Liverpool 1-1 Everton

 

Mörkin:

42′ Salah

77′ Rooney víti

 

Leikurinn:

Klopp gerði fjölmargar breytingar á liðinu frá 7-0 sigrinum gegn Spartak. Coutinho og Firmino vermdu varamannabekkinn og munar um minna í Derbyslag!! Ég spyr mig afhverju það þurfti að fara útí þessar breytingar í þessum leik þegar næsti leikur er heima gegn WBA. Þessi leikur skiptir innfædda (Og okkur flest) hreinlega öllu máli og mátti sjá twitter loga fyrir leik vegna þessarar ákvörðunar Klopp.

Þrátt fyrir allt kom Liverpool liðið vel skipulagt til leiks og það var bara eitt lið á vellinum. Taktík og leikur Everton voru með þvílíkum eindæmum að maður hefur vart séð annað eins. Everton reyndu aldrei að spila fótbolta og þeir fögnuðu fyrstu hornspyrnu sinni á 77′ mínútu eins og þeir hefðu skorað mark.

Fyrri hálfleikur var heldur tíðindalítill lengst framan af, Liverpool héldu boltanum og reyndu að finna glufu á vörn Everton sem gekk enganveginn og saknaði maður strax Coutinho í þessum leik sem hefði mögulega geta skapað eitthvað. Það þurfti einstaklingsframtak frá okkar besta leikmanni Mo Salah á 42′ mínútu til að brjóta ísinn. Hann tók frábæran snúning, snéri af sér tvo leikmenn Everton og lagði hann snyrtilega í fjærhornið 1-0 beint í andlitið á stuðningsmönnum Everton. Í uppbótartíma geystist Mané inní teig eftir góða baráttu en kaus að skjóta með þrjá leikmenn Liverpool sér við hlið fyrir opnu marki og lullaði boltinn framhjá. Óskiljanleg og eigingjörn ákvörðun hjá Mané og hreinlega grátlegt í ljósi úrslitanna.

Síðari hálfleikur fór fjörlega af stað. Solanke var nálægt því að skora með skalla eftir flotta sendingu Chamberlain en á síðustu stundu bægðu varnarmenn Everton frá. Salah fékk svo opinn en erfiðan skallabolta en setti hann framhjá. Svona leið leikurinn, við héldum boltanum og fengum ótal hornspyrnur án þess þó að neitt kæmi útúrþví og Everton lágu áfram til baka. á 67′ mínútu kom fyrsta skiptingin þegar markaskorarinn Salah var tekinn útaf í stað Firmino. Skipting sem mér þótti hreinlega stórfurðuleg enda Salah okkar langsprækasti maður, heldur hefði ég viljað sjá Solanke eða Mané út fyrir Firmino.  á 76′ mínútu kom vendipunktur leiksins. Lovren fékk dæmt á sig víti fyrir nánast sagt litlar sakir en því er ekki að neita að þetta leit klaufalega út og sennilega algjör óþarfi að “ýta” á eftir leikmanni Everton þegar hann er að hlaupa úr teignum.  Rooney fór á punktinn og skoraði örugglega. Þarna ákvað Klopp að bregðast við og setti Coutinho inn fyrir Chamberlain sem mér fannst vera einna sprækasti maður okkar á þessum tímapunkti. Ings kom svo inná fyrir Solanke á 82´mínútu en allt kom þetta of seint og leikurinn fjaraði út. Niðurstaðan mest svekkjandi leikur tímabilsins að mínu mati og hrikalega dýrmæt stig í súginn svo ekki sé talað um gegn erkifjendunum.

 

Bestu leikmenn Liverpool:

Það spilaði engin leikmaður illa í dag en það var heldur engin frábær.  Mér fannst Salah okkar sprækasti maður og hann skorar þetta gull af marki og fær því nafnbótina Maður leiksins. Einnig fannst mér Gomez og Chamberlain komast vel frá sínu.

 

Slæmur dagur:

Solanke þrátt fyrir að vera gríðarlegt efni er hreinlega ekki tilbúinn að byrja svona leik en hann var samt ekkert slæmur en það vantaði töluvert uppá hjá honum í dag. Klúðrið hjá Mané var svo stórt að það er erfitt að horfa framhjá því þótt hann hafi alls ekki verið lélegur. Henderson heldur svo áfram að vera á milli tannana á fólki og það skiljanlega en mér fannst hann betri í dag en undanfarnar vikur. Hvort hann er rétti maðurinn til að leiða þetta lið eru margir farnir að efast um en hann er góður fótboltamaður þegar sá gállinn er á honum.

 

Umræðan eftir leik:

Umræðan mun snúast um vítaspyrnudóminn og uppstillingu Klopp. Ég var sultuslakur að fara að skrifa um hvað það væri nú gott að vinna Everton og rótera aðeins og hvíla menn en svo kom þetta blessaða víti og á örstundu fór maður í að blóta því að hafa ekki byrjað leikinn á okkar sterkasta liði. Ég ætla að segja að þetta hafi verið víti fyrst að Jamie Carragher segir það en soft var það. Ótrúlega klaufalegt hjá Lovren sem annars var fínn í þessum leik. Maður spyr sig hvort Klopp átti sig ekki á hversu stórir leikir þetta eru fyrir aðdáendur?  Sjálfssagt veit hann það en tók þessa svakalegu ákvörðun með liðsuppstillingu sinni. Þetta er ekkert svartnætti, við sitjum ennþá í fjórða sæti deildarinnar og erum að spila skemmtilegan fótbolta ( Svona mest þegar önnur lið vilja spila fótbolta á móti okkur).

 

Næsta verkefni:

WBA á Anfield á miðvikudagskvöld í deildinni og þar er ekkert annað í boði en þrjú stig. Vonandi Keyrum við á okkar sterkasta liði í þeim leik. Þangað til lifið heil. YNWA!!!!

 

96 Comments

 1. Alltaf þegar við erum 1-0 yfir þá missum við það niður. Ég sá þetta jöfnunarmark koma allan tíman
  Kenni Klopp,Mané og Lovren um þetta ömurlega stig

 2. Afrek að ná ekki að vinna slakasta Everton lið á áraraðir. Hefðum afgreitt þennan leik í fyrri hálfleik með Coutinho, Salah, Mané og Firmino í byrjunarliðinu. Finnst Solanke vera svolítið frá því að vera í Liverpool klassa. Vissulega efnilegur en var aldrei líklegur til að skora í þessum leik.

 3. Ætli Lovren sé eini leikmaðurinn í deildinni með greindarvísitölu undir treyjunúmerinu sínu??

 4. Sælir félagar

  Maður er brjálaður eftir þennan leik. Dómgæslan var með þeim hætti að eðlilegt er að kæra þennan dómaradjöful niður um tvær deildir og svo Mané. Þegar hann gaf boltann ekki á tvo fría menn innan markteigs en tók þess í stað eitthvert mesta drulluskot sem sést hefur á Anfield (hefur þó ýmislegt sést þar) gerir það að verkum að ég vil hann niður í varaliðið næstu leiki. Svona fíflagangur er ekki boðlegur. Helvítis helvíti bara.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 5. skrifast alfarið á klopp að hvíla menn sem voru í 7-0 sigurliði fyrir 4 dögum, djöfull er þetta orðið þreytt kjaftæði að fullvaxnir karlmenn á dúndur launum geti ekki spilað 2 leiki á 4 dögum og báðir á anfield ??..

