Skítatap á King Power vellinum

Liverpool hóf og lauk þátttöku sinni í deildarbikarnum á þessu ári með 2-0 tapi gegn Leicester á King Power vellinum í dag. Leikurinn fór fram á hálfum hraða og var ekki mikil spenna í leiknum. Liverpool var mest megnis með boltan en ógnaði sjaldan. Coutinho fór af velli í hálfleik en Klopp hafði eitthvað talað um í vikunni að hann væri tæpur, í seinni hálfleik færðu Leicester menn sig framar á völlinn og fóru að valda ursla. Fyrra markið kom eftir fast leikatriði sem var hreinsað frá en boltinn barst að lokum til Okazaki sem var aleinn og skilaði boltanum í netið. Seinna markið skoraði Slimani sem hafði verið mjög hljóðlátur fram að þeim punkti en fékk smá svæði fyrir utan teig og smellti boltanum í fjærhornið. Liverpool spilaði vissulega ekki á sínu besta liði en það gerði Leicester ekki heldur. Sumir munu líklega segja að það hafi verið betra að tapa þessum leik til að fá meiri hvíld fyrir deildarleiki en lið af okkar stærðargráðu á hreinlega að fara í allar keppnir til að vinna þær og liðið sem byrjaði í dag hefði alveg getað unnið þennan leik ef menn hefðu eytt einhverri okru í þennan leik.

Bestu menn Liverpool

Það er erfitt að segja til um hverjir hafi verið bestu menn vallarins í dag. Robertson átti nokkra góða krossa sem engin mætti, Coutinho dansaði nokkrum sinnum framhjá leikmönnum en ekkert varð úr því, Ward átti flotta markvörslu og greip tvisvar vel inn í fyrirgjafir, Gomez var frekar sterkur í loftinu en í sannleika sagt þá var hundleiðinlegt að horfa á liðið í dag og ég get því hreinlega ekki valið neinn sem besta mann liðsins.

Umræðan

Liðið hefur verið frekar slakt síðan í landsleikjahléinu, að mínu mati er Kloppout umræðan orðinn alltof há miðað við stöðuna vissulega eru veikleikar í liðinu en fyrir landsleikjahlé og í fyrri hálfleik gegn Sevilla sáum við hvað liðið getur en þjálfari á hans stærðargráðu ætti að geta allavega stoppað aðeins upp í götin. Liðið getur ekki haldið áfram að geta ekki brotið niður afturliggjandi varnir og gefa ódýr mörk þá verður þetta langt, langt tímabil. Næstu helgi mætum við Leicester á sama velli í deildinni og mætum með okkar sterkasta lið, fyrir utan Mané, og þá vil ég sjá meiri ákafa og sigurvilja. Leikmenn Liverpool eyddu ekki miklum krafti í þennan leik og ég ætla ekki að eyða mikið meiri krafti enda frekar pirraður en er enn frekar bjartsýnn að liðið geti betur en síðustu tvær vikur gefa til kynna.

67 Comments

 1. Ömurlegur sumargluggi mun kosta tímabilið. Þurftum styrkingu en eina styrkingin er í Salah sem er engin tilviljun enda einu gæðakaupin.

 2. Það eru nokkrir leikir búnir á þessu tímabili og ég vill strax enda þetta tímabil sem fyrst! Vill strax fá nýjan glugga. Kaupa 4. Varnarmenn og losa okkur við klavan og lovren sem fyrst takk

 3. Lélegt að ná ekki að skora. Liðin virðast leyfa okkar mönnum að dútla upp vængina og eru síðan með hálft liðið inn í vítateig að blokka sendingar og skot. Það er að virka svona djéskoti vel. Við þurfum að vera nákvæmari og betri heldur en í síðustu leikjum. Ef Klopp var reiður eftir síðasta leik þá held ég að einhver fái að finna fyrir því núna. Þetta var slappt.

 4. hef það á tilfinningunni að Klopp hafi verið allveg sama um þennan leik, þessi bikar er ekki takmark á þessari leiktíð og leikir í keppninni þess vegna bara truflun frá alvöru markmiðinu, það halda sætli í evrópu, fyrir leiktíðina hefði ég sagt að titillinn væri markmiðið en það var víst allveg útilokað þegar enginn er fenginn inn til að styrkja veikustu söðurna.

 5. Vert er að minnast þess að Oxlade Chamberlain kostaði 40 milljónir punda.

  40 MILLJÓNIR…..

  Just sayin….

