Liðið gegn Man Utd

Klopp hefur valið byrjunarliðið sem mun mæta til leiks í stórleikinn í dag og er það sterkt miðað við fjarveru Mane, Clyne og Lallana.

Mignolet

Gomez – Matip – Lovren – Moreno

Can – Henderson – Winjaldum

Salah – Firmino – Coutinho

Bekkur: Karius, TAA, Klavan, Milner, AOC, Solanke, Sturridge.

Ekkert þar sem kemur á óvart. Stærsta spurningin hefði verið hvort Chamberlain hefði byrjað en mér fannst það ekki líklegt.

Vantar nokkra í lið Man Utd, til að mynda Pogba og Fellaini en lið þeirra engu að síður sterkt og má búast við hörku leik.

Það væri ansi fínt að snúa við genginu með því að klára leikinn á eftir!

72 Comments

  1. er þetta ekki 5-3-2 hjá móra. Með 2 djúpa miðjumenn sem gerir þetta reyndar 7-2-1.
    En lukaku frammi með 2 eldfljóta kanntmenn gætu skyndisóknir þeirra alveg reynst hættulegar

  2. Ég vona að þeir gefi allt í þetta og vinni 4-1.
    Mér líður samt óþægilega í maganum fyrir þrssum leik.
    Við bara verðum að vinna. Munum sakna mané en við höfum sterkt lið.
    Áfram helvítis melirnir ykkar og gefið okkur góða viku!! ?

  3. Væri mjog sterkt að moppa gólfið með Mòra. Spai 1-0 firmino. Lukaku brennir af dauða dauða færi.

  4. Erum miklu betri… Þá er bara að nýta það og ekki fá á sig mark!!

  5. De Gea að minna okkur á hvað það er að hafa áreiðanlegan markvörð í búrinu.

  6. Ojj Coutinho hefði væntanlega skorað þarna ef að Salah hefði látið boltann vera og í hvaða heimi er þetta ekki gult á Lukaku! Nei nei dómarinn spjallar frekar við hann, hvað á það að þýða?
    Djöfull er þetta United lið neikvætt kemur svo sem ekkert á óvart klassískur Móri á útivelli í stórum leik.
    Liverpool eiga þennan leik með húð og hári vantar bara að skora.

  7. Liverpool á leikinn, en þurfa að skora. Áfram Liverpool.

  8. Liverpool stjórnar leiknum og hafa verið að ná að fá smá pláss fyrir framan vörnina hjá Man utd. Liverpool eru að gera vel í að halda boltanum og varnarleikurinn er nokkuð traustur.

    Leikplann Man utd er augljóst. Þeir stilla upp í 5 manna varnarlínu og þegar þeir sækja þá fara þeir í gegnum Moreno aftur og aftur og aftur.

    Mér finnst okkar menn hafa verið að gera fína hluti en það eru enþá 45 mín eftir og það þarf ekki nema eitt atriði til að klúðra eða bjarga helginni

  9. Pirringur í Lukaku og hann á að vera kominn með gult í það minnsta þú ferð ekki og talar við leikmann eftir svona obvious brutal tæklingu sem er ekkert nema ásetningur þetta var allan tíman beint gult og svo fyrir utan hælin í andlitið á Lovren sem sýnir enn og aftur skítlegt eðli hans. En aðrir hafa spilað þetta eins og menn finnst mér en Lukaku er sjálfum sér til skammar.

  10. Enn og aftur er engin spurning hvort liðið er að gera skemmtilegri hluti inná vellinum.

    Aftur á móti er vonlaust að spá fyrir um úrslitin, ef einhver kann að spila svona leiðinlega, gróft og neikvætt er það Móri…

    Ég vel okkar menn allan daginn, hvernig er eiginlega að halda með Utd sem spilar svona?

  11. Utd reyndar búnir að skora 8 mörkum meira en við og við búnir að fá 10 fleir á okkur. Þetta hefur skilað Mourinho titlum í gegnum tíðina og um það snýst þessi íþrótt.

  12. Ashley Young er búinn að eiga það slakan leik hingað til að maður bíður eftir því að einhver fugl skíti upp í hann aftur til að kóróna daginn.

  13. Núna er bara eftir að utd skori ólöglegt mark og þá hefur þetta verið kórónað með þennan dómara

  14. Dómarinn verið fínn í þessum leik!
    Eina sem mátti breyta var að gefa Lukaku gult, en ekkert að því að aðvara leikmenn líkt og hann gerði.

  15. Þurfum einhvern hrægamm inn í boxið sem klárar færi. Ef Lukaku og Firmino hefðu skipt um treyju fyrir leik. Þá væri sá fyrrnefndi líklega kominn með þrennu eins og leikurinn er að spilast.

  16. Meira að segja fyrrum leikmaður Man Utd og Everton Phil Neville sem er að lýsa leiknum á NBCsn fannst þetta vera á víti á Herrera á Coutinho.

  17. Djöfulsins kvöld og pína hafa þessir Liverpool-United leikir verið undir stjórn Klopp v.s. Mourinho.

  18. Farðu nu að skipta inna Klopp og koma með ferskar lappir i framlínuna.

  19. Víti hefði verið sanngjarnt, en mikið er Ashley Young lélegur leikmaður

  20. #30
    Þetta er mitt lið undanfarin 32 ár.
    En það þýðir ekki að maður sé blindur fanatík á þessa íþrótt.