 6. #2 Krulli, alhæfir hér!!! Legg til að besserwisserarnir sæki um stöðu knattspyrnustjóra Liverpool og geri betur. Þetta var einfaldlega skíta dómgæsla og við það situr!!!!

 7. allavega segi ég þetta var alltaf viti ytir á bakið sol it viti ekkert við því að seigja en auðvitað áttum við að klára leikinn fyrr en svona er þetta bara það vill til að ölinn er góður på

 8. 2 töpuð stig í dag og ég kenni veikri uppstillingu Klopp ( algjöru vanmati ) um, ásamt eigingirni Mane og svo varnarmistökum Lovren.

 9. Ólíkt sumum þá þakka ég Klopp, Mané og Lovren fyrir þetta frábæra stig.

  Auðvitað er betra að sigra, en þetta er þó skárra en að tapa.

  YNWA!

 10. ég get allavegna hlaupið 10 km á dag á hverjum degi í 1 ár án þess að finna fyrir því en þessir menn virðast þurfa hvíld þetta er svo heimskulegt að það nær engri átt

 11. Þessi töpuðu stig skrifast á Mané og dómarann, enga aðra. Og áður en menn fara að æla yfir Lovren vill ég biðja viðkomandi að horfa oftar á atvikið og sjá að þetta var aldrei víti, góð varnarvinna hjá Lovren, er nálægt manninum og er bara að fara að éta hann.

  Eflaust er hægt að kenna Henderson og Oxlade um eitthað, það er alltaf þannig. Ef dómarinn hefði ekki gefið Everton víti værum við að tala um hversu mikill genius Klopp er og hvurs konar ruddalega breidd við erum komnir með í liðið.

  Ég vill bara næsta leik, halda áfram sem frá var horfið og halda áfram að horfa á liðið spila næst-besta fótboltann á Englandi og sennilega þann skemmtilegasta.

  YNWA

 12. Djöfull var þetta svekjandi og maður líður eins og að liðið hafi drullað á sig og tapað 0-3.

  Við áttum þennan leik frá A til Ö. Þetta Everton lið var skelfilegt og sótti ekkert og átti engin færi. Ég hef ekki verið að drulla mikið yfir dómara í vetur en síðast var það í fyrsta leik tímabilsins þegar við fáum jöfnunarmark á okkur sem var rangstæða.

  Í þetta skipti DRULLAÐI dómarinn á sig. Þetta er ALDREI víti. Lovren má alveg snerta leikmanninn hann var ekki að ýta honum, hann var ekki að toga í hann eina sem hann gerði var að snerta hann með líkamanum og gerði það ekki einu sinni harkalega. Everton gaurinn var með rosalega dýfu og hélt ég að dómarinn væri að fara að spjalda hann fyrir hana.

  Liðið okkar átti góðan leik í dag. Liðið stjórnað leiknum og sótti í 90 mín. Það voru auðvita ekki mörg færi þegar andstæðingarnir pakka svona en á móti kemur þá var engin ógn hjá þeim og Lovren/Klavan voru óaðfinnalegir að vinna þessa löngu bolta.

  Nú koma einhverjir líklega svektir með tapið og kenna Klopp um þetta af því að Coutinho/Firminho byrjuðu á bekknum en ég er því 100% ósamála. Liðið okkar var vel skipulagt og spilaði þennan leik vel með þá á bekknum og var ekkert í loftinu að Everton myndi jafna leikinn.

  Núna svona eftir á þá hugsar maður um færið sem Mane fékk undir lok fyrirhálfleiks þar sem hann ákvað að vera rosalega eigingjarn í staðan fyrir að láta okkur fara með örugga 2-0 forustu í hálfleik en þrír liverpool kallar voru að bíða eftir því að hann myndi senda á sig til að setja boltan í autt markið.

  En jæja maður er svektur með úrslitinn en ekki framistöðuna. Við höfum oft spilað verr en þetta og endað með 3 stig.

  Þetta er sá leikur á tímabilinu sem maður hugsar fyrst um fremst um skelfilegadómgæslu sem gaf Everton færi til að jafna leikinn.

  Djöfull er gott að það er stutt í næsta leik.

 13. Er Klopp að reyna vera einhver tactical genius með þessar róteringar sínar???

 14. Verulega mikil vonbrigði og ótrúlega dapurt að ná ekki að vinna lélegt Everton lið á Anfield.

  Er búinn að segja svona 100 sinnum og segi enn að Milner og Henderson eiga ekki að vera báðir í byrjunarliði hjá okkur. Skil vel að það þurfi að rotera liðinu en þetta var ekki góð rótering. Solanke, Robinson, Milner, Henderson, Chamberlain allt saman miðlungsleikmenn sem ég vil helst ekki sjá í byrjunarliði hjá okkur. Gaupi var alltaf að hrósa fyrirliðanum í leiknum. Já, duglegur er hann en það kemur ekki rassgat út úr því sem hann er að gera. Vil að hann verði bekkjaður.

  Varðandi vítið þá bendi ég á tvítið hans Carra eftir leikinn þegar það þurfti að draga Lovren frá dómurunum:

  Carragher: “Get back in the dressing Lovren 100% pen.”

  Sammála, vissulega soft en alveg ótrúlega heimskulegt frá Lovren því leikmaðurinn var að fara frá markinu. Alger skita og hann bauð svo sannarlega upp á þetta.

  Well, þetta er búið. Næsti leikur takk.

 15. Vendipunktur leiksins voru skiptin á Salah.

  Liðið nær ekki takti mínúturnar eftir það, fá á sig hraða sókn og ekkert hægt að segja við vítaspyrnudómnum.

  Solanke er eflaust ágætur gaur en ekki í Liverpool-klassa.

  Og svo það sem ég hef oft sagt, vonlítið að hafa hæga miðjumenn í að byggja upp sóknir fyrir þetta hraða sóknartríó-þvílíkur munur að hafa Coutinho í stað Henderson!

 16. #16 Gunnar grjót haltu kjafti!!! Hvernig fór hjá Chelsea í gær ? það er næsti leikur þann 13. og svo Bourmouth 17. og Arsenal 22.

 17. Allt í lagi, dómarinn var lélegur og vítið var ultra-soft. En maðurinn var að hlaupa frá markinu með boltann, jú inní teig, en að fara með líkamann í hann var algjör óþarfi, moment of madness, munurinn á Lovren og góðum varnarmanni. Við þurfum alvöru varnarmann til að stjórna aftast fyrir okkur ekki meir af svona. Næsti dómarskandall er yfirvofandi en það styttist líka í næsta klúður Lovren.

 18. Liðið spilaði vel. Átti að vera 2-0 í hálfleik. Everton snertu varla boltann nema til að sparka honum útaf. Aldrei víti, ekki einu sinni í körfubolta.

  En tuð um að þetta sé Klopp að kenna er heimskulegt í besta falli. Varalið LFC hefði getað klárað þennan leik. Leikmenn brugðust, sérstaklega Mané, og þjálfarinn spilar ekki leikinn.

