daginn að koma inn fyrir Can og Mané átti að fara út af miklu fyrr. Sá siðastnefndi á að fara í einhvern stuðnings/sjálfshjálparhóp fyrir leikmenn sem kunna ekki að taka ákvarðanir (sjá lið #1). Það hefði verið epískt að fá inn óþreyttan og spólgraðan Chambó þarna inn, miklu fyrr, sem hefði spænt upp grænu flötina á sínum gamla emíretsheimvavelli.

  Svo í ljósi umræðunnar um Klavan blessaðan – þá fannst mér hann leysa sitt hlutverk alveg ágætlega. Lovren átti reyndar furðulega fellu þarna í vítateig andstæðinganna þegar honum nægði að leggj’ann fyrir. En annars var hann bara ok í vörninni.

  Hetjur dagsins voru þeir leikmenn sem héldu haus. Firminó stóð sig með eindæmum vel og var óheppinn að skora ekki mark fyrr í leiknum.

  Það er full ástæða til að leggjast í sjálfrýni og endurmat þegar svona drulla verður.

 27. Ég skil þennan leik ekki. Arsenal fékk ekki færi í fyrri hálfleik og síðari hálfleikur virtist verða eins en þá eins og hendi væri veifa varð Liverpool fullkomnlega andlaust og fékk á sig þrjú mjög ódýr mörk.
  Sem betur fer sýndu þeir karakter og komu til baka en samt sem áður tvö dýrkeypt stig. Þessi leikur minnti mikið á Sevilla leikina báða. Allt virðist ganga samkvæmt óskum en svo þegar andstæðingurinn fer að berjast og glefsa frá sér er eins og liðið fari ofan í skelina og hætti að spila með kassann út í loftið.

 28. 7-3 samanlagt á móti Arsenal á þessu tímabili 1 sigur á Anfield og 1 jafntefli á Emirates á einum erfiðsta úti velli englands í dag þar sem þeir hafa bara tapað einum leik á tímabilinu.

  Síðustu 17 viðureignir gegn þeim er staðan svona 5 win 5 töp 7 jafntefli hjá Arsenal er það.. you guessed it 5 win 5 töp 7 jafntefli.
  Þessi lið eru stálinn stinn þegar þaug mætast og eru keimlík á köflum hvernig þaug spila.

  Ég lít á þetta svona allavega við erum búinn að vinna þá yfirgnæfandi á þessu tímabili innbyrðis það er nóg fyrir mig 🙂
  Svekk að taka ekki 3 stig í kvöld en shit happens þetta var skemmtilegur leikur engu að síður!

 29. Sæl öll!
  Fjörugur leikur, frábær fyrri hálfleikur og mjög sterkt að ná aftur yfirhöndinni eftir hinar hörmulegu 5 mínútur þegar leikurinn snérist.

  Sóknarleikurinn frábær þegar andstæðingarnir þurfa að sækja og opna sig. Salah er svo heitur að það fer nánast allt inn hjá honum. Mane er allur að koma til, nær a.m.k. að koma sér í færi og það styttist í að mörkin fari að skila sér.

  Mignolet og Gomez áttu ágætan leik en var refsað illa fyrir 2 slæm mistök. Tel að menn megi ekki dæma þá of hart nema þetta haldi áfram.

  Var hins vegar undrandi að sjá holninguna á Can. Hann hefur eitthvað aðeins dottið í Schnitzel, Wurst & Glühwein á aðventunni, virkar 15 kg þyngri en fyrr í haust, bæði meiri um sig og hægari. Í 3. markinu er hann að elta Özil en klárar ekki, stoppar á vítateigslínunni og leyfir Özil að hlaupa óvaldaður inn í teiginn þegar hann fær boltann eftir hælsendinguna.

  Hef verið hugsi yfir kosti róteringa þegar leikmenn koma spikaðir og úr formi úr “hvíldinni”.

  En liðið er að leika spennandi bolta og ég hlakka mikið til að sjá næsta leik á þriðjudaginn!

  En þangað til, gleðileg jól!

