Podcast – Miðjan fær sex

Enn tapar Liverpool niður forystu undir lok leikja og Klopp heldur seinn að bregðast við taktískum breytingum andstæðinganna. Snertum á þessu sem og öðru tengdu Chelsea leiknum og horfðum í prógrammið frammunda.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 172

7 Comments

  1. Hahaha. Ég skal bara svara þessu hérna.
    Emre Can fer ekki frítt. Kemur ekki til greina. Hann semur fljótlega. Menn finna lausn á þessu . Ég lofa því, nánast ,

    😉

  2. E.Can fer frítt frá Liverpol. Hann fer til Juventus sem hafa verið að elta hann lengi.

    Við munum ekki sakna hans mikið því að hann klárar þetta tímabilið og Keita sem maður hefur verið að horfa á í vetur er í öðrum klassa en E.Can og tel ég að hann verði einn vinsælasti leikmaður liðsins næsta vetur.

  3. Ég vil frekkar halda Emre can og selja Henderson við þurfum jú að bæta miðjuna það eru of margir miðlungs leikmenn þar ásamt vörninni

  4. Ef Emre Can skrifar ekki undir hjá okkur eigum við að hafa tvo valkosti um áramótin. Fyrsta lagi vera seldur á góðu verði til Juventus eða annað lið, eða var fastur á tréverkið á sama ári og HM er haldið.

  5. Sturluð staðreynd dagsins

    Samkvæmt núverandi könnun http://www.liverpool.is, telja í kringum 60% íslenskra stuðningsmanna að Hendo eigi ekki að vera fyrirliði.

    eigum við eitthvað að ræða það eða

    SÆLL

  6. Takk fyrir gott podcast. Eins og ég skrifaði í fyrradag þá er ég sammála ykkur um Hendo. Það var sláandi að sjá video samantekt Messunnar um kappann. En ég er líka sammála um að afskrifa hann ekki strax, kannski þarf hann að fá nýtt hlutverk í liðinu?

    Ég velti fyrir mér þegar ég hlustaði á ykkur hvort að Klopp væri ekki að greina Hendo eða hvort hann væri hreinlega að leggja leikinn svona upp fyrir hann? Þ.e. að biðja hann um að senda bara eins fljótt aftur á næsta mann þegar hann fær boltann… og helst til hliðar eða aftur… og svo auðvitað að forðast tæklingar og alls ekki að skjóta á markið! Meikar það sens? 🙂 Sagði Klopp kannski við Hendo eftir Chelsea leikinn?”Hendo, thank you so much for keeping everything simple and not to shoot, not to tackle and not to kick the ball up the field…”

    Steini fær svo stóran trjálurk fyrir spá sína um Stoke sigurinn. Það var náttúrulega undrið ógurlega að Stoke skyldi ekki skora í lokin! Þar voru held ég máttarvöldin bara að stríða Steina svo þetta færi ekki 1-3 😉

Stoke úti á miðvikudag.

Byrjunarliðið gegn Stoke