Upphitun: West Ham á London Stadium

Tímabilið gat ekki byrjað neitt mikið verr hjá West Ham því liðið tapaði öllum þremur fyrstu leikjum tímabilsins og voru neðstir er fyrsta landsleikjahlé tímabilsins gekk í garð með markatöluna 2-10. Síðan þá hefur Slaven Bilic aðeins verið í eltingarleik, þeir hafa unnið tvo, gert þrjú jafntefli og tapað tveimur. West Ham missti niður unnin leik um síðustu helgi gegn Crystal Palace sem jafnaði á 96.mínútu eftir að hafa verið 0-2 yfir. Helgina áður vann Brighton 0-3 sigur á London Stadium. Það er mjög erfitt að átta sig á því hvaða West Ham liði Liverpool er að fara mæta á morgun en telja verður líklegt að þeir komi til með að liggja mjög aftarlega líkt og flest lið hafa gert gegn Liverpool undanfarið. Andy Carroll gæti spilað stórt hlutverk hjá þeim í bæði vörn og sókn ef hann er með.

Einhver forföll hafa verið í liði West Ham undanfarið, James Collins er meiddur og Jose Fonte varð fyrir einhverju hnjaski gegn Palace um helgina. Eins er Sam Byram á frá sem og Antonio. Zabaleta er svo í banni þannig að það fer að verða aðeins fáliðið í vörninni hjá Bilic.

Stuðningsmenn Liverpool eru svo sannarlega ekki þeir einu sem pirra sig á varnarleik síns liðs.


Svosem ekki að undra, West Ham hefur fengið á sig 1,9 mark að meðaltali í leik í vetur.

Liverpool

Nóg um West Ham, það er nógu erfitt að rýna í lið Liverpool. Liðið hefur svarað vel eftir skellinn gegn Tottenham og sýnt þroskamerki í síðustu tveimur leikjum. West Ham verður líklega þriðja prófið af sama meiði í þessari viku.

Strákarnir voru ekki sammála mér í podcasti en bæði gegn Huddersfield og í byrjun leiks gegn Marribor fannst mér við sjá breytt upplegg hjá Liverpool á móti liðum sem pakka í vörn. Miðverðirnir fá meiri hjálp og liðið hefur meiri þolinmæði til að brjóta varnarmúr andstæðinganna niður þegar ekki gengur að valta yfir þá í byrjun.

Hér sjáum við heatmap fyrir Gomez og Moreno gegn Huddersfield, ég man varla eftir liði sem lá eins rosalega aftarlega og jafnan höfum við séð báða bakverðina sækja töluvert í þeim leikjum til að opna vörn andstæðinganna. Gomez var mun minna sókndjarfur í þessum leik og þegar Liverpool var með boltann virkaði þetta mun meira eins og þriggja manna vörn með Klavan og Gomez sitthvorumegin við Matip.

Svona er heatmap af þeim öllum þremur saman:

Moreno var einnig minna sókndjarfur en þó töluvert meira en Gomez. Þeir voru öllu meira í sókn gegn Tottenham sem fór eins og það fór.

Einn leikur gegn Huddersfield er auðvitað ekki stóri dómur og Marribor tók ultra defence skrefinu lengra þannig að lítið er hægt að læra af því uppleggi. Klopp talaði hinsvegar um að vikan eftir Tottenham leikinn hafifarið í að finna lausn á varnarleik liðsins gegn liðum sem sitja djúpt (öll lið) og beita skyndisóknum og var sæmilega sáttur með hvernig til tókst. Hann var auðvitað ekki sáttur við fyrri hálfleik gegn Huddersfield en þurfti ekki að gera miklar breytingar til að breyta 0-0 leik í 3-0 leik.

Sóknarlína Liverpool er alveg nógu góð til að liðið sýni aðeins meiri þolinmæði í þessum leikjum og noti allar 90.mínúturnar til að reyna vinna þá, ekki bara fyrsta hálftímann líkt og við höfum séð fyrstu mánuði þessa tímabils.

