Tottenham 4 – 1 Liverpool

Það var engin frægðarför sem Rauðliðar áttu á þjóðarleikvang englenskra til að mæta Tottenham í dag. Að vissu leyti var þetta gott tækifæri til að mæta þeim eftir erfiðan leik þeirra á Bernabeu en við nýbúnir með að teiga tveggja lítra 7 Up gegn Maribor. En svo varð ekki raunin.

Mörkin

1-0 Harry Kane 4.mín
2-0 Heung-Min Son 12.mín
2-1 Momed Salah 24.mín
3-1 Delle Alli 45.mín
4-1 Harry Kane 56.mín

Leikurinn

Við mættum ekki til leiks fyrstu 20 mínúturnar eða svo. Vorum reyndar sæmilega mikið með boltann en um leið og Tottenham vann hann tilbaka þá refsuðu þeir okkur grimmilega. Ekki nema 4. mínútur voru liðnar þegar að einfalt innkast Spurs endaði með sóknarfærslu sem við réðum ekki við ásamt slæmu úthlaupi Mignolet og skoti frá Kane sem endaði í marknetinu. Vont varð verra á 12. mínútu þegar að kæruleysislegri sókn okkar er snúið upp í sendingu fram á við sem Lovren misreiknar herfilega og Kane leggur upp hraðauupphlaupsmark fyrir Son. Og verra hefði getað orðið alger hörmung 5 mínútum þar eftir þegar að Son kemst aftur í gegn og á skot í þverslá. En við komumst aftur inn í leikinn. Góð sending Henderson inn fyrir vörnina á hinn sprettharða Mo Salah sem slúttaði með ósannfærandi hægri fótar snúning í stöngina og inn. Game on!

Klopp var búinn að sjá það sem allir sáu innan vallar sem utan með því að skipta Lovren útaf eftir hálftíma leik og færa Gomez í hafsentinn. Eitthvað skánaði varnarleikurinn við það en þó ekki meira en svo að þegar nálgaðist hálfleik dundi ógæfan yfir að nýju. Aukaspyrna frá kantinum leiddi til slæms hreinsunarskalla frá Matip beint á skotlöppina á Alli sem klikkaði ekki af stuttu færi. Leikstaða sem hefði verið hægt að vinna með í hálfleik endaði með rothöggi á rænulausa Rauðliða. 3-1 fyrir tetímann.

Rétt rúmar 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik þegar að leikurinn var gjörtapaður. Fyrirgjöf frá hægri var illa blökuð af Mignolet til Citizen Kane sem kláraði þennan leik. Eftir þetta áttum við tvö góð færi sem voru meistaralega varin af Lloris og við það reikaði hugann um það hvernig væri að hafa toppklassa markvörð í markinu þegar á reynir. En það höfum við því miður ekki og hvað þá almennilega vörn sem hægt er að treysta. Eftir þetta fjaraði leikurinn út í eitthvað sem engu máli skiptir og núll stig staðreynd í þessari heimsókn í höfuðborgina.

Bestu menn Liverpool

Mo Salah var manna sprækastur í þessum leik með góðu marki og mörgum ógnunum. Í raun hefur hann verið langbesti leikmaður Liverpool það sem af er leiktíðar og væri gaman að sjá aðra mæta til leiks í sama klassa. Oxlade-Chamberlain fær einnig plús í kladdann fyrir fína innkomu og að gefast aldrei upp.

Vondur dagur

Lovren byrjaði þennan leik á hörmulegustu 20 mínútum sem sést hafa í langan tíma og svo sem óvíst hversu mikið verra hann hefði gert af sér ef hann hefði fengið lengri tíma til þess. Margir fylgdu í kjölfarið og átti Mignolet sérlega vondan dag ásamt Matip, Can, Milner, Henderson o.fl. Í raun fáir í liðinu sem geta litið í spegilinn í dag og verið sáttir við sitt framlag.

Tölfræðin

Fyrsta tap Liverpool fyrir Tottenham í deildinni síðan 2012, bæði heima eða að heiman.

Umræðan

Það verður kröftug umræða eftir þennan leik varðandi innkaup Liverpool í sumar hvað varnarmenn varðar. Það er ekki verjandi (pun intended) að fara inn í tímabil í toppbaráttu með Klavan sem fyrsta valkost inn af bekknum og byrjunarmenn sem eru reglulega tæpir á heilsu og einbeitingu. Það er ekki hægt að selja okkur Liverpool-áhangendum að það hafi hvergi í víðri veröld verið til hafsent innan okkar fjárráða sem heitir ekki Virgill og gæti styrkt þetta lið. Að leggja allt undir þau kaup og einnig Keita sem kemur næsta sumar virkar á mann sem að þetta tímabil hafi verið afskrifað sem áhlaup að titlinum og að það frestist fram á næsta ár. Vissulega er Klopp langtímahugsuður og því ber að fagna en það virkar sem mikið tækifæri tapað með Liverpool verandi í Meistaradeildinni núna og í stöðu til að laða að hágæða leikmenn. Núna var tækifæri en ekki næsta vor ef við klikkum á 4.sætinu sem er klárlega orðið það sem við erum komnir í blóðuga baráttu um. Titilbaráttan búin í október. Aftur.

Svo má einnig endurvekja vangaveltur um varnarsinnaða miðjumenn sem Klopp er klárlega ekki hrifinn af. En ég sé ekki betur en að Madrid, Barca, Bayern, PSG og öll ensk topplið leggi kapp sitt á að hafa öflugan mann í þeirri stöðu til að verja vörn sína og bjarga því sem bjarga verður. Hvað gerir okkur svona sérstaka að geta sleppt því að manna þessa ágætu stöðu? Liverpool sem er þekkt fyrir brimbrjóta og eðalmenni eins og Hamann og Souness? Er Klopp-kerfið yfir það hafið að hafa slíka menn í sinni þjónustu? Hugvekja sem þarf að ræða.

62 Comments

 1. Ég hef nú ekki commentað hérna í 1-2 ár enda áhuginn á þessu liði orðinn ansi takmarkaður. Þetta hefur versnað meira en mig grunaði að væri hægt.

  12 stigum og 8 sætum frá 1. sæti eftir 9 leiki, hvernig er það eiginlega hægt? Markatala: -3!

  Tímabilið er búið og það eru ekki 10 leikir búnir. Það er í raun löngu búið. Topp 4 er búið líka. Eina sem er eftir er að styðja mótherja ManUtd, yes we are back to that – við erum mjög lítið smálið með enga möguleika á neinu.

  Þetta er þriðja versta liðið í þessari 30 ára eyðimerkurgöngu, aðeins Wooy og Souness náðu að búa til verri lið og nálgumst við þau frekar en að fjarlægjast.

  Sorry en Klopp á að taka ábyrgð á þessu sumri og fara. Hann gaf Arsenal 40m sem hefðu betur farið í að kaupa Carroll aftur. Ekki keypti hann varnarmenn (þrátt fyrir að það vantaði 6 stk) og ekki varnartengilið sem hann virðist ekki trúa að skipti máli. Ofan á allt selur hann Sakho því hann grínaðist í einhverju viðtali eða eitthvað álíka heimskulegt.

  Síðustu 3 tímabil hafa liðin með Matic og/eða Kanté unnið deildina. Stjórar sem nota ekki varnartengilið ættu að skipta um starfsferil.

  Þetta er hrykalega lélegur hópur. Við eigum 2 góða kantmenn og Brassana, thats it. Engin af hinum leikmönnum liðsins kæmist í hóp hjá ManUtd, ManCity, CFC, Arsenal eða Spurs. Flestir þarna eru lítið skárri en Poulsen og Konchesky – þeir kæmust sennilega báðir í þetta lið.

