Podcast – Þurfum meira á Anfield

Síðasti þáttur fyrir jól og fjögurra stiga vika að baki. Fórum yfir það helsta sem hefur verið á baugi undanfarið og fengum inn alvöru útvarpsmann til að fara yfir þetta með okkur.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Heiðar Austmann.

MP3: Þáttur 175

36 Comments

 1. Ég vil byrja að taka það fram að þó ég sé mikill Liverpool aðdáandi og mikill fótbolta aðdándi þá hef ég ekkert vit á fótbolta og hef ekki oft séð liðið live svo það er væntanlega ekkert að marka þetta comment hjá mér. En ég er búinn að hlusta á tæpar 30 mínútur af þættinum en hef ekki skap í meira í bili. Verð samt að segja að eins og Maggi talar þá má furðu sæta að hann sé ekki kominn í þjálfarlið Klopps og í raun hans aðalráðgjafi varðandi liðsuppstillingu, innáskiptingar og leikmannakaup. Maðurinn virðist alveg vera með þetta!

  Ég veit að þetta flokkast líkast til sem vanvirðing við ykkur sem leggið á ykkur mikla vinnu við að halda þessari síðu úti…en fyrirgefið þið…ég bara get ekki orða bundist.

 2. Sælir félagar

  Ég á eftir að hlusta á þáttinn en ég held að það verði lítið í hann varið ef menn hefðu ekki skoðanir og tjáðu sig um þær í þættinum. Þó ég sé ekki alltaf sammála Magga mínum þá hefur hann yfirleitt rök fyrir máli sínu og svo getur hann talað endalaust og er skemmtilegur. Ég þakka þeim félögum fyrirfram og ég hlakka til að hlusta þegar ég hefi tóm til.

  Það er nú þannig

  YNWA

 3. Nr 1.

  Hugsa að ég tali nú fyrir okkur alla þegar ég segi að við erum alls ekkert gefa okkur út fyrir að vera eitthvað meira en við erum. Þetta eru bara skoðanaskipti og okkar vangaveltur út frá þeim upplýsingum sem við höfum hverju sinni sem eðlilega eru aldrei 100% Erfitt að halda svona þætti úti ef menn hefðu engar skoðanir á t.d. einstaka leikmönnum eða ákvörðunum þjálfara.

  Það væri skemmilegra að fá frekar umræður um það hvað er svona rangt að þínu mati við skoðanir þeirra sem eru að spjalla í þessum þáttum. Við erum nú sjaldnast allir sammála í þessum þáttum og ummælakerfið er kjörin vettvangur til að halda umræðunni áfram.

 4. Mér finnst þið oft koma með mjög góða punkta en þess á milli kemur umræða sem er hreint út sagt óþolandi eins og þetta negatíva tal um Ragnar Klavan. Þegar Maggi missir sig í æsingnum er hann bæði ómálefnalegur og alhæfingargjarn.

  Sigursteinn á hrós skilið að hann bakkar með alhæfingar þegar hann sér að þær standast ekki skoðun.

  Vörnin hefur verið mjög stöðug í síðustu leikjum og Ragnar Klavan hefur augljóslega verið að standa sig mjög vel. Hann spilar ekki fram úr sjálfum sér og þegar kemur að sóknaruppbyggingu þá gerir hann hlutina einfalt en það er einmitt sem miðverðir eiga að gera í flestum tilfellum því þeir eru með boltan á hættusvæði. Ef hann væri ekki nógu góður að spila fyrir Liverpool, þá væri hann í fyrsta lagi ekki byrjunarliðsmaður í nokkuð langri leikjaröð án tapa. Can væri þá löngu orðin miðvörður eða þá Gomez og Trent farinn í bakvörðinn.

  Það var löngu vitað að vörnin hefur lagast út af því að liðið í heild sinni er farið að spila öðruvísi en áður. Svokallað gagenpressing er ekki beitt í jafn miklu mæli og áður og Gomez er nær því að vera miðvörður þegar sóknar uppbygging á sér stað og það er ekki hlupið í öll auð svæði í varnarlínu andstæðingsins. Fyrir vikið er miðjan meira í stakk búinn að bregðast við ef t.d liðið missir boltann.

