GLUGGAVAKTIN

Podcast í beinni

Hvaða einkunn gefur þú þessum glugga hjá Liverpool?

Skoða niðurstöður.

Loading ... Loading ...



19:15 (EMK)
Nokkuð ljóst að það verður ekki mikið meira að frétta af Liverpool sem skiptir máli. Oxlade-Chamberlain bætist við kaupin á Salah, Robertson og Solanke. Nokkuð ljóst að þetta er langt undir væntingum. Það að tryggja Naby Keita næsta sumar var engu að síður mjög flott viðbót en hjálpar ekkert í baráttunni núna. Klopp ætlar augljóslega að tjalda til meira en einnar nætur hjá Liverpool og er að sanna það að hann er tilbúinn að vera mjög þolinmóður. Á móti veit ég ekki hversu marga leikmenn Liverpool hefur reynt að kaupa en reyna svo við einhverja allt aðra í næsta glugga.


18:30: (EMK)
Sakho í læknisskoðun hjá Palace er sagður vera á leið þangað fyrir um £26m. Frábært verð fyrir leikmann sem Klopp hefur ekki viljað nota en á móti styrkir það ekkert vörn Liverpool að selja miðvörð svo mikið er víst. Ekki nema peningurinn og plássið á launaskrá fari í að kaupa annan miðvörð. Rosalega leiðinlegt hvernig ferill Sakho fór hjá Liverpool enda var hann að spila frábærlega þegar hann datt úr liðinu.

Annars er ekkert í pípunum nema mögulega að Markovic fari aftur til Silva, nú hjá Watford. Þessi dagur ætlar þvi að verða frekar óspennandi hjá okkar mönnum og draumar um Lemar og Van Dijk rætast líklega ekki.

Við tökum sumargluggann betur saman í podcast þætti í kvöld, stefnum á að hafa þáttinn live frá ca. 22:00

14:09 (Maggi)

Divorck Origi er fyrsta staðfesta brottför dagsins, fer til Wolfsburg á láni út þetta tímabil en ekki virðist neitt ákveðið með framhald. Var alltaf ljóst að hann var ekki til í að verða “squad player” á HM ári. Gangi honum vel, nú er að sjá hvort hann verður aftur í rauðum búningi síðar…

11:00 (EMK) – Staðfest


9:15 (EMK) – Dagurinn byrjar bara alls ekki vel, þessir fara mjög sjaldan með rangt mál.


09:00 (EMK) – Ekki það sem við viljum heyra en vonum að þetta sé lengra komið.


00:00: (EMK) – Spennið beltin, setjið á ykkur hjálm og hnéhlífar, transfer deadline day hefur aldrei verið svona spennandi fyrir okkur Púllara.

Við uppfærum síðuna þegar eitthvað gerist yfir daginn en byrjum á að fara yfir það sem er í pípunum.

Hvað er staðfest

Oxlade-Chamberlain: Það er búið að ganga frá öllu varðandi kaup á honum, eina sem er eftir er að tilkynna kaupin og verður það líklega afgreitt snemma á morgun. Hann er líklega farinn aftur í landsliðsverkefni með Englandi. Ox valdi Liverpool framyfir Chelsea og eins Arsenal þrátt fyrir að þau hafi boðið honum töluvert betri samninga skv. féttum. Það er rosalegt statment um aðdráttarafl Klopp og segir kannski margt um katarkter Chamberlain. Hann hefur aldrei farið leynt með það að hann var stuðningsmaður Liverpool í æsku, Gerrard var idolið hans en hann valdi engu að síður Arsenal árið 2011 frekar en Liverpool. Ekkert mál að skilja það núna ef við ryfjum upp hvað var í gangi hjá Liverpool þar á undan. Hann vildi a.m.k. alls ekki missi af draumatækifærinu núna og kemur til Liverpool á frábærum aldri. Takist Klopp að gera það sama fyrir hann og hann hefur gert fyrir Lallana, Can og Wijnaldum er ljóst að þetta gætu orðið hörku góð kaup.

Naby Keita er búið að staðfesta og þarf ekki að fara frekar yfir það. Við skoðum þann leikmann svo í betra tómi hérna á síðunni, rétt eins og aðra sem koma núna fyrir gluggalok.

Hvað er í pípunum?

Thomas Lemar – Liverpool fékk leyfi til að framkvæmda læknisskoðun á honum þrátt fyrir að ekki væri búið að semja um kaup og kjör. Hann er að fara spila landsleik á morgun og því talað um að eðlilegt sé að hleypa honum í læknisskoðun til vonar og vara. Kaupi það nú ekki og trúi varla öðru en að hann verði kynntur sem leikmaður Liverpool á morgun úr því hann er sendur í læknisskoðun. Hann mun verða dýrasti leikmaður Liverpool frá upphafi gangi það eftir. Þetta er 21 árs byrjunarliðsmaður í landsliði Frakka sem var frábær með geggjuðu liði Monaco sem vann deildina í fyrra. Það verður spenna í kringum þetta á morgun.

Virgil van Dijk – Stóra spurning sumarsins, Liverpool hefur ekki svo mikið sem talað við annan miðvörð í sumar sem gefur til kynna að þeir trúi því að þeim takist að landa Dijk. Þetta verður líklega aðalmálið hjá Liverpool á deadline day.

Coutinho: Ef Liverpool kaupir Lemar og Oxlade-Chamberlain ofan á Salah kaupin er ansi líklegt að Coutinho fari og fjármagni í leiðinni megnið af þessum leikmannakaupum. Tala ekki um úr því að búið er að tryggja Keita líka. Glugginn á Spáni er opinn degi lengur sem gerir þetta ennþá verra. Á móti væri rosalegt að bæta þessum við og halda Coutinho því þá er breidd Liverpool sóknarlega skuggaleg í vetur.

Origi: Hann ver að öllum líkindum til Wolfsburg á láni og mögulega verða þeir með möguleika á að kaupa hann að þeim tíma loknum.

Sakho: – Öðruhverju liði vantar miðvörð og Liverpool er ekki að hafna £20m boði í hann ef það er ekki annað stærra í burðarliðnum, Sakho verður pottþétt ekki leikmaður Liverpool annað kvöld.

En við uppfærum þetta þegar eitthvað gerist. Það er ljóst að þessi dagur verður miklu stærri hjá Liverpool en undanfarin ár. Toppar jafnvel vetrargluggannn 2011.

131 Comments

  1. Vá. Ég var að youtuba Lemar loksins og þvílíkur leikmaður ef eitthvað er þetta að marka. Þvílíkan leikskilning og godlike sendingar. flott viðbót við þá sem að við höfum og aðeins öðruvísi leikmaður en það sem að við höfum nú þegar.
    Horfði reyndar á Oxlade-chamberlain og ég veit ekki alveg hver pælingin er með hann. ég var alltaf aðeins að fylgjast með honum og fannst hann alveg þvílíkt efni fannst hann svo aðeins detta aftur úr. Núna er ég búinn að skoða outtakes af síðustu 2 tímabilum og get ekki séð að hann sé að fara að spila mikið. ekki misskilja samt, flottur strákur og mjög góður dribbler, ég hef bara svo rosalega mikla trú á þeim drengjum sem nú þegar eru í þessum stöðum hjá okkur. En ég veit bara ekki með hann, kanski sannar hann sig. Hjálpar samt aðeins að hann er Liverpool aðdáandi og hefur sagt að honum hafi alltaf langað að vera eins og Steven George Gerrard.
    Þetta verður spennandi dagur á morgun og ég vona að við höfum ástæðu eða ástæður til að fagna á morgun.

