Stoke 0-3 Liverpool

0-1 Sadio Mané 17′
0-2 Mo Salah 77′
0-3 Mo Salah 83′

Leikurinn

Liverpool byrjaði leikinn vel og komst yfir snemma með marki frá Mané eftir undirbúning frá Gomez og Solanke. Gomez fékk erfiða sendingu upp að endalínu en náði að halda boltanum í leik og koma honum á Solanke en hann náði valdi á boltanum þrátt fyrir slaka fyrstu snertingu og laumaði boltanum á Mané sem lyfti boltanum laglega yfir Grant í marki Stoke. Í kjölfarið fengu Solanke og Mané báðir tækifæri á að koma Liverpool í 2-0 en fóru illa af ráði sínu.

Atvik leiksins var þó á 38 mínútu þegar Diouf snéri Matip af sér á vítateigslínunni þar var Mignolet var mættur í úthlaupið en fór alltof seint af stað í Diouf missti af boltanum og sparkaði Diouf niður og átti án efa að fjúka útaf en dómari leiksins sleppti honum með gult við mikla óánægu heimamanna.

Eftir þetta tóku Stoke yfir leikinn, þeir voru mun áræðnari og komust nokkrum sinnum í álitleg færi en sem betur fer náðu þeir ekki að jafna leikinn. Á 65 mínútu gerði Klopp tvöfalda skiptingu þar sem Salah og Milner komu inn og guð minn góður hvað Mo Salah er geggjaður leikmaður. Hann skoraði tvö mörk kláraði leikinn og er nú með 12 mörk í 14 deildarleikjum eða með mark fyrir hverjar 87 mínútur sem hann spilar í deildinni.

Bestu menn Liverpool

Markaskorarar dagsins báru af Mané týndist svolítið um miðjan leik en var kröftugur eftir að Salah kom inn á og það eru forréttindi að sjá þessa tvo leikmenn spila í rauðu treyjunni. Einnig fannst mér Moreno standa sig vel, hann var í nokkur skipti lengi að skila sér tilbaka og hefði það geta kostað okkur en það sem hann gerði, gerði hann vel. Svo var gaman að sjá Solanke sem gerði mjög vel í fyrsta markinu og vonast ég til að sjá meira af honum í desember törninni.

Umræðan

Klopp á hrós skilið hvernig hann breytti leiknum í dag, auðvitað er það auðveldara þegar maður eins og Salah er á bekknum en um helgina hélt hann Lallana, Mané og Firmino alltof lengi á bekknum og fékk sína gagnrýni fyrir það en í dag vorum við að missa þennan leik þegar Milner og Salah koma inn á og það gjörbreytti leiknum.

Annars er áhyggjuefni hvað við leggjumst aftarlega þegar við erum yfir í leikjum. Með lið sem er byggt til að pressa sé ég ekki af hverju í leik eins og þessum að við leggjumst tilbaka í fyrri hálfleik aðeins einu marki yfir.

Næsta verkefni

Næst spilum við gegn Brighton á útivelli, þar koma Salah og Coutinho ferskir inn og ég geri hreinlega kröfu á sigur þar líka. Við erum nú komnir upp fyrir Tottenham og næstu leikir eru allir mjög vinnanlegir og ég vil sjá liðið í efstu fjórum sætunum um miðjan desember.

22 Comments

 1. Salah á öðru leveli, gjörsamlega geggjaður leikmaður. Í síðara markinu sínu var hann algjörlega að lesa varnarmennina og bregðast við áður en þeir vissu sjálfir hvað þeir ætluðu að gera. Svipað og þegar Suárez rændi Shawcross og félaga gegn Stoke 2013-14.

  Frábært comment á /r/liverpoolfc á reddit:

  xd3n1sxuk [+1] 92 points 45 minutes ago
  First we had the SAS, now we have the Muslim Brotherhood.

  Ekki oft sem þetta er notað á svona endearing og jákvæðan hátt. 🙂

 2. Flott 3 stig og ágætur leikur.
  Við fengum fullt af færum og enduðum á að skora 3 mörk í leiknum en heimamenn fengu ekki mörg færi en þeira tækifæri var skóarhlaup Mignolet þar sem hann hefði getað fengið rautt spjald en fékk bara gult.

