Opinn þráður

Þá er kominn mánudagur og aldrei þessu vant er Liverpool ekki að spila í miðri viku. Klopp hefur því ágætan tíma á æfingasvæðinu fram að næsta leik, þegar hann mætir góðvini sínum hjá Huddersfield, David Wagner. Eins og frægt er orðið var Wagner svaramaður Klopp í brúðkaupi þess síðarnefnda. Ég reikna með að þessi æfingatími sé Klopp kærkominn, en nær hann að laga vörnina fyrir laugardaginn? Ég er ekki viss. Það hvort Lovren spilar eða ekki verður að koma í ljós. Lovren ku víst vera búinn að uppfæra Instagram reikninginn sinn þannig að þar er ekki lengur minnst á Liverpool, en reyndar gerðist það víst fyrir Tottenham leikinn. Sumir halda því fram að hann hljóti að hafa verið útúrdópaður af öllum þessum pillum sem hann á að vera að taka fyrir leik, en aðrir segja að hann sé hættur að taka téðar pillur. Hvað svo sem verður, þá er held ég nokkuð ljóst að það þarf eitthvað að hrista upp í þessu, en þó með þeim mannskap sem Klopp stendur til boða, það verður ekki bætt við fyrr en í janúar í fyrsta lagi. Einhver minntist á að Andy Robertson hafi spilað miðvörð með skoska landsliðinu, ætti e.t.v. að henda honum þarna inn? Ekki gott að segja.

Hvað önnur lið varðar, þá var verið að reka Koeman frá Everton núna fyrir hádegi. Þar með eru bæði Leicester og Everton stjóralaus. Orðrómur um að Moyes muni taka við Everton fór á kreik um helgina, nú og svo er Big Sam auðvitað á lausu. Stólaleikurinn heldur því áfram.

Orðið er annars laust.

19 Comments

  1. Það er ekkert að fara lagast hjá okkur ef menn eru ekki með hausinn skrúfaðan rétt á. Við erum Leicester þegar þeir komust í CL , gerðu ágætis hluti þar og voru að skíta á sig í PL á meðan sorglegt en satt.
    Er þetta leikjaálag í alvöurni ástæðan fyrir þessu eða er vörnini einni um að kenna?

    Vantar Mané og liðið getur ekki rassgat djöfull kemur það á óvart …EKKI, trúi ekki að Lallana hafi þessi áhrif heldur þó hann hafi átt gott run af og til.

    Tímabilið er búið fyrir mér og ætla ekki svekkja mig meira á LFC á næstunni hver veit kanski lagast hlutir eftir janúar gluggann en ég er ekki að fara halda í mér andanum en maður er að láta þetta pirra sig aðeins of mikið fyrir minn smekk og ætla anda með nefinu næstu vikur eða mánuði.
    Góðar stundir félagar.

  2. Byrjunin á tímabilinu er ekki góð það er nokkuð ljóst en það þýðir samt ekki að tímabilið sé búið og að menn snúi bakk í liðið og drulli yfir allt og alla.
    Það þarf ekki að fjalla aftur um vandamál liðsins það sjá það allir sem vilja að varnarleikurinn og einstaklingsmisstök eru að kosta okkur mikið.
    Þeir sem vilja geta verið að svekja sig yfir því að við keyptum ekki sterkan miðvörð í sumar alveg fram í janúar glugga en staðan er einfaldlega sú í dag að því miður er bara Matip, Lovren, Gomez og Klavan okkar valmöguleikar.
    Það var ekki tapið á móti Tottenham sem pirraði mann heldur hvernig við töpuðum og vonar maður að við sjáum ekki svona framistöðu aftur í vetur. Því að fótbolti er þannig íþrótt að þú getur tapað þrátt fyrir að hafa átt ágætan leik en svo er hægt að tapa eftir lélega framistöðu og við sáum eina slíka um helgina.

