Liðið gegn Bournemouth

Rauði herinn er mættur á suðurströnd Englands til að sækja heim og sækja gegn gestgjöfunum í Bournemouth. Eftir tvö súr heimajafntefli í röð þá vonumst við Rauðliðar eftir að sóknarlínan okkar hrökkvi aftur í gang. Chelsea og Arsenal unnu sína leiki í gær og við sitjum í 6. sæti áður en að leikur er flautaður á í dag en getum farið upp í 4. sæti með sigri. Það má því ekkert útaf bregða í bardaganum um CL-sætin.

Liðin hafa verið kunngerð og eru eftirfarandi:

Bekkurinn: Karius, Milner, Mane, Lallana, Ings, Solanke, Alexander-Arnold.

Klopp gerir fjórar breytingar frá síðasta leik og inn koma fyrirliðinn Henderson, Gomez, Oxlade-Chamberlain og Mignolet í markið. Sókndjarft lið sem gerir vonandi gæfusamlegt suðurstrandhögg í Bournemouth.

Af heimamönnum er það helst að frétta að Jordan Ibe byrjar gegn sínum fyrri samherjum og gamla brýnið Jermain Defoe er í framlínunni.

Come on you REDS! YNWA!

Við minnum svo á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


35 Comments

 1. Nú eruð þið flestir væntanlega brjálaðir yfir því að Klopp hafi ekki gert fleiri breytingar.

 2. Ekkert hægt að kvarta yfir uppstillingunni. Mané þarf pásu eftir tvo skelfilega leiki. Væri mjög gaman að sjá Lallana spila allaveganna 30 mín.

 3. Mjög spennandi leikur framundan. Hrikalega mikilvægt að ná þremur stigum í dag. Vonandi fær Lallana séns eftir að við höfum keyrt yfir þá bláklæddu.

  KOMA SVO LIVERPOOL!!!

 4. Flott tækling hjá Lovren, og hvað dæmt á hann 🙁 Er þessi leikmaður bara að verða fyrir einelti lélegra enskra dómara ???

 5. Hah, skemmtilegt mark! Ekta Firmino að gefast ekki upp á þessum bolta. 🙂

 6. Viðvörunarbjöllur farnar að hringja ! ! defoe með skot í stöng !

 7. Chelsea reject? Mo Salah er að hlægja að þessari deild. Djöfull er maðurinn góður!

  YNWA

 8. Salah gerir bara nánast það hann langar til hverju sinni. Elska þegar við eigum leikmenn sem eru svona on fire. Fæ alveg massívar Suarez-vibes.

 9. 0-3 í hálfleik, við getum ekki beðið um mikið meira.

  Þetta er fjórði útileikurinn í röð í deildinni þar sem við skorum 3 mörk eða fleiri. Á meðan hefur okkur aðeins tekist að skora fleiri en 1 mark einu sinni í síðustu 4 heimaleikjum.

 10. Frábær fyrrihálfleikur hjá okkur þrátt fyrir að Defoe hafi fengið dauðafæri til að setja þetta í 1-2
  Menn verða að klára þetta og fá þessi 3 stig.
  Væri til i að sjá Ings og Lallana í 30 mín á eftir.

 11. Coutinho hó hó, gleðileg jól.

  Lovren is in the air tonight

  Salah la la la ævintýri enn gerast

  Koma svo og klàra þetta!!!

 12. Frábærir þegar liðin reyna að spila fótbolta við okkur – Klopp þarf bara að finna lausn á rútuvandamálinu heima fyrir….Salah,Coutinho og Firmino geggjaðir í fyrri hálfleik.

 13. Geggjað að sjá þennan fyrri hálfleik. Frábært að Lovren stangaði hann inn. Lovren hatarar geta aðeins slakað á núna. Ég elska gaurinn enda er hann nautsterkur og með hausinn rétt stilltan. MoSalah er náttúrulega bara undur! Myndi ekki skipta á honum og Messi, nei takk. Bannað að tapa þessu 4-3!!!!

 14. Nú vill ég fara að sjá skiptingu. Lallana inn og helst Ings líka.

  Svo vill ég fá að taka í höndina á manninum sem tókst að selja Ibe á 20.000.000 pund, þvílíkur díll.

 15. Bobbmeister Firmino!!!!
  Hugsanlega rangstæður en okkur er nokkuð sama

  YNWA

 16. Ýmindið ykkur fyrir 2 árum vorum við með þennan arfa slakan leikmann að nafni Ibe. Skiptum honum út fyrir Salah. Vorum líka með benteke frammi þarna a þeim tíma. Skiptum honum út fyrir Firmino

 17. Ox Chemberlain verður betri með hverjum leik. Vill sjá hann byrja gegn Arsenal líka

 18. Klavan alltaf betri með Lovren, báðir með stórleik í dag. Gomez magnað talent og chamberlain að vaxa í miðju stöðunni. Robertson með aukið sjálfstraust. Klopp gerir flesta betri ef hann fær tíma.

 19. Flottur leikur og gott að koma svona til baka eftir skitu síðustu leikja.

 20. Dortmund byrjunarliðið sem sló Real út í undanúrslitum meistaradeildarinnar vorið 2013 kostaði samanlagt um 40 milljón evrur. Ef það er eitthvað sem Klopp kann, er að það búa til lið og að gera leikmönnum kleift að ná sínu ceiling. Uxinn fer ört vaxandi og alls konar menn sem þóttu á jaðrinum síðastliðið sumar hafa heillað, ekki síst í vörninni. Það vantar ekki mikið upp á að þetta verði lið sem er fært um að gera góða atlögu að öllum keppnum.

 21. Eins menn sögðu fyrir ofan þegar Klopp finnur almennilegt plan á móti rútuliðunum þá verður þetta mun betra.

 22. Þetta Liverpool lið var betra liðið í öllum sínum leikjum í fyrri umferðinni nema í þeim tveimur leikjum sem þeir töpuðu og fá aldrei neitt ókeypis. Jafnteflin eru dýrkeypt þegar kemur að stiga söfnun . Þeir eru komnir það langt í uppbyggingu á liðinu að það vantar aðeins 2 gæða leikmenn og þá geta þeir farið að keppa um titla.

 23. Góður sigur!

  Það er auðvelt að vera vitur eftir á. En mér finnst framlínan með Coutinho – Firmino – Salah vera okkar hættulegasta. Mane er stórkostlegur og allt það en hinir eru betri.

Bournemouth á sunnudaginn

Bournemouth 0-4 Liverpool