Upphitun: Leicester í deildarbikarnum

Á þriðjudaginn mun mjög róterað lið Liverpool heimsækja Leicester í fyrra skiptið í vikunni og þá í Deildarbikarnum og er upphafið af fjórum útileikjum í röð hjá liðinu. Tveir leikir í röð úti gegn Leicester, svo er útileikur í Rússlandi gegn Spartak Moskva og svo verður Rafa Benítez heimsóttur til Newcastle.

Gengi liðsins í síðustu þremur leikjum hefur heilt yfir verið vonbrigði þrátt fyrir að það séu margir jákvæðir punktar sem hægt er að taka úr þeim leikjum, þá sérstaklega þeim gegn Sevilla og Burnley sem enduðu þó báðir með mjög svekkjandi jafnteflum. Það er ljóst að liðið á erfitt prógram fyrir höndum í næstu leikjum svo liðið má varla við því að misstíga sig eitthvað mikið meira á næstunni svo leikmenn endi ekki á að missa móðinn og geti komið tímabilinu almennilega á flug.

Það hefur verið og verður töluverð keyrsla á liðinu og Klopp hefur verið einstaklega duglegur við að hræra í liðinu sínu á milli leika, stundum kannski aðeins of en ég sé ekki að það verði neitt annað upp á teningnum í þessum leik annað en að það verði frekar margar breytingar í þessum leik.

Mignolet er sá sem stendur vaktina í markinu í deildarleikjunum, Karius virðist vera sá sem sér um Meistaradeildina svo við getum líklega gefið okkur það að Danny Ward muni vera sá sem skellir sér í hanskana í bikarkeppnunum og verður í markinu á þriðjudaginn.

Markvarðarstaðan er nokkuð negld en guð má vita hvað Klopp dettur í hug að gera með allar hinar stöðurnar en líklega verður liðið þó nokkuð sterkt heilt yfir. Sadio Mane er auðvitað í banni og mikið hefur mætt á Salah svo mér þykir líklegt að hann taki sér sæti á bekknum í þessum leik og líklega þeir Can og Firmino líka. Það kom mér smá á óvart að það hafi verið gerðar jafn margar breytingar og gerðar voru fyrir Burnley leikinn því ég hefði talið líklegast að t.d. Robertson, Milner og Sturridge spiluðu þennan leik sem gæti þó alveg orðið raunin.

Nú ætla ég að taka algjört gisk út í bláinn hérna og segja að þetta verði einhvern veginn á þennan veg:

Ward

Flanagan – Lovren – Gomez – Robertson

Milner – Wijnaldum – Woodburn

AOC – Sturridge – Solanke

Nú er maður algjörlega að skjóta algjörlega út í bláinn og það er erfitt að lesa í það hvað Klopp hyggst gera í þessum leik þar sem það er mikilvægur deildarleikur og stór leikur í Meistaradeild allt á einhverjum sjö eða átta dögum og inn í því er langt ferðalag til Rússlands. Það er því ómögulegt að spá fyrir um það hvar áhersla Klopp með notkun lykilmanna mun vera í þeim leikjum.

Eflaust verður þetta leikurinn til að „fórna” í þessari leikjahrynu en ég efa að leikurinn verði lagður upp sem slíkur og liðið verður líklega sterkt þrátt fyrir breytingar en helstu lykilmenn verða hvíldir fyrir hina leikina en vonandi verður liðið nógu sterkt og gott til að koma sér áfram í næstu umferð með því að sigra Leicester.

Ég held að Leicester noti svona að mestu sitt öflugasta lið og eru þeir oftar en ekki frekar erfiðir viðureignar með þéttan varnarleik, beinskeyttar skyndisóknir og nokkra hraða menn frammi sem geta gert liðum lífið leitt. Liverpool hefur ekki gengið sérlega vel úti gegn Leicester á síðustu tveimur leiktíðum og því ákveðin prófraun að mæta liðinu nú tvisvar í röð með nokkura daga millibili.

