Byrjunarliðið gegn Leicester

Þá er komið að frumraun liðsins í bikarnum í ár sem nú ber nafnið Carabao Cup. Vissulega var ég ekki hrifinn af Capital One bikarnum sem nafni en Carabao bikarinn hljómar enn verr, kannski var maður bara orðinn of vanur Carling Cup. Ég mun því líklega hér eftir halda mig við að kalla þennan bikar deildarbikarinn.

Klopp gerði mikið af breytingum fyrir síðasta leik en toppar það í dag þar sem aðeins tveir leikmenn halda sæti sínu í liðinu sem er svona í dag

Ward

Flanagan – Gomez – Klavan – Robertson

Wijnaldum – Henderson – Grujic

AOC – Solanke – Coutinho

Á bekknum eru Karius, Moreno, TAA, Milner, Woodburn, Markovic og Ings

Lið Leicester er mikið róterað líka en þeir stilla svona upp

Hamer

Amartey – Dragovic – Morgan – Chilwell

Albrighton – Iborra – Ndidi – Gray

Slimani – Ulloa

Minni svo fólk á að nota ummælakerfið sem og twitter til að tjá sig um leikinn vonandi að við sjáum þá leikmenn sem minna spila reyna að sækja á byrjunarliðssæti í dag.


85 Comments

  1. Engin Sturridge, hvorki deild né bikar fyrir hann. En gaman að sjá meistara Ings á bekknum.

  2. Ágætlega spennandi lið miðað við bikar, svo er spurning hvort það smelli saman.
    Áfram við

  3. Ég minni á orð skáldsins: Róm var ekki brennd á einum degi meðan Neró spilaði á fiðluna um nóttina. Klopp byggir ekki heldur upp lið á einum degi, en nú á þessum fagra haustdegi krefst ég sigurs minna manna og minni á orð fyrrum forsætisráðherra, þessum með vindilinn: “We shall defend our island, whatever the cost may be, we shall fight on the beaches, we shall fight on the landing grounds, we shall fight in the fields and in the streets, we shall fight in the hills; we shall never surrender. We will win by 4. Leicester – Liverpool 0 – 4.”

  4. Vonandi ekki einn af þessum leikjum
    Liverpool með 300 marktilraunir og tapa 1-0

  5. Coutinho er yfirburðarleikmaður þarna inná. Robertson er líka að looka mjög vel

  6. Virkilega flott spilamennska en það vantar síðasta touchið ef það myndi fara að detta inn mörk í 5-7% af tækifærum þá værum við að skora 3-7 mörk í leik.

  7. Coutinho breytist lítið,,hitir ekki markið né gráðugur í að gefa boltann. stoppast alltof mikið á honum…hendo í ruglinu…annars ágæt bara…

  8. Flottur fyrri hálfleikur. Þetta hlýtur að fara að detta inn.
    Annars ber helst í fréttum að c.palace var að skora fótboltamark

  9. Þetta er svona að mörgu leyti áhugavert. Gríðarleg pósesjón og fullt af flottum færum. Sviðsskrekkur þegar komið er í dauðafæri. Aldrei nein vandræði.

    Svo er Aspasfnykur af þessu hornspyrnum.

    Nú sækja bláklæddir og þá opnast þetta aðeins.

  10. Enn ein skitan. Núna held ég að menn þurfi aðeins að skoða stöðu Klopp.

  11. Mikið er ég feginn að við erum að fara út úr þessari keppni. Höfum varla alvöru hóp í deildina hvað þá fl. keppnir.

  12. Klopp setur ekki kjúklinga inná í allar stöður og tekur eina manninn útaf sem virkilega gat eitthvað nema því honum er nákvæmlega sama um þessa keppni.

  13. Þriðji markvörðurinn sem við notum á tímabilinu og ný varnarlína í enn eitt skiptið. Þurfum einhvern stöðugleika þarna aftast en hann er enginn þegar það er endalaust verið að hrókera þessu fram og til baka. Alltof brothættir. Gjörsamlega óþolandi.

  14. Leyfir ungu drengjunum að spila og þeim sem eru vanalega á bekknum segir allt sem segja þarf er ekkertt pirraður bara sé að varaliðið okkar er ekki betra en þetta.