 30. Núna mæta röflararnir til leiks og rífa og tæta niður Liverpool og sjá enga glætu í leik liðsins . Ein athugasemdin hljóðaði svo að við áttum ekkert skilið úr þessum leik. Þvílík öfugmæli. Þetta var mjög góður leikur ef undanskildar eru 5 mín leikkafli í senni hálfleik. Liðið hefur aðeins tapað 3 leikjum í öllum keppnum í vetur. Jafnteflin eru dýrkeypt þegar kemur að stiga söfnun. Klopp er að byggja upp liðið og þeir spila góðan og skemmtilegan fótbolta. Þvílík skemmtun að horfa á þetta lið. Þeir hafa verið með yfirburði í öllum leikjum sínum í vetur fyrir utan tapleikinn gegn City og Tottenham. Ég er viss um að Klopp gerir bragarbót á vörninni í næsta sumar glugga . Getið þið bent mér á einhvern markmann sem gerir ekki mistök eins og Mignolet einu eða tvisvar sinnum á leiktímabili. Þetta eru fyrstu allvarlegu mistök hans og það í leik 19 í deildinni. Það var sterkt að koma til baka og ná jafntefli því oftast tapast leikir sem þróast á þennan hátt .

 31. Mín skoðun á slakri frammistöðu Mane að undanförnu er sú að eitthvað sé að á milli hans og Klopp. Held að þeir þurfi báðir á sálfræðiaðstoð að halda, ekki síður þverhausinn hann Jurgen Klopp, sem segir ,, Við erum alltaf betri þegar við gerum jafntefli “. Átta jafntefli í deildinni og alltaf betri sko og nota svo Mignolet áfram sem fyrsta valkost eftir áramót. Eitthvað til að hlakka til, eða þannig – Gleðileg Jól !

 32. Lið sem að startar með Mignolet, Gomez, Lovren, Klavan og Robertson sem öftustu fimm er ekki að fara afreka mikið.

 33. Það pirraði mig dálítið attitude-ið á Mané þegar hann var tekinn útaf.
  Hann þarf að passa sig í stjörnustælunum. Þeir ganga ekki upp hjá Liverpool.

  Eftir þennan leik setja nokkrar milljónir stuðningsmanna skóinn út í janúargluggann og biðja um markmann.
  Hvur gæti komið inn?
  Ég vil fá markmann sem stendur í lappirnar, er með presense og kjaft.
  Hvar finnum við hann?
  YNWA

 34. Svakalegur leikur. Áttum að vinna og arsenal voru drulluheppnir að við vorum í jólaskapi, gefandi mörk hægri og vinstri. Annars er ég hrikalega sáttur við kraftinn í liðinu okkar. Erum alltaf að keyra yfir liðin en úrslitin mættu vera betri, það kemur. Gleðileg jól alle sammen!

 35. Ekki í fyrsta skiptið sem gomez gleymir sér eða gerir mistök í þessari stöðu bara síðast gegn west ham. Klopp og félagar verða að vinna með hann í þessari stöðu því drengurinn er efnilegur.

  Og Simon maður var farinn að treysta þér…
  Þá kemur þetta…
  Annars finnst mér hann hafa farið vaxandi í vetur meira segja farinn að svíppa ansi vel..

  1 stig úti gegn arsenal og 4 í heild á þessu tímabili er ekki slæmt en hefði viljað 6 stig úr þeirri stöðu sem upp var komin fullþroskað lið hefði náð því…

  En vonandi er liðið nægjanlega þroskað til að koma til baka og klára topp 4 þetta tímabilið og halda áfram að verða betra hef fulla trú á þessu verkefni og endurtek 4 stig í heildina gegn arsenal er á pari

 36. pollíönnukomment ; gott stig , FUCK ! ! ! Lið sem eru komið 0-2 yfir á útivelli á að vinna leikinn. Við erum bara aumingjar að halda út forustu. Klopp getur það ekki, bara Móri, við ættum kannski að tékka á þeim óþverra, hann getur allavega unnið leiki 1-0.

