Chamberlain á leiðinni

Nú er rúmur sólarhringur í að glugginn lokist, og það virðist hafa komist hreyfing á mál Alex Oxlade-Chamberlain sem skv. öllum fréttum ætti að verða leikmaður Liverpool innan skamms. Hann ku hafa hafnað launapakka upp á 180k pund á viku hjá Arsenal, ásamt því að hafa hafnað því að ganga til liðs við Chelsea, og talað um að hann sé að fá 125k á viku hjá okkar mönnum, og kosti litlar 35M punda. Hér á bæ sé horft á hann sem leikmann sem taki við Milner til langs tíma.

Chamberlain (oft kallaður Ox, en það er víst Arsenal uppfinning og verður því væntanlega ekki notuð hér) var víst Púlari á sínum yngri árum, og hefur litið mjög upp til Gerrard sem leikmanns.

Með þessum kaupum er væntanlega verið að styrkja hópinn, sem er bara hið allrabesta mál ef horft er á væntanlegt leikjaálag í vetur.

Fyrr í vikunni var talað um að það yrði aðeins farið í að kaupa Chamberlain ef Lemar kaupin myndu ekki ganga upp, en nú eru að berast fréttir af því að mögulega sé búið að samþykkja tilboð í Lemar, svo e.t.v. koma þeir bara báðir!

29 Comments

  1. Ef satt er að Uxinn sé að hafna Chelsea fyrir Liverpool og sé þar að auki að koma til Liverpool á lægri launum en honum var boðið hjá Arsenal þá er ekki annað hægt en að vera sáttur við hugarfarið hjá honum.

  2. Það var algjörlega nauðsynlegt að fá inn leikmann sem getur spilað á köntunum því að Mane og Salah eru klárlega ekki að fara að spila alla leikina.
    Þetta er hörkuleikmaður þannig að ég er sáttur og ef að Lemar kemur líka þá hlýtur coutinho að vera að fara, sama hvað menn segja.

    En ég er samt áhyggjufullur varðandi vörnina, það virðist vera Van Dijk eða engin og það er ekki hughreystandi að vita að Klavan sé 3 kostur í vörnina þótt að ágætur sé. Við sáum bara oft í fyrra að við vorum bæði án Lovren og Matip.

    En það er ennþá tími.

  3. Sælir og takk fyrir gott innlegg , er virkilega sáttur með þessi kaup á Uxanum , erum með óslípaðan demant í hendi og gæti vel séð fyrir mér Alex Oxlade Chamberlain vinna ballon´dor fyrir 28 ára aldur. Þetta er leikmaður sem mun draga okkur langleiðina að Premier League titli…. MARK MY WORDS. Virkilega sáttur með þetta og spenntur fyrir gluggadeginum , en fyrst við erum tilbúnir að kaupa van dijk á svona mikin pening getum við alveg eins keypt Sergio Ramos eða jafnvel Jerome Boateng á svipaðan pening og kæmi mér ekki á óvart ef klopparinn sé með augað á Boateng á gluggadegi ef van dijk gengur ekki upp , YNWA

  4. Finnst mjög undarlegt að eyða 35-40 millum í leikmann sem á 1 ár eftir af samningi og gæti komið frítt eftir ár. Hann virðist líka vera mest til í Liverpool þannig að hann hefði örugglega komið eftir ár.

    Jafnvel þó hann ætti ekki stutt eftir af samning sínum þá er þetta mjög hátt verð fyrir leikmann sem hefur sýnt lítinn stöðugleika og á töluverða meiðslasögu.

  5. Chamberlain talar um að hann vilji spila á miðjunni og hann hafi hafnað Chelsea meðal annars útaf því hann vill ekki vera í þessari ving bakvarðar stöðu.

    Annars eru þetta flott kaup, kostar lítið sem ekkert, var með 6 mörk og 11 stoðsendingar á seinasta tímabili í 45 leikjum. Alveg rosalega góður á breiddina og get séð fyrir mér að hann geti verið á kanntinum og svona í þessari Lallana stöðu. Svo er hann líka fjölhæfur, kraftmikill og alveg teknískur þegar hann vill. Þetta er allavega leikmaður sem Klopp getur unnið með, ekki spurning og bara 24 ára.

  6. Stóra málið í þessu er að hér er ungur landsliðsmaður með sín bestu ár framundan sem velur að fara frá Arsenal og vill heldur ekki fara til Chelsea.
    Nei hann vill koma til Liverpool helst af öllu og tekur á sig lægri laun en voru í boði hjá Arsenal. Og vill ekki fara til núverandi Englandsmeistara þar sem launin hefðu eflaust verið hærri líka.