  En stóra prófið er á föstudaginn og ég dæmi bara það sem ég sé hverju sinni. Persónulega hef ég ekki séð liðið verjast svona vel í mörg ár.

  Svo skil ég ekki þetta kvein yfir róteringum. Hálf byrjunarliðið var komið á sjúkrabörunar í fyrra og eða var búið að spila sig ofan í grasið. En í dag er t.d engin ef margrómuðum Fab 4 meiddur og miklu meiri möguleiki á gæðaleikmönnum að spila byrjunarliðið. Liverpool var einfaldlega óheppið gegn Everton og WBA og hefði samkvæmt öllu eðlilegu að sigra leikina miðað við það sem var í gangi í þeim.

 5. Maggi er frábær eins og þið allir sem haldið þessari síðu úti. Fegurðin við þessa þætti er einmitt þessar mismunandi skoðanir og rökræður um þær. Takk kærlega fyrir mig og gleðileg jól.

 6. Menn hafa rétt á skoðunum sínum en mér finnst persónulega fínt ef menn skjóti ekki bara einhvern í kaf heldur geri það málefnanlega.

  Ég er sammála Magga með R. Klavan. Hann er klárlega ekki í þeim klassa sem að við viljum hafa í okkar liði en hann er hinsvegar að skila góðu verki undanfarið.
  Eins og bent var á er það því að þakka að færunum hefur fækkað gegn okkar mönnum. Hvort sem að það sé að Gomez er dýpri en hægri bakvörður ætti að vera eða að miðjan er að spila betur veit ég ekki.

  Ég held að ef að Gomez væri árinu eldir væri hann með Lovren í miðverði. Ef að Clyne væri heill væri hann með Lovren eða Matip í miðverði (3.kostur). Það er ólíklegt að Klopp myndi setja Trent og Gomez í sömu vörnina þar sem þeir eru báðir það ungir.
  Gomez á framtíð fyrir sér í miðverði og ég vona innilega að af því verði.
  Frá Spurs leiknum hafa menn ekki verið að kvarta yfir vörninni þar sem við einfaldlega skorum mikið og vinnum flesta leiki sem við spilum.

  Hvað varðar “Squad-Rotation” þá er ég á því að Klopp sem að gera hárrétt. Menn eru fúlir með Neverton leikinn þar sem að aðal mennirnir voru ekki inni en menn voru einnig ósáttir við það þegar að þeir voru allir inná og hálf “getulausir” gegn WBA.

  Við erum ennþá í CL og á fínum stað í deildinni.
  Fyrir mér þá erum við á ágætis stað en auðvitað hefði verið fínt að vera með 4 stigum meira í 3. sæti með betri markatölu heldur en Chelsea.

  Mitt mat er að það er enginn að fara að ná City nema að Ederson, Aguero, Bruyne og Silva meiðast í næsta leik og eru búnir þetta tímabilið. Breiddin hjá þeim er einfaldlega það mikil að það koma menn inn sem væru byrjunarliðsmenn í öllum öðrum liðum.

  YNWA – In Klopp we trust!

 7. Mér finnst það einmitt vera sterka hlið þeirra sem sjá um þáttinn að þeir sitja ekki á skoðunum sínum og viðurkenna það reglulega að þeir eru sófasérfræðingar eins og við öll.

  Þessi þáttur er orðinn fastur liður í mínu lífi. Ég er tilbúinn að fórna góðu kynlífi í staðinn fyrir hljóðvarp á Kop.is.

 8. Þetta er spjall manna sem hafa mikin àhuga à LFC, ég er oft sammàla Magga og stundum ósammàla, en mér finst podcastið afbragðs skemtun og vona að engu verði breytt.

 9. Frábært eins og þetta er, misjafnar skoðanir og margir ólíkir vinklar á hlutunum. Bíð alltaf spenntur eftir næsta potcasti, snillingar þessir drengir.
  Gleðileg Jól.