    Ég hef enþá trú á Klopp og tel að hann sé réttri maðurinn í starfið hjá okkur og ég tel enþá að það sé hægt að snúa þessu slæma gengi við.
    Ég held að hann sjái að varnarleikur liðsins er skelfilegur en hann veit líka að valmöguleikarnir eru ekki miklir í sambandi við mannabreyttingar og gerði hann misstök að setja allt sitt í Van Dikj(sem segjir manni að hann viti af þessu vandamáli) en hann veit líka að hann verður að halda áfram með það sem hann hefur alveg fram í janúar.

    Leikir Liverpool þangað til að janúar glugginn opnast í deild(en flest leikmanna skipti koma samt í lok hans venjulega).
    Huddersfield heima
    West Ham úti
    Southampton heima
    Chelsea heima
    Stoke úti
    Brighton úti
    Everton heima
    WBA heima
    Bournmoth úti
    Arsenal úti
    Swansea heima
    Leicester heima
    Burnley úti 1.jan
    Svo er næsti leikur hjá liðinu Man City heima 13.jan

    Þetta er dagskráin sem liðið þarf að fara í gegnum til að halda draumnum um meistardeildarsæti enþá á lífi.
    Fyrir tímabilið fannst mér það raunhæft markmið að setja stefnuna aftur á top 4 og láta svo aðeins finna fyrir okkur í meistaradeild , FA Cup og deildarbikar(sá síðasti er úr leik).
    Ég tel að þetta sé enþá raunhæft markmið.

    Þegar ég horfi á liðið okkar þá sér maður að það hefur ekki styrkst varnarlega en ég bíð mjög spenntur eftir Keita en eftir að hann samdi við okkur hef ég horft á leikina hans og er hann frábær miðjumaður en sóknarlega þá finnst mér kaupinn hjá Klopp mjög góð. Salah og Mane eru einfaldlega tveir heimsklassa leikmenn og ég er spenntur fyrir Solanke sem er enþá ungur að árum. Menn gleyma líka hvað Ox er enþá ungur en hann á sín bestu ár eftir og tel ég að Klopp geti hjálpað honum en frekar.

    Bill Shankly : “If you can’t support us when we lose or draw, don’t support us when we win.”
    YNWA

  3. Skil ég þetta þá rétt að Lovren sé þá búinn að vera að spila meiddur og þjáður á verkjatöflum? Var ekki einu sinni til varnarmaður á heimsvísu í sumar sem spilar betur en meiddur Lovren á verkjatöflum? Ef ég man rétt þá var ömurlegu gengi liðsins upp úr áramótum í fyrra skellt á leikjaálag og of lítinn hóp. Svo var ákvörðun tekin í sumar að fækka miðvörðum með sölu á Sakho. Skrítið….

  4. @2 “…og gerði hann misstök að setja allt sitt í Van Dikj”

    Setti Klopp allt sitt í VVD? Southampton hefur staðfest það að ekkert tilboð barst í VVD í allt sumar eða eftir að LFC reyndi að tala hann til sín ólöglega og bökkuðu út úr því. Klopp eyddi því sumrinu í að eltast við engan miðvörð.

    Það hefur legið fyrir lengi að markið og vörnin hríðlekur og þarf ekki neinn sérfræðing til þess að sjá að Liverpool hefur skort a.m.k. meðalgóðan markvörð í mörg ár og ég tala nú ekki einu sinni um miðvörð. Ef þú ert að lesa eitthvað nýtt í þessu þá er ég jafnvel hæfari þarna í brúnni frekar en Klopp. Þetta er hans þriðja tímabil þarna.

  5. Ástandið er nákvæmlega eins og búast mátti við eftir sumargluggann.

    Það hljómar kannski súrt en ég er nákvæmlega ekkert hissa á því hvernig staðan er. Það sem er kannski mest sjokkerandi er hversu ógeðslega mörg mörk við erum að fá á okkur.

    Eitt gerir mig þó leiðari en öll slæm úrslit síðustu þriggja ára og það er að mér er eiginlega farið að vera sama. Liðið er búið að vera í uppbyggingarferli frá því að Houllier skildi við okkur og ég er hættur að búast við því að eitthvað skáni til langs tíma.