 37. https://twitter.com/bet365/status/944321161403535360

  Ég held að þetta segi alla söguna. Jú, Mignolet er ekki besti markvörðurinn í deildinni. Hann er engu að síður sá markvörður sem er búinn að halda næstbesta markverðinum í Bundesligunni á bekknum. Alveg eins og líklega allir aðrir væri ég til í að fá inn markvörð sem er klár bæting í þessari stöðu. Skal hins vegar auðveldlega viðurkenna fávisku mína í að tilnefna einhvern. Mér fróðari menn nefna Oblak, og ef hann fæst þá væri það frábært. Held að síðasta sumar hafi kennt okkur að þó svo Klopp vilji fá leikmann X á svæðið þá er það svo fjarri því að vera auðsótt mál.

  Ég held að vandamálið liggi mun frekar í hugarfari liðsins. Það að liðið skuli vera það lið sem oftast hefur glutrað niður unninni stöðu Í EVRÓPU hlýtur að segja sitt. Ég held að þetta sé vandamál sem megi rekja lengra aftur í tímann heldur en frá því þegar Klopp kom inn. Það sem Klopp virðist vera að gera er að sýna leikmönnum traust, og sýna jafnframt þolinmæði. Eiginleiki sem mætti klárlega vera sýndur oftar í deild þar sem er búið að reka 8 af 20 stjórum fyrir jól.

  Ég ætla einfaldlega að treysta Klopp. Ef hann ákveður að sýna Simon Mignolet meiri þolinmæði, þá virði ég það. Ef hann ákveður að taka Karius inn (eða Ward, eða Grabara…), þá mun ég virða það.

  En umfram allt ætla ég að sýna Klopp og liðinu þolinmæði.

 38. Ég er ekki endurskoðandi félagsins, yfirnjósnari eða sérstaklega góður í fótbolta ef út í það er farið en má ekki bara kaupa Schmeichel í janúar. Þarf þetta eitthvað að vera flókið? Langar 100x meira í nýjan markmann í Janúar heldur en varnarmann.

 39. Það sem minn maður Daníel#40 sagði, það hefur alltaf verið vandamál að halda forystu. Ég vinn með mörgum Pólverjum og þeir segja að Grabara sé næstur inní landsliðið. Vill ekki sjá þennan Ward fá mínútur. Migno hefur verið betri en á síðasta tímabili en samt ekki nógu og góður fyrir Liverpool (ekki heldur fyrir Newcastle). Varnarlínan er þunn en sóknin þykk. Ef við spreðum 60 milljónum í janúar ættum við að vera með öruggt CL sæti og vonandi einn bikar. Ég er bjartsýnn á framhaldið en held samt að Coutinho sé búinn að fá nóg af næstum því world class bolta og vilji fara í janúar.

 40. Eins og íþróttafréttamaðurinn Hörður Magnússon twittaði;

  “Eina liðið í heiminum sem getur yfirspilað andstæðinginn en samt fengið á sig 3 mörk á 390 sekúndum. Trúin á jólaveininn hjá #lfc mjög sterk.”

  Það er náttúrulega fullkomlega óskiljanlegt að við séum enn að burðast með Mignolet í marki og Lovren sem leiðtoga varnarinnar. City voru í sömu stöðu síðasta sumar eftir að Claudio Bravo reyndist ekki nógu góður í enska boltann sem og bakverðirnir orðnir of gamlir. Pep Guardiola bara gekk í málið og reddaði hlutunum. Ekkert helvítið meðalmennskurúnk. Hafa ekki litið tilbaka eftir það.

  Klopp og FSG verða að fara fatta að þeir hafa ekkert endalausa þolinmæði okkar. Ekki séns að Coutinho, Salah, Mane og Keita nenni heldur að hanga mjög lengi á Anfield ef FSG ætla að taka sér 3-4 ár að laga vörnina hægt og rólega. Coutinho mun þá bara fara fram á sölu í janúar eða næsta sumar og eyðileggja liðsmóralinn með langdregnu stríði í fjölmiðlum.

