Chelsea. Byrjunarliðs- og leikþráður

Liðskipan dagsins klár…og töluvert frábrugðin því sem reiknað var með.

Spái því að við séum að sjá 4-4-2 útfærslu þar sem Coutinho leysir inn…en sjáum til:

Mignolet

Gomez – Matip – Klavan – Moreno

Chamberlain – Henderson – Milner – Coutinho

Salah – Sturridge

Bekkur: Karius, Winjaldum, TAA, Firmino, Robertson, Lallana, Mané

Lovren og Can eru tilkynntir meiddir…munið svo að vera með á tístinu og setja #kopis í tístið ykkar til að vera með í keðjunni.


 

39 Comments

 1. Biddu á þessi uppstilling að vera eitthvað djók!!! Hvað er að fretta?

 2. Þetta er flott lið. Gott að fá AOC og Sturridge inn, þeir eru með ferskar fætur og vilja sanna sig. Spái 3-1 í dag.

 3. Rosalega margar breyttingar á liðinu og maður veit ekki alveg hvað manni finnst um þær. Millner er svo rosalega hægur á miðsvæðinu að maður hefði haldið Winjaldum þarna inni en það vantar ekki stórskotaliðið á bekknum hjá okkur Mane, Lallana og Firminho geta allir komið inn og skapað eitthvað.

 4. Þetta chelsea lið er stálin stinn, sást í leiknum á móti MU þar sem stórir kallar rákust á. Sá leikur var geisp og dott yfir tölvunni.
  Þessi uppstilling lofar góðu til að byrja með síðan verður lætt inn sprengju í seinni hálfleik.

 5. Já þetta er afar áhugavert. Verður gaman að sjá hvort þetta er 442, og þá hvort það sé tígullinn eða hefðbundnara. Mögulega er verið að minnka líkurnar á því að Sturridge fari í janúar með því að gefa honum spilatíma, en kannski er Firmino líka bara orðinn þreyttur. Spái því annars að bæði Mané og Firmino verði komnir inn á 70. mínútu ef liðið er ekki 2 mörkum yfir.

  Svo vona ég auðvitað að bæði Klavan og Matip haldist heilir út leikinn, en ef annar þeirra meiðist spyr maður sig hvort Gomez komi í miðvörðinn og TAA í bak? Eða hvort Robertson fái sénsinn í miðverði? Nú er enginn Can til að hoppa í miðvörðinn ef þess þarf.

 6. #9 SMMÁLA
  Tel þetta vel tilraunarinnar virði. Þetta sýnir kjark, þor og sjálfsstraus. Ánægður með mína menn.

 7. Ekki góður fyrirhálfleikur hjá okkar mönnum.
  Millner að sannfæra menn um að hann eigi ekki heima á miðsvæðinu. Tapar boltum, hægur og rangar ákvarðanir með boltan.
  Matip var í miklum vandræðum með Hazard til að byrja með og seldi sig þrisvar mjög illa.
  Henderson ekki berjast en kemur annarst lítið úr honum.
  Mignolet að gera vel
  Salah okkar besti maður en og aftur.
  Sturridge að reyna en lítið að gerast.
  Coutinho mikið með boltan sem er gott fyrir liverpool en lítið komið úr því sem er slæmt.
  Klavan búinn að vera solid í þessum leik en hann er alltaf áhyggjuefni.

  Okkur vantar meiri hraða og vinnslu á miðsvæðið og tel ég að Winjaldum fyrir Millner gæti verið sniðugskipting.
  Svo reikna ég með að Firminho komi fljótlega inná í þeim síðari fyrir Sturridge og fáum við þá meiri vinnslu og hreyfingu frami.

  Chelsea liðið er gott lið og Hazard er frábær og eigum við í vandræðum með hann en við verðum sjálfir að ógna aðeins meira fram á við.

 8. Fínt að eiga sterkan bekk í seinni.
  Það styttist ï Milner time.
  spurning hvort Lallana sé tilbúinn.
  Firmino og Mané koma svo inn fyrir Ox og Sturridge og við fáum thriller síðustu 15
  YNWA

 9. Skil vel að Klopp þurfi rotera en ég er ekkert sérstaklega sáttur með 1 stig á móti Chelsea á Anfield. Þetta byrjunarlið er að mínu mati engan veginn nægilega sterkt. Vil t.d. alls ekki sjá bæði Henderson og Milner í byrjunarliðinu. Báðir alveg á mörkunum að vera nógu góðir til að verðskulda byrjunarliðssæti. Hvað þá hafa þá báða inná!

  Treysti því að gerðar verða breytingar MJÖG fljótlega í seinni hálfleik.