  2. Hvernig á madur ad sofa í thessari spennu. Er semi spenntur yfir ox hann hefur Bilad potential, er rugl spenntur yfir lemar og svo audvitad verdur dijk ad detta inn thá mega jólin byrja koma svo Liverpool. In klopp I trust !!!

  3. Að mínu mati mun þessi gluggi standa eða falla hvort við náum að kaupa hafsent fyrir lok gluggans. Hrikalega ánægður með þau kaup sem komin eru og spenntur fyrir því sem sem fyrirhugað er en við verðum að ná inn varnarmanni. Lovren og Matip misstu báðir af 10 leikjum í deild í fyrra og einnig þurfa þeir samkeppni því Klavan er 1-2 klössum lakari en þeir . Einnig erum við verr mannaðir í þessum stöðum í ár þar sem Lucas er farin en hann spilaði slatta af leikjum á síðasta tímabili, einmitt þegar Klopp virtist ekki treysta Klavan fyrir verkefninu.

  4. Maður er aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn og heilt tímabil með Lovren í miðverðinum er ekki að fara vinna tvöfalt deildina og meistaradeildina….er það ekki annars markmiðið?

  5. James Pearce hjá Echo að tweeta að bæði Lemar og VVD séu ólíklegir. Ef þessi gluggi endar svona þá eru það vonbrigði.

  6. Ég held að það sé lykilatriði að fá miðvörð, einsog aðrir hér, það er munurinn á að berjast um evrópusæti eða titiliunn.

    síðan er grundvallaratriði að halda PC10, þó það væri ekki nema bara til að koma í veg fyrir fordæmi sem myndi valda því að lið sjái það sem sjáfsagðan hlut að haga sér einsog Barca, reyndar vill ég að sett væri regla innan klúbbsinns um að selja Barca aldrei nokkur leikmann í framtíðinni sama hvað boðið er. En að halda CP10 og ná sáttum við hann þannig að hann spili, og leggji sig fram gæri vel gefið okkur séns á að ná langt í evrópuboltanum, hann myndi strax skipta um skoðun um að vera ekki í evrópuboltanum.

  7. Ég held að einu kaupin sem verði staðfest í dag eru Oxlade-Chamberlain. Við stuðningsmenn bíðum auðvitað spenntir í dag eftir því að stóru dílarnir detti inn (Lemar og VVD) en mín spá er sú að það gerist ekki.

    En endilega sannið að ég hafi rangt fyrir mér #LFC !!

  8. Vitið þið nokkuð um veðmálasíðu þar sem hægt er að veðja á hvar Sturridge meiðist núna í landsleikjahléinu….?

  9. Ef Van Dijk og Lemar eru óliklegir þá er eins gott að við seljum ekki Coutinho. Ég er nokkuð ánægður með gluggann samt 4 góðir leikmenn komnir, þar af 2 mjög góðir. Kannski fáum við einhvern miðvörð á láni til að redda málunum.

  10. Nr. 12
    Ef að þeir koma ekki (sérstaklega Lemar) tel ég engar líkur á að Coutinho verði seldur og það er ekkert öruggt að hann fari þú þeir kæmu. Félagið hefur verið alveg skýrt með þetta í ágúst.

  11. Auðvitað fúlt að fá ekki Van Dijk en við erum svipað mannaðir eins og í fyrra nema að núna er fyrirliði u21 árs landsliðs englendinga Joe Gomez inn fyrir Lucas.
    Væri þá ekki Gomez 3 kostur inn.
    Ef það er bara Oxlade inn í dag þá er eins gott að coutinho fari ekki.

  12. Daníel, þetta er hrikalega gott. Sér í lagi Benny Hill útgáfan 🙂

  13. Ekki sáttur ef það kemur ekki alvöru hafsent, verða bara að sættast við Sahko kallinn

  14. #13 Einar Matthías

    Þá ætti maður að leggja pening undir, Coutinho var nálægt even money í morgun að vera áfram hjá Liverpool

  15. Sæl og blessuð.

    Hef aldrei skilið þetta VvD blæti. En hvað veit ég?

    Sé ekki betur en að önnur lið séu að kaupa hafsenda eins og enginn væri morgundagurinn, Tottenham, CP ofl. grjótharðir gaurar á færibandi og við erum að fara að borga morðfjár fyrir þennan South’ton gaur eins og ekkert annað sé í boði. Næ þessu ekki.

    Stefnir allt í að við verðum með þvílíkt mitti og gríðarlega öflugan haus en fæturnir verða brothættir.

  16. Það halda allir klúbbar spilunum þétt að sér af ótta við að selja leikmenn á undirverði ef hægt er að kalla undirverð…sennilega fer kapall af stað í lok dags eða ekkert gerist….allir pappírar eru klárir vantar bara boðin og samþykktir hjá eigendum….leikmenn eru búnir að samþykkja..

  17. Mér fynnst þetta allt of mikil peningur fyrir VVD. Þrátt fyrir þessi fáránlegu verð sem eru í gangi. Ég held að Joe Gomez sé meira tilbúinn en flestir halda, hann á klárlega eftir að troða sér framm fyrir Klavan og mér finnst hann klárlega vera mikil bæting sem 3. Miðvörður! Og honum er vel treystandi til að leisa af, ef þess er þörf.
    Lovren á eftir að bæta sig og með aukinni breidd á miðjunni og ljóshraða sóknar leiknum okkar þá held ég að vörninn okkar eigi alla vega að verða betri heldur en í fyrra

  18. Er það rétt að félagsskiptaglugginn á spáni lokar á föstudagskvöld og menn geti verið seldir frá Englandi þangað til ?

    Hvar getur maður hlustað á gluggann ?

  19. Hef staðið við gluggann, heyrt hann tala, um komandi harðræði ; )

    Takk nr 25

  20. Frá Sky:

    BREAKING NEWS

    Virgil Van Dijk has left the Southampton training ground in the back of a blacked out car.

    Where’s he off too?

  21. Echo segir ad okkar menn eru med læknalid i Paris tilbunir i læknisskodun med Lemar ef felogin nà saman um kaupverd. Varla eru menn ad senda menn til Parisar nema tad eru gòda líkur à ad felogin nai saman. Klàr bara van dökk og Lamar i dag ta er madur alsæll og þà ma coutinho fara min vegna þott best Væri ad fa alla þessa þrja og halda Coutinho lika.

  22. Thetta er buid ad vera frabaer gluggi og skiptir engu hvad gerist med coutinho eda vvd. Klopp er ekkert ad versla einhverja Paulsen, Balotelli, Carrol. dudda. hann er bara med 1 innkaupalista og ef honum tekst ekki ad na i menn af honum notar hann bara thad sem fyrir er og gefur unglingum sjens og betrumbaetir adra leikmenn. Vid hofum kleypt Salah, Solanke, Ox og Robertson sem hafa allir komid vel ut og smellpassad inn i lidid i theim leikjum sem vid hofum sed tha spila (ox undanskilinn) adrir leikmenn hafa allir verid heldur betur ad stiga upp og vornin okkar er bara buin ad vera standa sig drullu vel i sidustu 7 leikjum ef eg man rett.