  Þeir sem sjá ekkert nema ljósið hér eru hluti af vandamálinu sem leyfir FSG að vinna svona. Það er actually fólk sem heldur að Lovren sé góður. Spá í því. Svo eru aðrir sem halda að þetta lagist allt þegar Lallana komi aftur. Dafuq er að ykkur! Hann hefur átt 3 góða mánuði með liðinu á 3 árum – restin hefur farið í að snúa sér í hringi þar til hann veit ekki í hvaða átt hann snýr. Þessi hópur er bara skelfilegur, plain and simple.

  Það þarf að koma þessu liði í burtu, ekki lofsyngja það! Það þarf mjög harkalegt restart á þetta lið. Það er stundum eins og að horfa á Norður-Kóresku fréttakonuna að hlusta á Liverpool menn dásama þetta ömurlega lið.

  FSG OUT!
  Klopp OUT!
  Næstum allir leikmenn OUT!
  Moldríkir eyðsluglaðir eigendur IN!

  Djöfull er ég þreyttur á þessu…

 2. Sælir félagar

  Hér sannast það sem ég hefi áður sagt. Matip er ekki miðvörður nema í slöku meðallagi. Lovren er auðvitað handónýtur leikmaður en Matip er bara litlu betri. Klopp fær ansi marga mínusa í kladdann fyrir að fara inn í leiktíðina með þá sem byrjunarliðsmenn. Það hefði örugglega mátt fá eins og tvo mjög góða varnarleikmenn fyrir svona 35 – 40 millur hvorn og það hefi ekki verið miklu yfir verðinu sem sett var á VvD

  Hinsvegar er svo restin af liðinu að líta út eins og byrjendur á vellinum. Ömurleg frammistaða allra sýnist mér nema ef til vill Salah sem hefur þó haft manndóm í sér til að berjast og skora eitt mark. Aðrir eru svo lélegir að ekkert getur toppað það nema ef til vill West Ham. Það eru engin svör af hliðarlínunni og ánægjan af síðasta leik er rokin út í veður og vind.

  Ég verð að segja að þó þessi deildarkeppni sé langhlaup þá get ég ekki séð að að þetta lið hafi mikið í það maraþon. Miðað við þessa frammistöðu þá endar liðið í 6. – 8. Sæti. Meistaradeildarævitýrið fer veg allrar veraldar og líklega fer að gusta um Klopp enda verður að segjast að hann á stóra sök á því sem hefur gerst í leikjum eins og þessum, Man City og jafnteflum á móti svokölluðum minni liðum.

  Liverpool er í vondum málum amk. fram yfir áramót og ekki víst að mikið batni eftir það. Til þess er breiddin of lítil aðallega varnarlega og sóknin er ekki nógu vel mönnuð fyrir utan Salah, Firmino og Mané. Coutinho sýnir núna það sem hann sýndi svo oft í fyrra að hann er mjög óstöðugur og getur verið brilljant leik og leik en er svo alveg skelfilegur inn á milli eins og í dag. Ég nenni þessum leik ekki lengur og T‘ham að vinna verðskuldað enda miklu betri frá aftasta manni til hins fremsta.

  Það er nú þannig

  YNWA

 3. Unnum tottenham 0-5 árið 2013/14, þeir enda í sjötta sæti við í öðru. 4-0 2014/15, þeir í fimmta sæti við í sjötta. 0-3 2015/16, þeir í þriðja sæti við í áttunda. gerðum þrjú jafntefli við þá í fyrra og þeir enda í öðru sæti og við í fjórða. Núna unnu þeir 4-1. Af hverju er bara annað liðið stöðugt að bæta sig en hitt er eins og jójó? Það þarf að fara að skoða eitthvað meira heldur en að skipta endalaust um þjálfara, hvar liggur ábyrgðin í þessu öllu saman? Ég segji að hún liggi í mjög lélegum eigendum, þeir kunna ekki að reka sigursælt fótbolta lið og munu líklega aldrei kunna það. Þetta er bara bisness hjá þeim.

 4. Jón Steinn

  Amen og skák og mát.

  Þetta er bara the “ugly truth”

  Gubba svo yfir lyklaborðið ef ég sé einhverja reyna að finna eitthvað jákvætt við þetta. Því miður er helling af meðvirkum stuðningsmönnum sem eru dottnir á það plan að 4-5 sætið sé í rauninni bara stefnan og ásættanlegt. Liverpool eru aðalhlátursefni út um allan fótboltaheiminn. Can og Coutinho geta ekki beðið eftir janúar og drullast til Barca og Juve.

  Þetta er ekkert annað en djók klúbbur orðinn.

 5. Jurgen Klopp hefur aldrei heillað mig í enska boltanum og ég tel hann ofmetinn. Ég er samt ekki Kloppout maður og vil hiklaust gefa honum allt þetta tímabil. Næsta tímabil líka og vona þar með að hann muni gera allt til að styrkja varnarleikinn næsta sumar. Þeir sem þekkja betur til kappans en ég, segja hann þverhaus mikinn og kjósi að vaða áfram án þess að hlusta á aðra. Ég ætla að láta framtíðina skera úr um það, en mikið er byrjunin á þessu tímabili í enska búin að vera hræðileg fyrir okkur Poollara.

 6. Búnir að fá á okkur fleiri mörk en City, Utd og Spurs til samans. Afhverju vissu allir stuðningsmenn Liverpool af þessu vandamáli en ekki þeir sem fá háar fjárhæðir borgaðar fyrir að sinna sinni vinnu? Afhverju í ósköpunum?

 7. Æi, byrjum nú ekki á þessu aftur, Klopp-out. Ekki gleyma því að hann kom okkur i meistaradeildina.

  Staðreyndin er samt sú að hann ber heilmikla ábyrgð. Bara það að hann hafi ekki styrkt vörnina fyrir tímabilið er nánast glæpsamlegt. Þetta tímabil er farið hvað deildina varðar, það er bara þannig. Nú er bara að reyna að komast eins langt í meistaradeildinni og mögulegt er. Væri líka fínt að taka FA cup.

  Klopp á það skilið að við sýnum honum þolinmæði og hann er að læra það hardway að þú vinnur ekki titla með frábærri framlínu en handónýtri vörn. Hef enga trú á að hann nái að gera eitthvað kraftaverk á leikmannamarkaðnum í janúar. Sísonið 2018 – 2019 verður okkar síson……já, já.

 8. Tottenham var með geggjaða vörn í fyrra. Seldu Walker og keyptu tvo frábæra varnarmenn í staðinn, Sanchez og Aurier. Þar liggur munurinn. Annar stjórinn hugsar um vörn, hinn ekki.

 9. LFC Forever er með þetta. Auðvitað verðum við að vona að við vinnum á næstu leiktíð. En – af hverju í október?

 10. Maður er sár og svektur eftir þessa framistöðu í dag.
  Liðið einfaldlega spilaði ekki vel.
  Markörður lélegur
  Vörn skelfilegt
  Miðjan gjörsamlega týnd
  Sókn bitlaus.

