Uppfært: Keita kominn (Staðfest) – Þriðja tilboð í Lemar

Uppfært (EMK) 12:00:

Þetta gæti auðvitað verið svar Monaco við sölunni á Mbappe en þeir eru vissulega að kaupa örfættan kantmann sem getur spilað á miðjunni líka. Nákvæmlega sömu stöðu og Lemar.

Origi er sagður hafa verið boðin sem skiptimynt í nýju tilboði Liverpool í Lemar.

Eins eru margir sannfærðir um að Van Dijk verði kláraður dag eða morgun en fyrir því eru ekki ennþá eins traustar heimildir.


Uppfært (EMK) 18:00:

Silly Season fór heldur betur af stað í dag og setur væntanlega tóninn fyrir þessa viku sem gæti orðið vægast sagt rosaleg.

Naby KeitaLiverpool Echo staðfesta kaup Liverpool á Keita sem kemur næsta sumar. Þetta er auðvitað ekki alveg official staðfesting en svo gott sem.  Myndin sem gekk á twitter í dag af Keita í Liverpool búning var samt feik. Þetta er alvöru big club move hjá Liverpool og næst besta niðurstaðan í þessu máli úr því ekki var hægt að landa honum í sumar. Miðjan hjá okkur er svosem í góðum málum eins og er.

Thomas Lemar – Liverpool Echo staðfesta einnig að Liverpool hafi lagt fram boð í Lemar hjá Monaco og að þeir séu að íhuga þetta tilboð. Gangi þetta eftir værum við að tala um högg fyrir Arsenal því hann var orðaður við þá í mest allt sumar.

Monaco er á móti orðað við Keita Balde hjá Lazio sem væri nánast like for like leikmaður, veit ekki hvað það er mikið að marka það slúður. Þar er reyndar á ferðinni leikmaður sem er ekkert minna spennandi en Lemar.

Oxlaide-Chamberlain er á leiðinni til Chelsea fyrir £35m.  Liverpool hefur verið mikið orðað við hann en líklega er öllum sama ef Lemar er að koma á Anfield í hans stað. Nema auðvitað Arsenal mönnum, þvílík vika hjá þeim!

Renato Sanches hjá Bayern er allt í einu orðaður við Swansea, útilokum það ekkert, Rubin Neves er í Wolves! Hann virkaði nú ekki í Liverpool klassa blessaður í sumar.

Coutinho –  Ekkert að Coutinho sem þýðir að hann gaf bara skít í Meistaradeildarumspil Liverpool til að komast frá félaginu. Hann hefði ekki verið cup tied hefði hann spilað þá leiki. Svakalega svekkjandi að sjá hvernig hann hefur hagað sér í sumar, sérstaklega m.v. það hvernig hann hefur talað um Liverpool og stuðningsmenn félagsins undanfarin ár. Innantóm orð.

Það eru svo fleiri vondar fréttir af Coutinho. Ballague segir að Liverpool ætli ekki að selja hann í sumar þrátt fyrir mikla orðróma i dag um annað. Þetta eru vondar fréttir þar sem Ballague hefur nánast alltaf rangt fyrir sér.


Nú virðist svo gott sem frágengið að Liverpool sé búið að ganga frá kaupum á Naby Keïta frá RB Leipzig, en þó með því skilyrði að hann komi ekki fyrr en að ári, eða 1. júlí 2018. Bæði Joyce og Reddy hafa tvítað um þetta, ásamt því að myndir af kappanum í treyju númer 8 hafa lekið á netið:

Þá virðist klúbburinn hafa boðið í Kendrick Lamar Thomas Lemar frá Monaco, og yrði upphæðin nýtt met ef af verður.

Helsta spurningin er auðvitað hvað þetta þýði fyrir mál Can og Coutinho, þ.e. hvort þeir verði eða fari, og þá hvenær?

Það birtist að sjálfsögðu ítarlegri færsla um málin um leið og þetta skýrist.

86 Comments

  1. Ég spái metaðsókn á kop.is næstu daga. Kúturinn er að fara og ég græt það. Held að Can sé ekki á förum strax. En hver er ég?

  2. Þvílík vika!
    Champions League…….Tjékk
    Gjörsigra Arsenal…….Tjékk
    Klára þessi transfer….Tjékk

    Kendrick Lamar, LOL 😀

  3. Rétt að taka fram að þessar myndir hafa ekki verið staðfestar og gætu auðveldlega verið Photoshop.

  4. Allt saman flott, ekki hægt að neita því, ef satt reynist. Það vantar Lemar upp á breiddina en það er sérstakt ef squad player kosti 55 millz. Markaðurinn tognaði á heila í sumar, það er klárt. Kannski er hann hugsaður í stað Coutinho. Maður auðvitað veit ekki neitt.