 6. Allt of mikið af slökum mönnum þarna inná vellinum. Títtnefndur Klavan og Flanagan sem átti aldrei séns að komast í byrjunarlið Burnley í fyrra. Grujic, Hendo, Winjaldum voru ömurlegir í kvöld.
  Solanke var ákveðinn og var allavega að reyna að sigra þetta, en hvar var Sturridge ?
  Hann fær ekki deildarleiki og ekki einu sinni á bekknum í kvöld.

  Nenni ekki að hugsa meira um þennan leik og það er eins gott að menn komi ákveðnari í deildarleikinn á móti þeim næstu helgi.

 7. Súrt tap staðreynd og algert andleysi í seinnihálfleik. Fyrri var svona eitthvað sem er að verða vörumerki Liverpool (ekki gott vörumerki) sækja og sækja en ekkert að gerast. Ég var ósáttastur við Grujic af þeim sem voru inn á vellinum. Hann er leikmaður sem aldrei hefur heillað mig. Flanagan var líka frekar dapur (ekki það að flestir voru frekar daprir). Ég var samt óánægðastur með Klopp. Afhverju henti hann ekki TAA inn fyrir Flanagan! Og ég hefði líka verið til í að sjá Milner koma inn og setja þannig smá kjöt á beinið. Ég er samt fyrst og fremst óánægður með að okkar frábæri stjóri og hans aðstoðarmennn skuli ekki enn vera búnir að finna lausnina á sóknarleik okkar. Stundum er bara allt að gerast þar en samt gerist ekki neitt…… Ég er bara semi reiður núna en ég get lofað ykkur því að ég verð brjálaður ef menn mæta ekki í næsta leik fullir af eldmóð og klára þann leik með stæl og taki í framhaldinu upp á því að vinna sigra vikulega. Ég hef stutt þetta lið dyggilega í næstum hálfa öld og núna finnst mér bara komin tími á að ég fái reglulega að upplifa sigurtilfinningu og tækifæri til að rífa smá kjaft þegar maður hittir stuðningmenn annara liða 🙂
  YNWA

 8. Sá er þeir nefna Uxann er einn dýrasti leikmaðurinn í sögu Liverpool. Jahérna, hugsa að það hefði verið nær að kaupa uxahjörð og reyna að plægja í gegnum varnargarðinn hjá Leicester í kvöld

 9. Ömurleg frammistaða. Finnst samt skrítið að nefna ekki Woodburn sem einn af betri mönnum liðsins. Mér fannst hann eiga marga fína spretti og lofar virkilega góðu varðandi framhaldið.

 10. Ég setti á leicester á lengjuna ég er bara frekar sáttur.Búin að vera aðdáendi liverpool frá 6 ára aldri og maður sensar svona langt fram í tímann.Ekkert nýtt hér á ferð skiptir engu hver er mananger eða captain þeim tekst alltaf að fucka upp big time.

 11. Jahérna, ég skal alveg viðurkenna það að ég er drullufúll með gengi okkar manna. Nú má Herr Klopp fara að sýna úr hverju hann er gerður. Það er ofar mínum skilningi að t.d vörnin hafi ekki verið styrkt í sumar! Sem betur fer hef ég ekki séð síðustu þrjá leiki, langar eiginlega ekkert til að horfa á þann næsta. Andskotinn hafi það!

 12. Sæl öll.

  Úff svona er sýn manna mismunandi á þessa dásamlegu íþrótt. Fyrsta lagi, alveg óþolandi tap og alveg hreint magnað hvað andstæðingar okkar þurfa fá skot á rammann til að ná inn marki en við hið gagnstæða. Mér fannst Wijnaldum lang besti maður Liverpool í kvöld. Solanke er mikið efni, betri en Origi, og flottur uppi á toppnum en var slakur úti á kanntinum. Ward fannst mér gera nóg í þessum leik og í fyrri leikjum sem ég hef séð hann í, til þess að ég mundi velja hann fram yfir Mignolet.

 13. Ég persónulega átti von á nákvæmlega svona úrslitum. Herr Jurgen Klopp verður að taka alla slæma leiki og töp á sjálfan sig og enga aðra. Hann ber alla ábyrgð á þessu liði, sem hann taldi nógu gott fyrir tímabilið.

 14. Þetta er bikar, og bikar sem telur. Þessi bikar gerði gæfumun fyrir United síðasta tímabil og getur gefið fítons-push fyrir lokakaflann.

