Podcast – Hægt á byggja á góðum sigri gegn Huddersfield

Liverpool svaraði hræðilegum leik gegn Tottenham með góðum 3-0 sigri á Huddersfield. Klopp breytti liðinu minna en margir bjuggust við og ekki endilega á þeim stöðum sem búist var við eftir Spurs leikinn. Þetta tókst þannig að Huddersfield átti ekki eitt skot á markið. Vangaveltur í tengslum við þetta og margt fleira var á dagskrá í dag.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Sveinn Waage

MP3: Þáttur 168

3 Comments

  1. Takk fyrir takk.

    Framlínunni er spáð Oxley, Sturridge og Salah…eða S-O-S ….verður spennandi að sjá hvort þetta rætist og hvort Maribor þurfi að senda út neyðarkall í lok leiks…
    :O)

    YNWA !

  2. Ég las einhverstaðar í morgun (var ekki alveg nógu vel vaknaður til að muna hvar) að Salah verði að öllum líkum hvíldur í kvöld eftir marga leiki að undanförnu. Spennandi að sjá þá hvort Solanke fái byrjun og eins væri gaman að sjá Robertson aftur, hrifinn af hans leikstíl og áræðni.
    Annar er Klopp íhaldssamur og teflir fram eins sterki liði og hægt er, óþarfi að gefa of mikinn “áfslátt” fyrirfram. Mín spá 3-0. YNWA

Maribor á miðvikudaginn

Byrjunarliðið gegn Maribor