  Mignolet 4 – Átti lélegan leik, gaf mark og einhverjir markmenn hefðu tekið eitthvað af þessum skotum.
  Moreno 5 – lélegur varnarlega en ólíkt mörgum þá virtist hann nenna þessu í dag
  Matip 5 – átti ekki góðan dag
  Lovren 2 – ömurlegur og tekinn útaf eftir 30 mín
  Gomez 4 – átti lélegan leik bæði í hægri bakverði og miðverði
  Millner 4 – einfaldlega lélegur í dag
  Can 4 – lélegur á miðsvæðinu og hvað þá í hægri bakverði
  Henderson 5 – var að hlaupa og berjast en kom lítið úr honum.
  Salah 7 – okkar besti maður í dag. Frábær í fyrirhálfleik en týndist aðeins í þeim síðari
  Firminho 4 – bitlaust sóknarmaður
  Coutinho 6 – átti nokkur tilþrif en ekki hans besti leikur(óheppinn að skora ekki)
  Ox 5 – kom ekki inná í góðri stöðu en átti nokkra góða spretti og nokkra fyrirgjafir sem hefðu getað skapað eitthað ef sóknarmenn væru með.

  Þetta var bara lélegt í dag hjá Liverpool og en það er samt ekki himinn og jörð að farast. Liðið er 3 stigum frá meistaradeildarsæti, liðið er búið með Arsena, Man City, Man utd og Tottenham og hefur aðeins fengið 4 stig úr þessu og þurfum við einfaldlega að klára litlu liðinn núna og fáum við eitt svoleiðs í næsta leik.

 11. Eins og Carragher benti á á twitter að þá var það einna helst varnarleikurinn sem varð Brendan Rogers að falli. Tveimur árum seinna erum við enn með 4 af 5 öftustu ennþá í liðinu. Algerlega galið!

 12. Er ekki tími til kominn að tengja og menn viðurkenni að Klopp er ekki að valda sínu hlutverki. Burt með hann!!

 13. lovren,matip,henderson og can SELDIR í jan,,bara út með þá. heimskir og lélegir. Þurfum menn með viti og eitt stk fyrirliða sem heldur haus ef ílla gengur…..

 14. Sjáiði til, LFC kemur heim með 0-7 sigur á Maribor. Tottenham kemur heim með 1-1 jafntefli á móti Real Madrid, á Bernabau, sem er margfallt meiri sigur, í styrkleika talið. Samt virðist eins og Klopp lesi ekki leikinn rétt. Það hins vegar gerði þjálfari Tottenham, LFC með lélega vörn punktur. Brassi hugsandi um Katalóníu, Germani hugsandi um Gömlu konuna í Tórínó, gengur ekki, eithvað bregst í hausnum og smitar út frá sér. Klopp verður að fara að gera sér grein fyrir því, hann er með LFC á Englandi, erfiðistu deild í heimi, ekki Dortmund í Þýskalandi.

 15. Ömurlegur dagur fyrir Liverpool aðdáðendur út um allan heim. Að tapa fyrir Spursurum úti er svo sem ekkert sem maður mun missa svefn yfir. Gef Klopp þetta og næsta season. Hef enn trú á honum, þurfum bara tvo miðverði, markmann og nýjan fyrirliða einn Batmann og Súperman 🙂

 16. eftir 9 leiki þegar rodgers var rekin, hafði einnig komið okkur í meistaradeild.
  2015: 10 sæti, 13 stig, 3 sigrar, 4 jafntefli, 2 töp, 8 mörk skoruð, 10 mörk fengin á sig, mismunur -2

  eftir 9 leiki hjá klopp, kom okkur í meistaradeildina
  2017: 9 sæti, 13 stig, 3 sigrar, 4 jafntefli, 2 töp, 14 mörk skoruð, 10 mörk fengin á sig mismunur -2

  Stöndum í stað.

 17. gleymdi samt einu,,,,kannski að Klopparinn sé eitthvað vakna þegar hann er byrjaður að taka menn útaf í fyrri hálfleik. og vonandi fer hann að taka menn á beinið og drulla yfir þá sem mæta ekki í vinnuna og gera sitt. menn eru nú reknir heim fyrir minna. búið að vera kvennlegur saumaklúbbur alltof lengi. koma fram og drulla yfir þá sem eru lélegir, ekkert að vera fela það…. erum með 1/3 af lélegum leikmönnum sem við þurfum að losna við. höfum t.d ekki verið með markmann í mörg ár……kominn tími að Ward í markið…

 18. Ekkert af því að mæta í svona leik með smá varnarsinnað lið, og ná jafntefli eða stela sigri.
  Klopp er að falla á öllum prófum þessa dagana því miður.

  Er ekki að koma landsleikja hlé….áfram ísland.

 19. Það eru allir stjórar búnir að lesa leikkerfi Kloop fyrir löngu síðan. Þeir pakka bara í vörn og bíða eftir mistökum og bruna svo fram.

 20. Liverpool er með allt niður um sig og ég fatta ekki þessa trú á Firmino, hann er ekki að vinna sem framherji og skítur ekki að marki nema örsjaldan en gefur frekar á kantana. Klopp er með mjög lélegan mannskap sem gerir mikið að mistökum. Er bara að gefast upp á þessu FOKKING liði.

 21. Sæl og blessuð.

  Ég viðurkenni að ég var orðinn bjartsýnn á þessa vörn. Hélt í einfeldni minni að þeir væru búnir að fara yfir varnarlinuna, maður á mann, tafla á hóp, æfingar, föst leikatriði, samtal, leiðtogaþjálfun, Dale Carnegie (nei djók) … bara allt sem er í verkfæratöskunni. Sá tvö hrein lök í röð og nú … já nú hélt ég að við værum komin á beinu brautina með þessa vörn.

  Þessa líka drulluslöppu, aumingjavörn.

  Sem lærir aldrei neitt, kann ekki á rangstöðulínur, kann ekki að hreinsa frá, kann ekki að dekka, kann ekki að tala saman, kann ekki föst leikatriði og svo margt fleira. Eftir að hafa lafað saman allan þennan tíma sitjum við enn í sömu krísunni. Já, ég gleymdi einu – kann ekki að skora þegar þeir fá að fara í vítateig andstæðinga. Við erum ekki einu sinni með varnarmenn sem geta nýtt dauðafæri, fría skalla og fráköst!

  Þetta er alvarleg kreppa og það er ekkert sem bendir til þess, úr því sem er komið er, að við séum að skríða upp úr holunni og upp á yfirborðið. Ég neyðist til að éta þann sokk, að við séum búin að læra eitthvað. Vörnin hefur EKKERT lært og EKKERT batnað. Úr því sem komið er, er vonin að slíkt gerist einfaldlega ENGIN.

  Næst á dagskránni?

  Keita og VvD segja ,,takk, en nei takk” þegar þeir fá janúartilboð. Coutinho fer í verkfall, Can stingur af til Ítalíu. Nú tekur við vítahringur dáðleysis og hnignunar. Við erum stödd á kreppuárunum kæru vinir. Hoover er mættur og ,,prosperity is just around the courner”… bara við göngum fyrir hornið og þar tekur ekkert við.

  Takk fyrir mig, kæru félagar. Nú tekur við tímabil sem við könnumst við frá gömlu stórveldunum, Leeds og co.

  Vonandi hef ég rangt fyrir mér, en mér líður sannarlega ekki þannig í þessum rituðu orðum!

 22. Hvers eigum við að gjalda? Ég hef alltaf verið sá sem reyni að finna jákvæða hluti og reyni að tala minna um þá neikvæðu varðandi liðið. En það er bara ekki hægt þegar liðið er með -3 í markatölu og alltof mörgum stigum á eftir toppbaráttunni til að nenna að reikna það út. Þessi 0-7 sigur á þriðjudaginn var greinilega leikur sem sýndi engan veginn gæði okkar liðs, heldur hversu ógeðslega lélegt fótboltalið Maribo er.