  Þetta er í raun sorglegast fyrir ungu leikmennina að grípa ekki sénsinn. Það er ekki víst að sumir þeirra fái annan á þessu leiktímabili eftir þennan leik.

  Wenger hlýtur að hafa hlegið alla leið í bankann eftir að hafa fengið 40m fyrir Ox miðað við þessa frammistöðu 😐

  Varðandi Klopp þá er nokkuð ljóst að hann verður að fara vinna leiki. Sá eftirfarandi tölfræði á twitter áðan

  “Manager win ratios:

  Moyes at Man Utd: 52.9%
  Klopp at Liverpool: 50.5%”

  Ég er ekki á neinum #kloppout vagni. Það er alls ekki málið en hlutir verða að fara breytast, og það fljótt.

 15. þreytt kerfi, nú þarf að breyta t.d að byrja aftast og þétta leikskipulagið og byggja svo á því….þessi pressubolti er ekki að skila neinu….

 16. Þetta er hætt að koma manni á óvart þessi spila mennska því miður en það er of létt að skora á okkur en klopp þarf að versla meira í Janúar ég helld að hann viti það sjálfur og varnar mennirnir þeir gera of mikið af mistökum sém þarf að laga og miðjan þarf líka að verjast betur þegar liðið missir boltan en 1 jákvæða var ward í markinu í þessum leik en ég mun alltaf hallda áfram að stiðja liðið en þetta er orðið mjög þreytt að horfa á liðið svona lélegt og ég hef trú á klopp en hann þarf bara betri vörn og varnarsinaðan miðjumann.

 17. Þessi vörn er óafsakanleg í síðustu leikjum. Mann langar svo að Klavan, Lovren og Moreno gangi vel í þeim leikjum sem þeir spila, en þetta er bara ekki að gerast hjá þeim. Þeir hafa ákveðna kosti en einn af þeim er ekki að verjast sóknum andstæðinganna. Gomez hefur ekki leikþroska til að spila í miðverði en hann verður góður með tímanum og getur spilað bakvörð þangað til. Spurning um að prófa hann í vinstri bakverði aftur á meðan þessi vandræðagangur er í gangi.

  Annars er ég bjartsýnn á liðið fram á við. Solanke er bæting frá Origi og Salah er að bæta liðið mikið, sérstaklega þegar hann er búinn að laga slúttin hjá sér aðeins. En það kemur.

  Liverpool er ennþá með svakalegustu sóknarlínu Evrópu þó þetta sé ekki að ganga í undanförnum leikjum (tel City leikinn ekki með).

  Ég hef ennþá trú á Klopp og trúi því að hann kaupi 2-3 varnarmenn í áramótaglugganum, svo kemur Keita inn á miðjuna (eftir allt of langan tíma). En ef ekkert gerist um áramótin snúast vindar. Ekki bara hjá mér heldur hjá flestu stuðningsfólki Liverpool. Klopp veit það eins og aðrir.

 18. Nennti ekki að horfa á þennan leik til að byrja með. Athugaði stöðuna í hálfleik og hugsaði með mér – æi,ég kíki á í nokkrar mínútur….viti menn!!! Mark í andlitið eftir u.þ.b. 7 mínútna áhorf og enn og aftur mark eftir hornspyrnu.

  Er bara orðlaus núna,þó að þetta hafi verið deildarbikarinn.

  Takk fyrir ekkert.

 19. Oxlade C ömurleg kaup? Þið hljótið að vera fótboltaséní ef þið getið komist að þeirri niðurstöðu eftir einn leik. Guð minn almáttugur.

  Það voru 5 leikmenn í liðinu í dag (Ward – Flanagan – Grujic – Woodburn – Ings) sem hafa ekki einu sinni verið á bekknum hingað til. Við vorum að spila við úrvalsdeildarlið sem varð reyndar meistari í hittifyrra.

  Og menn eru að missa sig. Tek 3 stig á laugardag alla daga fram yfir þessa keppni.

 20. 3 stig í næsta annars eru meiri líkur á þvi að maður fari að horfa á skák eða eitthvað álíka fram að jólum !!.