 10. Iniesta talar um hvað það yrði gott að fá coutinho
  Paulinho segir að coutinho eigi að spila með barca og hann hafi reynt að sannfæra hann (þurfti þess?)
  En vitleysan er komin á fulla ferð og það sem þessi ömurlegi Spánarklúbbur hefur lækkað í áliti hjá mér maður… best yrði ef coutinho færi í janúar að hann myndi lenda í sama og Owen, missa af meistaradeildar sigri

 11. Sæl og blessuð.

  Fátt skelfir margan Íslendinginn meir en fólk sem hefur skoðanir. Slíkt er samstundis gert tortryggilegt, annað hvort ,,hefur fólk ekkert vit” á hlutunum eða ,,einhver annarleg sjónarmið” búa þar að baki!

  Sveiattan!

  Ég myndi aldrei nenna að hlýða á hlaðvarp ykkar kop-drengja ef enginn treysti sér til að halda nokkru fram.

  Áfram á þessari braut!

  Hvað varðar hafsentablúsinn þá hefur þetta löngum verið hrollvekjan í mínu lífi. Sakho karlinn með spóaleggina sína, Skrtel með makalausar ákvarðanir, Aggerinn með marsipanfæturna, Toure sem gerði ekki alltaf greinarmun á samherjum og andstæðingum að ógleymdum konungi skelfingarinnar: Lovren. Klavan er nú fremur skaðlaus miðað við þetta. Hann hefur ekki aðrar ambissjónir en að lúðr’onum í burtu og það er gott og blessað. Angistin varir ekki lengi því boltinn tefur stutt hjá honum.

  Annars unnu ,,Hörður og félagar” samvinnufélag manséstarborgar. Þetta Bristollið er hreint afbragð.

 12. Góðir varnarmenn voru held ég ekki á lausu síðasta sumar. United keyptu Lindelof á metfé og eru held ég strax að leita að einhverju öðru. City reyndu og reyndu að kaupa Johnny focking Evans.

  Við gætum allt eins boðið í Ryan Shawcross. Nei, ég segi svona.

 13. Það þarf að rótera aðeins í mannskap podcast-sins sumir eru orðnir ansi þreyttir. Ekki losa sig við neinn heldur bara hvíla svo menn geti komið ferskir inn seinna.

  Var að fíla Heiðar og fótbolti.net gaurinn síðast. Ég persónulega væri til í heyra í Kristjáni sem þáttastjórnanda og 3 alveg nýja inn í næsta þátt til að hrista vel upp í þessu.

 14. Að mínu mati er Ragnar okkar langt frá því að vera með gæðin sem við viljum sjá. Á móri kemur að hann sjálfur virðist vera fullkomlega meðvitaður um takmarkanir sínar og gerir fá, ef einhver mistök! Það er ekki við hann að sakast að geta ekki hlaupið hraðar eða haft betri boltatækni, þetta liggur fyrir og hann stendur fyrir sínu þrátt fyrir það. Á meðan hann er valinn í liðið skilar hann sínu, með þessum þekktu takmörkunum.

 15. Takk fyrir mjög gott podcast sem var gaman að heyra. Tek undir að Heiðar stóð sig vel enda bæði skynsamur og gegnheill í Liverpool trúnni. Það er bæði ofur eðlilegt og skemmtilegt að menn hafi ólíkar skoðanir. Ég hef örugglega hlustað á flest ef ekki öll podcöstin og mér finnst allir pennarnir hér standa sig afbragðsvel. Fínt að hafa þetta form á þessu, fá gesti inn annað slagið en að mínu vitu vil ég alls ekki að neinn ykkar föstu fari að taka sér eitthvað frí. Það þarf ekki að rótera ala Klopp þegar kemur að podcöstum 😉

  Varðandi Klavan þá var hann keyptur sem varaskeifa og sem slík hefur hann staðið sig nokkuð vel… en ég held við vitum öll að þegar allir eru heilir eða þegar Klopp kaupir betri varnarmenn þá fer hann aftur á bakvaktina.

 16. Hrikalega eru menn orðnir heimtu frekir að það þurfi að rótera í mannskap í podcasti sem menn gera í frítíma sínum, ef menn eru ósáttir þá geta þeir bara sleppt því að hlusta.
  Mér finnst þetta bara alveg frábært framtak hjá ykkur Kop-urum og finnst alveg hrikalega gaman að fá ný podköst svona reglulega Takk fyrir mig bara.

