Podcast – Afrek að vinna bara einn leik í september

Það er eins gott að geðheilsan sé í lagi ef maður ætlar að leggja í það þrekvirki að horfa á Liverpool leik þessa dagana, liðið hefur oft á tíðum verið að spila flottan fótbolta og skapa að maður myndi ætla miklu meira en nóg af dauðafærum en liðinu er bara fullkomlega fyrirmunað að kála leikjum þessa dagana. Liðið setti líklega ný viðmið í þessari viku hvað þetta varðar og það var um nóg að tala í þessum þætti.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi.

MP3: Þáttur 164

9 Comments

 1. Smá athugasemd varðandi bölmóð í garð okkar manna, og svo mat á stöðu United og City:

  Í fyrra var talað um það í nóvember að Liverpool myndi bara rúlla yfir deildina. Við sáum hvernig það fór.

  Í lok september í fyrra voru City menn búnir að vinna 6 leiki af 6 mögulegum í deildinni. Urðu þeir meistarar? Nei.

  Það er gömul saga og ný að deildin vinnst ekki í september.

 2. Var að horfa á PSG djöfull er drengurinn Mbappé góður í fótbolta. Fyrirgefið að ég sé að setja það inn hér enn bara öfunda þetta PSG lið svakalega af þessum mannskap sem þeir fengu til sín svakalega flottir frammi. Enn nú ætla ég að fara hlusta.

 3. Rétt er það að deildin vinnst ekki í September, en Liverpool fer líka illa af stað í Meistaradeildinni. Ég tala auðvitað bara fyrir sjálfan mig þegar ég segi að Herr Jurgen Klopp hefur alls ekki náð að heilla mig. Ég ætla mér samt ekki að afskrifa hann og fara í einhvern Kloppout gír, en Janúar síðastliðinn er mér enn í ferku minni. Vonandi fer liðið sem fyrst í góðan gír og nær þeim stöðugleika sem alveg vantar. Og einn góðan miðvörð í Janúarglugganum, takk.

 4. Sælir félagar

  Takk fyrir podcastið, skemmtilegt að vanda. Ég deili votti af áhyggjum með Magga þó ég vilji eins og hann trúa að þetta fari að detta fyrir liðið okkar þá og þegar. Steini er bjartsýnn og ég er það í reynd líka. Ég vil samt að Salah fari að æfa sig ín að klára einn á móti markmanni. þá fara mörkin að detta inn hjá honum. Mané þarf að komast í gírinn og Solanke á að fara fram fyrir Sturridge í goggunarröðinni því hann er framtíðin en það er ansi mikil fortíðarlykt af Sturridge þrátt fyrir mikla hæfileika.

  Í liðið vantar að mínu mati miðvörð (alvöru gæði) og sóknarbrodd sem getur komið inn, þegar lið leggja rútunni í teignum, og tekið fyrirgjafir sem þessir hröðu einstaklingar eins og Salah, Mané, Moreno og Ox eiga að geta neglt fyrir í löngum bunum. Ef til vill getur Ings komið þarna inn sem slíkur. Firmino er líklega besti fótboltahausinn í þessu liði og það líður fyrir það ef hann er í lægð. En sjáum til þetta hlýtur að fara vað detta, er það ekki?

  Það er nú þannig

  YNWA

 5. Nr.3

  Liverpool fer ekki illa af stað í deildinni, ekkert sérstaklega vel heldur en liðið hefur tapað einum leik, úti gegn Man City, unnið þrjá og gert tvö jafntefli. Það er alveg á pari við það sem hægt að var að búast við m.v. liðið í bæði umspili fyrir Meistaradeild og svo bæði Meistaradeild og deildarbikar. Það er slatti af vafaatriðum í öllum þessum leikjum sem hefði getað snúið stöðunni töluvert Liverpool í vil en það er ekkert stórt tapað ennþá og liðið er á pari nú þegar við liðið í 4.sæti.

  Stigasöfnun í Meistaradeild er auðvitað vonbrigði EFTIR TVO LEIKI, en jafntefli í Rússlandi hefur hingað til ekki verið neinn heimsendir og jafntefli gegn einu af toppliðum Spánar er það ekki heldur. Hoffenheim hefur svo sýnt það í vetur (og fyrra) að það er nokkuð gott lið. Það sem við erum helst erum að pirra okkur á eftir þessa leiki er að Liverpool átti að slátra þeim báðum miðað við spilamennskuna og þar er nú fjandi hart að gagnrýna stjórann of mikið. Liverpool á núna tvo leiki gegn Marribor framundan og heimaleik gegn þessu Spartak liði, eigum við ekki að klára þá áður en við förum að tala um Meistaradeildina sem vonbrigði?

  Klopp fór með liðið í úrslit síðast þegar Liverpool var í Evrópukeppni og mætti á þeirri leið nokkrum sterkum liðum. Já hann kom líka Liverpool í Meistaradeildina öfugt við flesta stjóra Liverpool undanfarin ár. Hann hefur a.m.k. sannað sig aðeins þar er það ekki?

  Janúar í fyrra var gríðarleg vonbrigði, allir sammála um það og því skil ég ekki alveg þá gagnrýni sem ég fæ er ég fagna því að Liverpool verði ekki í tveimur deildarbikarleikjum þá á þessu tímabili.

  Það veit hvert mannsbarn að Liverpool vantar miðvörð og reyndi að setja heimsmet í verðmiða á nýjum miðverði í sumar.

 6. Það má líka hafa í huga að manure hefur spilað áberandi léttari leiki en við. Sama með Shitty. Ef við værum stigalega á pari við þessi lið núna þá væri það í reynd frábær frammistaða m.v. það að við höfum spilað erfiðari leiki. Svo eru ennþá meiri líkur en minni á að við förum áfram í meistardeildinni (eigum eftir báða leikina við léttasta liðið). Leiðinlegt að detta út úr deildarbikarnum en svo sem engin frágangssök.

 7. Það er verið að taka nokkrar áhættur í liðinu. Kaupa ekki varnarmann, hafa markmenn sem ekki hafa brillerað, Sturridge vara senter. Ef Liverpool ætlar sér einhvern tímann á næsta level á ný, myndi maður halda að það þyrfti að hætta þessum sparnaðaraðgerðum. Nokkuð ljóst að það eru nokkur lið sem við erum í samkeppni við sem don´t give a fck um pening.

 8. Skildi sumum verða að ósk sinni, Bayern var að reka Ancelotti og auðvitað væri það heiður fyrir hvaða þjóðverja sem er að taka við Bayern.

 9. helginn nr 7.

  Ég held að það sé ekkert verið að spara hjá okkar mönnum. Held þetta snúist um að fá þá sem Klopp vill fá, ekki bara eitthvað . Voru tilbúnir að borga svimandi upphæðir fyrir VD í sumar en hann var bara ekki til sölu.

  FSG hefðu td geta selt Coutinho á 130 millur í sumar, en harðneituðu því. Held að við höfum sjaldan verið eins samkeppnishæfir varðandi peninga og nú.

Spartak 1 – 1 Liverpool

Upphitun: Newcastle á St James’