 21. ég hef alltaf fílað klopp,, en fyrir hvað dáist maður að honum ? af þvi að hann er alltaf geðveikur á hliðarlínunni? eða hvað er það
  hann er jú búinn að gera okkur flotta fram á við, en hvað i fjandanum er hann buinn að gera aftar á vellinum ? hann kann ekki að skipuleggja góðan varnarleik og ef þu getur það ekki, þá hefuru ekkert að gera i ensku deildina.
  hann sagði i sumar að það væru ekki 5 varnarmenn i heiminum betri en þeir sem við erum með,, datt hann á hausinn ? klavan og lovren eru i besta falli lélegir varnarmenn, mögulega skelfilegir.. þetta sýnir bara svart á hvítu hversu clueless hann er þegar kemur að varnarleik.
  við erum ekki að fara að vinna neitt með klavan og lovren i vörninni.
  svo er hernderson fyrirliðinn okkar, muniði efti Gerrard ? hvernig hann reif liðið með sér og keyrði þetta i gang, henderson er andstæðan við það.

  já ég er brjálaður !! ekkert endilega utaf þessum leik, þar sem þessi bikar er vanalega ekki i forgangi, heldur utaf þessari byrjun á tímabilinu.. þessi varnarleikur gefur manni ekki mikla von.

  eftir 70 leiki er klopp með verra vinningshlutfall en rodgers, hvað er það ?

  tímabilið er varla byrjað og maður væri til i að það væri að klárast

 22. Ef einhver tók ekki eftir því þá var varnarlína lfc svona í dag, flanagan gomez klavan robertsson.

  Man ekki eftir verri vörn í minni 30 ára liverpooltíð

 23. Þetta var óþolandi en af þessum tveimur leikjum á móti Leicester þá er deildarleikurinn mun mikilvægari. Kannski er þetta bara blessing in disguise til að létta á leikjaálagi og þá sérstaklega í janúar.

  Það eru margir sem eru að spila illa og margir að fá gagnrýni og eiga það skilið að mörgu leiti en það er einn maður sem virðist nánast sleppa við alla gagrýni og það er fyrirliðinn okkar.

  Jordan Henderson er að mínu mati einfaldlega ekki nógu góður í fótbolta til að spila fyrir Liverpool og hvað þá vera með fyrirliðabandið. Hann skorar ekki, hann leggur ekki upp, hann er með slakar sendingar, hann tekur alltof margar snertingar, hann er fyrirsjáanlegur en hann er duglegur og með góða sendingarprósentu því hann gefur ALLTAF til baka.

  Hann er núna 27 ára gamall og á að vera á þessum aldri sem menn eiga að vera að toppa á ferlinum. Hér er tölfræði síðustu tvö ár:

  Tímabilið 15/16
  26 leikir, 2 mörk, 3 assist

  Tímabilið 16/17
  27 leikir, 1 mark, 4 assist

  Tímabilið 17/18
  7 leikir, 0 mörk, 1 assist

  Nú ætla ég ekki að segja að þessi aulagangur hjá liðinu sé alfarið Henderson að kenna því það eru margir að spila illa en því fyrr sem við fáum dynamic holding miðjumann sem getur tekið menn á, skorað og lagt upp mörk því betra! ( Naby Keita )

  Annars ætla ég að vera jákvæður og spá okkur sigri um helgina og vonandi verður það fyrsti sigurleikur af mörgum í röð næstu vikur.

  YNWA

 24. Eitthvað jákvætt?
  Ward var flottur.
  Held að Karius þurfi að fara að hugsa sinn gang því ég held að Ward gæti átt annað sætið frekar en þriðja.

 25. Við enduðum fyrir ofan Utd í vor. Þeir fara fara í rosalegan sumarglugga, kaupa Matic og Lukaku sem hafa verið tveir af fimm bestu leikmönnum deildarinnar í haust. Nákvæmnlega þau púsl sem Mourinho þurfti til að gera klúbbinn samkeppnishæfan á ný.

  Við byrjuðum gluggann á að kaupa Mo Salah og vonuðust stuðningsmenn að það væri aðeins byrjunin. Allt kom fyrir ekki og við keyptum Adam Robertson og Alex Oxlade-Chamberlain en sá síðarnefndi var m.a. dýrari en Nemjanja Matic (besti leikmaður Utd um þessar mundir)

  Við förum sem sagt inn í tímabil sem þátttakendur í Meistaradeild Evópu og tökum séns á því að fara inn í mótið með vörnina í rjúkandi rúst. Meðan Utd opnar veskið og styrkir þær stöður sem brýnast var að styrkja með þungavigtarkaupum.