    Persónulega myndi ég fagna því meir ef Can myndi skrifa undir nýjann samning heldur en staðfestingu á kaupum á Keita. Eins og kannski einhverjir vita hérna á kop.is þá hef ég verið einn helsti fan of the Can the ManTank og vissi að hann myndi verða að þeim leikmanni sem hann er í dag fyrir lfc. Einnig bind ég vonir við að hann verði fyrirliði áður en langt um líður því hann á bara eftir að verða betri og mikilvægari fyrir klúbbinn. Þannig ef það gerist að hann fái ekki þann samning sem hann vill eða hreinlega vilji það bara ekki sjálfur þá…ég veit ekki…get hreinlega ekki hugsað þá hugsun til enda að hann spili annarsstaðar. Hvað er emailið hjá honum? Ég þarf að spjalla við hann.

  5. Keita málið er frágengið og þeir hjá Liverpool-Echo eru með ítarlega umfjöllun um þetta mál.

    Neita að trúa því að Kútur fái að fara núna í haust. Vil þá að lágmarki fá 2 topp-leikmenn strax í staðinn. Óþolandi helvíti að láta Barcelona komast upp með þessi vinnubrögð.

  6. Verst að fá hann ekki inn núna en ég mun fylgjast betur með Leipzig í vetur, það er ljóst.
    En ég vona að Lemar verði kláraður í dag og þá höfum við 3 daga til að klára Van Dijk.

  7. Náttúrulega svanasöngur Herra Wenger ef þessi Lemar kemur til okkar eftir að Wenger hætti við hann og sagði það vonlaust að fá hann.
    Stórkostlegar fréttir með Keita ef að líkum lætur.
    Coutinho virðist ekki ætla að gefa sig en vonandi ná þeir a.m.k. einu tímabili til viðbótar hjá honum.
    Hver veit hvað er að gerast með E.Can? Hann virðist loksins ætla að verða þessi Rolls Royce leikmaður sem menn spáðu. Orðinn stöðugur og stórkostlegur, virðist ekkert benda til þess að hann sé á förum samt núna.

  8. Ox(Arsenal) að fara til Chelsea – var að vonast til þess að Liverpool myndi næla sér í þennan leikmann. Hann er kraftmikill og hraður og passar því hvernig Klopp vill spila.

    Coutinho sagður vera mjög nálagt því að ganga til liðs við Barcelona.

    Tilboð komið í Lemar en það er ekki búið að svara því sem segjir manni að þeir eru að hugsa um það. Mjög líklegt að þeir hafni því(maður á aldrei að segja Já við fyrsta tilboði) og liverpool komi svo með annað tilboð í kringum 60 m punda.

    E.Can er sagður ekki ætla að skrifa undir hjá Liverpool og er sagður langa til Ítalíumeistara Juve sem ætla að bíða eftir að samningur er laus eða bjóða smá í janúar.

    VVD málið er enþá í gangi en Southampton segjast ekki ætla að selja en liverpool eru sagðir að séu ekki hættir við að bjóða eitt tilboð í viðbót áður en glugginn lokar.

  9. Fá alvöru pening greiddan strax frá barcelona og losa okkur við þennan vesaling.
    Ég vil sjá leikmenn með passion á vellinum en ekki farþega sem vilja fara aðra leið.

  10. Búinn að segja það áður og segi það bara aftur að Coutinho má fara fjandans til eftir þennan farsa sem hann bauð upp á.

    Hirða 115 milljónir fyrir hann og senda hann af stað á inniskónum sínum – Bara mættur til móts við brasilíska landsliðið og ekkert að honum.

  11. Frábærar fréttir af Keita. Hefði auðvitað helst vilja sjá hann koma strax en þetta er farið að svipa til stórklúbba kaupstefnu. Smá stress að ekki sé búið að staðfesta þetta af klúbbnum, en það hlítur að detta inn bráðlega.

    Með Coutinho, er hann eithvað að fara að lækka í verði ef við höldum honum í ár? Ég sé Klopp allveg geta höndlað hann vel í eitt ár í viðbót og fengið hann til þess að gefa hópnum aukin gæði. Svo er þá hægt að ganga frá hans málum snemma næsta sumar, eftir að hafa fengið gott útúr honum eftir tímabilið, helling af aur inná bankann, auk þess sem við verðum í betri stöðu til að finna arftaka. Ég er á því að við ættum að halda honum.

    Svo eru þessar fréttir af Lemar mjög spennandi. Auk þess sem ég vona að eitthver hreyfing komi í VvD söguna og að hann verði í hópnum undir lok vikunnar.

    Þvílík vika! Nú er bara að vona og trúa!

