Grannaslagur á sunnudag!

Á sunnudaginn heldur veislan áfram hjá okkar mönnum sem eru sjóðandi heitir um þessar mundir eftir tvo risa sigra í röð, 5-1 og 7-0. Næstu mótherjar eru Gylfi Sig og félagar í Everton á Anfield. Það má því segja að síðustu tveir leiki hafi verið fínasta upphitun fyrir þann leik!

Það á víst að vera mikil snjókoma og ekki gott fótboltaveður á sunnudaginn þegar liðin mætast sem vonandi setur ekki of mikið strik í reikninginn en eitthvað getur þetta Liverpool lið hlaupið svo það má nú alveg reikna með að það verði hiti í skrokknum á þeim.

Everton byrjaði leiktíðina hreint ömurlega og þá sérstaklega í ljósi yfirlýsinga þeirra eftir sumargluggann þar sem þeir eyddu miklum pening í marga leikmenn en seldu sinn besta mann og komu út á sléttu. Það var að myndast valdaskipting í Liverpool-borg og augljóslega myndi Everton enda fyrir ofan Liverpool þar sem þeir keyptu betri leikmenn og allt það.

Ronald Koeman, sem komst í hann krappann á þessum tíma í fyrra þegar hann skreytti jólatréð sitt með rauðu skrauti og fékk heldur betur skítkast frá stuðningsmönnum þeirra bláu. Hvernig dirfist hann?! – Úps, smá útúrdúr!

Ronald Koeman var rekinn frá Everton eftir nokkra leiki sem töpuðust og hreint út sagt ansi daprar frammistöður. David Unsworth tók við keflinu tímabundið og náði nú ekki beint mikið betri árangri og nú er nýkominn Sam Allardyce við stýrið. Hann meira að segja setti á sjálfstýringu og nennti ekki með liðinu sínu í útleik í Evrópudeildinni, þar sem Everton er dottið úr leik eftir hreint hörmulega frammistöðu í riðlakeppninni.

Þeir hafa unnið síðustu tvo deildarleiki sína og litið töluvert betur út í þeim en í mörgum öðrum leikjum sínum. Þeir lögðu West Ham 4-0 og Huddersfield 2-0 svo þeir virðast aðeins vera að ranka við sér og vonandi nær Liverpool að slá þá aftur í rot. Ég get vel ímyndað mér að Everton hefði kosið að fá Liverpool ekki akkúratt á þessum tímapunkti.

Það er alls ekki mikill hraði í þessu Everton liði og það er þá einna helst þeir Calvert-Lewin og Aaron Lennon, sem er frábært að sjá aftur á vellinum eftir að hann hefur náð sér aftur á ról eftir að hafa verið kominn á slæman stað vegna andlegra veikinda, sem sjá um að keyra upp púlsinn hjá Everton. Wayne Rooney hefur verið á góðu skriði undanfarið með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í þessum síðustu leikjum og Gylfi okkar Sigurðsson er farinn að finna taktinn. Þetta eru einna helst þessir tveir sem þyrfti helst að loka á í sóknarspili Everton að mínu mati, það má annars reikna með að Everton muni liggja djúpt og munu líklega forðast það eins og heitan eldinn að opna pláss fyrir aftan sig.

Það er erfitt að lesa í það hvað Klopp hyggist gera með liðið fyrir leikinn en hann hefur gefið það upp að Henderson muni byrja leikinn þar sem hann var ekki með gegn Spartak. Væntanlega þá fyrir annað hvort Can eða Wijnaldum. Chamberlain og Sturridge byrjuðu á bekknum og gætu komið inn, Matip verður enn frá vegna meiðsla og líklega verður vörnin óbreytt fyrir utan Milner eða Robertson í vinstri bakverði fyrir meiddan Moreno. Mignolet mun koma aftur í markið og stóra spurningin er auðvitað hvort Klopp muni halda áfram að rótera í þessum fjóru sóknarstöðum.

Það er leikur gegn WBA í miðri næstu viku og Bournemouth um næstu helgi svo leikirnir eru að fara að hrúgast upp á næstunni. Það er því ekki ólíklegt að það muni vera töluverð rótering á liðinu á næstunni líkt og hefur verið undanfarið, eina spurning er hvort að hún verði gerð fyrir “stærsta” leikinn fyrir Arsenal þann 22.desember eða hvort það gerist frekar gegn WBA og Bournemouth.