 19. Þó að snertingin hjá Lovren sé ekki mikil. Þá er þetta ótrúlega klaufalegt. Boltinn á leið frá markinu og sóknarmaðurinn að bíða eftir snertingunni til að fara niður. Ótrúlegt að leikmaður með slíka reynslu bjóði uppá þetta.

 20. Stórgóður leikur í heildina og liðið gerði nóg til þess að stigin ættu öll að vera okkar megin. Manè lét eins og við værum 3-0 yfir þegar hann ákvað að skjóta og svo fellur dómarinn í leikaraskaps gryfjuna í vitinu. CL hleypur einfaldlega inn í Lovren (sem var á leið í áttina að boltanum, annað en hinn) og lætur sig svo hríðfalla. Óþolandi spilamennska og óþolandi að dómarinn falli fyrir þessu.

 21. Er með margfalt meira óbragð í kjaftinum eftir þetta jafntefli heldur en eftir stórtapið á móti Tottenham.

  Maður er bara algjörlega búinn að fá sig fullsaddan af því að liðið sé að tapa niður forystu í stað þess að klára leiki.

  Klopp bara verður að fara að finna lausn á þess RISA vandamáli – og ef lausnin er að kaupa betri varnarmenn þá bara verður að gera það sama hvað það kostar.

  Dejan Lovren guð minn fokking almáttugur. Ógeðslega soft víti og dómarinn hefði alveg getað sleppt því að flauta. En Lovren bauð upp á þetta og svona reynslumikill leikmaður á að vita betur en að vera að fokkast með hendurnar þegar sóknarmaðurinn er að hlaupa í átt frá markinu og einungis að leita að snertingu til að henda sér niður. Það er ekki hægt að segja það nógu oft að þessi drengur er ekki nógu góður til að vera starter í toppliði. En Klopp fílar hann og gaf honum nýjan samning nýlega. Og það pirrar mig ógeðslega.

  Rándýr töpuð tvö stig á heimavelli, á móti liði sem getur gjörsamlega ekki rassgat – og það bara sýður á manni eftir þetta helvítis helvíti.

 22. Horfið aðeins á þetta aftur sem segið að Lovren hafi farið með líkamann í manninn. Þeir lenda saman og það er aldrei Lovren sem á heiðurinn að þeirri snertingu. Aldrei víti.

 23. Nr. 1. Áttum að vera 2-0 í hálfleik! Mane í eigingirni með ömurlegt skot á meðan Salah og
  Ox dauðafríir hægra megin við hann!

  Nr. 2. Lovren gefur víti þegar ekkert er að gerast – sóknarmaður á leið í frá marki og Lovren
  með heimskulega ákvörðun!

  Nr. 3. Í svona leik þá setur þú ekki Couthino og Firmino á bekkinn eftir 7-0 “æfingaleik” fyrr í
  vikunni!

  Niðurstaða: Mane fær tilsögn hjá Firmino í stoðsendingum! Lovren þarf alvarlega að fara hugsa sinn gang. Og Klopp má mín vegna eyða orkunni í skamma Lovren svolítið í stað þess að hrauna yfir dómarann og fara í fýlu í viðtali eftir leik…. og líta í eigin barm!

  Já, ég skal játa það……. ég er fúll með þessi úrslit!

 24. Afhverju segja menn að þetta hafi ekki verið víti, bakhrinding innan teigs alltaf hægt að dæma víti á þetta,enn eitt dæmið að Lovren er einfaldlega ekki nógu góður. Klopp á þessi töpuðu stig með þessari uppstillingu sinni.

 25. þarf að rótera liðinu, getum ekki endalaust nauðgast á sömu mönnum.

  mane var úti á túni í dag, einn í heiminum að virtist.

  þetta víti var aldrei víti.. stend á þeirri skoðun að þessi dómara ræfill ætti að finna sér eitthvað annað að gera.

 26. Þetta var soft víti, Lovren klaufi eins og svo oft áður.
  Leikmaðurinn á leið frá markinu og ekki nokkur þörf á að koma með snertingu. En Lovren er tæpur í kollinum eins og mýmörg dæmi sanna.

  Eins má kenna Mane um eigingirnina, það má vera eigingjarn þegar sigur er nokkuð tryggður, en ekki í stöðunni 1-0 í leik á móti erkióvininum.
  Að kenna Klopp um að þetta hafi verið honum að kenna, skil ég bara ekki. Liverpool áttu leikinn frá fyrstu mín og Everton voru í nauðvörn nánast allan leikinn.

  Svo verð ég að minnast á þá staðreynd sem er reyndar orðin gömul og þreytt, að Liverpool virðist algerlega fyrirmunað að nýta sér þær hrúgur af hornspyrnum sem gefast. Hvað voru þær margar í dag? Mitt gisk er 15-20.

  Svo get ég ekki beðið eftir þeim degi þegar Henderson verður ekki leikmaður Liverpool.

  Annars er ég bara góður 🙂
  Algerlega frábær skemmtun að horfa á okkar menn spila fótbolta, og sem betur fer er stutt í næsta leik.

  Y.N.W.A.

 27. Allan daginn víti og Lovren getur sjálfum sér um kennt því þegar hann fer með hendurnar í bakið á honum fer hann auðvitað niður.
  Mest svekkjandi úrslit tímabilsins og liðsuppstillingin furðuleg ef tekið ef mið af mikilvægi leiksins.

 28. Hvað getur maður sagt eftir svona leik?
  Persónulega hefði ég viljað sjá fleiri fyrirgjafir þar sem þær voru greinilega að virka vel,
  þýðir ekkert að reyna að spila sig í gegnum þetta, ekki eins og við séum með leikmenn í það.
  Annars fannst mér Henderson bestur, enda er hann fyrirliðinn og bráðmyndalegur.

  #cleensheetklavan

 29. LFC leikur frá a til ö og í raun átti hann að vinnast í fyrri hálfleik. Ekki hægt eða sanngjarnt að kenna öðrum um en lukkudísum Sam og Sam um töpuð stig. En þvílíkan leikmann sem LFC hefur í Gomez. Hlakka til að fylgjast með honum næstu árin.

 30. Þetta var ekki víti, ef þetta væri víti hefði dómarinn átt að dæma tugi af aukaspyrnum þegar svipað body contact var út um allann völl. Síðan var dálitið sárt að sjá Mane ekki gefa boltann, allir hinir í framlínunni hefðu gert það en Mane er dálitið markagráðugur.

 31. Víti eða ekki víti? Það sjónarhorn sem dómarinn hafði var varnarmaður að ýta með útréttri hönd í bakið á sóknarmanni. Lovren er aldrei að reyna við boltann heldur að reyna að ýta sóknarmanninum úr jafnvægi. Líklega víti hvort sem manni finnist það soft eða ekki. Hins vegar komum við okkur sjálfir í þá stöðu að vera bara 1-0 yfir þrátt fyrir að vera mikið með boltann þannig að ein mistök eða fast leikatriði til eða frá tekur leikinn úr okkar höndum.