  12. Sæl og blessuð.

    Miðjumenn Liverpool sem í síðasta leik sýndu að þeir standa standa jafnfætis ef ekki framar Coutinho:

    1. Mané
    2. Salah
    3. Can
    4. Gini
    5. Henderson

    Við erum síður en svo á flæðiskeri stödd á þessu svæði og svo eru auðvitað minni spámenn sem ég myndi ekki voga mér að setja í þennan hóp. Mikilvægast er að næla sér nú í banhungraða leikmenn sem falla inn í hópinn og passa upp á ofangreinda fimm fræknu, auðvitað fyrst og fremst að semja við Canverjann.

    En Coutinho má fara yfir á hinn sökkvandi katalóníudall mín vegna. Bara gera næstum því móðgangdi gagntilboð og sjá hvað þeir segja, karlarnir!

  13. Smá twist á Ox transfer fréttirnar í vændum? Jim White (@JimWhite) hjá SkySports var að tweeta:

    “Although @Arsenal and @ChelseaFC reportedly agree fee for Alex Oxlade-Chamberlain, source says player’s preference would be @LFC”

    Renato Sanches vill ég ekki sjá en Lemar yrði snilld. Það yrði svo frekar fyndið að sjá viðbrögðin hjá grey Arsenal mönnum ef hann kæmi til okkar í ljósi þess að Wenger var búinn að útiloka kaup á Lemar því Monaco vildi ekki selja (.. fyrir vætanlega ásættanlegt verð)

  14. Frábærar fréttir með Keita ; )

    En að Coutinho. Hann er auðvitað okkar besti maður í dag og menn mega ekki gleyma sér bara útaf því við erum búnir að standa okkur vel í síðustu leikjum án hans. Það er ástæða fyrir því að hann er yfir 100 milljóna virði.

    En að hann sé núna kominn til Brasiliu og það er akkúrat ekkert að honum er sorglegt. Hvað ef við hefðum tapað einvíginu við Hoffenheim ? Það væri réttast að láta hann ekki komast upp með þetta og halda honum í vetur, en það er óskaplega barnalegt og ef við getum tekið inn kannski 120-130 millur þá bara drífa í þessu og losa okkur við drenginn.

    Það er nefnilega þannig að það kemur alltaf maður í manns stað og hefur alltaf gert.

  15. #16
    Já Balotelli kom til dæmis fyrir Suarez 🙂

    En að öllu gamni slepptu…. liðsheildin og chemistry er stærsta vopn Klopp að mínu mati. Það hjalpar mikið á svona tímum

  16. Monaco sagði bara NEI við Liverpool og þeir vilja ekki selja Lemar :/

  17. Væri pæling að selja Coutinho til Barcelona á þessum sömu forsendum og LFC er að kaupa Keita á? Borgið núna, fáið hann á næsta ári.

    Nota svo söluandvirðið af Coutinho og Sakho + það sem komið hefur inn fyrir minni spámenn í að kaupa VWD og Lemar? Þá værum við að fá Keita, Lemar og VWD nánast á sléttu fyrir það sem færi, og í raun er það bara Coutinho sem við missum því Sakho hefur ekki verið spilandi LFC leikmaður lengi og þeir Andrew okkar Wisdom og Kevin Stewart eru ekki leikmenn sem við grátum að hafa misst.

    Semsagt Coutinho út og þrír heimsklassaleikmenn inn í staðinn sem auka breidd liðsins verulega? Couthinho spilar þennan vetur og Keita í staðinn þann næsta? Það hljóma sem nokkuð góð viðskipti, sérstaklega ef kúturinn tæki við þetta gleði sína og spilaði eins og engill fyrir okkur í vetur á meðan hann orðnaði sér við hugsanirnar um spænsku sólina sumarið 2018.

    Eftir stendur þá að öll nettóeyðsla sumarsins væru í kringum 45-50 milljónir punda (Salah, Solanke, Robertson) og loforð FSG um big spending væri enn óuppfyllt. Þá mættu stuðningsmenn, sé sanngirni af hálfu FSG gætt, eiga von á enn stærri glugga á næsta ári.

    Ég myndi hið minnsta ekki fella tár ef þetta yrði niðurstaðan.

  18. Mónakó hafa hafnað öllum tilboð Liverpool í Lamer. Vonandi höldum við áfram að bjóða í hann, allir leikmenn hafa sitt verð.

  19. BREAKING NEWS

    We understand Monaco have rejected two bids from Liverpool for Thomas Lemar.

    The latest bid was around £64.8m (€70m) and Monaco want Lemar to stay at the club beyond this summer’s transfer window.

    Frá SkySports

  20. Ég vona að Can the ManTank verði áfram hjá okkur. Hann á defo að fara inn í kapteinsröðina, upp fyrir Milner (og kannski Hendo líka?).

  21. Þetta er ekkert flókið í sjálfu sér. Ef Monaco vill ekki selja Lemar, þá fer Coutinho líklega ekki neitt. Hann er með fimm ára samning með engri flóttaleið. Það er ekkert sem hann getur gert. Við gætum þessvegna haldið honum næstu þrjú ár án þess að hafa áhyggjur.