    At the end of a storm there is a golden sky! YNWA.

  23. #25 stendur S hjá þér fyrir snillingur ? helvíti góður þessi hjá þér 🙂

  24. Ég tek undir með Mumma.
    Var að ræða um listann sme Klopp er líklega með og niðurstaðan var sú að ef hann fær ekki kost eitt inn þá er ekki verið að fara að kaupa einhvern bara til þess að kaupa.

    Ég trúi því innilega að Gomez sé kominn framar en Klavan í CB og vill meina að ef að VvD kemur ekki inn þá verður hann notaður. Það eru ekki einhver panic-buy sem eru að koma inn í lok þessa glugga, mikil yfirvegun í gangi.

    Fá Lemar inn og svo reyna að fá VvD en ef hann kemur ekki þá er það ekki dauðadómur.
    Ég hugsa að Coutinho sé bara bónus ef hann fer ekki neitt en At Them Moment þá er hann ekki leikmaður Liverpool og kemur inn sem nýr. Maður er hættur að hugsa hann sem part af hópnum. Þetta kemur hinsvegar í ljós.

    Það nýjasta er að City er búið að bjóða aftur í Alexis og þ.a.l ætla Arsenal að fara Full Blast í Lemar. Nú er bara að vona það besta og klára þetta!!!

    YNWA – In Klopp we trust!

  25. Hef verið aðeins efins um Uxann en fyrst Klopp er spenntur og ánægður þá ætla ég líka að vera spenntur og ánægður !

    Fá inn svona eins og einn stóran Dick og þá er glugginn orðinn ansi hreint góður segi ég….

    :O)

    YNWA

  26. Standard Chatter #33

    Sumir vilja stóra dicks og aðrir ekki. þetta er frjálst land 😉
    Þarft ekkert að reyna afsaka þig neitt.

  27. Sæl og blessuð.

    Það eru slæm bítti ef Nallar losa um 100 mills. með Chambo og Sansés og geta þá yfirtrompað okkur með Lamar. Við verðum bara að vona að piltur sjái framtíð sinni betur borgið í CL félagi sem er á rífandi siglingu en hinu þreytta og þjakaða Arsenal. Sala á PC10 gæti þar riðið baggamuninn.

  28. Ox með 9 mörk á 6 árum fyrir Arsenal. Vonum að hann verði sprækari í markaskorun hjá okkur.

    Velkominn Alex the Ox!

  29. Langt síðan maður hefur hlegið jafn mikið og í dag djöflus snild þessar lesningar.
    Ánægður með allt sem hér fer fram og hjá okkar ástkæra félagi.

  30. F5 takkinn minn er örugglega bilaður ég hamast á honum en ekkert gerist.

  31. Hérna … tók eftir því í morgun að Sakhó er kominn með númer hjá okkur, kominn með númer 3 … Hann er að vísu í mynd með gömlum búningi og allt … en ég var ekki búinn að taka eftir honum á liverpoolfc.com ….
    Er einher að reykja einhverja friðarpípu þar sem VVD er ekki að koma?
    #maðurspyrsig ….

  32. Sýnist að Gomez fái einhver tækifæri í miðverðinum í vetur…

  33. Arsenal sagt hafa verið að bjóða 100m Evra í Lemar, 92 mp

    þá er það líklega úr sögunni eða hvað?

  34. “Liverpool will pay Leipzig €75m for Naby Keita if they make the Champions League, €70m if they qualify for the Europa League and €65m if they make neither (Bild)”

    Ef við fáum Coutinho pening frá bcn ættum við klárlega að mæta þessu tilboði Arsenal og bæta nokkrum evrum við #bigspenders

  35. Jæja en og aftur virðist FSG ætla að valda okkur vonbrigðum í leikmannamálum. Hversu oft undir þeirra stjórn hefur deadline day verið hypeaður upp og valdið síðan bitrum vonbrigðum. Væri ekki svo týbískt að Coutinho væri síðan seldur á morgun bara svona til að kóróna vonbrigðin. Vongrigðarkóngarnir FSG.

  36. Bráðfyndið! Arsenal með samþykkt tilboð í Lemar en eru hættir við þar sem ekki er nægur tími til að semja við hann. Lesist…hann vill ekki fara til Arsenal. How the mighty have fallen!

  37. fyrir þá sem eru að pósta að van dijk hafi verið að yfirgefa æfingarsvæði southampton i einhverjum bíl, þá er það eins mikið bull og mögulegt er.
    það er langt siðan hann yfirgaf æfingarsvæði southampton, því hann er i landsliðsverkefni með hollandi og er að undirbúa sig fyrir landsleik gegn frökkum i kvöld

  38. “Thomas Lemar is now 4/5 to join Arsenal while Liverpool have drifted out to 7/1 from 4/1 to swoop. It’s 5/4 that the Monaco star stays right where he is.”

    Getur einhver yfirfært þessa stuðla á lengju/betsson stuðla. Er ekki alveg að átta mig á þessu. Þýðir þetta á mannamáli að það sé einn á móti sjö að hann komi til okkar. Hver er þá munurinn á 4/5 og 5/4?

  39. Lemar er ekki að fara koma né Dijk og það eina sem við fáum er eitthvað rusl frá Arsenal. Og allir eru rosalega glaðir með þetta.

  40. það er ekki tími fyrir Arsenal að klára kaupin á lemar útaf hann er að undirbúa sig lika fyrir leik með frökkum i kvöld, þannig að það verður aldrei tími fyrir okkur til að kaupa hann

  41. Ég verð að segja að það eru gríðarleg vonbrigði að njósnarar Liverpool hafi ekki getað fundið einn miðvörð í öllum heiminum sem þeir gátu sannfært Klopp um að væri betri en Lovren.

    Oxlade og Salah eru frábær viðbót, en hvernig í ósköpunum dettur forráðamönnum Liverpool að fara inní svona tímabil með Lovren og Matip sem besta miðvarðaparið okkar og Klavan og Gomez í backup.

    Það er eins gott að þeir toppi ekki vonbrigðin sem því að selja svo Coutinho í lokin.

  42. Er sammála mönnum sem eru ekkert ánægðir með Oxlade. Finnst hann ekki hafa uppá mikið að bjóða fyrir okkar lið. Er hann ekki bara hugsaður sem 6-7 maður á miðjuna? Eða hver á að víkja fyrir honum? Ég er sáttur með Salah og Solanke en vill mikið meira frá klúbbnum. Ætluðum við ekki að selja nokkra í sumar?

  43. Þetta virðist vera búið í dag. Hægt að hvíla F5 takkann það sem eftir lifir gluggans. James Pierce er allavega ekki bjartsýnn á að neitt gerist og það er nokkuð áreiðanlegt myndi ég halda.

    YNWA

  44. Sakho er í lækniskoðun hjá Palace fyrir 30m punda og verður launahæðsti leikmaðurinn hjá þeim.

  45. hvað eru þeir að reykja ef þeir vilja ekki selja Coutinho fyrir 130-150 ???? ekki það góður,,,,koma svo losa okkur við hann fyrir þetta yfirverð…..

