Liðið gegn Everton.

Góðan dag og gleðilega hátíð! Klopp hefur valið liðið sem mætir til leiks í grannaslagnum og lítur það svona út:

 

 

Mignolet

Gomez – Klavan – Lovren – Robertson

Milner – Henderson – Chamberlain

Salah – Solanke – Mané

Bekkur: Karius, Wijnaldum, Firmino, Coutinho, Can, Ings, Alexander-Arnold.

Virkilega óvænt lið hjá Klopp sem setur Solanke á topp og Chamberlain á miðjuna. Robertson fær svo sénsinn í vinstri bakverðinum. Firmino og Coutinho á bekknum ásamt Danny Ings!! Sturridge ekki í hóp í dag.

Sjáum hvað setur koma svo!!!

Við minnum á hashtaggið okkar #kopis og umræðurnar hér að neðan.


 

93 Comments

 1. Eiginlega merkilegast þetta með Ings, þó fjarvera Coutinho og Firmino í byrjunarliðinu sé líka afar athyglisverð.

 2. Hef miklar áhyggjur af þessari miðju og skil ekki allar þessar róteringar eftir 7-0 sigur í vikunni. Lítil ógn í Solanke meðan Coutinho, Mane, Salah og Firmino hafa verið sjóðandi.

 3. Þetta er það sem við stuðningsmenn vorum að kalla eftir þegar meiðslahrinan gekk yfir í fyrra, þ.e.a.s. meiri rótering og Klopp ætlar ekki að falla á sama prófinu aftur.

  Mér lýst mjög vel á þetta byrjunarlið og hef fulla trú á að okkar menn eigi eftir að ganga frá Everton mönnum með hálfgert varalið.

 4. Sturridge er eitthvað meiddur aftan í læri og þess vegna ekki í hóp í dag.

 5. VVD að gefa Arsenal mark og því 1-1. Sigur verður að n´st til að skjótast uppí 3. sætið í dag á betri markatölu en CFC

 6. Ég er bjartsýnn, líst vel á róteringuna sem kallað var eftir í fyrra. Þurfum enn meira á henni að halda núna. Ég treysti klopp og heildaryfirsýninni hans.
  Tökum þetta!!!

 7. Jurgen Klopp er genginn af göflunum !

  Mér liður eins og við höfum tapað síðasta leik 0-7. Þetta Henderson mál verður bara að enda einhverntíman.

 8. úff, Milner og Henderson saman á miðjunni. Hef pínu áhyggjur en treysti Klopp. Varamannabekkurinn okkar hefur svo sem verið verri í gegnum árin!

  Koma svo rauðir!!

 9. Klopp að halda áfram að rotera og þrátt fyrir gagnríni um hana þá hafa úrslitinn verið að skila sér og því engin ástæða að breytta þessari aðferð.

  Maður hefur mestar áhyggjur af miðsvæðinu en Millner finnst mér að eiga ekki að spila á miðsvæðinu vegna þess að hann er alltof hægur og tæknilega ekki góður.

  Ég held að hugsuninn hjá Klopp er að setja enskan brag í þennan leik, leikmenn sem vita hversu mikið þetta skiptir máli. Miðsvæðið okkar er með þrjá Enska leikmenn og svo að kannski er hann að undirbúa sig fyrir þessa baráttu.

  Ég reiknaði með að aðeins þrír af fjórum fræknu væri í liðinu í dag en tveir urðu fyrir valinu.

  p.s Gaman að sjá Ings á bekknum en þetta þýðir að Sturridge er að fara frá okkur í Janúar tel ég. Solanke er kominn framar í röðina og ef illa fer þá er Ings þarna til vara. Sturridge langar á HM og þarf að spila.

 10. Mín spá 3-1
  Ragnar skorar eitt og Uxinn tvö.
  Gylfi með eitt fyrir bláliða.

 11. Sælir félagar

  Ég er eins og fleiri dálítið hissa á liðsvalinu en treysti því a’ Klopp viti hvað hann er að gera. Þó Milner sé ekki hraður er vinnusemi hans ódrepandi. Við þurfum einn svoleiðis þegar Firmino er ekki á svæðinu. Traust Klopp á Solanke hinum unga er góðs viti. Spái enn 3 – 1 og koma svo Rauðir.