Eitthvað varð Klopp að gera í vörninni og þá sérstaklega á útivelli. Af 16 mörkum sem liðið hefur fengið á sig í vetur hafa 15 þeirra komið á útivelli. Liverpool fékk reyndar á sig tólf mörk í þremur af þessum leikjum og hafa því aðeins fengið á sig 4 mörk í hinum sjö leikjunum.  Ef við tökum síðasta tímabil með hefur Liverpool aðeins fengið á sig eitt mark á Anfield í sjö leikjum. Andstæðingar Liverpool þora ekki fyrir sitt litla líf að sækja á Anfield þrátt fyrir að veikleiki liðsins sé vörnin og æ oftar erum við að sjá leiki þar sem upplegg andstæðinganna gefur til kynna að þeir séu mættir til að halda stiginu. Ef Klopp er að ná að lagfæra varnarleikinn aðeins þannig að liðið tortými sjálfu sér ekki alveg eins reglulega og það hefur gert undanfarið ætti stigasöfnunin að taka hressilega við sér um leið.

Það vita allir að varnarlínan er ekki nægjanlega góð og verður líklega lagfærð á næstunni. Hér er aðeins verið að benda á að þetta er ekki algjört svartnætti, t.a.m hefur aðeins Man United oftar haldið markinu hreinu í síðustu 15 deildarleikjum heldur en Liverpool. Hver hefði trúað því? Getur mögulega verið að varnarleikur Liverpool sé patur af stórri geðrannsókn þar sem markmiðið er að mæla hversu miklar sveiflur stuðningsmenn þola? Ef svo er efast ég um að við stuðningsmenn Liverpool séum að fara skora hátt í því prófi.

Endum svo þessari yfirferð okkar um varnarleikinn á þeirri staðreynd að Joe Gomez hefur verið kallaður inn í enska landsliðið. Það er risaskref fyrir hann eftir ótrúlega erfið tvö ár. Kannski eigum við bara helvíti góðan varnarmann þar? Allir innan leiksins vilja meina það.

Vantar leikstjórnanda

Það sem ég óttast helst við þennan leik er fjarvera allra leikstjórnenda liðsins og bestu manna. Það bítur alltaf á endanum að vera án sinna bestu manna þó hægt sé að komast í gegnum einn og einn leik án þeirra. Enska deildin er bara það sterk, tala ekki um þegar Liverpool er að spila Evrópuleik í miðri viku á meðan andstæðingurinn hefur alla vikuna til að undirbúa leikinn.

Meiðslalisti Liverpool er ískyggilegur í augnablikinu og liðið verður að öllum líkindum með fimm til sex lykilmenn á meiðslalistanum sem er rosalega mikið högg. Þessu er oft horft framhjá þegar verið er að drulla yfir liðið en skiptir öll lið máli. Chelsea (og Leicester) er gott dæmi í fjarveru Kanté núna og Morata áður. Kane missti af síðasta deildarleik Tottenham, Man Utd spilar mun varfærnari bolta án Pogba o.s.frv. Auðvitað skiptir þetta mismiklu máli og liðin eiga mismikið cover fyrir sína bestu menn en þetta skiptir alltaf máli yfir lengri tíma. Takið ígildi Coutinho og Mané úr öllum hinum liðinu og ég lofa að það mun sjást á leik þeirra.

Það er ekki lengur talað um Clyne þegar rætt er meidda leikmenn, það er eitthvað vel dularfullt að honum sem er mikið áhyggjuefni enda klárlega partur af byrjunarliði Klopp. Enn verra er að Liverpool vissi af þessum miklu meiðslum fyrir mót (öfugt við stuðnigsmenn) og gerðu ekkert til að takmarka skaðann. Fjarvera hans er sérstaklega slæm þegar vörnin er eins tæp og hún er og takmarkar möguleika Klopp á að breyta henni.

Lallana hefur ekki ennþá sparkað í bolta en ætti að byrja að æfa á fullu aftur í næstu viku. Fjarvera hans er mjög vanmetin, sérstaklega úr því ekki tókst að fá Keita inn í sumar. Hann er okkar besti miðjumaður þegar kemur að því að pressa andstæðingana ofarlega sem er einmitt hornsteininn í varnarleik Klopp. Það gæti reynst rándýrt fyrir Liverpool að fá Lallana óþreyttan í jólatörnina.