  Þetta er ástæðan fyrir að Utd hefur halað inn titlum síðusu 27 ár en við ekki. Þeir eru “all in” meðan við erum alltaf í einhverju hálfkáki. #þreytt

 26. völtum yfir leicester um helgina… fínt að vera dottinn úr þessari keppni, nóg er leikjaálagið fyrir.

  nóg að þurfa að spá í deild og meistaradeild að við séum ekki líka með þetta inn á milli.

  henderson jedúddamía.. hann er svo lélegur að hann er á pari við klavan haha.

 27. Það er eins og að þeir þjálfi liðið til að halda boltanum en gleyma svo að skora. Skotin annahvort langt framhjá eða beint á markmann, þau sem rata á rammann. Há skot rétt undir slá eru ekki lengur til. Leiðinlegur bolti, þeir eyddu öllu púðrinu í Arsenal leiknum.

 28. Er búinn að missa trúna â að Klopp geti gert eitthvað með þetta lið. Nú trúi ég bara á bítlana.

 29. Leiðinlegt fyrir ungu strákana að fá ekki fleiri leiki í vetur.

  Henderson er að fjara út finnst mér, kannski komin tími á hann, fá Can til að skrifa undir og gera hann að fyrirliða.

  Woodburn ljós í myrkrinu, helv seigur drengur.

  Algjör lykilleikur á laugardaginn. Sigur og maður gleymir þessum leik strax. Jafntefli eða tap og mórallinn í kringum Liverpool liðið hittir botninn.

 30. Við erum að gera sömu mistökin sama hverjir eru í liðinu. Einbeitingaleysið í varnarleiknum algjört. Það vantar leiðtoga og Henderson ræður ekki við það. Vil setja Milner aftastan á miðjunni og gera hann ábyrgan fyrir því að stjórna liðinu. Hafa Can með honum með 2 varnarsinnaða miðjumenn og Coutinho / Lallana / Firmino sem fremstu miðjumenn og svo Sala, Mane og Sturridge fremsta. Solanke sem 2 kostur á eftir Sturridge. Svo verður þjálfarateymið að leysa varnarleikinn og ráðaleysið í föstum atriðum. Veröldin er ekki að farast. Við eigum samt að hafa metnað til að taka þá bikara sem eru í boði. Brjóta ísinn. Það er mikilvægast að halda sér í CL og taka eina dollu.

  YNWA

 31. Held að við verðum að anda rólega og halda áfram að trúa. Uxinn nálægt því að skora og þá værum við líklega að tala um allt annan leik. Vörnin og miðjan mjög shaky í þessum leik eins og oft áður. Ég ætla rétt að vona að herr KLopp fari í handbókina sína og finni eins og eitt gott varnarafbrigði (og mannskap í öftustu fimm) sem hann ákveður að halda sig við í það minnsta tvo leiki í röð 🙂

 32. Ummæli vikunnar:
  “Ég er kom­inn með al­veg nóg af því að fá á mig svona mörk”

  Jurgen Klopp, 19 september 2017.

 33. Erum alltaf við og við að lenda í því að ummæli lendi í bið í síunni hjá okkur, hefur verið frekar slæmt undanfarið. Hef ekki grænan afhverju þetta er að gerast í mörgum tilvikum en þið hnippið í okkur ef þið eruð að lenda í því að fullkomlega eðlileg ummæli birtist ekki.

 34. Mér finnst Klopp frábær en hann hefur klárlega sína galla sem eru heldur betur að koma í ljós núna. Maður bara skilur ekki þessa logic að hafa í rauninni ekki styrkt vörnina að neinu leyti á þeim tíma sem hann hefur verið hjá okkur. Klopp vill meina að einn maður breyti ekki öllu í varnarleiknum hjá Liverpool. Ég ætla að leyfa mér að vera honum fullkomnlega ósammála því einn maður getur breytt öllu í varnaleiknum. Topp leikmenn, sérstaklega markmenn og varnarmenn, smita út frá sér og gera aðra meðspilara öruggari og betri. Eins og vörnin er í dag er enginn afgerandi leikmaður, enginn leiðtogi eða kanditat í það hlutverk. Það er örugglega ekkert grín fyrir kjúkling eins og Arnold að koma þarna inn og hafa engann til að treysta á. Matip er okkar skásti varnarmaður en hann er enginn leiðtogi og honum er enginn greiði gerður með að þurfa að spila með Lovren eða Klavan. Lovren getur verið virkilega góður en svo korteri seinna sýnir hann tilburði sem leikmaður í 4.flokk myndi skammast sín fyrir. Ég eiginlega vorkenni Klavan greyinu því mér finnst Klopp vera að setja hann í eitthvað hlutverk sem hann bara ræður engan veginn við. Stuðningsmenn eru orðnir mjög pirraðir á honum og láta hann heyra það í leikjum og svo sáum við í leiknum gegn Burnley að leikmennirnir voru að láta hann heyra það ítrekað. Eins og ég sagði áður að þá finnst mér Klopp frábær og vildi óska þess að hann væri maðurinn sem myndi leiða okkur áfram að þá held ég að þessi þrjóska eða hvað sem þetta er hjá honum (væri svo til að setjast niður í bjór með honum og ræða þetta!) geti leitt til þess að hans þjálfaraferill hjá Liverpool yrði styttri en flestir poolarar vonuðust til.

