Byrjunarliðið gegn Spartak

Upphitunin var svo löng að þessi póstur verður með styttra lagi.

Klopp kemur lítið á óvart með liðsvalinu:

Karius

Alexander-Arnold – Lovren – Matip – Moreno

Henderson – Can

Coutinho
Salah – Firmino – Mané

Á bekknum eru: Mignolet, Klavan, Milner, Flanagan, Winjaldum, Oxlade-Chamberlain, Sturridge.

Það sem kemur kannski einna helst á óvart er að Flanagan skuli vera á bekknum en ekki Robertson.

Vonum svo að aðalliðinu gangi betur heldur en U19 í sínum leik við Spartak í dag.

YNWA!

Við minnum svo á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


98 Comments

 1. Vandamál Liverpool er að fá á sig mark eða mörk nánast í hverjum einasta leik.
  Lausn : Fuck it Coutinho, Mane, Salah og Firminho inn í liðið og ef þið skorið þrjú mörk þá skorum við bara fjögur.

  Kannski ekki frábær framtíðarlausn en djöfull er gaman að sjá þetta geðveika sóknarlið okkar spila.

 2. Nú verður veisla eins og G Ben segir svo oft spái 5-6 fyrir Liverpool spá sem getur ekki klikkað. Spurning hvort við tökum markmanninn útaf þegar við erum í sókn eins og í handboltanum ? Y.N.WA

 3. Eruð þið að grínast með útsendinguna hjá Stöð2 sport? Hélt ég væri að fara að horfa á okkar menn spila en þetta er mestmegnis gúrúagengið í sjónvarpssal!

 4. Sæll, þvílík fyrirgjöf hjá Mané! Þarna átti Firmino að skora.

 5. fattaði þetta með stöð2 en Karíus átti að verja þetta.

  allan daginn.

 6. Getum í alvöru byrjað leikina 1-0 undir. Orðið lögmál að andstæðingarnir skori úr sinni fyrstu tilraun.

 7. Dæmigerður Can… losar ekki boltann… og uppúr verður þessi aukaspyrna og mark… oh my…

 8. Þvílíkur lúði þessi Karíus, aukaspyrna í mitt markið og hann ver það ekki, skipta honum bara út.

 9. Þvílíkir aumingjar sem við erum með fyrir markmenn í þessu liði ! ! ! ! ! Ef ekki varnar aumingjar þá ræflarnir í markinu , úff.

 10. Eins og ég nefndi eftir síðustu leikskýrslu og verð að endurtaka: “Klopp verður að hætta að rótera markvörðum og vörninni”

  Þetta er skot sem Mignolet hefði allan daginn varið.

 11. gaurinn búin að vera með yfirlýsingar að taka yfir markmannstöðunna af Migno og ver ekki svona skot mhm.

 12. Djöfulsins helvitis aumingi er Karius. Hvað er Klopp að spa? Skin i gegn leik eftir leik hvað Klopp er vitlaus

 13. Af hverju er úrvalsmarkmaður í þessu moskvuliði en hárgreiðslufyrirsæta í markinu í okkar liði?

 14. TIL HVERS er Klopp að rótera markmönnum þetta er vitfyrra bara óstöðuleiki og ekkert annað.
  Það á ekki að vera gera þetta nema MIgno væri fokkin slasaður eða í banni.

 15. klopparinn búinn að vera grobba sig í vikunni hvað hann sé góður varnarþjálfari…. hef nú ekki séð það……..Can átti þetta skuldlaust,,,,hei bannað að gefa boltann fyrst og þruma honum bara útaf en nei ,,,,, vitlaus

 16. Ward í markið! CantheManTank er búinn að vera ömurlegur. Tvöfalda skiptingu strax. Migno og Gini fyrir Can.

 17. Ótrúlegt hvað menn geta verið dómharðir og tala niður til leikmanna Liverpools. Afhverju ekki njóta og gleðjast yfir því hvað liðið okkar getur spilað flotttan fótbolta!

 18. #25 #29 og #30. Hvað hafið þið náð langt í alþjóðafótbolta? Miðað við hvernig þið talið þá hljótið þið að starfa á Spáni við þjálfun. Vonandi kemur eitthvað meira af viti frá ykkur á spænsku en íslensku.

 19. Við erum svo mörgum ljósárum betra en þetta rússneska lið.

  Enn líkt og á móti Sevilla er færanýtingin alveg skelfileg. Vonandi fáum við það ekki í bakið.

 20. #29
  Luis Enrique gerði þetta með Barcelona 2014/15 tímabilið þar sem Ter Stegen spilaði meistaradeildarleikina og Claudio Bravo spilaði í deildinni og þeir unnu þrennuna, cl, deild og bikar, þannig að rótering á markvörðum getur alveg virkað.

 21. Jæja, flottur fótbolti. Færi á færibandi og í eðlilegum heimi hefðu leikmenn nýtt þau. Ættum að vera 1-3 yfir – nei 0-3.