Wijnaldum meiddist gegn Marribor og var með sökkbólgin ökkla eftir leik. Hann var ekki með gegn Tottenham heldur og var sannarlega saknað þá. Coutinho er að öllum líkindum ekki með og heldur ekki Mané sem þó var mættur á æfingu í kvöld. Dæmigert ef hann missir af öllum leikjum Liverpool en nær helvítis landsleiknum með Senegal, hann meiddist btw í síðasta landsleikjahléi. Lovren hefur svo misst af síðastu tveimur leikjum en gæti náð þessum.

Vonandi komumst við í gegnum West Ham með þetta vængbrotið lið. Svona tippa ég á að Klopp fari inn í leikinn.

Moreno og Gomez verði áfram meira bakverðir í stað kantmanna og Gomez haldi sig frekar til baka líkt og gegn Huddersfield. Lovren kemur væntanlega inn í liðið þegar hann er heill, Klavan er varla að fara halda hreinu þrjá leiki í röð er það?

Það er allt of mikill iðnaður á miðjunni líkt og raunin hefur verið mest allt þetta tímabil enda höfum við fyrir vikið lítið séð af flæðandi og hröðum fótbolta sem er helsta vörumerki Klopp. Persónulega myndi ég vilja sjá Ox-Chamberlain byrja aftur í þessum leik á kostnað einhvers af miðjumönnunum en sé það ekki gerast. Henderson kemur líklega inn fyrir Wijnaldum.

Frammi ætti Sturridge að fá sénsinn aftur og Firmino og Salah er ekki hægt að taka úr liðinu, sérstaklega ekki þegar vantar Mané, Coutinho og Lallana.

Einn daginn mun svo Klopp koma okkur í opna skjöldu fyrir svona West Ham tegund af leik og henda Woodburn, Wilson eða öðrum af fjölda gríðarlega efnilegra leikmanna hjá klúbbnum í liðið.

Hvernig sem Klopp stillir upp er ljóst að Liverpool má ekki við því að missa stig í svona leikjum á næstunni, liðið hefur tapað of mörgum svona stigum nú þegar í vetur. Ef Liverpool ætlar að sýna stöðugleika þarf að taka þrjú stig gegn West Ham í því formi sem þeir hafa verið.

Spá:

Þetta verður iðnaðarfótbolti áfram og mikilvægi Salah er rosalegt. Á síðasta tímabili var Liverpool fullkomlega fucked þegar Mané eða Coutinho vantaði, hvað þá báða. Núna getum við farið bjartsýn inn í leiki með Salah frammi og höfum jafnvel efni á því að hafa menn eins og Chamberlain á bekknum. Það er rosalegt magn af töpuðum stigum frá síðasta tímabili í leikjum þar sem okkar bestu menn vantaði sem Salah gæti lagað í ár. Hann hefur skorað 10 mörk í 16 leikjum sem er mjög gott en gæti á móti léttilega verið með helmingi fleiri, hann klikkaði m.a.s. á víti um daginn.

Ég óttast þennan leik en ætla samt að leyfa hjartanu að ráða og spá 0-2 sigri, Salah með fyrra markið og Milner með seinna markið úr víti, já Milner tekur næsta víti!

18 Comments

 1. Ég óttast þennan leik líka, reyndar óttast ég alla leiki!

  Frábær upphitun og hún undirstrikar það sem maður er að berjast við á hverjum degi, altså geðræn vandamál útfrá meiðslalistanum okkar!

  Hvernig í fj#%& má það vera að chelskí geti nánast verið með meiðslalaust lið í nokkur ár á meðan við erum nánast alltaf með flesta meidda menn??

  Vinnum þennan WH-leik og förum á gott skrið í kjölfarið. Bjartari tíð framundan með blóm í haga!

 2. Það verður að segja eins og er að miðjan okkur með Millner, Can og Henderson er eins lítið spennandi og hægt er og er þetta miðja sem lið eins og Stoke, Newcastle, Southampton og West Ham gætu verið að stilla upp og vantar þetta extra til þess að gera hana hættulega framávið(ég er að tala um Coutinho/Lallana).