    Leikmenn sjá að það er eitthvað í loftinu á Anfield þetta tímabilið og framtíðin er björt!

  7. Respect á þennan gaur að taka á sig hellings launalækkun til að fá að spila fyrir Liverpool og Klopp! Alvöru hugarfar

  8. Er þetta ekki bara fínar fréttir, góður uppá breiddina. En ég tel það alveg ljóst að Coutinho er að fara. Vonandi koma síðan Lemar og VVD á morgun.

  9. Þetta er þvílík Þórðargleði á kostnað Arsenal ef við náum bæði í Lemar og Champerlain og þvílík skilaboð út í fótboltaheiminn. Það er eitthvað óvenjulegt að gerast hjá Liverpool. Það er ekki nóg með að Champerlain vildi frekar fara yfir til Liverpool heldur en Chelsea, þá virðist það sama ganga um Van Dijk og hann væri kominn hingað ef við værum ekki búinn að kaupa alla bestu leikmenn Southamton undanfarin ár.

    Klopp-áhrifin eru greinilega að skila sér í betri kaupum og með kaupum á Champerlain eykst breiddinn og þá eru meiri líkur á að við getum staðið okkur betur í öllum keppnum.

  10. Pearce er að tvíta að læknisskoðunin sé byrjuð, hún fer ekki fram á Melwood enda er Chamberlain með enska landsliðinu á St George’s Park.

  11. Ég hef aldrei fílað Uxann. Svo las ég þessa setningu: “Chamberlain … var víst Púlari á sínum yngri árum”, og skipti um skoðun á meistaranum á núll-einni.

  12. Finnst mjög undarlegt að eyða 35-40 millum í leikmann sem á 1 ár eftir af samningi og gæti komið frítt eftir ár. Hann virðist líka vera mest til í Liverpool þannig að hann hefði örugglega komið eftir ár.

    Jafnvel þó hann ætti ekki stutt eftir af samning sínum þá er þetta mjög hátt verð fyrir leikmann sem hefur sýnt lítinn stöðugleika og á töluverða meiðslasögu.

  13. Þetta er ekki flókið, ef Liverpool nær að landa Lemar og VVD þá barist um alla titla í vetur og baráttan um byrjunarliðssæti ansi áhugaverð!

  14. Og auðvitað uppalinn southampton leikmaður 🙂
    Kemur ekki á óvart að hann endi hjá okkur.

  15. Virkilega góður uppá breiddina. Það fer að koma að því að við erum með almennilegan bekk og meiri breidd en við erum vanir.

    Held að við púlarar þurfum smá hugarfars breytingu. Öll svokölluð topplið eru með rándýrar stjörnur á bekknum, það er einhver lúxus sem við erum ekki vanir en erum samt búnir að vera að kalla eftir árum saman.

  16. Sæl og blessuð.

    Var takmarkað spenntur fyrir Chamberlain, enda mikið búinn að vera frá vegna meiðsla og hefur í sjálfu sér ekki spennandi tölfræði. Moreno snæddi hann með silfurhnífapörum á sunnudaginn í leiknum en það stóð svo sem ekki steinn yfir steini hjá nöllum.

    Þó má ekki gleyma frammistöðunni í 3-4 sigrinum á nöllum fyrir ári eða svo – þegar kauði breytti nánst gangi leiksins með krafti og eljusemi. Litlu munaði að sá sigur skolaðist niður á lokamínútum, ef ég man rétt. Hann á bestu árin eftir og er bæði hvikur og sterkur, eins og Klopp vill hafa þá. Og auðvitað er hjartað fagurrautt. Hann sýnir bæði hollusut og óbilandi trú á málstaðnum með því að færa tekjufórnir. Þetta eru nú bara árslaun verkamanns, sem munar á vikulaunum ef ég reikna rétt!

    Ef Lemar kemur þá segi ég það og skrifa. Fari Kúturinn til Börsunga á einhverju vandræðalega uppsprengdu verði. Burt með hann, og svo mætum við þeim í undanúrslitum og sýnum hvort liðið stendur á traustari grunni. Með sölu á honum og kaupum á Lemar, komum við fáránlega vel út úr þessum glugga hvað varðar leikmenn og ekki svo illa miðað við fjárhag!

    Ef Lemar kemur ekki, þá þarf að taka Kútinn í alvarlegt samtal og sleikja úr honum fýluna, því þá verður hann að spila áfram fyrir okkur a.m.k. eitt ár í viðbót.

