United á laugardaginn

Það hefur nú yfirleitt verið ákveðinn léttir að landsliðshléunum ljúki, en þetta hlé hefur vissulega verið ólíkt öðrum. Það þarf ekki að fjölyrða um árangur íslenska liðsins og það afrek sem það er að komast beint í lokakeppnina á HM, undirritaður átti nú ekki von á því að lifa þann dag, en það sem Heimir og strákarnir eru búnir að troða sokk upp í efasemdarpésa hverskonar. Þeir semsagt stórbættu árangurinn frá forkeppni EM þrátt fyrir að Lars hætti, og þrátt fyrir að hafa misst Kolbein Sigþórsson alveg úr liðinu.

Nóg um íslensku strákana okkar, en snúum okkur að scouse strákunum okkar. Það eru nokkur atriði sem gera það að verkum að tilhlökkunin er ekki alveg sú sama og oft áður. Mestu munar auðvitað um það að Sadio Mané þurfti að meiðast á 89. mínútu í landsleik sem skipti engu máli, og verður frá í 6 vikur, sem þýðir að hann missir af 9 leikjum. Við fögnum þessu auðvitað.

Not

Liðið var þar að auki að ganga í gegnum tímabil óöryggis áður en landsleikjahléið skall á, hvorki Firmino né Sturridge voru að finna fjölina sína, einna helst að Coutinho hafi verið í stuði. Hann þurfti svo auðvitað að spila landsleik á miðvikudagsmorguninn hinum megin á hnettinum, og óvíst um það í hvaða ástandi kappinn verður þegar flautað verður til leiks á laugardagsmorguninn. Firmino spilaði svosem bara síðustu mínúturnar, en flugið og tímamunurinn eru samt örugglega ekkert að hjálpa. Líkamlega ástandið á Lovren hefur verið þekkt, hann spilaði jú ekki fyrri leikinn fyrir Króatíu, en spilaði allan seinni leikinn, og það gefur nú smá von um að hann geti leikið á laugardaginn. Manni er samt ekkert vel við það að hafa hann inni á vellinum í einhverju pillurússi, ég efast um að það fari vel með skrokkinn á honum til lengdar.

Nú og svo hjálpar svosem ekki til að mótherjarnir eru ekki þeir auðveldustu. United menn hafa auðvitað verið á gríðarlegri siglingu það sem af er tímabils og eru jafnir City á toppnum, bara markatala sem aðskilur liðin. Þar að auki er United eitt þeirra liða sem Klopp á enn eftir að vinna í deildinni, en það hjálpar vissulega að hafa lagt þá í Evrópudeildinni fyrir rúmu ári síðan. Nú og svo má kannski segja að það hjálpi ögn að hvorki Pogba né Fellaini séu leikfærir. Breytir því ekki að það kemur maður í manns stað hjá þeim, og því engin ástæða til að ætla annað en að þeir verði mjög erfiðir. Við getum svo kannski huggað okkur við það að þó svo að þeim hafi gengið vel hingað til, þá hafa þeir bara leikið við lið sem í augnablikinu eru í sætum 12-20 í deildinni.

Nú og til að toppa vitleysuna þá bárust þær fréttir í vikunni að Klopp hafi haft augastað á stjórastarfinu hjá United á sínum yngri árum. Jafnframt kom í ljós að hann fékk tækifæri til þess, en hafnaði tilboðinu. Klopp kom svo til Liverpool “and the rest is history” eins og skáldið sagði. Gleymum heldur ekki að Mourinho ku víst líka hafa haft augastað á því að þjálfa Liverpool á sínum tíma, og óskaði sér þess heitast að hafa Gerrard í sínum röðum. Svo þetta virkar alveg í báðar áttir.

Allavega, það er engin ástæða til að ætla annað en að þetta verði hörkurimma eins og venjulega. Og ef það er einhverntímann tækifæri til að rífa sig upp úr lægð, þá er það með því að vinna United á Anfield. Það eru bara þessar örfáu spurningar sem þarf að spyrja:

  • Verða Brassarnir og Lovren leikfærir?
  • Mætir miðjan til leiks?
  • Mun Salah halda áfram þar sem frá var horfið frá síðasta landsleik?
  • Hver fær sénsinn í bakvörðunum?
  • Fær Alex Oxlade-Chamberlain sénsinn nú þegar Mané er meiddur?
  • Hrekkur Firmino í gírinn sem hann virðist hafa hrokkið úr þegar hann brenndi af vítinu á móti Sevilla?

Semsagt, bara örfáar spurningar, annars liggur þetta allt ljóst fyrir.