  15. Hitt liðið þarf ekki nema eina tilraun á markið, og þá liggur hann inni, týpískt LFC í dag. Þetta er bara DJÓK !

  16. Skiptir nú engu hvort við höfum hóp í deild þegar við skítum í brækurnar í öllum keppnum

  17. Þa erum við lausir við þessa keppni er það ekki bara fint, þa er minna álag a þessa blessuðu leikmenn liverpool

  18. eeeeendemis rugl. Þeir vita hvað á að gera í góðu færi. Við höfum smitast af Arsenal í leiknum gegn þeim. Algjörlega meinlausir og erum að reyna einhvern ballet gegn alvöru búllís.

  19. Þetta er nú bara barnalega lélegt aftur fáum við á okkur mark eftir innkast á miðjum vellinum þetta er bara grátlegt og hef ég aldrei einu sinni hugsað um að klopp ætti ekki að vera þarna en þegar somu mistökin og sama skitan leik eftir leik þá þarf eitthvað að breytast

  20. Sama kerfið,,hugmyndasnautt….KLopp out…breytist ekkert og mun ekki breytast. sama shitið..fokk maður..

  21. Þvílik hörmung i seinni halfleik.
    Þorir enginn leikmaður Liverpool sð vera með boltann.

  22. Chambo voru nú engin reifarakaup.

    Ég sagggði það alltaf… ég sagggði það…

  23. Djöfull held ég að Naby Keita iði í skinninu að fá að taka þátt í þessu rugli!!

  24. Ömurlegt lið, ömurleg kaup, er klopp að gera eitthvað rétt?

    Hvernig datt manninum í hug að borga 40m fyrir ox…. Glataður leikmaður

  25. hvenær ætla menn að átta sig á Henderson, ofmetnasti miðjumaður í evrópu

  26. Tja miðað við sumargluggann að þá voru nú kannski bara 2 leikmenn í heiminum sem gátu styrkt þetta lið!!!!

  27. fínt að vera laus úr þessari keppni minkar álag og minkar möguleikana á meiðslum gæti ekki verið meira sama.

  28. Hvaða kaup önnur en Salah hafa styrkt liðið? Þurftum á frábærum glugga að halda en það stefnir í algjöra falleinkunn.

  29. flottur fyrri háfleikur = 9 comments
    lélegur seinni hálfleikur og stefnir í 40 comments.
    sama sagan, liðið getur ekki skorað og það er klavan að kenna. En viti menn, stundum skora mótherjar bara flott mörk án þess að það þurfi að laga vörnina á æfingasvæðinu.
    hef annars ekki milar áhyggjur að varalið leicester sé að slá okkar varalið úr þessum bikar.
    margt sem má þó betur fara en reynum að vera málefnaleg

  30. Merseyside verður bara óglatt að sjá klavan þarna inná, maðurinn getur ekki sent boltann 2 metra á samherja, ég hef ekki séð svona lélegan leikmann í LFC treyju í mörg mörg ár.

  31. Rólegan æsing.

    Klopp vildi augljóslega út úr þessari keppni og það er bara fínt.

  32. er þetta freðið kvikyndi ? afhverju er ekki prufað að keyra á tvo uppá topp ? breyttu einhverju eða gerðu eitthvað…. þetta er bara trúður og við að breytast í cirkus…

  33. Ef ég sé eitt fkn verum jákvæðnir comment hérna inn þá er eitthvað mikið að. Klopp er pappakassi, Chemberlain er drasl!! Keyptum varamann í stað fyrir nýjan varnarmann sem við höfum aldrei þurft meira á að halda. Klopp burt með þig!!!

  34. Þetta var svo planað frá A-Ö hjá Klopp.
    Leyfði Coutinho að spila í 45 min ná smá formi upp sem hann hefur vantað.
    Hvíldi ALLA lykil menn nema Hendo og Winjaldum ?.
    Leyfði ungu strákunum að spreyta sig og Ings kom meira segja inná.
    Sé þetta ekki svona svart eins og sumir hérna.
    Yep varaliðið okkar hefði getað gert betur en þetta en svona er þetta bara.