  “At the end of the storm there is a golden sky” – Hversu langan tíma tekur það fyrir storminn að ganga yfir? Eitt er víst, hann gengur ekki yfir af sjálfum sér. Það er svo margt sem þarf að laga innan félagsins áður en við getum farið að sjá fyrir lokin á óveðrinu:

  -Klopp þarf að læra betur á enska boltann, ég hef fulla trú á að hann eigi eftir að gera góða hluti hjá félaginu, en hann verður að fara að vinna sér inn fyrir gríninu á fréttamannafundum og sýna að hann tekur þessu jobi með fullri alvöru.

  -Fyrirliðinn. Ég get ekki munað eftir eins slöppum fyrirliða og Liverpool er með í dag hjá liði sem telst sem topplið. Henderson er fínn fótboltamaður en hefur ekki fyrirliða-eiginleikanna sem menn þurfa til að geta sint þessu hlutverki.

  -Kaup. Klopp hefur fengið 4 glugga síðan hann kom. Hann keypti 2 af þeim leikmönnum sem byrjuðu leikinn í dag. Reyndar 2 af okkar allra bestu leikmönnum, en hann hlítur að hafa áttað sig á því þegar hann tók við sökkvandi skipi að það yrði mjög stór framkvæmd að gera við skipið og að hann hefði ekki allan heimsins tíma til að koma því á flot aftur. Tíminn er að renna út.
  Ég er enn að gráta yfir því að hann seldi Sakho, og hvernig honum datt í hug að kaupa ekki í það minnsta 2 varnarmenn í sumar, fyrir utan skoska landsliðsmanninn sem nær ekki einu sinni að slá Moreno útúr liðinu, skil ég ekki. Framkoma Klopp gagnvart Sakho hefði mátt vera fagmannlegri.

  Ekki orð um það meir.

 23. Áttum ekki séns 🙁
  Mig langar ekki til að Henderson sé fyrirliði Liverpool, huglaus ræfill sem ekkert heyrist í …
  Í svona leikjum þurfum við leiðtoga sem þorir ekki svona aula 🙁
  Áfram Liverpool og áfram Klopp
  YNWA

 24. Sjö ár síðan þessir trúðar frá hamborgaralandi komu þarna inn og sögðust ætla gera það sem þyrfti til að berjast um tiltla.
  Staðreyndin er bara sú að þótt að við værum með þrjá bestu þjálfara í heimi þá væri staðan sú sama.
  Þessi leikmannahópur sem að stærstum hluta brást BR er að gera það sama við JK.
  FSG virðist ekki eiga bót fyrir boruna á sér eins og sést á leikmannamarkaðnum.
  Stæðstu kaupin eru á pari við það sem stæðstu liðin eru að kaupa á bekkinn hjá sér.

  FSG út takk fyrir.

 25. kanski það bjargi liðinu ef ég hætti að skrifa hér inn? Er farinn í frí.

 26. Það eru viðtöl eins og okkar ágæti fyrirliði gaf í dag.

  Reyna verja lovren og segja að þeir hafi verið lélegir í dag og þurfa að koma sterkir í næsta leik

  Einmitt það og hvað svo? Sama bullið eftir þar næsta leik?
  Þessir menn verða að fara átta sig á að þeir eru að spila fyrir liverpool og þar koma menn tilbúnir í alla leiki.

  Þetta lítur skelfilega út það sem af er og því miður er deildin búinn í ár og það fyrr en vanalrga

 27. Glataður leikur í alla staði, tvo úti á móti City og Tottenham, svo þessi 4 jafntefli. Þetta er langhlaup og við erum búnir með nokkur topp lið. Það sem er jákvætt núna er að það sjá allir hvert vandamálið er ( markmaður og vörnin + djúpur miðjumaður + fyrirliði). Þetta verður að laga og kaupa í janúar! Ég bíð spenntur eftir að sjá breytingar í næsta leik og vil sjá Ward byrja í
  markinu.
  Þeir sem eru á Klopp Out vagninum mega hafa sína skoðun fyrir mér, en þetta tímabil er ekki komið á það stig að vera handónýtt – Klopp hefur gert góða hluti síðan hann kom og ég hlakka til að sjá Klopp Out vagninn troða stokknum…..þegar tímabilið endar í mai. Eru menn búnir að gleyma stjórunum eftir Benites???? Það er bara ekki annað hægt en að rífa sig upp á rassgatinu eftir svona tap, hef trú á að okkar “Run” kemur eftir þennan leik. In Klopp er trust!

 28. Ok vantaði eitthvað inn í kommentið hjá mér áðan …en 2 töp úti á móti City og Tottenham er ekki heimsendir og nóg eftir!

 29. 84 stig eftir i pottinum. Tökum þau og verðum meistarar, lofa þvi.
  Kv. Pollíanna

 30. Ekki gleyma því að krabbameinið í þessu öllu saman er FSG. Það verður til og metnaðurinn verður skugginn á þeim rekstri og viðskiptaháttum sem er í fyrsta sæti hjá FSG. Þeir eru einungis í rekstri. Ég er ekkert viss um að Klopp sé aðal meinið hérna.

  Klopp er sagt að byggja upp lið og eyða sem minnstu. FSG höfðu trú á hans hæfileikum að gera meðallið að meisturum án þess að þurfa að eyða og eyða í leikmenn. Það gera þeir einungis til að fá meiri tekjur til sín. Rich quick aðferðinn þeirra er því að heppnast vel.

  FSG er vandamálið.

 31. Með sama áframhaldi verður þetta skelfilegur vetur en verðum við ekki að trúa að þetta sé lágpunkturinn. Reyndar er ekki á vísan að róa þegar besti vinur Klopp hann Wagner mætir með manure banana í Huddersfield. Það verður eitthvað. Spái rokki og róli af bestu gerð. Gæti ég fengið Karíus eða Ward í markið takk og láta þann sem verður fyrir valinu í næsta leik standa þar í það minnsta næstu tíu leiki hvernig sem það spilast. Það hlýtur að vera skelfilegt að vita ekki rassgat hvort stjórinn treystir þér eða ekki. Ég er engan vegin kominn á Klopp out vagninn en er enginn sem vill og getur tekið að sér að sjá um varnarleikinn og láta Klopp um rokkið þarna frammi. Maður spyr sig.

 32. Og annað…. horfið á united, chelsea, arsenal, city og tottenham.

  Heimsklassa markmenn til staðar, hreinræktaðar markavélar og alvöru leiðtoga hæfileikar. Common, hvað á Henderson að gera ? Er hann leiðtogi? Hvað á Firmino að gera ? Er hann framherji með 30 mörk á leiktíð ?

  Hvað eigum við að gera við Milner, Gino og Can? Öll toppliðin eru með geggjaðar cononur og okkar menn eru eins og draugar við hliðina á heimsklassa miðjumönnum liðanna hérna fyrir ofan. Það á að vera tilviljun hjá okkur að spila illa…. ekki tilviljun að spila vel.

 33. Sælir kappar

  Skýrslan er kominn inn. Biðst forláts á biðinni en maður þurfti smá tíma til að róa sig niður eftir slík hörmungar herlegheit. Var kominn langleiðina með pistil um Liverpool-rauða jólasveina sem gefa mörk í skóinn en þau skrif enduðu í einkaritskoðun og á sorphaug sögunnar. Gleðileg jól.

  http://sportsnewsireland.com/wp-content/uploads/2016/11/lfc-xmas-hat.jpg

 34. Byrja á að lýsa vanþóknun minni á þessum leik, spilamennsku undanfarið, hugleysi og/eða vangetu leikmanna, vondum leikmannahóp miðað við það sem stefnt er á og minni eigin tilfinningu um eitthvað krabbamein eða svarthol sem umlykur klúbbinn…

  En mig langar að spyrja þá hér sem gagnrýna mest FSG, þá sérstaklega sem hafa sérþekkingu á þessu,
  Hvað er það við FSG sem er í raun að sakast?
  I ljósi þess að þeir hafa staðið við að byggju upp frábæran heimavöll á gamla Anfield svæðinu (no easy task to accomplish)
  og
  Hafa lofað stjórum/innkaupateymi? háum fjárhæðum í að styrkja leikmannahópinn.