  Mignolet 7 – já hann hefði getað fengið rautt en hey hann gerði það ekki og þá dæmi maður bara hvað hann gerði inn á vellinum og viti menn hann var traustur í úthlaupunum og hugrakur í teignum. Ef han hefði fengið rautt þá hefði þetta verið falleinkunn það er ekki hægt að dæma menn um það sem gæti gerst heldur einfaldlega það sem gerðist.

  Moreno 5 – var einfaldlega lélegasti leikmaður liðsins í fyrirhálfleik. Hann var oftar en ekki úr stöðu og Shaqiri stóð oft fyrir aftan hann og fékk boltan eftir að Moreno var búinn að selja sig eða reyna að komast inn í sendingar. Virkilega barnarlegur varnarleikur.
  Í þeim síðari var hann solid og var greinilega búið að lesa aðeins yfir honum því að hann passaði sitt svæði miklu betur.

  Lovren 8 – átti einfaldlega virkilega góðan leik.
  Matip 7 – mjög solid í dag

  Gomez 8 – var í smá vandræðum í fyrirhálfleik við að koma frá sér boltanum en var sterkur varnarlega og svo í þeim síðari var hann einfaldlega frábært.

  Winjaldum/Can/Ox 7 – áttu allir solid leik á miðsvæðinu. Gaman að sjá kraftin hjá Winjaldum og Can skilaði sínu. OX var að reyna að gera hlutina einfaldlega og maður sá að hann þurfti að vera agaður á miðsvæðinu en inn á milli átti hann góða spretti. Ekki frábær miðja í dag en skilaði sínu.

  Mane 8 – mark og stoðsendingar = góður leikur hjá kappanum en maður hefði viljað sjá hann klára færið sitt betur.
  Firminho 8 – maðurinn stopar ekki og átti mjög góðan dag. Sífelt ógandi með hlaupum og hélt boltanum vel.
  Solanke 7 – lagði upp mark fyrir Mane og þau hefðu átt að vera tvö því að Mane fór illa með dauðafæri. Held að hann sé kominn fram fyrir sturridge í dag.

  Salah 10 – já menn finnst það ekki sangjar að varamaður sem spilar í 25 mín geti verið maður leiksins en þegar menn koma inná með svona látum og klára leik sem var í járnum þá geta menn það.
  Millner 6 – solid framistaða

  3 stig á erfiðum útivelli. Tottenham tapaði í gær og erum við því komnir í 5.sæti.

  Það sem meira er Klopp er óhræddur við að rótera og það sést að við erum með ferskar fætur í liðinu og þetta minkar meiðslahættu og sýnir að Klopp einfaldlega treystir sínum hóp(en það voru margir með dauðdagspá hérna fyrir leik þegar Coutinho/Salah voru hvorugir í liðinu ).

  Næsti leikur verður gríðarlega erfiður útileikur gegn Brighton sem er miklu betur spilandi lið en Stoke og við með leikmenn eins og Coutinho/Salah/Sturridge/Lallana ferska

 3. Mignolet var auðvitað fádæma heppinn að fá að hanga inni. Ef hann hefði verið rekinn út af hefði það e.t.v. gert Klopp auðveldara fyrir að mjaka Karius í byrjunarliðið í deildinni. En þar fyrir utan fannst mér Migs vera nokkuð duglegur að fara út í boltann, og hann er greinilega með dagskipun um að kýla bara boltann ef það er minnsti vafi á að geta gripið hann. Nú og svo finnst manni ótrúlegt að Stoke hafi ekki náð að skora þarna undir lokin. Fengu þeir tvö dauðafæri fyrir opnu marki á 3 sekúndum? En já, ég tek alveg því að vinna 3-0, og hafa náð að nota hópinn aðeins. Nú ætti Coutinho t.d. að vera sæmilega ferskur á laugardaginn.

