Upphitun: Burnley á heimavelli

Síðasta vika var ekki besti tíminn til að vera Liverpool stuðningsmaður. Fyrir landsleikjahléið var bjartsýnin í botni eftir að hafa rúllað upp Arsenal og maður var jafnvel farinn að hugsa að frábær sóknarleikur gæti bætt upp fyrir slakan varnarleik. Nú hefur liðið spilað tvo leiki og svartsýnin tekinn yfir og farið að glitta í myllumerkið . Á laugardaginn klukkan tvö mæta Jóhann Berg og félagar í Burnley á Anfield.

Andstæðingarnir

Þrátt fyrir að Burnley hafi verið spáð frekar slöku gengi á ár, meðal annars 17. sætinu hér á kop.is, hafa þeir byrjað vel. Þeir eru með sjö stig og hafa meðal annars unnið Chelsea og gert jafntefli við Tottenham og eru þvi með jafnmörg stig og Liverpool fyrir leikinn á laugardaginn.

Rétt fyrir lok leikmannagluggans bættu Burnley við sig sóknarmanninum Chris Wood frá Leeds og hefur hann skorað tvö mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum sínum fyrir félagið. Burnley spilar varnarsinnaðan fótbolta sækja svo hratt upp og nýta stærðina og styrkinn í sóknarmönnunum áðurnefndum Chris Wood og hinum veilska Sam Vokes. Liverpool hefur yfirleitt gengið illa gegn slíkum liðum, í fyrra töpuðum við fyrir Burnley á útivelli en unnum heimaleikinn 2-1 með miklum erfiðum eftir að hafa lennt undir snemma leiks.

Í leikjum okkar við Burnley hefur markmaðurinn Tom Heaton reynst okkur erfiðastur en hann meiddist í leik liðsins gegn Crystal Palace um síðustu helgi og mun því líklegast Nick Pope standa milli stangana um helgina. Fyrrum leikmaður Manchester United, Anders Lindegaard, hefur verið í viðræðum við Burnley en það er ólíklegt að hann verði kominn fyrir þennan leik. Pope fær því stórt verkefni en hann samdi við Burnley í sumar, hann kom frá Charlton þar sem hann hafði verið frá 2011 en eyddi megninu af þeim tíma á láni hjá félögum í League 2 eða neðar.

Burnley mun líklegast ekki gera miklar breytingar frá því í sigurleiknum gegn Palace og væri þá byrjunarliðið þeirra í þessa áttina.

Pope

Lowton – Tarkowski – Mee – Ward

Jóhann Berg – Cork – Defour – Brady

Vokes – Wood

Sagan

Það hafa fáir leikmenn fært sig milli liðanna en tveir leikmenn í leikmannahópi Liverpool hafa spilað fyrir Burnley. Annarsvegar Danny Ings sem við keyptum þaðan og Jon Flanagan sem var á láni þar á síðasta ári en hvorugur þeirra mun spila á morgun Ings er meiddur og Flanagan hvergi nálægt byrjunarliðinu. Fyrir utan þessa tvo voru síðustu félagaskipti milli þessa félaga árið 1962 þegar Jim Furnell gekk til liðs við Liverpool fyrir átján þúsund pund.

Liðin voru lengi vel saman í gömlu fyrstu deildinni og hafa spilað hundrað keppnisleiki gegn hvort öðru. Undan farinn 25 ár hafa hinsvegar verið misgóð fyrir Burnley og hafa þeir eytt mest allri þessari öld í neðri deildunum. Síðan um aldarmót hafa liðin mæst sjö sinnum, sex sinnum í úrvalsdeild og einu sinni í FA bikarnum. Af þeim leikjum hefur Liverpool unnið fimm en Burnley tvo.

Liverpool

Get alveg viðurkennt það að ég var ekki mjög spenntur að fara að skrifa þessa upphitun. Ég sat á Anfield þegar Liverpool valtaði yfir Arsenal og gleðin var í hámarki en eftir tapið gegn City fór allur vindur úr mér. Ég hef fyrir utan Sevilla leikinn nánast haldið mér frá knattspyrnu hef lítið skoðað fótbolta.net og ekki hlustað a fótbolta hlaðvörpin sem ég fylgi. Ég er án efa ekki einn um þetta og nú þarf liðið að svara og sýna að það geti unnið lið sem liggja tilbaka og sækja á sterka sóknarmenn.

Í liðinu er mikið ójafnvægi sem hefur jafnvel aðeins aukist síðustu tvö árin og hefur byrjunin á þessu tímabili undirstrikað það. Sóknarleikurinn er stórkostlegur og þegar allt gengur upp er mikið fjör en um leið og eitthvað klikkar lítur liðið út fyrir að vera spila í 6.flokki. Nú verður sóknarþríeykið sem hefur byrjað vel brotið upp því Mane er í banni en Coutinho kom inn af bekknum gegn Sevilla og bendir það til þess að hann muni byrja gegn Burnley. Hann fékk góðar móttökur í vikunni en náði ekki að komast inn í leikinn en vonandi nær hann að byrja tímabilið sitt á morgun. Fyrir utan það verða líklegast litlar breytingar á byrjunarliðinu. Mignolet mun koma aftur inn í byrjunarliðið annars gæti Trent byrjað til að bæta sóknarleikinn en ég á frekar von á því að Gomez haldi sæti sín til að hjálpa til við sóknarmenn Burnley.

Liðið mun líklega vera í þessa áttina

Mignolet

Gomez – Matip – Lovren – Moreno

Wijnaldum – Henderson – Can

Salah – Firmino – Coutinho

Spá fyrir leikinn

Ég held að þetta verði virkilega erfitt ég ætla að tippa á svekkjandi 1-1 jafntefli þar sem Liverpool mun sækja nánast allan leikinn en fá lítið upp úr því. Burnley komast yfir eftir skyndisókn en Mo Salah jafnar leikinn seint.

27 Comments

  1. Svona vill ég sjá liðið á morgun:

    Mignolet

    Arnold – Matip – Gomez – Robertson

    Wijnaldum – Henderson – Coutinho

    Salah – Firmino – Alex Oxlade-Chamberlain

  2. Get útvegað einn miða á leikinn á morgun á 165 pund ef einhver er þarna úti í Bretlandinu og hefur áhuga á að skella sér á völlinn.

  3. Við höfum séð svona leiki margoft.
    Það sem við vitum.
    A) Burnley verður með 11 manna varnarpakka og beitir skyndisóknum og föstum leikatriðum.
    B) Burnley reyna að draga úr hraða og byrja strax með leiktafir í fyriháfleik.
    C) Ef Liverpool skorar ekki í fyrihálfleik þá kemur pínu panic hjá okkar mönnum
    D) Ef Liverpool skorar snemma þá getum við fengið fullt af mörkum hjá okkar mönnum því að gestirnir munu færa sig framar.
    E) Liverpool munu fá mun fleiri færi en við vitum að gestirnir munu líka fá 1-2 mjög góð tækifæri og snýst þetta bara um að hvort liðið nær að nýta sín færi betur.
    F) Ef Liverpool vinnur ekki þá er það líklega Klopp að kenna fyrir að kaupa ekki miðvörð, Lovren/Klavan eða Lucas (eða sleppið þessu síðasta) 😉

    Ég ætla að spá því að Sturridge og Coutinho byrja báðir þennan leik. Ég hef líka trú á því að Liverpool muni ná að vinna þennan leik en það verður gríðarlega erfitt.

  4. Þetta verður klárlega Lucasi að kenna ekki spurning spái okkur góðum sigri í þessum leik
    og við séum orðið það lið sem við ætlum okkur að verða skitan farinn að leka af bökum nokkra mann sem hafa fengið það óþvegið frá okkur stuðningsmönnum síðustu daga.
    3 – 0 fyrir LFC.

  5. Vá, er lægð yfir landinu?? Spá jafntefli á móti Burnley á heimavelli, í alvörunni??

    Liðið var mjög óheppið á móti Sevilla og það hefði verið allt annar tónn í mönnum ef Firminio hefði skorað úr vítaspyrnunni. Fyrri hálfleikur var gersamlega geggjaður af okkar hálfu og sennilega hafa menn verið á yfirsnúningi því sá seinni var alls ekki nægilega góður.

    Ætla að halda áfram að vera bjartsýnn og spá nokkuð öruggum 3 – 0 sigri. Firmino (2) og Salah munu klára dæmið fyrir okkur.

    Koma svo! Enga fucking svartsýni!!

  6. Eitt er á hreinu ! Við þurfum 3 mörk til þess að vinna þennan leik. burnley mun liggja aftarlega og beita skyndisóknum og háum boltum með wood einan frammi.

    Ég vona bara að varnarmenn okkar spili YFIR getu og drullist til að halda hreinu.

  7. Takk fyrir fína upphitun Hannes.

    Ég vildi sjá Coutinho niðrá miðjunni með Sturridge, Firmino og Salah að mata fyrir framan sig.

    Annars langar mig að vita, hvaða fótbolta hlaðvörp hlustar þú á?

  8. Sæl og blessuð.

    Ég vil sigur og ekkert nema sigur., algera yfirburði og engar drullur í vörniinni. Posession 65% og þriggja marka forystu.

    Fleira var það ekki.

    kvLS

  9. Svona vil ég sjá liðið.

    ………………..Mignolet…………………
    Arnold—Matip—Lovren—Moreno
    ……….Can…Hendo…Uxinn…….
    …..Salah…Firmino…Coutinho…….

    Spái þessu easy 3-0 sigri

  10. Ein pæling Með Gomez er hann ekki miðvörður að upplagi? Er ekki í lagi að prufa hann með Matip?

  11. Mér fannst seinasti leikur enda í jafntefli af því að leikmenn Liverpool voru búnir með orkuna. Ég er því eiginlega að búast við og jafnvel vona að við fáum eitthvað rotation í uppstillinguna á morgun.

  12. Ég spái því að við höldum hreinu ef þeir ná engu skoti á ramman.

  13. Vil fá Sturridge frammi, Fermino er ekki sóknamaður, hann á að vera í holunni.

  14. Mitt lið væri svona

    Mignolet

    Arnold – Matip – Gomez – Robertson
    Can – Henderson
    Coutinho
    Salah – Sturridge – Alex Oxlade-Chamberlain

  15. Ég sé að menn hér eru margir að spá jafnvel léttum sigri í dag. Ég ætla mér að vera ósammála því. Ég vona samt að það takist að komast framhjá rútubílnum sem verður í markteignum á eftir nógu oft til að sigur vinnist.
    Ég horfði á Sevilla leikinn í sænsku sjónvarpi og sænsku sparkfræðingarnir voru á því að lélegur varnaleikur væri ekki bara vandamál varnarinnar heldur væri þessi endalausi leki farinn að hafa andleg áhrif á allt liðið.
    Það þekkja það flestir sem hafa spilað hópíþróttir að þegar illa gengur hjá einhverjum í liðinu getur það smitað út frá sér ansi hratt og jafnvel þó að þjálfarinn segi réttu hlutina í klefanum þá er það samt ekki nóg til að snúa skútunni við.
    Þessir sænsku lýsendur vildu meina að það væri farið að síast inn í framlínuna hjá okkar liði að það væri alveg sama hverssu mikið væri skorað þá dygði það samt ekki til að vinna leikina og smá saman myndi það fara að hafa áhrif til hins verra hjá þeim.
    Maður sá það t.d á Bobby Firmino að hann var rosalega svekktur eftir vítið og ég tók líka eftir örvæntingunni á andlitinu á Can þegar hann ekki skoraði úr sínu dauðafæri.
    Ég má svo til með að segja að stundum er gamli varnarjaxlinn Olsson sem var lengi hjá WBA og Tony Pulish að analysera leikinn og hann var að segja frá því hvernig verjast á aukaspyrnum og hornspyrnum .Þá verður varnarmaðurinn alltaf að hafa augun á sýnum manni en ekki bara boltanum,og þegar boltinn er á leiðinn þá sé það aðal atriðið að trufla sinn mann, pota í hann eða hrinda honum aðeins sem sé oftast nóg .
    Sem sagt láta vita af sér og irritera andstæðinginn.
    Ég hugsaði um þessi orð Olssons eftir að hafa séð Ragnar Klavan og Lovren nánast í hverjum leik vitlaust staðsetta í hornum og aukaspyrnum hvort ekki mætti lána annann þeirra eða báða til WBA og láta Pulisinn kenna þeim að verjast.
    Það er allavega nokkuð ljóst að ef þetta skánar ekki fljótt fer að fjara undan okkar vinsæla stjóra sem má ekki við fleiri slæmum úrstlitum eftir að það kom fram að hans statistik er verri en hjá Brendan Rodgers eftir jafn marga leiki með Liverpool.

  16. Ég er mjög jákveðinn í þennan leik. Sala er nýji uppihalds maðurinn minn og mundi ábiggilega skora fyrstu þrennuna sína. Held að hann sé alltaf búinn að hlaupa í sandulum og svo gaf Klopp honum alltieinu takkskó og gaurinn bara hleypur skindilega eins og Forest Gömp (úr bíómyndini sem hljóp rosa hratt)
    Nú er bara bíða og hlakka, verður veisla ég lofa mjög.

    Komaso!!
    Liverpool er besta liðið af öllum liðunum og betra en ManTD!

  17. Sælir félagar

    Mér er sama hverni okkur hefur gengið með þetta lið og hvernig það spilar. Mér er sama hverjir eru í banni og hverjir spila í vörninni. Mér er sama hverjir eru á bekknum og hverjir eru í hóp. Mér er sama hverjir byrja þennan leik og hverjir ekki. Sigur er það eina sem mér finnst ásættanlegt. Mér er sama hvernig en sigur er það eina sem hægt er að sæatta sig við. Ef liðið mitt sættir sig við eitthvað annað er það óásættanlegt.