  En eftir að hafa dottið í smá nostalgíu undanfarið og horft á Liverpool leikina gegn Chelsea og Juventus frá 2005 í meistaradeildinni þá sér maður að það er liðsheildinn sem skiptir máli en ekki nöfninn.
  t.d í leiknum á móti gríðarlega sterku Juventusliði var táningur í markinu sem var Scott Carson að spila sinn þriðja byrjunarliðsleik, D.Traore var í vinstri bakverði, Le Tallace var á vinstri kanntinum að spila sinn þriðja leik fyrir félagið og I.Biscan á miðsvæðinu(algjör meistari en ekki sá besti) og Nunes fékk 30 mín
  í leiknum gegn Chelsea voru aftur D.Traore, Biscan og Nunes kom inná

  Það eru allti lagi þó að það séu ekki heimsklassaleikmenn í öllum stöðum en það þarf samt smá kjarna en því miður fyrir okkur er okkar kjarni allt framherjar og því þarf að breytta.

  Ég spái 2-2 jafntefli í þessum leik en svo eftir komu Mane/Salah 18.nóv þá förum við á run 🙂

 3. Sælir félagar

  Ég sé ekki að Klopp verði með svona steingelda miðju í þessum leik. Ox verður að mínu mati örugglega í byrjunarliðinu og það að öllum líkindum á kostnað Can sem er nánast farinn frá liðinu ef maður skilur fréttir rétt. Klopp hlytur að fara að svelta leikmann sem hefur ekki áhuga á að vera Liverpool maður í framtíðinni. Þó hann hafi grísað á þetta mark í síðasta leik. Kop stúkan er á sama máli.

  Ég er aftur á móti miðað við suma aðra frekar bjartsýnn á þennan leik. Mér virðist að leikmenn WH séu ekki sérstaklega tilbúnir að berjast fyrir Slaven Bilic og þeir hafi áhuga á að fá nýjan stjóra með nýjar hugmyndir. Ég persónulega hef alltaf talið Bilic mikið stjóraefni og leikmenn hafa greinilega ekki heyrt frasann hans Gauja Þórðar um Kjúklingasalatið og kenna stjórnaum alfarið um eigið geturleysi.

  En sem sagt ég hefi trú á því að við vinnum þennan leik nokkuð örugglega 0 – 2 og Sturidge og Firmino með mörkin. Salah klúðrar þremur dauðafærum einn á móti Joe Hart því miður en einn helsti styrkur Hart sem markmanns er að mínu mati að loka á sóknarmenn einn á móti einum. Hann mun því reynast Salah erfiður þegar hann stingur sér einn innfyrir.

  Það er nú þannig

  YNWA

 4. Allt í lagi að hafa þetta í huga hvað Can varðar, trúi ekki að það eigi að gera hann að næsta Lucas* meðal stuðningsmanna Liverpool.

  *ég er að tala um Lucas Leiva, ekki hundinn.

 5. Skemmtilegt að segja frá þvi að Moreno var valinn í spænska landsliðið og á það virkilega skilið

 6. Ég ELSKA kop.is en mikið hefði ég viljað vera laus við mynd af ógeðinu Weinstein. Hvað segja bændur um að taka hana út?

 7. Þótt að Westham fái L.Messi á láni þá verður Liverpool að vinna þennan leik…svo einfalt er það.

 8. west ham getur ekki rassgat í fótbolta og er óþarfi að bera saman árángur þess liðs síðustu árin, í ár er west ham eitt lélegasta liðið í deildinni og útfrá því gef ég mér það að við vinnum þetta léttilega.. ættum að raða inn mörkum.

  þetta verður gaman að sjá 🙂

 9. ………………Mignolet…………
  Arnold…Matip…Klavan….Moreno
  …………….Henderson…………
  ………..Oxlade…..Milner…….
  Salah…….Sturridge……Firmino

  Ég vil sjá Sturridge frammi, og já ég vil frekar sjá Klavan heldur en Lovren í liðinu.
  Gomez virðist ekki fá traustið í miðvörðin í deildinni en Klaven er búinn að standa sig þokkalega og kannski nær hann betur samspili með Matip.

 10. Leikurinn..

  WH sjaldan verið verri. Við erum að finna okkur. Þeir skora eitt jafnvel tvö. Við skorum helling. 3 stig. Auðveld jafnvel. Firminho verður í stuði og gæti jafnvel sett eitt helvíti öruggt víti enda verða bara vitleysingar í vörn hjá WH á meðan Klavan verður hjá okkur. Sá er að sokka marga. Salah verður slakur, pottétt held ég, sem þýðir að hann leggur upp eitt að minnsta kosti. Langar að segja að Carroll skori en finnst eins og hann verði tæpur og ónotaður.