  Lið sem tapar gjörunnum leikjum trekk í trekk niður í jafntefli er í augljósum skorti á leiðtogum og sálrænum styrk. Arsenal voru yfirspilaðir og skíthræddir við okkur fram að stöðunni 2-1 þegar Gomez fær brainfart og gleymir með öllu að spila vörn. Þá slökknar bara á öllu liðinu og við bökkum og bökkum inní teig eins og sást greinilega í 3.marki Arsenal.

  Koma svo FSG. Sóknin er stórkostleg (ein sú besta í Evrópu) og við erum í dauðafæri á næsta ári að berjast um titilinn. Komum Mignolet, Lovren og Sturridge frá liðinu og alvöru leiðtoga á miðjuna í staðinn fyrir Henderson. Fáum svo alvöru Striker eins og Aubameyang og þá getum við farið að spila eins og menn.

 41. Einfaldlega frábær leikur. Skítt með úrslitin. Live it up. Er hægt að biðja um eitthvað betra?

 42. þetta var einn lélegasti leikur sem maður hefur séð lengi. Báðum liðum til skammar. Okkar menn, hvaða fokk var í gangi ? Hvenær fer stjórinn að fatta það að okkur vanti markmann, nú er kominn tími á að leyfa Karíus að fá lotu eða Ward. Mane , Can ?? hvað er í gangi með þá, Mane ætti að senda í varaliðið þangað til að vakni aftur. við erum Liverpool og það er ekki boðlegt að bjóða uppá svona skitu !

 43. spáði 4-4 í frábærum leik. Niðurstaðan 3-3 í frábærum leik mínus 6 mínutur af hálfu okkar manna. Mistök gerð báðum megin af markmönnum og varnarmönnum en svona er þegar sóknarbolti er hafður í fyrirrúmi. Var ekki klopparinn búinnað lofa þungarokki ? Nú er að setja sig í stellingar fyrir næsta leik sem verður af allt öðru caliberi, þangað til njótið jólanna kæru poolarar. Gleðileg jól !

 44. Frábær skemmtun þessi leikur þótt úrslitin hefðu mátt vera önnur. Ég er svo stoltur af þessum strákum . Ég á svo erfitt með að skilja hvers vegna Liverpool aðdáendur þurfa alltaf að finna blóraböggla þegar liðið missir niður unnin leik trekk í trekk í jafntefli eða eins og gegn Bournemouth í fyrra í tap. Sem dæmi Gomes sem hefur leikið frábærlega að undanförnu og er einn efnilegasti ungi leikmaður deildarinnar. Nú allt í einu vilja menn hann burt. Bara kaupa nýjan leikmann að hætti City . Sama gildir um Mingnolet og Lovren. Ég er svo sammála Daníel sem hittir oft naglan á höfuðið að þetta liggur í bæði í hugafari liðsins og einkum leikaðferð og skorti á leiðtogahæfileikum í vörninni. Leikaðferð okkar snýst um að spila skemmtilegan fótbolta sækja fram á völlinn og vinna leiki. Minni áhersla lögð á vörn . Þetta liggur í DNA liðsins. Þessi leikstíll býður upp á varnarmistök eins og við sáum í gær en ég er viss um að Klopp leysir þetta vandamál á næstu misserum með kaupum á einum eða tveimur gæðaleikmönnum. Í hvert skipti sem ég sé Man. United spila þá er ég svo þakklátur fyrir að við höfum Klopp. Ég gæti aldrei sem stuðningsmaður Liverpool sætt mig við slíka varnarsinnaða spilamennsku jafnvel þó við værum með nokkur fleiri stig. Klopp gerir sína leikmenn betri. Móri eyðileggur sköpunargáfu sinna leikmanna og gerir þá lélegri. Áfram Liverpool . Gleðileg jól.

 45. Þetta var góður leikur ef við sleppum þessum 5 mínútum sem Mané hætti að hjálpa vörninni. Og út af því kom fyrirgjöf sem gaf mark og skot utan af velli. Klopp reyndi að redda því með því að færa hann yfir en hann var ekki betri þar. Og var skipt út af, kannski full seint. Hvað er að gerast með hann??