  Er ekki sökin frekar þeirra sem taka ákvarðanir um hvað/hvort skal kaupa?
  Er ekki Klopp búinn að fá loforð að getur farið og eytt miklum peningum í t.a.m. VVD?

  Nú er ég ekki með innanbúðaupplýsingar þarna, en miðað við sem ég hef séð og það sem FSG hefur gert… þá skil ég ekki að menn séu að halda fram að þeir séu stærsta vandamál klúbbsins..

 35. ætla rétt að vona að klopp finni miðvarðapar í janúar.

  lovren er bara búinn, held að maðurinn sé farinn að taka svo margar verkjatöflur að hann er bara orðinn sljór og veit lítið hvað er að gerast í kringum sig.. hann varla vissi að það væri verið að skipta honum útaf.

  hvað varðar leikinn í dag þá kláraði lovren hann strax með að gera 2 mistök.. komnir með 2 mörk á okkur á móti spurs þá var það strax vitað að þú kæmir ekkert til baka úr því burt séð hvað klopp skipti inn á völlinn.

 36. Í sumar var glugginn þar sem Klopp og co gátu komið með statment, með ruglaðann sóknarleik sem allir óttuðust og kraft í liðinu. Bara að hugsa um mark og varnarleikmenn, kaupa inní stöður beint í byrjunarliðið ekki einhverja varaskeifur. Matip og Lovren væru að spila helmingi betur ef það væru einhverjir sterkir að pressa á þá út úr liðinu. Samkeppnin er engin sem er aldrei gott fyrir hvaða leikmann sem er. Stóra prófið var í sumar og við kolféllum á því, sem er nákvæmlega það sem gerist hjá Rodgers.

  en ef Klopp er að lesa þá plís bakkaðu með liðið , back to basic, allir góðir stjórar vinna frá markmanni og fram á við, ekki öfugt.

 37. Ömurlegur leikur vissulega en róum okkur í því að aflífa allt liðið. Varnarlínan er augljóslega vandamálið og glæpsamlegt að Herr Klopp hafi ekki styrkt miðvarðarstöðuna í sumar. Það að næstbesti kosturinn, já eða sá næstversti, af þeim þremur sem eru yfirleitt að spila þessa stöðu sé tekinn af velli eftir 30 mínútur hreinlega öskrar á mann að þarna liggur vandinn. Liðið byrjar nánast 2-0 undir og gegn Tottenham liði í stuði var eftirleikurinn alltaf að verða erfiður.
  Það er ekki hægt að búast við því að þeir sem leika framar á vellinum skori haug af mörkum í hverjum leik og haldi þessu þannig á floti. Liðið verður stundum að geta unnið “ljóta” 1-0 sigra.
  Það er ekki mögulegt með menn eins og Dejan Lovren í öftustu línu, sífelld mistök hans valda óöryggi í vörninni sem smitar út frá sér. Matip er að mínu mati ágætis varnarmaður en samstarf þeirra tveggja er handónýtt, sem dæmi um það er markið sem Newcastle skoraði um daginn. Enginn talandi, báðir ballwatching og hvorugur dekkar manninn sem stingur sér á milli þeirra og skorar. Lovren hefði svo hugsanlega getað bjargað marki hefði hann klárað hlaupið til baka.
  Hvernig Klopp datt í hug að fara með hann og Klavan sem 2. og 3. kost inn í tímabilið er rannsóknarefni. VVD er eflaust spennandi leikmaður en eftir hið epíska klúður í hans málum í sumar hljóta aðrir möguleikar að hafa verið kannaðir. Því ef svo er ekki þarf að fara að stokka eitthvað upp í þessari innkaupanefnd. Þar sem leikmannaglugginn er lokaður reynir nú á hæfileika Klopp til að leysa vandann. Ég hef mikla trú á honum en það sem boðið hefur verið uppá hjá vörninni til þessa er ekki til þess fallið að fylla mann bjartsýni, því miður.

 38. Voðalega getur verið pirrandi að hlusta á svona marga ykkar röfla yfir eigendunum. Þeir dældu slatta af pening í félagið þegar þeir keyptu það í leikmenn, völlinn og allar skuldirnar. Og Klopp hefur hellings pening til að eyða eins og þið sáuð með 70milljon punda tilboð i Keita og Lemar og svo voru þeir að eltast við Van Dijk á svipaða upphæð áður en allt fór í klessu.

  Það er þessi helvítis þrjóska í Klopp sem er algjörlega að skemma allt það góða sem hann byggði upp á 2 árum, hann neyðir Sakho útur klúbbnum og neitar að skoða aðra valkosti en fyrsta kost og sagði það oft sjálfur, þótt allir hafi séð það að það hefur vantar 2 varnarmenn í amk ár núna. Og svo í staðinn fyrir að taka panic kaup á varnarmanni kaupir hann þennan fokking uxa á 40mills.

  Svo nenni eg nu ekki einu sinni að byrja að tala um hvað hann hefur ekkert plan B í leikjum og kann EKKERT að verjast. Er nú alls ekki á klopp out vagninum en ég vil frekar sjá hann og hans þrjósku fara heldur en eigenduna sem hafa gert bara mjög góða hluti. Nema nátturulega að eitthver sykurpabbi komi og fari að kaupa leikmenn af barca og real á eitthverjar ruglaðar upphæðir.

  Þeir eru ekki fullkomnir en bæta sig ár eftir ár sem er meira heldur en ég get sagt um Klopp og innkaupastefnu hans plús varnarleikinn.

 39. Er það ekki svolítið skrítið að allir séu að benda á að vörn LFC sé of léleg og brothætt en bæði FSG og Klopp sjái það ekki ? Ég meina hvor er lélegri, klavan eða lovren ??? þeir eiga kannski heima í deild fyrir neðan úrvalsdeild, kannski. Okkur vantar heimsklassa markmann og tvo heimsklassa varnarmenn, eða þrjá, loksins þegar scum tapar, þá töpum við auðvitað, MEÐ GLANS ! Næst eigum við Huddersfield og tottenham eiga scum, vonandi svara leikmenn fyrir sig þá, annars getum við farið að setja menn á sölulista !

 40. Ég verð eiginlega að taka undir með #1. Liverpool er í þannig standi þessi misserin að áhugi manns á liðinu fer síminnkandi. Ekki að maður verði minni Púlari en ánægjan af því að fylgjast með liðinu dvínar leik frá leik þessa leiktíðina.

  Mér finnst framganga Klopp vera ráðgáta. Ég hef ekki tölfræðina til að styðja mál mitt en mér finnst eins og að varnarleikur Liverpool hafi verið til vandræða allt frá því að Rafa var með liðið. Varnarleikur liðsins hefur oftar en ekki verið slakur en í dag tók steininn úr hvað mig varðar. Frammistaða Lovren var agaleg og hann virðist algjörlega útbrunninn. Það sama finnst mér um Mignolet það sem af er vetri. Lélegasti, eða kannski frekar mistækasti, markmaður deildarinnar að mínum dómi.

  Klopp þekkir þessa leikmenn, þekkir þessi vandamál og fær 7m punda á ári fyrir að þekkja svörin. Klopp er 6 launahæsti stjóri heims en virðist hafa gleymt því hvernig á að skipuleggja varnarleik. Varnarleikur Liverpool er álíka merkilegur og glamrið í Vanilla Ice (fyrirgefðu mér Vanilla) og þarna verður Klopp að axla ábyrgð.