 35. Að tapa þessum leik er bömmer… en samt ekki á sama level og bömmerinn hjá The Dude í The Big Lebowski. Við getum hvorki dæmt færni Klopp né fall hans miðað við byrjun móts og hvað þá þennan leik þ.s. hálfgert varalið var inná og bara klaufaskapur í fyrri hálfleik kom í veg fyrir að við værum líklega brosandi í dag. Góðu fréttirnar eru þær að Klopp þekkir vanda liðsins við að verjast og ég treysti honum til að leysa hann. Ég tek undir mörg góð komment hér á kop.is að undanförnu um að kaupa ekki bara til að kaupa… það er langhlaup að byggja upp meistaralið og betra að bíða eftir réttum mönnum í púslið en taka hinn skársta kost… þessir gaurar sem við höfum eiga að geta varist betur og svo fáum við vonandi styrkingu í janúar.

  Við vinnum á laugardag og þaðan liggur leiðin uppá við… uppá fjallsins brún…

 36. Sammála skýrsluhöfundi, mér finnst menn alltof graðir í að tala um Klopp out. Chelsea lentu í basli í upphafi seinasta tímabils. Utd og City byrjuðu einnig frábærlega þá. Þetta er rétt að byrja. Liverpool er búið að spila á köflum mjög vel fyrir utan þessi varnarmistök sem eru hvimleið.
  Missum samt ekki vitið, Klopp er toppþjálfari og ég get nánast fullyrt að það er ekki séns á neinum betri í augnablikinu. Það vantar svo lítið uppá, ég hef trú á Klopp, hann er á réttri leið með liðið.

 37. Thad getur ekki verid ad LFC leggi neina aherslu a thessa keppni..Klopp hefdi aldrei stillt upp thessi lidi ef svo væri…Hinsvegar finnst mer skrytid ad reyna ekki ad vinna thessa keppni thar sem LFC er ekki liklegt i deild ne meistardeild…

 38. Sæl öll.

  Klopp out…… sorglegt! Liverpool er í eins góðum höndum og raunveruleikinn býður upp á. Eru einhverjir “sugar daddys” í kippum sem vilja kaupa liðið!?? Ég vel það allan tímann að sjá liðið spila bullandi sóknarleik og pressu eins og verið er að þjálfa upp þótt það kosti leiki eins og upp á síðkastið. Liðið er í stöðugri þróun og í mínum huga er ekki raunhæft að ætlast til þess að gera atlögu að fyrsta sætinu í deild og ná langt í CL. Hópurinn og breiddin er meiri og betri núna en í fyrra. Markmiðið ætti að vera að komast upp úr riðlinum í CL og enda í topp fjórum í deild. Þá er grunndvöllur að fara kaupa hrein gæði, núna erum við að auka breidd. Yngvi #33, eru þessir tveir varnasinnaðir miðjumenn, sem eiga að spila með Can og Milner, bakverðir? Eða ertu að stinga upp á því að Liverpool spili með 15 leikmenn? Það er reyndar fín hugmynd, ætti að hjálpa til í varnarleiknum!

 39. #43 ég var ekki að tala um að það væru tveir varnarsinnaðir miðjumenn með Can og Milner heldur að þeir væru aftastir:

  Mignolet
  Gomez– Matip – Lovren – Robertson
  Can – Milner
  Coutinho
  Salah – Sturridge – Mane

 40. Kanski var þetta lame tilraun hjá Klopp að geta sett meira púður í CL og Deildina hver veit kanski virkar þetta að eitthverju leiti kanski ekki við getum bölmóðast yfir því seinna en þessa stundina þurfa stuðningsmenn að hætta væla og hætta þessu Klopp out KJAFTÆÐI !