 10. Sælir félagar

  Bláliðar hafa verið miklu meira ógnandi í fyrri hálfleik svo áhyggjur fyrir leik mínar eru að fá staðfestingu. Moreno er búinn að vera verulega hættulegur – eigin liði lætur teyma sig hvað eftir annað út úr stöðu og hefur ekki átt nema eina eða tvær sendingar framávið. Miðjan verður líka að fara að láta til sín taka. Krossarnir hjá Gomes er ferlegir.

  TAA inná og lesa yfir Moreno í leikhléinu og skipta svo Firmino og Mané inná eftir 55 mín. Það er líka spurning um Coutinho. Hefur lítið komið út úr honum. Má er til vill halda Sturridge og skipta Winjaldum eða Lallana inná fyrir hann.

  Það er nú þannig

  YNWA

 11. Bara segja það eins og er ástæðan fyrir því að Chelsea eru ekki yfir er heppni og Mignolet búin að vera fínn.
  Milner á ekki að vera inná engan vegin í formi virðist vera og skiljanlega spilar lítið sem ekkert.
  Maður sér alveg núna hversu mikil gæði Firmino kemur með frammi og auðvitað þarf ekki að ræða Mané þeir koma inná og leikurinn mun breytast vonandi fyrr en seinna.

 12. Það verður svona 78% heppni ef við fáum þrjú stig úr þessum leik.

  Koma svo heppni we need you!!!

 13. Til hvers að hafa helvítis markvörð??

  Fokking gagnslaus Migs!!

 14. Hvað í andskotanum eiga Lallana og Mané að gera á 3-4 mínútum??? Merkilegar þessar skiptingar hjá Klopp alltaf hreint.

 15. #28 sammála klopp skiptir allt of seint inna ef hann skiptir þa inná

 16. afhverju eru gerðar skiptingar á 87 min jesús,,, þetta er ekki í lagi. 2 töpuð stig

 17. Hvernig dettur þeim í hug að leggjast í vörn… Alltaf sama skitan hjá klopp

 18. Þá mæta þessir jákvæðu úrvalspennar til leiks einn af öðrum, tilbúnir að drulla yfir allt og alla. Er ekki örugglega hægt að drulla eitthvað yfir Klavan eða Lovren ??? Alltaf sama sagan hér inni

 19. Conte vann þennan leik. Klopp tapaði honum.

  Snjallt hjá Conte að hafa Hazard í miðjuholunni þar sem Klopp var að þvælast með Milner sem ræður ekki lengur við svona leiki á miðjunni í leikskipulagi Klopp.

  Við vorum heppnir að fá stig. Örþreytt lið að verjast síðustu 25 mín. og skiptingar kjánalega seint og síðar meir.

  Sturridge sýndi að hann getur enn þá haldið Klopp tempóið út gegn stóru liðunum. Mjög jákvætt.

  Kúturinn fínn. Salah góður. Uxinn ágætur. Milner slakur. Henderson heldur skárri. Gomez; langar sendingar vondar, fyrirgjafir vondar en varðist vel.

  Moreno, langbestur varnarmanna, átti topp leik, bjargaði nokkrum sinnum á ögurstundu með hraða og ákveðni. Bjargaði okkur þegar við lentum eins og kjánar tveir á þrjá upp úr horni eitt núll yfir! Bjargaði aftur þegar Klavan hljóp út úr vörninni og ætlaði spila fráleita rangstöðutaktík, kassaði þá Drykkjarvatnið þannig að hann missti af boltanum. Tæklaði Hazard á ögurstundu og labbaði örþreyttur yfir sóknarmenn Chelsea nokkrum sinnum á síðustu mínútunum. Liverpool maður leiksins (Hazard bestur).

  Klavan, ein hroðaleg mistök sem Morena reddaði, nokkrar hroðalegar hreinsanir og hefur ekki sjálfstraust til að halda bolta undir pressu (öfugt við Chelsea vörnina). En að öðru leyti nokkuð góður. Heppinn að fá ekki gult nokkuð snemma.

  Matip – þokkalegur en er almennt ekki nógu góður á löppunum og veikur á skrokkinn. Háði honum eins og endranær.

  Klopp, slakur. Enn og aftur alveg út á túni varðandi líkamlegt álag, bæði milli leikja og í leikjum. Ferguson og fleiri eru búnir að segja honum þetta. En þetta er ekkert að lagast.

 20. Já, og vel á minnst. Mignolet. Það sést vel á endursýningunni að hann gat tekið aukaskref. Hann er bara slakur á löppunum þó hann hafi skánað. Það er bara ekki nóg. Topp markmenn hefðu tekið þetta. Enda ekki í sammaranum, Mignolet sló hann þangað, sýndist mér.

 21. Um leið og Sturage vat tekinn af vellli fóru allar minar vonir um sigur ut um gluggann, Liverpool einfaldlega getur ekki hangið a forustu og eg vona að Klopp se farinn að sja það og hætti þvi.

Chelsea á morgun

Liverpool 1 – Chelsea 1