Þetta verður vonandi góður leikur og Liverpool nær að halda svipuðum dampi og undanfarið en ná að fá fram þau úrslit sem hefur skort.

16 Comments

 1. Góðan dag!!
  Má ég spyrja hvort það sé búið að aflýsa ferðinni á Huddersfield leikinn í lok næsta mánaðar????

 2. Ég er ekki á þeim vagni sem vill spila sama liðinu leik eftir leik. Það sást í fyrra hvað hópurinn var skelfilega þunnur og krossböndin slitunuðu hvert af öðru svo undir tók í bænum.

  Flott væri að sjá þetta lið. Þarna fengjum við mikla hungur og ástríðu sem vonandi myndi vega upp á móti reynsluleysi. Flanagan karlinn er nú svo sem ekki ofarlega í röðinni en hann skortir ekki blóðroðann.

  Hver veit nema að í þessum leikjum komi fram leikmenn sem taki síðar sæti í byrjunarliði?

 3. Hvernig er það telur þetta sem 1 bann leikur hjá Mané eða er það bara í deild? veit að hann gat spilað í CL.

 4. RH, þetta telst sem bann leikur, þannig eftir leikinn er 1 leikur eftir. CL hefur ekkert að gera með England, og það sem þar kemur upp. En þessi uppstilling á liðinu er eins líkleg og hver önnur.

 5. Mér finnst pínu einkennilegt að Ward sé að spila þessa leiki, ekki það að hann eigi það svosem ekki skilið en ég hefði frekar viljað sjá Karius fá fleirri leiki til þess að bæta sitt eigið leikform og sjálfstraust. Skil ekki alveg svona mikla róteringu á markmönnum….þetta virkar helst á mig sem örugg leið til þess að tryggja að þeir verði allir hálf óöruggir. Hver veit kannski kallar það fram það besta í þeim 🙂

  Annars frábært tækifæri fyrir Chamberlain að sýna sig aðeins fyrir stuðningsmönnum lfc. Persónulega væri ég líka til í að sjá Solanke fá að spreyta sig í byrjunarliðinu.

 6. Það þarf að fara að ákveða hver sé markvörður númer eitt. Held að þessi endalausa rótering á markvörðum og öftustu fjórum sé ekkert að hjálpa þessu liði.

 7. Spennandi að sjá hvernig liðið kemur til með að líta út. Hópurinn er ekki stór og því kjörið tækifæri fyrir leikmenn að láta ljós sitt skína. Eina sem ég set spurningamerki við er endalaus rótering á markvörðum og miðvarðarpari, reyndar ótrúleg rótering á markvörðum og spurning hvort það styrkir eða veikir. Núna göngum við til útileikjaveislu og vonandi verður sigur í hverjum leik en ef einn þarf að tapast þá væri ég sáttastur við að tapa í Moskvu. Næstu tveir deildarleikir verða bara að vinnast og liðið verður að fara og sýna og sanna að það geti skorað fleiri en eitt mark í 30 tilraunum.
  YNWA

 8. Ég held að þessum leik verði “fórnað” í að koma mönnum eins og Ox í aukið leikform og til að aðlagast leikstíl LFC. Mér finnst líka að við eigum að nota óhæfasta varnarmann okkar klavan og gutta í vörninni, svo má fylla upp með einhverjum ungum bara. Það skiptir ekki máli því LFC er alltaf að fara að tapa þessum leik, og leggja meiri áherslu á deild og CL leiki sem koma svo í kjölfarið. LFC skorar aldrei 3-4 mörk í þessum leik sem við þurfum til þess að vinna leikinn !

 9. Vona innilega að Ejaria fái tækifærið í þessum leik, hrikalega spennandi leikmaður

 10. Grujic? Var það ekki einhver sem Klopparinn VARÐ að fá í fyrra og fær ekkert að spila.

Liverpool – Burnley 1-1

Podcast – Groundhog Day