    Ef nýjustu tölur eru sannar um 170 m punda tilboð þá væri ég til í að selja hann en það er erfitt ef við fáum ekki einhvern til að fylla skarð hans fyrir næsta fimmtudag.

  22. Það á ekki einu sinni að íhuga neitt tilboð í CU núna, hugsanlega væri haægt að lofa honum að hann yrði seldur næsta sumar til að halda honum góðum og fá eitthvað úr honum, og selja hann svo næsta sumar, eitthvert annað en til barca,

    Barca á bara að fara í viðskiptabann, þeir eiga ekki að komast upp með að búa til svona fordæmi, selja hann eitthvað annað og gera barca full ljóst að enginn leikmaður færi frá Liverpool til barca í framtíðinni, kæra svo barca til að fá á þá refsingu frá knattspyrnusambandinu (einsog það myndi gerast).

    Ég myndi frekar fórna þessum leikmanni og peningunum en að skapa það fordæmi að svona framkoma einsog barca er að sýna myndi lýðast.

  23. Snilldarfréttir med keita coutinho má fara til Barca og sjöbrotna á bádum í fyrsta Leik fyrir mér. Hef ekki Mikla trù ad Monaco hleypi fleirri mönnum Burt en vid verdum ad fá inn sterkann cb og eikkvern 1 gòdann med veit samt ekki alveg hver. Ég hef sjaldann Verid meira bjartsynn á framtídina hjá Liverpool 😉 in klopp i trust !! P.s hvenær dettur inn næsta podcast?

  24. það er frábært að keita sé nánast done deal.

    þannig að 2 af 3 helstu skotmörkunum er náð
    vel gert liverpool.

    en þetta Thomas Lemar mál kemur mjög óvænt upp afhverju núna?
    það er vitað mál að það verður erfitt að fá leikmann frá liði sem nær varla í lið eftir sumarið. áttum að hjóla í hann strax ef það var málið.

    en smá vangaveltur ef þetta er staðan

    salah 35 mp
    keita 42
    dijk 50
    Lemar 70
    robertson 7
    solanke 3

    eða hvað þessar tölur eru.
    er liverpool ekki vel yfir reglum fifa varðandi eyðslu?

    trúi ekki öðru en að sakho sé þá nánast farinn á um 30 og liverpool sé byrjað að eyða couto peningunum..
    þótt Fsg séu til alls líklegir að láta reyna á hluti enda virðist þessi regla vera frekar aum.

  25. Ég er með þá kenningu að allt sem við “sérfræðingarnir” höfum haldið og það sem sagt hefur verið í fjölmiðlum með meiðsli og annað sé bara bull. Það er að segja hann segist ekkert vera meiddur heldur kemur það frá klúbbnum sjálfum, þeir eru væntanlega bara að pumpa upp verðið og þeir voru alltaf til í að selja hann og þetta er liður í því.
    Ef PC væri meiddur þá fengi hann ekki að poppa upp í landsliðsverkefni því ef ég man rétt þá ganga hagsmunir klúbbsins framfyrir landslið og væri hann því bara í Liverpool í meðhöndlun ef LFC teldi hann meiddan. Salah var maðurinn sem var keyptur fyrir PC og sennilegast var það alltaf planið. Selja hann fyrir 120mills og fá einn ef ekki tvo leikmenn með, Rakitic og einhvern ungan og efnilegan úr La masia.

  26. #16
    “Það væri réttast að láta hann (Coutinho) ekki komast upp með þetta og halda honum í vetur, en það er óskaplega barnalegt og ef við getum tekið inn kannski 120-130 millur þá bara drífa í þessu og losa okkur við drenginn.

    Það er nefnilega þannig að það kemur alltaf maður í manns stað og hefur alltaf gert.”

    Þú verður aðeins að útskýra hvað þú átt við með þessu. Ef við seljum Couthinho og fáum engan mann í staðinn. Hvernig getur þá verið að koma maður í manns stað??

    Staðreyndin er einfaldlega sú að ef við seljum Coutinho núna í lok ágúst og fáum ekki a.m.k. tvo sterka leikmenn í staðinn þá er liðið alltaf að veikjast. Breiddin engan vegin sú sama. Það gengur vel núna en hvað þegar menn eins og Can, Mane, Henderson og Mane fara að detta í meiðsli?

    Afhverju þurfum við að vera með þessa minnimáttarkennd gagnvart þessum “stórliðum”? Það er risa-tímabil framundan hjá LFC, Coutinho í fýlu og þá eigum við bara að losa okkur við hann! Í alvörunni?? Hvernig svaraði United áhlaupi Real Madrid á DeGea? Nei, leikmaðurinn er ekki til sölu og það skiptir engu fucking máli hvað þið bjóðið mikið í hann.