  Og af hverju erum við í þeirri stöðu? Líklega af því að Klopp gerir heilar 6 breytingar frá leik sem við slátruðum 7-0. Ekki nóg með þennan urmull af breytingum þá sitja tveir af bestu mönnum liðsins á bekknum megnið af leiknum. Að hafa Solanke og Milner inná í stað Firmino og Coutinho í derby-slag finnst mér glæpsamleg vanvirðing og vítavert kæruleysi. Ég er hundfúll út í Klopp fyrir það sem mér finnst algerir stælar og besserwisser-háttur sem bitnar á liðinu. Ekki hef ég hugmynd um hvað hann telur sig sanna með þessu en það eina sem það hefur gert er að sanna eitthvað allt annað en hans snilligáfu. Hann verður að læra að temja sína þrjósku þannig að hún endi ekki sem fallbyssuskot í fótinn. Þetta er annar af þremur heimaleikjum í röð og það þarf enginn að segja mér að við gætum ekki frestað þessari róteringu fram í leikinn gegn WBA. Í dag fannst mér Klopp okkar lélegasti maður og að mínu mati ætti hann að biðja Liverpool-áhangendur afsökunar á því að hafa leyft Wayne Rooney og Sam Allardyce að fá stig á Anfield. Skammarlegt!

  YNWA
  Peter Beardsley

 32. Solanke að byrja þennan stór leik, var það nauðsynlegt nuna! Sturridge???
  Henderson er svo takt laus fyrirliði að það hefur varla sest lélegri captain a annfield!
  Hann bara hefur þetta ekki greyið

 33. Mané virtist ekki í sínu besta formi, veit ekki hvort það er pirringur eða kæruleysi.

  Ox átti góða spretti og fallega fyrirgjöf. Með auknu sjálfstrausti gæti hann alveg átt framtíð í liðinu.

  En hvað á að segja um Henderson? Verða fyrirliðar ekki að geta skotið á markið? Og þá meina ég Á markið…ekki upp í stúku.

 34. Gleymdi að nefna aðalmanninn! Joe Gomez var alveg dýrðlegur. Þar er framtíðarmaður á ferð og líklegur skipper.

 35. Ótrúlega svekkjandi “tap”… -_- Vítið var 50/50.. ekkert við því að segja.. þú ferð ekki með hendurnar í bakið á sóknarmanni sem er á fullri ferð inn í teig. Það var það sem dómarinn sá.. hönd í bakið og svo maður sem datt = > Víti! Ef þetta hefði verið hinu megin þá hefði þetta ekkert verið eitthvað 50/50 dæmi í hugum púllara!

  Síðan var þetta alveg últra súrt með Big Sam og jórtrið á hliðarlínunni… eitthvað svo hryllilega ógeðslega póetískt við það að hann komi á Anfield og leggi rútunni í eigin vítateig og gengur svo í burtu sem sigurvegari… með jafntefli!! Þetta gerist eiginlega næstum því ekki meira ulla bjakk í fótbolta…

  Næsta leik takk…. YNWA

 36. Eigum við ekki horfa á hversu mikilvægur leikur þetta var.

  1. DERBY leikur þetta er einn af fáum leikjunum sem ég krefst sterkasta byrjunarlið sem völ er á enda getur hann hvílt í næstu 2 umferðum ef því er skipta og sett svo sterkasta liðið aftur á móti Arsenal.

  2. Arsenal Gerir Jafntefli Chelsea TAPAR Svaklegur Derby leikur í gangi núna í man…borginni ekki ólíklegt að City vinni þann leik! Sem gerir það að verkum að við skítum jafnmikið upp á bak og liðin í kringum okkur þegar við hefðum getað náð í sterk úrslit miðað við gang annara leikja.

  3. Það var afskalplega lítið að gerast í leik okkar manna þangað til Salah skorar upp úr engu! fengum eitt færi sem hægt er að tala um enn Mane ákvað að vera eigingjarn!

  4. Þessi Miðja er heimsklassa Big Sam er eflaust til í kaupa þá alla 3 og stilla þeim upp í Everton enda passa þeir vel í þá formúla sem Everton stefnir að!

  5. Að bekkja Gini – Can – Couthino – Firminho í svona leik er mér öllu óskiljanlegt enda 4 dagar síðan við unnum 7-0 og fróðir menn segja þegar lið vinna svona leiki að það sé varla til þreytta í leikmönnum.

  6. Klopp hefur sína kosti og galla Liverpool átti þennan leik áttum að vinna stórt. Þessi úrslit svíða hrikalega mikið útaf því hann er einhverfur á Rotation núna :/ og jafnframt þetta var helgin til að vinna stig á hin liðin í kringum okkur!

 37. Eiríkur, skil vel vangaveltur þínar eftir leik. En hvers vegna í andskotanum talar þú ekki hreint út fyrir leik. Þoli ekki svona eftir sérfræðiálit……..

 38. Tölfræðin úr þessum leik er rosaleg. Þvílíkir yfirburðir. Ótrúlega ósanngjörn úrslit.

  Lovren klaufi að fá dæmt á sig viti. Algjör óþarfi að fara svona í manninn.

  Mane er í fínu færi sem hann skapar sér með sínum hraða. Finnst ekki hægt að skammast ut i hann. Hefði hann átt að gefa? Já. Hefði hann átt að skora? Já.

  Varðandi með að hvíla menn. Skil það ekki.

 39. Persónulega hef ég ekkert út á þessar róteringar á byrjunarliði að setja. Það er langt best að dreyfa álaginu. Það sem mér þótti gagnrínisverðast var að taka Sturridge úr hópnum og láta Solanke byrja. Það sem ég hef séð af Solenke er ekkert að hrífa mig neitt allt of mikið. Mér finnst hann allavega hvorki betri en Origi né Sturridge.

  Þetta víti var frekar soft en það sem kemur á móti var að Salah hrinti varnarmanni Everton áður hann skoraði og það hefði þá alveg eins mátt að tala um það.

  Heppni og óheppni er hluti af fótbolta og svona er bara boltinn.

  Mér finnst vörnin vera augljóslega orðin mun betri en hún var fyrir nokkrum mánuðum og það er því pirrandi að stig tapist með vítaspyrnu sem er hreint og klárt ágreiningsatriði.

  Liverpool má nú ekki missa damp og mæta galvakst gegn WBA

  YNWA

 40. Eiríkur, hvað var þá að skv. þínum orðum “Einnig fannst mér Gomez og Chamberlain komast vel frá sínu.”?

 41. Kristján #42. Einfaldlega vegna þess að það hefur verið ákveðið form á þessu. Við tilkynnum byrjunarliðið klukkutíma fyrir leik og thats it. Sjálfssagt er í lagi að tala um undarlegar ákvarðanir fyrirfram en það hugnast mér ekki að dæma fyrir leiki.

 42. Það þarf að rótera liðinu, menn virðast gleyma því hvernig þetta leikjatörn var síðast í desember og janúar. Vorum með algjöra yfirburði í leiknum og það er ekki hægt að kenna Klopp um þetta, með hans uppleggi var bara eitt lið á vellinum. Þetta jafntefli skrifast á lélega færa nýtingu og klaufalega vörn í einu atviki sem að mér fannst ekki einu sinni vera víti. Milner, Robertson, Ox, og Solanke fengu allir spilatíma og þetta er eitthvað sem þarf til þess að byggja góða breidd, menn verða að fá að spila og þegar þeir spila litið tekur það tíma fyrir þá að aðlagast. Vissulega svekkjandi úrslit, en það eina sem mér fannst kannski full djarft af Klopp var að byrja með Solanke í stað Sturridge. Liðið þarf svo að læra að nýta svona yfirburði betur.