  35. Váá hvað Solanke og Oxlade Chemberlain líta vel út
    Frábær kaup hjá Klopp. SPENNANDI TÍMAR FRAMUNDAN. Í þokkabót þá er fyrirliðinn okkar að spila eins og Steven Gerrard. Váá hvað þetta lýtur allt vel út

  36. Þetta var ekki merkilegt í kvöld.

    Fyrirhálfleikurinn þá vorum við miklu betri og fengum fullt af tækifærum til að komast yfir en mér fannst við vera kærulausir og fórum mjög illa með þau.
    Það var greinilegt að Coutinho átti bara að spila 45 mín og verður hann í liðinu um helgina en hann var okkar besti leikmaður í fyrirhálfleik.
    Í þeim síðari þá stjórnuðum við ekki leiknum eins vel en mér fannst við samt betri en eins og svo oft áður þá skorar andstæðingurinn og má segja að það hafi verið gegn gangi leiksins en það er samt saga liverpool undanfarinn ár.

    Maður er alls ekki sáttur við að detta út og var þarna tækifæri til að vinna bikar og er það núna úr söguni. Þetta einfaldlega var lélegt hjá okkar mönnum.
    Við fengum samt svör við ýmsum spurningum.
    Gomez er kannski ekki lausnin í miðverðinum en hann spilaði þá réttstæða í fyrsta markinu en maður vill samt sjá hann fá fleiri tækifæri en Klavan.
    Ox er ekki tilbúinn að vera byrjunarliðsmaður hjá okkur.

    Ég hef samt enþá 100% trú á Klopp og finnst liðið okkar í dag á mun betri stað en liðið sem hann tók við. Það þarf að laga nokkra hluti en mér finnst liðið okkar spennandi og þetta tímabil er bara nýbyrjað og er óþarfi að fara í fýlustrumpinn á þessum tímapunkti.
    Flanangan er með stórt liverpool hjarta en hans framtíðin ætti að vera annars staðar. Hægur og tekur lítið þátt í sóknarleik.
    Grujic ekki að heilla mann með sinni framistöðu og þarf að gera betur ef hann vill spila fleiri leiki í vetur með aðaliðinu.

  37. Gott að við keyptum ekki Grey, hann er nefnilega 10 sinnum betri en ox og solanke !

  38. Djöfull er þetta ömurlega lélegt og er enginn maður í liðinu undanskilinn hvorki innan vallar né utan

  39. Það væri gaman að heyra frá þessum mannvitsbrekkum sem garga “Klopp out!” hvern þeir telja að klúbburinn geti fengið í staðinn- sem er þá betri en hann.

  40. Alltaf sömu comment hjá ykkur hérna inni þegar við dettum út úr keppnum. Þetta var planið hjá Klopp segið það. Og hvað gerist síðan dettum út úr öllum keppnum og endum í 5.sæti. hættið þessu fkn rugli Klopp er ekki að reyna detta úr þessari keppni. Liðið okkar ee bara drasl og flóknara er það ekki!!

  41. Ég trúi enþá á klopp hahahah þessi comment. Já haldið áfram að blekkjast. Þessi maður hefur ekkert fyrir okkur að bjóða!

  42. #63 helduru að Klopp taki besta manninn útaf eftir 45 mín afþví honum langaði svo mikið til að vinna þetta ? ekki einn byrjunarliðsmaður á bekknum heldur.
    Sorry en ég sé þetta akkurat þannig.

  43. Hvaða væl, lélegur leikur og allt það en hvernig nenna menn í alvöru að pæla í því það eigi að reka Klopp? Hvernig viljið þið fá í staðinn? Allerdick? Vona að þessi slæma leikjahrina endi eins og margar á góðum sigri í deild næst.

    Áfram Klopp og Liverpool NWA!

  44. Jæææjah, það verður í það minnsta ekki hægt að fara að væla yfir leikjaálagi í des og jan þetta árið.
    Og sjá þennan fyrirliða,þvílík hörmung einu skiptin sem hann tjáir sig þá er hann garga á dómarann en ekki að reyna að rífa liðið upp. Hlýtur að vera slakasti fyrirliði í sögu klúbbsins.