    Fínn dagur hjá Atkinson! Vantar bara góða slúttara í okkar lið í dag.

  21. Nei. Firmino og sturridge saman inná hefur aldrei virkað.
    Megi ég éta sokk

  22. tækifæri fyrir Sturridge og Ox að verða hetjur á þessu tímabili….

    en öll sköpun hverfur með Coutinho…

    þetta verður steindautt jafntefli og Móri getur prísað sig sælan fyrir rútuna sína…

  23. Verðskuldum ekkert meira en stig út úr þessu en þetta er unnið stig fyrir Utd. Afrek að vinna ekki slappasta Utd lið sem hefur mætt á Anfield í háa herrans tíð.

  24. Eitt lið á vellinum united heppnir að fá stig úr þessum leik virkilega heppnir.

  25. Skín svo í gegn að dómarinn var að passa uppa manju. Hægasta skipting í Evrópu í uppbótartíma en samt ekki einni sekúndu bætt við. Eiga manju enska dómarasambandið?

  26. Getum samt ekki kennt dómaranum um getuleysi okkar að skora mark. Við lágum svoleiðis á þeim og óskiljanlegt hvernig þessi leikur endaði 0-0.

    Ef City vinnur sinn leik erum við 10 stigum frá toppnum, eftir aðeins 8 leiki. Djöfull er ég pirraður.

  27. Haha þið eruð flottir, sættið ykkur pottþett við 1 sigur i 8 leikjum þvilikir pappakassar

  28. Það er ekkert annað hægt en að vera samt ánægður með spilamennsku okkar manna og hvernig þeir létu united líta út fyrir að vera eitt lélegasta lið deildar í stað eitt af þeim betri en okkar menn áttu að nýta sín færi betur og það er ástæðan fyrir tvemur töpuðum stigum í dag.

  29. Augljóst að Manure sættu sig við stigið í dag og voru heppnir að sleppa með það burt frá Anfield. Fullt af ljósum punktum í leiknum en afskaplega léleg nýting á færum auk þess sem langbesti markmaður deildarinnar er því miður hjá manutd. Salah frábær í fyrri en virkaði þreyttur í seinni. Solanke og uxinn komu með kraft undir lokin. Ég er vonsvikinn með töpuð stig en nokkuð sáttur með spilamennskuna, Móri gerði það sem hann kann best,pakka í vörn og bíða eftir mistökum andstæðinganna.

  30. Manstein 58

    Jú, þegar dómarinn þorir ekki að flauta á 100% víti þá má alveg kenna honum um að við skoruðum ekki mark. Stundum eru þessir leikir bara þannig að munurinn er eitt víti eða stöngin inn/stöngin út. Allir sjá að þetta var víti og þegar dómarinn dregur taum manjhú alveg greinilega þá sýður á mér! Auðvitað er best að skora 3-4 mörk í leik og halda hreinu, í fullkomnum heimi kannski!!

  31. En nú er ég ekki á klopp út vagninum en verð samt að spyrja hversu marga sensa á klopp að fá að snúa við genginu þegar hitt liðið pakkar í vörn hann virðist engann veginn finna lausn á þessu

  32. Hvering væri það að sjónvarp stöðvar myndu fara yfir dómgæslu í öllum leikjum og gefa dómurum einkunn og sá dÓmari sem fengi hæðstu einkunn myndi fá góðan bónus fyrir leikinn. Myndi þetta ekki gera boltann skemtilegri

  33. Það sem vantaði var X factorinn og hann heitir Mané.
    Verðum að finna lausnir á meðan það er staðreynd.

  34. HA er kommentakerfið að kvarta yfir dómaranum. Suprise. Ekkert að þessum dómara í dag, við bara slappir að nýta ekkert færi

  35. Sæl og blessuð.

    Ekker og alls ekkert að þessum leik … þangað til koma að lokasnertingunni. Miðjan var frábær, vörnin örugg, Mignó varði m.a.s. og allir voru upp á sitt besta … þangað til þeir voru komnir inn í markteiginn.

    Það vantaði ekki Mané, en það vantaði einhvern sem kann að ljúka sóknum. Solanke held ég að ætti að byrja næsta leik. Sturridge er sannarlega ekki svarið eins og hann spilar núna. Á betri degi en þó fyrst og fremst, á betra ári hefði hann skallað í markið þegar hann fékk frían skalla en iljarnar lyftust varla upp af grassverðinum.

    Slúttari er málið, elskurnar. Svo er það löggumál að Salah skyldi hafa tekið hann af táberginu á Coutinho fyrir framan opið mark!

    En þetta er allt að koma… veit bara ekki hvenær það kemur.

  36. Flottur leikur hjá okkur, en maður er farinn að hafa áhyggjur af markaleysi! Ekki átti ég von á því fyrir tímabilið.

    Ég skipti svo ekkert um skoðun hvað það varðar að það hlýtur að vera ömurlegt að halda með Utd. Þessi “litla liðs” nálgun er skemmtileg ef þú ert Ísland, en varla ef þú ert með eitt dýrasta lið í heimi!

United á laugardaginn

Liverpool 0-0 Man Utd