  Ef allt væri með felldu…

 22. SM átti eitt skot á markið í fyrri hálfleik og inni lá það…..

  Hljótum að klára þetta í seinni !!

 23. #41 já og þeir markmenn eru heimsklassa skil vel afhv barca notuðu báða. Við erum með fkn karius, líklega versti markmaður sem liverpool hafa átt

 24. það er rannsóknarefni hvernig menn klúðra öllum þessum færum 4 á 2 á að vera mark elsku liverpool menn

 25. #44 ef þeir sjá þetta ekki þá þýðir ekki að vera rökræða við þetta lið.

 26. Tigon #31, ég tek þessa skiptingu, Migno og Gini inn, Can út. Ég er samt ekkert viss um að við fáum á okkur færri mörk þó þeir séu tveir í markinu!

 27. Flottur leikur hjá Liverpool, liðið stjórnar leiknum frá A til Ö og eru miklu líklegri til að skora en heimamenn.
  Liðið er að standa sig mjög vel varnarlega og hefur maður ekki haft ástæðu til í vetur en ég ætla að hrósa Lovren fyrir fyrirhálfleikinn fyrir góðan varnarleik en þrisvar sinnum hefur hann unnið 50/50 bolta og er það Matip sem má vera aðeins skynsamari í sínum aðgerðum og ekki að vera að gefa ódýrar aukaspyrnur fyrir bakhrindingar þegar þeir eru að sækja á svona fáum mönnum.
  Heimamenn hafa ekkert ógnað og er það eina sem gerðist var að Coutinho gaf aukaspyrnu sem þeir skora úr. 1 skot 1 mark á 45 mín og Karius hefði átt að gera betur.

  Annars er liðið mjög ógnandi og hættulegt fram á við.

  Mér hefur fundist E.Can ekki alveg í takt við leikinn og er tæpur með þetta gula spjald á sér og vona ég að Winjaldum komi inn fyrir hann og það jafnvel í hálfleik.

 28. Eitt skot á markið hjá Spartak og auðvitað er það MARK ! ! ! Hvað höfum við heyrt þessa tölfræði oft áður hjá Liverpool ????

 29. Liðið er búið að verjast rosalega vel í heild sinni og sérstaklega aftasta varnalínan. Það er því grátlegt að fá á sig mark úr eina færi Spartak sem kemur úr aukaspyrnu sem hefur minnst með öftustu varnarlínuna að gera.

  Liverpool er enn og aftur búið að fá aragrúa af færum sem hafa ekki nýst nógu vel. Það er hrein unun að sjá hvað okkar menn eru að skapa mikið af færum því Sparac Moskva liggur mjög aftarlega og það er rosalega erfitt að búa til færi gegn slíkum liðum. Í raun spilar Spartac svipaðan bolta og minni liðinn á Englandi eins og t.d Burnley.

  Ef síðari hálfleikurinn spilast eins þá eigum við að taka þennan leik.

  Ég myndi vilja fá Sturridge inn á fyrir Firmino, því Coutinho er að reyna mikið af fyrirgjöfum sem eru að skapa hættu og finnst mér Sturridge miklu líklegri að skora úr slíkum færum en Firmino.

 30. Flottur hálfleikur að mestu hjá okkur en heldur slysalegt mark sem við fáum á okkur. En málið er að við stjórnum leiknum og erum oft að sýna snilldar tilþrif. Þurfum bara að koma boltanum í netið. Væri alveg til í að sjá Can út í hálfleik. Svo væri frábært ef hægt væri að skipta í hálfleik um hluta af þeim sem skrifa hérna inn og drulla alltaf yfir allt og alla.
  YNWA

 31. Ég held að innáskiptingar séu ekki lausnin á þessu. Sturridge brenndi af nákvæmlega eins dauðafærum á dögunum, fékk’ann beint í lappirnar þegar þeir kiksuðu. Gini er búinn að vera mjög mistækur og það er svo sem ekkert að miðjunni – stýrum leiknum, þeir fá engin færi og dælum inn sendingum sem skapa úrvals möguleika.

  Það þarf bara að … drullast … til að … gera … betur!!!

 32. #44

  Markmenn í heimsklassa? Þú ert þá væntanlega að tala um Claudio Bravo sem er á bekknum hjá City og var ömurlegur á síðustu leiktíð?

 33. Hvernig stendur á því að jafngóður spyrnumaður og Coutinho getur ekki tekið almennilegar hornspyrnur.

 34. Spartak með 33 ára markmann sem er betri en migno og karius til samans í markinu.

 35. Jæja, skyldi varamarkmaður Spartak Moskva sýna betri frammistöðu en þessir snillingar í markinu okkar?

 36. Okkur er fyrirmunað að taka ásættanlegar hornspyrnur!
  Pirrandi helvíti!

 37. Af hverju að taka Mane útaf ? en ekki Firmino ? Hann virkar þreyttur, en Mane á ekki leik um næstu helgi, enda enn í banni.