 43. Ég hef ekkert út á þessar róteringar á byrjunarliði að setja, en hvað meinar Klopp með að taka Sala útaf?

 44. #46 Ok, en hélt að við værum að gera það í upphitun. En þá er ekki mark takandi á upphitun hjá þér hér eftir. Ég vil frekar lifa í raunveruleikann. Það er það sem ég hef elskað við Kop.is.

 45. #50 sorry ég bara skil þig ekki. Að við værum að tilkynna byrjunarliðið í upphitun?

 46. Karakterlaust lið, leikurinn fjarar alltaf út eftir að drasl liðin jafna .

 47. #51 Ekkert mál. Þegar við erum ekki sammála byrjunarliðiinu, þá skulum við bara taka þá umræðu, það er bara gaman og uppbyggjandi. Þá er því lokið. Svo gerum við gerum upp leikinn. Alla vega fram að Podcastinu ?

 48. Allt í lagi með róteringarnar. Mané og Lovren bera ábyrgð á tveimur töpuðum stigum vegna eigingirni annarsvegar og heimsku hinsvegar. Klopp ber enga ábyrgð á því. Mörkin væru tvö og engin vítaspyrna hefði átt sér stað ef þeir hefðu notað kollinn. Sárt en þannig er það.

 49. Okkur vantar sárlega varnarmann sem er klár og líka klár í hausnum. Þetta er farið að kosta okkur allt of mörg stig ! Ég meina leikmaðurinn er að fara í átt frá markinu !

 50. búinn að horfa á þessa snertingu hjá Lovren aftur og aftur, þetta er virkilega aum dómgæsla, greyið Lovren að lenda í þessu ofan á allt sem gengið hefur á,

 51. Sæl og blessuð.

  Ferlegt alveg að glata þessu svona niður. Hreint út sagt ömurlegt. Sorglegt þetta Everton lið og maður finnur til með Gylfa karlinum að hafa látið narra sig inn í þennan selskap. Hann gat ekkert í þessum leik.

  Verð að segja að Hendrson karlinn eru vonbrigði. Enn er hann að lulla með boltann, alltof seinn að gefa og sendingarnar eru enn í of miklum mæli aftur á bak eða til hliðar. Skotfærin sem hann fékk nýtti hann afar illa. Í raun voru þessi dauðafæri afar fá í leiknum, m.v. það sem hefur verið í öðrum leikjum. Jú, títtnefnt Mané færið en að öðru leyti voru þetta m.o.m. hálffæri.

  Hvað niðurstöðuna varðar þá saknar maður þess að hafa ekki þessa grimmd sem maður sér hjá City mönnum þessa dagana. Þar allt lagt undir og varnarmenn andstæðinganna eru eins og undnir þvottapokar uns loks kemur að því að boltinn liggur í netinu. Coutinho komst aldrei í takt við leikinn, og var það ekki þessi furðulega hælsending sem var upphafið að sókn blámanna?

  Jæja, svona er nú boltinn. Í fyrra sungum við um afmælisgjöfina sem Everton gaf okkur, þegar Mané skoraði í uppbótartíma. Nú var röðin komin að okkur að dröslast með stóran pakka yfir ána til þeirra. That’s life.

 52. Það er bara alltaf svona þegar hin liðin tapa stigum þa getum við ekki nýtt okkur það betur.
  Ch tapaði, Ars tapaði stigum, og við drullum upp a bak.
  Djöfull er ef svektur og hvað svo i næsta leik….

 53. Pössum okkur aðeins í stóryrðum um Klopp og liðið sem hann setti á völlinn.

  Þetta jafntefli er frík og engum öðrum um að kenna en dómaranum. Það er vandræðalegt að heyra ensku álitsgjafana tönnlast á “soft penalty but a penalty”. Annað hvort er þetta víti eða ekki víti og Lovren brýtur ekki á Everton manninum og þ.a.l. er þetta ekki víti.

  Okkar leikmenn voru 79% með boltann, áttu 23 skot á markið og fengu 12 horn. Everton spilaði eitthvað sem aldrei verður kennt við fótbolta nema hugsanlega þann dag sem frýs í helvíti. Verði þeim að góðu með þennan stjóra sinn með þenna fjarfundabúnað sinn danglandi úr eyrunum.

  Dómgæslan á Englandi er oft hörmuleg, það er ekkert nýtt. Við vorum fórnarlömbin í dag og kannski verðum við heppin næst. Það er varla tilviljun að engin enskur dómari þykir nægilega góður til að dæma á HM.

  Ógeðslega svekkjandi en engin spurning að Klopp er alveg með þetta þó að einhver minnipokamaður ákveði að ræna okkur 2 stigum.

 54. Veit ekki hvað það er við fyrirliðann en ég pirrast alltaf upp við að horfa á hann spila fótbolta :/

 55. Helvìtis fokking fokk! Erum ekki að fara vinna epl ì ár. Annað til 4ja er bara markmiðið. Vinnum cl og fa. Drop mic

 56. Held að Mane og Lovren eigi þetta tap skuldlaust. Þetta var algjör óþarfi hjá Lovren og gerði ekkert nema að bjóða hættunni heim.

 57. Það var ein merkileg tölfræði úr þessum leik, Liv átti 643 heppnaðar sendingar í leiknum en Eve 102. Sanngjörn úrslit hefðu verið 5-0. Everton skoraði úr eina alvöru skotinu sínu á markið og það kom úr mjög soft víti.

 58. Þetta eru hrikaleg úrslit. #3ja sætið okkar með sigri og öruggt að a.m.k. annað liðið í Mansjéster myndi tapa stigum (og líklegra að það yrði mu. og við þá í seilingarfjarlægð frá þeim).

  Við höfum núna á stuttum tíma unnið okkur upp um tvö sæti í deildinni og með eðlilegum leik upp um eitt í viðbót.

  Það er ekki hægt að kenna Klopp um að Lovren fer af algjöru hugsunarleysi inn í sóknarmann sem stefnir út að hornfána og að leikmaðurinn fellur við snertinguna. Frá sjónarhóli dómarans hrein og klár vítaspyrna. Soft eins og vítið sem Henderson fékk á sig, en alveg eins og Hendó þá bauð Lovren upp á þennan möguleika og ekki hægt að gagnrýna ákvarðanir dómaranna.

  Ótrúlegir yfirburðir allan leikinn, þótt allir þrír miðjumennirnir séu varamenn í sterkasta liði Liverpool, og senterinn í besta falli á bekk.

  Reyndar gladdi það mig að sjá að Andy Robertson fékk tækifæri og stóð sig vel í leiknum. Uxinn stóð sig vel en maður leiksins hjá Liverpool að mínu mati var Jói litli Gómez. Krafturinn og vinnslan í honum, allan leikinn var góð. Öfugt við Hendó reyndi Jói að spila boltanum fram á við á okkar hættulegasta mann, Salah. Vel klárað hjá Salah í markinu.