    Staðreyndir málsins eru þessar.
    1) Coutinho er nýbúinn að gera langtímasamning við LFC.
    2)Það er enginn klúbbur í Evrópu að fara að selja okkur leikmenn sína sem eru í sama klassa og Coutinho núna fyrir lok ágúst.
    3) Það er HM næsta sumar. Coutinho hefur ekki efni á því að vera í fýlu mikið lengur ef hann ætlar að spila með landsliði sínu þar.

    Það væri að mínu mati ótrúleg niðurlæging fyrir LFC að selja Coutinho til Barcelona núna án þess að fá a.m.k. tvo toppmenn (sem geta spilað strax með liðinu, ekki á næsta tímabili) í staðinn. Auk þess væri að grafa undan starfi Klopp hjá klúbbnum.

  27. Hvernig kemur það ekki á óvart að þegar að Liverpool mætir til Monaco þá allt í einu taka þeir upp á því að vera hættir að selja leikmenn.
    Kemur reyndar á óvart hversu rosalega marga þeir hafa selt en hvað munar um einn í viðbót.

    Takið bara þessu tilboði og hættið svo að selja.
    Tíminn er ekki að vinna með okkur í þessu þannig að vonandi gera okkar menn það gott tilboð að Monaco geti ekki annað en samþykkt.

  28. sky segir að Monaco hafi hafnað tveimur tilboðum LFC í Lemar. Þá er bara að bjóða aftur og hafa Origi með í dílnum 🙂

  29. Sæl öll allt í rugli í inkaupun og sölum enn getur einhver bent mér á hvar er best og ódýrast að fá miða á tottenham v Liverpool 22 nóvember næstkomandi?

  30. Djöfull er þessi Coutinho mynd eins og langatöng í grímuna á þeim sem hafa stutt hann síðustu árin. Ótrúlega súrt!

  31. Þetta eru góðar fréttir, að Keita komi næsta sumar. Sýnir framtíðarsýni, sem er afar mikilvægt. Klopp og Can tala sama tungumál, held að Can sé að fíla LFC í botn, hann skrifar undir á næstu dögum. Kutamálið verður jarðað með þeim formerkjum, að hann standi sig í vetur með LFC, fari síðan næsta sumar, á svona keita samningi. Svo verður spurning á endanum, vill hann þá fara, því LFC er á endanum miklu betra lið en Barca. Það munum við sjá í vetur, for sure. Málið er þetta, við höfum stjóra sem tekur ekki hverju sem er, það verða engin Balotelli kaup, frekar að byggja á því sem fyrir er, og hann trúir á. Ég segji, in Klopp we trust!

    YNWA

  32. Hvað er það sem dregur Can til Ítalíu?

    Ég spyr af því ég hef ekki orðið var við fréttir um að þeir séu yfirbjóða Liverpool óyfirstíganlega í launum.

    Hvað annað kæmi þá til greina? Hlutverk í mjög spennandi uppbyggingu framundan? Missti ég af einhverju, hvað er ég að misskilja?

  33. Ég ættla bara að horfa á hvað klopp er að gera með þetta lið og njóta þess að við séum með 1 besta stjóra í heiminum og aðrir ættu að gera það líka leivum klopp að búa til stórveldi hversu mikið snilld er það að horfa á liverpool vinna Arsenal 4-0 og liverpool hefur tapað 1 risa leik eftir að klopp tók við og það var leikur sém ég vara á en ég bíð spenntur eftir eftir að Meistaradeild komi inn líka og við seium bara takk klopp áfram Liverpool.

  34. YES!!

    SOUTHAMPTON have accepted an £81million bid from Liverpool for want away central defender Virgil van Dijk, according to an exclusive tonight from ESPN.

  35. #29

    Hélt að það væri bara með 1 stk Mane ? Myndi glaður samþykkja að eiga 2 stk.

  36. # 35 ert ekkert að misskilja, reyndar hárnákvæmur. Can er þjóðverji, þarf ekkert á ítölsku loftslagi að halda, Juve er svona ákveðið mith, verða aldrei betri en þeir eru hverju sinni:) LFC eru alltaf að verða betri, og betri. Can er ekki að fara!

  37. #32 Hann er 22. október ég er búinn að kaupa 2 miða fyrir mig á þennan leik og keypti þá á 150pund stykkið og sætin eru í away end semsagt þar sem stuðningsmenn liverpool eru. Ódýrustu miðarnir sem ég sá i away end þegar ég googlaði miða þá var það um 350 pund getur keypt á þessari facebook síðu : https://www.facebook.com/LFC4LYF14/

  38. nú er verið að tala um að man city vilji Sanches og eru tilbúnir að setja Sterling upp í sem skiptimynd.

    er ljótt að hlægja af þessu?