  Það er nú þannig

  YNWA

 12. Brassar eru ekki góðir að spila fótbolta í snjókomu, svo þeir eru á bekknum í dag.

 13. Mjög áhugavert liðsval.
  Ég verð alltaf sorgmæddur þegar Firmino situr á sínum afturenda og maður fær ekki að njóta hans lista inn á vellinum.
  Miðjan er… tja…. þetta eru allavega kögglar sem geta líkamlega átt við Shrek og félaga…
  Hvað sem þessu líður, þá á þetta lið að taka bláliðana frá Bítlaborginni á hvaða degi sem er.

  Nú er bara njóta stundarinnar!
  YNWA

 14. Held að veikasti hlekkurinn sé Solanke. Virðist ekki vita hvar hann á að vera.

 15. Ojj hvað þetta Everton lið er neikvætt ætla greinilega ekki að spila fótbolta í dag. Minnir margt á íslenska landsliðið þannig að Gylfi ætti að þekkja þetta ágætlega. Rooney er nánast að spila sem hægri bakvörður hann er svo djúpt á vellinum. Gæti orðið erfitt að brjóta þá niður held að mark snemma væri helvíti gott.

  Koma svo!

 16. Helv hann Sammi Sopi er eingöngu að hugsa um að halda stiginu.

  Þetta verður erfitt að brjóta þetta virki niður.

 17. Eftir hálftíma leik hefur Pickford í markinu hjá Everton snert boltann oftast af leikmönnum Everton.

 18. Sæl og blessuð.

  Þetta er e.t.v. skynsamlegt og hálffærin hafa komið nokkur í leiknum. Þetta verður þolinmæðisverk. EItt mark breytir auðvitað öllu en það verður þá að koma! Sendingarnar frá Chambo eru ekkert spes en Robertsson kemur sterkur inn. Hendó hægir enn á öllu. Eigum við enga skotmenn f. utan teig? Solanke verður að standa sig og fara að taka við þessum háu boltum. Hann hefur varla sést.

  Vörnin tekur vel á móti þessum löngu boltum.

 19. Besti leikmaður deildarinnar fullyrði ég og hann setti markið beint í smettið á Everton stuðningsmönnunum þarna fyrir aftan markið

  Super Salah!

 20. Ótrúlega eigingjarnt og lélegt hjá Mané. Vonum að þetta muni ekki kosta okkur.

 21. oh Mane Mane hefði átt að senda hann þarna en maður hefði haldið kjafti ef að hann hefði skorað

 22. Mané hefði mátt þetta ef staðan væri 3-0 í seinni hálfleik og hann ætti möguleika á að fullkomna þrennuna, annars ekki. Hundfúll út í hann.

  Annars hörkuframmistaða liðsins í fyrri hálfleik! En Gylfi þarf bara eitt ágætt skotfæri til að jafna leikinn.

 23. Nú er bláa draslið orðið þreytt, og fínt að henda inn á þá meiri sköpun (Firmino og Coutinho) í seinni hálfleik

 24. Okkar menn frábærir. Lélegt Everton. Áfram Liverpool,

 25. Þetta mark hjá Salah var algjört gull! Leiðinlegt að Mané hafi ekki sent boltann undir lokin, samt ekki jafn leiðinlegt og fótboltinn sem everton er að spila undir Sam!

 26. Ég trúi ekki vart mínum augum hvað Sala er stórbjóðslega góður. Vissi hann mundi skora og vera aftur með mestu mörkin og Harry Kein bara næstmestur. Svo er Liverpool líka búnir að halda á boltanum 80% og bara Everton 20% eða jafnvel bara 10%

  Held við ættum að vinna helst 6-0 í seinni hálleik og Gylfi kemur bara til Klopp og segir að hann vill vera Liverpoolkall.

  Þetta er so gaman!!

 27. Sammi Sopi færir liðið framar í seinni við völtum yfir þá, Mane er að biðjast afsökunar núna inní klefa og hættum að dissa Henderson hann er með 89% heppnaðar af 60 sendingum í fyrri hálfleik.