  Ég er meira spenntur fyrir að sjá hvernig þessi 6 stig í seinni leikjunum tvemur á sunnudag ætla að skiptast. Ég veit ég horfi á þá sama hvernig fer brosandi. Enda verða mínir menn geggjaðir.

  Can…

  Fullt af slúðri í gangi. Ég held þetta sé einmitt bara slúður. Þið sáuð öll hvernig hann fagnaði í vikunni. Pælum aðeins í því.. Hver fagnar svona meðan hugurinn leiðir hann í annað land? Þessi gæji elskar Liverpool. Jólagjöfin í ár verður undirkrot frá honum. Er alveg viss um það. Klopp er ekki að fara missa hann frá sér sama hvaða geðbilun EC fari fram á.

  …..

  Þetta verður góð helgi. Ætla spá því að Sturridge haldi uppteknum hætti en geri það tvöfalt í þetta skipti. Bobby verður með eitt og einhver af miðjumönnunum okkar einnig. 0-4 í þægilegum síðdegisleik og djöfull munum við njóta sunnudagsins.

  YNWA

 11. Takk fyrir frábæra upphitun…algjört ace.

  Að mínu mati á alls ekki að fórna Can á miðjunni fyrir einhvern annan. West Ham er þannig lið að það byggir mikið á líkamlegum styrk. Ég held að það séu allir sammála um það að Can er okkar best líkamlega undirbúinn leikmaður í “fight” yfir völdum á miðjunni. Einar Matthías bendir líka á áhugaverðar tölur sem segja sitt.

  Ég persónulega myndi fórna Henderson og setja Woodburn í hans stað. Svo væri gaman að fara að sjá Wilson fá mínútur. Sá strákur á það svo sannarlega skilið.

 12. Og já ps. Karius inn takk. Strákur sem var keyptur til að taka sætið af Mignolet. Jú fékk á sig mark úr aukaspyrnu sem hann hefði sennilega átt að taka en markmenn á þessum aldri þurfa leiktíma. Sjáið De Gea í dag og ekki var hann burðugur til að byrja með en hann fékk að gera sín mistök og lærði af því. Ég er handviss um að Karius geti orðið frábær markmaður en hann þarf traust og leiktíma. Baby Neuer þarf að fá að þroskast og læra.

 13. Við tökum þetta á “varaliðinu”!

  Gott að mæta liði eins og West Ham í þessari stöðu. Þeir vita að þeir fá nýjan stjóra innan tíðar, hafa ekki að neinu að keppa og eru of gott lið til að falla.

  Vona svo að okkar menn fari að skríða saman fyrir jólatörnina.

 14. Gagnrýnin á Emre Can er held ég ekki rökrétt. Hann er 23 ára. Hann á öll sín bestu ár framundan. Ef hann spilaði með einhverju liði í evrópu og við sæum youtube myndband með honum taka hjólhestaspyrnuna, eða bara markið á móti Maribor, værum við veik fyrir því að fá hann til okkar. Það verður því alger synd ef hann fer frá liðinu, í raun verra en ef Coutinho fer til Barcelona eða PSG.

  Varðandi leikinn á eftir, þá býst ég einhverra hluta vegna við mjög rólegum fyrri hálfleik með miklu possession og svo þremur mörkum í seinni.

 15. Sælir félagar

  Það má ekki misskilja mig hvað Can varðar. Ég vil alls ekki missa hann en ef hann vill/ætlar að fara það verður að taka á því. Ef það væri ljóst að hann vill ekki vera áfram þá á að svelta hann. Klopp segir hins vegar að það sé engin pressa á Can að semja svo líklega ættum við að slappa af. En sporin hræða og miðað við hvernig gekk að fá vernarmann í sumar þá er ekki víst að vel gangi að semja við Can.

  Það er nú þannig

  YNWA

 16. Það er algert rugl að svelta Can.
  Leikir eru leiknir í núinu og spila skal besta mögulegu liði hverju sinni.
  Ef Can fer þá fer hann bara og spilar ekki fleiri leiki þar með.
  Annarra að tryggja að á þeim tímapunkti veikist ekki liðið.
  En þangað til … nýta Can eins og best verður á kosið á hverjum tíma.
  Hann verður flottur í dag.
  YNWA

Fleiri sæti í Evertonferð -!

Liðið gegn West Ham