  39. Allar þessar fréttir og kaupin á Keita segja mér bara að FSG er sama sem búið að selja Coutinho til Barcelona. Það verður ekki tilkynnt fyrir en í blálokin svo Liverpool hafi tíma til að reyna við þessi helstu skotmörk.

    Verði þetta niðurstaðan er ég svo sem ekkert ónýtur yfir þessu. Coutinho er frábær af og til en á ennþá eftir að eiga frábært tímabil, og ekki fer þetta vel af stað hjá honum. Að halda honum gegn hans vilja og horfa á eftir 100 milljónum punda er náttúrulega bara rugl.

    Finnst ég verða að hrósa FSG þegar vel er gert og þetta Keita mál virðist hafa verið fagmannlega unnið.

    Coutinho og Lucas út fyrir Keita og Salah. Ef Van Dijk kemur í vörnina þá er þetta mögulega talsverð bæting og FSG opna glaðir heimbankann enn eitt árið.

    Áfram Klopp, Áfram Liverpool.

  40. Sæl öll.

    Er nú rétt að koma niður úr skýjunum eftir leik helgarinnar. Í fyrsta skipti þá vorkenndi ég leikmönnum Arsenal, Sanchez og Özil voru með þannig svip að mig langaði bara til að taka utan um þá og knúsa og segja þeim að þetta yrði allt í lagi. En svo mundi ég allt í einu að Sanchez sagði nei hérna um árið við Liverpool og þá langaði mig að hoppa fyrir framan hann og segja ” ég sagði þér þetta”

    Þetta var svo dásamlegur leikur að hann minnti mig á súkkulaði köku með rjóma varð alltaf betri og betri og þegar honum lauk þá langaði mig í meira svona eins og einn hálfleik í viðbót.
    Um daginn óskaði ég þess að þessu félagaskiptaglugganum lyki sem fyrst en núna vona ég að hann verði framlengdur því okkar menn eru að moka inn snillingum.
    Couthino á að sitja á bekknum í varaliðinu þetta tímabilið til að sýna öðrum að svona á ekki að haga sér..setjum hann í skammakrókinn.
    Ef hann verður áfram og spilar með þá eigum við samt að láta hann vita hvernig við fílum svona svik..t.d fagna ekki mörkum sem hann skorar …nei grín

    Framtíðin er að verða dálítið spennandi og engar fréttir um ósætti milli FSG og Klopp heldur virðist þeirra samband afar gott og þeir samstíga í öllu sem þeir gera svona bara eins og gott hjónaband.

    Hlakka gífurlega til næstu leiktíðar og reyndar þessarar sem er byrjuð

    Ég trúi…

    Þangað til næst
    YNWA

  41. Kjaftagangurinn og orðrómurinn um leikmannakaup er mikill á vefmiðlun þessa dagana. Vonandi er ekki einhver óþverra kapall í gangi sem endar með því að við missum einhvern öflugum. Þessi endalausa miðjumannaumræða og kaup geta bent til að eitthvað sé í gangi sem ekki hefur alveg komið upp á yfirborðið. Við þurfum ekki að styrkja miðjuna eins mikið og vörnina en eitthvað fer lítið fyrir umræðum um kaup á mönnum í þær stöður fyrir utan Dijk. Robertson kom jú en hann er nú ekki beint heimsklassaleikmaður og því í augnablikinu frekar sem varaskeifa.

  42. Nokkuð viss um að #45 hefur rétt fyrir sér. Þessi póker virðist vera að ganga upp á þann hátt að Couthino verður seldur á eitthvað um 140m pund með hárri staðgreiðslu og Sakho á eitthvað nálægt 30 m punda.

    Í staðinn fyrir svipaða upphæð koma VvD og líkega þessi Lemar strax og Keita í vor.

    Og allir sáttir að lokum sem er ansi vel gert miðað við hvernig þetta fór af stað.

  43. Óviðkomandi liverpool þá finnst mér leiðinlegast að sjá Monaco liðið tætt í sundur, eins og þetta var skemmtilegt og spennandi lið. En svona er boltinn

  44. Já, epík á RAWK.

    “Fuck it, we’ve been gazumped by Shamrock Rovers.

    FSG OUT.”

    Stórkostlegt.

  45. Sakho að fara.

    PALACE ‘AGREE SAKHO FEE’
    Crystal Palace have agreed an initial £20m fee with Liverpool for defender Mamadou Sakho, according to The Guardian.
    The fee could reportedly rise to £30m with add-ons, and is pending a medical.

  46. Vonandi hefur neymar ljáð orð í eyra coutinhó um að það væri himin og haf á milli stuðningsmanna Liverpool og Barca. Hversu oft hefur maður séð börsunga leiða 1-0 í hálfleik og það er baulað á þá. Mikið er nú skemmtilegra að vera að tapa og heyra “you never walk alone” sungið í uppbótartíma. (Fyrir utan að vera að tapa haha)

  47. Grunar að þetta sé frágengið með Coutinho. Við erum allt í einu að fara all in á Lemar, VVD og búnir að ganga frá Keita fyrir næsta ár. Ekki líkt FSG að gera þetta án þess að vera að fá 100 millur eftir helgi.