Ég ætla að spá þessu svona:

Mignolet

TAA – Matip – Lovren – Moreno

Can – Henderson – Winjaldum

Salah – Firmino – Coutinho

Bekkur: Karius, Gomez, Klavan, Milner, AOC, Solanke, Sturridge.

Ég sé auðvitað alveg fyrir mér að Klopp geti tekið einhvern annan pól í hæðina. Kannski metur hann það svo að Gomez eigi að byrja frekar en TAA, ég myndi persónulega vilja sjá einhvern innfæddan í byrjunarliðinu, þetta er þannig leikur, nú og þar að auki er Gomez búinn að vera ögn villtur í síðustu leikjum. Held við megum síst við því að missa mann af velli með rautt spjald, eins og hefur nú gerst í eitt skipti eða tvö þegar þessi lið eigast við. Þá er þetta spurning um líkamlegt form á mönnum, ef menn meta það svo að Coutinho verði ekki orðinn 100% leikfær þá fær AOC e.t.v. sénsinn. Og hvað veit maður, aldrei að vita hvaða “plot twist” koma upp í reyfaranum sem sagan um þetta lið okkar óneitanlega er.

Ég ætla ekkert að spá um það hverjir byrja fyrir hönd United manna, enda er mér drullusama, og okkar mönnum ætti í raun að vera það líka. Þeir eiga bara að mæta eins og grenjandi ljón, og ekki sætta sig við neitt nema sigur.

Eigum við ekki að segja að Klopp sé búinn að stúdera leikstíl Mourinho nægilega og að okkar menn vinni þennan leik? Þess má geta að Liverpool Ladies riðu á vaðið núna í fyrrakvöld og unnu Sheffield 6-0, þar sem Gemma Bonner fyrirliði lék sinn 100. leik fyrir liðið. Segjum að þetta verði strákunum innblástur og að þeir taki þetta 2-0 með mörkum frá Coutinho og Matip eftir hornspyrnu.

Koma svo!

30 Comments

  1. góðan daginn meistarar
    horfa á leikinn í Berlín .. lumar einhver á skemmtilegum stað ?
    prost

  2. Mitt draumastarting á morgun:

    Danny Ward
    TAA – Matip – Lovren(Gomes ef Dej er óleikfær) – Moreno
    Hendo
    Milner – Can
    Salah – Solanke – Coutinho

    Bekkur: Simon, Gomes/Lovren, Robertson, AOC, Firmino, Gio, Ings..

    Vel þetta byggt á því að þarna inni eru menn sem ég held að hafi hungur og greddu til að mæta utd full force! Solanke er ungur og reynslulaus, en sé hann fyrir mér nenna að djöflast meira í varnarmönnum utd heldur en Sturridge, og Firmino buinn að vera i lægð..

  3. Utd er því miður of stór biti fyrir okkur á þessum tímapunkti. 3-1 tap þar sem Lukaku skorar þrennu en Salah fyrir okkar menn.

  4. Maður er alltaf stressaður fyrir þessum leikjum. Það bendir ýmislegt til þess að við munum tapa þessum leik einfaldlega af því að þeir hafa verið að spila betur en við á tímabilinu. Eru mjög traustir varnarlega og hafa verið að nýta færin sín mjög vel.
    Þeir eru eiginlega andstæðan við okkur sem erum ótraustir varnarlega og höfum verið að skapa fullt sóknarlega en ekkert gengur að skora.

    Samt fer allt svona út í veður og vind í þessum leikjum og hafa þessir leikir oftar en ekki ráðist á frábæru einstaklingsframtaki, klúðri varnarlega eða dómaraskandal og á ég von á því að það verða ekki mörg mörk skoruð.
    Það verður fróðlegt að sjá hvernig Klopp stillir upp.

    Fer hann í varnarmiðjuna okkar með Henderson, Winjaldum og Can eða skilur hann Coutinho á miðsvæðinu og lætur Sturridge, Ox eða Solanke í framlínuna okkar í stað Mane.
    Mun Klopp setja í hápressu eða munum við liggja aðeins aftar og reyna að keyra á þá þegar tækifæri gefst.

    Ég ætla að spá 1-1 og fullt af drama.

  5. Maður hefur alveg verið jákvæðari, svo ég verð ánægður ef við töpum ekki

  6. Ferguson fékk 4 ár til að að sanna sig og rétt bjargaði ferlinum með þvi að vinna FA Cup á 4 árinu enn síðan vitum við hvaða helvíti hann gerði okkur árinn eftir 1990 þarf ekkert að ræða það frekar. held að við eigum eftir að eiga góðan leik og Ox kemur inná búinn að vera taka aukaæfingar á fullu og setur 2 stk í leiknum við vinnum þetta 4 -3 og þetta verður ekki leikur varnarmanna frekar enn vanalega hjá okkar liði.
    Taka bara nokkarar verkjatöflur og vera jákvæður og reyni halda raddböndunum frá sjónvarpinu.