 41. Þvílíkir hálfvitar sem kalla Klopp out hvern viljiði Hodgson aftur ?

  Fengum einn heitasta þjálfara evrópu í okkar raðir maðurinn sem lagði stórveldið Bayern Munchen í tvígang rúllaði upp CL þetta tók meiri tíma en 1 og hálft tímabil í Bundislíguni hjá honum.
  þeir byrjuðu ekki í 1sta sæti þeir voru fyrst í 14nda svo 7nda svo unnu þeir hættið nú þessu væli og hvetjið manninn þó hann skilji ekki íslensku þá dreifir þetta sér meðalstuðningsmanna um allan heim.
  Skammast mín fyrir lið sem segir Klopp out.
  FÁUM EKKI BETRI ÞJÁLFARA aldrei að fara gerast og ef það væri betri þarna úti sorry hann er ekki að fara til LFC.

 42. Sæl og blessuð.

  Þurftum ekki enn einn miðjumanninn (Chambo) til að tryggja yfirgengilega pósesjón í leikjum.

  Við þurftum augljóslega hungraðan sóknarmann og alvöru varnartröll. Sé fyrir mér að við hefðum getað keypt tvö af síðarnefndu sortinni fyrir þessar 40 mill. sem Chambo kostaði og fyrir þessar 70 sem átti að spandéra í VvD þá hefði mátt bæta við beittum sóknarmanni.

  Erum fótafúin og tannlaus, þótt mittið sé kraftmikið. Það þarf að bæta þetta allt, bæði topp og botn.

  Það verður ekki gert nema með hressilegum innkaupum í janúar. Þangað til þarf að þreyja þorrann og góuna og mæta svo spinnegalin í stuðið á nýju ári.

 43. Sælir félagar

  Það er glórulaust að setja vagninn “Klopp out” af stað. Eins og bent er á hér fyrir ofan þá var hann heitasti bitinn á markaðnum þegar hann var fenginn til Liverpool. Að ætla að reka hann núna er bull og þvæla unglinga sem vita ekki að “róm var ekki brennd á einum degi”.

  Hitt er annað að pirringur vegna frammistöðu liðsins síðan í Arsenal leiknum kemur eðlilega fram hjá stuðningmönnum. Það þýðir ekki að mínu viti að almenn skoðun sé sú að Klopp eigi að fara. Alls ekki. en ég skil brjálaða stuðningmenn vel og er reyndar einn af þeim. Samt hvarflar ekki að mér að stjórinn okkar eigi að fara. Nei af og frá. Hinsvegar verða hann og liðið að fara að skila ásættanlegum úrslitum og það í röðum.

  Bullið í varnaruppstillingum og bullafsakanir fyrir því að hafa ekki styrkt vörnina í sumar bætir ekki úr fyrir Klopp. Hann verður að koma hreint fram við stuðningmenn og koma með gildar ástæður og rök fyrir sífelldum breytingum á vörn “sem þarfnaðist ekki styrkingar”. Krafan er því 4 sigrar og í mesta lagi eitt jafntefli í næstu fimm leikjum. Helst 5 sigrar ef ég á að vera alveg hreinskilinn.

  Það er nú þannig

  YNWA

 44. Ég ætla að vera sammála kobba #39 með það að liðið vantar leiðtoga. Ekki einn, heldur tvo. Það þarf háværan og öruggan stjórnanda í vörnina og svo eitt stykki KAFTEIN. Klopp er að klikka á þessu. Hann trúir greinilega á að búa til liðsheild en fattar ekki að það dugar einfaldlega ekki að hafa hann sjálfan sem einhverskonar liðsstjóra á hliðarlínunni. Okkur vantar einn Carra og einn Stevie, takk.

 45. vá maður…. þegar maður horfir á seinna markið aftur …….það eru 5 okkar manna í kringum þann fær að hlaupa að marki og skjóta/skora. Afhverju fór enginn í hann og tæklaði ?? er bara reiðari yfir að sjá þetta aftur.

 46. Ég fylgist nú nokkuð vel með hinum ýmsu miðlum sem fjalla um liverpool, og ég hef varla séð eitt einasta komment varðandi að Klopp Out. Hvað eru menn að tala um ? Held það sé varla nokkur heilvita maður sem er að stinga uppá því í umræðunni.

  Við erum í Meistaradeildinni. Það eitt og sér er nokkuð gott. Við erum á sama stað og Chelsea og Tottenham í deildinni.