 4. Frábær úrslit. Tengi þau við bekkjarsetu Captain Pass Backwards.
  Mo Salah fær mann oftar og oftar til að gleyma Suarez vini okkar – því hefði maður aldrei trúað.

 5. Miðjan var ömurleg löngum köflum i þessum leik, allveg hörmungr kick and run bolti, siðan kom Mo, og allt breyttist. Skritið hvað svona einn leikmaður getur haft mikil áhrif. En við verðum að fa varnartengilið og varnarmann i liðið, það er ei a leiðin til að fa sárvantaðan stöðuleika.

 6. Flottur sigur. Maður beið eftir skiptingunni . Salah inn því Stoke voru galopnir til baka og þessi skipting hefði ekki mátt koma mikið seinna.

  Daníel. Sammála með færin en það var bara fyrsta skotið sem hefði getað orðið mark því það var búið að flagga rangstöðu. Kannski ágætt fyrir þá .

  Varðandi Mignolet þá er þetta ekki einu sinni vafa atriði. Þetta er eins beint rautt og getur orðið. Sem betur fer slapp hann en það er ekki honum að þakka. Ég held að hann verði að senda herra Atkinson í það minnsta jólakort.

  SOLANKE gerði vel í fyrsta markinu . Mér finnst að hann eigi að fá fleiri tækifæri en þó ekki í byrjunarliðinu en af bekknum og í leikjum sem teljast minni.

  OX. Mér fannst hann mjög góður í kvöld. Ótrúlega duglegur leikmaður og kom mjög oft til baka til þess að hjálpa Gomez aðallega.

  Mané kláraði færið vel þegar hann skoraði en þegar hann slapp aleinn þá finnst mér furðuleg ákvörðun að hægja svona á sér og hvað þá að skjóta af svona löngu færi. Hræðilega ílla gert.

  En hann lagði upp annað markið frábærlega. Gamli United maðurinn var skilinn eftir í henglum.

  Varðandi aukaspyrnuna í lokin. Ágætt skot hjá W#5 en come on. Salah hefði mátt henda í þrennu . Maður með þetta sjálfstraust hefði sett hann þarna.

  Gríðarlega mikilvægur sigur .

  Smá leiðindi í lokin . Þetta mark hjá Rooney í kvöld.
  Vá!!!!!

  YNWA.

 7. Mignolet er svo með 100% vinningshlutfall sem fyrirliði. Geri aðrir betur.

 8. Sælir félagar

  Takk fyrir skýrsluna og ballt. Liverpool takk fyrir að vinna þetta leiða lið Stoke þrátt fyrir að þeir væru 12 á vellinum. Aðaldómarinn mismunaði leikmönnum svo glórulaust að mér var nóg boðið. Það breytir engu þó Liverpool hafi unnið leikinn svona dómgæsla er ekki í lagi. Siin eftir sinn spjaldar hann leikmenn okkar en dæmir ekki einu sinni aukaspyrnu á svipuð brot hjá Stoke-urum.

  Maður leiksins er vandamál. Ég vil gefa Firmino það sæmdarheiti en Salah gerir líka tilkall. Að mínu mati fær Firmino það fyrir ótrúlegt framlag í meira en 90 mín. En Salah er auðvitað bara geggjaður leikmaðu og minnir á Suarez á sínu öðru tímabili með Liverpool. Moreno fannst mér arfaslakur sérstaklega í fyrri hálfleik.

  Ég vil Karíus í markið og veit að Maggi vinur minn er ekki sammála mér þar. Honum finnst jöfnunarmark Chelsea í síðasta leik ekki vera Mignolet að kenna en ég fullyrði að menn eins og de Gea, Cech hjá Arsenal og Loris hjá Tottenham hefðu allir varið þennan bolta.En það er bara svona menn eru ósammála um sumt og ekki um annað.

  Það er engin spurning að Liverpool er skemmtilegasta liðið í enska boltanum amk. þegar Klopp stillir upp okkar besta liði. Framlínan Mané, Firmino og Salah er líklega sú hættulegasta á Englandi og þó víðar væri leitað. Miðjan er misjöfn og er þar líklega Hendo um að kenna sem ekki hefur náð sér á strik í vetur. Vörnin þarfnast uppfærslu og hvorki Matip né Lovren eru nógu góðir yfir það heila tekið en stóðu sig í kvöld að mestu áfallalaust.