  Lovren er búinn að vera, Matip ein taugahrúga og Mignolet hefur einfaldlega ekki næga hæfileika. Þetta vita allir og hafa rantað um það augljósa alla Kloppstíðina. Árangurinn til að berja í brestina er enginn. Þarna er ekki við neinn nema við Klopp að sakast.

  Ég hef enn trú á hæfileikum Klopp. Það getur bara ekki verið að jafn góður þjálfari missi svona mójóið. Samt er mjög farið að sneyðast um mitt langlundargeð. Þetta er svo sorglega banalt eitthvað.

 41. Maður er hugsi yfir spilamennsku liðsins. Ætla ekki að fara endurtaka það sem menn eru að tala um varðandi varnarleikinn.

  Það sem ég velti fyrir er hvað fór í gegnum hugann á Klopp í sumar þegar hann fór yfir leikmannahópinn? hvernig gat í fullri alvöru haldið að hann kæmist í gegnum heilt tímabil með Matip, Lovren, Klavan og Gomez? Vörnin var vandamál fyrir þremur árum, tveimur árum, einu ári og er það enn í dag. Engar framfarir, skref tilbaka eftir eitthvað er.

  Það er hins vegar of einfalt að benda fingri á öftustu fjóra og markvörðinn. Vandamálið er stærra. Ég held að ástandið væri mögulega ekkert mikið betra VVD í miðju varnarinnar eins og liðið spilar. Helstu ástæður þess eru:

  1) Að þessi hápressa gerir það að verkum að varnarlínan er að verjast mjög ofarlega og þarf leiðandi hefur línan mikið svæði fyrir aftan sig sem auðveldar mótherjunum að spila bakvið línuna. Það er líka erfiðara að verjast með því að vera stöðugt að falla tilbaka í stað þess að falla tilbaka og halda línu.

  2) Að liðið spilar með mjög sókndjarfa bakverði, sem jafnframt eiga það til að sækja báðir samtímis, sem gerir það að verkum að þegar liðið tapar boltanum þá situr liðið eftir með tvo miðverði og bakverði útúr stöðum.

  3) Að liðið spilar með engan alvöru varnarmiðjumann og miðverðirnir fá því ansi litla aðstoð frá miðjunni.

  Nú er staðan þannig að flest lið í deildinni eru búinn að lesa liðið og vita hvernig þau eiga að spila á móti liðinu. Það sem ég er mest vonsvikin með Klopp er að hafa ekkert plan B. Ekki svo sem ný gagnrýni en engu að síður gagnrýni sem á rétt á sér.

  Vissulega er hrikalega gaman að horfa á Liverpool spila sóknarbolta en Fowler minn góður hvað ég myndi heldur þyggja stöðuga 1-0 reglulega sigra en að vinna einn leik 7-0 og tapa þeim næsta 4-1. Það sem ég myndi vilja sjá liðið gera er að fara “back to the basic”. Falla aftar á völlinn, þétta varnarleikinn og fókusera á að spila agaðan varnarleik. Ég held jafnframt að sú taktík myndi henta liðinu að mörgu leyti vel, þar sem liðið er með eldfljóta leikmenn sem geta sótt hratt.

  Ég ber virðingu fyrir Klopp og hef trú á honum en hann gerði mistök á leikmannamarkaðnum í sumar og hann þarf að finna lausnir (plan-b) á spilamennsku liðsins.

 42. Ég nenni ekki að hlusta á kloppískar afsakanir, hann vissi nákvæmlega hvernig Spurs spila og það var ekkert óvænt við þeirra upplegg. Klopp setur ekki upp háa línu á Spurs og lætur það svo koma á óvart að fá á þig 4 mörk. Klopp veit að Lovren er ekki heill og þegar hann einn og sér, er búinn að kosta liðið 2 mörk þá seturðu ekki 3ja hafsentinn þinn inn á heldur Ox?!?!
  – Þú ert semsagt minn kæri Klopp hættur að treysta 3ja varnarmanninum þínum já 🙂 Ég líka nefnilega. Taktu þá nefnilega skásta varnarsinnaða miðjumanninn okkar og láttu hann spila bakvörð / hafsent þar sem hann hefur ekkert spilað … og þegar við reyndum það síðast var hann ekki góður. Hann hefur ekkert skánað í þeirri stöðu en getur verið eins og þýskt stormsveitarfylki ef hann fær stuðning …. (sem var að vísu að skornum skamti í dag)

  Svo ertu með belgíska sauðinn í markinu sem einn og sér kostaði okkur 3 markið með fáránlegu úthlaupi og svo 4 markið með enn furðulegra úthlaupi. Þú veist að hann er takmarkaður, hann hefur ekkert sjálfstraust af því að þú minn kæri Klopp hefur ekki verslað neinn almennilegan varnarmann er það nokkuð … í 3ja markinu var ekkert að gerast inn í teig en hann ákvað samt að slá boltann út á hættusvæði …. og í 4 markinu var boltinn á leið út í teiginn þegar hann kemur sent og slær hann illa í burtu …

  Mig langar að benda nefnilega á það, að það voru tveir varnarmenn nýir í Spurs liðinu í dag. Sanchez sem kom frá Ajax og Auier sem kom frá PSG. Fyrst að Spursararnir gátu keypt sér góða varnarmenn hvar varst þú kæri Klopp? Varstu enn að spá í það hvor VVD myndi kannski koma?

  Nei ég er pínu orðinn full saddur á þessu þýska undri okkar, þrjóskuhaus sem talar bara og talar …

  Þannig að taktu þér tak og hættu þessum endalausu afsökunum. Liðið undir þinni stjórn er búið að fá á sig 15 mörk í útileikjunum okkar og það er borin von að einu liðin sem við lítum vel út á móti heita Maribor … í alvöru …

  YNWA.

 43. Fyndið að sja i athugasemdum að Klopp sé enn að læra. Sama og sagt var um B.Rodgers.
  Meðvirknin er alger.

 44. Sé marga taka lovren af lífi, sem er alveg eðlilegt.
  en enginn nefnir Henderson, hann er stórt vandamál !! gjörsamlega glataður miðjumaður sem kemur EKKERT útúr !! fyrirliði sem á að rífa liðið með sér, ekki nóg með það að hann er glataður fótboltamaður að þá gæti hann ekki rifið konuna sína með sér !!
  að fara úr Gerrard yfir i henderson er eins og að eiga Ferrari og selja hann og kaupa sér Daihatsu charade.
  þessi vörn er ekki svona léleg, það eru bara miðjumennirnir fyrir framan þá sem eru alveg glataðir og geta ekki varið vörnina og þetta skrifast alfarið á klopp

 45. Ég er síst af öllu ánægður eftir svona stórt tap. Hins vegar skil ég ekki hvers vegna menn eru svona neikvæðir í garð margra okkara lykilmanna og ástkæra knattspyrnustjóra.
  Klopp hefur margsannað sig sem einn besti, ef ekki besti, knattspyrnustjóri Evrópu. Coutinho er 120 milljón punda virði. Aðeins einn maður er verðmætari en hann og það er Neymar.

  Hvað varnarlínuna okkar varðar þá var þetta bara ekki þeirra dagur. Moreno er búinn að vera besti bakvörðurinn í þessari deild í ár. Hinir bakverðirnir okkar þeir Gomes og Alexander Arnold eru þeir allra efnulegustu í heiminum og munu innan tíðar verða jafn mikilvægir englendingum og þeir Carlos og Cafu voru fyrir Brasilíu á þeirra gullaldarskeiði.
  Því miður áttu miðverðirnir okkar slæman dag en ég hef þó fulla trú á bæði Lovren og Matip, þá serstaklega Matip enda fékk hann frábæran skóla í þýskalandi.