  48. Búið að selja Sakho til Palace?
    Djöfull er maður pirraður út í Coutinho að vilja ekki taka eitt síson í viðbót, við erum að fara taka tiitilinn maður!!
    En gott og vel ef við fáum einhvern góðan inn í staðinn. Er búið að spotta Van Dijk í leigubílaröðinni?

  49. #58
    Nei, Sakho til palace er ekki frágengið. Talið að LFC hafi hafnað boði upp á 22 m.p. + 3m.p. í viðbótum.

  50. Skil ekkert í LFC að hafa ekki farið á eftir Keita Balde. Betri en Thomas Lemar og Monaco munu græða mikið á því að selja hann til stærra liðs eftir tímabilið.

  51. erum við í alvöru að fara að kaupa van djik á 70m þegar við erum með mann utan hóps (sakho) sem er liklega á pari við van dijk

    70m fyrir mann úr miðlungsliði og mann sem er bara kominn með 12 landsleiki fyrir landslið sem er buið að vera i sögulegri lægð

  52. Myndi seint setja VVD á par við Sakho. Þó ekki væri nema fyrir það að VVD virkar heill í toppstykkinu, Sakho er alveg nokkrar sjómílur frá því.

    Ég er samt ekki að geta þessi gluggalok. Hef sjaldan verið jafn spenntur fyrir glugga og er farinn að standa mig að því að lesa þræði sem fylgja flugvélum eftir, það var reyndar stórbrotin lesning, en engu að síður ákveðin bilun 🙂

  53. Eitthvað er ég efins um að Klopp og Gerrard séu sammála þér um það að hann sé betri en Van Dijk, Jón Björn. Það er allavega hægt að fullyrða það að vörnin hefur ekki veikst neitt við það að Sakho var sendur í frost. Mörkin voru líka að leka inn á faranlegum stöðum þegar hann var að spila fyrir klúbbinnn og ef vörnin verður jafn sterk og hún var gegn Arsenal í vetur þá er Liverpool ansi líklegt að verða Englandsmeistari. Arsenal fékk eitt færi og ekki eitt einasta skot á markið og tvö líklegustu skiptin að það kæmi mark var vegna þess að Karius var með einhverjar ranghumyndir um sjálfan sig og hélt að hann væri teknískari heldur en Coutinho.

  54. Palace hlýtur að koma með annað uppá 25+5 í addons. Svo er ég eins og margir hafa bent á að það er held ég andskoti líklegt að Coutinho sé á útleið. 75 Lemar, 75 Van Dijk, 50 Keita. Þetta gera 200 milljónir punda góðann daginn. Ansi ólíklegt að FSG séu að spreða svona nema þeir viti að þeir eru að fara casha inn af Coutinho. En ég meina þá erum við komnir með nýjann vinstri bak, miðvörð, miðjumann og 2 sóknarsinnaða miðjumenn/kantmenn í þessum glugga, allt sem við þurftum!

  55. Fyndið þegar menn eru að röfla yfir verði á leikmönnum , þetta er einfaldlega akkurat það sem maður vill í dag statement um að við viljum verða með þeim bestu og ekki bara sögulega heldur getulega í dag núna strax ekki á morgun og ekki eftir 5 ár við erum búin að bíða nógu lengi.
    70m fyrir Van Djik ? gæti ekki verið meira sama ef Klopp og co halda að hann sé styrking í vörnina.

  56. Það vantar ekki hversu mikið er hægt að draga öll kaup hjá Liverpool.
    En sem betur fer er slúðrið nú skemmtilegt og fullt af mistrúlegum sögum í gangi

  57. já allt i góðu að setja statement, en eg myndi þá vilja fá alvöru miðjumann i stað þess að eyða þessum 70m i varnarmann sem er ekkert betri en sakho.
    og fyrst menn tala um að sakho sé ekki alveg heill i hausnum, hvað segja menn þá um van dijk og hvernig hann er búinn að láta hjá southampton ? á hann þá ekki eftir að gera það nákvæmlega sama hja okkur um leið og barca fer á eftir honum ? sé ekki að van dijk sé eitthvað heilli i hausnum heldur en sakho

  58. Haha nù er allt í lagi að haga sér eins og Barcelona í sambandi við Lemar blòða og blòða þò svo öllu hafi verið hafnað?
    Menn fljòtir að gleyma
    En gott mál og vonandi fer kùtur
    ekki

  59. Er einhver með góða síðu sem maður getur keypt aðgang að iþrottaleikjum, golfi etc…

  60. Jæja Monaco voru að fá Jovetic í dag fyrir Mbappe og rétt í þessu voru þeir að staðfesta Keita Balde frá Lazio sem spilar sömu stöðu og Thomas Lemar sem fær þá vonandi að koma til Liverpool.
    Morgundagurinn ætti að verða ansi spennandi

  61. Ég verð skítstressaður allt seasonið ef að þeir ná ekki að landa miðverði..það er klárt

  62. SigfúsG #71.
    Munurinn á þessu er mikill, Monaco hefur aldrei sagt að Lemar sé ekki til sölu, heldur hafa þeir verið að semja við Liverpool í dag.