  Það er nú þannig

  YNWA

 9. Þessi leikur er sönnun þess að tölfræðin er ekki alltaf að segja alla söguna, að Liverpool hafi fengið merkt clean sheet á þennan leik er með hreinum ólíkindum. Fannst Stoke vera að minnsta kosti jafn góðir og Liverpool í þessum leik.
  Samt gaman að fá smá heppni með sér annað slagið 🙂

 10. Meira skemmtilegt:

  Mo Salah can do it on a cold wednesday night in Stoke.

  Hverju orði sannara. 🙂

 11. Karius hefði ekkert frekar varið boltann gegn Chelsea – Karius er álíka spennandi markvörður og vængjahurð.

  Annars bara frábær sigur á erfiðum velli og Salah kom inn með ferska vinda og er kóngurinn þessa dagana.

  Brighton næst og þeir verða erfiðir.

  Takk fyrir mig.

 12. Frábær úrslit!
  Aldrei rautt á Mignolet, enda var hann bæði fyrir utan teig og ekki aftasti maður. Spyrjið bara Klopp.

  Bring on Brighton!

 13. Mér finnst þetta allt farið að lykta af góða tímabilinu hans Rodgers. Við erum með leikmann sem er að eiga mögulega tímabil lífs síns á meðan afgangurinn af liðinu brillerar stundum vegna þessa sama leikmanns og getur lítið þess á milli. Klopp er vitanlega þúsund sinnum betri stjóri, en lyktin er þarna engu að síður.

 14. Sæl og blessuð.

  Betra lið hefði flengt okkur fyrir þessa miðju og vörn. Við hefðum vissulega mátt nýta færin betur en á löngum tíma, sitt hvoru megin við leikhlé var þetta vandræðalega slappt hjá okkar mönnum.

  Það er á hinn bóginn morgunljóst að Mané og Salah eru að hífa þetta lið upp á hnakkadrambinu. Það sést vel hvað slíkir leikmenn hafa að segja fyrir allt liðið í heild sinni. Þeim fylgir sjálfstraust og á móti óöryggi hjá andstæðingum. Seinna markið hans Salah var eins og c/p af marki nafna gegn Stoke á sínum tíma.

  Það boðar gott ef við erum að fá viðlíka leikmann. Þá virðist hann ólíkt skapbetri svo þetta lítur hreint ekki illa út. Með Coutinho og Lallana í liðinu þá erum við til alls líkleg.

  Var það bara ég, eða sáu fleiri hnökra á spilinu þegar hinn rómaði fyrirliði mætti til leiks á 89. mínútu? Honum virðist vera fyrirmunað að senda boltann í átt að marki andstæðinganna og þetta skapaði bara hökt og þegar verst lét, hættu á skyndisókn þeirra.

  Hvaða rugl er þetta í drengnum sem eitt sinn var burðarásinn í liðinu?

 15. Nr. 16

  Betra lið hefði kannski flengt okkur fyrir þessa miðju og vörn og líklega er hægt að færa rök fyrir því að það hafi nú þegar gerst í vetur. En mótherjinn að þessu sinni var Stoke og liðið sett upp til að glíma við Stoke. Allar líkur á að uppleggið væri annað gegn betra liði. Höfum heilt yfir staðið okkur vel í stóru leikjunum undanfarin ár, með þessa miðju og þessa vörn.

 16. Fyrst sigur vanst í þessum leik þá voru þessar róteringar á liðinu gríðarlega mikilvægar í miklu leikjaálagi um þessar mundir. Mér finnst eins og Klopp hafi lært heilmikið af síðasta vetri og notar breiddina á liðinu miklu meira en áður. Leikmenn eins og Champerlain og Milner eru gríðarlega mikilvægir því þeir draga sama og ekkert úr gæðum liðsins þegar þeir fá að spila og í raun má segja það sama um Klavan því spilatíminn sem hann fékk er orðinn þess valdandi að Lovren er aftur kominn með fulla heilsu.