 17. Já….sko. Það sem er akkúrat skemmtilegast við þessu Podköst er akkúrat þetta að menn eru með misjafnar skoðanir og geta bullað hver á annan og svo slökkva menn á hátalaranum sáttir. Skemmtilegt krydd inn í þetta að fá gesti inn og gestur þessa þáttar fær hrós fyrir góða innkomu. Við sem hlustum höfum svo sjálfstætt val hvort við höfum þetta í eyranu til enda eða ekki.

  Annars vona ég að menn þvoi sokkana sína reglulega og oft….

  Gleðilega hátið öll.

 18. Finnst dáldið fyndið þegar Klavan er gagnrýndur fyrir að vera “einfaldur” leikmaður. Man ekki betur en að eitt mesta miðvarðar legend síðustu ára, Jamie Carragher, hafi einmitt verið þessi týpa. Ég allaveganna kýs miðvörð sem dúndrar helvítis tuðrunni í burtu frekar en einhvern sem reynir hluti sem hann ræður ekki við og gefur mark.

 19. Alltaf helsáttur við þessi podköst og það væri lítið varið í þau ef menn væru í einhverri meðvirkni og hjarðhegðun út í eitt.

  Það eina sem mér finnst mætti kannski skoða er að einn í þessum frábæra panel er ansi grimmur við leikmenn Liverpool, jafnvel að ósekju, en strýkur blíðlega óhæfum dómara með gumsið í buxunum. Mér finnst dómgæslan á Englandi versna ár frá ári og skortur á samræmi og fagmennsku hrópandi.

  Annars held ég upp á alla þessa kop.is karaktarera. Gott stöff.

 20. Ég segi bara að ef einhverjum líkar ekki við þessa annars snilldar þætti geta bara hætt að hlusta, ekki flókið mál. Hér eru menn að eyða frítíma sínum fyrir ekki neitt í staðin. Kvartarar og kveinarar podcastins vinsamlegast haldið ykku fjarri.

 21. Gott podcast, alltaf gaman af þessum umræðum hvort sem maður er sammála þeim eða ekki, gaman að hlusta á ykkur.

 22. Alltaf gaman að hlusta á Magga sem og að lesa hans skrif. Hann er laus við meðvirkni og pollýönnu-tendensa og tjáir sínar skoðanir hispurslaust. Þetta finnst mér einnig eiga við flesta kop.is-penna; flottir, málefnalegir og segja það sem þeim finnst.

  Algjörlega út í hött að fara að koma með einhverjar kröfur, þó svo að ábendingar séu hið besta mál. Nokkur döpur komment hérna en komment #1 er algjörlega fáránlegt, að mínu mati og hefði það svo sannarlega verið betra ef Beggi Á hefði getað látið orða bundist.

  Takk fyrir enn eitt podcastið!

 23. *hefði getað orða bundist

  …átti að standa hér fyrir ofan.

  Ábending til siðuhaldara: Möguleiki á að geta leiðrétt komment.

  Annars voru Bristol City ágætir í gærkvöldi og bara allir sáttir held ég.

 24. Ég geymi yfirleitt að hlusta á podcöstin þat til ég get hlustað í bílnum því það er undantekningarlaust skemmtilegra að hlusta á ykkur snillingina heldur en eitthvað af þeim útvarpsmönnum sem fá borgað fyrir það (no hard feelings Heiðar), en ég er sammála þeim sem bentu á góða innkomu Heiðars í þessum þætti.

  Ég var ekki sammála öllu sem allir sögðu, en ég kallaði miki eftir róteringum í fyrra og er ánægður að sjá þær vera orðnar að veruleika. Nánast engin ný meiðsli og sterkir leikmenn að koma til baka.

  Ég vill sá Coutinho með Milner og Hendo á miðjunni á morgun. Mané – Firmino – Salah fyrir framan.