    Það að segja “þolinmæði er dyggð” og “hey hættu þessu nöldri og gefðu þjálfaranum tíma til að byggja upp sitt lið með sinni hugmyndafræði” er svo lööööööööngu hætt að vera afsökun.

    Það eina sem mun lyfta okkar annars ágæta klúbbi upp í sigurhæðir að nýju eru moldríkir eigendur sem taka þátt í sama ruglinu og varð þess valdandi að markaðurinn tognaði á heila í sumar. Við erum að dragast aftur úr. Það breytist ekki með klárum stjóra og moneyball…. So sorry….

  6. Fyrir mér er þetta ekki nokkur spurning nema að henda Gomez í djúpu laugina. Beint í miðvörðin með hann. TAA getur leyst hægri bak á meðan og fram að Januar glugga öðlast þessir tveir efnilegu leikmenn mikla reynslu. Hver veit nema þeir springi út á þessu tímabili?

    Negla okkur á þýskan miðvörð strax í jan. Clyne verður þá vonandi kominn aftur og þá ætti þetta að líta betur út.

    Það gerist ekkert fyrir ungu leikmennina nema þeir fái spiltíma. Tilvalið tækifæri KLOPP.

    Svo er spurning hvort við þurfum að selja Coutinho. Breyta Firminho í 10una og splæsa í markaskorara. Einhvern sem á lélegan leik en skorar samt þetta eina mark sem breytir leiknum.

  7. Varðandi VvD fíaskóið má kannski nefna að Bayern keypti Niclas Sule (22 ára) og Sebastian Rudy (27 ára) á eitthvað í námunda við 35 m evra samanlagt frá Hoffenheim. Báðir eru að spila vel með Bayern , geta báðir spilað miðvörð og eru þýskir landliðsmenn. Sérstaklega er Sule efnilegur og er nánast hinn fullkomni miðvörður hávaxinn, sterkur, fljótur og flinkur. Rudy er líka mjög góður leikmaður.

    Aldrei heyrði maður Liverpool nefnda sem félag sem var að reyna við t.d. Sule. Ég nefni þetta bara sem dæmi um hvað VvD dæmið virðist hafa rænt Klopp dómgreindinni. Bara skil þetta ekki?

    Varðandi að spila Andy Robertson sem miðverði þá nær hann ekki 1,80 á hæð. Sule er 1,95 á hæð svo ég haldi áfram að pirra mig.

    Ef Klopp er að spila Lovren heldofnum á parkódíni er dæmið jafnvel enn verra fyrir Klopp. Það er kominn tími til að setja Klopp undir almennilega pressu um árangur. Hans er ábyrgðin fyrst og fremst og það er hans að girða upp um sig.