  Annars fannst mér heppninn vera með okkur. Þó Mignolet hafi kannski átt ekki skilið að fá rautt spjald þá var hann ansi nálægt því .

  Ég er alveg sannfærður um að Mane hafi alla burði til að komast á svipaðan stall og Salah því þeir eru á margan hátt sambærilegir leikmenn. Þeir eru báðir hraðir og teknískir og koma sér oft í góð færi. Í raun er ég sannfærður að færanýting Sala geti orðið þess valdandi að hún dragi fram það besta í Mane og það væri ekki amalegt að vera með tvær svona pílur á sitthvorum vængnum.

  Það sem ég held að sé erfitt fyrir önnur lið varðandi Salah er hvað hann er óvenjulegur markaskorari. Hann er ekki framherji og er einhver allra hraðasti fótboltamaður í veröldinni og kann að nýta sér það og hvernig hann spilar þá er mjög erfitt að finna leið til að stöðva hann. Með hann og Mane innanborðs og með því að nýta sér breiddina er meistaradeildarsæti vel raunhæfur möguleiki.

  Þeir einu sem geta stöðvað Man city eru þeir sjálfir. Liðið er einfaldlega í allt öðrum gæðaflokki en önnur lið en með örfáum aukapúslum er Liverpool líklegt að komast á svipaðan stall. T.d er Coutinho furðulega lítið notaður en hann og Mane voru ómissandi í fyrra.

 17. Leikurinn var hundleiðinlegur allt þar til Salah og Milner komu inn á. Verð að segja að leikir liðsins valda mér áhyggjum. Klopp á ýmislegt óleyst. Vonandi gerist það í vetur.

 18. Rosalega vel gert hjá Migno að hanga inná…kannski var það fyriliðabandið. Hann má alveg hafa það í næsta leik.

 19. Þetta mark númer tvö hjá okkur í gær altså! Þvílíka snilldin. Okkur vantar bara herslumuninn upp á að ná rosalegu liði, liði sem getur splúndrað andstæðingunum á örfáum sekúndum. Rétt eins og við höfum verið að gera annað slagið í vetur.
  Skyldi þetta ,,fullkomna” lið nást saman með Keita og 1-2 í viðbót? Þriðja tímabilið hjá Klopp gefur manni svipaða tilfinningu og þegar maður er í alvarlegum pissuspreng í miðri rútuferð og maður hefur ekki þor í sér að biðja um pissustopp.

 20. Einhverjar eru væntingarnar til liðsins þegar menn eru ekki fyllilega sáttir þrátt fyrir 0-3 sigur á Brittannia. Eins og Einar Matthías segir þá var þessi miðja valin fyrir þennan leik, og hún dugði þó svo að maður sá að þeir áttu oft í vandræðum og var tilbúinn að drulla yfir liðsvalið ef stigin 3 hefðu ekki öll verið sótt.

  Úrslit leikja síðan bakdrullan gegn Tottenham:

  Liverpool 3-0 Huddersfield
  Liverpool 3-0 Maribor
  West Ham 1-4 Liverpool
  Liverpool 3-0 Southampton
  Sevilla 3-3 Liverpool
  Liverpool 1-1 Chelsea
  Stoke 0-3 Liverpool

  7 leikur
  20 mörk skoruð, nánast 3 í leik
  5 mörk fengin á okkur
  FJÖGUR hrein lök
  5 sigrar
  2 jafntefli, annað gegn Englandsmeisturunum og hitt á erfiðum útivelli á Spáni

  Þetta rönn er ruglað. Í þessum leikjum höfum við notað samtals 20 leikmenn svo þetta er ekki tengt við eitthvað sérstakt 11 manna lið, þetta er tengt við allan hópinn.
  Klopp er að gera svo góða hluti með þennan klúbb.

  Ég hlakka til næstu leikja og fylgjast með því hvernig okkar klúbbur höndlar álagið sem fylgir hátíðunum, ég er bjartsýnn!

Byrjunarliðið gegn Stoke

Brighton á laugardaginn