  Gef Jóa og Salah 8 í einkunn. Lovren 5 fyrir slakan varnarleik og Mane 5 fyrir að missa hausinn yfir að verða fyrsti leikmaðurinn sem skoraði í 4 fyrstu derby leikjunum í Liverpool. Hefði hann náð stoðsendingu í uppbótartíma fyrri hálfleiks þá hefði þetta farið öðru vísi.
  Restin af liðinu fær 7 – hefðbundinn leikur.

  Everton átti tvö markskot, Gylfi og svo vítið. Reyndar áttum við ekki mörg skot sem reyndu á markmann Everton, enda ekki við því að búast með þessa miðju!

  En það liggur við að ég vorkenni WBA að mæta pirruðum Liverpoolmönnum í næsta leik.

  YNWA.

 59. Aldrei víti og fannst lidsuppstillingin alveg nógu sterk til ad vinna þetta leidinlega Everton lid einsog leit út fyrir allan leikinn þangad til dómarinn gefur þeim ódýrt víti. Þad hefur enginn verid ad kvarta yfir róteringum Klopp í seinustu leikjum og núna á ad hengja manninn? Áfram gakk næsta mál og vorkenni Gylfa okkar ad vera í lidi sem reynir ekki einusinni ad spila sóknarbolta, hlægilegt.

 60. Skoðið hérna
  http://hoofoot.com/?match=Liverpool_1_-_1_Everton_2017_12_10
  Það er endursýnt þegar “brotið” á sér stað á 7:05. Dómarinn er svo langt frá þessu, hann er rétt kominn inn fyrir miðjuhring og mér sýnist leikmaður nr. 18 hjá Everton skyggja á útsýnið. Hvernig sá dómarinn þetta?
  Þetta er svo algjörlega fáránlegt.
  En við áttum auðvitað að klára þennan leik. Vorum klaufar.

 61. Ég verð að játa að ég er ekki sammála þeim sem eru að gagnrýna Klopp fyrir að hafa róterað.

  Klopp lærði það í fyrra að það er ekki hægt að keyra á sínu besta liði eingöngu, eins og kom óþyrmilega í ljós í janúar og langt fram í febrúar. Enda öskruðu allir “það vantar breidd í liðið!” og það var lagað (fyrir utan breidd í miðvarðarstöðurnar, en sú umræða er löngu þurrausin).

  Núna er kappinn semsagt að gera hlutina í ljósi lærdómsins frá því á síðasta tímabili. Það að stilla upp liðinu er alltaf ákveðið “gamble”. Segjum að hann hefði stillt upp Coutinho og Firmino í byrjunarliðinu, og leikurinn hefði farið 1-1. Þá hefði verið gargað á hann hvað það hefði verið arfavitlaust að spila mönnum sem léku tvo leiki í síðustu viku, og annar leikur framundan strax næsta miðvikudag. Það má líka segja að þetta veðmál hjá honum hefði alveg getað gengið upp, það hefði bara þurft rétta ákvarðanatöku hjá Mané undir lok fyrri hálfleiks, eða betri dómgæslu í seinni hálfleik (já ég er á því að þetta víti hafi verið glórulaust, og jú ég veit að það eru ýmsir á annarri skoðun).

  Eins og bent hefur verið á er tölfræðin þar að auki þannig að það er ekkert sem bendir til þess að liðið hafi verið að ströggla eitthvað sérstaklega. Nú og að lokum má benda á að hvorki Firmino né Coutinho náðu að breyta gangi leiksins, þrátt fyrir að hafa til þess allnokkrar mínútur og vera þar að auki óþreyttir.

  Svo er ágætt að muna að liðið er taplaust í öllum keppnum síðan 22. október, þ.e. síðan í Spurs leiknum. Jú vissulega hefði verið frábært að vinna Everton. En það verður líka frábært að vinna WBA á miðvikudaginn.

  Kannski erum við orðin svo spillt af öllum þessum 3-0 og 7-0 sigrum. En gleymum því ekki að lið munu alltaf tapa stigum. Meira að segja City töpuðu stigum á móti Everton.

 62. #69. Linuverðir heita aðstoðadòmarar í dag og meiga láta vita ef eitthvað gerist sem dòmarinn sér ekki!

 63. #70 Daníel.

  Held að flestir séu sammála um að nauðsynlegt sé að rotera. Hins vegar er ekki alveg sama hvernig það er gert. Því miður var Klopp ekki spot on hvað þetta varðar í þetta sinn. Að mínu mati var of mikið af miðlungsleikmönnum á vellinum í okkar liði í dag. Markið sem við skoruðum var fyrst og fremst vegna stórkostlegs einstaklingsframtaks hjá Salah. Veit ekki alveg hver staða okkar í deildinni væri ef við hefðum ekki þann leikmann í okkar liði.

  Fengum auðvitað líka dauðafæri sem Mane fór illa með og átti auðvitað að gefa boltann. Að öðru leyti vorum við ekkert að vaða í færum í leiknum og vorum bara hreint út sagt mjög slakir eftir að Salah fór út af.

  Annars engin ástæða til að missa okkur í einhverri svartsýni. Búnir að vera á fínu rönni og engin ástæða til að ætla að því góða rönni sé að ljúka.

  Bring on WBA!

 64. Við erum þó í Meistaradeildarsæti. Eins súrt og þetta er, þá skiptir öllu að enda þar í vor.

 65. þessi leikur fór ekki alveg eins og maður óskaði en við töpuðum ekki þannig að þetta er ekki alslæmt
  Veit ekki alveg hvort þetta á heima her inni en ég horfði líka á leikinn sem var á eftir þessum mikið djövull spilar MU svipaðan bolta og Everton skjóta fram og vona það besta eini munurinn er sá að MU hafa aðeins meiri gæði enda mun dýrara lið

 66. Þvi miður klikkað Klopp í þetta skiptið og fór að kenna dómaranum um jafntefli í unnum leik. Hann gerði mikil mistök við liðsvalið, vanmat Everton illilega, Lovern gerði barnaleg mistök og Mane gaf ekki boltann, þegar aðrir voru í dauðafæri, og leikurinn hefði unnist ef hann hefði gefið boltann. Eg er mikill Klopp maður og vill ekki sjá neinn annan sem stjóra Liverpool en mér fannst hann missa svolítið virðingu þegar hann fór að kenna dómranum um vítið. Auðvitað var þetta vítið og það sjá það allir nema hann. Allir sparksérfræðingar á Englandi segja að þetta var víti og eru búnir að skoða þetta mörgum sinnum. Klopp hefði átt að skoða myndbandið áður en hann fór í sjónvarpið eftir leikinn.

 67. Eitt finnst mér magnað með þá sem skrifa athugasemdir inná Kop.is.

  Við vinnum 7-0 og 29 athugasemdir eru við þann leik.
  Við vinnum 3-0 og það eru 28 athugasemdir við þann leik.
  Við vinnum 1-5 og það eru 22 athugasemdir við þann leik.

  Við gerum 1-1- jafntefli og það eru 76 athugsemdir þar sem að liðið er kallað meðallið, að fyrirliðinn sé það lélegur að Swanse myndi ekki taka hann og að restin sé miðlings nema Salah (enda skoraði hann).

  Þar sem að síðan hrundi fyrir nokkrum vikum síðan eru ekki fleiri færslur sem eru með athugasemdir en það er alveg klárlega hægt að gefa sér hvernig menn skrifuðu um 3-3 og 1-1 á móti Sevilla og Chelsea.