    En Liverpool hafa sagt að Coutinho sé ekki til sölu. Sama hvað sé boðið.
    En aftur á móti voru Liverpool að spila sama leikinn við southampton og Barcelona hafa gert við Liverpool

  63. Ásmundur skil? En var rètt í þessu að detta inn 160m í kùtinn frá Barcelona???

  64. “Coutinho not in the Brazil starting XI. Rumours he has refused to play with a sore back until he gets his move to Argentina.”

  65. #62 ertu í alvöru að copera beint frá Hjörvari Hafliða á twitter?? ?

  66. #74, það er ekki hægt að bera saman okkar nálgun á southampton við nálgum barca á okkur, allt annar hlutur, við höfum ekki stöðugt verið að senda út fals fréttir, eða að fá vini og fjölskyldu menn WVD til að ýta undir áhugan og eytra samband hanns við klubbinn og við hættum svo að leggja fram tilboð eða að tala nokkuð um þetta að lokum, eginlega strax og southampton bað okkur um það, þetta er allt annað.

  67. Að tuða yfir því að menn séu keyptir frá miðlungsklúbbum eins og Jón Björn #62 gerir er alltaf jafn fáránlegt.

    Mané er keyptur frá miðlungsklúbbi, Inter var miðlungsklúbbur þegar að Coutinho var keyptur, Matip kom frá Schalke og Henderson frá Sunderland.

    VVD lúkkaði fáránlega vel í fyrra fannst mér og ég vil glaður fá hann.

  68. Úff þessi gluggi er að ganga frá manni, stress, von, vonbrigði, tillhlökkun og gleði, þessi blanda er að búa til eitthvað ástand sem ekki er hægt að lýsa.

  69. Skoðum aðeins stöðuna hjá liðinu í dag.

    Inn Salah, Solanke og Robertson.
    Ótrúlegt að Salah kosti ekki 60m pund + miða við það sem hann hefur sýnt og hvað verð eru í gangi.
    Robertson virkar mjög solid en auðvita er bara ný kominn.
    Solanke virkar sem ungur og efnilegur framherji sem er strax kominn framúr Origi.
    Svo má ekki gleyma Keita en hann kemur 1.júlí 2018.

    Svo má ekki gleyma Klopp þættinum. Leikmenn eins og Moreno, Trent og Gomez hafa bæst inn í liðið sem vel nothæfir leikmenn. Tveir ungir sem eru að sparka upp hurðinni og annar sem var kominn með annan fótinn frá liverpool en hefur dregið fæturnar saman og hefur komið manni á óvart. Að þessir þrír hafa stimplað sig enþá betur inn gefur okkur aukna breydd.
    Sturridge er að komast á fullt, Ings er byrjaður að spila með varaliði, Henderson er orðinn leikfær, Can virkar núna í toppformi(virkaði þyngri á síðasta tímabili) og ekkert sem heitir Afríkukeppni. Svo má ekki gleyma að bæði Ryan Kent, Grujic og Woodburn sem ég vona að verða ekki lánaðir eru tilbúnir að aðstoða og mér langar að sjá þessa stráka í deildarbikarnum í vetur og vera nálagt liðinu(Grujic hefur meiri segja verið að spila undanfarið með aðalinu)

    Lallana meiddur, Coutinho fýlu og Clyne meiddur. Vonandi koma allir þessir sterkir tilbaka og auka á okkar breydd.

    Liðið okkar er stórskemmtileg. Það er sókndjarft fær fullt af færum en gefur líka stundum færi á sig en Klopp virðist vera tilbúinn að taka þá áhættu. Ég er viss um að það er ekkert lið sem hlakkar til að spila á móti okkar hápressu og tempó í 90.mín og er það góðs viti en á móti kemur þá virðast meiðsli fylgja svona álagi og þurfum við stóran hóp til að takast á við þetta verkefni.

    Það væri geðveikt ef við fengum 1-2 leikmenn inn til viðbótar en ef það gerist ekki þá held ég að við verðum enþá í baráttuni í top 4 og við erum í 3 bikarkeppnum sem gaman væri að fara langt í .

Liverpool 4 – 0 Arsenal

Podcast – Meistaradeildin getur tekið gleði sína