 38. #63
  Nei, Mane er leikhæfur næstu helgi.

  Búinn að taka út bannið.

  Samt… sammála varðandi þessa skiptingu….. hlýtur að vera eitthvað hnjask

 39. Hvernig stendur á því að mané var tekin út af en ekki firminho, skil ekki

 40. Ohh, svo flott sókn þarna, TAA hefði þurft að setja þetta af meiri yfirvegun.

 41. Það er svolítið vel að verki staðið hjá okkar mönnum. Afreka það að spila sig rangstæða og brenna af í sömu dauðafærum!

 42. allt liðið þeirra að fá krampa og togna eftir að spila á móti okkar mönnum

 43. Við getum huggað okkur við það að við eigum tvo leiki í röð gegn Maribor næst. Ættu að vera 6 stig en maður veit aldrei með þetta LFC lið okkar.

 44. Ekki boðleg frammistaða. Eitt lélegasta lið sem Liverpool hefur mætt í mörg ár og við dettum bara niður á þeirra plan

 45. Mané út frekar en Firmino? Burt séð frá því þá var leitt að fá ekki víti í fyrri þegar það hefði verið sanngjarnt. Leitt að sjá 10+ dauðafæri fara forgörðum. Og þessir markmenn Spartak? Skítt með það.

  Hef fulla trú á því að við komumst í útsláttarkeppnina en þá verður liðið líka að skila fleiri mörkum á fyrstu sextíu mínútum leiksins, því orkan dalar hratt eftir það á þessu tempói og framlengingar eru ekki draumastaða í Klopp-liði.

  On we go. YNWA

 46. Hvernig er það eigi flest öll lið í heiminum betri markmenn en við, besti maður Rússana fer út af meiddur og þá kemur bara annar betri í staðinn.

 47. Víti eða ekki, við eigum að nýta eitthvað af öllum þessum færum sem við fáum. Karius og Firmino lélegir, Sturridge ryðgaður. Hver byrjar í marki í næsta leik ? Ward ?

 48. Það er orðið hundleiðinlegt að horfa a þetta lið spila, veit ekki hvað gerðist, svo virðist breiddin ekki vera til.

 49. Karius er drasl. Firmino er rusl og Klopp er rasshaus. Hver tekur mane utaf þegar við þurfum að skora??? Og hann heldur firmino inná. Hvað er fkn að Klopp!!! Allt sem hann gerir pirrar mig

 50. Ef liðið spilar áfram svona, þá hljótum við að komast í 16 liða úrslit. Mér finnst ég sjá á spilamennsku liðsins að við erum einfaldlega með betra lið en Sevilla og Spartak Moskva.

  Ef það má taka eitthvað jákvætt úr þessum leik er hvað liðið varðist rosalega vel og að okkar menn sköpuðu urmul af færum. Það er samt frekar dapurlegt hvað færanýtingin er slæm. Hún á að vera miklu betri.

 51. eg skal viðurkenna það að eg er bitur stuðningsmaður i dag eg reyni yfirleytt að gera gott ur öllu sem okkar astkæri klubbur gerir en i dag ætla eg að leyfa mer að lata nokkur tar falla þar sem eg er drullu full með þetta lið upp a siðkastið fyrirgefiði ef einhverjum mislikar nokkur tar

 52. Er Firmino kominn í janúar gírinn? Var Mané ekki að koma úr 3 leikja banni? Af hverju þurfti hann hvíld? Það vantar alvöru slútara í þetta lið til að drepa þessa leiki 🙁

 53. Alveg með ólíkindum að geta ekki skorað úr öllum þessum dauðafærum. Og tannálfurinn í markinu átti að verja skotið. Er hann vinur Klopp? Nú er maður hættur að botna í þessu. Klopp tekur Mane út a,f en Mane var lang hættulegasti maðurinn á vellinum. ÓSKILJANLEGT!!!!!!!

 54. Það er alveg með ólíkindum að við skyldum ekki vinna þetta. Auðvitað áttum við að fá víti og auðvitað áttum við að skora 3-4 mörk í þessum leik og auðvitað átti markmaðurinn okkar að taka þennan bolta á mitt markið. Núna verður bara vægið ennþá meira á móti Maribor úti næst og svo heimaleikir á móti þessu slaka rússnesku liðið og Haribo. Eigum að rúlla í gegnum þennan riðil, engin spurning. Best að toppa þegar lengra verður komið í keppnina, ekki satt?

 55. Þetta er ein skitan enn,klottarinn er búinn að vera ,kann ekki að smíða vörn heldur að sóknin sem hittir sjaldan markið sé það sem vinni bikara það er eki svo.

Spartak Moskva – Lið fólksins

Spartak 1 – 1 Liverpool