  Þó stigataflan synir ekki akkurat núna að við séum betri en Tottenham þá erum við það samt sem áður. Það eru aðeins 9 leikir liðnir af þessu móti og við munum enda í öðru af efstu tveimur sætunum.
  Eina áhyggjan sem ég hef er breiddin í liðinu. Ég væri til í að sjá Klopp auka breiddina í janúar. Þurfa ekki að vera neinir randýrir leikmenn í því samhengi. Mér dettur þónokkra í hug, menn eins og Scott Sinclear, Fabian Delph, Ryan Shawcross, Robert Huth og Bacary Sagna.

  YNWA

 46. Bring Rafa back, give him the funds and freedom to build his own team, he will deliver results.

 47. Vörn í föstum leikatriðum er ekki bara verkefni varnarinnar. Það er verkefni 10 leikmanna.
  Nú hefur Klopp ekki fundið lausn á tveimur árum. Er ekki hægt að ráða einvhern í þjálfarateymið sem kann þetta? Og getur kennt hinum?
  Bara datt það í hug – svona allt í einu.

 48. Það var John Henry sjálfur sem stoppaði söluna á Coutinho og það er ekki við FSG að sakast hvernig okkar menn eru að spila eða það að Klopp gefur út að hann treysti þessari vörn fyrir tímabilinu bara sé það ekki.
  FSG vildu borga fyrir Van Djik það var stöðvað af Southhampton.

  FSG vildu stækka völlinn og jú mikið rétt þeir gerðu það ég bara sé ekki hvernig allt er þeim að kenna sorry.

  Bíddu nú við ætluðu þeir ekki að bjóða suddalega upphæð í Keita en það var stöðvað enn eina ferðina og þeim tókst samt að tryggja sér hann sem var í raun vel gert.
  Keyptum Salah og menn voru að þvaðra um upphæðina á honum þá hann fékst ódýrt meðað við hversu góður hann er.
  Væri gaman að hafa olíufursta sem seðlarnir vaxa á olíutrjánum ójá örugglega en FSG eru ekki svona slæmir eins og menn eru að bulla og þvaðra um.

  Klopp á ekki að sannfæra alla og sjálfan sig að vörnin sé næginlega góð þegar ALLIR vissu fyrirfram að það væri okkar veikleiki hann er bara koma í ljós og Klopp verður að kyngja stoltinu núna og bregðast við ég vona svo innilega við fáum eitthvern inní janúar það er bara algjört must til að reyna bjarga þessu tímabili.

  Fjandinn hafi það að ég ætli samt að fara kenna eigendum LFC um allt sem illa er að fara núna fuck that.

 49. Æ ég veit það ekki. Er fólk í alvörunni að óska eftir því að fá nýjan þjálfara og selja hálft eða heilt liðið? Og fá nýja eigendur? Er fólk ekki að átta sig á því hvað þetta tekur langan tíma?

  Liðið er nýbúið að vinna stærsta útisigur sem enskt lið hefur unnið í meistaradeildinni, og er á toppnum í sínum riðli. Ætti samt að selja hálft eða heilt liðið?

  Þetta var annar tapleikurinn í deildinni. Þeir munu verða fleiri. Jafnvel næsti leikur – Huddersfield eftir viku – er á engan hátt gefinn. Núna er liðið allt í einu farið að tapa leikjum á móti topp 6 klúbbunum, ef það á móti vinnur 7-20 liðin oftar en í fyrra þá kvarta ég ekkert rosalega mikið.

  Ekki það að það er löngu vitað að Klopp hefði átt að styrkja vörnina frekar í sumar. Það þarf ekkert að rifja það upp frekar núna. Þetta er mannskapurinn sem er úr að spila þangað til 1. janúar.

  Hafandi sagt það, þá má alveg gefa mönnum eins og Gomez séns í miðverði, og Ward séns í markvarðarstöðunni. Jafnvel þó svo að Gomez hafi ekki komið vel út á móti Leicester í deildarbikarnum, þá er hann engu að síður miðvörður að upplagi, og er sjálfsagt hugsaður þar til lengri tíma. Ef það á að tanka einhverju tímabili þá ætti það að vera þegar City líta út fyrir að ætla að rúlla þessu upp.

  Og svona í lokin, þá legg ég til að klúbburinn kaupi Hörð Björgvin.

 50. Í fyrra sagði ég að mér fyndist að það ætti að gera Emre Can að fyrirliða og spila honum sem aftasta miðjumanni. Can hefur þá holningu á sér sem leikmaður að hann verður aldrei þessi sókndjarfi miðjumaður sem skorar 7+ mörk á tímabili heldur er hann öflugur og sterkur miðjumaður sem nýtur sín best sem aftasti miðjumaður og mér fannst hann sýna það og sanna í fyrra þegar að Hendó var out og hann í aftari miðjustöðunni var hann mun öflugri en með Hendó við hlið sér. Nú er verið að klúðra Can málunum og hann fer væntanlega í janúar erða næsta sumar. Það sama gildir um kútinn okkar, hann fer í janúar. Nú vill ég sjá Klopp fara að stilla þessu svona upp og breyta kerfinu í varnarsinnaðri uppstillingu.

  Ward/Karius
  TAA Matip Ghomes Robertson
  Can
  /\ Milner Wijnaldum /\
  Salah Solanke Coutinho

  Svo kemur Mane inn og þá dettur Coutinho í stöðuna hans Wijnaldum, Firminho verður svo varamaður fyrir Solanke og hinir verða bara að vera tilbúnir að bakka upp liðið sem varamenn.

 51. Af hverju þarf það að taka 2 ár að byggja upp nýtt lið hjáL.F.C. þegar önnur samkeppnislið gera það á viku eða svo??????

 52. Skil ekki hvað verið er að blanda FSG inn í þessi mál innan vallar hjá Liverpool? Er þetta ekki bara boltanum að kenna? Eða baðverðinum?

  Allt bendir til þess að eigendur Liverpool hafi verið tilbúnir með það fjármagn sem Klopp bað um. FSG eru jafngóðir eigendur og aðrir og líklega betri en flestir.

  Ég er mikill aðdáandi Jurgen Klopp. Track record kappans er nánast án hliðstæðu og það sem hann gerði með Dortmund er ekkert minna en stórkostlegt. Sérgrein hans var að þefa upp efnilega leikmenn og gefa þeim tækifæri til að verða besta útgáfan af sjálfum sér.

  Marco Reus, Gundogan, Hummels, Götze, Shinji Kagawa, Lewandowski, Henrikh Mkhitaryan, Aubameyang og Ciro Immobile eru dæmi um þetta. Það hefur engin stjóri fyrr eða síðar líklega búið til annan eins virðisauka ef svo má að orði komast. Fyrir utan að hann skilur að fótbolti er bæði skemmtun og árangur. Hafið þið heyrt í ManU aðdáendum nýlega um hvað skemmilegt er að horfa á liðið. Hryllingur!

  Gleymum því heldur ekki að Klopp kom Liverpool í tvo úrslitaleiki á sínu fyrsta ári og náði 4 sætinu langþráða. Kaupin á Salah og Mane eru virkilega vel heppnuð kaup og þessi Keita er hrikalegur leikmaður.

  Því er mér með öllu óskiljanlegt hvað er í gangi hjá Klopp þessa leiktíðina því hans er ábyrgðin. Að fara inn í mótið með þrjá skjálfandi miðverði og markmann sem löngu er vitað að takmarkaður og lítill hæfileikamaður er eiginlega ófyrirgefanlegt. Að semja ekki við Can er líka óskiljanlegt.