  45. höfum fínan mannskap en það er kerfið sem er ekki að ganga upp…alltof einfald að skora gegn okkur ..nú vill ég sjá nýtt plan í næsta leik 4-4-2 eða eitthvað . Klopparinn er kominn á vegg með plan A en eins og venjulega verður hann allra síðasti maður til að sjá það og verður því REKINN..!!!! sama krappið leik eftir leik …

  46. #66 ok trúðu því sem þu vilt. Þetta sögðuð þið líka þegar við duttum út úr þessum bikar í fyrra og Fa cup. Hvað gerðist svo?? Alveg rétt enduðum bikarlausir enn eitt árið og Manutd unnu alla þessa litlu bikara. Mourinho fer ekki inn í keppnir til að detta úr þeim hann vill vinna allt. Ef Klopp reyndi að detta úr þessari keppni þá vill eg fá þennan mann burt. Hann hlær þegar við fáum á okkur mark!! Sérðu fyrir þér Sir alex Ferguson hlæjandi þegar liðið hans var að drulla upp á bak?

  47. Ef að Klopp hefur ekki áhuga á að vera í bikarkeppni af hverju ætti hann þá yfir höfuð að hafa áhuga á öðrum keppnum.

    það er svart ský yfir Liverpool og menn eru að spila langt undir getu og það er eitthvað mikið að og ef að við förum ekki að rífa okkur upp úr þessu og spila fótbolta eins og lið þá held ég að dagar Klopp sem þjálfara séu taldir.

  48. Mjög góður fyrri hálfleikur, lélegur seinni hálfleikur Arsenal menn glaðir með aurinn sem þeir fengu fyrir Uxann hann var ekki að heilla í dag karlgreyið

  49. Komnir á sama stað með liði og komnar sömu kjánalegu svorinn frá þjálfaranum, eins og með Brendan rodgers . Hafði mikla trú á klopp en hann er því miður að vinna hörðum höndum að því að jarða þá trú með misheppnuðum kaupum , ekki kaupum , trú á leikmenn sem eiga það ekki skilið og sama vælið á fréttamannafundum . Var mjög hræddur fyrir þessu sumri að ef gluggin yrði slæmur yrði veturinn verri og þessi byrjun okkar sýnir að liðið hefur ekki tekið skref fram heldur staðið í stað .

  50. Maður sér það sem maður vill sjá , ég sá varaliðið okkar spila og besta manninn okkar tekinn útaf eftir fyrrihálfleik það segir mér nóg.

  51. Þá vitum við það Chamberlain á ekki einu sinni heima í b-liðinu og Lucas Leiva var bara fínn leikmaður.

  52. Flanangan sorglega lélegur og á ekki heima í liðið í úrvaldsdeild – og ekki var Uxinn betri, misheppnuð kaup

  53. Spilaði LFC einhverju varaliði í dag? Kjaftæði – allir sem byrjuðu þennan leik eru A-liðs menn. Þeir einu sem ekki voru komnir með mínútur á tímabilinu fyrir leikinn í kvöldvoru þriðji markvörðurinn og Flanagan.

  54. Ekki auðvelt að vera stuðningsmaður Liverpool, en vilja menn í alvöru Klopp út??? Ekki ég. Maðurinn kom okkur í meistaradeildina aftur, tímabilið nýbyrjað og liðið í smá lægð. “Verum jákvæð” ?

  55. Það var eitt skemtilegt við þennan annars drepleiðinlega leik þegar Flanagan breytti yfir í rúbí eftir að hafa verið tekinn í ras….. , annars bara einhver lélegasta frammistaða sem ég hef séð frá liðinu síðan sautjánhundruð og súrkál. Það er ekki hægt að eiða orðum í þennann seinni hálfleik svo lélegur var hann. Enn við fáum að sjá hvor byrjunarliðið eigi eitthvað meira í þessa spræku Kalla um helgina ?

  56. Oxlade C ömurleg kaup? Þið hljótið að vera fótboltaséní ef þið getið komist að þeirri niðurstöðu eftir einn leik. Guð minn almáttugur.

    Það voru 5 leikmenn í liðinu í dag (Ward – Flanagan – Grujic – Woodburn – Ings) sem hafa ekki einu sinni verið á bekknum hingað til. Við vorum að spila við úrvalsdeildarlið sem varð reyndar meistari í hittifyrra.

    Og menn eru að missa sig. Tek 3 stig á laugardag alla daga fram yfir þessa keppni.

Podcast – Groundhog Day

Skítatap á King Power vellinum