Podcast – “Hoppaði aftan á Chamberlain”

Jose Mourinho mætti með sína tveggja hæða rútu á Anfield og fékk það sem hann vildi, steindautt jafntefli eftir 12 tíma skák. Liverpool fór af þeim sökum hungrað til Slóveníu og vann stærsta útisigur sem enskt lið hefur unnið í æðstu félagsliðakeppni Evrópu. Maggi og Steini voru á sínum stað til að ræða þessa leiki en með okkur í kvöld var meistari Þórarinn Ingi Valdimarsson leikmaður FH sem einmitt hefur nýlega reynslu af því að spila gegn þessu Maribor liði og er auðvitað grjótharður Púllari. Tókum snúning á helstu umræðuefnum tengdum Liverpool um þessar mundir og settum saman sameiginlegt lið United og Liverpool, hlutlaust mat auðvitað.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Þórarinn Ingi Valdimarsson.

MP3: Þáttur 166

6 Comments

 1. Sælir félagar

  Takk fyrir skemmtilegt podcast sem allt var á léttu nótunum og hin besta skemmtun. Það er hægt að hlusta endalaust á umræður um liðið okkar ekki síst eftir leik eins og 0 – 7 leikinn við Maribor.

  Það er nú þannig

  YNWA

 2. Takk fyrir gott podcast.
  Spurningin með Milner er hvort hann hafi verið góður af því að andstæðingurinn var slappur eða hvort hann sé púsluspilið sem okkur hefur vantað í haust.
  Það væri gaman að fá að sjá hann aftur í byrjunarliðinu fljótlega og sjá hvort það breytir einhverju.

 3. Sæl öll.

  Ég er að velta bakvarðastöðunum fyrir mér.

  Þrátt fyrir að tímabilið hafi ekki byrjað eins og prelúda eftir Mozart þá er samt margt á uppleið.
  Fyrir utan og þrátt fyrir að Salah sé að fá verðskuldaða athygli þá eru bakvarðarstöðurnar að verða alveg prýðilegar.

  Clyne búinn að vera meiddur allt tímabilið og Milner er fastur á bekknum en þessir leikmenn voru allt að ómissandi síðasta tímabil sökum manneklu. Í fyrra hefði þetta verið vandamál ætla bara að segja það að Moreno er búinn að vera frábær í haust og enda hefur hann endurheimt vb af Milner. Þá eru T.A.A og Gomez að veita hvorum öðrum harða samkeppni á hægri, Roberts að berjast við að komast í liðið og Uxinn einnig vel kunnugur staðarháttum. Fyrir mér er þetta frábært ástand.

  Það var ekki fleira.

  Góðar stundir.

Maribor 0 – 7 Liverpool

Tottenham á Wembley