 28. Hvernig Salah leggur boltann yfir hausinn á Williams og smyr hann í hornið er núna mitt uppáhalds mark þetta tímabilið – VÁ!!

 29. Breiddin í hópnum er svo miklu betri núna heldur en í fyrra. Núna er hægt að hvíla lykilleikmenn en gæðin detta nánast ekkert niður.
  Við erum með drullu sterkann hóp núna og Ox, Robertson, Milner og fleiri eru að koma helvíti vel inn í þetta.

 30. Pirrandi að vera ekki búin að bæta við marki. Allt getur gerst meðan forystan er ekki meiri en þetta.

 31. Everton hefur ekkert gert í þessum leik, ef þeir stela stigi er það hreinn og klár þjófnaður og slíkt er bannað samvk lögum.

  Mane er aðeins búinn að vera off í undanförnum leikjum, sennilega andlegt bara hjá honum. Sést best á Salha hvað sjálfstraust getur gert fyrir fótboltamenn. Gomes er þvílíkt flottur í bakverðinum, framtíðar efni þar á ferð.

 32. Mesta soft víti sem ég hef séð. Samt drulla hjá Lovren og algjör óþarfi.

  Fokk ðis fokking drulla.

 33. Staðinn fyrir að vera 2-0 i hálfleik þa er 1-1. Og það United viðrini sem skorar

 34. Skiptir bara akkúrat engu máli hvort þetta sé soft víti þetta er virkilega barnalegur varnarleikur hjá Lovren.

 35. Þessi Lovren er með ólíkindum. Ekkert í gangi og víti. Auðvitað var þetta soft klaufalegt engu að síður.

 36. Lovren ýtir við manni sem er á leiðinni í burtu frá markinnu! hljómar svo týpískt að Everton ræni leiknum og vinni þetta. Við erum aular að vera ekki búnir að klára þennan leik fyrr

 37. Solenke hefur valdið vonbrigðum í leiknum. Ekki annað hægt að segja. Mané hefði betur gefið hann í þessu færi, þarna í fyrri hálfleik.

 38. Þvílíka ruglið í Lovern, why ? Nú væri fínt að hafa Salah inná, hefði frekar tekið Mane af velli.

 39. Lið eiga alltaf von á marki gegn þessari vörn og markmanni sem við erum með, úff. Sama þó þetta hafi ekki verið víti, sammi sopi nær alltaf úrslitum gegn okkur. Ekki búið samt !

 40. Menn sem eru að hrauna yfir Lovren vinsamlegast grjóthaldiði kjafti. Ég veit að menn eru svekktir en hann gerði ekkert af sér svona verða menn að verjast vera physical án þess að brjóta af sér sem er nákvæmlega það sem að hann gerði.

 41. Eru menn virkilega að tala um breydd með Solanke og uxanum. Mörgum klössum á eftir kút og Firmino.

 42. Fáranlegt hjá klopp að stilla ekki upp sterkasta liðinu sínu í darbi leik, þetta skrifast á hann?

 43. Þessi skita var í boði Klopp.
  Að sjálfsögðu tekurðu ekki Firmino og Coutinho úr liðinu fyrir svona leik

 44. Ætlar engin að segja neitt með Henderson í þessum leik? Ömurlegar sendingar og skotin eru grín. Að þessi maður sé fyrirliði liverpool er hneyksli.

 45. Jæja, ekki var þetta eftir óskum. Er á því áliti að þetta hafi aldrei verið víti, samt lélegt af Lovren og sóknin hefði nú átt að nýta sín færi betur. Solanke skilaði litlu af sér, gott að sjá Ings aftur en heilt yfir er þetta mjög svekkjandi.

 46. Menn sem ætla að verja Lovren vinsamlegast grjóthaldiði kjafti þetta er lítil snerting en ef hann hefði ekki boðið upp á Þetta og bara fylgt með þá var engin hætta þarna bara virkilega barnalegur varnarleikur.

 47. veit ekki hvað þeir hafa borgað þessum dómara en þetta er klárlega út í hött.