  8. Einu sinni þóttu stuðningsmenn Liverpool bera af að því leiti að þeir studdu sitt í lið í gegnum súrt og sætt og voru ekki að kalla eftir uppsögnum þó svo að það gangi illa í einhver skipti. Það er því miður liðin tíð. Neikvæðnin og óþolinmæðin sem einkennir alla umræðu um liðið, hvort sem það er hér eða á facebook síðum, ríður ekki við einteiming og er með hreinum ólíkindum.Að ekki sé talað um algerlega óraunhæfar væntingar. Eru menn virkilega á því að þetta lið eigi að vera að berjast um titilinn? Í alvörunni? Ef svo er þá vaðið þið villu vegar. Þetta lið vantar enn ansi marga góða menn til þess að það sé hægt að gera þá kröfur. Var lokaniðurstaðan eftir sl tímabil ekki vel ásættanleg, reyndar langt yfir væntingum? En svo núna eftir 10 leiki, sem hafa því miður of margir ekki farið nógu vel, þá eru allir að missa sig. Þrátt fyrir að það hafi gengið illa í byrjun þessa tímabils, þá erum við einungis 3 stigum frá 4ja sætinu, sem hlýtur að vera raunhæfasta markmiðið miðað við þann mannskap við erum með.
    Það voru einungis 2 leikmenn í byrjunarliðinu á sunnudaginn sem Klopp hefur keypt. Eigum við ekki að gefa honum tíma til að byggja upp sitt eigið lið? Það er því miður ekki hægt að kaupa heilt lið í einu, sem er í raun það sem þarf að mínu mati. Hef reyndar sagt það áður að þessi ofurtrú hans á þessum mannskap muni koma honum í koll, en ég trúi ekki öðru en að hann sé búinn að fá nóg og það verði hreinsanir í sumar. Það versta í þessu er að þeir leikmenn sem hann hefur lagt sitt traust á og varið ítrekað í fjlölmiðlum eru að bregðast honum aftur og aftur. Auðvitað hefði hann átt að kaupa miðvörð í sumar, jafnvel tvo en svona fór þetta bara og það þýðir ekkert að vera endalaust að tuða yfir því. Hann mun kaupa miðverði, það er engin spurning. Klopp er ekkert hafinn yfir gagnrýni en hún þarf að vera málefnaleg en ekki endalausar upphrópanir og gífuryrði. Hann er þjálfarinn okkar núna og okkur ber að styðja hann og það sem hann er að gera. Ekki fór nú vel hjá Koeman og Evratúni, samt keyptu þeir og keyptu sl sumar, ekki sklaði það nú miklu.
    Ég er alla vega búinn að fá nóg af þessu endalausa neiknvæðnistali um liðið mitt, sem ég er búinn að halda með síðan 1976 og er gríðarlega stoltur af því að vera Poolari, bæði hér sem og annars staðar. Góðar stundir og áfram Liverpool.
    Munið þið hvað þetta þýðir? YNWA

  9. Hvað á að gefa mönnum langan tíma til að byggja upp ,,sitt lið”? Ef það eru ein – tvö kaup á ári þá er ansi hætt við að það taki nokkuð langan tíma.

  10. Klopp sagði að það kæmi á óvart ef liverpool væri titlalaust eftir 4 ár undir hans stjórn 🙂

  11. Sama og Brynjar no 8 segir.
    Og skammist ykkur svo fyrir að vera að þessu væli ,,í blíðu og stríðu og allt það helvíti kjaftæði”
    Búinn að halda með Liverpool síðan 1970 og mann því tímanna tvenna og styð því Klopp og þá vegferð sem hann er á.

  12. Ég virði sjónarmið Brynjars #8. Menn eiga vitanlega að styðja liðið sitt í gegnum súrt og sætt. Það á ekki að tala illa um leikmenn, þjálfara eða stuðningsmenn og alltaf að halda í bjartsýnina þó að á móti blási.

    En það verður að greina á milli að vera meðvirkur og gagnrýninn. Mér finnst flestir hér í þetta skiptið reyna að vera málefnalegir og fyrst og fremst uggandi um liðið sitt. Nota þennan vettvang til létta aðeins á með því að tala um vonbrigðin.

    Að öðru leyti er ég sammála Brynjari. Það á að standa á bak við Klopp en hann hefur átt vont mót það sem af er. Ekkert að því að ræða um það umbúðalaust enda fær Klopp 7m punda á ári (sirka milljarð) fyrir að taka ábyrgð á velgengni Liverpool. Hann er launahærri en Zidane, Simeoni, Conte og Pochettino svo einhverjir séu nefndir.

    Klopp hefur sjálfur varað við of miklum væntingum og það með réttu. En sú staðreynd að vörnin var ekki styrkt í sumar er hreinlega ekki nógu gott hjá Klopp og nú er svo komið að veruleg hætta er á neikvæðum spíral sem ekki er gott að sjá hvar endar.

  13. Mannlegt eðli er sérstakt. Þegar vel gengur, þá er ekkert pláss fyrir þá sem missa sig ekki í gleðinni. Þegar illa gangur, þá er ekki þverfótað fyrir Nonna neikvæða og fylgismönnum hans.