  Að þessu sögðu er ég enn sannfærður að Klopp er rétti maðurinn fyrir Liverpool. Held að hann sé svona Steve Jobs fótboltans sem tekst að finna mójóið aftur og sýna hvað í honum býr.

 53. Andaði inn og andaði svo út.

  Í gær var ekkert í uppleggi liðsins sem var að klikka. Heldur óstjórnlega ömurlegar frammistöður nokkurra leikmanna sem hljóta að vera á tæpum tíma hjá félaginu. Dejan Lovren átti versta leik LFC varnarnmanns síðan Bjorn Tore Kvarme og Torben Piechnik voru í rauðri treyju og bara gott að Klopp stoppaði þá frammistöðu eftir 30 mínútur. Hann á mark nr. 1 og 2 fullkomlega skuldlaust. Ekki nokkur fruma í þjálfarateyminu hefur lagt það upp við hann að standa flatt á Kane í nr. 1 eða að vaða svona í boltann í nr. 2.

  Númer þrjú er röð aulavarnar. Can missir boltann ömurlega á miðjunni og rýkur í að strauja mann til að fá aukaspyrnu og gult á síðustu sekúndu. Matip skallar aulaskalla út í teig og enginn er að horfa á bolta tvö. Ekki var það uppleggið.

  Mignolet sem hefði nú átt að bjarga kannski einu þessara þriggja þarna ákvað svo að vera með í aulahættinum og gefa númer 4, ekki það að fjórir varnarmenn í kringum Kane fóru allir inn á línu…en Mignolet átti það.

  Ég horfði á viðtalið við Klopp eftir leik og það kæmi mér mjög á óvart ef að hávaðinn í klefanum eftir leik var ekki töluverður. Það er alveg ljóst mál að hann var reiður í lok þessa leiks, mjög ólíkur viðtölum í Watford og eftir Etihad. Hann gerði ekkert til að verja leikmennina sína og heldur ekkert að draga úr vonbrigðum með leikinn. Það veit held ég á eitthvað.

  Jurgen Klopp er “æfingasvæðismaður” sem hefur í gegnum ferilinn fundið menn sem hann hefur eiginlega bara búið til…eða a.m.k. gert mun betri. Ég held eftir gærdaginn þá hljóti hann að efast um ansi marga í sínum hópi. Ég var reiðastur yfir Lovren, Mignolet, Can og Matip sem áttu hver annar leikinn verri. Ekki það að Brazzarnir voru ömurlegir og ég verð alltaf sannfærðari um það að við verðum að fjárfesta í framherja því í okkar liði vantar mann sem er ógnandi inni í teig og heldur bolta uppi á topp. Firmino er flottur fótboltamaður en hans eiginleikar nýtast alls ekki best þarna fremst.

  Þá er bara að skipta um menn sem ekkert geta….en bíddu aðeins….

  Hefur Karius sýnt EINHVERN stöðugleika í leik sínum. Mitt svar er klárt nei, hef aldrei séð hann koma inn í leik og taka til sín, en fullt af slæmum mistökum og ákvörðunum. Í mínum huga er tími Danny Ward kominn til að fá að prófa, en líklega fæ ég ekki ráðið því. Á sama hátt er Mignolet besti markmaður þessara þriggja í mínum kolli en enginn þeirra er í þeim gæðaflokki sem við þurfum. Enginn.

  Tökum Dejan Lovren út. Annað er ekki hægt. En vill einhver hér sjá Ragnar Klavan? Ekki ég allavega, í guðs bænum bara. Gomez átti erfitt á móti Leicester vissulega en var skásti hafsent gærdagsins og hlýtur að fá sénsinn bara, því Klavan bætir Lovren ekki neitt.

  Miðjutríó gærdagsins var ekki mikið sóknartríó…og Can var fórnað þaðan. Ég sé að umræðan hér snýst um vondan Hendo og framtíðina í Can. Ekki get ég verið meira ósammála neinu en því held ég. Hendo er sennilega hinn nýi Lucas í liðinu og alls konar rómantíkurpæling um hlutverk fyrirliða háir honum blessuðum. Fyrirliði Tottenham í gær var Hugo Lloris. Ekki er sá fyrirliði að tækla og djöflast…en við virðumst telja það vera eitt aðalatriðið. Emre Can hefur átt mjög erfitt í haust að mínu viti eins flottur og hann var í fyrravor. Hann er alls ekki djúpur miðjumaður í mínum kolli sökum þess að hans verstu frammistöður hafa verið í þeirri stöðu. Hann hefur átt góða leiki þegar hans æðsta hlutverk hefur ekki verið varnarskyldan og það væri æðislegt ef að hann fyndi aftur besta formið frá í vor.

  Þessir leikmenn okkar innifela engan stöðugleika. Þar liggur vandinn og munurinn á “góðum leikmanni” og “hágæðaleikmanni”. Góður gerir mistök inn á milli en hágæða lendir í 1 – 2 slíkum á vetri og bætir það reglulega upp.

  Það sem Klopp þarf að svara fyrir er það traust sem hann hefur verið að leggja á þá góðu og í staðinn sækja sér ekki hágæða. Sennilega taldi hann sig geta gert Lovren að næsta Subotic, Can að Gundogan og ná því sama út úr Firmino og Lewandowski. Alla þessa þrjá þjálfaði hann upp í hágæðaklassann.

  Ég held eftir hörmungina sem fór fram á Wembley í gær hafi hugsanir hans snúist og á annan stað, hann þarf að svara fyrir þau mistök að styrkja ekki liðið meira í sumar…og í mínum huga er ekki bara verið að tala um hafsent þar. Keita er vissulega hágæðaefni sem gott verður að fá en í liðið mitt vantar 1 hágæða markmann, 2 hágæða hafsenta og 1 hágæða striker sem skorar 20 mörk á tímabili.

  Klopp hefur ekki verið duglegur í gegnum tíðina að kaupa hágæðamenn. Nú þarf hann að sýna að hann geti gert það, fylgt árangri sínum með Mané og Salah eftir.

 54. Hvar var Henderson?

  Sorry. Liðinu vantar leiðtoga sem er inná vellinum. Klopp sagði eftir leik að ef hann hefði verið inná þá hefði þetta ekki farið svona. Þá átti hann við það að hann hefði öskrað á LOVE-ren eins og hann sagðist gera þegar hann er á æfingasvæðinu. Hvar er sá maður inná vellinum. Henderson er að mínu mati ekki leiðtogi.

  Vandamálið það er enginn varnarmiðja í þessu liði.
  Lucas var síðasti DM í þessu Can var einu sinni hálfur DM en er kominn til Juve í huganum.
  Þessi tækling sem skilar þriðja markinu var óþörf og sýnir best hvar hugur hans er.

  Jú auðvita eru það hafsentarnir og markvörðurinn sem er aðal hlátursefnið. Smitar það út í allt liðið þegar við fáum á okkur ódýr mörk útaf taugaveikum leikmönnum. Alveg sama þótt við séum með fljótustu sóknarmenn heimsins þá er það ekki að telja ef þeir sjá hvað er auðvelt að skora á okkur.

  Jú þetta væri ílagi ef þetta væri fyrsti leikurinn í vetur sem við erum með allt niðurum okkur en nú er þetta gott. Leikskipulagið er samt það sorglegasta í þessu við erum út um allt og allri búnir að lesa taktík okkar. Kannski er það sorglegasta að það er ekkert plan B hjá Klopp.

  Með von um betri tíð. YNWA!

Byrjunarliðið gegn Tottenham

Opinn þráður