Persónulega myndi ég vilja sjá liðið alveg ósnert. Lið sem vinnur 7-0 þar sem sóknarlínan fer hamförum og allir komast á blað og holningin á liðinu almennt frábær á ekki að vera breytt en það voru menn hvíldir þegar liðið vann Brighton 5-1 leiknum áður og Stoke 3-0 þar áður svo það sýnir að breiddin og gæðin í hópnum eru mikil. Liðið vann 7-0, það er grannaslagur og momentum-ið er hátt – Klopp og Liverpool á að fara út all guns blazing.

Þetta viljum við sjá!

Mignolet
Gomez – Lovren – Klavan – Milner

Mané – Can – Henderson – Coutinho (c)

Salah – Firmino

Ég smá efast um það en ég ætla að vona að þetta verði þá bara liðið á sunnudaginn. Við hendum fallbyssunum á völlinn og freistum þess að Everton menn fari grautfúlir af velli í leikslok og hendi öllu rauðu jóladóti sem þeir finna í kringum sig. Líklega kemur Chamberlain og Sturridge inn ef einhverjar róteringar yrðu.

Sigur á sunnudaginn og “hagstæð” úrslit úr grannaslagnum í Manchester gæti komið Liverpool í fína stöðu í þessum Meistaradeildarsætispakka fyrir jólatíðina – þar sem er fullt af leikjum sem liðið ætti að geta safnað all nokkrum stigum úr.

Höldum áfram og fletjum út Everton á sunnudaginn! Ég vil enn fleiri mörk og þetta flot í sóknarleiknum – shit, hvað þetta lið er skemmtilegt og gæti vel náð ansi langt.

20 Comments

  1. Ég hef samt séð þetta handrit áður. Sammi sopi kemur með vængbrotið lið á Anfield, pakkar í vörn og tefur frá 1 mínútu og nær svo kannski að ræna öllum þremur stigunum :-/ Ég vona bara að Klopp haldi áfram með rokk og ról í okkar sóknarleik og að við kaffærum þá bláu með glimrandi sóknarleik 🙂 og mörkum!

  2. Skíthræddur fyrir þessa leiki alltaf og meira ef það verður erfiðar vallaraðstæður því þær verða alltaf Everton í hag. Vonandi verður völlurinn góður og ekki skítkalt . A eðlilega degi eigum við að rúlla yfir þetta lið, þrátt fyrir sín kaup sem ég eins og aðrir hélt að myndi styrkja liði . En lpool sigur 4-0, halda áfram keyrslunni.

  3. Virkilega gaman að sjá hamrana sigra chelsea, ef við sigrum everton þá erum við komnir í 3 sætið.
    Ég vil sjá Klopp halda öllum bestu mönnum liðsins áfram í liðinu og frekar rótera vel í næsta leik sem líka heimaleikur.

  4. Flott upphitun. Já, all in í þessum leik. Hvíla frekar pínu á móti W.B.A og bournemouth. Ég er að farast úr spennu yfir næstu leikjum, því núna getum við virkilega saxað á. Chelski eru að missa flugið ásamt spurs. Rútubíla stöðin og city fer örugglega 0-0. Það yrði yndislegt að ná 3.ja sætinu um helgina og saxa aðeins á. Koma svo Rauði Herinn!!

  5. Leiðin liggur uppávið félagar þetta er í okkar höndum að ná 3dja sætinu á morgun vona svo innilega þeim takist að vinna.
    YNWA

  6. Frábær úrslit í leik West Ham og Chelsea.

    Vil sjá sterkasta og besta liðið okkar inn á vellinum á morgun. Veit reyndar ekkert hvernig það lið lítur út, en Klopp veit það! 🙂

    Sigur á morgun og 3. sætið er okkar. Koma svo rauðir!!

  7. Við skulum ekki kætast yfir óförum keppinautana sbr með Chelsea hér að ofan – það vill nefnilega oft á tíðum koma í bakið á manni!

  8. Það gleður alltaf mitt litla hjarta þegar toppliðin misstíga sig, burtséð hvað við gerum.