    Ég er sem betur fer (að eigin mati) þannig gerður að mín almenna lífshamingja stendur ekki né fellur með árangri LFC. Ég segi “sem betur fer” því biðin eftir titlinum er orðin svo löng að Godot er bæði löngu kominn og farinn!

    Það er alveg magnað að horfa upp á fólk tala um að tímabilið sé bara búið, Klopp sé ömurlegur þjálfari, eigendur félagsins nánasir og svo mætti lengi halda áfram.

    Ljósu punktarnir eru auðvitað þeir að LFC er í efsta sæti riðilsins í CL – eigum erfiðan útileik gegn Sevilla eftir en tvo “auðvelda” heimaleiki gegn Maribor og Spartak Moskvu.

    Þá hefur Liverpool aðeins tapað tveimur leikjum í deildinni – það er ekki eins og Liverpool sé í fallsæti eins og t.d. Everton!

    Liverpool er svo án þriggja lykilmanna þessa dagana – Clyne, Mané og Lallana. Í okkar sterkasta byrjunarliði þá eru þessir þrír fyrstu menn á blað. Öll lið myndu sakna þriggja lykilmanna, ágætt dæmi um það er t.d. manutd (og mikilvægi Kante fyrir Chelsea verður seint vanmetið).

    Ég veit ekki af hverju menn eru svona svekktir í dag yfir gengi liðsins. Það er ekki alveg alslæmt þótt það sé heldur ekkert frábært. Fór einhver ykkar inn í þetta tímabil trúandi því að þetta væri leikmannahópurinn sem stæðist Tottenham, ManCity, Chelsea og manutd snúning? Ef svo er, þá skal ég taka undir vonbrigði ykkar – því ef væntingarnar eru svo háar, þá verða menn alltaf fyrir vonbrigðum.

    Staðan á leikmannahópnum er ekki góð, en hún er heldur ekki frábær. Síðasta sumar tóku LFC (þ.e. Klopp og FSG) ákvörðun um að reyna við stóra bita til að reyna að bæta byrjunarliðið. LFC tók stóran séns á Van Dijk – og já, Klopp eltist við hann í allt sumar þótt ekkert tilboð hafi verið gert. Menn tóku áhættuna á því að Southampton myndi gefa sig undir lokin, það gerðist ekki. Í viðskiptum vinna menn stundum og tapa stundum.

    Keita var annar séns sem klúðraðist, en það að eltast við hann (og hann vildi koma, eins og Van Dijk) var og er ákveðið statement frá klúbbnum. FSG var tilbúið að kaupa þessa tvo leikmenn og það stóð ekki á því að þeir vildu ekki borga uppsett verð, heldur því að hvorki Leipzig né Southampton vildu selja. Aftur, í viðskiptum tapa menn stundum og vinna stundum.

    Væri LFC betur í stakk búið, ef við horfum til lengri tíma en næstu viku, að hafa keypt einhverja aðra leikmenn en aðalskotmörkin nú í sumar? Kannski, en kannski ekki. Mér sýnist flestir hér vera á því, en ég er ekki svo viss. Keita kemur næsta sumar og ég held að flestir mættu bara pissa í sig af spenningi út af því. Ef LFC hefði keypt einhvern annan miðjumann í sumar, þá væri Keita ekkert að koma.

    Sama á við um Van Dijk. Hann var augljóslega eini varnarmaðurinn sem Klopp vildi. “20/20 hindsight” er bölvun í alla staði. Auðvitað betra að kaupa einhvern annan frekar en að bjóða upp á Klavan, Matip og Lovren í vetur. Gleymum því samt ekki að Van Dijk er af flestum talinn besti varnarmaður deildarinnar undanfarin tvö tímabil. Út frá viðskiptalegu sjónarhorni – og já, fótboltalegu líka – þá skil ég vel að menn hafi sett allt kapp á að kaupa hann en ekki bara einhvern annan.