  46. Sky segir nú að vísu 26 millur fyrir Sakho,enn ef þetta verða niðurstöður gluggans þá eru þetta bara mikil vonbrigði.

  47. Verð að játa að þessi gluggi stefnir ákveðin vonbrigði þó svo maður fagni komu Salah og Ox. Það blasti við að styrkja þurfi varnarleikinn fyrir tímabilið en niðurstaðan var að liðið missti Sakho og Lucas og fékk inn Robinson. Hvað gerist ef Matip eða Lovren verður frá í 2-3 mánuði? hvað þá ef þeir verða frá samtímis. Mér þykir ótrúlegt að liðið hafi ekki getað fundið einhvern í staðinn fyrir VVD.

  48. Jæja, ég er ekki hrifinn af því hvernig þetta er að fara.
    Jú vissulega eru kaupin á Salah góð. En hinum hefði ég öllum viljað sleppa í staðin fyrir miðvörð.

  49. Sorglegt að ná ekki að styrkja okkur í hafsentnum og fá alvöru samkeppni með Matip og Lovren. Gomez og Klavan of langt frá þeim í gæðum. Erum liklegast með slakasta þriðja hafsent í topp 7 liðunum. Gæti orðið okkur að falli þetta tímabilið.

  50. Ég er bara þokkalega sáttur með gluggann. Ekki fullkominn en við fengum inn fjóra menn sem við vildum. Einn til tveir í byrjunarliðið og hina uppá breiddina. Svo tryggðum við okkur öflugan miðjumann fyrir næsta tímabil. Já við fengum ekki miðvörð sem er mjög svekkjandi en ef þessi kaupstefnu heldur áfram (kaupa bara menn sem við viljum) þá verður liðið orðið svakalegt innan skamms tíma.

  51. Shalah solanke moreno gomez robertson taa can og uxinn javnvel sturridge allt nýjir leikmenn eigum clyne lallana og coutinho inni þetta er ekkert stress

  52. Hvað er i fkn gangi. Ætlar maðurinn ekki að kaupa annan hafsent?? Kaupin á Ox eru tilgangslaus upp á st.11 að gera heldur eru kaupin bara upp á breiddina. Vörnin okkar er hroðaleg. Lovren gerir allt of oft mistök og Ragnar Klavan er eitt mesta rusl sem ef hef séð lengi. Matip er frábær en hann mun meiðast og það þýðir að Ragnar fer inn í stöðuna fyrir fyrsta meidda hafsent okkar. Er flókið fyrir Klopp að kaupa varnarmann. Ég er ekki sáttur með þennan glugga hræðilegt að fá ekki Van Daijk.

  53. hvenær hættir þetta blessaða sakho rúnk samt ? jújú fínasti leikmaður og allveg klárlega væri hægt að nota hann en fjandinn hafi það við erum ekki að missa sergio ramos gæði úr liðinu. liðið lak allveg afskaplega mikið með sakho innanborðs og hann var allveg að fá svipaðan skít og Lovren er að fá t.d átti hann ekki mistök í öllum 3 mörkum dortmund á okkur? hann brýtur agareglur klúbbsins og finnst mér bara flott að klopp skuli koma bara með skýr skilaboð það er enginn stærri en klúbburinn skiptir ekki máli hvað þú heitir ef þú getur ekki sýnt liðinu og reglum virðingu þá ertu bara út. Hann fór til CP á láni í fyrra og spilaði einhverja 8leiki aður en hann meiddist hann er álíka mikil meiðslahrúga og okkar mestu meiðslahrúgur. ég er allveg sannfærður um það að við hefðum ekki verið neitt ofar á töflunni í fyrra með sakho innanborðs. flottur leikmaður en nenni ekki þessu að liverpool færi úr því að vera svona gott top4 lið í það að berjast um titilinn með því að bæta sakho inní liðið

  54. Vá hvað maður er orðinn langþreyttur á þessum endalausu uppgjöfum á lokametrunum.

    Lemar, maðurinn fékk leyfi til að fara í læknisskoðun, .. Arsenal búið að fá samþykkt tilboð svo það hefði verið hægðarleikur að rusla þessu í gegnu einn tveir og bingó.. en nei.

    Þetta er gömul saga og ný, að annaðhvort gefst Liverpool upp eða þá hinir stóru klúbbarnir nappa þeim sem við erum á eftir fyrir framan nefið á okkur !!!

    HELVÍTIS DRASL!

  55. AFHVERJU ERUM VIÐ AÐ SELJA SAKHO EF VAN DAIJK ER EKKI AÐ FARA KOMA!! ER Klopp heilaþveginn. Ætlar hann ándjóks að nota Ragnar Klavan?? Klopp lærir aldrei af neinum mistökum sem hafa kostað hann titla hjá liverpool. Verslar alltaf sóknarmenn en hann sýnir engan metnað í að styrkja hafsenta stöðuna okkar!!!! Góð vörn sigrar titla. Kauptu annan hafsent nún herra klopp eða við munum ekki gera rassgat þetta árið.

  56. Alveg magnað að menn hafi virkilega trúað því að Liverpool yrðu “busy” á lokadeginum með kaupum á Lemar, Dijk og fleirum.

  57. Þurftum alltaf miðvörð, þetta verður gjörsamur hausverkur enn og aftur, Lovren og Matip eru menn sem meiðast reglulega. Liverpool vissi alltaf að Sakho færi og það losnaði þá launapakki fyrir öðrum miðverði en ekkert plan B. Okei ég skil það vel að Klopp vilji bara sitt A plan en þetta er deild, meistaradeild, 2 bikarkeppnir. Plús það að Lucas er farinn sem leysti þessa stöðu oft, er hann að hugsa um að Can hoppi þarna inn þegar allt fer illa? Svo er reyndar Gomez og ég bið til guðs hann haldist heill í vetur.
    Með 2 kaupum í viðbót hefði þetta verið rugl góður gluggi!
    En ætli Coutinho verði þá ekki áfram og plís förum ekki að þvinga því ofaní okkur að segja “að halda Coutinho er eins og ný signing”

  58. Flottur gluggi hjá liverpool í ár fyrir utan þetta VVD klúður í byrjun sem gerði það að verkum að við náðum ekki í hann en ég er á því að í janúar verður annað tækifæri.

    Ryan Kent að fara til Þýskalands á lán :/
    Hefði viljað halda honum hjá liðinu í ár. Fannst hann frábær á undirbúningstímabilinu og vildi hafa hann nálagt liðinu. Spila bara með U23 liðinu, vera svo í deildarbikar og til taks Þegar(ath ekki ef) meiðslinn vera mörg.
    Fyrir þá sem vita ekkert um þennan strák þá er hann með mikinn hraða og sprengikraft en það er eins gott að hann sé að fara að spila mikið í þýskalandi því annars hefði hann átt bara að halda sig hjá okkur og æfa með Salah/Mane og fylgjast með hvernig þeir nota sinn hraða og kraft.

  59. Með fyrirvara um að ekki verði gerð fleirri kaup þá virðist þetta vera enn einn glugginn með mjög takmarkaðri nettó eyðslu….persónulega tel ég það ákveðið vandamál þar sem titlar vinnast nánast undantekningarlaust hjá þeim liðum sem eru með mikla nettó eyðslu (leicester augljós undantekning.