  17. Breyddinn er að aukast með komu Ox og ef Lemar kemur þá fer maður að velta fyrir sér valkostunum og maður sér að margir verða mjög sárir en það er partur að vera í stórliði.

    Ætli tækifærum hjá Grujic, Kent, Woodburn fari ekki aðeins fækkandi ef fleiri stjörnur mæta á svæðið en ég er viss um að Klopp mann vel eftir þeim.

  18. Þegar menn eru viljugir til að taka á sig launalækkun til að virkilega vilja spila fyrir okkar lið er frábært í þessum peningafótboltaheimi. Hann er bara ennþá 24 ára, enskur, snöggur og nautsterkur, held að Klopp muni ná því allra besta úr honum. Hann þarf Klopp alveg jafn mikið og Klopp þarf hann!

    Svo bara klára Lemar og Van Dijk og sveiminn hvað við erum komnir með þrusuhóp þá (feeling hopeful)

  19. Sæl öll

    Mané, Salah, Ox, Lemar og næsta sumar Keita, Fowler minn almáttugur! hvar endar þetta, þvílík breidd!!?! Ef VvD kemur líka á morgun þá er verið að hræra í einn svakalegasta glugga frá því elstu menn muna! Auðvitað vil ég ekki vera með vanþakklæti en ég er farinn að óttast að boginn sé orðinn fullspenntur fjárhagslega og eiginlega bara vona ef allt þetta gangi eftir að Coutinho verði seldur á morgun. Mig langar ekki að upplifa einhverja brunaútsölu ef kapallinn gengur ekki upp. Við erum að tala um lágmarks árangur er fjórða sætið annars er voðinn vís.

  20. Man utd. guttarnir eru farnir að kasta skít úr fjárhúsunum sínum í athugasemdarkerfi Netheimanna – komið stress þar á bæ on a grand scale.

    Svo eru Nallarnir bara sáttir með að vera lausir við hann – segja að hann sé meiðslapési og fengu fínan pening fyrir hann. Sem er svo auðvitað ekkert notaður af papa Wenger.

  21. Þvílíkt respect á Oxlade-Chamberlain að gera hlutina svona, ef þetta stendur allt heima. Hinn kosturinn fyrir Arsenal var auðvitað að hann kláraði samninginn og færi á free transfer að ári.

    Þetta er einstaklega ánægjulegt að sjá, bæði upp á að Liverpool FC virðist vera farið að toga fast í leikmenn og líka svona integrity frá leikmanninum.

    Klopp er stærstu kaup félagsins í mjög, mjög langan tíma, á því er enginn vafi. Onwards and upwards með FSG og Klopp!

  22. #21

    Manchester are full of shit 🙂
    svo ekkert nýtt þar.

    og hvað varðar nallanna og Ox
    þá held ég að hann sé mun ánægri að vera farinn þaðan en hitt 🙂

    Ég eiginlega hálf finn til með stuðningsmönnum Arsenal það virðist ekki vera heil brú í því sem er í gangi þarna.

  23. #20 Fjárhags boginn verður ekkert það spenntur, enda komum við út í gróða seinasta sumar. Klopp er bara að nýta sér aðdráttaraflið sem klúbburinn hefur núna og allan peninginn sem hefur safnast við það að versla/selja skynsamlega í seinustu gluggum.

    Annars get ég ekki beðið eftir að sjá hvernig hópurinn verður á morgun þegar glugginn lokar, vona svo sannarlega að Lemar og VvD komi, þá yrði þetta fullkominn gluggi.

    Koma svo!!!!!

  24. ok. miðað við tvítið sem sett var upp hér á þessari síðu í morgun þá er van Dijk ekki að koma til okkar í þessum glugga. Ég bara neita að trúa því að Klopp hafi ekki verið með eitthvað plan B hvað varðar miðvörð. Ekki er van Dijk eini hafsentinn í heiminum sem gæti hentað þessu liði okkar??

    Það að fara inn í þetta tímabil með meiðslpésanna Lovren og Matip og fyrsta backup er Klavan hljómar alls ekki vel.

  25. Klúbburinn er á frábærri vegferð með Klopp. Liðið heldur áfram að styrkjast. Frábært að kaupa bara þá sem passa inn í hugmyndafræði Klopp. Ég dáist af þolimæðinni og er mjög sáttur við að sjá engin panic kaup í lok gluggans. Klopp hefur augljóslega ekki fundið miðvörð á lausu sem hann telur þess virði að taka inn. Ég treysti Klopp 100% til að meta þetta. Frábærir tímar framundan!

Podcast – Meistaradeildin getur tekið gleði sína

GLUGGAVAKTIN