  Maður er alveg svakalega svektur með þennan leik þar sem að hann átti að vinnast og það er auðvitað allt í besta að gagnrýna framistöður leikmanna og liðsvalið.

  Þó svo að víðavangshlauparinn hér fyrir ofan geti hlaupið 10km á dag í heilt á þá er ég alveg viss um að ef að hann væri með aðra 11 hlaupara með sér sem myndu reyna að hindra hann að “endalínunni” myndi hann ekki hlaupa alla daga þar sem álagið væri of mikið á líkamann.

  Þeir sem hafa spilað fótbolta vita að þetta er líkamleg íþrótt og allur líkaminn er undir.
  Við yrðum öll brjáluð ef að Mané eða Salah myndu mæta á næstu æfingu, eftir að spila 4 leiki í röð, og myndu taka eins og eitt “Hamstring”. Þá væri leikjaálagið of mikið og ótrúlegt kæruleysi af Klopp að rótera ekki….

  Mitt mat á vítinu er að þetta er ekki víti. Dómarinn tekur ákvörðun úr töluverðri fjarlægð og í þessari stöðu hefur hann ekki aðstoðardómarann til aðstoðar þar sem þetta er hinumegin á vellinum. Auvðitað notar Lovren líkamann á þessum tímapunkti, leikmaðurinn stekkur inní hann. Hann getur ekki horfið greyið. Ef þetta er skoðað betur þá er Lovren ekki að fara að keyra í manninn heldur fær hann manninn á sig eftir útpælda hreyfingu Calvert. Klókur en drullu fúllt.

  Ég sat með félögum mínum og var undrandi á Milner – Henderson uppstillingunni en hún var ekki jafn slæm og seinast þegar að þeir voru tveir saman.
  Svo koma “Tröllin” og benda á að Henderson gefur hann bara til hliðar eða aftur…með 11 menn fyrir framan þig þá er kannski ekki hægt að ætlast til að þú finnir svæðið fyrir Salah/Mané, er það? Ef að það er ekkert svæði að hlaupa í þarf að finna aðrar lausnir og það voru fyrirgjafir. Þar var Solanke, sem er 20 ára, að berjast við 3 til 4 menn um hvern bolta. Frekar óraunhæft.

  Mané hefði átt að skora eða gefa boltan, Solanke átti skalla sem hefði getað orðið mark, Salah átti skalla sem var rétt framhjá, Gomez átti skalla ofaná þaknetið….ósanngjörn úrslit en þá er bara að halda áfram og taka WBA!

  YNWA – In Klopp we trust!

 68. #76.

  “Klopp klikkaði…””Mistök í liðsvali…”, “Lovren gerði barnaleg mistök…” og ekki síst: “Auðvitað var þetta vítið og það sjá það allir nema hann. Allir sparksérfræðingar á Englandi segja að þetta var víti og eru búnir að skoða þetta mörgum sinnum. ”

  Really?

 69. Tek heilshugar undir með öllu sem Sfinnur segir. Fyrir mér var þetta mjög strangur vítaspyrnudómur þó ég telji að ekki sé hægt að áfellast dómarann að öllu leyti fyrir þann dóm því frá hans sjónarhorni lítur það þannig út að Lovren hlaupi á manninn og ýti honum niður. En þegar að maður sér þetta atvik frá betra sjónarhorni eins og Eyjólfur póstar hér fyrir ofan sést greinilega að Everton leikmaðurinn fer fyrir Lovren til að fá snertinguna og lætur sig svo falla með stæl.

  Mér finnst því líka ansi hart að kenna Lovren um þetta því í raun var hann bara að hlaupa í átt að boltanum, einhverjir geta þó kannski sagt það sé heimskulegt hjá honum að sjá ekki fyrir hversu mikill svindlari Everton leikmaðurinn var. Ég skal þó fullkomlega viðurkenna það að ef að Liverpool sóknarmaður hefði gert þetta sama þá hefði hann bara verið klókur, en fyrst þetta var Everton sóknarmaður þá er bara helvítis svindlari!

 70. Damn, Porto! Vildi fá Real eða Munchen.

  Well, þetta gat orðið verra 🙂

 71. Mjög sáttur að fá Porto.
  Vildi sleppa við Basel og Sevilla þannig að þetta var flott fyrir okkur, Porto með gott og skemmtilegt lið þannig að þetta ætti að verða skemmtileg viðureign.

 72. #80 “…þó ég telji að ekki sé hægt að áfellast dómarann að öllu leyti fyrir þann dóm því frá hans sjónarhorni lítur það þannig út að Lovren hlaupi á manninn og ýti honum niður.”

  Dómarar eru fengnir m.a. til að sjá við atvikum af þessu tagi. Í flestum löndum eru hluti af þjálfun dómara að sjá við leikaraskap og dýfingum. Í Þýskalandi, Ítalíu, Portúgal og víðar eru myndbönd notuð til að forða svona mistökum. En ekki á Englandi enda eru dómararar þar aðhlátursefni sem oftar en ekki eru helsta umræðuefni leiksins. Engin virðing er borin fyrir þeim og þarf ekki annað en að fylgjast með framkomu Mourhino og fleiri í þeirra garð.

  Ég skil ekki þessa meðvirkni með dómaramistökum. Hér er um hrein og klár dómaramistök að ræða og en einn skandallinn sem hefur áhrif á úrslit leiks. Svo kóa menn með dómarabullinu eins og þetta sé bara í lagi!

 73. Ég er vægast sagt drullu óánægður með Henderson – miðjan virkar ekki með hann inná, er það bara ég eða hvað sjá þessir spekingar í Henderson sem fótboltamanni? Mér hefur aldrei fundist hann geta mikið hvorki í að verjast né skapa framá við, hvað er þá eftir?

 74. Ég er glaður, því okkar menn spiluðu frábæran fótbolta og vildi sigra, en hitt liðið vildi bara það stig sem það hafði fyrir leik. Við getum endalaust rætt um þetta víti eða ekki víti en það er staðreynd að við gátum klárað leikinn ef,ef,ef,ef Mane. Ég reiknaði með því að andstæðingarnir mundu sækja meira eins og er vaninn í þessum hrúta-slag. Ég skil Kloop mjög vel eftir þetta bítlamóment í fjölmyðlum því liðið er meira en þessir fab-four. Hann vildi senda skýr skilaboð til allra um fótbolti snýst um liðsheild en ekki einstaklinga.
  Ég spyr sjálfan mig: Er ekki komið nóg af gömlum enskum stjórum sem lifa í gamla fótboltanum? Þessir gömlu stjórar gera fótboltann leiðinlegan. Ég horfi stundum á leiki í neðri deildunum og það er stundum betri skemmtun en WBA eða Everton liðin með gömlu stjórana.

 75. Flestir ykkar sjá ekki í skóginn fyrir trjánum, því miður.
  Fariði nú að horfa á heildarmyndina en ekki festast í tittlingaskít.
  Síðast þegar ég vissi fengust jafn mörg stig fyrir leiki gegn everton og gegn öðrum liðum.
  Það er til skammar hvað menn eru fljótir til að rakka allt niður þegar hlutirnir ganga ekki alveg eins og menn vilja.
  Hefði einhver af ykkur, sem farið hvað mest hér í skömmunum og neikvæðninni, trúað því að eftir tapið gegn Tottenham þá sætum við í 4 sæti og komnir í 16 liða úrslit í Meistaradeild? Ég held ekki.
  Spurning hvort að það þurfi ekki að þýða og útskýra einkunnarorð félagsins, vitið þið ekki örugglega hvað YNWA þýðir annars?