 46. Sælir félagar

  Það er gott að ég sá ekki þennan leik “live” því ég hefði örugglega sturlast. Það eru greinilega mikla tilfinningar í gangi hérna og ég skil það vel. Mér finnst að Gomes eigi það skilið að fá fyrirgefningu okkar vegna æsku sinnar og reynsluleysis. Þessi mistök sem menn ræða um hér fara í reynslubankann margfræga og hann á bara eftir að verða betri.

  Hvað Mignolet varðar þá hefi ég kallað eftir því að Karíus fái sénsinn í nokkra leiki því þrátt fyrir “hreint lak” hjá honum nokkrum sinnum (Klavan!?!) þá er hann ansi oft búinn að vera tæpur og hann gerir yfirleitt mistökin þegar síst má við. Af hverju missir hann ekki boltann fyrir mistök í leikjum sem við vinnum 3 – 5 núll. Nei það er einmitt í svona leikjum sem hann bregst. Nú vil ég Karíus inn amk. fram yfir áramót.

  Annars er ég bara góður og mun taka þennan leik á Liverpool vefnum þegar örendi gefst til og bestu jólakveðjur til ykkar félagar fjær og nær héðan frá Valensia. El Clasico í dag og stuð á spænskum pöbbum.

  Það er nú þannig

  YNWA

 47. Ef varnarmaður og markmaður gerir mistök þá fara allir hér úr hjörunum. Hvað með öll dauðafærin sem sóknarmennirnir klúðruðu?

 48. Þetta var Liverpool og Arsenal. Við hverju var að búast ? Falleg mörk og skelfileg mistök, er það ekki eitthvað sem hefur einkennt þessi lið í nokkur ár.

  Gleðileg jól.

 49. Eins gott að Liverpool og Arsenal spila ekki gegn hvort öðru oftar en þetta, þá væri ástæða til að hafa áhyggjur af heilsufari aðdáenda beggja liða!

 50. Þetta var svekkjandi, verður að segjast eins og er.

  En hinsvegar má ekki líta framhjá því að við erum betri en í fyrra, og liðið er hægt og bítandi að bæta sig. Við erum búnir að tapa tveim leikjum í deildinni í ár, við erum í langflestum tilfellum miklu betra liðið í okkar leikjum. Þeim fjölmörgu leikjum sem ég man eftir í fyrra þar sem við einfaldlega gátum ekki neitt hefur stór fækkað.

  Það vantar herslumuninn á þetta hjá okkur, held að þetta sé á réttri leið og nú verður Klopp að fara að hugsa um að bæta þessa vörn, ef hann getur lagað það þá er framtíðin björt.

 51. Þetta Liverpool lið mundi jafnvel lita illa ut með sjálfan Sergio Ramos og Tiago Silva i vörninni ! Þetta snýst miklu meir um hugarfar og leikskipulag en menn gera sér grein fyrir. Þegar leikmennirnir þurfa aðeins að verjast i nokkrar mínútur i hverjum leik ut af soknarþunganum hja eigin liði þa eru þeir ekki a tánum i þeim fáu skipti þegar hætta skapast i þeirra eigin vítateig . Þetta höfum við séð trekk i trekk i leik Liverpool og men bregðast við a rangan hátt. Fá a dig ónauðsynleg viti og kjánaleg mörk eins og hja Gomes og markverðinum okkar i gærkvöldi

 52. Langskemmtilegasta liðið í deildinni að horfa á. Ákveðinn áramótasirkus að vísu og maður er vitanlega oft skíthræddur um að fimleikadrottningin detti úr átta metra hæð af slánni.

  Það gerðist í gær en hún lenti á trampólíni og hoppaði sér aftur upp. Var næstum búin að koma við loftið í höllinni með viðbótarsnertingu í lokin.

  Bíðum róleg, treystum á Klopp, hann þarf tvo glugga í viðbót til að gera þetta lið massíft til viðbótar við skemmtilegheitin. Gleðileg jól kæru Púllarar!

 53. Svo verð ég að bæta því við að sokkatalið, lopasokkatalið, sokkur sem matur eða uppfyllingarefni í innanverðan tanngóm, var íslenska sem ég náði ekki alveg lengi vel í poddköstum þeirra góðu drengja sem standa að þessari síðu.