    Horfandi á tvo síðustu sumarglugga er hinsvegar ljóst að hópurinn er að styrkjast verulega og ég er mjög hrifinn af þeim leikmönnum sem Klopp og hans menn eru að fá til liðsins.

    Augljóst vandamál síðustu ára er hinsvegar því miður ekki lagað. Varnarsinnaður miðjumaður og annar hafsent hefði ég alltaf haldið að væri forgangsatriði til þess að færast nær titlum. En niðurstaðan er Kamakaze sókn sem verður ein sú besta í Evrópu hugsa ég og við komumst ansi nálægt titli 2013-2014 með þannig hóp.

    Varðandi leikmennina þá er ég sannfærðu og hef alltaf verið að við vorum að fá geggjaðan leikmann í Salah og á frábæru verði. Ox er mjög góð viðbót þó hann sé ekki augljós byrjunarliðsmaður þá fær hann fullt af leikjum og styrkir bekkinn gríðarlega. Solanke virðist einnig hafa impressað þjálfaraliðið það mikið að þeir eru tilbúnir að lán Origi þar sem hann er eflaust niður í goggunarröðinni. Kaupin á Keita er gríðarspennandi en því miður dugar það skammt þetta tímabil. Erfitt að átta sig á Robertson, hann í það minnsta mun ekki hafa mikið um það að segja hvort við náum að bæta síðasta tímabil hugsa ég.

    Að halda Coutinho (með fyrirvara um að það breytist ekki) er jafnframt ÓGNARSTERKT fyrir klúbbinn og ég held að hann sé að fara að taka stökk í að verða einn allra besti leikmaðurinn í PL á þessu ári.

    Til lengri tíma séð mun þessi kaupstefna hjálpa klúbbnum að halda sér meðal bestu liða í PL, engin spurning. Leikmenn eins og Joe Gomez og TAA eru í dauðafæri að stimpla sig inn í hópinn á þessum vetri og fá eflaust slatta af leikjum, sem er gott því báðir eru mikið efni.

    Að fá 2 – 3 leikmenn í hverjum glugga sem bæta byrjunarliðið er uppskrift að einhverju mjög spennandi en maður er samt með súrsætt bragð í munninum.

  60. Það var ekkert erfitt að sjá í vor að fyrst og fremst þarf að laga vörnina, fatta ekki af hverju fleiri miðverðir voru ekki skoðaðir.

    Í barnalegri von sit ég hérna í tvo tima og 10 min í viðbót og vona að enhver sterkur miðvörður hafi verið í viðræðum við okkur og komi á þessum tíma, hafandi svifið undir ratar pressunar allan þennan tíma, en ég er ekki að halda niðri andanum.

  61. Við ándjóks seldum Sakho og van daijk er ekki að koma. Ragnar Klavan fær þá mikin spilatíma. Hvað gerist ef matip og lovren meiðast? Guð minn almáttugur!! Klopp hvað er i gangi!! Kauptu fkn annan hafsent og það strax. Lærir aldrei af neinum mistökum. Vörnin kostaði okkur titla í fyrra og þú kaupir bara Robertsson hahahahahahah!! Stundum á eg erfitt með að skilja þig herra klopp.

  62. Hjörvar “ef maður vinnur leiki 4-3 þa vinnuru ekki deildina. gummi ben “ju ef maður vinnur alla leikina 4-3 þa vinnur maður einmitt deildina hahaha sókn er besta vörnin

  63. Jæja koma svo, klára þessa coutinho sölu. Ekki á þessi maður að fá að spila fyrir félagið aftur? Ég vona þá að hann fái Sakho meðferð. Ekki var hans framkoma neitt betri allavega.

  64. Við keyptum bara einn byrjunarliðs mann og erum að selja og lána alla. Getum ekki notað keita fyrr en eftir 1 ár. Salah eru einu st.11 kaupin. GUÐ MINN ALMÁTTUGUR

  65. Mér er sama þótt að Messi sé að koma. Þurfum ekki neinn sóknarmann. Kauptu fkn hafsent Klopp!!!

  66. Gaf þessum glugga 1 í einkunn. Hefði gefið 0 ef það hefði verið hægt. Það er bara búið að vanta annan miðvörð í 16 mánuði.

  67. Gjörsamlega orðlaus að liðið hafi ekki styrkt vörnina á heilu sumri á leið í meistaradeild! Einn neðrideildarbakvörður og búið. Sahko farinn svo við sitjum uppi með svissnesku ostavörnina. Eins gott að það verðir skoruð 3-4 mörk að meðaltali.

  68. Vonandi eru menn með blekfullan penna á leiknum í Frakklandi. Lemar að smellonum.
    YNWA

  69. Úff, enn einn tröllaskituglugginn í boði viðbjóðslega FSG – takk fyrir það.
    Vonandi fara þessar hamborgarapressur að selja klúbbinn til einhverja sem hafa einhvern áhuga á Liverpool FC og vita eitthvað um íþróttina.

  70. Klopp var að hringja og hefur miklar áhyggjur af stuðningsmönnunum frá Íslandi eftir þennan glugga en ég sagði honum ekkert að vera að stressa sig um of og að við værum með mjög góða lausn á þessu fyrir þá sem eru alveg að fara yfir um því við getum alltaf hringt í 113 allan sólarhringinn.

  71. Miðað við væntingar fyrir opnun gluggans þar sem talað var um strax í apríl að vinnan væri byrjuð , er ekki hægt annað en að finna fyrir vonbrigðum. Það hefur gargað á mann að liðinu vanti miðvörð lengi en maður hafði þá amk vonast eftir flottum djúpum miðjumanni til að verja vörnina.(líkt og öll lið leggja up með, Englandsmeistararnir spiluðu meiraðsegja með tvo)
    Það er gömul og góð tugga sem segir: sókn vinnur leiki, vörn vinnur titla

  72. 5 mín eftir af Frakklandsleiknum, þá verður einn og hálfur tími eftir af glugganum. Klárum þetta þá bara…tökum þennan hollenska líka með

  73. Já verð nú að játa það að manni finnst maður vera svolítill kjáni að hafa haldið að þessi dagur yrði eitthvað öðruvísi en það hefur hér með sannast að FSG eru getulausir með öllu í leikmanna málum þvílík vonbrigði.

  74. Lemar með annað.
    Það sem kemur út úr þessu að minnsta kosti, þá eru nokkrir orðnir svo spenntir fyrir Liverpool að það verður bara formsatriði að hala þá inn í janúar.

    Þreyta laxinn strákar.

    YNWA

  75. vonandi er klopp í símanum til frakklands núna með tilboð sem verður samþykkt.

  76. Mér finnst alltaf findið að lesa fýlukomennt frá aðhangendum míns liðs sem eru fullkomnlega óréttlátar og veruleikafirtar.

    “það hefur hér með sannast að FSG eru getulausir með öllu í leikmanna málum ”

    FIrmino
    Coutinho
    Sturridge
    Mane
    Salah
    Henderson
    Can
    WIjnaldum
    Lallana
    Matip
    Lovren

    Hljóta þá allir að vera leikmenn sem eru alveg vonlausir.

    Ég get skilið að menn séu fúlir að Van Dijk skildi ekki vera keyptur en það er erfitt þegar Southam neitar með öllu að selja leikmanninin. Jafnvel þó hann biðji um sögu. En ef við skoðum þennan glugga þá var hann fínn.

    A- Salah er orðin lykilmaður í liðinu.
    B- Solanke er allavega það góður að Origi var sendur á lán og því greinilega fyrir ofan hann í goggunarröðinni.
    C- Andy Robertson lofaði góðu í fyrsta leik sínum og var með betri mönnum á vellinum
    D- Við gátum ekki keypt Keita fyrir árið ár en tryggt honum krafta hans á næsta ári og margir vilja meina að þar erum við að með heimsklassamiðjumann í höndunum sem gæti jafnvel orðið betri á næstu árum.
    E- Við kaupum byrjunarliðsmann Arsenal, sem valdi okkur fram yfir sitt eigið lið og Englandsmeistarana.

    Hvernig væri svona til tilbreytingar að ræða málin bara af raunsæi í stað þess að vera með svona fáranlega digurbarkalegar yfirlýsingar sem eru ekki í neinni snertinu við veruleikann ?

  77. VVD er ekki einu sinni í þessu arfaslaka Hollenska landsliði sem var að grúttapa fyrir Frökkum. En að því sögðu er það dálítið skrítið að Klopp hafi ekki verið með annan miðvörð í sigtinu ef VVD myndi ekki ganga upp.
    Liverpool bauð ekki einu sinni í VVD í allt sumar.

    Ég er samt bara nokkuð sáttur með gluggann og er langt frá því hafa miklar áhyggjur af þessu.

    YNWA

  78. Þvílíkt væl hérna. Eins gott að þið haldið ekki með Arsenal.

  79. Kaupa bara einhvern miðvörð og þá verður allt í góðu.
    Er mönnum alvara?

  80. Sæl og blessuð.

    Já, þessi Lemar er svakalegur og Mbappe ekki síðri. Svosem voru Frakkar manni yfir og seinnam ark Lemars var bara pot – 3 á móti markmanni. Ég hefði jafnvel getað skorað úr þessu færi!

    Var DvV í vörninni í þessum 4ra marka sigr Frakka? Sá hann ekki. Veit einhver af hverju þessi hann var ekki í hinni mjög svo vanmáttugu varnarlínu þeirra niðurlensku?

    Varðandi gluggann:

    Plúsar: Erum með þéttari, betur þjálfaðan og markvissari hóp en ég man eftir í seinni tíð. Fengum mögulega prospect sem gæti orðið að einhverju djúsí. Salah verður með bestu mönnum í vetur og eigum mikið til skiptanna af sóknarmönnum. Sóknin er mjög breið og það er af sem áður var þegar við áttum nánast engan potara í liðinu. Solanke á eftir að brillera í okkar röðum og mögulega nýtast Woodburn ofl. í miðjuhlutverkum. Já og miðjan er mjög þétt. Ef Coutinho fer ekki fet, þá erum við með marga fína fætur þarna í mittinu og svo kemur nýtt tímabil og þá fáum við hinn langþráða Keita. Allt fínt.

    Efasemdir: Held alveg þvagi yfir Chambo. Einnig yfir þeirri staðreynd að hann skuli halda með Liverpool, minnugur Ricky slow-mo Lamberts. Svo er magnað að Chambo skuli vera dýrari en Salah. Hvað er það??? Þeir mætast á vellinum, annar með 9 í einkunn og hinn með 3!

    Neikvætt: Af hverju í veröldinni var ekki plan B, C … og F ef þessi ofmetni DvV myndi ekki ganga í raðir okkar – sem virðist hafa legið fyrir einhvern timann í vor??? Hvaðan koma þessir hafsentar sem hin liðin eru að tryggja sér hver af öðrum? Svo finnst mér það furðulegt að vera fram á síðasta dag, sem þ.a.a. er leikdagur Lemars að reyna ganga frá kaupum á honum. Átt að rétta honum vatnsbrúsa í leikhléi og samning?

    Jæja, í lok þessa glugga eru enn stórar veilur í liðinu. Það er bara þannig. Svo kemur ljós þegar meiðsl fara að gera vart við sig ofl. hversu dýrkeypt það verður að hafa ekki unnið sína heimavinnu betur. Ég vænti þess að þeir séu þegar farnir að skafa snjóinn af janúargluggianum og séu tilbúnir í viðræður svo ekki verði meira panik.

    Allt annað væri glapræði.

  81. Ohh alltaf svo gaman að lesa þegar menn eru fúlir yfir skitu fsg að þa koma menn og setja sig a háan hest og kalli okkur verri stuðningsmenn og annað. Það er gott að þið sættið ykkur við meðalmennskuna.

    Liverpool er ekkert nema meðal lið og hefur verið lengi. Vinnur aldrei neitt og ekki gert lengi. Ég get bara þvi miður ekki sætt mig við þessa eilifu meðalmennsku ár eftir ár eftir ár. Alveg orðið óþolandi bara.

    Jæja sorry búinn að pústa og get núna hætt að pirra mig yfir þessu.

  82. Ef Matip meiðist það þýðir Lovren og Ragnar Klavan hahahahahahahahahahhah guð hjálp okkur. Ut af þessari skítavörn verðum við bara í baráttunni um 4.sætið. klopp lærir aldrei af neinum mistökum

  83. Er klopp á lyfjum??

    Einn þokkalegur miðvörður, hinir drasl meistaradeildartímabil framundan, ef tímabilið fer í vaskinn í vetur útaf þessarri vörn þá á fær hann að svara fyrir það helvískur.

  84. ….Sorry misti mig i gleðinni!

    Hélt að stuðnings “maður – kona” væru þeir/þær sem hrópuðu mest og hæðst!!! Annað er sko uppi á teningnum!!!!

    Í guðanna bænum finnið ykkur annað lið… eitt er að vera ósammàla og annað að hafa vit! Ekki veit ég betur en það sem “ER AÐ GRRAST”

    AVANTI LIVERPOOL

  85. Vonbrigdi ad fa ekki varnarmann annars ánægdur med thá 4 sem Komu. Hefdi reyndar viljad hafa Kent í vetur leit vel út á preseason

  86. Við stóðum fast á okkar og héldum Coutinho. Það er eins og það sé bara sjálfsagt allt í einu.
    Tryggðum okkur einn af eftirsóttustu ungu leikmönnum í evrópu í dag í Keita.
    Keyptum Salha á slikk sem lítur nú út fyrir að vera gjöf en ekki gjald
    Keyptum Ox sem ég hef mjög mikla trú á og held að eigi eftir að reynast okkur vel.

    Ok við keyptum ekki miðvörð, lítið hægt að gera í VVD en hefðum örugglega getað fengið bara einhvern annan, en erum við ekki búnir að gera nóg af slíkum vitleysis kaupum undanfarin ár.

    Og svo öskra menn hérna eins og við höfum misst okkar bestu menn og ekki keypt neinn.

    Aðeins að róa sig.

  87. Það var að koma núna staðfest frá live útsendingu Sky Sports að Liverpool bauð aldrei í Van Dijk í dag

  88. Southampton segir við Sky sports að ekkert formlegt tilboð hafi borist í VVD. Meira leikritið hjá FSG.

  89. Hefur ekki Barcelona morgundaginn til að bjóða í Coutinho? Tók Lemar 5/4 að hann yrði um kyrrt.

  90. Rosalega er þetta nú samt mikið rugl, að loka ekki þessum glugga áður en tímabilið hefst.

    Hefði viljað Van Dijk. En er samt á því að vörnin sé sterkari en á síðasta tímabili með innkomu Robertson, Moreno og Gomez. Ég ættla að hafa trú á vörninni í bili.