 76. #84….Það sem ég vildi benda á að ef það væri bara til ein upptaka af þessu atviki sem sýnir aftan á leikmennina, frá sjónarhorni dómarans, þá gæti það litið út að þeir hefðu ýmislegt til síns máls sem segja að þetta hafi verið púra víti. Mér finnst hins vegar upptakan sem sýnir framan á leikmennina sýna svo greinilega að þetta var rangur dómur, en því miður gat dómarinn ekki séð þetta frá þessu sjónarhorni. Ég er því á því að dómarinn hafi gert mistök en hef vissan skilning á því þar sem það var erfitt fyrir hann að sjá frá hans sjónarhorni hvað leikmaður Everton var klókur/óheiðarlegur í þessum aðstæðum.

  En það sem fer virkilega í taugarnar á mér er að svokallaðir sparkspekingar og álitsgjafar geti ekki eftir að þeir hafa horft á þetta atvik frá fleirri en einu sjónarhorni viðurkennt það að Klopp hefur ansi mikil til síns máls er hann segir að þetta hafi verið rangur dómur. Það er eins og öfund og illvilji ráði þar för frekar en hlutlægt mat. Nú síðast sá ég að Shearer var að hrauna yfir Klopp. Shearer virðist aldrei hafa haft kjarkinn til að reyna sig sem framkvæmdarstjóri hjá úrvalsdeildarklúbbi en svo getur hann sett sig í dómarasæti og komið með eftiráspeki og sagt að Klopp hafi gert allt vitlaust í leiknum í staðinn fyrir að ræða það málefnalega hvort Klopp gæti hafa haft rétt fyrir sér varðandi vítaspyrnudóminn. En ég veit sem Liverpool aðdáandi er ég ekki hlutlaus þó maður sé að reyna að horfa hlutlægt á málin.

 77. Tek heils hugar undir það sem Brynjar hér á undir skifar. Man vel þegar við töpuðum fyrir Spurs og spurningin var ekki hvort ætti að selja Lövren og reka Klopp heldur hvenær.
  Síðan hefur gengið á ýmsu en heilt yfir vel , en núna eftir jafnteflin við bláliðana Chelsea og Everton er grátkórinn byrjaður.
  Miðað við stöðu okkar manna(þ.e.a.s.) þeirra sem halda virkilega með sínu liði, þá er Liverpool í 4 sæti með 30 stig en hefði farið í 32 stig og upp fyrir Chelsea og saxað verulega á manu, en svo fór ekki.
  Auðvitað er lítið mál að finna blóraböggla, reka mann og annan og segja ef og hefði í öðru hveju orði og dásama svo liðið og stjórann næst þegar liðið vinnur.

  Góðar stundir.

 78. #88. Við erum líklega nokkuð nálægt því að vera sammála nema að dómarinn var í ágætum færum til að sjá atvikið. Ekkert í heiminum finnst mér geta afsakað þessi mistök ekki einu sinni klisjan um að dómaramistök séu hluti af leiknum. Þetta var blatant skita hjá dómaranum. Punktur!

  Dómarinn fær borgað fyrir að sjá þessa dýfingu, hann er þjálfaður til að greina sjá að ekkert var í þessu meinta broti og mistök hans kosta félagið okkar 2 stig. Stig sem vel geta skipt öllu máli í vor.

  Það er eins og sumir stuðningsmenn, og þá er ég ekki að eiga við þig per se, fái einhverja fróun við að tala um allt annað en kjarna málsins sem ertu téð mistök Craig Pawson. Þetta jafntefli er Klopp að kenna, Mane að kenna, Lovren að kenna, Henderson að kenna og þetta segja menn í fúlustu alvöru að manni sýnist. Það er gengið svo langt að tönnlast á rökvillunni “soft penalty”. Víti er víti ef brotið er á leikmanni innan teigs sem var aldrei málið í þessu tilfelli. Hvert einasta horn ætti að enda í víti ef þessi dómari hefur rétt fyrir sér.

  Blaðamaðurinn sem tók viðtalið við Klopp taldi atvikið vera “soft penalty” og þessir snillingar í sófunum á sjónvarpsstöðvunum ganga af göflunum af hneykslun yfir Klopp en dómarinn er bara í fínustu málum. Til að fá staðfestingu á að þetta ekki víti væri “soft penalty” hver skyldi vera leiddur fram því til vitnis? Sam fokkings Allardyce!

  Hitt vitnið er Jamie Carragher sem, eins og Steve Nichol, þreytist seint á að taka varnarmenn Liverpool af lífi til að minna nú alla á hvað vörnin var góð þegar hann var að toga í peysur sem mest hann mátti.

  Manni er flökurt.

 79. Reka Klopp???? Hvað er að ykkur?
  Við erum með stórkostleg lið (orð Rooney í viðtali eftir leikinn) og spilum frábæran fótbolta. Við sáum í leiknum að það er himinn og haf á milli gæða Liverpool og Everton. Þeir komust varla fram yfir miðju í leiknum.
  Ósanngjörn úrslit, en það gerist stundum í fótbolta að miklu betra liðið vinnur ekki.

 80. Nú veit ég ekki hvort athyglisbresturinn að fara illa með mig, en fór Messan ekkert yfir gula spjaldið hans Gylfa?

 81. #90…Já ætli við séum ekki ótrúlega nálægt því að vera sammála þó það kunni að vera blæbrigðarmunur á meiningum hjá okkur. Tek alveg heils hugar undir athugasemd þína um Carragher.

 82. Sælir félagar

  Carra er ósnertanlegur og þó þau atvik komi upp þar sem við erum honum ekki sammála þá breytir það engu. Hann var, er og verður ósnertanlegur og má nánast allt. Minn maður Carra hvað sem hann segir og hvað sem aðrir segja. (Toga í peysur hvað, hvaða varnamenn gerðu það ekki og gera enn. Frekar fýlupokaleg athugasemd.)

  Það er nú þannig

  YNWA

 83. #94. Ertu að meina að maður megi vera ósammála Carra en bara ekki að segja nokkrum einasta manni frá því?

  Þessi dómaramistök verða ekki að skólabókardæmi um góða dómgæslu við það eitt að Carragher skammi Lovren og Klopp.

 84. Sæll Guderian

  Nei nei ég er bara að segja að fyrir mína parta hefur Carra leyfi til að hafa rangt fyrir sér án þess að það sé verið að kasta í hann hnútum. Fyrir mér er hann eins og King Kenny, Fowler og Gerrard í guðatölu (ath. marggyðistrú hjá trúlausum mann?) og því ósnertanlegur. Að öðru leyti er ég sammála þér. Svo sýnist mér að Carra sé búinn að skoða málið betur og sé okkur sammála núna. Annars er ég bara góður og hlakka til að sjá okkar menn í fluggír á morgun. 🙂

  Það er nú þannig

  YNWA

Liðið gegn Everton.

Porto í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar