Hópferð á Liverpool – Newcastle

Nú er stutt í að við leggjum af stað í hópferð á leik Liverpool og Everton með vaskan hóp Liverpool aðdáenda.

Uppselt er í þá ferð en fyrir þá sem ekki komust að er hægt að gleðja þá með því að farið er að skipuleggja þá næstu. Sú ferð verður farin fyrstu helgina í mars þegar að Rafael nokkur Benitez kemur “heim” á Anfield með lærisveina sína hjá Newcastle.

Allar nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu samstarfsaðila okkar hjá Úrval Útsýn sem hafa nú opnað fyrir bókanir.

Það er einfaldlega engu líkt að mæta á leik á Anfield og auðvitað bónus að berja hann Rafa okkar augum. Hér gildir auðvitað “fyrstur kemur og fyrstur fær” – tilvalin jólagjöf fyrir Liverpoolaðdáandann!

Liverpool 1 – Chelsea 1

Stoke úti á miðvikudag.