 25. Frábært að hafa þessa síðu og þeir sem að henni standa eiga allan heiður skilinn!

  Bara svo að mín afstaða sé á hreinu

 26. Flottur þáttur að venju og gaman að fá utanaðkomandi inn í þetta.
  Og að sjálfsögðu haldið þið áfram að segja ykkar hugsjónir varðandi liðið allir höfum við nú skoðun á vinnu þjálfarans eða leikmanna held að allir geri sér grein fyrir að þeir eru hvorki betri en einstakur leikmaður í liðinu né sé klárari en klopp í þessum fræðum en auðvitað á maður að telja upp þau atriði sem betur máttu fara þegar dæmið gékk ekki upp að bestu vitum

  Þetta spjall ykkar hérna sem og önnur eru nkl eins og þau sem fram fara á kaffistofum landsins…

 27. Þá er föstudagsspenningurinn að aukast!

  https://liverpooloffside.sbnation.com/2017/12/21/16806756/arsenal-liverpool-pl-2017-preview-team-news-injuries-projected-lineups-how-to-watch

  Liverpool offside spáir miðju með Can, Henderson og Coutinho.

  En ég vil ekki sjá Can. Alla daga frekar Oxlade-Chamberlain, takk. Hann er flínkari en Can, skemmtilegri leikmaður og marksæknari – og umfram allt ekki eins heitt í höfðinu.

  Hvaða miðju líst kop-strákum og stelpum á fyrir annað kvöld?

 28. Sammála ræðumanni hér fyrir ofan vill sjá Ox byrja eftir seinustu frammistöðu sem var frábær.

 29. Ég held það sé öllum ljóst að klavan er ekki varnarmaður í Liverpool klassa, LANGT frá því ! Þó svo að við séum að ná að halda hreinu þá er það ekki honum einum að þakka, heldur liðsheildinni ! Vörn okkar er enn MJÖG brothætt og klaufsk og barnaleg, andstæðingurinn þarf oftar en ekki bara 1 færi til þess að setja 1 mark. Það er oftar en ekki pressan sem skilar því að við höldum hreinu, ég útskýri það þannig að við minnkum mjög posession hjá andstæðingnum, sem síðan skilar því að þeir fá færri og færri færi, ef einhver. Leikirnir tveir á heimavelli voru og eru 4 töpuð stig, og það á eftir að verða okkur dýrt í baráttunni um topp 4 sæti. Leikurinn á móti everton, þar var barnalegur varnarleikur, leikurinn á móti wba þar var algjört andleysi og liðið allt of hægt og virkði andlaust. Næst er það arsenal á morgun, þar verðum við að fá 3 STIG ! Gleðileg Jól !

 30. Blessuð vinnan að koma í veg fyrir að maður geti kommentað fyrr en í dag. Veit eiginlega ekki hver fann slíkt fyrirbæri upp!

  Leitt þykir mér nú að sjá það að menn séu orðnir það þreyttir á skoðunum manns að þeir slökkvi á og sjái sig knúna til að tilkynna um besserwisseratendensa. Ekki það að ef mér yrði boðin staða í kringum liðið hjá Klopparanum byggt á mínum skoðunum um félagið þá myndi ég taka fyrsta flug til Englands…þó ekki með British Airways svona miðað við síðustu ferðalög.

  Ég geri mér auðvitað grein fyrir því að menn eru á ólíkum meiði og með alls kyns skoðanir. Það að alhæfa er nú kannski partur af því að hafa skoðun og vel má vera að ég skutli þeim stundum full fast fram, enda frekar heitur þegar kemur að klúbbnum mínum.

  Manni er alltaf hollt að lesa gagnrýni um það sem maður gerir og vel má vera að kominn sé tími á a.m.k. bekkjarsetu í þessum þáttum. Það verður eitthvað sem við förum yfir félagarnir.

  Ég hins vegar fullvissa okkar tryggu les- og hlustendur um það að ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að mín skoðun á liðinu og leikmönnum er nákvæmlega ekkert meiri og merkilegri en nokkurs annars stuðningsmanns og treysti því að ekki nokkur maður telji mig halda það.

  Við erum öll sófastuðningsfólk…það er það sem heldur síðu eins og kop.is uppi.

 31. #34 Enga bekkjarsetu, takk fyrir. Fyrir mér ertu alltaf fyrsti valkostur í byrjunarliðinu. Skemmtilegur. Oftast sammála þér, nema þegar þú spáir vitlaust. 🙂

  Frábært að hlusta á skoðanir þínar sem og félaga þinna.

  Kop.is er frábær síða – ómissandi.

  YNWA.

Á sama tíma að ári…

Heimsókn á Emirates völlinn annað kvöld!