 48. Henderson er bara ekki fótboltamaður sem er nógu góður til að vera í pl kvað þá að vera fyrirliði LFC

 49. Þeir sem kvarta yfir þessu víti skilja reglurnar greinilega ekkert alltof vel. Jú þetta var soft en þetta var fáranlegur varnarleikur og algjörlega tilganslaust að ýta honum. Dómarinn sér bara þessa hrindingu og dæmir að sjálfsögðu. Eitthver talaði um að vera physical en það er stór munur á því að nota líkamann og öxlina sem eg leyfilegt og að vera ýtandi í bakið á mönnum.
  Þetta er engum nema Lovren að kenna og ég vil ekki sjá hann í starting 11 í febrúar þegar við höfum haft séns á að versla.

 50. ÖMURLEGASTA EVERTON LIÐ EVER!
  HVERNIG ER HÆGT AÐ HALDA MEÐ SVONA LIÐI!!
  Já já ég er brjáluður!!

 51. hvaða fokk er í gangi,,,menn vælandi yfir hverju ???…Klopp gerir vel að stilla upp þessu liði.
  1. ahverju gaf Mane ekki til hægri heldur en að skjóta lang framhjá…eigingirni..???
  2. afhverju nýtti Salah ekki betur færin sín.??
  3. afhverju var þessi dómari á þessum leik ???
  það var bara eitt lið á vellinum í dag en dómarinn hafði betur. en í svona leik verða menn samt að vera sniðugir og nýta sín færi….flottur leikur en bara óheppni í dag.

 52. Aldrei víti og hrein og klár óheppni að ná ekki að klára leikinn.
  Bláliðar náðu að ég held tveim boltum á rammann í öllum leiknum og þar af var annað úr víti sem aldrei átti að vera víti og þið sem eruð að drulla yfir vörnina og liðið ættuð að skammast ykkar.

 53. Ég hata að verja lovren af því að þa er náttúrulega alveg fáránlegt að hann sé ennþá að spila fyrir liverpool, en þetta jafntefli er einungis dómaranum og Klopp að kenna.

  Dómaranum fyrir að dæma víti og Klopp fyrir að hvíla fimm lykilmenn liðsins í ótrúlega mikilvægum leik. Ég skildi það á móti Brighton, því að önnur lið voru að gera það sama og leikjarprógrammið var fáránlegt, en hérna voru leikmenn búnir að fá frí í fjóra daga og núna fá þeir heila viku, þannig að það var fáránleg ákvörðun að hvíla Firminho og Coutinho.

  Ég elska ennþá Klopp og hata þegar að sumir hálfvitar hérna inni byrja að öskra eftir höfði hans, en núna finnst mér hann eiga gagnrýni skilið og ef að þetta gerist mikið oftar mun ég ekki geta annað enn að byrja að efast um hann.

  … en þetta var svosem meira dómaranum að kenna, þannig að ég ætla að reyna að róa mig á neikvæðninni.

  En annars vona ég innilega að Calvin-Lewert fái langt bann fyrir þessa augljósu dýfu, sem að dómarinn (hefði átt) að sjà allan daginn.

  Við vinnum ekki deildina í ár eins og alltaf, en ég ætla að leyfa mér að dreyma um meistaradeildin.

  YNWA.

 54. Kristján Aðal þegi þú sjálfur einu sinni, í þetta skiptið hefði leikplan Klopp gengið upp ef að þessi gagnslausi Lovren auli væri ekki í þessu liði. Ýtir ekki við bakinu á manni sem er á miklum hraða og á leiðinni burt frá markinu. Engin hætta og einstaklingsmistök enn og aftur að kosta stig. Orðið þreytt

 55. Því miður blekkja dýfur dómarann auðveldlega og gerir það þeim ennþá auðveldara fyrir að dæma á svoleiðis þegar varnarmaðurinn lætur það líta út eins og brot. Hvaða mun á dómarinn að sjá á dýfu og broti í þessu tilviki þegar Lovren setur hendurnar út og ýtir við bakinu á þessum ömurlega striker hjá Everton sem var aldrei að fara gera neitt?

Grannaslagur á sunnudag!

Liverpool 1-1 Everton