  Ekkert stress.

 47. Hef fulla trú á að leiðtogi inná vellinum geti rifið menn rækilega upp. Hendó er ekki maðurinn í það, enda ekki og hefur aldrei verið í Liverpool klassa. Leiðtogalausir er þetta vegur til glötunar

 48. Liðin sem Man. Utd hefur mætt hingað til eru öll í neðri hluta deildarinnar, meðan við höfum fengið Arsenal og City. Jafnteflin við Watford og Burnley – við hefðum örugglega tapað þeim leikjum á síðustu leiktíð.

  Man. City rúllar þessari deild upp þessa leiktíð.

  Oxlade-Chamberlain verður aldrei fastur byrjunarliðsmaður hjá okkur. Hann er enn einn ofmetni englendingurinn.

  Ég held að allt loft sé úr Sturridge, því miður. Hann verður ekkert sami leikmaðurinn og hann var.

 49. Og hér er önnur grein þar sem viðmælandi er á sama máli og ég, það vantar tvo leiðtoga.

  „A defensive leader in the mould of van Dijk would bring organisation and leadership to the back line, just as a more dynamic midfielder than Jordan Henderson would inspire those around him and provide a more solid shield for the defenders.”

  https://www.thisisanfield.com/2017/09/continued-lack-excellence-boxes-raises-questions-klopps-methods-media-leicester-2-0-liverpool/

 50. Það er ekki himin og jörð að farast en þetta má vera betra.

  Watford úti 3-3 – þarna voru við með leikinn í okkar höndum en mark á síðustu sek sendi okkur heim með 1 stig(líklega ólöglegt mark)
  C.Palace heima 1-0 – við vorum mun betri en voru aldrei öryggir með stigin þrjú því að við náðum aðeins að skora eitt mark.
  Arsenal heima 4-0 – stórkostlegur leikur
  Man City úti 0 – 5 ömurlegur leikur en gjörbreyttist við að lenda manni færi en fram að því vorum við mjög hættulegir framávið.
  Burnley heima 1-1 – mun betra liðið en fórum illa með færin okkar.

  Auðvita eru 8 stig ekki nógu gott(svona fyrir fram hefði maður viljað sjá 10-14 stig úr þessum leikjum) en anda inn og anda út það er nóg eftir.

 51. Er það rétt skilið hjá mér að Matip og Lovren verða ekki með í næsta leik sökum meiðsla?

  Ef sú er raunin, þá liggur nærri að spurja hvernig það megi vera að þeir eru orðnir lemstraðir og september er ekki allur? Og Klopp er búinn að vera með endalaus tilbrigði við varnarlínuna???

  Eru einhverjar bsdm æfingar á gangi á Melwood?

  Er það bara ég, eða óttast fleiri hið versta á laugardaginn?

 52. Það kemur ekki á óvart að þessir skuli vera tæpir, þeir sýndu það í fyrra að þeir eru báðir meiðslahrúgur sem spila aldrei fleiri en 4-5 leiki í röð saman.
  Emre Can og Joe Gomez myndi ég vilja fá í vörnina ef þessir 2 verða frá, ég get ekki horft á fleiri leiki með Klavan í liðinu.

 53. Það að hafa ekki styrkt vörnina í september er að springa í andlitið á Klopp, FSG og öllum sem stjórna þarna á Anfield. Héldu menn í alvörunni að þessi vörn myndi skella í lás og sleppa við öll meiðsli?

 54. #61
  og koma til baka 23 sept. !

  Það er bara verið að nudda úr þeim smá vöðvaþreytu – verða klárir á móti Leicester á laugardaginn. c”,)

 55. Enginn Lovren og Matip sem þýðir að vörnin verður svona: Arnold, Gomez,Klavan, Moreno. Þetta er versta varnalína sem ég hef séð sem við erum að fara spila með á lau. Ef við ætlum að fá 3.stig þurfum við 3-4 mörk annars endar þetta með enn einu tapi.

 56. Ef við töpum leiknum á laugardaginn þá vill ég að Klopp verði orðaður frá klúbbnum.

 57. Einu sinni var sagt að titlar vinnist ekki í september en það er hægt að tapa þeim þá.
  Sýnist að sá möguleiki eigi við Liverpool þetta timabil.

 58. #65 og hvern viltu fá í staðinn, þeas raunhæfar kröfur á stjóra?

Byrjunarliðið gegn Leicester

Upphitun: Leicester í deild