    Guderian – ég er sammála þér að Sule er gæðaleikmaður og ég var mjög ósáttur að Klopp skyldi ekki nota sín þýsku tengsl til að klófesta hann. Bayern gekk frá kaupunum á honum í janúar 2017 – þá var Klopp væntanlega búinn að ákveða að Van Dijk væri sá sem hann vildi. Þannig við skulum ekki vera að gera Klopp þann óleik að hafa misst af einhverjum leikmanni sem var hvort eð er ekki á lausu 🙂

    Þetta er orðið allt of langt hjá mér, eins og iðulega vill gerast þar sem ég skrifa núorðið lítið hérna. Þannig ég ætla bara að enda þetta á því að segja, að þótt hlutirnir séu ekki alveg nógu góðir þá er algjör óþarfi að missa sig í dramatík og almennu svartnætti. Stærstu tækifærin fyrir menn til að sýna úr hverju þeir eru gerðir, eru einmitt þegar blæs mest á móti. Nú kemur í ljós úr hverju leikmenn, Klopp og þjálfarateymið eru gerðir, og ég hlakka til þess að sjá svörin í næsta leik.

    Áfram Liverpool
    Homer

  14. Homer#14. Þú talar skynsamleg. Ekki síst að okkar ástkæra Liverpool er fyrst og fremst auðvitað til að lita lífið en er ekki tilgangur lífsins þó að Shankly gæti verið ósammála okkur.

    Það er þó smávegis sem ég vil gera athugasemdir við hjá þér.

    Það er það sem pirrar mig núna þó að ég tapi ekki svefni yfir neinu og sé í grunninn hjartanlega sammála þér og afstöðu þinni.

    Það er rétt að í viðskiptum er ekkert gefið og allt getur gerst. Það er þess vegna sem að góðir stjórnendur verja sig áhættu, hafa Plan B og jafnvel Plan C.

    Þarna klikkaði Klopp og hans fólk og það pirrar mig meira en ég þori að viðurkenna svo ég sé hreinskilinn.

    Ef bara er tekið Þýskaland, og að slepptum Sule, spila þar leikmenn eins og Matthias Ginter (23 ára) og Jonathan Tah (21 árs) sem allir eru fínir miðverðir sem hafa spilað vel í vetur. Aldrei var minnst á að Klopp hefði áhuga á þessum leikmönnum sem eru þó þýskir landsliðsmenn. Ekki frekar en Aymeric Laporte (23 ára) hjá Bilbao svo ég nefni einn mjög efnilegan leikmann. Hann fær hins vegar Ragnar Klavan (31 ára)!

    Þetta er ekki nógu gott hjá Klopp og hann verður að gera miklu, miklu betur.

    En ég er hættur að skrifa hérna í bili. I’ll just swallow this shit.

  15. Sagði Klopp ekki í haust að Liverpool mundi berjast um titilinn ??? Þetta er til á videói einhverstaðar. Við þurfum þá að byrja á þvílíku “rönni” en okkur vantar bara klassa markmann,varnarmenn og 20 marka sóknarmann !

  16. Það er alveg magnað að halda með þessu liði. Þetta er eihverneginn alveg sá agalegasti tilfinningarússíbani sem maður lendir í. Einn daginn spila þeir eins og englar og rústa Arsenal og næsta dag á eftir geta þeir ekki fokking blautan ….

    Fyrir þetta tímabil gerði ég mér vonir, ég trúði á það sem Klopp var að gera og hélt að hann vissi alveg hvað hann væri að gera en eftir þessa leiki sem búnir eru í EPL og CL þá er ég ekki alveg þar. Maður vissi það svosem að ef LFC væri ekki í CL þá myndum við ekki vera að keppa um góðu bitanna. En Kloppó náði okkur þangað og það er vel.