    Eins finnst mér gott að losna við Lucas og Origi. Þetta voru leikmenn sem ég vildi aldrei sjá í byrjunarliðinu og helst ekki á bekk. Ágætir en ekki nægilega góðir.

    Áhyggjuefnið er samt Coutinho, hvað gerist þar. Ég hefði vilja sjá hann fara. Selja hann og kaupa Lemar frá Monaco hefði verið flott að mínu mati.

    Annað er markvarðastaðan, Mingolet er ekki nógu góður. Markvörur á að vinna stig fyrir liðið ekki tapa þeim.

    Svo verður fróðlegt að sjá hvort Klopp takist að gera Ox að þeim leikmanni sem allir þykjast sjá í honum. Ekki tókst það hjá Wenger.

    Áfram Klopp og áfram Liverpool!

  91. Sæl öll.

    Miðað við sum kommentin hér mætti halda að við hefðum klúðrað Meistaradeildinni og værum með 1 stig eftir 3 leiki og að Arsenal hefði unnið okkur 3-0 á laugardaginn.

    Að engin leikmaður hefði verið keyptur og að FSG hefðu sagð Klopp að nota bara bestu varnarkonurnar í Liverpool Ladies.

    Það er nú þannig í þessum heimi að maður fær ekki allt sem mann langar i, mig hefur lengi langað í Benz en aldrei getað fjárfest því ég á ekki nægan pening og verð því að sætta mig við annan ódýrari bíl sem by the way gerir alveg það sama og Benzinn hann keyrir aftur á bak og áfram ég kemst þangað sem ég ætla mér en kannski á aðeins lengri tíma. Kannski vill Klopp ekki eyða trilljónum í leikmenn sem er ekkert endilega betri en það sem hann hefur.

    Ég veit allavega að ég hef ekki hugmynd um hvað er að gerast í þessum málum það eina sem ég veit er að refresh takkinn á tölvunni er ónýtur eftir daginn,neglurnar á tám og fingrum nagaðar inn að kviku og hárið rifið og tætt. Vonandi næ ég að safna nöglum og hári fyrir næsta glugga og jafnvel að láta laga takkann.

    Fyrir mér er framtíðin alveg jafn björt og hún var á mánudagsmorgun þegar við vöknðum eftir sigurinn….sömu duglegu strákarnir ætla að spila fyrir okkur og meira að segja bættist einn við sem er með Liverpool hjarta og ég er nokkuð viss að það eitt gerir hann að betri leikmanni heldur en Couthino vinur minn sem hefur seðla í hjartastað.

    Þangað til næst….

    ÉG TRÚI YNWA

  92. það var óþolandi þegar Liverpool var að kaupa B,c.d leikmenn á sínum tíma!
    gæti ekki verið sáttari við að hafa sleppt lampanum þegar sófin var ekki til.

    Inn í glugganum
    salah vel gert
    ox vel gert
    robertson/solanke uuu hverjir eru það?
    en sjáum hvað gerist!
    keita! vel gert

    átti Liverpool í alvöru að láta draga sig í 70mp í varnarmann saints afþví bara?
    hann verður örugglega falur aftur fyrir minna verð klopp jafnvel tilbúin með annan í næstu 2 gluggum.
    lemar 92mp ??? rólegir!

    verum soldið þolinmóð Róm meina liverpool verður ekki byggð á einum degi.

    öll þessi kaup lofa góðu!
    og með couto heilan í rauðri treyju lítur þetta lið bara ansi vel út.
    efast ekki um að það verði byggt ofan á þetta svo í framhaldinu. ég fer sáttur að sofa.
    eina sem boggar mig er að Can sé ekki búinn að skrifa undir.

  93. Er að horfa á komu Alex-Ox Chamberlain á Melwood og ég verð bara að segja að hann virkar eins og það sé þungu fargi létt af honum. Smælar út í eitt og talar um hvað hann sé ánægður að vera loksins kominn til Liverpool.

    Getur verið að við séum að fara fá töluvert betri leikmann en menn telja. Við vitum allir að þessi gaur getur alveg spilað fótbolta og hefur líkamanlegan styrk og hraða. Þurfti hann ekki bara nýtt challenge?

    Ég er allavegana sáttur að fa hann í hópinn. Enda elskum við gaura sem vilja virkilega spila fyrir Liverpool. Vonandi reynist hann okkur vel. Ég hef trú á honum.

  94. Ef Lemar verður okkar þá notum við Can í miðvörðinn og widnjaldum hættið þessu væli, viljið þið ekki bara fara grenja?

  95. „FSG hefðu sagð Klopp að nota bara bestu varnarkonurnar í Liverpool Ladies.”

    Í merkingunni að þær væru betri eða verri en Lovren og co?

    Að skipta fótbolta í alvöru og kjedlinga er leiðinlegt, finnst mér.

  96. Þið sem eruð að drulla yfir vörnina í tíma og ótíma – Í nútímafótbolta þarf miðjan að verja vörnina að miklu leyti og sjaldan heyrist krítík á miðjuna hvað vörnina snertir…..

    Oxinn er flott viðbót og við eigum fína varnarmenn og Klopp veit mun meira um fótbolta en við hérna og þessi gluggi var bara fín viðbót við þetta klassalið sem við styðjum með ráðum og dáðum – allavega við flestir.

  97. VVD hlýtur að vera *brjálaður* ef það er satt að ekkert tilboð hafi borist. Hann var búinn að gera allt á sínum enda til að þröngva fram sölu og hvað gerum við?! Sitjum hjá. Klúður.

    Annars er vandræðaháttur Chelsea í sumar kostulegur.. Lukaku, Matic, Uxinn, Llorente og nú Barkley að hafa þeim.. og enda á að kaupa Danny Drinkwater á 35/40m 😀

    Vona bara að Coutinho verði enn okkar eftir morgundaginn og þá er ég sáttur

  98. Hvernig endaði Sakho? Fór hann til Palace? Finn ekkert staðfest um það.

    Væri kannski fín redding ef þeir myndu bara sættast og hann myndi bætast við liðið. Ef það gerist, Can skrifar undir samning og við verðum heppnir með meiðsli í vetur er allt hægt. Glasið mitt er hálffullt.

  99. Coutinho verður svo vonandi seldur á yfirsprengdu verði á morgunn. þá er þetta bara gott. Góður gluggi finnst mér. Afhverju að kaupa menn á yfirsprengdu verði ?? kaupa miðvörð á 60+..kjaftæði og frakkann á 90+ ???..common…seldum í dag og seljum á morgunn og þá eru komnir aurar í kassann fyrir næsta skref. okkar varnarmenn eru ekkert lélegir heldur er þetta kerfinu að kenna, allir framm og enginn aftur. þurfum helst að fá eða búa til djúpan miðjumann sem situr og ver vörnina og bakka að eins með bakverðina ,,,,kerfið er gallað .. en Klopparinn verður líka að fá sinn tíma til að finna út úr þessu.