  En nú eru breyttir tímar.

  Held að sokkur hafi verið mest notaða orðið í síðasta poddi (Maggi óð sérstaklega á sokkum).

  Mér er farið að þykja vænt um þetta orð. Hefði aldrei trúað því að mér myndi þykja vænt um sokk. Hvað þá að um að mér myndi þykja vænt um að fótabúnaður væri notaður sem umtalsefni í fæðuskyni. En það er bara gaman að þessu. Næsti leikur. Og enginn lopasokkur ú jólagjöf. Bara beittustu takkaskór í heimi.

 54. Jesús hvað það er gaman að halda með Everton eða hitt þó heldur. Þeir eru með rútuna i eigin vitateig, nánast 11 leikmenn i eigin vitateig gegn Chelsea og fagna gríðarlega i hvert skipti sem þeir ná að afstýra marki ! Er það þetta sem við viljum ? Held ekki ! Þakklátur fyrir að hafa Klopp !! Vona samt að þeir nái að halda hreinu þannig að Chelsea missi 2 stig !

 55. Verið að tala um að Salah sé komin með munnlegt samkomulag við Real Madrid getur Liverpool ekki bara kært þá fyrir ólölglega nálgun eins og viðrinin hjá Southampton voru að væla yfir gegn okkur með Van Djik ætlar þessi vitleysa engan enda að taka hjá þessum klúbbi okkar allir okkar bestu menn hrifsaðir af okkur jafn óðum fokk this.

 56. Leiðrétti hér fyrir ofan að það sé komið munnlegt samkomulag en talað um að hann vilji komast að því réttara sagt.

 57. Liverpool er alltaf að spila betur. En við þurfum góðan hafsent og markmann sem hjálpar liðinu.

  Áfram L.iverpool

 58. Tuttugu stig í Manchester City þegar deildin er hálfnuð. Veit að þetta City lið er ógeðslega gott en við erum einfaldlega þetta langt frá bestu liðum heims. Það voru glufur í þessu City liði sem þeir ákváðu að laga meða að spreða hundruðum milljóna. Á meðan Liverpool bíða eftir að vandamálin leysist að sjálfu sér.

  Málið er einfalt. Við þurfum eigendur sem hafa bolmagn í að koma Liverpool í fremstu röð á ný. Það er ekki nóg að vera flottir 5-6 hvert ár, ná Meistaradeildarsæti, missa það, byrja upp á nýtt og endurtaka svo þennan vítahring sem klúbburinn hefur verið í síðan seint á síðustu öld. YNWA

 59. Eitt sem víst er að Karíus hvað sem mönnum finnst um hann, mun vera settur fyrstur á blað þegar Klopp velur í liðið fyrir næsta leik.

 60. Já, það eru einhverjar slúðursagnir um að Virgil er að færast nær Liverpool. Hvurrrrrrrrrrrrrnig væri það!

 61. Getur einhver markmanns sérfræðingur upplýst hér á síðunni í hvaða tilfellum menn reyni að verja langskot með einni hendi þegar markmaðurinn stendur í lappirnar og þarf ekki að hoppa eða skuttla sér. Ég man allavega ekki eftir að hafa séð svoleiðis í fótbolta. Minn mælir er allavega fullur í markvarðarmálum hj LFC. Það er orðið fullreynt að það vantar betri markvörð. En annars gleðilega hátíð.

 62. Ef einhver maður þarf virkilega að taka til í hausnum á sér yfir Jól og Áramót, þá heitir sá maður Jurgen Klopp. Hann þarf að sjá og viðurkenna að Mignolet er raunverulega lélegur markvörður á mælikvarða ensku úrvalsdeildarinnar og alls ekki vænlegur sem fyrsti valkostur. Hann þarf að sjá og viðurkenna það sama varðandi miðverðina Lovren og Klavan og einnig að Henderson er engan veginn hæfur sem fyrirliði. Jorgen Klopp verður bara að sjá þetta og viðurkenna og gera svo eitthvað í því og það strax í Janúar !!!

Liðið gegn Arsenal.

Gleðileg jól