    En þá kemur að sumrinu. Kloppó er frekar greindur einstaklingur, opinn og frekar hress. Hann sér alla leiki LFC og vinnur við ekkert annað. Getur einhver sagt mér af hverju hann færi það út að bæta við Andy Robertsson sé það eina sem vantar í vörnina hjá LFC. Já hann fékk þrjóskukast yfir VVD en það voru fleiri bitar á markaðnum sem bæði já Spurs, Chelsea, Bayern og aðrir pikkuðu upp og eru bara sáttir með held ég …. LFC var að fá á sig fárálega mikið af mörkum síðustu tvö ár, og eins og Carra benti á, Kloppó er enn að vinna með vörnina frá Brendan …
    Kloppó ákveður að selja líka Lucas og Steward. Menn sem að já voru ekkert endilega að berjast um byrjunarliðssæti og þó. Lucas var gaurinn sem við hölluðum okkur upp að, hvort sem við viljum viðurkenna það eða ekki. Hann stoppaði ansi margar sóknir og var meir að segja stundum hafsent …. Hver kom í staðinn? ……..

    Af markvörðunum er það að frétta að Ward er kominn til baka ….. en hann fær ekkert að spila.
    Karíus og Mignolet eru enn aðalmennirnir … vá, hjálp !

    En hvað er þá planið.
    Við erum með hripleka vörn.
    Við erum með engan almennilegan markmann.
    Við erum með engann almennilegan djúpan miðjumann.
    Og já 9jan okkar er miðjumaður ef ég man þetta rétt ….

    Ég elska þennan klúbb og ég hef haldið með þessu félagi í 40 ár … eða allt frá því að ég fékk rauða treyju merkta Hitachi með númer 7 á bakinu #keegan.

    En hvað er þessi þjóðverji að spá. Getur í alvöru einhver sagt mér það?
    Er eitthvað plan?

    #YNWA #Hjálp #Fokk

  17. Eins og Carragher benti á… Rodgers var rekinn útaf hræðilegri vörn og andlausir spilamennsku. Í gær voru 4 af vörninni hans enn skipandi öftustu 5 manna varnarlínu hjá Klopp. Sem betur fer virðist Klopp búinn að fá algerlega uppí kok líka. Nú geta því nauðsynlegar hreinsanir hafist. http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/jurgen-klopp-liverpool-defence-moment-13798155

    Klopp hlýtur að átta sig núna á að núverandi byrjunarlið er ekki nógu gott. Vörnin er ekki boðleg fyrir lið sem ætlar sér í titil áráttu og langt í CL. Það gengur ekki að kaupa Robertson til að veita Moreno samkeppni, Klavan til að veita Lovren samkeppni, Karius til að veita Mignolet samkeppni. Ekki þegar byrjunarliðsmennirnir eru bara ekki nógu góðir og allt alltof mistækir.

    Við náttúrulega söknum Clyne, Lallana og Mané mikið þessa dagana. Clyne og Milner komu ró á varnarleikinn í fyrra og Lallana bæði dró menn í sig með að halda bolta vel og pressaði frábærlega. Liverpool pressar ekki nándar eins vel sem liðsheild í ár eins og þeir gerðu í fyrra. Hræðilegt form á Firmino og það missa Mané svona mikið frá hefur gert okkur mun hættuminni frammá við. Við erum bara ekki að spila af sama sjálfstrausti og við gerðum í fyrra.
    Hvar liggur hundurinn grafinn? Hvernig getur lið sem yfirspilaði Tottenham algjörlega í fyrra (bæði heima og úti) skilað eins frammistöðu og í gær?
    Hvernig stendur á því að lið sem pakkaði Arsenal saman 4-0 (vörnin leit í lagi út þá) fyrir rúmum mánuði síðan spilað núna eins og 11 hræddir einstaklingar?