  100. #100 glugginn á spáni lokar reyndar ekki fyrr en á miðnætti á morgun.

  101. Það eru nú komin það margar athugasemdir hérna inn að maður les ekki alveg frá byrjun en mig langar að setja hérna inn mína pælingu (líklegt að einhver hafi lesið hana áður en það verður að hafa það).

    Það er búið að loka glugganum og nú verða menn taka sig saman í andlitinu og horfast í augu við það sem er í gangi.

    Það er enginn að segja mér að það hafi ekki komið boð í van Dijk í dag eða í gær. Þetta er leikmaður sem er nr. 1 í CB stöðuna hjá Klopp og það er alveg klárt mál að hann fór á eftir honum. Það er einfaldlega líklegt að Southampton hafi einfaldlega sagt “Nei” líkt og við gerðum með Coutinho. Menn geta ekki verið að arga á þá ákvörðun ef að menn eru sáttir við okkar framgöngu gagnvart Barca. Klárt mál!
    Það er hinsvegar ekki að koma inn leikmaður “B” inn en það er einfaldlega vegna þess að það er ekki “B” leikmaður til taks. Þessi B leikmaður er að öllum líkindum Joe Gomez og ég persónulega myndi fagna því.

    Ef að Lemar og Chamberlain hefðu komið inn í dag þá hefði þessi gluggi verið alveg 100% gluggi. Ef að VvD hefði komið hefði hann verið 180% en menn verða nú að komast niður á jörðina.

    Chamberlain, Salah, Solanek og Roberson eru klárlega leikmenn sem eru menn sem auka bæði breiddina og gæðin í liðinu. Sbr. að nú er Origi farinn á láni og er það mögulega Salenke effects. Klárlega.
    Chamberlain er kominn inn sem Squad Player (ásamt Solanek og Roberson) en er klárlega að fara að spila ágætlega stóra rullu hjá okkur. Það eru ca. 2 ár síðan að ég kallaði á að kaupa Ox…loksins!!!

    Ég er þokkalega bjartsýnn en ég vona innilega að Gomez sé maðurinn sem er hugsaður sem nr. 3 en ekki Klavan en samt sem áður hefði VvD verið mikið meira en Velkominn.

    Horfum á þetta raunsætt. Við fórum inní CL á þessari leiktíð, erum búnir að kaupa Keita sem kemur á næsta ári, Lemar segir “Nei” við Arsenal þar sem hann vill koma til okkar, Ox kemur til okkar því hann einfaldlega vill það og við höldum Coutinho sem kemur alveg pottþétt inn.

    Bjartir tímar framundan….heyrðuð það fyrst hér!

    YNWA – In Klopp we trust!

  102. Fyrir mér eru nokkur prinsipp statement komin á hreint.
    Klopp treystir sínu liði. Þar með talið back 5 (enda hefst vörnin á fremsta manni )
    Liverpool selur ekki sína bestu menn.
    Liverpool gengur ekki fram af björgum til að sækja menn.
    Liverpool sækir í hugarfar samhliða gæðum.
    Liverpool hugsar nokkra leiki fram í tímann og hnoða bæði inn í janúargluggann og sumarið.

    Ergó… Liverpool eru contenders í vetur og næstu árin.
    YNWA

  103. Vörnin verður því og miður áfram okkar Trabant – Skil bara ALLS EKKI þetta metnaðarleysi .

  104. Sæll Henderson1 #109

    Liverpool Ladies spila flottan bolta og gætu alveg spilað með strákunum ég var ekki að segja að þær væru lélegar eða að Lovren og Co væru verri en þær. Ég var einfaldlega að koma með smá myndlíkingu á því hvernig sumir hér sáu félagsskipta gluggan.

    Ég bið þig afsökunar og alla þá sem tóku því þannig að ég væri að gera lítið úr konunum eða þeim leikmönnum sem við höfum.

    Það er allur fótbolti alvöru hvort sem það eru konur eða karlmenn að spila.

    Og svo bara svona til að benda þér á þá er orðið kjedling ekki skrifað kjedling heldur kerling.

    Þangað til næst

    YNWA

  105. Einso er er glugginn rett yfir pari, ef CP10 verður seldur, þá förum við veikari inn i þessa leiktíð en þá i fyrra.

    Vandinn er vörnin, það vantar miðvörð, svo einfallt er það. Ef það hefði bara átt að kaupa einn leikmann, þá hefði það átt að vera miðvörður. Það að við höfum breiðari hop þá er það ekki rétt við höfum færri spilandi leikmenn i hlutfalli við mögulega leiki en i fyrra.

    Þessi gluggi fær falleinkun vegna þess að enginn var fenginn inn i þá stöðu þar sem okkur mest vantar styrkingu.

  106. 7/10

    Ánægðastur með það að það voru bara keypt gæði en ekki uppfyllingarefni, engin panik kaup og það verður að viðurkennast að liðið hefur litið hrikalega vel út í 1. leikjum tímabilsins, ég var á vellinum í seinni leiknum á móti Hoffenheim og það var unun að fylgjast með framlínunni hjá okkur og það án Coutinho sem er okkar lang mest skapandi miðjumaður. Það er svo mikið af mörkum í þessu liði og hápressan er orðin svo rosalega effective að vörnin er ekki eins hrikalega berskjölduð eins og á síðasta tímabili td.
    Innkoma Keita á næsta tímabili verður svo eins og olía á eldinn í varnarvinnunni.

    ManéFirminoSalah (MaFakkaS) verða bara að standa sig betur en öftustu 5 hjá okkur í vetur og þá lyftum við dollunni, allir sáttir og rúmlega það :p

    VirgilVD á einhverjar 70 mills er bara bull.
    Hvað hefur þessi ágæti leikmaður afrekað til að réttlæta þetta sturlaða verð, þetta er varnarmaður! Soto keyptu hann á 13mill fyrir 2 árum. Það mætti halda að hann hafi verið besti leikmaðurinn í EPL 2 ár í röð og unnið FIFA Ballon d’Or í fyrra. Ég veit að markaðsverðið hefur snúist uppí einhvern Monty Python farsa í sumar en halló, verum raunhæfir. Ok.

    Það að Bendikt Howedes(29ára) hafi farið til ítalíu meistarana í Juve á árs láni fyrir 3m evra með forkaupsrétt á 13m evra truflar mig LANG mest í þessum glugga, maður sem spilaði í vörninni hjá Schalke með Matip, búin að vera capt. í 6 ár. Massív leikreynsla, heimsmeistari með Þjóðverjum, spilaði alla leikina á HM2012. Er búin að missa af rétt rúmlega 80 leikjum á síðastliðnum 8 tímabilum sem er ekkert svakalegt fyrir varnarmann. Leikmaður sem hreinlega öskrar gæði!

    Annars sofna ég vel sáttur.

    Up the mighty Reds!

  107. meira bullið að þessi gluggi sé opinn þegar tímabilið er byrjað.. og svo eru lið að sækja um frest og glugginn i þessu landi lokar í dag og næsta landi á mrg og næsta eftir vikur osfv… núna er komið deadline hvað verður um coutinho og sakho ? það verður tíminn að gefa í ljós þó það sé komið DEADLiNE.

Chamberlain á leiðinni

Podcast – Plan A eða ekkert!