    Það er nú þannig

    YNWA

  18. Ekkert helvítis kjaftæði um jafntefli við vinnum Jóa Berg co stórt og höldum rammanum hreinum þar sem vinur minn Ragnar mun fara á kostum í þeir stöðu sem hann er bestur í það er að segja sem þriðji kostur í miðvörðinn og þar með fastur á bekknum.

  19. Allt tal um KloppOut er ótímabært kaftæði. Ef við h0fum ekki þolinmæði til að leyfa manninum að vinna sína vinnu, til lengri tíma, þá getum við allt eins lagt klúbbinn niður og hætt þessu. Þetta er langtima verkefni sem mun stuðla að því að ið höldum okkar meðal efstu liða að jafnaði, ekki bara einu sinni á 10 ára fresti.
    Hættum þessari vitleysu, höfum trú ,höfum þolinmæði, ég veit alveg að þetta tekur á, en hann bjó til meistaralið í Dortmund á þremur árum með ekkert í höndunum, gefum honum þá alla vega 3 ár áður en þessi umræða fer í gang.

  20. það er lægð yfir Liverpool og eitthvað að hjá Klopp því maður sem er ánægður með þessa vörn er eitthvað tæpur þvi miður.

    þessi leikur fer 1-3

  21. Takk fyrir upphitunina, þetta var fínasta samantekt og ég er ekki a skjóta á þig heldur það sem fellst í orðum þínum og ég sé krystalast hjá allt of mörgum einstaklingum sem telja sig stuðningsmenn.
    “Síðasta vika var ekki besti tíminn til að vera Liverpool stuðningsmaður. Fyrir landsleikjahléið var bjartsýnin í botni eftir að hafa rúllað upp Arsenal og maður var jafnvel farinn að hugsa að frábær sóknarleikur gæti bætt upp fyrir slakan varnarleik. Nú hefur liðið spilað tvo leiki og svartsýnin tekinn yfir og farið að glitta í myllumerkið #KloppOut. ”
    Klopp out ??? REALY ? og síðan er grátkórinn mættur um leið og allt er ekki hundrað prósent, “var engnn varnar maður til?” “þessi og hinn sökkar” “ömurlegt lið”….osfrv.
    Hvers vegna í ósköpunum eruð þið að leggja á ykkur þessi ömurlegu örlög??
    Af hverju eruð þið að eyða tímanum ykkar, lífinu, í að líða svona illa?
    Af hverju fariði ekki bara út að labba í sólinni eða takið upp litabók?
    Það sem þið eruð að eyða tíma ykkar í heitir knattspyrna og hún er leikinn af tveim liðum í senn. Furðulegt nokk þá hafa bæði lið áhuga á að ná ásættanlegum úrslitum (ekki alltaf sigri, hens rúturnar) og það er ekkert gefið að liðið sem þið leggjið tilfinningasveiflur ykkar við fái alltaf sín úrslit.
    Liverpool vinnur og allir svífa á bleiku skýi, Liverpool vinnur ekki að það er búið að skjóta ykkur niður og grafa ykkur á sex fetum. (eða þið grafið liðið.)
    90 mínútur, svona sirka, það er tíminn sem leikurinn er. Ég góla og garga yfir leiknum, fagna með öskrum og er nánast til í að grýta stólum þegar illa gengur. En þegar leikurinn er búinn sný ég mér að lífinu og leyfi Klopp að undirbúa liðið fyrir næsta leik. Fæ ómælda útrás yfir leiknum og nota svo orkuna mína í að lifa lífinu.
    Ekki drulla yfir internetið 😉

  22. Ég er að horfa á Crystal Palace, þeir eru komnir með svo góðan þjálfara.;)

  23. Þurfum að skora 2-3 mörk til að vinna leikinn. Vörnin er ekki að fara hjálpa okkur neitt. Vill sjá Hendo á bekknum hann hefur ekki gert einn ganglegan hlut síðan tímabilið byrjaði

  24. Satt hjá þér Gunnar, full svartsýnt hjá mér sem er mjög undarlegt þar sem ég er yfirleitt sakaður um að vera mikil Pollýanna og ég er sjálfur eins langt frá klopp out vagninum og hægt er, ætlaði aðeins að benda á að hann er farinn hægt af stað. Ég byrjaði að skrifa hausinn nánast strax eftir Sevilla leikinn og var kannski ekki alveg búinn að ná að jafna mig eftir svekkjandi jafntelfi þar sem við spiluðum frábærlega.

    SU ég hlusta alltaf á Football Ramble, Football Weekly, Anfield Wrap og Football Writers Podcastið svo hlusta ég stundum á 5live og 606.

  25. Ragnar Klavan er í vörninni. Er að pæla í að sleppa því að horfa á leikijj núna

Liverpool 2 – Sevilla 2

Liðið gegn Burnley.