    Sjálfstraust og skortur á leiðtogum. Bæði í vörn, miðju og sókn. Lovren (vörn), Henderson (miðja) og Coutinho (sókn) eru einfaldlega ekki nógu sterkir persónuleikar til að stjórna sínum svæðum þegar liðið er í krísu og vantar meiri kraft og leiðsögn. Sérstaklega á Henderson mikið í þessu. Hann er svo langt í frá nógu mikill karakter til að vera fyrirliði Liverpool. Það þegar Mario Balotelli tók fræga vítaspyrnu af Sturridge fyrir um 2 árum og Hendo lympaðist eins og ræfill burt sagði manni ýmislegt um stjórnunarstíl hans. Carragher hefði fullkomlega tjúllast ef farið væri svona útfyrir gameplan og skipanir þjálfarans.
    Þetta sambland af Lovren og Mignolet að stjórna vörninni saman er svo algerlega fullreynt. Vörnin okkar er ein stór taugahrúga þessa dagana. Afslappaðir og góðir leikmenn eins og Matip eru gerandi byrjendamistök líkt og í 3.markinu undir engri pressu því allir eru svo tens í kringum þá. Spennustigið er kolrangt hjá vörninni og menn bara spilandi hræddir.
    Varnarvinnan á miðjunni mun batna mikið þegar Keita kemur á næsta ári en miðja af Can, Henderson og Milner var aldrei að fara virka á móti hröðu transition liði eins og Tottenham. Þeir eru alltof tæknilega heftir og hægir. Þeir bara réðu ekki við að sækja og verjast til skiptis og skildu eftir gapandi opin svæði fyrir Son og Keane að hlaupa í. Lovren virkaði í lagi hjá Southampton því hann hafði Schneiderlin og hraða menn í kringum sig. Hann bara virkar ekki hjá Liverpool, aldrei með svona hæga miðju.
    Sóknarlega hverfur Coutinho of reglulega. Menn leita rosalega mikið af honum núna (hættir að pressa af alvöru krafti og bíða eftir að Kútur töfra eitthvað uppúr engu) og það er bara ekki að virka. Jafnvægið er ekki til staðar í liðinu til að lúxusleikmenn eins og hann virki að fullu. Liverpool sár sárvantar Striker sem tekur pressuna af Coutinho. Sturridge ætti að vera sá maður en virðist hreinlega útbrunninn í augnablikinu og virkar bara sáttur á bekknum með sín ofurlaun. Hans metnaðarleysi hefur hægt og rólega smitast yfir á aðra leikmenn.

    Ég kaupi það ekki að allt sé í kaldakoli hjá Liverpool. Við eigum Clyne, Lallana og Mané inni og það mun bæta liðsheildina. Við getum enn unnið riðillinn í CL og komist langt þar þó við vinnum ekki deildina í ár. Liðið okkar sem yfirspilaði flest toppliðin í fyrra varð ekki lélegt á 1 nóttu. Krafturinn er ennþá þarna og leikmannahópurinn er betri en margir bipolar öskurapar hérna vilja meina.

    En við verðum að bæta hryggjasúluna í liðinu og byrja á því strax í janúarglugganum. Klopp er búinn að sjá að vörnin er ekki nógu góð. Það verður keyptur alvöru miðvörður í janúar. Í framhaldi að því verður væntanlega keyptur nýr markmaður næsta sumar, þá verður líka keyptur alvöru box to box miðjumaður. Jafnvel 2-3 ég Can hverfur til Ítalíu. Það verður keyptur alvöru striker næsta sumar eða í janúar. Við erum með bestu kantmenn í deildinni. Með góðri hryggjasúlu getur þetta orðið geggjað gott fótboltalið.

    Ég hef orðið vonbrigðum með leikmannakaup Klopp úr þýsku deildinni. Þar er morandi í góðum markmönnum, varnarmönnum og varnarmiðjumönnum. Mönnum með frábæra leiðtogahæfileika sem missa ekki einbeitingu á mínútu fresti. Honeymoon is over Herr Klopp. Notaðu þín sambönd og náðu í þessa menn. Hef enn algjöra trú á þér.

  18. Flestir eru orðnir ógeðslega pirraðir vegna þess að Liverpool hefur aldrei getað tekið skref upp á við án þess að taka tvö niður á við. Klúbburinn búinn að vera sveimandi í kringum byrjunarreitinn síðan ég byrjaði að styðja hann. Hann er fastur í einhverskonar slönguspili.

    Þessi formúla er orðin svo afskaplega þreytt að það hálfa væri nóg.

Tottenham 4 – 1 Liverpool

Nýja eigendur, reka stjórann og selja alla!