  7. Við verðum að vera þolinmóðir því að reka stjórann er ekki nein lausn. Kloop hefur sannað sig sem frábær stjóri og hann þarf tíma til að byggja upp gott lið og þá á ég aðalega við ungu strákana okkar sem eru á bekknum eða eru á leiðinni á bekkinn.
    Ég held að við munum tapa þessum leik því miður og þetta verður síðasti leikurinn sem við töpum gegn þeim í nokkur ár. Við eigum Marga unga stráka frá 17-21 árs sem koma til með að verða lykilmenn í okkar liði næstu árin. Svoleiðis verður það.
    Y.N.W.A.

  8. Sælir félagar

    Ég ræði þennan leik ekki. Ekki frekar en við eigum að ræða bullið í BB. Ég spái bara 3 – 1 og er sattur við það.

    Það er nþannig

    YNWA

  9. #3 Er utd of stór biti fyrir okkur ? Á hverju byggir þú það ? Ekki á því að þegar við mætum þeim þá stíga leikmenn LFC oftar en ekki upp og vinna “stóru”liðin ? Það skiptir engu máli hvar þessi lið eru í deildinni þegar þau mætast, þetta er bara STRÍÐ ! ! !

    Þess vegna er ég bara með góða tilfinningu fyrir þessum leik, við vitum að móri pakkar í vörn og spilar sinn anti fótbolta, við vitum að Liverpool verður 60-70% með boltann, við vitum að Liverpool fær ca 20 skottilraunir. Við verðum bara að halda hreinu, eða skora 4 til 5 mörk 🙂

  10. Mín spá 0-4 fyrir man Utd

    En ég vona svo sannarlega að það gangi ekki eftir.

    Það yrði sterkt fyrir sjálfstraustið hjá okkar mönnum að vinna þennan en ég er mjög svartsýn.

  11. Ég á ekki von á öðru en áframhaldand ömurlegheitum ætla að sleppa því að horfa

  12. Ég er búinn að segja alla vikuna að ég ætli ekki að horfa á þennan leik. Meika ekki tap á móti Móra+United. Rústar helginni alveg og ég þoli ekki þegar fótbolti hefur svona áhrif á mig.
    En….ætli maður laumist ekki samt til að kíkja… ahhh….

  13. Hafa menn aldrei horft á þessi lið á ANFIELD?
    Ok, enginn Gerrard en menn verða gíraðir og stúkan tryllt.
    Við erum ekki að fara að tapa þessum leik. Utd gætu kannski grísast á stig en allar líkur á að við klárum þetta.
    Ég ætla að verða vitni að því og gleðjast.
    YNWA

  14. Vinnum þetta 3-1. Mjög gott að vera laus við poppa og míkrafóninn ásamt olnbogana hans. Gæti skallað gagnstétt útaf þessu Mané-máli!
    Koma svo rauðir, vinnum þessa hrokagikki!!

  15. Bjössi nr. 1, ég mæli með írska pubum Kilkenny, þú finnur hann á google-maps. Ég sá okkar menn vinna Everton þar í vor.

  16. Við vinnum þetta lið, engin spurning. En við þurfum að skora amk 2 mörk til að vinna (eins og venjulega). Spái 2-1, brassarnir með mörkin.

  17. Vona bara að Liverpool haldi í hefðina og geri það gott gegn liðunum í efstu fjórum til fimm sætum. Hefðin má svo brotna gegn liðunum í neðri hlutanum. Horfi á leikinn hvað sem annars gerist!

  18. Þessi leikur er “do” or ‘die”. Tap þýðir 10 stiga munur en sigur 4 stiga munur. Hryllir við að vera 10 stigum á eftir Utd. Hvað þá um miðjan október. Klúburinn okkar þarf að fara að setja standard og koma í veg fyrir svona skuespil.

  19. Enginn Clyne, Lallana, Mané og brassarnir þreyttir…. en breytir það of miklu þegar utd mætir á Anfield. Verða ekki þeir 11 sem byrja leikinn nógu peppaðir í stríð ?
    Spennan magnast… það er bara bannað að tapa þessu

  20. #22 Ef #1 horfir á þennan leik á þessum pub og Liverpool vinnur þá verður að tryggja það að einhver Íslendingur horfi á alla Liverpool leiki héðan í frá á þessum pub.
    #hjátrú #ynwa

Podcast – Mjög gott/vont landsleikjahlé

Liðið gegn Man Utd