  9. Aukin vigt í leikinn að þriðja sætið er í húfi.
    Ekki eins og það þurfi að þyngja leikinn. Mér finnst þessi leikir koma næst utd leikjum og ég þoli ekki að tapa þeim eða missa í jafntefli.
    Sjálfsagt síðan að Everton ormar voru með dólgslæti fyrir margt löngu þegar ég gekk frá Anfield niður í bæ eftir góðan sigurleik fyrir margt löngu.
    Auðvelt að gíra sig þegar maður minnist þessara lélegu fulltrúa litla liðsins.
    Ég spái 3-1, Salah auðvitað, Firmino og kútur kallinn.
    Gylfi setur hann yfir vegginn á síðustu 10 mín.
    Vonandi snjóa kop ferðalangar ekki inni og leikurinn fari fram.
    Það yrði svo mikið verk að moka mönnum út af börunum á mánudagsmorgun ef leikurinn fellur niður.
    Koma svo…
    YNWA

  10. Þetta er svona týpískt jafntefli. Vonandi nær Liverpool að gera betur.

  11. Takk fyrir þessa upphitun. Einn af aðalleikjum tímabilsins eins og alltaf þegar þessir grannar mætast. Þó ég haldi ekki upp á Everton þá vona ég að þeim gangi sem best í öllum öðrum leikjum en gegn Liverpool. Skemmtilegast að sjá þessi tvö í toppbaráttunni eins og svo algengt var á níunda áratug síðustu aldar.
    Við megum ekki fara fram úr okkur með liðið okkar þó það sé frábært þessa dagana og líklegt til stórra hluta. Gleymum því heldur ekki að við höfum bara náð í 2 stig í fjórum leikjum gegn MC, MU, Spurs og Chelsea þetta tímabilið. Liðin í efri hlutanum hafa því ekki gefið nóg á þessu hausti. Everton mun spila mjög aftarlega og berjast fyrir stiginu til síðasta manns. Áfram Liverpool.

  12. Loksins er ég ósammála nafna mínum #12. Verð að viðurkenna að gengi litla bróður í vetur hefur glatt mitt gamla hjarta… Ég er bara ekki betur innréttaður en svo 😉

  13. Samála 12#
    Everton eru erkifjendur Liverpool og nágranaerjur hafa verið í gangi frá því að elstu menn muna og þótt að það sé saga og virðing á milli þá óskar maður þeim ekki góðs gengis.
    Eftir að hafa talað við nokkrar innfædda á svæðinu þá er þarna gríðarlegur rígur á milli og þeir fagna hverju töpuðu stigi hjá þeim bláu.

    Annars á maður von á rosalegum leik á morgun þar sem hart verður barist og ég efast um að við sjáum stórsigur á morgun því að það er kominn annar bragur á þá bláu og smá sjálfstraust. Þeir eru þéttari undir stjórn stóra Sam og held ég að þetta verður erfitt en hef trú að við nælum í þrjú stig.

  14. Sælir félagar

    Það er ekkert nema sigur sem ég vil á minn disk. Bláliðar munu leggjast í skotgrafir og vonast til að geta laumað einu í skyndisókn. Þetta verður erfitt en þó vinnandi vegur. Þolinmæði og sköpun munu gefa 3 stig en óþolinmæði og einbetingarleysi verður ávísun á jafntefli og jafnvel tap. Veðja á 3 – 1 og koma svo.

    Það er nú þannig

    YNWA

  15. Chelsea að tapa, Arsenal gæti verið að fara misstíga sig og svo mun United líklegast tapa á eftir á móti ósigrandi City. Við erum í dauðafæri að skjóta okkur í þriðjasætið og hársbreidd frá 2. sæti.

    Við megum ekki klúðra þessu í dag og ég spái 5-1 sigri þar sem Coutinho verður með þrennu og Gylfi nær einu sárabótamarki fyrir þá bláu í uppbótartíma #nostradamus

  16. Liverpool: Mignolet; Gomez, Lovren, Klavan, Robertson; Henderson, Milner, Oxlade-Chamberlain; Salah, Mane, Solanke

    Substitutes: Karius, Alexander-Arnold, Can, Wijnaldum, Coutinho, Firmino, Ings

    Enginn smá bekkur 🙂

Hverjum viljum við mæta í 16-liða úrslitum?

Liðið gegn Everton.